City 1 – 1 Liverpool

Mörkin

1-0 Håland (27. mín)
1-1 Trent (80. mín)

Hvað þýða úrslitin?

Varðandi stöðuna í töflunni: City halda toppsætinu, en Arsenal geta skotist uppfyrir með sigri á útivelli síðar í dag.

Sálrænt: Liverpool eyðilagði sigurgöngu City á heimavelli, ekki slá þeir met Sunderland frá 1892. A.m.k. ekki í þessari atrennu. Almennt væri maður frekar ósáttur með að ná bara jafntefli, aðeins sáttari með það á útivelli, og af þeim útivöllum sem Liverpool spilar á, þá er nú líklega skást að gera jafntefli á Etihad. Þetta er allavega meira eitt stig unnið heldur en tvö stig töpuð, eins og staðan væri í dag með jafnteflum á Goodison Park eða Old Trafford. Liverpool var einfaldlega ekki líklegt til að vinna þennan leik, en þegar upp er staðið þá eru þetta bara nokkuð sanngjörn úrslit.

Hverjir stóðu uppúr?

Trent náttúrulega skoraði markið og var heilt yfir mjög öflugur – nema akkúrat í markinu þegar hann og Szoboszlai létu Ake líta út fyrir að vera prime Messi (Sögumaður: hann er ekki prime Messi). Liðið í heild sinni var annars að standa sig vel, sérstaklega í ljósi þess að þetta var hádegisleikur eftir landsleikjahlé og Suður-Ameríkumennirnir okkar allir nýkomnir úr flugi. Það sást stundum á Alisson.

Hvað hefði mátt betur fara?

Tja, Alisson, Trent og Szoboszlai hefðu nú allir geta gert betur í markinu. Alisson gerir sjaldan svona mistök í útsparki, og hefði líklega spilað Salah dauðafrían ef hann hefði hitt boltann. Þá var hann búinn að spila tæpt a.m.k. tvisvar áður. Nú og svo virðist hann hafa meiðst alveg undir lokin, við skulum rétt vona að það sé ekki alvarlegt. Jones hefur oft spilað betur, og Nunez hefur mögulega gleymt markaskónum sínum í Suður-Ameríku.

Umræðan eftir leik

Liverpool sýndi að liðið á alveg fullt erindi í toppbaráttuna, en líka að það má alveg styrkja liðið með eins og 2-3 leikmönnum. Tsimikas var reyndar virkilega góður í dag, en er hann nægilega stöðugur til að taka við af Andy? Maður sæi liðið a.m.k. alveg styrkja sig þarna. Eins er sexan ennþá svolítið opin staða.

Hvað er framundan?

Lask á fimmtudaginn og Fulham á sunnudaginn. Tveir heimaleikir. Þetta eru einfaldlega leikir sem verða að vinnast – og eiga að gera það.

30 Comments

  1. Gríðarlega mikilvægt að fá stig úr þessum leik á einum erfiðasta velli evrópu.
    Vorum ekki að spila vel en sennilega sanngjarnt í dag.

    10
  2. Meistrara(Evrópu)deildartaktíkin- jafntefli á útivelli og vinna þá á heimavelli

    YNWA

    9
  3. Sælir félagar
    Við Liverpool menn getum ekki annað en verið sáttir við þessa niðurstöðu. M. City ívið betri aðilinn enda á heimavelli. Þar af leiðir er gott að taka stig heima hjá þessu liði sem er eitt mesta svindl-lið í sögu enska boltans. Það er jafnvel meira svindl-lið en Chelsea var á sínum tíma og er reyndar enn. Það er magnað að stoppa heimavallarrönn þessa magnaða liðs peninga-aflanna.

    Það er nú þannig

    YNWA

    22
  4. Bara mikið gaman og mikið fjör. Sanngjörn úrslit þó svo að city menn séu trúlega ekki sammála. Gott stig í hús í leik þar sem við áttum kannski ekki okkar besta dag en á svoleiðis dögum er gott að taka stig 🙂 Okkar menn misgóðir en kláruðu verkefnið allir ágætlega. Ótrúlega langur uppbótartími og merkilegt að city nýti ekki neina skiptingu í ljósi mikills leikjálags á næstunni. En áfram gakk og við erum klárlega með í baráttunni.
    YNWA

    7
    • Einhver þekkt nöfn eftir á bekknum hjá þeim – bara spyr? Voru þeir ekki bara með sitt allra sterkasta lið inn á?

      7
  5. Úff, gríðarlega mikilvægt stig þátt fyrir að ná ekki að spila fótbolta mestanpart leiksins.

