Gullkastið – Lykilmenn kvaddir á Anfield

Draumur um Meistaradeild dó líklega endanlega á Anfield um helgina, Bobby, Milner, Ox og Keita voru kvaddir með virktum og ljóst að löngu tímabili er nánast lokið þó enn sé einn leikur eftir. Silly Season er komið á fullan snúning og útlit fyrir að Liverpool láti til sín taka fljótlega eftir að flautað verður mótið af. Titilbaráttunni er einnig lokið og ljóst að þetta tímabil var nánast samfelld vonbrigði með ríkisrekin Sportwashing verkefni í fyrirrúmi.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 427

2 Comments

  1. Eins og þið segið þá er Pep partur af ofgnóttinni hjá City. En að því sögðu þá er hann búinn að vinna stórbrotið starf. Það var mögulega skýring á brösóttri byrjun á mótinu að hann var búinn að losa sig við þann úkraínska (nenni ekki að gúgla réttri stafsetningu), Sterling, Jesus og svo þessi bakvörður – var það ekki? Það munar um minna. Og bekkurinn – jafn ógnvekjandi og hann er þá einkennist hann öðru fremur af gæðum en ekki magni.

    Svo er það annað – að ef þessi 115 atriði reynast tilefni ákæru og dóms, þá liggur beint við að annars vegar allt fari í uppnám í deild og svo hins vegar að sömu ákærur gætu skotið upp kolli gagnvart öðrum eyðsluklóm s.s. Chelsea og MU (og jafnvel Arsenal). Það myndi væntanlega þýða endalok ákveðins skeiðs í boltanum og við myndum ekki vita hvað kæmi í staðinn.

    Mikil áhætta.

    Svo mætti alveg taka meira til í liðinu okkar ástkæra – e.t.v. senda menn á lán – en opna fyrir nýjum fótum. Ennfremur verður fróðlegt að sjá hvernig Núnesinum á eftir að vegna. Eitthvað hlaupið á sálina í honum?

    En takk fyrir gott samtal, alltaf gaman að hlusta.

    4
    • Öll liðin sem voru í CL á síðsta tímabili voru í brasi í byrjun þessa tímabils og HM hjálpaði alls ekki á miðju tímabili. Aðeins eitt lið sem var í CL í fyrra verður með aftur næsta vetur. Það er ekki tilviljun að það ser City enda félag sem gat beðið í 36 umferðir með að nota nýja 50m miðjumanninn sinn í byrjunarliði. 100m leikmaðurinn sem kom í fyrra fékk alveg 6-9 mánuði til að passa inn í leik liðsins. o.s.frv.

      Þetta eru góðir punktar sem dæmi:

      Cheating might not be the only factor that makes them good, but it’s the only factor that’s enabled them to be good

      It’s no longer about whether Man City are innocent or not – that debate is entirely tribal. But if a sporting competition is prevented from enforcing its own rules through legal means, then it is compromised. And that as much as anything is why state ownership is bad.

      7

Spilað við Aston Villa – part 2

Mjög spennandi breytingar á miðsvæðinu