Liverpool tók á móti Manchester City á Anfield í dag, vann öruggan 3-1 sigur og tryggði þar með stöðu sína enn frekar á toppnum.
Mörkin
1-0 Fabinho (6. mín)
2-0 Salah (13. mín)
3-0 Mané (51. mín)
3-1 B. Silva (78. mín)
Gangur leiksins
Það var ákveðið City lið sem mætti á Anfield, andstæðingar okkar voru meira með boltann, fengu fyrstu hornspyrnurnar og litu bara almennt mjög ógnandi út. Sem er svosem engin nýlunda.
Í kringum 5. mínútu fóru þeir upp hægri kantinn, og eftir smá barning í vítateigshorninu kom sending inn að vítapunkti þar sem boltinn fór í höndina á Trent. Michael Oliver – sem n.b. dæmdi þennan leik mjög vel – var í fullkominni aðstöðu til að sjá atvikið, og veifaði strax að leikurinn ætti að halda áfram. Það voru ekkert allir leikmenn City sem tóku mark á því, t.d. var eins og Aguero slökkti alveg á sér og fór strax í vælgírinn. Í staðinn barst boltinn í átt að Anfield Road stúkunni, sending frá Mané inn á teiginn var hreinsuð út en beint í lappirnar á Fabinho. Nú er Fabinho ekki sá leikmaður Liverpool sem er þekktastur fyrir markaskorun, en hann valdi sér aldeilis leikinn til að stimpla sig inn með nákvæmu en jafnframt föstu skoti úti við stöng, óverjandi fyrir Claudio Bravo.
Það er ljóst að aðdragandi marksins mun verða eitthvað sem City menn munu væla mikið yfir, en vert að minnast á að ca. sekúndu áður en boltinn fór í höndina á Trent fór hann líka í höndina á Bernardo Silva. VAR skoðaði þetta atvik vissulega, og ef það hefði verið metið svo að um viljaverk hjá Trent hefði verið að ræða, þá hefði í versta falli verið dæmt á hendina hjá Silva áður en það hefði nokkurntímann verið dæmt víti. Í staðinn leyfði Oliver leiknum að flæða, eins og hann gerði almennt allan leikinn og var bara ansi samkvæmur sjálfum sér með það. Það væri óskandi að FA myndi einfaldlega nota þennan leik sem sýnidæmi um það hvernig eigi að dæma leiki.
City hélt pressunni áfram, án þess þó að skapa sér nein færi að marki. Það var svo eftir 12 mínútur að Trent fékk boltann á hægri kantinum, átti eina af sínum stórkostlegu sendingu þvert yfir völlinn á Robertson sem var þar á auðum sjó, og Robbo átti þar aðra af sínum glæsilegu fyrirgjöfum, þar sem boltinn sleikti nefbroddana á varnarmönnum áður en hann rataði á kollinn á Salah. Nú finnst kannski mörgum Salah ekki hafa verið jafn ógnandi á leiktíðinni og kannski áður, en hann lætur svona færi ekki renna úr greipum sér og setti boltann snyrtilega fram hjá Bravo. 2-0 eftir 13 mínútur, sannkölluð óskabyrjun.
Það sem eftir lifði hálfleiks var einfaldlega eins og að fylgjast með skák, nema að hraðinn var allnokkuð meiri. Stöðubarátta á milli tveggja stórmeistara, Klopp og Guardiola. Bæði lið með sitt upplegg alveg á hreinu. Mikið um það að boltanum væri spilað til baka, varnarmenn og markmenn tóku góðan tíma í að spila sín á milli, og reyndu að fiska fremstu menn andstæðinganna framar á völlinn, í von um að opna glufur á miðjunni til að spila inn í.
