Það er komið að leik nr. 2 í desember hjá kvennaliðinu, en þær fá City í heimsókn í lokaleik Continental bikarsins.
Nú verður gaman að sjá hvort liðið nær að hefna tapsins í deildinni á dögunum, en þar reyndist vera til þess að gera lítill munur á liðunum. Uppstillingin í kvöld er nær því að vera B-lið, en samt ansi sterkt:
Fahey – Silcock – Robe
Roberts – Wardlaw – Humprhey – Campbell
Kearns – Daniels – Furness
Bekkur: Laws, Koivisito, Hinds, Matthews, Flaherty, Holland, van de Sanden, Stengel
Lítið um óvænta hluti, eins og áður sagði er verið að nota keppnina í að gefa leikmönnum mínútur sem byrja ekki að jafnaði í deildinni. Spurning hvar Melissa Lawley er, hugsanlega eitthvað hnjask, en kannski er líka bara verið að spara hana fyrir leikinn gegn Heskey & co hjá Leicester á sunnudaginn.
Leikurinn verður sýndur á LFCTV GO og hefst kl. 19.
KOMA SVO!!!