Gleðilegt Ár!

Jæja, þá eru bara nokkrir klukkutímar eftir af þessu ágæta ári.

Í fyrsta skipti í mörg, mörg ár enda okkar menn árið í efsta sæti ensku deildarinnar. Í fyrsta skipti í mörg ár eigum við raunhæfan möguleika á því að vinna enska titilinn. Og við bíðum öll spennt eftir því að mæta Real Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Við getum varla kvartað. Og þessum árangri höfum við náð án þess að hafa besta framherja í heimi heilan.

Hérna fyrir neðan er mynd úr þeim leik sem mér fannst standa uppúr á árinu, 4-2 sigur okkar á Arsenal. Sá leikur var með ólíkindum skemmtilegur.

124671817

Við á Liverpool blogginu óskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir frábært ár hér á síðunni. Þrátt fyrir síendurteknar deilur um sömu mennina, þá eru samt á þessari síðu einhverjar bestu umræður um íþróttir sem finnast á netinu. Þrátt fyrir að ég verði stundum þreyttur á síðunni, þá veit ég varla hvar ég væri án hennar. Vonandi verður næsta ár ánægjulegt fyrir alla Liverpool aðdáendur og vonandi stöndum við uppi í vor sem enskir meistarar.

Við höfum beðið alltof lengi. Megi 2009 verða okkar ár.

YNWA!

33 Comments

  1. Tek heilshugar undir þetta Einar Örn, óska öllum lesendum síðunnar gleðilegs árs og vonandi verður nýtt ár okkur farsælt. Það er langt síðan maður hefur verið jafn ánægður með stöðu liðsins við áramót, vonandi er þetta fyrirboði um það sem koma skal.

  2. Kæru síðuhaldarar, konur og karlar sem á þessa síðu komið og eru fylgjandi LIVERPOOL, ykkur færi ég mínar bestu óskir og þakkir fyrir hreint út sagt frábært NETVAFRALIVERPOOLÁR, vonandi og þá meina ég vonandi fáum við að sjá hvað í raun býr í okkar mönnum á komandi nýju ári 2009.

    Megi ljósið skína hátt og snjallt yfir okkar mönnum allt til enda slagsins STÓRA, segir í gömlum færðum.

    SKÁL 🙂

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  3. Ég ætlaði að fara í svipað dæmi og EÖE svo ég hendi því bara í ummælin….

    Til að kveðja árið 2008 og sýna hversu gott ár þetta hefur í raun verið fyrir okkur poolara, þrátt fyrir náttúruhamfarir í maí, bæði í boltanum og á þeim slóðum sem í bý á, fór ég að kanna smá tölfræði…..

    Á jólunum 2007 var staðan í deildinni svona eftir 19-20 leiki:

    1 Arsenal 20 47
    2 Man. Utd 20 45
    3 Chelsea 20 41
    4 Liverpool 19 37

    Okkar menn nýkomnir í fjórða sæti, 7-10 stigum á eftir Arsenal sem var í sjóðandi gír og við alltaf með 1-2 leiki til góða á þessum tíma.

    Í lok tímabils hafði United bætt við sig 42 stigurm sem dugði því miður til sigurs. Chelsea bætti við sig 44. stigum, Arsenal bætti við sig 36 tröppum og okkar menn 39.stigum

    1 Man Utd 38 87
    2 Chelsea 38 85
    3 Arsenal 38 83
    4 Liverpool 38 76

    Núna höfum við bætt einu afar mikilvægu við okkar leik, við vinnum United og Chelsea og töpum ekki fyrir Arsenal úti.

    1 Liverpool 20 45
    2 Chelsea 20 42
    3 Man Utd 18 38
    4 Aston Villa 20 38
    5 Arsenal 20 35

    United og Chelsea eru á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra, við höfum bætt okkur um þessa stórleiki en eins og allir poolarar vita getum við þræl bætt okkur þegar kemur að því að klára litlu liðin og breyta jafnteflum i sigur og miðað við klúðruð færi í þeim leikjum er ekki langt (og líklega þegar byrjað) að bíða þar til við förum að klára þá leiki sannfærandi, reglulega.

    Árið 2008, á tveimur tímabilum lítur þetta því (óformlega reiknað) svona út.

    1 Chelsea 40 86
    2 Liverpool 40 84
    3 Man Utd 38 80
    4 Aston Villa
    5 Arsenal 20 71

    Við erum klárlega komnir uppað United og Chelsea, guð hjálpi þeim þegar við bætum sóknarmanni við okkar leik.

    Árið 2009 lítur hreint ekki vel út almennt séð, en Liverpool er klárlega ljósið í “myrkrinu” Það ljós trompar flest allt myrkur.

    Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

  4. Gleðilegt nýtt ár allir saman, það er bjart framundan hjá okkar mönnum. Hittumst hressir eftir þetta fyllerí og höldum áfam umræðunum. Vonandi á þessi gutti eftir að spjari sig. Frábært að hafa íslending í aðalliðinu eftir nokkur ár.

