Liðið gegn Hull

Liðið gegn Hull verður svona í upphafi leiks….

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena

Mascherano – Alonso
Benayoun – Gerrard – Riera
Kuyt

**Bekkur:** Cavalieri, Agger, Keane, Babel, Lucas, Ngog, El Zhar.

Kemur þannig séð ekkert gríðarlega á óvart, ég vona allavega að Benayoun haldi áfram að skora eins mörk og hann gerði í síðasta leik. Get samt ekki sagt að ég sé eitthvað himinlifandi með þetta byrjunarlið, Kuyt frammi og Benayoun hafa ekki skilað af sér neinum blússandi sóknarleik, en þetta á að duga gegn Hull, Hinsvegar skil ég ágætlega valið á Hyypia, þetta eru stórir og sterkir strákar sem við erum að fara spila við og sá gamli hefur verið flottur undanfarið, sjáum hvað setur.

Spái 2-0 og mörkin koma að sjálfsögðu frá Benayoun og Kuyt.

37 Comments

  1. Verð bara að segja að mér finnst skrítið að Rafa hafi hvorki Lucas né Babel í liðinu. Babel að spila einn sinn besta leik á tímabilinu á þriðjudaginn og í sama leik var Lucas líklegast að spila sinn besta leik síðan hann kom til Liverpool. Þetta eru ungir strákar sem þurfa að hífa sjálfstraustið upp og þarna var kjörið tækifæri hjá Rafa til að koma þessum strákum í gang.

  2. Eg hefdi viljad sja keane frammi og babel a kantinum fyrir kuyt og yossi, Samt aetla ad spa 3-0

  3. Algjörlega sammála síðasta ræðumanni. Valið á byrjunarliðinu veldur mér vonbrigðum. En vonandi verður þetta í lagi. Koma svo

  4. Ekki líst mér á þetta lið. Hefði viljað hafa Insua áfram í byrjunarliðinu, Hyypia virðist vera orðinn fastur byrjunarliðsmaður,,,það líst mér ekki á. Maður orðinn alltof hægur. Benayoun að byrja sinn þriðja leik í röð. Það líst mér ekki heldur á. Af hverju ekki Babel eftir frábæra framistöðu í Hollandi í vikunni.

  5. Jaháááá, Insúa átti flottan leik en er svo ekki einu sinni á bekknum í dag.
    Allir að kúka á sig, hvað er Benayoun að gera þarna annað en að láta hrinda sér út og suður.
    Reyndar fannst mér fyrra markið vera brot, hoppað upp á bakið á Dossena, en vá hvað þetta er slappt.

  6. Hvar var Kuyt í markinu? Jú, á hægri kantinum. Þetta er ekki flókið!!!

  7. Dossena er alveg skelfilegur en hann fær aftur á móti enga hjálp frá Riera. Og framherjinn… tja hver er framherji í dag? Kuyt er alltaf á kantinum og Benayoun. Verst það má ekki skipta fjórum mönnum inn á.

  8. Mér sýnist uppstillingin vera vitlaus…

    Rieira á vinstri kanti
    Kuyt á þeim hægri
    Og Gerrard og Benayoun fyrir aftan senterinn 🙂

  9. Hann getur þetta strákurinn.
    Er ekki bæði mörkin að Kuyt sé út á kanti og gerrard og benayoun inni í boxinu???

  10. Ótrúlegur fyrri hálfleikur.
    Fer ekki af því að Dossena er slakari er Riise. Það hefði verið hægt að gera eitthvað gáfulegra við 27,5 milljón pund en að kaupa Keane og Dossena. í dag eru þeir jafngildi hlutabréfum í íslensku bönkunum

  11. Þessi leikur er frábær skemmtun þrátt fyrir skelfilega frammistöðu ákveðins vinstri bakvarðar með kvenmannsnafn.

    Þetta Hull lið er að taka við af Aston Villa sem svona ,,guilty pleasure” hjá mér, þ.e. annað lið en Liverpool sem ég hef gaman af að horfa á.

