Jæja þá er komið að þeim hlut í lífinu sem klikkar hvað sjaldnast, evrópukvöld á Anfield er eitthvað sem mun seint bregðast. Að þessu sinni fáum við Atletico Madrid í heimsókn í tugthúsið og á ég ekki von á öðru en fjörugum leik.
Eins og EÖE greindi hér frá fyrr í dag eru mjög góðar líkur á að Fernando Torres muni taka einhvern þátt í leiknum sem eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmennina, liðið og svo að sjálfsögðu hann sjálfan. Ég reikna ekki með honum í byrjunarliðið, en hann kemur vonandi af bekknum og setur eina lummu. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að með sigri þá séum við pottþéttir áfram í næstu umferð. Það er gríðarlega mikilvægt að landa 3 stigum og geta þá minnkað álagið á lykilmenn okkar töluvert á næstu vikum. Um leið er hægt að gefa óreyndari leikmönnum sénsinn í lokaleikjum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi leikur er því algjör lykill að því að geta einbeitt sér meira að deildinni næstu vikurnar.
Ég á von á mjög fjörugum leik eins og áður segir, einfaldlega út af því að Atletico mun ekki koma til með að taka tjaldhæla með sér til Englands. Þeir munu sækja hratt á okkur og nota tækni og hraða efstu 4-5 manna sinna. Liverpool sækir að sjálfsögðu mikið og reynir að stjórna leiknum og halda bolta. Því á ég von á mikilli stöðubaráttu, miklu fjöri, nokkrum mörkum og hugsanlega nokkrum suðrænum tárum í leiðinni, þau klikka nú aldrei.
Leikur helgarinnar hjá okkar mönnum var að vissu leyti mikil vonbrigði en ég er sannfærður um að leikmenn muni ekki láta úrslit leiksins hafa mikil áhrif á sig, því það sá það hver einn og einasti heilvita maður að við vorum að yfirspila Tottenham. Leikmenn Liverpool sáu það líka og því hef ég engar áhyggjur af sjálfstrausti hópsins fyrir leikinn gegn Atletico. Smá hikst getur líka verið jákvætt á þessum tímapunkti, framundan eru leikir í kippum við lið í deildinni, sem eru í “slakari kantinum” og þá er gott að fá þetta kjaftshögg frá Tottenham til að halda einbeitingunni.
Ég hef verið að spá í liðinu sem Rafa mun byrja með á morgun og ég ætla að gera eina breytingu á liðinu frá því um helgina. Rafa veit það fyrir víst að sigur í þessum leik skiptir öllu fyrir deildina (þar sem aðaláherslan virðist liggja) og leikmenn fá fjóra daga í hvíld eftir þennan leik, í stað þriggja sem mun gera gæfumuninn að leikmenn komi ekki þreyttir í leikinn gegn WBA um helgina.
En þá tippa ég á eftirfarandi byrjunarlið sem hefur verið innsiglað af sýslumanni:
Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane
Þar sem að Dossena spilaði full time um helgina tel ég að Aurelio komi í bakkarann. Mér finnst það vera tvísýnasta valið og mesta baráttan um stöður eiginlega á milli þeirra tveggja. Því held ég að Rafa láti þá svolítið skiptast á leikjum. Fleiri breytingum spái ég ekki, gæti þó verið að Lucas komi inn fyrir annan hvorn miðjumanninn, en ég hef meiri trú á að þetta verði svona.
Spá mína hafa menn ekki reynt að rengja í gegnum tíðina og með slíkum tilraunum mæli ég ekkert sérstaklega með. En þessi spá sem þið eruð ekki að fara að rengja hljóðar svona. 3-1 fyrir Liverpool. Mörkin (það eru reyndar Sterlingspund sem eru mest notuð í Bretlandi) koma frá Keane, Kuyt og Torres sem mun koma af bekknum í seinni.
Svo er bara að bíða og sjá, come on you reds!
Ég væri til í að sjá þetta lið nema Keane út og Babel uppá topp. Ætla að spá okkur öruggum 3-1 sigri þar sem Babel, Gerrard og Alonso skora.
Benni, af hverju Keane út og Babel upp á topp? Keane skoraði á útivelli gegn Atleti fyrir tveimur vikum og lagði upp mark Kuyt um helgina. Hann er eldri, reyndari og hefur verið að gera meira (og skora meira, þótt lítið sé) en Ryan Babel, sem hefur (eins og ég nefndi í leikskýrslunni sl. laugardag) ollið mér talsverðum vonbrigðum það sem af er þessu leiktímabili.
Af hverju Keane út og Babel inn? Fannst þér Babel virkilega spila sig inn í byrjunarliðsstöðu með frammistöðu sinni á laugardag?