  5. frábært okkar fyrsti jeeee Liverpool samdi við AGF um kaup á Guðlaugi Victori

  6. Ég vil nota tækifærið um leið og ég þakka fyrir góða “síðuheldni”, og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það sem senn er nú liðið.

    Hugheilar áramótakveðjur að norðan…

    Carl Berg

  7. Sammála með síðuheldnina…. ?

    Nú er bara að vona að Phil Collins málið breyti ekki okkar momenti..

  8. Að hugsa sér að fyrirliðinn þurfi að dúsa í grjótinu yfir áramótin.
    Kannski bara mátulegt á hann.

  9. Kæru Púlarra
    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla, megi nýtt ár verða okkur öllum til mikilla heilla í boltanum. Og þið sem haldið þessari síðu úti þig eigið bestu þakkir skilið fyrir, sjáumst og heyrumst á nýju ári…. Áfram Liverpool…

  10. Emil, hvaða fyrirliði í grjóti yfir áramót?

    Ef þú ert að tala um Stevie G. þá held ég að hann sé búinn með þann grjóttíma sem hann mun afplána, jafnvel þó hann verði dæmdur sekur þá er það max samfélagsþjónusta og sekt.

    Annars tek ég bara undir óskir um gleðilegt nýtt ár, Engandsmeistaraár

  11. Gleðilegt nýtt ár kæru félagar!

    Mín sannfæring segir að við eigum eftir að gleðjast mikið saman á nýju ári!

    Takk strákar fyrir að halda úti þessari góðu síðu, vona að við eigum eftir að njóta ykkar leiðsagnar lengi.

  12. Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og sam-Púllarar. Það er ástæða til bjartsýni og það eru miklir möguleikar. 2009 verður gott ár!!!

    Áfram Liverpool!

  13. Gleðilegt ár og kærar þakkir til ykkar sem haldið kop.is gangandi!
    Megi næsta ár vera okkur gæfuríkt.

  14. Var að sjá þessa áramótakveðju núna fyrst. Tek eiginlega bara heilshugar undir með kollega mínum EÖE, stundum verður maður þreyttur á þessari síðu en það endist aldrei nema í einn eða tvo daga í einu … ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki þessa síðu.

    Gleðilegt ár allir og ég þakka lesendum síðunnar sérstaklega fyrir árið sem er nýliðið.

  15. Takk kærlega fyrir mig drengir og gleðilegt ár.
    Nú tökum við helvitis dolluna..

    áfram Liverpool…

  16. Gleðilegt ár og megum vid klára þetta àr einsog það það síðasta í efsta sæti

  17. Gleðilegt nýtt ár allir saman ! en var að pæla veit einhver eitthvað um þennan Guðlaug ef svo er haldiði að hann eigi einhverja framtíð hjá Liverpool FC ?
    YNWA

  18. Guðlaugur er hörkuefni, grimmur og áræðinn miðjumaður.
    Var það allavega síðast þegar ég sá hann. En auðvitað er mjög langt í land í að sjá hvaða árangri hann nær.
    En auðvitað er skemmtilegt að hafa Íslending á Anfield!!!

  19. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti Gulla og hann er ógeðslega góður, ég held og vona að hann muni blómstra þarna og það væri gaman að sjá hvort að hann fengi e-h sénsa með aðalliðinu í æfingaleikjum og pre-season eftir sumarið 😉

  20. Eins gott að Gulli standi sig betur en hann gerði hérna heima í yngri flokkum. Maður var alltaf að strauja greyjið strákinn. Þá getur maður gortað sig af því að maður straujaði aðalliðsmann Liverpool Football Club.

    Mér finnst nú samt frekar skrítið að þeir label-i hann sem miðjumann. Hann hefur alltaf spilað sem AM/FC eins og Football Manager myndi lýsa honum… hann er meira við að gæla sér fram heldur en á miðjunni.

  21. Ég vildi bara rétt benda á fáránlega áhugaverðan þráð á RAWK – fyrir tölfræðinörda eins og mig a.m.k. Hér er verið að velta sér upp úr samanburðartölfræði milli tímabila á hinn fjölbreyttasta máta og allt uppfært eftir hverja umferð. Ef þið hafið engan áhuga á tölfræði þá er þetta án efa ömurlegur þráður, en aðrir ættu að gleðjast: http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=226100.320

    Ég segi annars gleðilegt ár og hafi síðuhaldarar þakkir fyrir að halda úti þessu frábæra bloggi.

  22. Nr.31 Kiddi
    Gastu ekki ropað þessu út úr þér fyrr?! 😉

    Sko áður en ég gerði fyrsta commentið mitt í þessum þræði!

  23. Hehe – ég rakst á þetta í fyrsta sinn milli jóla og nýárs og fannst eiginlega hálf ömurlegt að setja þetta inn sem komment 101 við röflið um Gerrard, fangelsismál á Englandi og fréttaflutning Stöðvar 2… En þitt komment var hins vegar mun betra tilefni. Sorrý 🙂

Gerrard handtekinn í nótt?! (uppfært x 3)

Preston á morgun!