Í seinni hálfleik hélt svo þessi stöðubarátta áfram. Og á 51. mínútu dró aftur til tíðina. Þar spilaði stóra rullu fyrirliðinn okkar, Jordan Henderson. Hans staða í leiknum var nær því að vera kantmaður en við höfum átt að venjast. Greinilegt að uppleggið var að loka á City upp vinstri kantinn, og því voru Lovren, Trent, Henderson og Salah að vinna mjög mikið saman, bæði varnarlega og sóknarlega. Og það skilaði sér þarna þegar Hendo náði boltanum nálægt kantinum, hljóp upp að endalínu og skildi Gundogan eftir, gaf svo frábæra sendingu inn á fjærstöng þar sem Sadio Mané kom aðvífandi og dýfði sér glæsilega til að skalla boltann í netið, með smá viðkomu í Bravo. Staðan 3-0, og erfitt að sjá hvernig City ætti að geta komið til baka úr þessu. En það var samt allt of snemmt að bóka stigin þrjú, því City er jú með lið sem er stútfullt af gæðum. Og á 60. mínútu var Henderson tekinn af velli, og Milner kom inná í hans stað. Þessi skipting var e.t.v. ekki að meika sens út frá spilamennsku, því Henderson hafði verið einn alöflugasti leikmaður liðsins og var þó varla nokkurn veikan blett að finna. Gleymum samt ekki að Henderson var veikur í vikunni, og því alls ekkert víst að hann hefði haft orku í allar 90 mínúturnar. Uppleggið breyttist aðeins við þessa skiptingu, Milner fór yfir á vinstri kant, Mané fór yfir til hægri, og mögulega færðu menn sig eitthvað aðeins meira til. Við þetta minnkaði pressan á hægri vængnum, og þar með opnaðist fyrir Sterling. Það tók reyndar svolítinn tíma fyrir City að ná alvöru pressu, en síðustu 20 mínúturnar fórum við að sjá City lið eins og við höfum svo oft séð. Nokkur færi fóru forgörðum, t.d. munaði sentímetrum að Aguero næði að pota boltanum í netið eftir sendingu frá vinstri kanti. Hann var svo tekinn af velli fyrir Gabriel Jesus, ekki var þetta leikurinn þar sem Aguero nær að skora á Anfield. En á 78. mínútu kom enn ein sóknin hjá City upp vinstri kantinn, og eftir talsverðan barning barst boltinn yfir markteiginn til Bernardo Silva sem var óvaldaður og sendi boltann örugglega í hornið framhjá Alisson.
Við tóku taugaspenntar síðustu mínútur, enda ljóst að ef City næðu að pota inn eins og einu marki í viðbót þá gæti allt gerst. Það kom upp annað atvik þar sem Trent fékk boltann í hendina inni í teig, í þetta sinn frá Sterling, en aftur var Oliver vel staðsettur og veifaði að leikurinn skyldi halda áfram. Pep var algjörlega rasandi á hliðarlínunni, og veifaði tveim puttum framan í aðstoðardómarann sér við hlið og líklega bara í hvern þann sem var þarna nálægt.
Ox fékk að koma inn fyrir Firmino, og þegar örstutt var til leiksloka kom Gomez inn fyrir Salah. Hann fór í hægri bak og Trent á miðjuna, svipað og í lok leiks á móti Tottenham fyrr í haust. Þannig skipað tókst liðinu að koma í veg fyrir að City skoraði fleiri mörk, og stigin 3 því í höfn þegar Michael Oliver flautaði til leiksloka eftir 4 mínútur í uppbótartíma, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Bestu menn
Það er mjög erfitt að ætla að taka einhvern leikmann út úr sem besta mann liðsins, og ómögulegt að ætla að tilnefna einhvern sem versta mann. Þetta var einfaldlega vel mótíverað lið, þar sem allir vissu sitt hlutverk, og spiluðu eins og tilefnið leyfði. Í raun er helst að gefa Jürgen Klopp nafnbótina, enda má segja að hann hafi unnið stöðubaráttuna gegn Pep Guardiola, svosem ekki í fyrsta sinn sem það gerist og vonandi alls ekki það síðasta.
