Byrjunarliðið gegn Leicester

Henderson er að öllum líkindum hægramegin í kvöld en ef mér reiknast rétt til hefði hann verið ca. 6. kostur í þá stöðu fyrir tímabilið á eftir Trent, Gomez, Milner, Clyne og Fabinho! Wijnaldum eða Keita gætu svosem verið þar líka.

Alisson

Henderson – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Keita

Shaqiri – Firmino – Mané
Salah

Bekkur: Mignolet, Fabinho, Lovren, Sturridge, Lallana, Origi, Camacho.

Þetta er líklega nær 3-4-3 reyndar enda Liverpool verið að spila þannig oft á tíðum undanfarið í þeim skilningi að djúpi miðjumaðurinn fellur oft milli miðvarðanna á meðan okkar bakverðir spila mun meira sem kantmenn heldur en bakverðir.

Hvernig svosem Klopp ætlar að sjóða þetta saman þá er þessi leikur DAUÐAFÆRI eftir úrslit gærkvöldsins og bannað að nýta það ekki. Keita fær sénsinn á miðjunni í fjarveru Fabinho sem var tæpur vegna veikinda í vikunni en þó nógu hress til að vera á bekknum. Shaqiri er í sóknarlínunni og því ljóst að það verður sótt til sigurs í kvöld.

KOMA SVO, ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ.

Það er svo langt frá því að maður hafi taugar í þetta.

67 Comments

  1. Smá vesen með hægri bak en ég held og vona að við höldum dampi.
    Þetta verður erfitt en endar 3-1
    Maguirre(…..) skorar eftir fast leikatriði fyrir gestina, en Salah er bara of góður. Þrenna frá hpnum takk fyrir!
    YNWA

  2. Hvað er karlinn að gera ef það er svo að Henderson sé í bakverðinum. Grunar samt að annar verði þar.

  3. @RH

    Hvernig kemst maður inn á þennan link? Þarf maður að skrá sig?

    Allar mínar stöðvar eru dottnar út, grrr!

  4. Ohh, ég var að vona að Robertson kæmist upp með þetta klaufalega brot eftir að Gini coveraði frábærlega fyrir hann. 1-1 í hálfleik er það víst.

  5. Má alveg skjóta helvítis boltanum líka upp við vítateig, þarf ekki alltaf að reyna að spila sig í gegn

  6. Robertson á þetta mark skuldlaust.

    Við erum með boltan og 30 sek eftir af hálfleiknum. Hann í staðinn fyrir að halda boltanum þá ætlar hann að komast framhjá miðjumanni gestana en tapar boltanum. Hann er þá úr stöðu og þeir keyra á okkur. Winjaldum nær á frábæran hátt að komast í stöðu fyrir hann en hann kemur tilbaka og brýtur af sér og úr því verður markið.

    Eftir fagmanlega fyrirháfleik þá er stundum gott aðeins að lesa í stöðuna og þarna var Robertson einfaldlega of gráðugur sem kostaði okkur boltan og braut svo klaufalega af sér 🙁

    Man City menn eru í skýjunum núna.

  7. Sælir félagar

    Er ekki hægt að fá eitthvað annað inn á völlinn en Matip. Hann er svo linur og seinn að það tvöfalt væri bara meðalhraði. Maður skilur ekki af hverju vörnin er farin að leka svona. Eina skýringin er Matip. Ég er ekki sáttur verð ég að segja

    Það er nú þannig

    UNWA

  8. Átti markaskorarinn hjá þeim ekki að fá rautt áðan ? Eða er ég í bullinu með það annars erfiður leikur í erfiðum aðstæðum

  9. Ein spurning hérna til mér fróðari menn þegar maguire brýtur á Mané á þetta ekki að vera annar litur á kortinu?
    En alveg fáránleg ákvörðun hjá Robertson þarna.
    Svo finnst mér firminho búinn að vera mjög slappur á boltanum í dag.
    Nú er bara að bretta upp ermar og nýta sér yfirburði og skora fleiri mörk.

  10. Hversu týbískt er það að maðurinn sem hefði átt að fá rautt skorar svo markið fyrir þá.

  11. Matip og Robbo eiga þetta mark skuldlaust, Robbo átto aldrei að brjóta þarna og Matip átti að skalla þetta afturfyrir í staðinn fyrir að láta hann fara.
    En við hljótum að klára þetta í seinni.

  12. Ekki oft sem maður er óánægður með Robertson… en þetta var virkilega lélegt hjá honum og gæti reynst okkur dýrt.

    Einnig lélegt að ná ekki að hreinsa og enn eitt markið sem við fáum á okkur á föstu leikatriði á stuttum tíma.

