Á Páskadag fara stuðnings-og leikmenn Liverpool suður til Cardiff og freista þess að endurheimta toppsætið í ensku deildinni. Andstæðingarnir eru stolt Wales í fótbolta, Cardiff City. Ekki segja neinum Swansea manni að ég hafi skrifað þetta.
Cardiff er borg sem svipar að ýmsu leiti til Liverpool. Hjarta borgarinnar er Cardiff kastali, sem var reistur árið 1081. Þangað til á átjándu öld var ekki mikill munur á Cardiff og öðrum velskum borgum en 1793 hófust framkvæmdir á hafnarsvæðinu sem stóðu fram á miðja næstu öld. Á hálfri öld eftir að framkvæmdir hófust umbreyttist Cardidd úr venjulegum velskum bæ í eina af mestu hafnarborgum heims. Aðal útflutningsvaran var kol úr risavöxnum námum Wales. Þetta náði hámarki árin fyrir fyrri heimstyrjöld, þegar 10 milljón tonna af kolum fóru úr höfn. Árlega.
Eftir fyrra stríð hófst löng, hæg, hnignun borgarinnar. Allt fram á níunda áratug síðustu aldar fór íbúum borgarinnar fækkandi, en það snerist við upp úr 1990, á síðasta áratugnum var borgin ein af örfáum borgum utan London sem óx. Samhliða fór fram mikil nútímavæðing borgarinnar og í dag er hún evrópsk menningarborg. Fyrir áhugamenn um breskt sjónvar er hún líklega ansi kunnuleg en BBC hefur meðal annars tekið upp Sherlock Holmes, Doctor Who og Torchwood í Cardiff. Hún er einn af vinsælli túristastöðum Bretlands, heimili landsliðs Wales í rúgbý og svo Cardiff City sem er okkur kunnugt.
Andstæðingurinn – Cardiff City.
Árið 2010 keypti hópur malasýskra fjárfesta undir leiðsögn Vincent Tan 30% hlut í félaginu. Tveim árum seinna hófust nokkrar breytingar á vörumerki liðsins sem áttu að gera það markaðsvænara. Liðið hóf að spila í rauðu og Velski drekinn settist að í merki liðsins. Þessar breytingar voru svona álíka vinsælar eins og búast mátti við, en stuðningsmenn sættu sig við þær (mjög) tímabundið. Spilaði þar inní að 2013 komst liðið upp í efstu deild í fyrsta sinn í hálfa öld. Þrátt fyrir að það hafi verið gífurlegt afrek, mun það svíða stuðningsmenn liðsins í langan tíma að hafa komist upp tveim árum á eftir erkifjendunum í Swansea.
Cardiff spilaði í efstu deild í eitt ár, í fyrstu undir stjórn norðmanns sem er að gera fínustu hluti þessar vikurnar í Manchester. Þeir féllu svo eftir eitt tímabil og í kjölfarið samþykkti Tan að breyta aftur búningnum og merki liðsins í fyrra horf og síðan þá hefur hann verið minna áberandi í kringum liðið. Þeir eyddu nokkrum tímabilum í Championship en í fyrra náði Neil Warnock að stýra þeim aftur í deild hinna bestu.
Sum lið koma upp í efstu deild og láta eins og þau eigi heima þar. Önnur koma og láta eins og ferðamenn sem eru virkilega sáttir með að hafa fengið að heimsækja. Cardiff eru búnir að vera seinni týpan í vetur, hafa ekki getið blautan. Þeir unnu ekki leik fyrr en í lok október, eru síðan þá búnir að vinna sjö leiki en gert slatta af jafnteflum. Stærsta vandamál þeirra er búið að vera markaskorun, í 34 leikjum í deild eru þeir ekki búnir að skora nema 30 mörk. Einungis Huddersfield hafa skorað færri.
Það má alveg finna til smá samúðar með Neil Warnock á þessu tímabili. Vitandi að það sem liðið þurfti meira en nokkuð annað væri alvöru framherji, keypti liðið Argentíska sóknarmanninn Emiliano Sala á metfé. Það vita flestir hvernig sá harmleikur gekk fyrir sig. Eftir að gengið var frá öllum málum vildi hann snúa aftur til Nantes til að ganga frá sínum málum og segja bless. Hann reyndi að snúa aftur í flugvél sem var engan vegin búin fyrir næturflugs yfir Ermasund, þar að auki með flugmann sem var ekki með réttindi til næturflugs. Vélin hrapaði og engin lifði af. Lík Sala fannst en flugmaðurinn virðist hafa stokkið frá borði og en sem komið er hefur rannsókn á málinu ekki lokið.