Umræðan eftir leik
Þetta lið okkar heldur áfram að sýna hversu gott það er. Í raun fengum við svona “bland í poka” frammistöðu í dag: fyrirgjafir frá bakvörðunum, mörk frá Salah og Mané, skot utan af velli frá miðjumönnum, þversendingar yfir völlinn frá Trent o.s.frv. o.s.frv.
Sjálfsagt munu einhverjir segja að nú hljóti Liverpool að vinna titilinn. Við því er einfalt svar: það eru 26 leikir eftir í deildinni, margt getur ennþá gerst, og mörg stig í pottinum. Það er þó ljóst að við viljum frekar vera í þessari stöðu í dag í töflunni frekar en nokkurri annarri.
Í ljósi þess að City er ekki lengur í 2. sæti má spyrja sig hvort þeir séu e.t.v. ekki lengur helsti andstæðingurinn? Það er fullsnemmt að svara því, en bæði Leicester og Chelsea eru sannarlega á sínum stöðum í töflunni á eigin verðleikum. Hóparnir hjá þeim eru vissulega þynnri heldur en hjá City, og því margt sem gæti gerst hjá þeim á næstu mánuðum þegar leikjaálagið fer fyrst að banka á dyrnar. Þá má segja að Leicester hafi ákveðið forskot, því ekki eru þeir með Evrópuleiki til að þvælast fyrir sér.
Næstu verkefni
Nú tekur við síðasta landsleikjahlé ársins, en þegar við komum svo til baka er fyrsta verkefni okkar manna að mæta Crystal Palace á útivelli. Það er svolítið kómískt að næsti andstæðingur skuli vera stýrt af Roy Hodgson, og að það lið sem er nú í 2. sæti í töflunni skuli vera stýrt af Brendan Rodgers. Vantar bara Rafa þarna einhversstaðar. Á sama tíma mætast bláklæddu liðin City og Chelsea, og ljóst að leikjaprógrammið hjá City er alls ekkert auðvelt framundan.
Við skulum því njóta þess að vera með 8 stiga forystu næstu tvær vikurnar, og vonum að hún aukist frekar en hitt þegar deildin mætir aftur eftir tvær vikur.
Þetta er lið er einfaldlega á öðru leveli lét City líta illa út það var mjög kærkomið.
Fannst Hendo frábær þessar 60 mín en ég á erfitt með að velja mann leiksins það voru einfaldlega allir að spila á fáranlegu leveli
Tær snilld, sennilega besti leikur okkar manna á tímabilinu.
YNWA
Algerlega stórkostlegt!
Til lukku öll.
YNWA!
Klárlega einn besti leikur Liverpool á þessu leveli ..menn höfðu áhyggjur hvað myndi gerast þegar Liverpool kæmust í sitt form.
Menn hafa séð það núna hvernig önnur lið líta út skiptir engu hvaða lið mætir Liverpool í þessum ham þeir tapa gegn besta liði í heimi um þessar mundir.
leveli = tímabili
Vá þetta var rosalegt 🙂
8 stiga forskot á toppnum er frábært en það er nóg eftir af þessu móti.
Það var skrítið að vera 2-0 yfir og liðið okkar varla búnir að geta neitt til að byrja með en hægt og rólega komust við í leikinn og var ágæt að tempóið datt aðeins niður eftir c.a hálftíma leik.
Síðarihálfleikur var frábær hjá okkur þar sem Mane náði að skora eftir stórkostlega sendingu frá Henderson.
Það var helvíti fúllt að fá þetta mark á okkur og hleypa smá spennu í þetta en héldum þetta út.
Liðið fær bara að vera maður leiksins, þetta var algjör liðsigur þar sem allir 11 vörðust hetjulega og sóknarlega virkuðum við stórhættulegir.
Liverpool 34 stig
Leicester 26 stig
Chelsea 26 stig
Man City 25 stig
Já Man City eru dottnir niðrí 4.sæti en ég held að flestir horfa á þá sem okkar helstu andstæðinga.
(Man City – Chelsea er leikur í næstu umferð)
YNWA – Það er kallt á toppnum og núna fara allir að tala um að þetta sé komið en það er langt í frá og vonandi halda allir sér á jörðinni en maður á úlpu og húfu og því getur maður alveg sætt sig við smá kulda þarna uppi.