    Vörnin hjá okkur búin að vera sjeikí upp á síðkastið og hefur maður smá áhyggjur.

    Komum vonandi grimmari inn í seinni og vonandi hættir vörnin þessum klaufamistökum.

  13. Völlurinn er gríðarlega erfiður, boltinn þungur og festist snjór á honum. Því var ennþá mikilvægara að halda fram að hléinu.

  14. Alveg fannst mér nú Maguire hafi átt skilið rautt, aftasti maður á vellinum og engin vafi á því að Mané hefði náð þessum bolta. Ég er nú samt nokkuð slakur yfir þessu, þeir eru orðnir agalega seigir að skipta um gíra okkar menn þegar þess krefst. Tökum þennan leik 3-1

  15. Sælir félagar

    Fabinho inn fyrir Keita. Hann er búinn að vera farþegi þarna á miðjunni og við höfum ekki efni á því í þessum leik

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Anda með nefinu, þetta er allt í lagi ennþá. Vissulega erum við ekki í heildina að eiga okkar besta leik og einhverjir leikmenn vel undir meðallagi m.v. undanfarnar vikur, en 1-1 í hálfleik og við svo miklu sterkari aðilinn að ég fer nú ekki að hafa áhyggjur af þessu núna.

    Höfum smá trú á þessu verkefni.

  17. Geta Liverpool aldrei tekið leiki bara á rólegheitum og þolinmæði. Þurfa þeir alltaf að glutra niður leiknum og hafa alla á nálum fram á síðustu mínútur.

    Stórfurðulegt fótboltalið 🙂

  18. Vorum góðir fyrstu 15min og hefðum vel geta verið 2-0 yfir svo koma gestirnir sér inní leikinn með hættulegum skyndisóknum….Mané okkar besti maður i fyrrihálfleik…hef trú að við komum með látum i seinni…völlurinn er mjög erfiður að eiga við og hægir á okkur…Keita og Firmino þurfa að bita frá ser..

  19. Það þarf greinilega að fá kjarnorkuknúið bræðslukerfi undir völlinn, virkar ansi erfiður.

  20. Ussuss það er eins gott að við förum að setja boltann í netið svo tap verði ekki niðurstaðan í kvöld!

  21. Maður er bara farinn að hafa þónokkrar áhyggjur af þessari vörn okkar…

  22. Á nú að fara að taka viti af okkur út af öllu þessu salha um tali eins og var í pásunni fram að þessum leik.
    Dómarinn gat ekki verið í betri stöðu

  23. Come on Keita, getur maðurinn ekki gert neitt rétt? í dauðafæri og reynir fáránlegt skot með tánni í staðinn fyrir að skýla boltanum og klára eins og maður…

  24. hvað er að frétta með dómgæsluna í kvöld maguire á að vera fokin útaf leicester voru svo pjúra rangstæðir upp úr einni auka spyrnunni áðan og svo dæmir hann ekki víti þegar traðkað er á keita inn í teig :/

  25. Það tók nú heilar 4 endursýningar að sjá að þetta ætti að vera víti (sennilega). Skil vel að Atkinson hafi ekki gefið þetta.

  26. Hver er tilgangur Lallana svona almennt í lífinu. Gjörlsamlega vonlaus.

  27. Er þetta liðið sem ættlar að verða meistari í vor, nei sorry en þetta Liverpool lið virkar ekki eins og þeir séu búnir að vera í 10 daga fríi né að þeir ætli að nota tækifærið og ná 7 stiga forskoti á City. Við getum ekki rassgat og erum alltaf að væla í dómaranum. Þetta er bara ömurlegt á að horfa.

  28. Robbi #46, þetta á auðvitað að vera skyldusigur, en það er mikill taugatitringur í gangi hjá okkar mönnum og breyddin er alls ekki mikil vegna meiðsla … nánast engin.

  29. Robbi. Fannst þér City vera meistaralegir í gær?

    Svona dagar koma og svo fara þeir.

  30. jukum forskotið allavega, virkilega erfiður leikur en svona er þetta áfram gakk.

    YNWA

  31. Við hefðum átt að fagna Rafa aðeins meira í gær. Þessi seinni hálfleikur er eitt það slakasta og leiðinlegasta sem ég hef séð lengi!

  32. Snæþór Sigurbjörn Halldórsson City eru ekki búinir að vera í 10 daga fríi eins og Liverpool en þeir eru bara ekki betri en þetta og ef þeir halda áfram að spila svona þá missa þeir niður þetta forskot og klúðra þessi niður eins og alltaf.

    Andsk fucking skíta helv og djöf!

  33. fengum 1 stigi meira á toppnum meðað við liðið í öðru sæti eftir þessa umferð og menn eru að missa sig eins og City hafi unnið og við tapað.

