Jafnvel þó svo að glugganum hafi verið lokað, þá er ennþá smá séns að Danny Ings fari til Southampton að láni. Það er víst búið að skila inn nauðsynlegum pappírum, en afgangurinn þarf að klárast á næstu 2 tímum (tæplega) til að þetta geti gengið eftir.
Þá er runninn upp lokadagur sumargluggans 2018, bjartur og fagur (a.m.k. hér á skerinu).
Ekki er búist við að það gerist neitt sérlega markvert hjá okkar mönnum, Pearce ku þvertaka fyrir að það sé von á neinum leikmönnum til liðsins, mögulega gætu einhverjir farið. Það er líka rétt að muna að þó svo glugginn loki núna seinnipartinn, þá á það aðeins við um kaup og sölur milli liða á Englandi. Glugginn lokar að jafnaði í lok ágúst í Evrópu, og það má selja/lána leikmenn þangað á meðan sá gluggi er opinn. Semsagt, þó svo að Mignolet, Origi, Markovic og fleiri verði ennþá leikmenn Liverpool í lok dags, þá er ekkert víst að þeir verði það í lok ágúst.
Við uppfærum færsluna jafn óðum og nýjar fréttir berast, bæði af okkar mönnum og eins ef áhugaverðar fréttir af okkar helstu andstæðingum berast, en annars er orðið laust.
Verdur frodlegt ad fylgjast med lokadegi gluggans. Thad verdur liklega rolegt hja okkar monnum en madur reiknar nu med einhverjum fjarfestingum hja odrum lidum i deildinni.
Hvernig er thad annars, er engin Fantasty-deild hja Kop.is?
Takk fyrir allt í sumar, þið eruð geggjaðir hérna á kop.is, þið gerið lífið bærilegra!
Lífið leikur svo sannarlega við okkur púlara í dag, þvílíkur viðsnúningur á ímynd liðanna:
‘MAGUIRE IS GOING TO MANCHESTER’
“I can confirm he is going to Manchester,” the Leicester boss said. “But only for two hours when we play there on Friday.
Það er orðið langt síðan að leikmenn sem eitthvað vit er í hafa engan áhuga á að vera orðaðir við þetta blessaða lið enda er stundaður þarna grútleiðinlegur fótbolti, niðurrifs þjálfari sem er við það að missa klefann og óánægðir, hágrátandi stuðningsmenn, það er ekki hægt að biðja um meira!!!
Megi Moðhausinn vera sem lengst hjá Manudt og halda áfram ”uppbyggingu” liðsins með því að eyðileggja sem mest bæði innan- sem utanvallar!
Þetta tímabil verður svakalegt hjá okkur og mest spennandi síðan faxið kom á markað.
In Klopp we trust!!!
YNWA!!!
Held að ég spari f5 takkann þetta árið.
Enginn inn og enginn út hjá okkur í dag.
Flottur hópur, frábær sumarkaup þannig að ég er sáttur með sumargluggann og get ekki beðið eftir fyrsta leik á móti því liði sem hafa styrkt sig gríðarlega í sumar, bæði leikmannalega og þjálfaralega.
Það er alltaf ágætt enda leikmannaglugga á því að svekkja sig á að fá ekki nógu gott back up í hópinn. Man ekki eftir því að leikmannagluggi hafi lokast og maður hafi ekki áhyggjur af (aðalliðsmönnum) í a.m.k. einni stöðu.
Það er var ekki hægt að gera mikið betur í markmanns vandamálinu
Eigum dýrasta (og einn allra besta) miðvörð í heimi og Lovren er meira en nógu góður með honum.
Keyptum loksins varnartengilið
Eigum m.a.s. alvöru góðan vinstri bakvörð og back up fyrir hann í þokkabót.
Hægri bakvarðarstaðan er svo helmingi sterkari og rúmlega það en hún var fyrir ári.
Gluggi upp á 7,9 hjá mér áður en bolta er sparkað og gæti vel hækkað þegar við metum hann aftur í lok tímabilsins.
#4, tæknilega gæti hann lika lækkað í einkunn, en það þykir ekki líklegt miðað við það sem maður hefur séð af nýju mönnunum, væri samt allveg til í Feykir og það að lána nokkra unga leikmenn sem ekki eru líklegir til að fá spilatíma, og þá helst til enskra félaga til að þeir fái reynsluna í þeim bolta.
