Bayern 1-3 Liverpool

0-1 Sadio Mané 26.mín

1-1 Joel Matip 39.mín(sjálfsmark)

1-2 Virgil Van Dijk 69.mín

1-3 Sadio Mané 84. mín

Liverpool mætti á Allianz Arena í München  í kvöld og mætti þar þýsku risunum Bayern Munchen. Leikurinn hófst varnfærnislega og var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að fá mark á sig á upphafsmínútunum en fyrsta færi leiksins var á áttundu mínútu þegar Firmino gaf lélega sendingu rétt fyrir utan eigin vítateig og tíaði upp í skot fyrir Thiago sem skaut yfir. Tveimur mínútum síðar fór Lewandowski auðveldlega niður í vítateignum og vildi fá víti en ítalski dómari leiksins var handviss um að brotið væri lítið og skoðaði ekki einu sinni atvikið og veifaði leikinn áfram. Á tólfu mínútu þurfti fyrirliðinn, Jordan Henderson, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom Fabinho inn í hans stað.

Á 24. mínútu var fyrsta tækifæri Liverpool þegar Firmino fann sér smá svæði rétt fyrir utan teig en skot hans fór framhjá markinu. Tveimur mínútum sienna kom svo fyrsta mark leiksins. Virgil Van Dijk átti frábæran langan bolta upp völlinn á Sadio Mané sem tók við boltanum með tvo varnarmenn fyrir framan sig og Neuer að pressa á hann. Mané tók geggjaðan snúning með boltan lék þá alla úr leiknum og kom boltanum í netið. Eftir markið fóru Bayern að taka meiri völd á leiknum og áttu Liverpool menn erfitt með að koma boltanum milli manna þegar þeir nálguðust miðjulínu. Á 38. mínútu átti Süle sendingu upp hægri kantinn og Gnabry náði að snúa Robertson af sér aðeins og auðveldlega sendi svo lága fyrirgjöf fyrir markið þar sem Matip setti boltan í eigið mark. Einstaklega óheppilegt en Lewandowski var fyrir aftan Matip og hefði klárað færið ef Matip hefði ekki reynt við boltann. Liverpool átti erfitt með spil þar sem eftir leið fyrri hálfleiks og átti Fabinho sérstaklega erfitt með að losa boltan, sem er ekki honum líkt.

Jafnt í hálfleik en Liverpool enn á leið áfram í þeirri stöðu. Það voru hinsvegar allt önnur lið sem mættu til leiks í seinni hálfleik. Liverpool voru jafnvel grimmari og áreiðnari en í fyrri hálfleiknum og Bayern liðið virtist hreinlega þreytast eftir um klukkutímaleik. Þeir voru þó nálægt því að komast yfir rétt áður því 60. mínútu náði Gnabry aftur að hafa betur gegn Robertson og átti keimlíka sendingu og þá sem skilaði markinu en í það skiptið var enginn nægilega nálægt til að klára færið. Á 68. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu, sína fimmtu í leiknum. Trent hafði tekið hinar fjórar en James Milner steig upp til að taka þessa. Inni á teignum var Virgil Van Dijk sem gaf merki um að hann vildi fá boltan á ennið og Milner hlýddi og Van Dijk kom Liverpool í 2-1. Það var svo að sjálfsögðu Sadio Mané sem innsiglaði sigurinn á 84. mínútu með skalla eftir stórkostlega sendingu frá Mo Salah og Mané því kominn með 9 mörk í síðustu 9 leikjum!

Bestu menn Liverpool

Þó margir hafi spilað vel í dag koma hér aðeins tveir menn til greina og það eru Sadio Mané og Virgil Van Dijk markaskorarar dagins og ásamt því varðist Van Dijk eins og kóngur, þó það séu engar fréttir.

Vondur dagur

Robertson nældi sér í spjald undir loks leiks sem verður til þess að hann er í leikbanni í fyrri leiknum í átta liða úrslitum ásamt því átti hann á tímum mjög erfitt með Gnabry á kantinum. Einnig átti Fabinho ekki góða innkomu í dag fram að hálfleik en var töluvert betri í seinni hálfleiknum.

