Ég snemma í seinni hálfleik: Þetta er slakur leikur, það er að segja ég er ótrúlega slakur yfir þessu.
Ég, þegar tvær mínútur eru eftir: KOMA SVO KOMA SVO KOMA SVO HALDA ÞETTA ÚT!
Já strákunum okkar tókst aldeilis að gera þetta spennandi. Eftir að hafa litið út fyrir að ætla sigla 0-2 útisigri þægilega í höfn þá fór langt ferðalag til Napolí og erfitt leikjaprógramm að segja til sín. Liverpool menn virtust hreinlega búnir á því þegar leið á seinni hálfleik, en tókst að ríghalda í þrjú dýrmæt stig á Brúnni
Fyrri hálfleikur.
Það mátti ekki mikið skilja að spilamennsku liðanna í fyrri hálfleik, nema Liverpool voru örlítið betri. Aðeins harðari, aðeins sneggri, aðeins grimmari í baráttunni. Frank Lampard virðist vera að bæta lið sitt hægt og bítandi, þeir eru ekki nærum því jafn villtir í pressunni og byrjun tímabils. Það útskýrir að hluta að orkuna sem þeir höfðu undir lok leiksins.
Eftir að hafa verið meira með boltann fyrstu mínúturnar þá var brotið á Mané rétt við teig Chelsea. Salah, Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold stóðu yfir knettinum langa stund. Salah tók hlaupið en steig yfir boltann og gaf hælsendingu aftur á bak, þar sem Trent mætti og lúðraði boltanum í fjær hornið, staðan 0-1 fyrir Liverpool! Þetta var beint af æfingarsvæðinu og frábærlega afgreitt.
Chelsea fékk byr undir báða vængi við þetta og hófu að pressa stíft á okkur. Adrian átti geggjaða markvörslu frá Abraham skömmu eftir markið og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tókst Azpilicueta að koma boltanum í netið eftir darraðadans í vítateig Liverpool. Við tók smá bið á meðan VAR athugaði málið og markið dæmt af, en Mason Mount var ögn rangstæður fyrr í sókninni. Meira um það í umræðupunktunum að neðan.
Eins og til að nudda salt í sár brjálaðra Chelsea manna þá skoruðu Liverpool þrem mínútum seinna. Liverpool fékk aukaspyrnu hægra megin við teig Chelsea. Andy Robertson sendi eina af sínum fallegu fyrirgjöfum í átt að vítapunktinum þar sem brasilíski undradrengurinn og engilinn Bobby Firmino var alein og skallaði boltann í netið! Þriðja mark gulldrengsins í 6 deildarleikjum í vetur!
Skömmu seinna gat Salah komið okkar mönnum í 0-3 en skot hans fór í Christiansen og hátt yfir. Sá síðarnefndi meiddist við þetta og fór af velli, annar leikmaður Chelsea til að fara meiddur í fyrri hálfleik. Sá fyrri var Emerson Palmieri eftir fyrra mark Liverpool.
Seinni hálfleikur.
Til að byrja með voru okkar menn með öll völd á vellinum eftir leikhlé. Bæði Firmino og Mané hefðu með smá heppni getað bætt við marki en það gekk ekki. Chelsea menn virtust hugmynda-og vonlausir og ekki laust við að pirringur færðist í bláklædda áhorfendur á Stamford Bridge. Okkar menn gíruðu niður, frekar snemma í leiknum.
Í þessum hæga gír tóku okkar menn að slaka á í föstum leikatriðum og almennum aðgerðum. Ég hló sjálfur upphátt að heyra stuðningsmenn Chelsea púa á leiktafir. Eftir nokkrar mínútur af þessu þá fékk Adrian tiltal frá dómaranum fyrir þetta. Allt í lagi með það. En svo mínútu seinna fannst dómara Trent vera of lengi að taka innkast og gaf gula spjaldið. Mjög áhugaverð áherslubreyting hjá enskum dómurum, hlakka mikið til að sjá öll liðin sem tefja frá fyrstu mínútu á móti Liverpool fá sömu meðferð!