“Kalt” á toppnum, það er ekki mjög kalt þar því flestir horfa á leiki liðsins og njóta boltans með okkur þó þeir gleðjist kannski ekki yfir stöðunni.
Stórglæsilegt bara!
Og eitt af því sem liðið kann frábærlega núorðið er að halda einbeitingunni. Skiptir öllu máli.
ps.
Kauphækkun á Fabinho!
Mögnuð frammistaða liðsins. Forréttindi að hafa þennan stjóra og þetta lið ! Magnað
Ein staðreynd, á móti liðunum í sætum 2-7 höfum við tekið 16 stig, (erum búnir að spila á móti þeim öllum)
Hvað er city komið með mörg stig á móti 1-7?
Ég held að leicester séu hættulegri en city.
Sæl og blessuð.
Þetta var unaðslegt, það er ekkert minna. Liðið er orðið að sigurmaskínu sem gefur ekkert eftir. Erum með hryggjarsúluna: Alison – Virgil – Fabinho – Firmino. Til hliðanna eru bestu bakverðir og kantmenn heims og framlínan svakaleg. Ferlega erfitt að velja mann leiksins. Fabinho er líklega hlutskarpastur en meira að segja ólíkindatólið Lovren var frábær. Gætti Agueros eins og sjáaldurs augna sinna og henti sér eins og bestía fyrir skotin.
Þá er það ágætt að Chelsea og Leicester skuli vera á þessu skriði. Það þýðir einfaldlega jafnara mót fleiri jafntefli þarna á hásléttunni fyrir neðan okkur. City þarf að mæta bláliðum í næstu umferð, skakkir og skældir eftir móttökunar á Anfield. Það verður eitthvað!
Svo verðum við bara að vona að City-bölvunin fylgi ekki þessum sigri! Hefur ekki gengið vel hjá Norwich og Wolves eftir að þeir pökkuðu þeim fölbláu saman!!!
Djöfull er Oliver góður dómar verst að hann mun ekki dæma alla leikina okkar ! Reka alla Atkinsyni og ráða fleiri Olivera. Og ef einhver er í vafa hvort Cyti hafi átt að fá víti þá fór boltinn fyrst í höndina á Silva áður enn hann fór í Trent í fyrra dæminu og höndinn á hinum var ekki í óeðlilegri stöðu í seinna skiptið.
YNWA.
Á að vera höndinn á honum var ekki í óeðlilegri stöðu í seinna skiptinu og því skot í hönd.
Fabinho enn og aftur alveg frábær, en Firmino má alveg gera betur og skora. Annars alveg meiriháttar sigur, en hálft ár í lok þessarar leiktíðar.
Skýrslan komin inn.
Það verða kannski ekkert svo mörg komment hérna því flest okkar erum bara háfl orðlaus. Svo geggjuð frammistaða af hálfu besta liðs í heimi. Ef einhver kann að búa til betra hafragraut en hann Jurgen okkar þá má hann setja hér inn uppskriftina. Ég held samt að sú morgunmáltíð sé ekki til. Stórkostlegir drengir. Mögnuð samstaða. Áfram.
Sælir félagar
Ég á eftir að tjá mig meira um þennan leik og þetta ótrúlega lið sem við styðjum. en núna er bara verið að fagna fram á nótt.
Það er nú þannig
YNWA
Enginn pistill…enn að fagna ?
Takk fyrir þetta leikmenn Liverpooll og þú meistari Klopp. Leikurinn einfaldlega lagður hárrétt upp. Eftir leikinn…
…Liverpool er 8 stiga forskot, 9 stig á MC
…pottþétt sloppnir við fall
…styrkur andstæðinganna virðist ekki skipta máli
…allir að leika vel
…Klopp hefur betur í þetta sinn í taugastríðinu við Pep
…Leicester og Chelsea eru bara svipuð og MC og vonandi taka þau stigin til skiptist af hverjum öðrum, helst með jafnteflum
…deildin að verða furðuleg, 4 lið að stinga af, örfá stig frá 5.sæti niður undir fall, 3 neðstu liðin fá lítið af stigum
…en sigur í deildinni vinnst ekki á haustmánuðum gleymum því ekki enda langt er til vors og ekkert smá prógramm þangað til
Góðar stundir og gleðjumst yfir því sem komið er.