Annars, fín upphitun Mr Teitsson. Ég er sammála nær öllu sem þú segir nema að ég held að Dossena haldi áfram í bakverðinum. Það kann að hafa háð bæði honum og Aurelio að okkur skortir stöðugleika í þessari stöðu og ég held að Rafa fari að hafa annan þeirra í þessari stöðu í einhverjum leikjum í röð á næstunni. Það er ekki hægt að ætlast til að annar hvor þeirra eða báðir spili alltaf vel ef þeir spila bara annan hvern leik, auk þess sem það skapar óöryggi hjá hinum varnarmönnunum að þurfa sífellt að aðlaga leik sinn að þeim til skiptis.
Keane er búinn að fá fullt af leikjum núna í haust án þess að gera svakalegar rósir. Babel hins vegar virðist ekki hafa traust frá Rafa af einhverjum ástæðum. Ryan Babel á skilið að fá núna nokkra mánuði þar sem hann er í byrjunarliðinu og finnur að Rafa treystir honum. Keane er ágætur fótboltamaður þó hann hafi lítið sínt það í rauðu treyjunni, en hann er svo langt frá því að virka einn uppá topp.
Stend fullkomlega við þá skoðun að ég vilji Keane út og Babel inn.
Held að þetta verði hörkuleikur sem að mun koma okkur á sigurbraut á ný. Það væri gaman ef að Torres næði einhverjum mínútum og ég held að hann muni skora í leiknum ef hann kemur inná. Við tökum þetta 2-0 þar sem að Agger og Torres skora.
Áfram Liverpool
Skil vel rökin hjá Benna Jóni og reyndar líka Kristjáni Atla. Ég hef því legið undir feldi síðustu mánuði enda búið að vera skít kalt og velt fyrir mér vandamáli þessu. Eftir mikla vinnu, andvöku nætur og ristilkrampa hef ég komist að niðurstöðu. Mascherano út, Gerarrd á miðjuna, keane í sína venjulegu stöðu (fyrir aftan fremsta mann) og Babel upp á topp. Allir sáttir.
Benni, ég get því miður ekki skrifað undir þessi rök hjá þér. Verð að vera ósammála. Fyrir mér eru leikmenn í liðinu af því að þeir vinna fyrir því, ekki af því að þeir heita eitthvað. Keane hefur verið í liðinu í haust og lagt upp nokkur mörk og skorað tvö sjálfur. Á þeim tíma hefur liðið spilað 16 taplausa leiki fyrir síðustu helgi og er á toppnum bæði í Úrvalsdeildinni og í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. If it ain’t broke, don’t fix it. Ég skil ekki af hverju mönnum finnst þörf á að breyta byrjunarliðinu þegar svona vel gengur, og ég kaupi það ekki að síðustu 25 mínúturnar gegn Tottenham séu ástæða til að panikka og gera breytingar heldur.
En það er bara ég.
4-0 alonso, kuyt, torres og Gerrard
Þú verður bara að vera mér ósammála Kristján. Okkar sóknarvandamál skín enn í gegn eins og þau hafa gert undanfarin ár, við skorum ekki nóg af mörkum. Keane er komin með heil tvö mörk í ég veit ekki hvað mörgum spilamínútum. Hann hleypur og hleypur, en come on, er ekki nóg að hafa einn hlaupagikk í Kyut? Viljum við hafa okkar fremsta mann hlaupandi út um allt eða actually frammi að reyna skora mörk? Keane má spila fyrir aftan Torres eða Babel, en alls ekki einn frami…til að það gerist þarf Gerrard út til hægri eða niður á miðjuna.
Við verðum að laga sóknarvangetu okkar, hvort sem það er með breyttu leikkerfið, öðrum leikmönnum eða blöndu af báðu.
Benni Jón, ég er algjörlega sammála þér. Vandinn er líka sá að LFC sækir ekki á nógu mörgum mönnum, hefur stundum sést í leikjum að það er kannski bara einn maður inní boxi þegar sending kemur utan af kanti.
Er nokkuð sammála Benna Jóni, sérstaklega með tilliti til deildarinnar. Það virðist nú ekki skipta öllu máli hverjir eru spila meistaradeildarleikina 🙂
En í deildinni erum við að skora of lítið af mörkum og raunar bara tímaspursmál hvenær við myndum missa stig. Við erum búnir að vinna 8 leiki og með 9 mörk í plús úr þeim. Sem sagt hafa 7 leikir unnist með einu marki. Einn með tveimur.
Þegar okkar menn stilla Keane upp sem fremsta manni, Kuyt á vængnum og Gerrard fyrir aftan þá er gríðarleg vinnsla í gangi hjá okkar mönnum. Þeir ná að pressa liðin hærra á vellinum og sem dæmi í Tottenham leiknum þá komust þeir varla fram yfir miðju áður en okkar menn hirtu boltann. En þegar liðið sækir þá verður það ekkert sérstaklega hættulegt. Keane og Kuyt detta töluvert inn á miðjan vallarhelming anstæðinganna, einmitt í svæðið þar sem Gerrard á á láta til sín taka og fyrir vikið myndast einhvers konar sívinnandi sóknarsulta sem gengur illa að koma boltanum í netið.