Í fyrstu sneru Nantes og Cardiff bökum saman til að syrgja leikmanninn unga, en síðan hefur komið upp ljót deila milli liðanna um greiðslurnar fyrir leikmanninn. Vonandi leysa liðin úr þessu án þess að það komi til dómsmáls, en það virðist eins og er ólíklegt.
Síðan skömmu eftir þessa atburði hafa Cardiff verið í fallsæti. Það virðist hins vegar vera lögmál í ensku deildinni að þegar hún er alveg að klárast nær eitt lið að kreysta fram nokkra sigra og gefa sér smá séns á að bjarga sér frá Champhionship draugnum. Í ár er það lið Cardiff. Þeir unnu West Ham í byrjun mars og strax eftir landsleikjahléið töpuðu þeir fyrir Chelsea. Venjulega ætti það ekki að vera frásögu færandi að Cardiff tapi fyrir Chelsea, en sigur Lundúnaliðsins var vegna svo risastórra dómamistökum að það nær engri átt.
Eftir leikinn framdi Warnock sú höfuðsynd í augum FA að segja það sem allir vita: Besta deild í heimi, verstu dómararnir. Hann mun þurfa að svara fyrir þessu ummæli í maímánuði, ég hef á tilfinningunni að hann sjái ekki mikið eftir þessu.
Í síðustu viku mætti liðið svo Brighton Hove and Albion. Mávarnir eru einu sæti fyrir ofan Cardiff, voru með fimm stiga forskot fyrir leikinn. Cardiff gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 0-2. Þetta hleypti heldur betur lífi í botnbaráttuna. Brighton eiga reyndar leik til góða, en þeir hafa tapað fjórum í röð án þess að skora mark. Ég myndi enn þá setja peninginn á að Brighton haldi sér uppi en Cardiff munu berjast fyrir hverjum einasta punkt. Sem er ögn pirrandi frá sjónarhorni okkar Liverpool manna, því ekki voru Cardiff í baráttugír gegn City fyrir nokkrum vikum.
Enga síður var ekki beint baráttugleði í Warnock á blaðamannafundinum í gær. Fyrir skemmstu hlógu stuðningsmenn Liverpool dátt þegar hann sagði að hann „gengi alltaf vel gegn Liverpool.“ Í níu leikjum gegn Liverpool á tæplega þrjátíu ára ferli hefur hann unnið tvisvar og gert eitt jafntefli. Þegar ég pæli í því gæti það vel verið að á hans mælikvarða sé það hörku árangur. Í gær dró hann aðeins í land með þetta og sagði að hans stærsta markmið í leiknum væri að liði hans væri ekki rústað.
Við vitum nokkurn vegin hvert markmið Cardiff í leiknum verður, verja stigið. Ef leikurinn fer núll-núll verða Cardiff menn alveg sáttir. En það er bara ekki nóg fyrir liðið í efsta sæti.
Okkar menn.
Sama hvernig síðustu fjórir leikir í deildinni fara, þá er Liverpool liðið búið að afreka ótrúlega hluti á þessu ári. Ef allir fjórir tapast á einhvern undraverðan hátt, þá er liðið samt komið með 85 stig, einu stigi frá besta árangri liðsins á úrvalsdeildarárunum. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg fyrir stuðningsmenn liðsins, ekki nóg fyrir Klopp, ekki nóg fyrir leikmenn. Allir þrá að lyfta þeim stóra í lok tímabilsins og binda enda á 29 ára eyðimerkurgöngu í deildinni. Það þarf í tvennt að gerast svo sá langþráði draumur verði að veruleika: City þarf að tapa stigum gegn Spurs, United, Burnley, Leicester eða Brighton og Liverpool þarf að vinna Cardiff, Huddersfield, Newcastle og Wanderers.