    Þessar endalausu sendingar til baka á Alisson eru að gera mig algerlega trylltan, var búinn að telja 10 sendingar á hann á fyrstu 6 mín.
    Þær skila aldrei neinu öðru en vondri pressu á okkar menn.
    Og markið hjá City com í beinu framhaldi af einni slíkri.

    En fagna stiginu.

    YNWA

    7
    • Sry, markið sem við fengum á okkur kom ekki eftir sendingu til baka á Alisson.

      6
  6. ALLTAF gott að sækja stig þegar lið spila ekki vel. Áfram gakk. Vona að Alisson sé ekki mikið meiddur. Við gefum shitty markið.

    3
  7. Góð úrslit.

    Mac Allister, Trent og Van Dijk frábærir.

    Jones númeri of lítill og síðasta skiptingin hjá Klopp vond.

    Liðið barðist samt vel í heild sinni og dýrmætt stig á móti góðu liði.

    Áfram Liverpool!

    4
  8. Var alls ekki til í það fyrir leik en sætti mig hressilega við stigið eftir leik úr því hann spilaðist svona.

    Eins og stundum í þessum helvítis hádegisleikjum var Liverpool vel off the pace og allar ákvarðanir virkuðu of þvingaðar. Þurftum smá heppni með en engu að síður var þegar allt er talið ekki svo mikið á milli liðanna í þessum leik. Rosalega jákvætt að það er ekki landsleikjahlé framundan, þetta t.a.m. skekkti all verulega mun á undirbúningi liðanna. Guardiola náði að segja meira og minna öllum sínum helstu mönnum að vera “meiddir” á meðan Liverpool liðið var að koma úr mjög þungu leikjaálagi hjá flestum lykilmönnum liðsins.

    Held að byrjunarið Man City hafi ferðast 24.655km og spilað 901 mín í landsleikjunum. Liverpool liðið spilaði 1.328 og ferðaðist 71.145 km. Í leik þar sem minnstu smáatriði skipta máli telur svonalagað alveg.

    Þetta jöfnunarmark Trent gefur bara eitt stig en virkar eins og fjögurra stiga mark. Rosalega mikill munur að missa City fjórum stigum frá sér og að halda sér stigi á eftir þeim. Frábært mark líka hjá Trent.
    City markið er hinsvegar eitt mest pirrandi mark tímabilsins og gjörsamlega ógeðslegt að fá á sig.

    Eftir þetta Etihad away búinn, game on. Þetta Liverpool lið með aðeins minna mótlæti en liðið lenti í á síðasta tímabili getur algjörlega keppt við City og Arsenal í vetur.

    Erum ekkert veikari en þessi lið.

    22
  9. Sáttur við 1-1

    Þetta var mikil skák tveggja heimsklassa liði. Fótboltinn var ekki alltaf fallegur en stundum þegar svona tvö góð lið mætast þá skemma þeir mikið fyrir hvort öðru.

    Mér fannst þetta bara fín framistaða hjá strákunum. Menn voru að selja sig dýrt og það skilaði þessu stigi.
    Trent skoraði og var góður í þessum leik, Alisson tæpur í fótunum en átti heimsklassa vörslu. Nunez ógnandi og Gravenberg kom sterkur inn og Tismikas var ekki veikur hlekkur sem er bónus.
    Jones, Sly, Gakpo og Jota hafa spilað betur.

    City voru að einangra Doku á Trent aftur og aftur en Trent stóð sig vel sig mjög vel í þeiri. Sóknarlega komust við nokkrum sinnum í góðar stöður en vorum annað hvort of lengi að athafna okkur eða tókum rangar ákvarðanir. Pep er líklega ekki sáttur núna og það gleður mig mikið 🙂

    YNWA – Ef Alisson er ekki meiddur þá var þetta góður dagur.

    5
  10. Þetta var erfið skák 2 bestu lið deildarinar á einum erfiðsta útivelli í evrópu um þessar mundir.
    Sáttur við stigið eins og flest hér held ég bara.
    Fyrri hálfleikur var eiginlega bara vondur og manni varð illt að horfa á spilamennsku okkar manna í honum.
    Hræðileg mistök frá Alisson og svo fylgdi eiginlega bara enn verri varnarleikur hjá Sly,Trent , VVD og Matip. Ætla benda á alla þar sem áttu að gera betur.

    Seinni hálfleikurinn var annar að mínu mati okkar menn grimmari sérstaklega eftir skiptinguna þegar Jota meiðist ( vonandi er þetta ekki mikið hjá kappanum).