Hvað er til ráða? Torres leysir auðvitað farsællega úr þessum vanda. En í fjarveru hans finnst mér alveg sjálfsagt að gefa Babel nokkra leiki sem fremsti maður. Hann er öskufljótur, og Gerrard nýtur sín sérlega vel með slíkum mönnum. Hann getur tekið menn á, nokkuð sem Keane er ekki sérlega sleipur í og hann er frábær skotmaður. Babel er síður en svo fullmótaður leikmaður en mér finnst hann hafa gríðarlegt potential og gæti orðið mikilvægt vopn í fjarveru Torres og vonandi með honum. Babel er klárlega leikmaður sem myndi blómstra hjá liði eins og Arsenal. Hann hlýtur að geta það einnig hjá okkur.
Ég ætla að leyfa mér að vera pirraður og svartsýnn. Við skorum snemma og erum rólegir á því. Helvítið hann Fló-Pó mun síðan skora á 90. mínútu. Leikurinn fer síðan í framlengingu og vítaspyrnukeppni sem við vinnum loks á endanum. Þetta mun leiða til þess að okkar menn verða örþreyttir á laugardaginn og tapa 2-0 fyrir Wes Brown. Líklega með tveim mörkum frá Jamie Carragher. Ekki framlenging í riðlakeppninni? Það er ekkert öruggt þegar Liverpool er annarsvegar…
Sammála Baros o.fl. Ég er mikið til í að sjá Babel fá séns upp á toppi nokkuð reglulega þegar Torres er ekki tiltækur. Okkur skortir alveg hrikalega hraða frammi þegar Torres er ekki með og Keane er ekki með þennan hraða, og ennþá síður bíður Kuyt upp á hann. Ég hef reyndar mjög mikla trú á Babel og held að hann gæti orðið mjög öflugur sóknarmaður ef hann fær tækifæri og traust.
Það er auðvitað staðreynd að við höfum verið að vinna okkar leiki undanfarið og liðið hefur verið að spila vel sem heild, nánast eins og vél og þar er Spurs leikurinn þ.m.t. En það er alveg pínlega augljóst að án Torres erum við i bullandi basli með að klára okkar leiki almennilega, enn sem komið er allavega. Þetta kom illa í bakið á okkur í síðasta leik og hefur svo sannarlega gert það áður á undanförnum árum.
Með þessu er ég ekki að segja að ég hafi verið ósáttur við Keane og Kuyt undanfarið, en fyrir mér er Keane ekki hentugur sem lone striker þó hann sé ekkert afleitur neitt, hann er betri með öðrum og Kuyt á ekki einu sinni að vera hugmynd í stöðu lone striker frá mínum sjónarhóli.
Benni Jón. Var það ekki mikið í umræðunni í fyrra að við hefðum skorað mest allra liða á Englandi í öllum keppnum. Eða var það árið á undan ? Man það ekki sérstaklega vel en ég man eftir þessari umræðu. Þó það sé vissulega vinsælla að nefna að þeir skori ekki nóg miðað við stærstu liðin.
http://www.liverpool.is/Default.asp?cat=1&view=newsone&nid=11195
Frétt sem tengist þessu máli ágætlega.
En hinsvegar sammála því að við þurfum að fara gera út um þessa leiki með mörkum og fara vinna þetta meira sannfærandi en verið hefur. Hvort sem það verur með Keane eða Babel eða einhverjum öðrum. Maður bíður náttúrulega spenntur eftir Torres !!
Benni Jón, ég er sammála þér með að vilja Babel inn.
En hef eiginlega ekki efni á því þar sem ég veðjaði við United-vitleysing að Keane myndi skora 15 mörk í vetur og eins og málin standa þarf ég að hafa hann inni á vellinum eins mikið og mögulegt er.
Þetta er áhugaverð umræða og menn hafa ýmislegt til síns máls. Bottom line-ið er það að með Kuyt og Keane frammi erum við stórhættulegir í pressuvörn. Kuyt hefur verið að spila vel en hvorki hann né Keane eru með nægjanlega góða nýtingu á færum. Liðið hefur verið að skapa sér fullt af færum en staðreyndin er sú að með þessa tvo sem fremstu menn þá nýtast færin ekki nógu vel. Og já, ég veit að aðrir leikmenn klúðra líka færum, en maður gerir meiri kröfur til senteranna hvað varðar nýtingu en annarra.
Ég held að við séum ekki 100% öruggir upp úr riðlinum ef við sigrum í þessum leik nema Marseilles vinni PSV. Kannski er ég eitthvað að misskilja.
Við höfum ekki verið að klára leiki þegar að Torres er ekki með. Sammála Benna J, prufa babbel það getur ekki verið verra
Ef við vinnum þennan leik erum við öruggir því (ef við töpum síðustu tveimur) þá þarf Athletico 4 stig í viðbót og PSV að vinna rest. Athletico og PSV eiga eftir að mætast og það eru bara 3 stig í boði þar.
Ef ég ætti að velja um Babel eða Babbel frammi þá held að Babel sé nú sprækari svona í seinni tíð.