  34. ég held að city vinni deildina.. liverpool er sprúngið. 11 daga hvíld gerði ekkert fyrir þá.

  35. Áfram Liverpool !!. Áfram Gakk . þetta var grísa mark hjá Lecster , gaurin hjá Lester áti að fá rautt spjald !.

  36. nr. 44

    Það sást greinilega á endursýninguni frá sjónarhorni dómarans að þetta var víti…. reyndar sást það á öllum endursýningum en langbest frá sjónarhorni dómarans…. Ég kvarta ekki oft yfir dómurunum…En mér fannst einbeittur vilji hjá honum að dæma gegn Liverpool í þessum leik.

  37. Auðvitað fögnum við alltaf þegar city, arsenal, manhú, spurs og chelskí tapa. Sérstaklega þegar city tapa þessa dagana.

    Við unnum eitt stig í þessari umferð. Þannig er það bara, við hefðum getað unnið 3 stig en gerðum það ekki. Bufferinn er því 5 stig og það er eitthvað sem ég er mjög sáttur við núna.

    Hafið þið séð prógrammið hjá city í næstu leikjum?

    Og jú, við vorum rændir víti, það er klárt, og jafnvel rauðu spjaldi líka. Hræðilegur dómari, alveg svakalega slakur fír.

    Vinnum West Ham næst… Einn leikur í einu, takk fyrir!

  38. Langar að minna ykkur kæru félagara á eitt. Við erum efstir, okkur hefði aldrey grunað það að við værum með 5 stiga forskot á þessum tímapunkti er það? Djöfull er þetta spennandi og skemmtileg staðreynd. Svo vill ég aðeins gagnrýna ykkur sem drulluðu yfir Matip því það var okkar ástkæri Van Dijk sem klikkaði heldur betur í markinu en ekki Matip.
    Annars góðar stundir kæru félagar.
    YNWA!

  39. 5 stiga forskot.
    Mér finnst það bara nokkuð gott í lok janúar.
    Halda menn að lið sem er með 5 stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni sé lélegt lið.
    Skil ekki kommentin hérna inni.
    Mætti halda við værum í neðsta sæti deildarinnar en ekki því efsta.
    Við breikkuðum bilið við City um eitt stig.
    Fögnum því en tökum ekki liðið af lífi fyrir að gera jafntefli.

  40. Það þarf ekki að minna menn á að Liverpool eru efstir. Áhyggjuefni hvernig liðið spilaði, hefðu getað tapað þessum leik.

  41. Eftirá ok jafntefli þar sem við áttum ekki meira skilið. Leiðinlegur bolti já og bleyta og kuldi sem eiga þar stórann þátt. Víti já allan daginn skum fengu mikið ódýrara víti sem bjargaði þeim í jafntefli. En það kemur dagur eftir þennan dag.

    YNWA.

  42. Var að skoða töfluna.
    Sýnizt við vera með 5 stiga forskot í byrjun febrúar. Ég er bara sáttur með það.
    Áfram gakk. Næzta leik.

  43. Ok það kom alveg að því að við myndum tapa stigum á Anfield en ég verð að minnast á varamenn dagsins. Lallana, Sturridge og Fabinho, þessir menn skiluðu nákvæmlega engu frekar en venjulega. Ég hefði svo sannarlega viljað sjá Liverpool fara á eftir alvöru leikmanni núna í jan.
    En ég ætla ekki að grenja þennan leik, við jukum forskot okkar um 1 stig og höfum 5 manna forskot og 14 leikir eftir.
    Næsta leik takk.

  44. #64 Liðið okkar versnaði ekki við að fá þessa kalla inná. Firmino var týndur, Keita átti en einn ekki merkilegan leik og Shaqiri var hann inná? Ég hef séð Fabinho spila vel á þessari leiktíð og mér fannst hann koma ágætlega inn, Lallana var nánast búinn að leggja upp sigurmark á 92 mín með góðu hlaupi og sendingu inn í teig sem gestirnir björguðu á síðustu stundu og Sturridge hefur komið af bekknum í vetur og skorað svo að segja að þeir skiluðu nákvæmlega engu eins og venjulega finnst mér ósangjart. Fyrir utan að þeir sem voru inná voru greinilega búnir að venjast aðstæðum og varamenn beggja liða áttu í smá vandræðum með að fóta sig þegar þeir mætu á svæðið(eins og þeir sem byrjuðu leikinn í upphafi leiks).

    Samála þér samt með áfram gakk enda ekkert annað í stöðuni 🙂

Gullkastið – RAFA BENITEZ

Liverpool 1 – 1 Leicester