Eftir þetta fór að draga af okkar mönnum. Þeir virtust einfaldlega dauðþreyttir og pressan minnkaði, feilsendingum fjölgaði og Chelsea sótti í sig veðrið. Það var engum einum að kenna þegar Kante skoraði mark sitt á sjötugustu mínútu, en Fabinho leit klárlega verst út. 1-2 og Chelsea mun líklegri til að jafna en Liverpool að skora þriðja.
Næstu tuttugu mínútur liðu hægt! Okkar menn voru að verja forystuna, reyndu að halda stjórn á leiknum en bara náðu því ekki. Chelsea áti tvö stórhættuleg færi á lokasprettinum sem fóru framhjá eða yfir, Adrian varði svo þriðja meistaralega en Abraham var rangstæður. Milner og Lallana komu inn en höfðu ekki teljandi áhrif, áhugaverðast við það var að sjá Gini fara í Mané stöðuna.
Í uppbótartíma fékk Andy Robertson nóg af þessu bulli og vann boltann á vallarhelmingi Liverpool. Hann dúndraði fram völlinn, í gegnum aragrúa Chelsea manna og var komin í vænlega stöðu þegar Alonso togaði hann niður. Það reyndist síðasta alvöru atvik leiksins og stuðningsmenn Liverpool sungu hástöfum „O ANDY ANDY“ á meðan dómarinn flautaði leikinn af, 3 punktar komnir í hús!
Bestu menn
Þetta var mikill hark sigur og eftir því að ekki margir að skila frábærum leik. Fabinho var frábær framan af en dalaði þegar leið á, Matip og Van Dijk sömuleiðis. Mér fannst miðjan ekki vera að standa sig nógu vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þannig að Bobby Firmino hneppir hnossið eftirsótta, maður leiksins og megi hann lengi lifa!
Vondur dagur
Salah var bara ekki að finna sig í þessum leik. Fyrsta snertingin var slöpp og var ekki að fara fram hjá mönnum eins og við höfum vanist. Samt með stoðsendingu en hann er bara búin að stilla væntingarnar svo hátt að þessi frammistaða var ákveðin vonbrigði.
Umræðupunktar
- 18/18! Liverpool eru með fullt hús stiga eftir sex umferða og voru að slá einhver félagsmet fyrir flesta sigurleiki í röð, bæði í deild og á útivelli. Það sem meira er, þetta var fyrsti leikur tímabilsins þar sem liðið gat bætt árangur miðað við sama leik í fyrra og gerðu það með sóma.
- VAR þetta málið? Það er ansi margt sem er gagnrýnisvert við framkvæmd VAR hingað til. En að það hjálpi til við að dæma rangstæður er ekki eitt af þeim atriðum. Það er hlægilegt að heyra gárunga í breskum fjölmiðlum segja eitthvað í áttina að: Já hann var sko rangstæður en sko var sko rétt að dæma rangstöðu á hann?
- Bara svo ég tuði ögn meira yfir dómaranum, átti ekki að vera hagnaður þegar brotið er á Andy undir lok leiksins? Firmino með boltann og okkar menn í tveir á tvo skyndisókn?
- Spá: Trent og Robbo verða með að lágmarki átta mörk samtals í vetur, það er ekkert nema rökrétt þróun að þeir fari að ógna með skotum ofan á fyrirgjafirnar!
- Það er menn í liðinu sem þurfa augljóslega pásu. Salah og Fabinho báðir, mögulega bakverðirnir og Mané líka. Ég vil ekki sjá neinn af þessu byrjunarliði á móti MK Dons, þeir þurfa hreinlega að fá að pústa.
- Adrian var algjör lykill í þessum þrem punktum! Langt síðan varamarkmaður fékk svo stórt hlutverk hjá Liverpool og við höfum lítið saknað besta markmanns í heimi, það hlýtur að skelfa hin liðin!