STÓRKOSTLEGT!!
Góðir félagar. Ég er gamall Liverpool Liverpool aðdáandi. Það gerðist eitthvað í kvöld sem fær mig að trúa því að Englands meistaratitillinn verður í vörslu Liverpool eftir þessa leiktíð . Ég sá Liverpool live gera 0-0 jafntefli við City á síðasta ári og á árinu þar á undan jafntefli við Man . United . Ég var vonsvikinn. Í kvöld gerðist eitthvað sem fær mig til að trúa að titillinn verður í vörslu Liverpool í kók leiktíðar .
Deildin er skipt upp í tvo hópa , Liverpool annars vegar og öl liðin sem eru ekki Liverpool hinns vegar
Sætasti sigur í heimi? Ja… fjölmiðlar virðast flestir sammála um að City hefði átt að fá víti þarna á sjöttu mínútu (hver svo sem skilgreiningin á reglunni með stöðu handarinnar er – Silva fékk boltann í sig … o.s.frv.) — en ég er á því að við hefðum verið brjálaðir ef þetta hefði verið öfugt í dag. Óréttlætið er stundum augljóst og stundum ekki … skv. einkunnum vann betra liðið og heildin var sterkari hjá Liverpool. Ég held ekki að þetta sé úrslitaatriði fyrir mótið, en ef þetta verður til þess að Pep fríki út og kenni þessu um að mögulega að City verði ekki meistari … þá brosi ég bara og hef gaman af. Nógu mikið er af vafaatriðum í boltanum. — Sigurinn var sanngjarn og það er algjörlega hlutlaust mat af minni hálfu. … En þar sem ég er prestssonur þá verð ég að vera algjörlega hreinskilinn: þessi sigur var óhuggulega sætur – og kannski aðeins sætari fyrir vikið vegna þessa umdeilda atviks í byrjun leiks og svo einnig vegna þess að mér hefur fundist City fá stundum greiðari leið að mörgum hlutum. Í stuttu máli: I don’t care … we won … YNWA!
þetta varðandi höndina eða hendurnar og eðlilega stöðu. Fyrir mér þá ætti alltaf að blása hendi á city-leikmanninn því boltinn skiptir um stefnu út frá því að hafa farið í höndina á honum og þ.a.l. í góða sóknarstöðu fyrir þá. Ef það er ekki næg ástæða til að þeir ljósbláu geta hægt að væla yfir þessu atviki þá veit ég ekki hvað. Held að þeir ættu frekar að gagnrýna sjálfa sig fyrir að bregðast ekki betur við og hlaupa heim eftir atvikið. Við skoruðum 22 sekúndum síðar og vorum á tánum. Við áttum þetta skilið!
Jinxmaster 3000 mættur, en þetta er komið !!!
Hugarfarið í þessu gengi er of magnað til að vinna ekki deildina. Þið heyrðuð það fyrst hér.
Er þetta komið? Það eru 26 umferðir eftir…
Ég elska að Liverpool vinni svona 6 stiga leiki, 9 stiga forskot á City sem ég tel vera okkar helsta keppinaut þó þeir séu í fjórða sætinu eins og er.