Á pappír er þessi Cardiff leikur bananahýði af verstu gerð. Strax eftir evrópuleik, lið í fallbaráttu sem spilar varnarbolta og munu glaðir taka stigið. En munurinn á Liverpool ársins í árs og fyrri ára er að þeir hafa alla jafnan staðist svona próf. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í vetur og sóknarlínan er þannig að maður hefur alltaf trú á þeir nái að troða tuðrunni einu sinni í vetur. Klopp er líka búin að rótera liðinu merkilega mikið í síðustu leikjum. Það er ótrúlegt en satt engin á meiðslalista svo Klopp getur stillt upp liðinu eins og hann vill.
Firmino fékk að hvíla í byrjun leiks gegn Porto og ég giska á að við förum aftur í hina heilögu þrenningu frammi. Svo er það miðjan. Jordan Henderson er búin að spila eins og algjör kóngur síðan hann fékk að snúa aftur í uppáhaldstöðu sína. Held hreinlega að hann sé fyrsti maður á blað hjá Klopp í þessum leik, með Fabinho fyrir aftan. Hver er svo þriðji? Vonandi er Wijnaldum búin að fá sig full saddan af hvíld og við fáum aftur að sjá leikmanninn sem var sá besti í liðinu í nokkra mánuði í vetur.
Svo er það Joe Gomez spurningin. Matip er búin að standa sig mjög vel, sérstaklega ef við miðum við að hann byrjaði tímabilið sem þriðji kostur við hlið Van Dijk. Málið er bara að Gomez er betri leikmaður og nær betur saman við Van Dijk. Ég vil miklu frekar sjá Gomez byrja leikina gegn Barcelona og spái að Klopp noti næstu tvo leiki í að spila strákinn í gang. Bakverðirnir segja sig svo sjálfir eins og markmaðurinn.
Ég held með öðrum orðum að þetta verði svona:
Spá.
Cardiff mun berjast, Cardiff mun reyna og Cardiff mun tapa. Liverpool liðið er bara svo miklu betra að þetta er hreinn skyldusigur, ég held að Mané haldi áfram að skora og Hendo líka. Þessi leikur fer 2-0 fyrir Liverpool. Stúttið einu páskaeggi kæru stuðningsmenn og haldið áfram að njóta þess að horfa á þetta stórfenglega lið okkar. Ekki nema sex, kannski sjö, leikir eftir fram að sumarfríi!
YNWA
Er ekki í neinum vafa um sigur í þessum leik, hvernig, skiptir ekki máli. Utan þess er stóra málið að forðast meiðsli, spilandi á móti dýrvitlausu liði í ekta fallbaráttu.
YNWA
Takk fyrir mjög góða upphitun, sé að skýrsluhöfundur virðist gefa sér að City vinni Tottenham í dag þar sem hann talar um að okkar menn ætli að freistast til að endurheimta toppsætið!
Reyndar held ég að það sé rétt mat….. Ég vona svo að Tottenham nái að stríða City eitthvað en er skíthræddur um að City vinni en einn iðnaðarsigurinn í dag.
Held að það hafi orðið mikið spennufall hjá Tottenham eftir miðvikudaginn. Er ekki að sjá að þeir nái að motivera sig að taka stig á móti City. Tel að Utd sé síðasta vonin í kapphlaupinu.
Við eigum allan daginn að sigra Cardiff. Ef ekki þá eigum við titilinn ekki skilið. Einfalt.
Maður er spenntari fyrir City leiknum en því miður virka Spurs “saddir” eftir CL leikinn og leggja ekki mikið í þetta. Man Udt er okkar eina von, sú von er veik.
Við getum bara kennt þessum helv Janúarmánuði um …
Búið að vera geggjað tímabil og að enda tímabilið með 97 stig og verða ekki meistarar er algerlega absúrt. Getum svo sannarlega borið höfuðið hátt og verið stoltur af okkar mönnum.
City klárar sitt prógramm, því miður. Að mínu mati var Tottenham síðasta von okkar. Hef nákvæmlega ENGA trú á að United geri eitthvað á móti City þó talsvert sé undir hjá þeim líka. Það er bara ekki í þeirra DNA að gera okkur einhvern greiða, því miður. Það hjálpar heldur ekki að gamall leikmaður þeirra sé nú við stjórnvölinn.
Tökum bara hina dolluna þess í stað.
Come on you reds!
Okkar lið er betra en Cardiff, punktur.