Svo er það Solanke og Ings, ég efast um að Ings verði nothæfur og Solanke er alls ekki tilbúinn og einsog Origi gæti hann haldist þannig án spilatíma.
Maður bara varla trúir hvað ekkert er að gerast td hjá Man Utd og Tottenham og þá sérstaklega Man Utd. Maður bjóst við að united tæki allavega einn ef ekki 2 leikmenn í viðbót.. verður gaman að hlusta á vælið í Mourinho eftir gluggann og hvað ef byrjun timabilsins fer hægt af stað.. Held hann verði farin fyrir jól frá þeim en vona auðvitað að hann haldi áfram sem lengst þarna og haldi áfram að eyðileggja liðið 🙂
https://www.mbl.is/sport/enski/2018/08/09/afram_skytur_mourinho_a_liverpool/
Móri minn ,
Viltekki bara farað grenja?
Viltekki bara farað grenja?
Viltekki bara fara barað grenja?
Farað grenja?
Sæl öll.
Loksins loksins er þetta að fara að byrja og ég get ekki beðið. Skv. rannsókn þá lentu man.utd ekki í öðru sæti eins og þeir halda heldur í fjórða sæti… ( þeim var úthlutað öðru sætinu af dómurum )kannski ætti að benda móra á þá staðreynd og sjá hvort lífið verði ekki eitthvað örlítið betra hjá honum.
Ég sé þetta svolítið fyrir mér hann hringir og hringir í leikmenn sem hann langar að fá en þeir vilja bara ekki koma til hans þeir vilja heldur leika með einhverjum öðrum. Og af því að hann fær engan til að leika við þá fer hann bara og drullar yfir strákinn í næsta húsi sem í þessu tilfelli er okkar ástkæri Klopp…
En liðið okkar lítur skelfilega vel út og ég hlakka mikið til og búin að tryggja mér miða og gistingu og flug og allan pakkan á rúm 80.000 kr. þar sem miðinn í Kenny Dalglish stúku kostar 40.000 kr og er núna að velta því fyrir mér að kaupa líka miða á lokaleikinn svona just in case.
Ég átti mér uppáhaldsleikmann hann Emre Can en hann kvaddi og gangi honum vel í framtíðinni hann þarf að rölta þetta einn en hann valdi það sjálfur. Nýtt uppáhald var hinsvegar keypt handa mér og það er markvörðurinn mér finnst allt við hann og hans viðmót öskra á mig LIVERPOOL hann virðist vera eins og Klopp skapaður fyrir liðið. Hann þarf sko ekki að ganga einn næstu árin. Helst vildi ég gera lífstíðarsamning við hann og nokkra fleiri ( nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Firmino,Salah,Van Dyke……)
Framtíðin er verulega björt og skemmtileg og veturinn verður líklega meira upp en niður en ég á þó ekki von á því að við stuðningsmenn getum hallað okkur aftur í sófanum og slakað á þetta verður ansi spennandi tímabil…
Þangað til næst
YNWA
Toni Pullis ríka fólksins heldur áfram að tuða í fjölmiðlum. Vesalings fórnarlambið.
“Þið getið látið lið eins og Liverpool, sem endaði fyrir neðan okkur, líta frábærlega út og það er talað um Liverpool og Tottenham eins og lið sem séu alltaf að vinna eitthvað stórkostlegt en samt enduðum við fyrir ofan þessi lið”
Þetta er nú ekki flókið. Ef Mourinho hefði komist til úrslita í meistaradeildinni og lent í fjórða sæti í deildinni, hefði hann sagt að það væri betri árangur en að lenda í öðru sæti í deildinni. Það segir það sem segja þarf.
Ég hef aldrei skilið þessa aðdáun á þessum manni. Hann tuðar út í eitt og er stöðugt slettandi skít í allar áttir og oftar en ekki með rökleysu og einhverra hluta vegna finnst sumum hann rosalegur snillingur fyrir vikið. Þið verðið að afsaka en ég sé ekki snilldina. Finnst svona ummæli frekar heimskuleg og afhjúpa mann sem er að ekki að valda starfinu sínu.
Persónulega finnst mér betri árangur að ná fjórða sæti og komast til úrslita í meistaradeildinni en ná öðru sæti með hundleiðinlegum fótbolta sem hafa ámóta mikið skemmtanagildi og dánarfregnir og jarðarfarir. Ég veit fyrir víst að margir Man und aðhangendur eru eru sammála mér.
