Gullkastið: Ekkert léttöl – þungt í mönnum

Ekki besta vika Liverpool undir stjórn Klopp svo mikið er víst. Líklega hefur liðið aldrei spilað eins illa og gegn Rauðu Stjörnunni og frammistaðan gegn Arsenal var ekki mikið betri, þó aðeins. Næsti leikur er tilvalin til að finna mojo-ið frá því í fyrra og byrja spila alvöru Klopp fótbolta. Kop.is verður á Anfield og öskrar liðið í gang.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 214

9 Comments

  1. Takk fyrir þetta fjörlegu umræður strákar. Svosem sammála flestu en þó alls ekki öllu eins og gengur. Finnst svolítið eins og umræðan sé um lið sem er búið að fá 15 stig í deildinni en ekki 27. Auðvitað hefur liðið ekki verið leiftrandi eins og í byrjun tímabils en þrátt fyrir það var gert jafntefli við bæði Arsenal og MC eftir að slæmi kaflinn byrjaði. Getur það verið svo hrábölvað. Umræðan hefur beinst að miðjumönnum í liðinu. Það er eðlilegt því þar er amk helmingurinn meiddur eða nýkomnir úr meiðslum. Af hverju þurfti td Milner að leika strax eftir að meiddist, greinilega sárþjáður og átti að hvíla amk tvo leiki. Ég held nefnilega, ómeðvitað, að Klopp biðji miðjumennina að komast sem léttast út úr leiknum og meiðast alls ekki. Reyndar skil ég ekki alveg þetta undirmannaða kerfi á miðjunni. Klopp var líka þekktur fyrir vanmat, eins og var greinilegt gegn neðri hluta liðum PL lengi vel, og það var greinilegt gegn td RS. Því held ég að andleysið undanfarið megi rekja til þess að menn hafa reynt að komast sem léttast út úr leikjum, td hefðu jafntefli á Ítalíu og í Serbíu verið frábær úrslit eins og riðillinn í CL hefur spilast. Eins og bent hefur verið á er Fabinho aðeins á eftir og Keita meiddir eða hálfmeiddur, Lallana nýstiginn upp úr meiðslum og ekki tilbúinni, Milner kom of snemma inn eftir meiðsli, Sallah bara alls ekki kominn í 100% stuð og síðan eru Henderson og Ox meiddir. Hve mikið meira þolir eitt lið án þess að það bitni a hugarfarinu og spilamennskunni. Síðan er það tímabil nr 2 krísan hjá TTA (kannski hjá Sallah líka) sem læknast ekki fyrr en í febrúar og svo Firmino sem, ja er ekki meiddur en kannski eitthvað í kollinum. Í öllu þessu er líka greinilegt að Klopp treystir Shagiri og Sturrigde ekki að fullu. Það á að nota þá mun meira sama hvað því þeir eru alltaf líklegir til að gera eitthvað.

  2. Öndum rólega, þetta er þarna, við vitum það, bara kalla það fram hjá strákunum okkar. Botninum er náð og ekkert nema upp á við. Gefum góða stauma frá okkur.

    YNWA

  3. Sælir, ég er sammála því að ekki er um heimsendi að ræða þó við séum ekki búnir að vera uppá okkar besta og stigasöfnunin er ágæt þrátt fyrir spilamennskuna en mikið dj….. svíður þetta tap í Belgrad og enn frekar þar sem manure vann sinn leik þrátt fyrir að vera mun lakari aðilinn í 85 mínutur í gær.
    Ég ætla að taka orð Jónasar hér að ofan og reyna að fara eftir þeim og anda rólega bæði inn og út. Reikna með dýrvitlausum leikmönnum á Sunnudaginn á móti Fulham en munum samt að það vinnst enginn leikur á pappírum og Fulham menn geta alveg bitið frá sér ef við verðum ekki á tánum. Sé fyrir mér að Clyne eða Gómes verði í bakverðinum, shaquiri á miðjunni og þríeykið frammi komist loksins í gang og sýni okkur smá af því sem við heilluðumst svo af í fyrra . Ef ekki þá þarf eitthvað að fara að endurhugsa skipulagið .

