Þá er komið að stórleik helgarinnar og eftir sigur Manchester í bláliðaslag Manchester gegn Merseyside er ljóst að við þurfum að verja heiður borgarinnar til að halda toppsætinu. Liðinu er svona stillt upp í dag.
Clyne – Lovren – Virgil – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Keita
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Camacho, Moreno, Henderson, Lallana, Shaqiri og Sturridge
Það var alltaf ljóst að það yrðu breytingar á varnarlínunni með öll þau meiðsli sem dundu á liðinu í vikunni en ekki bjóst ég við að sjá Clyne sem hefur verið týndur og tröllum gefinn undanfarið og vonandi er hann klár í þessi átök. Mourinho stillir sínu liði svona upp
Dalot – Smalling – Lindelöf – Darmian
Herrara – Matic – Lingard
Young – Lukaku – Rashford
Þó þetta gæti einnig verið fimm manna varnar lína með Young í vinstri og Darmian sem hluti af miðvörðunum. Á pappír eitt slakasta United lið sem ég hef séð mæta á Anfield og vonandi verður okkar skemmtun í dag í samræmi við það!
YNWA
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Alveg magnað að fyrrirliði liverpool i dag sé ekki fyrsti maður a blað i svona stórleik
Meðbyr af lukku og láni til Clyne. Megi hann dafna innan vallar sem utan. Áfram með smjörið.
Ekki mikið úrval af varnarmönnum á bekknum ef á þarf að halda. Fabinho ætti samt að geta dottið aftar og Hendo/Shaq/Lallana inn á miðjuna. Hefði viljað vera með ferskan Milner og Hendo inná miðjunni samt frá byrjun. Nú reynir aldeilis á þessa miðjumenn sem voru keyptir fyrir þetta tímabil, þetta er leikurinn sem menn þurfa að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Koma svo!
link einhver 🙂
Þetta er akkúrat sóknarsinnaða miðjan sem ég óskaði eftir í huganum.
Smalling meiddur
Á einhver link á Stream?
Ekki að reyna að vera einhver hroki en váá hvað United er með lélegt lið þessa daga.Ekki einn heimsklassi í þessu liði.Þetta fer 3-0 fyrir liverpool.
Jæja, fróðlegt. Hvar er Milner, hvorki í liði eða hóp. Hlýtur að vera tæpur eftir síðasta leik og eru þá fjórir góðir úr leik. Vonandi er Clyne klár í þetta dæmi enda trúi ég ekki öðru en Hr Klopp viti hvað hann er að gera. Hefði viljað sjá Shagiri í byrjunarliðinu. Áfram svo Liverpool.
hefur einhver link á leikinn
blabseal.org/frodo
Sadio!!! Frábær sending frá Fabinho líka!
Nú þekki ég minn mann MANE og Fabonho á svo sannarlega heima í byrjunarliðinu.
Mikið unaðslega er Fabinho góður leikmaður! Við töpum ekki skallabolta á miðjunni.
Það er ekkert eðlilega pirrandi að þurfa segja þetta…… eeeen rosalega var þetta vel útfært hjá mané! Leikmaður sem èg vildi alltaf sjà hjá rauðu djöflunum. Til hamingju með gott lið púlarar.
#15 Klassa komment, vel gert.
Alveg ótrúlegt hvað liverpool þarf að gera sér erfitt fyrir fyrsta helvítis sóknin og þá þarf Becker að gera byrjendamistök og gefa man utd mark
Alltof margir í sendingavandræðum.
Skelfileg mistök hjá Alisson en ef lovren hefði haldið línu hefðu lukaku verið rangstæður. Fabinho búinn að vera frábær. Erum miklu betra liðið eigum að klára þetta í seinni koma svo
Hvað er eigilega í gangi með Becker? Bæði í markinu sem var dæmt af og í jöfnunarmarkinu þeirra. Kemur mér mjög á óvart.
Annars þá vinnum við 3-1. Salah og Bobby með mörkin.
Sælir félagar
Það er sorglegt að horfa á Alisson gera þessi byrjendamistök í þesasum leik. Hann hefði mátt gera þau í einhverjum öðrum leik frekar. Leiðindahögg séra Bnzi en áfram með smjörið. Liverpool búið að vera klassa betra í fyrri og nú er bara að taka seinni hálfleikinn í sínar hendur og klára þetta frekar slaka lið hans Móra.
Það er nú þannig
YNWA
Okkar menn miklu betri og fullt af plássi til að spila í en staðan er 1-1 eftir mistök frá Alisson. Þurfum að gera betur í síðari hálfleik. Úrslitin eru það eina sem skiptir máli og er þessi leikur sá stærsti á tímabilinu og er mikið undir.
Fellaini mættur til starfa!
https://socceronsunday.com/article/fellainis-elbows-numbers/
Væri til í að fá Milner inn fyrir wijnaldum hann er ekki að finna sig idag
Mikið hryllilega eru hornspyrnurnar hjá liverpool búnar að vera skelfilega lélegar
Núna verða hornspyrnurnar betri þegar shaqiri kemur inn
Þvílík innáskipting!!! Mr double eagle!
Þvílík innkoma hjá meistara Shaqiri og stórleikur hjá Mane í dag.
Shaqiri kóngur
The Cube!!
Þvílíka innkoman hjá shaqiri
Shaqiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!
Top of the league!
Herr Klopp, you have changed me from doubter to believer!
YNWA
Ég held hreinlega að Shaqiri sé stóra jólagjöfin mín í ár !
Litli köggullinn minn!!
Cube^2!
Solskjær hvað? 🙂
Spurning hvort clyne fái endurnýjun sinna daga hjá liverpool því hann er búinn að eiga finann leik
Ótrúlegir yfirburðir og vona ég svo sannarlega að Mourinho verði svo lengi hjá utd eins og ferguson var
LOVING IT!!!
Baby Shaq dudurudururu… Baby SHAQ!!!!!
United eru ömurlegir eg er brjálaður!!
Clyne komst vel frá leiknum. Shaq er þvílíki meistarinn.
Vissi að það var mikill getumunur, en ekki svona mikill. Algerlega frábært, vinna manu og fara aftur á toppinn gerist varla betra.
YNWA
Sælir félagar
Það er svo mikill getumunur á þessum liðum að það hefði verið hneyksli að vinna það ekki. Þetta fór eins og ég vonaði og vildi og sáð var til. Móri hýddur og strákarnir hans fullir af óhamingju og leiða. Svona er nú munurinn á Klopp og Móra. Takk Klopp og allir í liðinu sem unnu eins og skepnur fyrir þessum sigri. Shaqiri maður leiksins ásamt Mané, Firmino, Salah, Virgil, Robertson,Wijnaldum, Keita, Fabino, Clyne. Lovren, Hendo og Alisson.
Ekkert er eins gaman eins og að sjá MU tapa nema ef vera skyldi að vinna þá. Nú fékk maður hvorutveggja í þessum leik og það er dásamlegt!!!
Það er nú þannig
YNWA
nú meiga jólin koma 🙂
Frábær leikur, við áttum 36 skot að marki en Man. 2 skot.
Mikil gæða munur á þessum tveimur liðum.
Núna bara að halda áfram.
Áfram Liverpool.