    Stórskemmtilegt sóknarlið, góðar skyndisóknir þótt þeir liggi nokkuð aftarlega (svipað og við hreykjum okkur af þegar við spilum við Barcelona eða álíka lið á útivelli)

    En við tökum þetta í seinni hálfleik, Keane kemur inn á og skorar sigurmarkið, 4-3 fyrir Liverpool

  12. Keane væri nú búinn að setjan, einare, þetta er það opið.
    Ef Kuyt á að vera inná, þá er það á hægri kanti, ekkert annað. Táknrænt aðtriði um takmarkaða tækni og striker eðlisávísun hans, var stuttu fyrir hálfleiki, þegar boltinn datt fyrir hann í teignum í dauðafæri en hann fer allur í keng og missir boltann langt frá sér og færið farið. Hann vinnur vel fyrir liðið og tuddast í varnarmönnunum en það er fjandinn ekki nóg, inná með Keane, Ngog eða Babel.
    Annars var ótrúlegt að ekki var dæmt víti á Mascherano, þannig að það hefði getað verið 0-3 þarna á tíma :S

  13. Babu, ég er ekki í vafa um að Gerrard myndi standa sig betur í marki en engin gerði, það virðist hreinlega ekki til sú staða í knattspyrnunni sem Gerrard er ekki frábær í, það hefur bara sem betur fer ekki reynt á markmannshæfileikana hans ennþá.

    En aldrei hefði ég trúað því að ég myndi sakna hins fjölfatlaða Riise (rauðhærður, örvfættur og norsari, ekki til mikið meiri fötlun en það) en miðað við hvernig dossena er að standa sig í þessum leik er það nú því miður raunin. Vonandi er þetta lágpunkturinn á liverpool ferli Dossena og héðan í frá fari hann loksins að sýna okkur afhverju hann var valinn bakvörður ársins á ítalíu í fyrra og afhverju hann er valinn í landslið heimsmeistaranna. Leiðin getur allavega ekki legið annað en uppávið úr þessu, ég trúi því bara ekki að hann geti orðið eitthvað verri.

    stórskemmtilegur leikur samt.

  14. Djöfull er Carragher klókur, vissi alveg hvað þurfti til að koma Gerrard í gang. Bara smá hvatningu. Viss um að hann hefur fengið Dossena til að aðstoða sig við þetta plot. 🙂

  15. Reynir, hann þurfti ekkert að biðja Dossena um aðstoð, Carra hefur bara treyst á að hann yrði jafn lélegur og alltaf:)

  16. Guð minn góður hvað Dossena er slakur! Hann er annað hvort á rassinum eða á fjórum fótum. En það góða er að Gerrard er vaknaður.

  17. Fyrsta skipting eftir 73 mínútur og þá kemur El Zhar inná en hvar eru Babel og Keane ?

  18. Hvað í ósköpunum hefur Kuyt gert til að fá að vera inn á allan tímann?

    Og til hvers í ósköpunum er Lucas inn á? ef Mascherano var ekki meiddur þá er þetta fáránleg skipting og sýnir vel að Benitez er búinn að týna eistunum

  19. þetta er leikurinn sem er allveg búinn að sannfæra mig um að við endum í 3 sætið. þó við náum að skora sigurmarkið. en við bara erum ekki meistarklassi ennþá. Kyyt langar að drepa hann núna og láta liverpool fá tryggingunna og eflaust hægt að fá betri striker en hann. nenni ekki röfla því ég er búinn að sætta mig 3 sætið Heimavöllur nenni varla horfa á leikinna þar lengur.