Reyndar ef Athletico og PSV gera jafntefli þá er stærðfræðilega hægt að klúðra þessu þrátt fyrir að við vinnum í kvöld. En PSV er hvort sem er ekkert að fara að vinna Marseille …
Nafni, sló of oft á b, vona samt að menn viti hvað ég var að tala um
Mikið væri ég til í að sjá liðið svona í kvöld
Riera Babel
Alonso Gerrard
Mascherano
Dossena Agger Carra Arbeloa
Reina
Ég veit að Kuyt er búinn að vera spila mjög vel, en engu að síður væri ég spenntur fyrir þessu liði. Alltaf gaman að velta þessu fyrir sér 😉
Áfram Liverpool…………….
Vá hvað þetta kom asnalega út en allavega átti þetta að vera 4-3-3 😉
Ekkert tengt þessum leik……..og þó. Fyrir nokkrum árum þá vorum við í ágætis málum í byrjun móts, í deildinni. Mig minnir að Liverpool hafi verið í topp 3. Svo kom nóvember og Liverpool tók varla stig í deildinni. Mánuðurinn var kallaður svartur nóvember. Man einhver meira ? Hvaða ár var þetta? Hver var stjórinn og hvað fengum við mörg stig? Þetta nefnilega rifjaðist upp fyrir mér 1.nóv. síðastliðinn þegar við töpuðum fyrir Tottenham.
Ólafur Kr, viltu ekki hafa markahæsta mann tímabilsins í liðinu í kvöld? Skiptir engu máli þótt Kuyt sé (loksins) sjóðheitur í markaskorun þessa dagana, menn vilja samt sjá “smalahundinn” út fyrir “tæknitröllið hraðskreiða” Babel?
Benni Jón, Ólafur Kr og fleiri, ég verð bara enn einu sinni að lýsa því yfir hvað ég er ósammála ykkur. Menn eru eftir sautján leiki á tímabilinu að dæma leikmenn á pappírnum þegar þeir tala um byrjunarlið. Á pappírnum er Babel skruggufljótur og leikinn og gríðarlega efnilegur, á meðan Kuyt er of hægur og með lélega fyrstu snertingu, auk þess sem hann skoraði ekki nóg í fyrra.
Raunveruleikinn er hins vegar sá að á meðan Keane og Kuyt hafa verið í fararbroddi í liðinu sem er á toppnum bæði í deildinni og Meistaradeildinni, og Kuyt sérstaklega hefur verið einn af svona þremur bestu mönnum liðsins í vetur, hefur Babel lítið sýnt þegar hann hefur fengið sénsinn. Samt horfa menn alltaf á blessað blaðið og hugsa með sér að Babel sé svo fljótur og leikinn og góður skotmaður (hversu mörg langskot hans hafa ratað inn fyrir Liverpool?) að hann bara hlýtur að vera betri heldur en Kuyt og/eða Keane.
Er ég sá eini sem sér þetta? Ég get bara ekki að því gert, mér þykja þessar óskir sumra ykkar ekki vera í nokkrum tengslum við raunveruleikann. Horfið raunsætt á þessa leikmenn og þá sjáið þið að Babel bara getur ekki átt rétt á því að vilja vera valinn fram yfir Kuyt eða Keane þessa dagana.
Algjörlega sammála þér Kristján Atli. Ég hef oft gagnrýnt Kuyt en þetta tímabilið á hann ekkert nema hrós skilið enda staðið sig frábærlega.
Hvaða rembingur er þetta Kristján Atli? Babel ekkert sýnt? Hvaða lélega djók er þetta? Þó hann hafi verið slakur í síðasta leik, þá hefur hann átt frábærar innkomur eins og gegn Chelsea, Man Utd og PSV sem ég man eftir í fljótu bragði. Þar sýndi hann hverskonar frábær knattspyrnumaður hann er og að nefna Dirk Kuyt í sömu andrá og Babel þegar hann spilar þannig er móðgun fyrir hann.
Dirk Kuyt hefur staðið sig þó vel á þessu tímabili, ætla ekkert að taka það af honum, en hann hefur ásamt Robbie Keane leitt sóknarlínu Liverpool í ár sem enn og aftur er að gera uppá bak í deildinni. Í 11 leikjum hefur Chelsea skorað 11 mörkum meira en við sem er ótrúlegt. Taktu leikinn gegn okkur í burtu þar sem þeir skoruðu ekki mark og þetta eru 27 mörk í 10 leikjum hjá þeim, 2,7 mörk að meðaltali í leik á meðan við erum að skora 1,45 mark. Þetta er bara alls ekki nógu gott…en þú ert bara alveg sáttur og brosir hringinn, ótrúlegt. Þetta er ekkert flókið, við skorum allt of lítið og þar hefur Robbie Keane verið virkilegt vandamál…fyrir utan hvað hann er ekki nærri því eins ógnandi og Babel.
Áhugavert líka að skoðra hvað Keane er kominn með mörg mörk per/min á móti Babel. Nenni nú ekki að flétta því upp en grunar að Keane greyjið komi virkilega illa út úr þeim athugunum.
