Gullkastið – Tiltekt utanvallar?

Það er stórfrétt af Liverpool utan vallar nánast í hverri viku þessa dagana en núna um daginn tilkynnti Julian Ward yfirmaður knattspyrnumála að hann hefði sagt upp semer  í meira lagi óvænt. Aðalmaðurinn hjá FSG dró til í hlé fyrir skömmu síðan, félagið er á sölu og meira að segja tölfræðinördið sem smíðaði kerfið sem Liverpool vinnur eftir er búinn að segja upp. Snertum á þessu og spáðum t.a.m. aðeins í því hvað þessir menn hafa í raun verið að skila Liverpool undanfarin ár, er það eitthvað umfram önnur topplið?

Móðir allra landsleikjahléa er annars ekki hálfnuð og ennþá enginn úr hópi Liverpool farinn heim af HM.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 405

16 Comments

  1. Goðsögnin David Johnson lést 23.nóvember. Hann hóf sinn knattspyrnuferil hjá Everton og fór það til Ipswich Town áður en að hann gekk til liðs við Liverpool. Hann var í 6 ár hjá Liverpool og varð á þeim tíma fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Hann varð sá fyrsti til að skora bæði fyrir Everton og Liverpool í Merseyside derby. Hann skoraði 78 mörk í 213 leikjum og átti í þeim 27 stoðsendingar.

    9
  2. Hugsa sér!!! Þetta er þáttur númer 405!

    Hversu heppnir erum við stuðningsmenn með ykkur ??

  3. Ég ætla að koma með kannski óvinsæla skoðun hérna. Mér alveg sama um hvort að Quatar eða Saudi Arabar eignast Liverpool svo lengi sem það flæði peningur inn. Allir hræsnararnir sem dæla olíu á bílinn sinn og kaupa innfluttar vörur með merktu kolefnispori frá þessum löndum geta bara átt sitt sálarstríð í friði. Baráttan fyrir mannréttindum er göfug en fólk þarf að passa sig á hræsninni í þessu.

    11
    • Það er og hefur verið mér ljóst síðan Newcastle var selt Sádum að þetta var þróunin og ekki var hægt að keppa við lið ofur_ofur ríkra manna. Annað hvort að vera með eða gerast miðlungslið.það getur enginn venjulegur keypt lið fyrir 4 milljarða punda=640 milljarðar íslenskra króna. Ath. Það eru ekki nema 2 ár síðan fjárlög Íslenska ríkisins fór yfir þúsund milljarða.

      3
    • Það er líka mikilvægt að hafa einhver mörk. Stigsmunur og eðlismunur skiptir máli. Það er ekki hræsni að kaupa hráefni sem er framleitt um allan heim, en vilja samt að stjórnvöld reyni að hafa áhrif á framleiðendur hráefnisins um mannúðalegt framferði. Það er heldur ekki hræsni að vera fullur vinsemdar gagnvart olíuframleiðendum en vilja samt ekki að sjóðir á vegum ríkja geti átt íþróttafélög.

      Ég veit ekki hvernig ég muni melta það ef LFC verður að leikfangi þjóðarsjóðs. Held að það verði ekki það LFC sem ég elska að styðja. Myndi líklega bara taka mér pásu frá þessu. Það er erfitt að hafa ástríðu fyrir leikföngum annarra.

      10
    • Veistu hvað olía er framleidd víða í heiminum? Ef þú átt ekki rafmagnsbíl hefurðu ekki mikið val ef þú þarft að eiga bíl á annað borð. “Vörur” eins og ManCity, Newcastle og PSG er auðvelt að sniðganga – Liverpool líka.

      3
  4. Jájá Olía er framleidd víða en þetta kemur oftar en ekki frá löndum sem eru þekkt fyrir að traðka á mannréttindum. Í dag er komið val fyrir amk. flesta Íslendinga að versla ekki olíu á bílinn sinn en mjög margir gera það ekki.