- Einhverjir munu pirra sig yfir að menn eins og Shaqiri fái ekki mínútur á meðan Lallana kom inn á. Mér er sjálfum slétt á meðan við vinnum leikinn, mig grunar að Lallana sé mun stærri í fyrirætlunum Klopp en við gerum okkur grein fyrir.
- Hversu gott er þetta lið eiginlega? Þeir fóru á einn erfiðasta útivöll Englands, hálfri viku eftir ferðalag til Ítalíu og unnu Chelsea án þess að spila vel í seinni hálfleik!
Sæl og blessuð.
Svakalegt í alla staði. Chelsea eru ógnarsterkir en leikreyndara lið hefði látið finna betur fyrir sér.
Stórbrotið mark hjá Trentaranum og unaðslegt að séra Bobbý skyldi skora. Markið hjá Kanté setti svo allt á annan endann.
Held að Lallana sé ekki að koma mið við sögu á næstunni!
nema hvað … fimm stig í þá fölbláu. Lítið að frétta þar fyrir neðan! Hverjir töpuðu aftur 2-0 fyrir Westham?
Ég veit hverjir töpuðu fyrir WH 2-0 😀
Annars frábær sigur og ótrúlega sterkur karakter hjá okkar mönnum!
Mínir þrír aurar:
1. Adrian hefur vaxið hratt og vel inn í sína stöðu. Hörkuvörslur hjá honum. Þorði ekki að skrifa þetta í hálfleik af ótta við jinx. Ok, útspörkin eru ekkert sérstök.
2. Ég hefði tekið Salah útaf og svissað Mané yfir á hægri vænginn. Í dag var egypski kóngurinn ekki nógu sterkur og missti boltann alltof oft.
3. Klopp! Þú ert það besta sem hefur komið fyrir Liverpool á þessari öld. Þetta er samt alveg búið með Lallana. Þú veist það innst inni…
Fyrri geggjaður hjá okkur seinni geggjaður hjá Chelsea ég ætla ekkert að ræða þetta meira Liverpool gerði það sem þurfti til að taka stigin 3 og það er það eina sem skiptir máli þessa stundina ..your turn city cunts.
Risa, risa 3 stig! Geggjað. Hef samt pínu áhyggjur af Salah. Alveg fyrirmunað að halda boltanum. En hey, 6 leikir, 18 stig! Stórkostleg byrjun! ?
Frábær vinnusigur góð lið landa svona sigrum og við erum sannarlega GOTT lið…Chelsea voru mjög góðir í seinnihálfleik og við stóðumst álagið….Lallana á ekki að vera umræðan eftir þennan leik þannig erum við að kassta rýrð á Klopp sem passar ekki eftir svona frábæran sigur….
Frábær sigur.
Við vorum flottir í fyrrihálfleik en síðarihálfleikur virkaði bara sem rólegur göngubolti þar sem manni finnanst eins og við vorum á hálfum hraða en var maður hræddur um að ef heimamenn myndu skora þá myndi þetta vera bras og það er nákvæmlega það sem gerðist.
Við náðum þó að halda þetta út og 3 stig eru frábær niðurstaða og er manni eiginlega sama um lélegan síðarihálfleik þegar stigin koma í hús.
Mér fannst Klopp bregðast vel við þegar Chelsea skoraði að setja Millner inn fyrir Mane og Gini framar gerðu okkur aðeins þéttari og þegar Lallana kom inná fyrir Henderson(sem hafði varið góður) þá var maður ekki alveg að skilja en þetta snérist um að okkur vantaði ferkskar fætur því að varnarfærslan var orðinn mjög hæg og ef Chelsea náðu fljótu spili þá voru kanntarnir galopnir og svo lokaði Klopp leiknum með Gomez.
Já þetta var leikur sem við hefðum oft misst niður í jafntefni en þetta lið okkar getur unnið svona ljóta leiki og unnið þá með mörkum úr föstumleikatriðum er bara extra sæt.
YNWA – Maður leiksins að mínu mati Matip en Chelsea menn festu sinn framherjan á hann(vildu ekki berjast við Dijk) og hann leysti það mjög vel.