Umræðan

  • Eftir slaka útileiki í Evrópu í vetur var búið að búa til þá mýtu að Liverpool væru lélegir á útivelli í Evrópu og það var slökkt á því í dag.
  • Vonandi eru meiðsli Henderson ekki slæm, 8 deildarleikir og vonandi 5 meistaradeildarleikir eftir og það væri vont að missa breiddina á miðjunni á þessum tíma árs.
  • Djöfull hvað Virgil Van Dijk er ógeðslega góður í fótbolta!
  • Liverpool hefur ekki tapað tveggja leikja útsláttarrimmu undir stjórn Klopp í níu tilraunum í Evrópu og á ferlinum hefur hann unnið 16 af 20 útsláttarrimmum.
  • Mané búinn að taka við keflinu af Salah í markaskorun. Í deildinni er Mané með 16 mörk ,tveimur á eftir Aguero, gætum við séð nýjan markakóng frá Liverpool í vetur?

Á föstudaginn klukkan 11 verður dregið í 8-liða úrslit þar verða öll ensku liðin ásamt Porto, Barcelona, Ajax og Juventus, hverja viljiði sjá dragast gegn okkur? Ég vil allavega ekki fá ensku liðin það er eitthvað sem er ekki jafn sexy. Auk þess vil ég ekki fá Juve, nenni ekki öllu Haysel tali og veseninu sem gæti verið í kringum stuðningsmenn, annars bara bring it on!

 

 

42 Comments

  1. Geggjað þetta lið mæta á Allianz arena og láta Bayern líta út eins og miðlungs lið í enska boltanum

    13
  2. Hrikalega finnst mér gott að hafa rangt fyrir mér, spáði 1-1, en endaði 1-3. Þetta var flottur sigur hjá liði sem var miklu betra. Nú eru 4 lið af 8 ensk lið í pottinum, spurning til vitringa, geta núna lið frá sama landi mæst?

    YNWA

    3
  3. Fáranlega sterkt að vinna Bayern á þeirra velli, í raun áttu Bayern aldrei séns í þessu einvígi.

    5
  4. Þvílíkir fagmenn í 90 mín.

    Fyrir utan að Andy gleymdi sér í smá stund í marki heimamanna þá var þetta ótrúlega flott framistaða og fær Klopp 10 fyrir þetta upplegg en Bayern fengu varla færi á heimavelli gegn okkur og við voru líklegri til að skora fleiri.
    Dijk kóngurinn eins og alltaf, Mane alveg sjóðheitur, Salah virkilega góður og sendinginn hans í þriðjamarkinu var heimsklassa og ég er viss um að annsi margir framherjar væru búnir að fiska víti í síðarihálfleik en hann stóð þetta af sér.
    Vinnuhestanir okkar á miðjuni voru grunnurinn að þessari spilamennsku.
    Eina sem var slæmt við leikinn var þetta óþarfa gulaspjald sem þýðir að Robertson fer í í leikbann í næsta leik en Millner leysir líklega þá stöðu en Robertson verður sárt saknað.

    YNWA – Þetta er einn af bestu útisigrum í sögu Liverpool og er að mörgum frábærum úr að velja.

    17
  5. Liverpool voru geggjaðir í seinni hálfleik og auðvitað mætum við Man Utd næst það er skrifað í skýin 🙂

    5
  6. Robbi, það er reyndar skrifað í skýin að Man Utd mæti Porto…

    10
  7. Sæl og blessuð.

    Stórbrotið þetta lið okkar. Að mæta á Allíansinn og rústa þessum leik með þessum hætti er sturlað og stórbrotið.

    Markaskorarnir í kvöld eru líka bestu menn liðsins í vetur.

    Best að mæta Tottenham í næsta leik.

    6
  8. Hafliðason nei það er þykkt brúnt umslag í Nyon sem segir að Man City sé búið að panta Porto..

    9
  9. Þetta var statement! Nú þurfum við að safna í sjóð svo kop.is strákarnir geta farið á alla útileiki þeir eru greinilega happa 🙂

    6
  10. Frábær sigur og geggjuð sending hjá Salah. Hver leysir Á Róbertsson af í næsta leik?

    2
  11. Hvernig væri að hlaða í eitt tvöfalt podcast þegar það er búið að draga í 8 liða úrslit 🙂

    2
  12. Búinn að sjá það að best er að lesa bara komentinn við leikskýrslu ekki þau sem eru skrifuð fyrir leik ! Þau er töluver skemtilegri eftir leiki en fyrir og á meðan leik stendur. Annars bara glaður með þetta allt nú bara eiga góðan útileik á móti Babel og félögum og vona að Olía ehf tapi stigum í næsta leik. Það má alltaf vona.

    YNWA.