  4. Sæl og blessuð.

    Verum slök. Hinn fyrirsjáanlegi spádómur Lúðvíks kemur hér:

    1. Rannsóknarblaðamenn fletta ofan af æ fleiri soraviðskiptum þeirra fölbláu.

    2. Internetið logar.

    3. Þeir verða sviptir 15 stigum og látnir borga sem nemur andvirði framlínu sinnar í sektir.

    Þá er ekkert annað að gera en að halda áfram að spila og pjakka, eiga slæma degi á réttum dögum og snilldarleiki þar á milli.

    KvLS

  5. Ég hef því og miður ekki trú á því að Liverpool komist af alvöru upp úr þessari lægð alveg á næstunni og tel að það muni hvetja Klopp til enn frekari kaupa í Janúarglugganum. Liverpool mun vinna góða sigra inn á milli, en klúðra svo leikjum eins og undanfarið. Man City verður Englandsmeistari, eru enda með langmestu breiddina, nokkuð sem vantar upp á hjá Liverpool, sem mun berjast um annað til fjórða sæti. Góðu fréttirnar eru að ég er ekki mikill spámaður, en mikið vildi ég að Nabil Fekir hefði verið keyptur í sumar.

  6. Ég vona að hann spili fabinho og Keita í 2 manna miðju á morgun. Þurfum að koma þeim í gang þeir eru báðir vanir 2 manna miðju. Og spili shaq , salah , mane og bobby fyrir framan þá. Vonandi var þetta tap fyrir rauðu stjörnu sama og 4-1 tapið fyrir Tottenham í fyrra. Við fórum gang eftir það tap. Finnst að við hefðum átt að taka áhættuna og kaupa Fekir það er það sem stórir klúbbar með metnað gera. Held að við hefðum unnið city , Chelsea og Tottenham með hann í liðinu , held reyndar líka að við hefðum unnið þessa leiki með ox. 4-2-3-1 er lausnin í mínum augum. Klopp sagði fyrir city leikina í fyrra að við þurfum að vera hugrakkir nú er kominn tími að gera það restina af tímabilinu. Balls out Klopp. Koma svo við erum Liverpool

  7. 3 sigurleikir af 9 hljómar verr en það er vegna þess að þarna eru jafntefli við Arsenal, city og hvort Chelsea jafntefli sé inni þessu líka gæti verið. Eg er enn alveg rólegur og sé ekki allt alveg svart. Fyrir Arsenal og Rauðu stjörnuna leikinn komu 8 mörk í 2 leikjum þar á undan og framherjarnir allir að skora og þetta var á réttri leið.

    Tökum Fulham 6-0 Salah með 5 og Firmino eitt og allt á réttri leið 🙂

  8. Liverpool FC er til sölu ef marka má slúðrið í dag eða réttara sagt eigendur eru að hlusta á tilboð í liðið án þess að auglýsa það beint til sölu.

    Það eru nokkrir miðlar að henda þessu fram og væri það leitt því að manni finnst að nýju eigendurnir hafi staðið sig vel með liðið. Þeir hafa fjárfest í Anfield og hafa verið tilbúnir að eyða þegar Klopp þarfnast þess.

  9. Sigurður Einar það er allt fallt fyrir réttan pening, Liverpool sem önnur félög. Það sem mögulega setti bakslag í kaup Sauda á manu er bara hrillingurinn í Istanbul. Annars er ég ánægður með núverandi eigendur, svona eins langt og það nær. En að kaupendur yrðu einhverjir manc týpur, mér myndi ekki líka það í sannleika sagt. Ég er hræddur um að fótboltinn fari að verða of einsleitur þegar allur arabaskaginn er kominn með puttana og fá lið dómineri í krafti auðs. En eins og vinur minn í Canada sagði mér, sem er stór útflytjandi á humri, að humar í gamla daga hafi verið poor mans food, þá var fótbolti svipað, poor mans game. Það verður sorgarsaga ef fótboltinn tapast í hendur misvitra manna með færibands peninga, og engan annan metnað en að upphefja sjálfan sig.

    YNWA

Rauða stjarnan 2 – 0 Liverpool

Fulham mætir á Anfield