    Saudi Arabia: US$161.7 billion (16.5% of exported crude oil)
    Russia: $82 billion (8.3%)
    Canada: $74 billion (7.5%)
    Iraq: $72.1 billion (7.3%)
    United Arab Emirates: $69.4 billion (7.1%)
    United States: $41 billion (4.2%)
    Norway: $40.2 billion (4.1%)
    Kuwait: $36.3 billion (3.7%)

    Svo má nefna þrælkun við fatavinnslu þar sem þekkt fyrirtæki nýta sér bága stöðu fólks en fjarlægja sig ábyrgðinni með því að útvista framleiðslunni í ódýra verktöku og setja kröfuna á ,,race to the bottom” verðlagningu leggja svo allan peningin í markaðssetningu. Nike er ekki saklaust, nú síðast aðkoma þeirra gagnvart fólki í Xinjiang hérað í Kína. Liverpool er í dag með samning við Nike og flestir LFC aðdáendur búnir að versla treyjur frá þeim. Þannig að það er bara falskur tónn í þessu og óhjákvæmileg hræsni að berja sér á brjóst fyrir mannréttindum í nýju Nike Liverpool treyjunni sinni.

    9
  5. Allir þurfa föt, átt ekkert val þar.
    Fínt að berjast gegn mannréttindabrotum á góðum dögum þegar Rússar og Kínverjar eiga í hlut en þegar FIFA á í hlut, sérstaklega ef glittir einhvers staðar í peningaseðil, fjúka öll prinsip.

    1
  6. HM punktur: Sáuð þið Darwin sparka aftan í fótinn á kyrrstæðum Ghana-manni í leiknum áðan og fá gult spjald fyrir? Vissulega hitamóment í leiknum (víti á leiðinni) en kommon, allir standa í hrúgu í kringum dómarann og Darwin ákveður að meiða einhvern – bara af því bara. Það þarf að taka dálítið mikið til í höfðinu á þessum dreng.

    3
    • Held að Nunez hafi verið að sparka í vítapunktinn, en ekki fótlegg andstæðings.

      1
      • Það er líklega rétt. Mér datt bara ekkert í hug annað en spark í mann, það er svo í anda Darwins.

  7. Ég verð að viðurkenna að í þetta skiptið hlustaði ég ekki á podcatið, en ég man að ég hugsaði með mér oft þegar Abramovics tók yfir Chelsea hversu mikill skandall það var og að einhver þyrfti að stoppa svona ógurlega eyðslu. Svar knattspyrnunnar var financial fair play.
    Það hefur stórkostlega mistekist, ég er ekki viss um hvar er best að tækla spillinguna, miðað við sönnunargögnin á móti City, en það er með ólíkindum að þeir séu enn að spila á meðal þeirra bestu í Evrópu. Kannsi ein ástæða fyrir því að FSG er að leita að fjárfestingu, þeas FFP ruglið?
    Það segir manni að líklega er ekkert er að fara að breytast varðandi reglur, samt sem áður ég vil samt aldrei svona eigendur eins og City er með, ég er kannski annað en aðrir ánægður með núverandi eigendur, það þarf snillinga til að berjast á móti City, upgrade-a leikvanginn, æfinga aðstöðu osfrv og vinna samt titla.
    Það má auðvitað gagnrýna gluggan núna varðandi miðjumenn, og Klopp hefur auðvitað mikið um þetta að segja. Ég held samt að það sé eitthvað stórt í vændum varðandi miðjumenn, Klopp og FSG hafa sýnt það áður að þeir eru tilbúnir að bíða eftir rétta leikmanninum.
    Kannski það eina sem þeir gerðu ekki ráð fyrir voru öll þessi meiðsli og slæmt gengi, þá sérstaklega léleg frammistaða hjá lykilmönnum.

    8
  8. Darwin Nunez hefu valdið miklum vonbrigðum á HM. Varla tilbúinn á stóra sviðið drengurinn.

    3
    • Ósammála, ekki að marka landsliðið, Úrúgvæ slakir. Það skiptir öllu að hafa góða menn í kringum sig, þetta úrúgvæska lið er bara orðið of gamalt eins og Belgarnir.

      2
  9. Er ekki borðleggjandi að fá Bellingham í janúar? Góð samvinna með Henderson. Ekki það að við þurfum fleiri miðjumenn, Rice gæti verið fínn líka og Caicedo.

    1
  10. Gaman að sjá skipperinn setja fyrsta markið í frábærum sigri Englendinga á Senegal. Hann er ekki dauður úr öllum æðum!

    2

FA Cup 3 umferð

2.des 2018