    3
  13. Mín spá í 8 liða er:

    Man Utd – Juventus
    Liverpool – Ajax
    Tottenham – Porto
    Man City – Barcelona

    13
  14. Til hamingju Kop.is menn að fá frábæran leik, sem og aðrir aðdáendur sem heima sátu ! Liverpool er bara með svindlmann í VVD það er bara þannig. Mane frábær og Salah ógnandi. Næst fáum við annað hvort shitty eða manutd. Vinnum þar líka 🙂

    6
  15. Frábær sigur í kvöld. Klárlega mistök hjá Kovac og lærisveinum hans að vera svona passífir gegn VvD-lausu Liverpool á Anfield. 0-0 voru alls ekki góð úrslit fyrir Bæjara.

    Þvílíkt gull af marki sem Mané skoraði eftir frábæra sendingu frá Mané: https://streamable.com/io3kk

    Þetta er frábær bolti í svæði hjá van Dijk, eðal móttaka hjá Mané og ekki síðri önnur snerting og snúingur og loks fyrsta flokks afgreiðsla með vinstri hjá Senegalanum. Sá er búinn að vera on fire og gaman að sjá Klopp fagna!

    Þetta var virkilega pro frammistaða hjá okkar mönnum og það er helst að maður pirri sig á heimskulegu broti Andy Robertson í uppbótartíma, sem kostar bann í fyrri leik átta liða úrslitanna.

    Þegar allt kemur til alls áttu Bayern tvö skot á markið á 180 mínútum og okkar menn virtust allan tímann hafa stjórn á hlutunum og uppskáru 3-1 sigur. Það er varla hægt að biðja um mikið meira!

    2
  16. “Þvílíkt gull af marki sem Mané skoraði eftir frábæra sendingu frá Mané” á augljóslega að vera “Þvílíkt gull af marki sem Mané skoraði eftir frábæra sendingu frá van Dijk”. Mané er vissulega frábær leikmaður, en það eru takmörk… 🙂

    6
  17. Tólf ára sonur minn fyrir leik: “Pabbi engar áhyggjur, við vinnum þetta 3-1, Mané skorar tvö og Van Dijk eitt með skalla.” ?

    38
  18. Erum við ekki alltaf að fara mæta skumm utd næst ,segir svo hugur.

    1
  19. Vita gjörsamlega frábært. Ekki veikur blettur í leiknum og Klopp lagði greinilega leikinn 100% rétt upp. Þetta er farið að minna þægilega mikið á gullárið 2005. Liðið skreið þá inn í 16 liða úrslit á markatölu og fékk svo þýskt lið í 16 liða. Í 8 liða kom Juventus og væri það að toppa allt ef þeir kæmu aftur núna. Juventus er samt einmitt liðið sem ég vill alls ekki að Lpool lendi gegn á þessu stigi. En það kemur allt í ljós.

    5
  20. Litlu hlutirnir sem skinu í gegn í þessum leik:

    – Trent í uppspilinu, neglir sendingum í gegn um Bayern miðjuna, eitthvað sem að miðjumenn okkar geta ekki.

    – Robbo í bullandi veseni oft gegn Gnabry. Hefði getað farið verr.

    – Virgill er fkn kóngur

    – Salah er ekki að skora, en hann dregur svakalega að sér, og það pláss er Mane að fullnýta

  21. Geggjaður leikur í alla staði (fyrir utan spjaldið hans AR).
    Vona að ensku liðin dragist ekki á móti hvort öðru í 8. Liða, en spái hins vegar
    Liverpool – Tottenham
    Man c – man u
    Ajax – Porto
    Barce – juve

    Vona að þetta verði
    Lfc – porto
    Man c – ajax
    Tottenham – juve
    Man u – barce

    Annars er manni svo sem alveg sama, tökum hvaða lið sem er og ef ekki þá eigum við ekki skilið að fara í undanúrslit 🙂 YNWA

    1
  22. Flottur leikur og afgreiðslan hjá Mané í fyrsta markinu alveg svakleg 🙂

    1
  23. Væri til î að sleppa við Man City aðallega vegna þess að ég nenni þeim ekki aftur. Til í öll hin liðin 🙂

    Drauma úrslitaleikurinn væri LFC vs Ajax, skemmtanagildi upp á 10.

