Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

Fullt af breytingum eftir niðurlægandi nap gegn Real. Fantasy sérfræðingar töluðu um í morgun að meiðsli Nunez frá því um síðustu helgi hefðu versnað eftir að hafa spilað gegn Real og það virðist rétt þar sem hann er ekki í hóp en auk hans missa Gomez, Fabinho og Bajcetic sæti sitt í liðinu og í stað þeirra koma Jota, Matip, Milner og Keita

Af einhverjum ástæðum fæ ég ekki myndirnar af Salah og Gakpo til að virka en býst við að þið hafið séð þá áður.

40 Comments

  1. Keita á miðjunni. Þá þarf ekki að endursýna hægt.

    Hef mjög litla trú á verkefninu. Farið bara í mál við mig.

    8
    • Lítum á björtu hliðarnar …Milner er allavega ekki hægari en Fabinho um þessar mundir.
      Veit ekki alveg hvað Keita er að gera þarna samt en ég treysti Klopp.

      4
    • Er akkurat að horfa á keita og hann kæmist ekki framhjá keilu…

      3
  2. Þetta er bara ekki lengur gott lið. Þrjú stig væri draumur.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    5
  3. Þetta er svo mikið þrotalið fer því miður ekki brattur fyrir framan tv á eftir.

    3
  4. Ha, ha, ha Lúðvík, nú fékkstu mig til að hlæja að kommenti þínu um Keita. Það sem gleður mig mest er að sjá að Jota er í byrjunarliðinu og að Gomez er á bekknum – Koma svo Liverpool !

    4
  5. Bajcetic inná ekki seinna en núna. Annars fær Keïta annað gult spjald…

    5
  6. Ef að Keita verður ekki skipt út af í hálfleik og helst bara látinn fara strax á morgun þá er ég illa svekktur!

    Við hljótum að eiga eitthvað betra á miðjuna en þetta!

    5
  7. Eins og maður elskar þetta lið er það tekið út með tárum að eyða laugardagskveldi í að horfa.

    2
    • Það er Hodgson tímabils fílingur. Ég ætti að horfa þá og er ekki langt frá því núna. Skemmir helgar þessi spilamennska

      1
  8. Heppnir að CP eru ekki betri en þetta ..of mörg mistök þarna aftast þetta er bara slæmt.

    3
  9. Varúð! Neikvæðni í gangi, ritskoðið fyrir lestur.
    Trent er hrikalega hrokafullur og bara lélegur leikmaður. Keita er prumpukall og Henderson er orðinn það gamall að hann hefur ekki snerpu til að færa sig frá bolta sem stefnir í átt að honum.
    Liverpool er ekki gott fótboltalið…

    11
  10. Er byrjunin á rebuild hjá okkur að selja Trent. Ég veit, scouser, uppalinn, búinn að vera frábær lengi. En ég held að hann í fyrsta lagi er hættur að geta blautann en svo yrði þetta rosalegt statement: enginn er heilagur og ef menn nenna þessu ekki og halda ekki einbeitingu, þá er alltaf hægt að fá góðan pening fyrir þig hjá Chelsea eða PSG

    7
  11. Hendo ekki með á æfingu þegar þetta var æft.

    Get ekki Trent lengur í bakverði. Bara alls ekki.

    Ágætis spil og pressa í 25mins. Svo er liðið sprungið.

    5
  12. Hver ber ábyrgð á þessu, herra Koop. Hann hefur ítrekað sagt að við þurfum ekki nýja menn nema losna við aðra, er það ekki málið, burt með hluta af þessum hóp.

    2
  13. Trent er alveg virkilega hrokafullur og kærulaus ofan í kaupið. Verst að það er ekkert bakköpp hægra megin nema kannski hundurinn hans Klopps.

    2
  14. Vonandi nær Klopp að þjappa þeim saman í seinni og koma með skiptingar sem munu breyta gangi leiksins.
    Spurning hverja við viljum sjá inná ?
    Bobby ,Elliot ,Bajcetic ?

    4
  15. Sem betur fer eru nokkrar “Keitur” í CP liðinu, annars væri útlitið dökkt okkar megin!

    3
  16. Djöfull er þetta lélegt

    Er ekki hægt að sleppa seinni leiknum við RM og tapa bara 3-0

    3
  17. Mér líður eins og leikurinn hafi endað mínus eitt mínus eitt, og mér finnst Trent ennþá lélegur leikmaður.
    Klopp er orðinn tekinn í framan karlanginn, hann er búinn að eldast um þónokkur ár á þessu tímabili, er það furða!?

    4

Undir ljósum Selhurst Park (Upphitun)

Crystal Palace 0-0 Liverpool