Veit ég á ekki að trufla undirbúning okkar fyrir kvöldið en víða í dag er verið að ræða ansi merkilega frétt.
Eins og t.d. kemur fram hér í TimesOnline virðist vera komin hreyfing á eigendurna síkátu.
Ekki kemur þetta kannski mikið á óvart því morgunljóst er að peningamál heimsins eru sérkennileg í meira lagi og margar slúðursögur um slæma útkomu fyrirtækja H & G.
Við skulum sjá hvað verður…….
Nú er bara að leggjast á bæn um að þetta fari vel.
Það er allavega alveg ljóst að farið hefur fé betra.
p.s. annars endurtek ég mína skoðun, þeir eiga ekki að græða meira en eitt pund á viðskiptum sínum með okkar klúbb, eiga það ekki skilið frekar en bankastjórar sín ofurlaun.
Spurning hvort félagið verði ekki bara þjóðnýtt fyrst eigendurnir skulda ríkisbanka allt þetta fé.
En án gríns þá eru þetta slæmar fréttir því það síðasta sem við viljum er að liðið verði fyrir svipuðum truflunum og það varð fyrir á síðusta tímabili þegar félagið er á svona góðu runni.
Hvað varð um hugmyndina að um 100 þúsund aðdáendur LFC myndu eignast liðið?? Það væri lang flottast, svipað og hjá Barca.
Sennilega eru þeir kanabræður Sjálfstæðismenn inn við beinið og algjört forgangsmál að losna við þá áður en þeir fara með allt tilandskotans eins og flokksbræður þeirra hér á landi.
Ég veit ekki hversu áreiðanlegur fréttamiðill þetta er en tilfinningarnar eru blendnar. Maður veit ekkert hvort þetta séu góðar eða slæmar fréttir.
Það eru vissulega slæmar fréttir að núverandi eigendur skuli vera með allt niðrum sig fjárhagslega en mann hefur svosem grunað það í dágóðan tíma. Tel það einnig slæmar fréttir að það sé möguleiki á að Liverpool verði í eigu RBS ef engir áhugasamir fjárfestar finnist á næstu mánuðum en eins og kemur fram í fréttinni þá hefu enginn áhugasamur kaupandi fundist eins og staðan er í dag. Þar kemur þó einnig fram að upprunalegt tilboð Dubai standi ennþá á borðinu. Spurning hvort að G&H geti haldið áfram að þrjóskast við að neita því tilboði eins og fjárhagsleg staða þeirra virðist vera í dag. Þeir hafa jú keypt mikið af góðum dýrum leikmönnum en á hvaða grunni er sú fjárfesting byggð….er það kannski á sama grunni og bankarnir okkar og bankar víðsvegar um heim hafa verið að hrynja af.
Svo er alltaf spurning um hversu góður kostur Dubai eru en það er svosem búið að ræða það fram og aftur hér og ætla ég ekki að tjá mig um það. En það er nokkuð ljóst að þeir eru betri kostur fremur en þjóðnýting á klúbbnum okkar.
Svo hafa menn verið að tala um Liverpool í eigu aðdáenda eins og Barcelona en mér sýnist nú vera vankantar á því fyrirkomulagi eins og öðru eigendafyrirkomulagi. Það hefur verið mikill óróleiki í Barcelona þar sem forseti neitar að segja af sér, forsetar með allskonar loforð til að ná kosningum o.fl. o.fl.
Segi allt þetta án þess að vera með eintóma svartsýni og volæði en………. miðað við það sem er í gangi í heiminum í dag þá hræðist maður það versta (Leeds Utd). Það er greinilegat að allt getur farið á hinn versta veg. Eins og Babu segir réttilega þá leggst maður bara á bæn um að þetta blessist allt og að klúbburinn fái að vaxa og dafna um ókomna framtíð.
Mikilvægast í þessu öllu er að þetta fari ekki að hafa áhrif á spilamennsku liðsins. Liverpool Forever
YNWA
Kaup stuðningsmanna á liðinu er enn í vinnslu. Ég fékk einmitt póst frá félaginu um daginn þar sem menn voru að lýsa áhyggjum sínum á þessu láni. Þar voru þeir t.d að velta fyrir sér þessu:
-Minnkandi líkur eru á að lánið hjá RBS fáist framlengt þar sem RBS er orðinn ríkisbanki
-Þrátt fyrir að lánið fáist framlengt yrði það aðeins fram í júlí 2009. Þar sem eigendurnir geta ekki skaffað fé fyrir nýjan leikvang í núvarandi ástandi, hvernig eiga þeir að getað skaffað fé fyrir láninu næsta sumar og svo fyrir leikvanginum síðar, og almennt haldið klúbbnum á floti.
-Klúbburinn hefur tapað 30-70 mill punda síðustu 5 ár. Þetta skrifast að stórum hluta á það að stærð vallarins og treyjusala vegur svo lítið á móti útgjöldunum.