Sterkur, fljótur og teknískur Babel á klárlega skilið að fá séns og traust núna nokkra leiki á meðan markóheppni, hægur hlaupahundurinn Keane má setjast á bekkinn.
Mér finnst fáránlegt hvað Crouch fékk mikin séns fyrst, Kuyt allt tímabilið í fyrra og Keane núna svo nokkur dæmi séu tekin en Babel fær ekkert traust…og hann er lang hæfileikaríkastur af þeim.
Eins og ég sagði í gær eða fyrradag, það þarf að laga okkar sóknarleik sem er enn og aftur allt of bitlaus. Hvort sem það er gert með nýjum mönnum, nýju leikkerfi eða blöndu af báðu, þá þarf að laga þetta og það strax.
Kuyt á virkilega hrós skilið og er oft á tíðum búin að vera matchwinner fyrir okkur á tímabilinu. En spurning hvað Babel væri buin að gera ef hann væri buin að fá sama spilatíma og Keane og Kuyt. Ekki hægt að bera þá saman þegar hinir byrja alltaf frá fyrstu mín en hinn spilar síðustu 20 mín
Þrátt fyrir góða sigra það sem af er tímabili hefur maður ekki sannfærst nóg um þá sem lone striker-a, þeir glopra þræl mikið af færum og eru ansi oft skrefinu of seinir. Við höfum ennþá ekki náð að klára leik sannfærandi það sem af er tímabili og glopruðum síðast niður leik sem við áttu að öllu eðlilegu að klára.
Kuyt hefur verið að spila sinn besta bolta síðan hann kom til Liverpool, aðallega á hægri kannti og hefur meira að segja skorað nokkur mörk það sem af er tímabili, sem er frábært. Keane hefur verið mjög duglegur og lítur vel út upp á framhaldið, en ég hef aldrei litið á hann sem lone striker og maður er ennþá að spyrja sig um hans hlutverk, líkt og maður gerði í sumar þegar hann var keyptur, því að til að hann nýtist sem best þá þarf nánast að skipta um leikkerfi.
Ég væri allavega til í að sjá Babel fá mun meiri séns upp á toppi, sérstaklega þegar Torres er ekki með, hvað þá þegar Keane er eitthvað tæpur líka. Gefa honum nokkur tækifæri í það minnsta, efast ekki um að hann myndi a.m.k. setja svipað mörg mörk og hinir hafa gert það sem af er, ef ekki fleiri.
Já þú mátt alveg vera eins ósámmála mér og þú getur Kristján Atli því mér er nokkuð sama þó einhver sé ósammála mér í skoðunum, enda sagði ég aldrei að Kuyt væri lélegur eða neitt því um líkt það eina sem ég vil er að sjá liðið í kvöld eins og ég setti það upp. Er það kannski bannað að hafa skoðanir á hlutum tengdum Liverpool þ.e ef þú ert ekki sammála þeim. ( “Er ég sá eini sem sér þetta? Ég get bara ekki að því gert, mér þykja þessar óskir sumra ykkar ekki vera í nokkrum tengslum við raunveruleikann”) Og í guðanna bænum Kristján Atli vertu ekki að setja þig á svona mikinn stall þó svo að þú teljir þig vita mun meira um raunveruleikann en aðrir hér á spjallinu.
Liverpool kveðja Ólafur Kr.
“Taktu leikinn gegn okkur í burtu þar sem þeir skoruðu ekki mark og þetta eru 27 mörk í 10 leikjum hjá þeim, 2,7 mörk að meðaltali í leik á meðan við erum að skora 1,45 mark.”
Það er auðvitað bara bull að ef menn eru á annað borð að skoða og bera saman tölfræði milli liða, í þessu tilviki mörk að meðaltali í leik, þá á ekkert að sleppa einum leik sem hefur slæm áhrif á tölfræði Chelsea. Þeir hafa skorað 27 mörk í 11 leikjum en ekki 10 leikjum. Þeir skoruðu ekki mark á móti Liverpool og því hafa þeir skorað 27 mörk í 11 leikjum, ok? Þetta er ekkert flókið.
Annars er ég sammála að 16 mörk í 11 leikjum er ekkert til að vera stoltur af, en hins vegar tel ég að Babel sé ekki rétti maðurinn til að fara að bæta þann árangur eitthvað mikið. Man í fljótu bragði eftir dauðafærunum hans í leiknum á móti Atletico Madrid og Marseille (reyndar bæði í CL). Held að Torres komi til með að hækka þessa tölu fyrir okkur og síðan mætti Gerrard fara að negla nokkrum inn líka.
Þetta er drullu pollur sem ég veit að ég á ekki að vera að stíga útí, en ég bara verð.
Ólafur #30.
Enn einu sinni kemur upp einhver minnimáttarkend (að ég tel) gagnvart Kristjáni Atla, Einar Örn hefur líka fengið sinn skerf.
Persónulega get ég hvergi séð að þér sé bannað að hafa þína skoðun og þess vegna væri hægt að snúa spurningunni á þig, meiga aðrir ekki vera annarar skoðunar en þú?