Varðandi leikinn hjá MC og Spurs þá taldi ég að fyrir þessa törn þeirra að gott væri ef Spurs inni einn leik og MC tvo. Það kom á daginn og því miður vann Spurs ekki rétta leikinn fyrir okkur. MC er því á toppnum og gæti maður ælt af minna tilefni en því. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki að MU geri neinar rósir gegn MC og tali maður nú ekki um ef þeir vilja frekar að MC vinni deildina heldur en okkar menn. Það er líka hægt að æla útaf því. Áður en maður fær æluna alveg upp í kok þá biður maður um hið ómögulega, að einhvert hinna liðanna nái að taka stig af MC.
Við munum mæta dýrvitlausir á móti Cardiff og vonandi náum við að vinna þá örugglega og meiðslalaust.
En af hverju ættu mu ekki að leggja sig 110% fram gegn sittí? Þeir hreinlega verða að fá stig. Þetta snýst um milljarða fyrir þá og svo auðvitað aðdráttaraflið fyrir sterka leikmenn, að vera CL-lið.
Við verðum bara að klára okkar prógram og sjá svo til. Ég hef bullandi trú!
Man City var að vinna sinn 10 leik í röð í deildinni og enda líklega á því að vinna 14 leiki í röð og rétt merja að vinna titilinn með þeiri framistöðu. Man utd verður engin fyrirstaða fyrir Man City og ef það er ekki merki um breyttingar í boltanum þá veit ég ekki hvað.
Okkar strákar hafa verið stórkostlegir á tímabilinu og farið fram úr björtustu vonum og núna er bara að klára þetta mót með stæl og ekki er verra að vera í bullandi séns í meistaradeild
YNWA
Ég ætla að trúa áfram og bind mínar vonir við að okkar gamli stjóri Brendan Rogers takist að láta Leicester eiga sinn besta leik ever þegar þeir mæta Man City og nái þar í eitt stigið sem við þurfum.
Leicester taka stig af City – Þið lásuð það fyrst hér!
“We’ll see how far we get. We are fighting with the best Liverpool ever, one of the best teams I’ve seen in my life.”
Pep um Liverpool liðið eftir leikinn í dag
city vinnur deildina, þurfum ekkert að spá í því meira.
Ekki gleyma Leicester með Brendan Rodgers við stýrið. Þeir eru ef eitthvað er hættulegri en United.
Það versta sem gat gerst var að Man.City duttu út úr CL. Bæði gerði það vonir Tottenham um stig (1 eða 3) í deildarleiknum að engu og að auki minnkar álagið á þá. Mín tilfinning er að þeim langaði meira í CL titillinn frekar en Premier League. En úr því sem komið er þá stja þeir allan fókus á deildina.
Því miður er Man.Utd ekki að fara að gera neitt, ekki af því að þeir vilji það ekki, heldur vegna þess að þeir eru skelfilega slakt fótboltalið. Þeir eru í hatrammri baráttu um CL sæti og reyna eins og þeir geta að vinna City en þeir hafa bara ekki lið í það.
Önnur lið sem City á eftir eru ekki að fara að gera neitt heldur, ekki heldur Leicester. Því miður.
Við klúðruðum þessu með 2 jafnteflum við Leicester heima og West.Ham úti.
Sæl og blessuð.
Svona er fótboltinn, en að endingu er hver sinnar gæfu smiður. Það hlutskipti að fylgjast í ofvæni með andstæðingum í von að þeim bregðist bogalistin er ekki öfundsvert. Þessir hvítliðar unnu heimaleikinn í en töpuðu báðum útileikjum. Það kemur ekkert á óvart, nema mögulega heimasigurinn og að þeir skyldu henda þeim út úr CL….
sem þýðir ýmislegt – m.a. að enginn fölbláliði kemur til greina þegar veitt verða alþjóðleg/evrópsk verðlaun. Enn tekst þeim ekki að sanna sig á þessum vettvangi. Það er ævintýralega svekkjandi fyrir þá sem er bara fínt. Og svo, takist okkur að sigra Barcelona þá mæta okkur a.m.k. reynsluminni andstæðingar sem við eigum mjög góða möguleika á að sigra.