Takk fyrir að ritskoða mig, Börkur. Gott að fá svona hjálp.
#lallanaervístbúinn
#kloppergóðurogégsagðiþað
Vorum heppnir að landa þrem stigum sem er frábært, það sem ég hef séð af Chelsea í vetur þá finnst mér þeir hafa verið afar óheppnir, þeir áttu ekki skilið að tapa í dag. 3 stig og rauði herinn heldur áfram ótrauður áfram. Ekki hægt annað en að brosa út að eyrum fram að næsta leik.
Stundum spilar skoski bakvörðurinn okkar rúgbý með fótunum. Það var sætt að sjá hann sigla framhjá tveim miðjumönnum Chelsea á lokamínútinni og tryggja að boltinn yrði hinum megin þegar flautað yrði til leiks.
Þetta var erfiður leikur og frábær sigur. Hef alveg trú á Chelsea í topp fjóra miðað við gæðin í þeirra liði. Munu væntanlega vaxa þegar líður á mót – svolítið nýtt lið hjá þeim með öllu sem því fylgir.
Það liggur strax í augum uppi að baráttan um titilinn verður á milli sömu tveggja liða og í fyrra. Við erum skrefi framar núna og höfum grætt ögn á meiðslavandræðum City í vörninni.
Fyrir utan auðvitað hvað það er óumdeilanlegt afrek að vera með 18 stig eftir 6 umferðir.
City munu kaupa í janúar. Ef við þurfum að gera það þá vona ég að Klopp taki ekki þrjóskukast heldur hendi pening í það sem upp á vantar – ef svo verður. Menn voru orðnir mjög þreyttir þarna í lokin, undir árásinni frá Chelsea. Reynsla samstaða og barátta skilaði þessu í höfn. Ekki víst að það verði hægt í 26. umferð ef keyrt verður á sama liðinu allt mót.
Hvað um það. Stórkostlegt lið og frábær staða sem vonandi helst allt til loka! Við trúðum, og nú trúir heimsbyggðin. Krossum fingur og við tökum þetta loksins aftur í vor.
Vonandi gerir Klopp atlögu að Maddison í janúar.
Tapið móti Napoli er fyrirgefið 🙂
Urrrrrrrabdu gott!
City eru vissulega mjög góðir en önnur sterk lið (Tottenham, Arsenal og Leicester) eru í nokkrum vandræðum!
Stórkostlegt!
🙂
Urrrrrrrandi gott!
City eru vissulega mjög góðir en önnur sterk lið (Tottenham, Arsenal og Leicester) eru í nokkrum vandræðum!
Stórkostlegt!
🙂
Skýrsla komin inn, sætt var það þótt maður fengi að engjast aðeins!
Frábært, en bojí ó bojí hvað mestur hluti seinni hálfleiks var stressandi.
Teytið heldur áfram!
Y.N.W.A.
Frábær fyrrihálfleikur og skemmtilegur leikur. Væri gaman að vita hvað fólki finnst um rangstöðudóminn, líklega í fyrsta og eina skipti sem ég verð hálf ósátt þó að liverpool græði mark/fái ekki á sig. Finnst þetta svakalega gróft að dæma rangstöðu á mann sem var langt fyrir innan og hafði engin áhrif á vörnina og dæma svo markið af 30sekondum og 7 sendingum chelsea liðsins seinna að auki 3 snertingum liverpool varnarmanna.. persónulega vil ég allt ekki að boltinn stefni í þessa átt og fannst þetta mjög svekkjandi eftir svona mikið af snertingum og svo langan tíma ef þetta er það sem skal koma í enska boltanum þá er varla hægt að sækja lengur og ef eitthver gerir sig sekan um að vera aðeins fyrir innan í part af eitthverri sókn er hún bara ógild þótt það tengist markinu ekki á neinn hátt og það gerist löngu seinna.