Svo finnst mér kjánalegt að segja að aðrir sé ekki í sambandi við raunveruleikann bara útaf því að þú ert ekki sammála.
Mín skoðun sorrý.
Svo vil ég bara benda á þá augljósu staðreynd að við, Liverpool erum ekki á toppnum í deildinni, það er alveg klárt að við erum í 2 sæti á eftir Chelsea.
Markamunur ræður hvort sem staðan er tekin núna eða þegar tímabilinu er lokið.
Vil bara benda á þetta á þess að vera með einhver leiðindi þar sem ég hef tekið eftir því að margir vilja meina að við séum jafnir Chelsea.
Það er nú enginn að óska eftir Babel í stað Torres!!
ég vil fá Keane út, Babel inn. Kuyt og Babel frammi. væri til í að sjá það þegar Torres er frá
Þetta var nú einungis gert Bjöggi því það er auðvelt að reikna 27/10. En þetta er auðvitað rétt hjá þér, þetta eru 27 mörk í 11 leikjum. En eins og þú segir, þá breytir það ekki því að við erum allt of bitlausir frammávið og það þarf að laga.
Voðaleg viðkvæmni er þetta, ef KAR væri á móti því að menn segðu sína skoðun þá væri ekki opið fyrir comment á þessari síðu!! Honum líkt og öðrum ætti líka að vera frjálst að segja sína skoðun. Finnst stundum eins og menn taki þetta of hátíðlega!!
Reynum allavega að halda persónulegu skítkasti í lágmarki…. nema auðvitað þegar verið er að tala um staðina sem Olli sækir í 101
Já ok skil Benni Jón, ég myndi ekki heldur leggja í 27/11 hugarreikning. Og Babu, ég meinti það alls ekki þannig að Babel ætti að vera fyrsti kostur á undan Torres. Var bara að “benda á” að þegar Torres kemur til baka ættum við að skora aðeins fleiri mörk en í síðustu leikjum.
Verð að taka 100% undir með Kristjáni Atla!!
“Okkar sóknarvandamál skín enn í gegn eins og þau hafa gert undanfarin ár, við skorum ekki nóg af mörkum” … það er nú búið að svara þessu ágætlega en við skoruðum liða mest á síðasta keppnistímabili (hvernig getur það túlkast sem að við skorum ekki nóg af mörkum?????)
Og Babel hefur fengið tækifæri, og ekki sýnt það að hann eigi skilið byrjunarliðssæti. Hann var hræðilegur eftir Ólympíuleikana, átti arfaslaka innkomu nú á móti Tottenham og þó svo að hann hafi átt góða spretti, þá hlýtur Rafa að sýnast sem svo að Keane sé heilsteyptari … þ.e. henti betur og hafi spilað betur.
Mér finnst þetta alla vega ekki leikur til að “leyfa” einhverjum að fá sénsinn. Ef menn vilja fara út í svoleiðis rök, þá ættu þeir kannski að nota aðra leiki. Ég vil sjá Keane og Kuyt byrja í kvöld.
Áfram Liverpool!
Strákar mínir, Rafa var einmitt að kommenta á Babel fyri viku síðan. Hvert hlutverk hans væri í liðinu í dag.
Rafa talaði um að Babel væri “impact player”. Eins konar super-sub sem gæti breytt leikjum. Babel væri með þannig skrokk í dag að hann þyldi bara ekki 90mín leiktíma. Sumir eru bara með þannig vöðvaþræði að þeir taka mikið af extra hröðum sprettum og þreytast mjög fljótt.
Einnig er Babel slakur varnarlega, sækir í 90% tilvika inn að miðju í stað þess að fara upp kantinn og með ansi slakar fyrirgjafir.
Menn geta ekki horft á innkomur leikmanns í 10-15mín og bara ákveðið að svona myndi hann spila í 90mín. Rafa er að vinna í þessu en Babel er bara ekki tilbúinn enn. Liðið er að fúnkera mjög vel í dag. Why fix if it aint broken?
p.s. það er mjög villandi að bera saman mörk/per.min hjá Babel og Keane. Annar kemur inn á móti þreyttum varnarmönnum en hinn er hlaupandi um allan leikinn.
Verð nú að vera algjörlega sammála Ólafi Kr. nr.22 og nr.30.
Hann sagði sýna skoðun og strax kom svar Kristjáni að menn væru ekki í sambandi við raunveruleikann. Ef það er ekki hroki og vanvirðing við skoðanafrelsi, þá veit ekki hvað. Og djö….. á KAR greinilega marga vini hérna sem verja allt sem hann segir…..
Varðandi Babel v. Kuyt þá er ég pottþéttur á að ef Babel væri búinn að fá eins marga byrjunarliðsleiki og umræddur Kuyt, þá væru komin fleiri mörk, fleiri stoðsendingar osfrv… Sumir leikmenn fá bara meiri þolinmæði frá sínum þjálfara en aðrir..
Tek það fram að ég er drullu ánægður með Kuyt þessa stundina en það tók 2 ár að sannfæra mig. Hversu langan tíma tæki það Babel, ef hann í byrjunarliðinu væri í hverjum leik ?