  20. Er brjálaður……12 Sitg í súginn á heimavelli móti STOKE, FULHAM, WEST HAM og HULL….Common,,,

  21. Sælir félagar
    Það er engu við að bæta sem Beggi 29# segir nema “dást að” skiptingunum hjá RB. Stórkostlegar skiptingar og tímasetningin á þeim ekki verri. Var hissa að hann skildi ekki geyma þær þangað til í uppbótartímanum. Og skipta þá öllum þremur varamönnunum inná svo öruggt væri að þeir breyttu engu um gang leiksins. Andskotinn bara.
    Það er nú þannig

  22. MotM: Alonso fyrir fyrirtaks body check á leikmann Hull.
    Þetta var samt ágætis leikur á milli Gaupa og Dossena, Gaupi náði að selja leikmanninn í janúar en gerði um leið algjörlega í brækurnar með nákvæmlega engu samhengi í dómhörku á leikmenn.

  23. 3 jafnteflið á heimavelli í röð. Hvað er að Benitez? Af hverju er hann ekki löngu búinn að skipta inná og hvaða rugla er þetta með El Zhar annan leikinn í röð, hann spilaði líka í deildarbikarnum á hægri kantinum og gat ekki görn. Þessu ástarsambandi Benitez og Kuyt verður að linna, það sér hver heilvita maður nema hann að Kuyt getur ekkert einn á toppnum. Liðið skoraði 3 mörk í síðasta leik og þess vegna spyr maður sig, af hverju ekki að slá járnið á meðan það er heitt, leyfa Babel, Ngog eða Kean að byrja eða þá koma inná í hálfleik en ekki einhverjar 10 min í lokin. Síðan lætur Benitez Kean hita í 45min til einskis, er hann í einhverju sálfræðistríði við og þá kostnað gengi liðsins. Ég er orðinn þreyttur á þessu helvítis rugli. Fokkkkkkkkkkkkkkkk!!!!

  24. dossena veldur vonbrigðum, riera á líka að hjálpa honum í vörninni.

    nú er fallin kenningin um að Liverpool geri jafntefli á heimavelli því mótherjarnir pakki í vörn. þetta virðist frekar vera varkárni Rafa í uppstillingu, sem getur verið pirrandi en við skulum vona að hún virki á heildina litið í vor.

    það þarf ekki að ræða hver var maður leiksins hjá okkar mönnum.

  25. Ætlaði að telja upp í þúsund hægt en sá að það mundi engu breyta. Niðurstaðan er sú sama. Liverpool mun aldrei vinna deildina undir stjórn Raffa í dag drullaði hann upp á bak. Hann fullkomnaði svo ruglið með því að gefast upp og setja Lucas inná fyrir Mascarano. Maðurinn er náttúrulega ekki í lagi sorglegt að hann sé að fá nýjan samning

  26. Kuyt, Dossena og Benayoun voru HRÆÐILEGIR….

    Kuyt… bara virðist ekki ætla að átti sig á hvar markið er og getur ekki tekið á móti einföldum sendingum.
    Dossena… úfff ég veit eiginlega ekki hvað skal segja, hann er búinn að fá fullt að sénsum til að rífa upp á sér rassgatið en nei nei hann gerir bara meira í brók. Af hverju ekki að hafa t.d Insua þarna inná mér fannst bara fínn í Blackburn leiknum.
    Beanyoun… Hann bara er ekki í takt við neitt sem er að gersat í leik samherja sinni. Held að hann hafi óvart komið boltanum á Gerrard í jöfnunarmarkinu. Virðist alltaf velja erfiðuleiðina og tekur og 2 til 3 of margar snertingar á bolta
    Hefði viljað sjá Keane í byrjarnarliðinu, mikið búið að tala um hann í vikunni og þetta var einmitt leikur til að svara þeim röddum sem voru að efast um hann.
    Babel átti að sjálfsögðu að vera þarna líka, Babel og Keane átti fínan leik í meistaradeildinni í vikunni.
    Þetta eru leikirnir sem VERÐUR að klára. Jú, Hull mega eiga það að þeir er með “pung” eins og Babú orðar það. En þegar mótið er gert upp þá eru þetta leikirnir sem skera úrum hvort liðið lendi í 1 eða 2 eða 3 eða 4 sæti deildarinnar.

Hull á morgun

Liverpool – Hull 2-2