Bara mín skoðun annars glæsileg síða eins og alltaf og takk fyrir mig YNWA
Hárréttur dómur og Mount sem fékk sendinguna var rangstæður og hafði þannig áhrif á leikinn. Ekki verið að dæma á Tammy Abrahams sem var vissulega líka fyrir innan. Ég var mjög langt frá því að vera ósáttur við þennan dóm 🙂
Ég er team Freysi og, trúi ekki að ég sé að segja þetta, team Gary Neville. Það er ekki hægt að heimta VAR til að það séu teknar réttar ákvarðanir og þegar VAR er að taka réttar ákvarðanir um rangstöðu þá er það gagnrýnt í druslur. Rangstaða er rangstaða og það er ekkert grátt svæði þar. Mount fékk boltann í rangstöðu punktur og basta, ákvörðun tekin. Núna nýtur sóknarmaður aldrei vafans því það er enginn vafi. Liðin öskruðu á VAR til að fá réttar ákvarðanir og þegar kemur að rangstöðum þá er VAR að virka. Vítaspyrnuákvarðanirnar eru hins vegar rannsóknarefni hjá þeim. Markið sem var dæmt af City á móti Tottenham skrifast ekki á VAR heldur óskiljanlega fáránlega reglu um hendi
Rangstaðan var dæmd á Mason Mount sem fékk boltann.
Hreint út sagt stórkostlegur sigur og miklu stærri en margur gerir sér grein fyrir. Við erum orðin svo góðu vön með þetta lið okkar og stjórnendur þess.
Það er hrikalega sætt að vinna þetta chelskí lið á brúnni. Sérstaklega í ljósi þess hversu þrjóskir þeir hafa verið að brotna undan okkar eimreið.
Sammála því að hvíla fólk á móti MK Dons. Engin spurning!
Fullkominn dagur í enska boltanum í dag.
Takk fyrir þetta Ingimar
Flottur sigur á virkilega erfiðum velli. Sterkt að sigra án þess að spila besta bolta sem okkar menn geta gert. Sammála þeim sem telja að Salah og jafnvel fleiri þurfi púst á næstunni. Búið að vera erfitt prógramm upp á síðkastið og því gott að hvíla menn eitthvað fyrir átökin framundan. Heilt tímabil byggir á góðum 20 manna hóp og það þarf að treysta þeim öllum..
Merkilegt hvað menn geta böggast í Lallana fyrir að eiga ekki stjörnuleik. Kom inn á mjög seint þegar liðið var nánast búið á því og kall greyið varla búinn að spila í mánuð eða lengur. Fínt að eiga hann á bekknum.
Sammála!
Frábært að taka 3 stig á brúnni og eiga heilt yfir ekkert svakalega góðan leik, sýnir bara gæðin sem eru til staðar í liðinu okkar.
Menn voru orðnir aðeins of þægilegir þegar Kante skoraði, bjóst sennilega ekki heldur neinn við því að hann tæki á rás og smurði boltanum í skeitin. En þar klikkaði Fabinho helst.
Mér finnst erfitt að kvarta yfir framlagi Lallana, þessi skipting var ákvörðun Klopp og þar með hans feill finnst mér. Hann setti Lallana fyrir verkefni sem ég hef aldrei séð hann leysa áður. Hann var mestan tímann að hjálpa Robertson vinstra megin í vörninni. Ég hélt að Lallana væri að koma inná til að halda boltanum innan liðsins því að það er það sem hann er góður í, en hann nýttist illa þarna – skrítin skipting.
Besti sigur Liverpool síðan í Madríd, það er ekkert grín að fara á Samford Bridge eftir erfiðasta útileik riðilsins í Evrópu í miðri viku og mæta Chelsea sem var á heimavelli í báðum leikjum. Það er ekki eins og Klopp hafi komið með mikið að ferskum fótum inn í þennan leik frá Napoli leiknum.