Annars, Áfram Liverpool !!!
Hafliði 32. Eftirfarandi er tekið úr grein Kristjáns Atla og þetta er það sem ég var að setja út á , ( “Er ég sá eini sem sér þetta? Ég get bara ekki að því gert, mér þykja þessar óskir sumra ykkar ekki vera í nokkrum tengslum við raunveruleikann”)
En ekki það að ég nenni að gera e-ð mál úr þessu.
Áfram Liverpool
Skil nú ekki hvaðan Bogi er að koma (komment nr. 40) með yfirlýsingum um vini KAR að verja hann …
Ef maður er sammála einhverjum … má maður ekki láta það í ljós?? Og hvernig svo sem sumar skoðanir eru orðaðar, þá get ég ekki fyrir mitt litla líf skilið það að hrokinn sé eitthvað meiri í KAR en þeim sem deila á hann!
Og Bogi … hvernig getur þú mögulega reiknað það út og verið svo pottþéttur á því að Babel hefði skorað fleiri mörk og verið með fleiri stoðsendingar en Kuyt ef hann hefði fengið jafnmarga byrjunarliðsleiki??? Hvað gerir þig svo kláran að geta fullyrt um það?
Doddi, hrokinn felst í því að telja aðra veruleikafirta þegar þeir koma með skoðanir. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis svar frá hverjum sem er, og oftar en ekki er það frá stjórnendum síðunnar. Í þessu tilfelli KAR.
Varðandi hversu klár ég er 🙂 , voru ekki flestir sem vildu fá Babel í liðið fyrir ekki svo löngu ??? Jú… Ég er líka viss um það að allir þessir “flestu”, væru sammála um að ef Babel hefði fengið jafn mikinn spilatíma þá væri sagan önnur. Og er ég venjulega pottþéttur þegar ég tala um mínar skoðanir. Maður verður nú að vera samkvæmur sjálfum sér 😉
Annað væri nú skrýtið……..
Jæja, hættum þessu rugli og einbeitum okkur að leiknum…..
Get ekki beðið…………!!!!!!!! Arrrgggghhhhh
Sammála síðasta ræðumanni, stöndum saman fyrir þennan stórleik og hættum þessu rugli.
When you walk
Through the storm
Hold your head up high
And don´t be afraid of the dark………………………….
Ok, biðst afsökunar, ég misskildi þetta Ólafur # 41
No hard feelings 🙂
Doddi minn, vertu ekki með þessa útúrsnúninga. Við skorum ekki nóg í deildinni og höfum ekki gert í mörg ár. Ætlarðu kannski að halda öðru fram?
Skoðum bara árin sem Rafa hefur verið við stjórnvöldin.
04-05
Chelsea meistari, skora 72 mörk og eru með 57 mörk í plús það ár.
Liverpool skorar 52 mörk og er með heil 11 mörk í plús.
…má kannski benda á að þetta ár skorar Arsenal 87 mörk
05-06
Chelsea meistari, skora 72 mörk og eru með 50 mörk í plús.
Liverpool skorar 57 mörk og eru með 32 mörk í plús.
06-07
Man Utd meistari, skora 83 mörk og eru með 56 mörk í plús.
Liverpool skorar 57 mörk og eru með 30 mörk í plús.
07-08
Man Utd meistari, skora 80 mörk og eru með 58 mörk í plús
Liverpool skorar 67 mörk og eru með 39 mörk í plús.
…og nb, þetta er tímabilið sem við skoruðum mest alla liða í öllum keppnum…merkilegt hvað við getum reynt að fela okkur á bakvið slakan sóknarleik með því að benda á mörk skoruð í öðrum keppnum eins og 8 mörk gegn Besiktas og fleirra. Don’t get me wrong, þetta var góður árangur, en vandamálið við markaskorun heimavið var ennþá heldur betur til staðar.
Í ár er vandamálið enn það sama, eftir 11 leiki erum við búnir að skora 11 mörkum minna en toppliðið og erum með 15 mörkum minna í plús.
…ég er búinn að tala um þetta vandamál núna í nokkur ár, en eins og sérst hérna að ofan er þetta hárrétt hjá Dodda, markaskorun er ekkert vandamál!!!
þið talið um að Babel hafi komið inná og ekki staðið sig neitt sérstaklega. En þegar að hann kemur inná, þá fer hann hvert? jú á kantinn. Ég held að Benni Jón sé að tala um að hann eigi að vera fremstur, og þess vegna er ekki hægt að tala um að hann sækju inn á miðjuna ef hann er fremstur, ekki rétt? eða þannig. KOMA SVO LIVERPOOL
Rétt hjá þér einsi. Babel hefur oft sagt það sjálfur að hann sjái sig sem meiri sóknarmann en kantmann, Rafa sagði það um daginn að hann vildi fara nota hann meira sem sóknarmann og þegar hann hefur komið inn og verið fremsti maður þá hefur hann bara staðið sig nokkuð vel.
