Torres byrjar inná.

Maggi hitti naglan á höfuðið þegar hann spáði fyrir byrjunarliðið í kvöld. Torres og Arbeloa koma inní liðið og miðað við þann mannskap sem er til reiðu í dag þá er þetta okkar sterkasta lið.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano –Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia, Dossena, Ngog, Lucas, Spearing, Kelly.

ÁFRAM LIVERPOOL!!!

34 Comments

  1. Það er eitthvað sem segir mér að Torres missi af leiknum á móti United um helgina.

  2. Ég tárast!
    Með hárrétt byrjunarlið og sé bara síðustu 15 mínúturnar í beinni!
    Stend enn við 2-1 spá og það verði Inter í næstu umferð…

  3. BINGÓ!!! TORRES!!! (svo er þetta karlmannsleikur, Pepe féll þarna eins og spilaborg, hefði mátt spara yfirlýsingarnar maðurinn)

  4. Mögnuð frammistaða…. langt síðan maður hefur séð liðið svona og þrátt fyrir að Babel sé í liðinu;) Vel spilað… greinilegt að leikmenn og þó sérstaklega Macersanó eru vel mótiveraðir;) kannski einum of 😛

    En ekkert komnir áfram ennþá…. þurfum ekki nema rautt spjald og heppnismark þá eru Real þannig lið að það er ekkert game over.. þurfa 3 mörk.. en við þurftum líka 3 mörk hið minnsta í hálfleik á móti milan… en lítur vel út:)

  5. Frábærlega spilaður leikur hingað til hjá okkar mönnum. Vona að þeir verði eins mótíveraðir á Old Trafford um helgina.

  6. Man einhver hvað Pepe sagði?? og Raul??
    Átti þetta ekki að vera létt verk að rúlla yfir LIVERPOOL 🙂

    Skál…

    • Man einhver hvað Pepe sagði?? og Raul?? Átti þetta ekki að vera létt verk að rúlla yfir LIVERPOOL

    Þeir sögðu það nú ekki, Ramos var hinsvegar eitthvað að ræpa yfir sig, og lítur hreint ekki gáfulega út núna

  7. Liverpool er náttúrulega svo leiðinlegt og varnarsinnað lið, samkvæmt mönnum eins og Robben og Ramos.

  8. Forza Juve

    FORZA INTER

    já og

    Forza Roma

    Real Madríd, er það ekki eitthvað ofan á brauð ?

  9. Er Babu búinn að fá sér bjór 😉 ? Án gríns þá er þetta einn best spilaði leikur Liverpool í langan tíma.

  10. Reyndar ekki Grétar, skömm að þessu ég veit

    En við hverja eru þessi ítölsku lið að spila ? 😉

  11. Ég er alveg lens, ég er að einbeita mér að Liverpool leiknum (og er á 5ta bjór ;)).

  12. Hætta núna að skora, bara yfirspila þá hvítklæddu. Viljum við ekki skora líka í leiknum á sunnudaginn? Stórleikurinn má ekki verða OF ST’OR, því þá bitnar það á næsta leik. Glæsilegt!

  13. Þú veist þú ert að spila eins og kóngar þegar Babel og Mascherano leggja upp mark fyrir Dossena 😀

  14. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ? 4-0 ! þetta er hlægilegt, meira segja Everton men fögnuðu þessu rústi.

  15. Djöfull var ógeðslega gaman að sjá Liverpool sækja svona ákveðið og með svona mörgun mönnum. Og ekkert verið að slaka á þó menn skori snemma og séu komnir með góða stöðu eins og hefur gerst oft áður. T.d. á móti Tottenham í vetur. En Dossena að skora, hvað er það. Það er bara bannað. Ég var nánast á því að það ætti að dæma sigurinn af Liverpool þegar þessi trúður skoraði hehe 🙂

  16. Þvílíkur leikur og þvílík niðurlæing. Liverpool er ótrúlegt í Meistaradeildinni.

    ÁFRAM MÍNIR MENN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Real Madrid á morgun

Liverpool – Real Madrid 4-0