Það kemur kannski einhverjum á óvart en það er enginn Matip í hóp í kvöld (svo kemur það kannski ekkert á óvart hjá öðrum).
En liðið sem mætir Tottenham á Anfield í toppslag kvöldsins er eftirfarandi:
Bekkur: Kelleher, Keita, Ox, Minamino, Phillips, Origi, Neco
Semsagt: Rhys kemur inn í byrjunarliðið í stað Matip sem er greinilega ekki búinn að ná sér af bakmeiðslunum sem fóru að hrjá hann um helgina. Keita er metinn leikfær en er á bekknum, og gott að sjá Ox kominn til baka þó það sé ekki skrýtið að hann sé ekki látinn byrja, hafandi ekki spilað alvöru fótbolta síðan í ágúst. En það sést vel á bekknum hvað meiðslalistinn er langur, því það eru ekki margir kostir á bekknum sem gætu bætt liðið eða komið með alvöru ógn inn ef þess þarf. Vonum bara að menn séu betur stemmdir heldur en um helgina.
KOMA SVO!!!
Þetta verður bras í kvöld, vonandi náum við að hanga á jafntefli. Væru góð úrslit miðað allt og allt!
Rhys Williams fær stóra prófið í kvöld. Vonandi stendur hann sig.
Ég held að þetta verði frekar leiðinlegur leikur. Tottenham mun bara liggja aftarlega og taka enga sénsa. Treysta á að þeir skori í nokkrum af þessum færum leikjum sem það fær í leiknum.
Upp með buxurnar félagar, ekkert væl. Höfum trú á okkar mönnum ungum sem öldnum og njótum, mín spá er 3-1 og við verðum kampakátir þangað til næst.
5:0 tap.
verður svakalegt.
Annað rauða spjaldið í röð hjá Arsenal. Menn þar hljóta að vera orðnir mjög pirraðir yfir stöðunni í deildinni. Fengu bara eitt stig úr leiknum sem mér fannst reyndar að Southampton hefði alveg mátt vinna (looking at you Ingsy!)
Salah!
Svakalega vex Curtin Jones í hverjum leik.
Held að Houllier hafi styrt þessum bolta i netið.
Liverpool búnir að eiga þennan leik nánast frá A-Ö en samt tekst þeim að fá á sig mark. Tottenham varla verið með en skora samt nokkuð auðvelt mark.
þessi fótbolti getur verið miskunarlaus.
Að þetta lið skuli vera það sama og við horfðum á fyrir nokkrum dögum??? Þetta er bara gaman núna! Ef við vinnum ekki þennan leil, spyr maður sig að því hvert þessi fótbolti stefnir. Sem betur fer eru Morarnir ekki margir, hundleiðinlegir.
Ekki að það sé almennt slæm þróun, en eru VAR dómarar allt í einu milli umferða hættir að zoom-a inn á fersentímeter og teikna tvær línur?
Hvernig fær Son markið að standa en Mané rangstæður gegn Everton???
mér fannst þetta rangstaða, en ef dómararnir þurfa 2 kaffibolla og popp til að skera úr um það þá bara halda áfram með leikinn.
Já nákvæmlega það var bara hugurinn á Mané sem var fyrir innan, ég var viss um að þetta mark hjá Son yrði dæmt af en auðvitað var þetta dæmt mark, ég er algjörlega hættur að þola VAR.
Af hverju kom ekki gula línan eða sú rauða og græna? Þeir draga þessar línur bara einhvern veginn.
Sæl og blessuð.
Dæmigert fyrir allt. Okkar menn reyna að komast í gegnum 10 manna vörn og standa sig eftir aðstæðum verulega vel. Þeir gera allt rétt og hafa verið óheppnir að hafa ekki skorað fleiri. Móri gerir það sem þarf.
Svo kemur þetta ruglmark. Ég skal ekki segja hvort þetta var rang eða réttstaða en maður minn hvað það er pirrandi að bera þetta saman við mörkin okkar sem hafa verið dæmd af í vetur!
Svo spyr ég – af hverju var ekki kannað hvort það væri víti á Dyer???
Nú hefði verið gríðarlega gott að hafa Jota…
Sami leikstíllinn hjá Mourhino eins og fyrri daginn og yfirburðir okkar manna. Hvar var Trent í jöfnunarmarkinu?!
Miklu skemmtilegri leikur en ég átti von á. Sérstaklega vegna þess að Mourinho hefur ekki náð að drepa leikinn niður með sínum hefðbundnu leiðindum. Markið var glæsilegt þó það megi deila um hvort þetta hafi verið sjálfsmark eður ei. Eins og við mátti búast beit Tottenham frá sér og skoraði mark, þó tæpt hafi verið. Lið sem er með leikmenn eins og Son og Kane innanborðs er alltaf stórhættulegt. Það vantar ekki og leikstíll Tottenham byggir á því að refsa fyrir öll mistök sem andstæðingurinn gerir.
Það er engu að síður staðreynd að Liverpool er búið að vera miklu betri aðilinn í þessum leik og skapa sér miklu meira af færum. Ef þetta heldur á sömu braut vinnum við þennan leik.
Við klárum þá í seinni 3-1
Ekki einu sinni zoomað á línuna. Varið harðákveðið í að leyfa þessu að standa, á meðan rembast er við að teikna okkar leikmenn rangstæða.
Annars er ég kominn með nóg af þessum hlutdræga lýsanda hjá Símanum.
Mun horfa á seinni hálfleikinn á silent.