Cry baby Mourinho:
https://www.youtube.com/watch?v=nBh219tQZXw
Danny Ings er sagður vera á leiðinni til Southampton á lán út tímabilið.
Fáranlegt að góður þjálfari eins og Mourinho skuli haga sér svona böðlast áfram á neikvæðni get ekki ýmindað mér að hann sé hamingjusamur þessa stundina þrátt fyrir öll afrekin og peningana sem hann hefur öðlast.
Á sama tíma drípur jákvæðni og húmor af Klopp þó hann sé búin að þurfa hafa fyrir hlutunum og sé vissulega ekki búinn að afreka jafn mikið í titlum eins og móri þá hefur hann afrekað að stjórna Liverpool!
Við erum heppin að hafa þjálfara eins og Klopp þar sem allir eru á bakvið hann.
Brynjar #9
Það “eina” sem skiptir mig máli sem fótboltaaðdáanda eru titlarnir. Því miður kom enginn í hús í fyrra, þ.a. þá er lítill munur á 2. og 4. sætinu. Fyrst svo var þá get ég huggað mig við það, að það var virkilega gaman að horfa á mitt lið spila, annað en vesalings utd aðdáendur geta sagt.
Ég er ekki alveg sammála þér Hjalti en skil hvað þú ert að fara. Fyrir mér snýst fótbolti um að ná árangri en hann mælist ekkert endilega í bikuruum. Allavega mæli ég árangurinn eitthvað á þessa leið.
1- Deldarbikarinn ( Sérstaklega fyrir Liverpool, þar sem liðið hefur ekki unnið þann bikar síðan 1990)
2- Sigur í meistaradeild Evrópu.
3- Meistaradeildarsæti og minni evrópubikarinn, því hann gefur meistaradeildarsæti.
4- Ensku bikarkeppnirnar.
Fáranleikinn og hræsnin hjá Mourinho liggur í því að hann datt út gegn Sevilla í meistaradeildinni í 16 liða úrslitum <—- og gat því einbeitt sér að fullu að ensku deildinni á sama tíma og Klopp þurfti að eyða miklu meiri orku í meistaradeildina og tapaði þessvegna oft óþarfa stigum í deildarkeppninni sem olli því að t.d Chelsea var komið óþægilega nærri okkar liði undir lokin.
Það fer enginn að segja mér að það sé ekki betri árangur að komast til úrslita í meistaradeildinni og ná meistaradeildarsæti en t.d að vinna rúðubikarinn eða hina bikarkeppnina í ensku deildinni. Ef svo væri þá stilltu öll ið sínu sterkasta liði í þeim keppnum og legðu mesta áherslu á hana.
Auðvitað góður árangur að ná öðru sæti í enska boltanum en það væri miklu auðveldara fyrir mig að viðurkenna það ef Mourinho talaði ekki af svona mikillri öfund í garð Tottenham og Liverpool og gerði lítið úr þeirra árangri með svona barnalegum hætti.
Ég er allavega á þeirri skoðun að Pochettino hafi unnið kraftaverk með Tottenham. Hann hefur ekki mikið fjárráð en hefur skilað liðinu í meistaradeildarsæti undanfarin þrjú ár. Það hefur hann gert án þess að hegða sér eins og frúin í Hamborg á markaðnum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Pochettino myndi vinna betra starf fyrir Man Und en Mourinho.
Brynjar, skil þig. Það eru auðvitað margar hliðar á þessu. Varðandi liðsuppstillingu í deildabikarnum (worthless-cup) þá skil ég vel að félögin stilli ekki upp sínum sterkustu liðum í henni, enda skiptir 4. sætið eigendurna miklu meira máli þar sem þeir meta árangur m.a. í krónum og aurum (reyndar sennilega frekar í pundum og jafnvel dollurum) á meðan ég met hann í titlum.
Ingsy farinn!
En eitthvað skrýtnir skilmálar. Seldur fyrir 20 mills, 18 borgaðar strax en samt er hann í láni til 1. júlí næsta sumar??
https://www.thisisanfield.com/2018/08/confirmed-danny-ings-seals-last-minute-move-from-liverpool-to-southampton/
ætli hann komi ekki til baka á næsta ári.. ég bíst 100% við því að southampton falli… heppni dauðans sem bjargaði þeim frá falli síðast.
Hvar er hægt að kaupa enska boltan tv/online á raunhæfu verði? Var með ntv.mx síðasta vetur en sú þjónusta virðist hafa verið lögð niður?