Hjartslátturinn kominn í lag, þrýstingurinn hefur lækkað,,,,thank you very much,, twice ?? Mr Pepp
Ég bara næ ekki þessari umræðu um víti þarna í byrjun, City maðurinn sópar boltanum með hendina út frá líkamanum og inni teig áður en boltinn strýkst í hönd á Arnold. Þetta á ekki einu sinni að vera umræðuefni og flott hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta. Þó að ég sé púllari þá hefði ég aldrei ætlast til að fá svona víti ef þessu hefði verið öfugt farið útaf þessum aðdraganda. Eiður Smári sagði í viðtali að honum fyndist þetta vera viti en ekki í seinna skiptið, bara rugl. Mín skoðun er að seinni hendin er miklu meira víti. En by the way, geggjaður sigur YNWA
Ef einhver segir að fyrra skiptið sé víti þá veit hann ekki af hendinni á Bernardo.Virtist ekkert fjallað um það í bresku miðlunum. Aldrei víti. Það á ekki að breyta þessu marki samanber markið sem United skoraði á móti okkur. Ef það átti að dæma fyrsta markið af Fabinho hefði líka átt að dæma markið af Bernardo útaf broti á Fabinho í aðdragandanum. Seinna skiptið á Trent þá er hann með boltann upp við sig og í náttúrulegri stöðu og ekki séns að það sé víti.
Finnst að FA þurfi að skilgreina betur reglur varðandi hvenær er hendi og hvenær ekki áður en þetta verður algert shitfest í hverjum einasta leik í vetur.
Alisson, Van Dijk, Fabinho og Firminho. Þvílík hryggsúla í liðinu. Sérstakt hrós í dag fá Wijnaldum og Lovren fyrir frábæra spilamennsku. Frábær sigur og einnig frábært að lesa Man city hræður væla á netinu 🙂
YNWA
Kæri Klopp. Þú ert meira en við óskuðum okkur. Þú hefur breytt lífi okkar….allavega mínu. Takk herr Klopp. Ps. Einhver sagði að Klopp fengi kop.is þýdda daglega og það væri það fyrsta sem hann læsi áður en hann burstar fallegu tennurnar sínar 🙂
Þvílíkt geggjun, þvílíkt lið og þvílík skemmtun! Bakverðirnir unplayable og miðjan frábær.
Trent er Gerrard-level talent. Stór orð en hann er einfaldlega það góður, rétt orðin 21 árs. Reynið að setja verðmiða á gaurinn. Aldrei undir 150M pund með þessi gæði á þessum aldri.
Vá!
Sammála með Trent hann er magnaður leikmaður verandi svo ungur….sendingarnar hjá honum í dag voru á öðru leveli minn maður leiksins ásamt Fabino…..
Af hverju ættum við að setja verðmiða á Trent? Ekki eins og klúbburinn ætli að selja hann eða að hann vilji fara annað.
En jú, í ímynduðum heimi væri verðmiðinn sjálfsagt eitthvað vel yfir 100 millur.
Já, ég var nú ekkert að pæla í því í samhengi við fráleitar fréttir um að hann gæti verið á förum, því það er vægast sagt ólíklegt; líklega álíkalíklegt og að jafngamall Gerrard hefði verið á útleið. Er bara að reyna að ná utan um hvers lags gullmoli þetta er. 🙂
Vissulega er full ástæða til þess að við þökkum fyrir það oft og reglulega 🙂
Klásúla upp á 500 mill. punda væri nærri lagi. Það er hægt að kaupa handónýta leikmenn á 90 mill… *HÓS(pogba)T*.
Trent fer aldrei. Hann er hjartað til framtíðar, uppalinn Scouser, jafngóður og Mbappe. Ég las einhver komennt frá Cafu um að Liverpool þyrfti að búa sig undir að missa hann. Hvert í ósköpunum ætti hann að fara? Það væri jafn steikt eins og að skilja við makann sinn á meðan maður er óskaplega ástfanginn og ekki ein hindrun í vegi til að gera lífið frábært.
Í sambandi við síðustu athugasemd hjá mér, smá highlight reel fyrir þetta tímabil (og hefur ansi mikið bæst við síðan): https://www.youtube.com/watch?v=nGsPKm3PddE
Þetta er þvílíkur svindlkall og ungur Scouser til að toppa allt.
Uppfærðar reglur varðandi Handball: https://www.premierleague.com/news/1263332
“So a handball will not be awarded if the ball touches a player’s hand/arm directly from their own head/body/foot or the head/body/foot of another player who is close/nearby”.