Meira um þennan leik:
1. Verður De Bruyne með á næstunni?
2. Hver er staðan á Aguero?
3. Er Fernandinho 100% ?
Hvað varðar miðvikudagsleikinn:
Þetta United lið er eins og gamall amerískur kádiljákur. Hann getur hrokkið í gang og vakið athygli í hverfinu þar sem hann líður um götur en svo getur líka skrölt í vélinni og reykur staðið upp úr húddinu. Þannig er það bara. Við mættum þeim í fyrra standinu og hefðum getað tapað þeirri viðureign. Þeir eru sannarlega með bakið upp við vegginn og þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Sólskér. Draumurinn getur breyst í martröð ef þeir standa á engan hátt framar en þeir gerðu áður en hann mætti til leiks. Ég get fullvissað ykkur um að hann leggur allt undir í þeim leik og hvernig sem stemmarinn verður á pöllum munu leikmenn gefa allt sitt í að vinna þetta.
Höldum haus. Ef andstæðingar okkar og keppinautar vinna einhverja 14-15 leiki í röð þá er það bara þannig. Hvað okkur varðar, þá getur ekki talist alvarleg yfirsjón að tapa einum leik og gera fáein jafntefli.
En þetta er ekki búið fyrr en það er búið! Allt getur gest. Ólíklegustu andstæðingar haf velgt þeim bláu undir uggum og það er aldrei að vita hvaðan hjálpin kemur ef hún þá berst.
Mikilvægast að Liverpool klári sína leiki, það er ekki sjálfgefið. En vá hvað þessi 6 liða deild hefur verið spennandi að undanförnu. Ég hef trú á Man Utd á móti City. Þó svo þeir séu með Ole Gunnar sem ég held sé alveg handónýtur. Leikmennirnir vilja vinna City, og hafa gæði til að fiska viti og verja nokkur skot. Allt getur gerst.
Við verðum að vinna Cardiff. Það er næsti stórleikur Liverpool. Allt eða ekkert.
Koma svo!!!
Sælir félagar
Nú er svo komið að Liverpool verður bara að vinna rest og engu skiptir hvort MC vinnur sína leiki eður ekki. Heiður klúbbsins liggur í því að vinna þá leiki sem eftir eru. Mér er sama þó T’ham tapi meistaradeildarsætinu fyrst þeir gátu ekki drullast til að ná amk. jafntefli í kvöld. Ekki það að ég hefi alltaf haft hálfgerða skömm á T’ham og get því hætt að láta sem mér finnist til þeirra koma.
Það er nú þannig
YNWA
Verulega jákvætt en lítið rætt á síðunni. Liverpool hefur verið að rífa inn viðurkenningar í vetur…
…Sadio Mane leikmaður marsmánaðar
…Virgil v D leikmaður desember
…Jurgen Klopp stjóri desember og mars
…Sturrigde með mark septembermánaðar
…Mane og VvD tilnefndir sem bestu leikmenn tímabilsins
…TAA tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn
Neikvætt ef og bara…
…ef allt fer á versta veg í vor og Liverpool stendur uppi titlalaust þá er ég nokkuð viss að þetta er besta lið í sögu enskra (jafnvel heimsins) sem ekki nær titli. Ég er ekki viss um að maður geti afborið það.
Því miður er biðin ekki á enda City er ekki að fara tapa þessum leikjum sem eftir er því miður og ég sé ekki að Klopp sé að fara vinna neina bikara. Sorry
Við erum allan tímann að fara að vinna Cardiff … ég trúi ekki öðru … – En miðað við byrjun United á móti Everton, þá sé ég ekki fram á að Solskjaer sé að koma sínum mönnum í meistaradeildina og meira að segja sér maður frétt um að sumar stjörnur þeirra (Pogba og De Gea) séu að undirbúa sig fyrir 25% launalækkun vegna þess að þeir komast ekki í Meistaradeildina… baráttan um Manchester borg verður engin barátta… hef mikla trú á að City rústi United …
Liverpool vinnur vonandi sína leiki og þá er sú absúrd staða uppi að mögulega verða ekki meistari með 97 stig! Klopp sagði sjálfur að það væri frábært að vinna deildina en ef 97 stig duga ekki þá er þetta engu að síður frábær árangur.
Maður getur alltaf vonað … en mögulega Leicester að taka stig af City … likely?
Litla liðið í Liverpool að jarða litla liðið í Manchester. Þetta United er ekki að fara að hirða nein stig af City, því miður. Þeir eru bara alveg ofboðslega lélegir.
Hrun hjá United í Guttagarði!
Engin von um andstöðu hjá þeim gegn bláliðum ef þeir spila svona.
3-0 spá á eftir.