Verð að vera ósammála þér varðandi Tómas Þór, finnst hann alveg þræl fínn og sanngjarn.
Ég þakka bara Fowler fyrir að vera ekki með Rikka G í stofunni minni.
Þær línur sem ég er að sjá á twitter eru að teikna Son nokkuð augljóslega rangstæðan.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómgæsla í hita leiksins sé alveg stöðluð en það er algjörlega hægt að meðhöndla VAR skoðun á rangstöðu eins, alltaf! Gjörsamlega óþolandi að þessi vafaatriði falli alltaf gegn Liverpool.
Tómas á Símanum er svo mikill bullari og alltaf að reyna að vera fyndinn í setti á sunnudögum er alveg svakalega úti á túni í lýsingu þessa leiks og mér er skapi næst að keyra niðureftir,ryðjast inn í kompuna sem hann er sveittur inni í og segja honum að grjóthalda sér saman í beinni.
Afsakið annars pirringinn.
grjótharður United maður og getur ekki falið það. Jafn slæmur ef ekki verri er félagi hans Gunnar Ormslev. Ég get ekki styrkt þetta lengur.
Gunnar er sá ömurlegasti, set alltaf á mute. Mér finnst Tómas góður.
Ekkert að afsaka, ég er alveg jafn pirraður ef ekki meira pirraður.
Sammála, gafst upp á símanum sport og horfði frekar í streymi, miklu betri lýsendur þar.
Allt betra en 365 eða hvað það fyrirtæki heitir í dag Stöð 2 er mesta sorp sem hefur verið fundið upp og sem betur fer það þurfum við hvorki að versla við Símann né annað íslenskt fyrirtæki í framtíðinni þar sem við kaupum þetta beint þegar sammingur Símans rennur út.
YNWA.
Fur?ulegt ad sja eina mynd af son 100% fyrir innan thegar sendinginn fer af fætinum, svo er næsta mynd aftar, boltinn er ekki farinn af fætinum á celso…
Their spola til baka svo hann er fyrir innan til ad gera hann réttstæ?an.
Fyrsta sjónarhorn er ekki thad sama og thad sem their nota til ad gera marki? löglegt.
Son teiknaður réttstæður, með einhverri nýrri línu, fyrsta lína sýndi hann rangstæðan, en svo kom bara önnur lína sem máði burt helminginn af fæti hans og þá var hann teiknaður réttstæður, þvílíkir trúðar þarna í var herberginu. Er kannski sami hálfvitinn þarna og var þegar við spiluðum við everton ?
Annars erum við miklu miklu betri í þessum leik, en það er spurningamerki við vörnina hjá okkur, andstæðingurinn þarf alltaf bara 1 skot á markið til þess að ná marki :-/
Nei, hann var ekki rangstæður, því miður. Ekkert að vörninni hingað til, mörk verða yfirleitt ekki til nema með snilld og smá heppni.
Fyrst rangstæður, en svo teiknaður réttstæður. Trent vantaði alveg í vörnina í markinu.
Ekki litið á vítið (mörg svona gefin síðustu mánuði). Ekki gult á sóla Bergwijn (klárt spjald, Williams gæti hafa meiðst). Raðbrot til að stoppa Mané ens vo dæmt á okkur fyrir vægt brot þegar þeir vinna boltann. Ofaná allt sýndi línan Son rangstæðan (hlýtur þó að vera rétt). Þetta verður erfitt
Heimsklassafótbolti hjá okkar mönnum gleður þó en vinstra megin vörninni, jesus, sem betur fer hefur salah hjálpað heilmikið aftur.
Ekki sammála.
Firmino villtu klára þetta fyrir okkur
Hann hefur heyrt í þér
Jones er frábær, Henderspn stendur alltaf fyrir sínu. Er ekki Sala að standa sig vel líka?
Maður varla þorir að hæla Jones, en mér finnst hann frábær. Veðja á að hann eigi stoðsendingu eða mark.
Léleg dómgæsla, hörmulegur lýsandi.
Er virkilega enginn sem getur tekið skot fyrir utan teig?
Djöfull er þetta pirrandi!
Skot, hver þarf skot þegar skallar eru málið?
FIRMINO !!!!!!!!!!
BOOBBBBBBYYYYYYYY!
Svona á að skalla bolta! Þvílíkur þrumuskalli….
Firmino var orðinn þreyttur á þessari vitleysu !!!!!!!!!!
Dásamlegt til hamingju félagar
Við erum á toppnum
Ég veit að ég er leiðinlegur fyrir suma. Eyþór, vilt þú ekki bara vera í kvennaboltanum eða jafnvel hætta þvíl íka, það eru engin viðbrögð 😉 þú ert örugglega yndislegur og skemmtilegur maður en þessi meðvirkni og orðaskrúð eru bara ekki það sem menn vilja. Vertu ákveðnari og hættu að óttasr viðbrögð, þá kemur þetta:-)
Fullkomlega ósammála þessari fullyrðingu þinni – svo er þessi sneið þín að kvennaboltanum sérlega úr takti við tímann.
Þetta var svo ótrúlega mikið verðskuldað á móti liði sem lagði rútunnu þvert yfir eigin teig og treysti á skyndisóknir. Ég elska að vinna þennan portúgalska monthana og kane. Ég elska þetta lið okkar sem er BARA með 9 meidda leikmenn og langflestir eru heimsklassaleikmenn! Hvaða annað lið getur þetta?? Svarið er einfalt, ekkert lið getur þetta, nema auðvitað Klopp og við!
I love it!!!!!!!