    3
  24. Sælir félagar

    Ég spáði (vonaði) að leikurinn færi 1 – 1 og við færum áfram á heimavallarmarki. Mér var ekki að von minni – nei ekki aldeilis. Heldur tóku okkar menn tóku þetta eitt dýrasta og mest rómaða lið í heimi og pökkuðu því saman. Mané og Virgillinn voru geggjaðir og Salah og Firmino flottir. Matip (sem ég var brjálaður við eftir markið) stóð sig mjög vel og hefði verið rómaður sem einn besti maður Liverpool ef honum hefði tekist að setja þennan bolta yfir markið.

    Ég ætla samt ekkert að fara að setja leikmenn okkar í neina gæðaröð. Liðið spilaði sem ein mögnuð heild sem Bæjarar réðu bara mjög lítið við. Það er ekki að ástæðulausu sem Gardiola sagði um daginn að Liverpool liðið væri stórkostlegt lið en það hefur hann ekki sagt um neitt annað lið á Englandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  25. Mane var frábær í gær. Í síðustu 10 leikjum hefur hann skorað 10 mörk og held ég að hann hafi verið bestur Lpool manna eftir áramót. Eitt er ég þó drulluhræddur um en það er ef ekki kemur titill í vor þá er Mane farinn til RM. Þörfin á titli er gríðarlega mikil ekki síst til að halda bestu mönnunum í liðinu. Sl 10 hefur gengið illa að halda bestu leikmönnunum.

    2
  26. Það hefði engu skipt hvort Matip hefði verið þarna eða ekki boltinn hefði farið inn Lewandowski var að fara skora 100% þegar þessi sending kom inn. Þetta voru mistök hjá Robertson elska hann samt og Matip var að mínu mati frábær í leiknum í gær myndi ekki trada honum út fyrir neinn um þessar mundir ekki nema þá Gomez væri 100% semsagt.

    Hvað er hægt að segja eftirá nema það hversu frábærir þeir voru í gær hver einn og einasti börðust allan tíman þurftu aðeins að hitna í fyrri en tóku öll völd og í raun rúlluðu yfir Bayern á þeirra heimavelli í seinni ef það er ekki afrek þá er ekkert annað það.

    Mané er kominn á annað level en Firmino og Salah eru alveg jafn mikilvægir fyrir mér þó að Salah sé ekki að skora þessi mörk eins og hann gerði þá er hann allann tíman sívinnandi og skapandi færi og pláss fyrir aðra og svo var stoðsendinginn hjá honum frábær í gær.

    Það þarf ekki að minnast á Virgil Van Dijk þessi leikmaður er einfaldlega sá besti í sinni stöðu í heimi í dag og mér er shit sama hvað öðrum finnst um þá skoðun þú þarft að vera vanviti eða mjög salty stuðingsmaður annars liðs til að halda öðru fram.

    Munurinn núna og síðast er svo síðast en ekki síst að við erum loksins með heimsklassa markmann sem er besti markmaður í EPL um þessar mundir.

    Það verður enginn endurtekning á karius dæminu aftur það er búið og kemur vonandi ekki aftur svo lengi sem ég lifi.

    Þetta var það sem maður bað um að liðið okkar myndi berjast og sýna í hvað þeim býr því það er ekkert lið sem stoppar Liverpool þegar þeir eru í þessum gír skiptir ekki máli hver það er eða hvar.
    Barca eða Porto í 8 liða skiptir ekki öllu fyrir mér bara það að okkar menn fari 100% inní þann leik !

    6
  27. Salah þarf að fara að fá víti til að fá blóðbragðið aftur, hvenar sem það verður, það er önnur saga. Mane er að stimpla sig inn sem besti framherji í dag, án nokkurs vafa, en Klopp á líka stóran hlut að máli. Hefur enga þíðingu að spá í næsta mótherja, tökum því þegar að því kemur, á morgun, það er morgunljóst. En verð að hrósa einnig VvD sem og öllum í liðinu, þvílíkt lið sem við eigum.

    YNWA

    2
  28. Þetta var complete team performance í seinni hálfleik, bestu 45 mínútur sem við höfum séð síðan við gengum frá bláliðum Manchester fyrir ári síðan. Fyrri hálfleikur ef einnig verið allt annar ef við hefðum ekki þurft að gera skiptingu. Sama hver kemur inná á 15. mínútu í leik gegn Bayern Munchen, viðkomandi spilar ekki eins og engill fyrr en í seinni hálfleik. Fabinho átti skiljanlega erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en guð minn góður hvað hann var góður í seinni hálfleik, eins og allt liðið.

    Væri til í Spurs í næstu umferð.

    3

Kvennaliðið fær Chelsea í heimsókn

Dregið í 8-liða úrslitum