En ég nenni ekkert að þræta um þetta lengur. Af mínu mati er vandamálið jafn augljóst og dagsljósið, við þurfum að skora fleirri mörk…sumir eru því ekki sammála og þeir bara um það.
Sammala sumum. Vil gjarnan ad Keane verdi adeins hvildur og leyft ad atta sig af bekknum.
Annars er eg slakur i kvold og veit ad minir menn munu stjorna leiknum og gera goda hluti.
Strákar, við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála hvað Babel og co viðkemur. Ég hef fyrir löngu misst löngun til að halda áfram að rökræða hluti þegar menn detta í þann gírinn að snúa út úr ummælum og persónugera þetta enn einu sinni.
Ég sagði að mér þættu óskir ykkar vera úr tengslum við raunveruleikann af því að ég sé ekki hvaða tölfræði þið hafið til að geta rökstutt að Babel eigi sénsinn skilinn, ekki af því að ég taldi mig vera fluggáfaðan og ykkur hina alla vera vitlausa. En því er alltaf snúið á þann háttinn og menn frekar til í að ræða hvort ég sé egóisti, frekar en að halda áfram með málefnalega og skemmtilega umræðu um Liverpool. Endar allt of oft þannig, því miður, því við stofnuðum þessa síðu til að fá umræður um Liverpool, ekki umræður um hvort við ritstjórarnir værum leiðinlegir eða skemmtilegir.
Allavega, ég geri fastlega ráð fyrir að Kuyt og Keane byrji inná í kvöld og svo skulum við bara halda áfram að ræða þetta þegar í ljós hefur komið hvernig þeir stóðu sig. 🙂
Ég held reyndar að Keane eigi töluvert mikið inni og geti spilað mun betur en undanfarið (sjö, níu, þrettán). Hann lék oft á tíðum frábærlega með Tottenham og er búinn að vera solid með írska landsliðinu. Gæðin eru til staðar. E-n vegin hafa hlutirnir samt ekki verið að detta með honum hjá Liverpool. Ég held að Benitez sé samt sem áður að gera rétt með því spila honum. Þó ég sé í sjálfu sér ekki mikill aðdáandi þess að menn haldi sæti sínu í liðinu þrátt fyrir lélega frammistöðu sbr. Kuyt á síðasta tímabili, þá finnst mér hann eiga skilið að fá fleiri leiki, þó sé ekki nema af þeirri ástæðu. Keane hefur hæfileikana og gæðin, en það er ekki nóg þegar að sjálfstraustið er í molum. Ef það lagast hinsvegar þá held ég að hann hrökkvi í gang og vonandi koma mörkin á færibandi í kjölfarið. Það gerist samt ekki öðruvísi nema Keane finni að Benitez standi þétt á bakvið hann og leyfi honum að spila.
Ef hann heldur uppteknum hætti fram eftir tímabili mætti svo sem alveg fara að skoða aðra möguleika mín vegna.
ps. að sama skapi finnst mér að Benitez mætti nota Babel meira.
I ummaelum nr. 6 segir KAR ad nafnid megi ekki rada urslitum hja monnum en ad minu mati er tad einungias i hans eigin kolli sem nafnid raedur urslitum.
Keane er oflugra nafn en Babel.
Eg vil gjarnan hvila Keane, tel ahnn hafa gott af thvi. Annars segi eg nattlega, afram Liverpool…..
Hafið þið tekið eftir því strákar að Guðmundur Benediktsson er “alltaf” að lýsa meistaradeildarleikjum hjá liverpool, eða er það einhver vitleysa í mér?
Persónulega vil ég frekar hafa Hödda magg eða Arnar Björnsson.
vá funduð þið þennan jarðskjalfta
Má Höddi nokkuð lýsa Lfc leikjum? of hlutdrægur:-)
þann 04.11.2008 kl. 17:5654sigurður
vá funduð þið þennan jarðskjalfta
Nei var Neil Ruddock af fagna marki ??????
Torres ekki með…
annars kemur fátt á óvart í liðsuppstillinguni í kvöld
Ryan Babel hefur verið arfaslakur í undanförnum tveimur leikjum. Hann fékk rúmar 60. mínútur og á móti Portsmouth og gerði voðalega fátt af viti, virkaði einbeitingarlaus og var að missa af hlaupaleiðum, t.d. þegar að Gerrard ætlaði að hæla á hann og einnig þegar að Kuyt ætlaði að hæla á hann. Ef hann hefði verið á tánum þá hefði hann getað skapað usla með góðu touchi.
Svo aftur að leiknum gegn Spurs; Ryan Babel gerði ekki neitt, nákvæmlega ekki neitt á þessum 30. mínútum sem að hann fékk.
En er ég sá eini sem hef eitthvað út á Yossi Benayoun að setja, hann er búinn að vera spila hræðilega á þessu tímabili!
ég fyllist óhamingju þegar ég sé nafnið Benayoun í liðinu.. mér fannst hann oftast slappur í fyrra en ARFA slakur á þessu ári. Selja hann !
Benayoun er á bekknum !!!