Með örðum orðum, rétt niðurstaða að láta Fabinho markið standa. Kannski þarf að kenna Pep reglurnar í íþróttinni sem borgar launin hans.
YNWA
Hversu yndislegt er að vakna núna daginn eftir með þessa fallegu töflu fyrir framan nefið á sér!
Þvílíkur leikur og gaman að sjá iðnaðarmiðjuna standa sig svona vel, geggjað mark og rosaleg stoðsending frá meðlimum hennar. Fletti að gamni upp síðasta heimaleiknum sem við töpuðum, sem var þessi hér. https://www.kop.is/2017/04/23/liverpool-c-palace-leikthradur/ Tvö og hálft ár síðan! Gaman að sjá umræðuna þarna í ljósi þess sem hefur gerst. 🙂
Shearer um iðnaðarmiðjuna: https://twitter.com/Kloppholic/status/1193829369472528384
Var að sjá í MOD að það hefði ekki skipt máli að boltinn hafi farið af hendini af Silva í hendina á Arnold og því hefði átt að dæma víti……Ég trúi ekki að það sé rétt túlkun á reglunum… en hvað segið þið dómarafróðir menn?
Sælir félagar
Ég nenni ekki að ræða hendi ekki hendi. Dómgæslan virðsist alltaf orka tvímælis hvað sem gert er og þannig verður það áfram. Ef til vill vann Liverpool eitthvað á dómgæslu í dag og ef til vill ekki. Ef til vill hefði stafrétt túlkun á reglum komið liðinu til góða og ef til vill ekki. Hvað um það. Liðið okkar er langefst í dieldinni eftir fyrsta þriðjung tímabilsins eða svo og það er það sem skiptir máli. Það gert sem gert er og ekkert fær því breytt. Liverpool hefir oftar en ekki tapað á VAR og túlkun dómara en engu verður breytt af því sem liðið er.
Þessi leikur var sýnidæmi um hvernig liðið okkar virkar og þann anda sem í því er. Ekkert fær brotið trúna á verkefninu, ekkert getur drepið sigurviljann og áræðið sem býr í liðinu. Eins og þjóðverji sagði sem sat við hliðina á mér á pöbbnum sagði; “í Liverpool-liðinu spila allir fyrir einn og einn fyrir alla. Það er munurinn á þessum tveimur liðum”. Liðið er fullkomlega heilsteypt þar er enginn öðrum fremri allir verjast og allir sækja, fullkomin heild.
Það er nú þannig
YNWA
Er ekki VAR línan á Englandi nokkuð stöðug. Það er ekki dæmt víti á hendi eins og var á HM. Rangstaða er rangstaða þótt að það sé millimetri. Mér finnst þetta ágætt nú þurfa þeir bara að stytta tímann hafa 1 mín hámark eitthvað slíkt.
Frábær 3 stig!
Umræðan fyrir leikinn hjá stuðningsmönnum Liverpool var mikið á þá leið að margir vildu fá Ox eða Keita inn í liðið fyrir þennan leik.
Ég hel að allir geta verið samála því eftir leikinn að Henderson/Gini voru frábærir og að Klopp hafi valið rétt en tími Ox/Keita mun koma en líklega ekki í stórleikjum þar sem Klopp notar orkuboltana áfram.
Ég hef verið duglegur að gagnrýna Henderson blessaðan, en hann má eiga það sem hann á.
Hann var mjög flottur í þessum leik og uppstilling liðsins algerlega spot on hjá Meistara Klopp.
Hvað er alltaf verið að gagnrýna okkar leikmenn? Það er ekki eins og við höfum öll sama markmiðið og sama drauminn. Hendo er stórkostlegur leikmaður og þó svo að hann eigi ekki stórleiki alltaf (hver gerir það svo sem?) að þá er alveg öruggt að hann leggur sig alltaf 100% fram fyrir klúbbinn okkar. Engin pogba-syndróm þar í gangi.