Stuðningsmenn Liverpool sömdu lag þessa tímabils í síðustu viku, Iker Munain var orðaður aftur við Liverpool, toppbaráttan er fáránlega hörð, Cardiff endurskilgreindi kick and run, Salah er einn af bestu sóknarmönnum í sögu Liverpool, Lallana í Leikformi væri skemmtileg ævintýrasaga, dómaratuð þrátt fyrir góða sigra og stórleikur gegn Arsenal. Þetta og fleira í þéttum þætti vikunnar.
00:00 – Toppbaráttan
15:40 – Þolinmæði gegn Cardiff
27:10 – En andstæðingurinn lélegri en hversu góðir Liverpool eru?
31:00 – Salah einn okkar besti í sögunni?
35:30 – Lallana í engu leikformi default stilling
43:00 – Dómarahornið – Evrópa vs England
49:30 – Helstu fréttir vikunnar – Harmleikur í Leicester / Red Sox meistarar
54:20 – Frábær Fabinho
01:01:40 – Arsenal komið aftur?
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Maggi (Beardsley)
MP3: Þáttur 213
Textinn í intro er eftirfarandi:
He’s our centre half,
he’s our number 4;
Watch him defend
and we watch him score;
He can pass the ball,
calm as you like,
He’s Virgil Van Dijk,
he’s Virgil Van Dijk?
Challenge accepted 🙂 hvert á ég að mæta?
Þó City séu nettir favorites þá litu þeir alls ekki ósigrandi út í síðasta leik. Alger klaufaskapur hjá Spurs að ná ekki stigi og ég er handviss um að City á eftir að tapa stigum. Toppum í janúar og vinnum City úti.
Takk fyrir gott kast drengir, þetta var rocksolid að venju.
Ein spurning þó, eruð þið hættir að setja þættina á soundclaud?. Mér likaði sú miðlun best í símanum. En skil vel þann niðurskurð ef það útheimtir meiri vinnu. Get alveg nálgast þættina sko 🙂
Já erum búnir að færa þetta í Libsyn sem er öflugra og gerir okkur t.a.m. kleyft að setja þættina inn á Spotify. Kemur ekki eins úr að spila þættina af Libsyn og Soundcloud?
Talandi um leikmenn til Liverpool.
Djöfull væri maður til í Zaha frá Palace næsta sumar. Hann hefur þroskast greinilega mikið og er þetta Palace lið ekki merkilegt en hann heldur þeim á lífi. Hann er hraður, teknískur, áræðinn og á sín bestu ár eftir. Hef horft á nokkra Palace leiki og hann er allt í öllu hjá þeim þrátt fyrir að andstæðingar Palace eru með það númer 1,2 og 3 á sínu lista að stöðva hann(alltaf tvöfaldað á kappan).
Maður getur ýmindað sér að þetta væri svipað og þegar við fengum Shaqiri frá Stoke, þegar hann er kominn með betri samherja og í liði sem leggur áherslu á sóknarbolta(þar sem hann fær meira pláss) þá gæti hann gjörsamlega sprungið út.
Einar Matthías, þetta er ekkert mál með podcast appið að sækja þáttinn og hlusta, hitt var bara þægilegra fyrir minn smekk. Eitt klikk frá kop.is og maður datt inn í soundcloud viðmótið þar sem maður gat auðveldlega skrollað fram og til baka í þættinum, sem maður svosem getur alveg eins gert í öðrum forritum. Soundcloudið virkaði bara fínt fyrir mig.
Þetta er ekkert mál og ég skil vel að þið viljið halda ykkur við eina leið frekar en margar til að miðla þáttunum. Mér datt bara í hug að spurja.
Góðar stundir YNWA
Kv Kalli