Chelsea eru á réttri og nokkuð spennandi leið undir stjórn Lampard, allir þrír ungu leikmennirnir sem þeir eru að spila voru mjög öflugir og hafa auðvitað ágæta reynslu af fullorðins fótbolta. Miðvörðurinn Timouri er sterkur og hélt alveg í við Salah hvað hraða varðar, Mount er að halda Pedro og Pulisic á bekknum á meðan Abrahams er klárlega tilbúinn í efsta level. Þeir eiga allir eftir að verða betri. Eins held ég að þetta sé besta miðja deildarinnar enda alveg hægt að telja Kanté sem tvöfalldan leikmann. Djöfull er hann góður.
Var verulega pirraður þegar Chelsea minnkaði muninn enda lá mark í loftinu og löngu kominn þörf á ferska fætur hjá okkar mönnum, hvað þá ef Mané var tæpur megnið af seinni hálfleik. Pirrandi héðan úr sófanum hvað Klopp er stundum lengi að bregðast við… Klopp sem var að stýra Liverpool í fimmtánda deildarsigurinn i röð. Hann veit mögulega hvað hann syngur í þessum efnum.
Tíu stiga forysta á United, Spurs og Chelsea eftir sex umferðir, það er galið en samt einhvernvegin ekki.
Við erum búnir með t.d Arsenal heima og Burnley og Chelsae úti, það er ekki eins og þetta sé búið að vera léttasta prógram en liðið með fullt hús stiga og líta virkilega vel út.
Á móti MKD þá vona ég að við fáum að sjá hálfgert varalið og gefa fremstu 3 frí þann dag.
Frábær sigur, sá stærsti mjög lengi.
Vissulega hægt að vera stressaður yfir því þegar maður greinir augljósa þreytu lyklanna okkar og það er bara staðreynd að það eru töluverð skref niður sóknarlega…og jafnvel á miðju…þegar fyrstu 11 sleppir.
Fabinho var t.d. alveg kominn á felguna í síðari hálfleik en ekki var ég að biðja um skiptingu á honum…
Sælir félagar
Það virkuðu anzi margir mjög þreyttir síðustu 20 mín. Mér fannst líka ákveðið kæruleysi í sendingum og afgreiðslur á boltanum stundum vanhugsaðar. Þetta skrifa ég á þreytu leikmanna og greinilegt að einhverja veður að hvíla í Dons leiknum. Varaliðið ætti að geta klárað þann leik og hvíla má þá sem helst þurfa á því að halda. Mér finnst greinilega vanta heimsklassa mann til að leysa af í fremstu línu.
Þetta á ef til vill eftir að bíta okkur þegar álagi eykst og lengist t.d. í desember. Vonandi finna Klopp og félagar einhvern í janúarglugganum sem getur hoppað beint inn í liðið. Origi er ekki í þeim klassa finnst mér og Brewster virðist ekki hafa það sem til þarf amk. ennþá. En er hægt er að hvíla menn í leikjum eins og leiknum við MK Dons þá er það ákveðin lausn. Svo er auðvitað spurning hverjar áherslur Klopp verða í vetur?
Það er nú þannig
YNWA
Þetta byrjar frábærlega hjá okkur en álagið verður mikið og það er nánast óhugsandi að þetta haldi dampi til loka nema leikmönnum verði bætt við í janúar. Maddison og Timo Werner væru t.d. velkomnir, sá síðarnefndi að renna út á samningi og ætti því að fást á góðum afslætti. Eyðsla umfram sölur er lítil sem engin síðan Klopp kom, félagið í blússandi success og peningarnir hrúgast inn. Ef einhvern tíma virðist vit í að eyða í janúar þá er það núna.
Annars kannski hystería að vera að hugsa svona í september þegar gengið er gjörsamlega frábært. Staðreyndin er þó sú að okkar hópur – þótt 11 fyrstu séu bestir – er þynnri en hjá City.
Er ekki einhver snillingur hérna sem væri til í að setja saman lista yfir öll þau met sem að Klopp og hans Liverpool lið hafa slegið, þau eru jú orðin ansi mörg.
Þetta er orðið besta Liverpool lið allra tima með sigurgöngu upp á 15 leiki í röð.