    Trent fór úr skúrk í hetju og bjargaði stigi og eftir á sanngjörn úrslit
    áfram gakk !
    YNWA !

    5
  11. Þetta var ,,sálrænn sigur” eins og skýrsluhöfundur bendir á. Átti aldrei von á sigri og fannst sem þeir væru miklu meira ógnandi.

    Nunez er ýmist í ökkla eða eyra. Á móti Luton skaut hann í sífellu en núna var hann hikandi og náði ekki að nýta ákjósanleg skotfæri. Maður finnur nú fyrir þotuþreytu á minni leggjum og vel má vera að hann hafi einmitt verið illa fyrirkallaður.

    Ég skrifaði í kommenti að ekkert væri í kortunum hjá okkur að fara að skora og svo kemur næsta komment: ,,Trent!!!” Hvort sem ég eigi andjinxaðan heiður af þessu jöfnunarmarki (!) eða ekki þá stend ég við þessi óforspáu orð mín: það var einfaldlega engin ógn af okkar hálfu. Spil á eigin vallarhelmingi og sendingar sem Rodri og félagar átu. Þeir aftur á móti fengu fjölmörg færi sem hefðu getað endaði í netinu en sem betur fer fór ekki svo.

    Nú er bara að halda haus. Þetta var gríðarmikilvægur leikur. Frábær ,,fjögur stig”!

    7
  12. Ég bara skil ekki hvar dòmarinn fann 8mìn til að bæta við ì aukatìmann. Alveg fàranlegt.

    4
  13. Hefði tekið stig fyrir leik allan daginn.
    Allir voru að spá liverpool sigri því við værum á eldi
    Podcost eins og doc og þunga það er til þess að verða með belti og axlabönd eftir Helgi.
    En málið er að luton og everton og evrópuleilurin voru þungir fyrir okkur.
    Voru aldrei sigurstranglegri á city vellinum.
    Og átti í raun erfiðan dag en þetta lélega varnarlið fékk á sig eitt mark í dag og er eitt það besta í vörn ef við skoðum gögn.
    Nú er að sækja 6u á miðjunni og taka svo 3 stig á Anfield gegn þessum cheatingclub !
    Og verða í alvöru baráttu í vetur

    3
  14. Frábært stig miðað við frammistöðu, sammála Trent að við vorum heilt yfir slakir í þessum leik.
    Vorum stálheppnir að Ali gaf ekki annað mark.
    En mikið vantar mig afgerandi 6-u, einhvern sem tæklar eins og enginn er mogundagurinn og er með hraða og mikla hlaupagetu. Eins frábær fótboltamaður og Alexis er þá á hann að spila framar á vellinum.

    8
  15. HRIKALEGA sterkt að koma til baka á þessum erfiða útivelli, gefur mönnum örugglega auka boost fyrir framhaldið. Vonandi ekki alvarlegt hjá AB og Jota. Skrítinn leikur hjá Darwin, sýndi ekki almennilega lífsmark fyrr en eftir að flautað var af. En þessi frammistaða sýnir að liðið á fullt erindi í toppbaráttuna í vetur.

    5
  16. Frábært stig og gott að halda sléttu. Liverpool fyrsta liðið sem nær stigi á Etihad í meira en ár. Sýnir þolgæði okkar manna að vera ekki að spila stórkostlega, bara nógu vel til að komast skammlaust frá fyrirfram erfiðasta leik tímabilsins. Hef fulla trú á framhaldinu. Nótt er langt í frá úti.

    YNWA

    7
  17. Nú er staðan að verða prýðilega þétt þarna í topp 4-6 sætunum. Vonandi boðar það spennandi vetur.

    2
  18. Seiglan í þessu liði er aðdáunarverð. Mér fanst Man City vera miklu betra n,en okkar menn fram að markinu hjá norska markahróknum. Olíuveldið átt leikinn frá hártoppi til táar, þó þeir hafi ekki verið að skapa sér mikið af færum. Við gerðum hvað við gátum að malda í móinn en mér fanst liðið ekki vera nógu ógnandi. Samt nær liðið alltaf fram úrslitum að lokum. Í þetta skiptið kom Trent og færði liðinu mikilvægt stig.

    Mér finnst liðið geta gert miklu betur enn í þessum leik. Vonandi nær liðið nægri hvíld og spilar að eðlilegri getu í næstu leikjum.

    YNWA

    4
  19. Er einhver sem býr svo vel að ráða yfir hlekk á …
    a) … bara einföldu highlights of day
    b) … einhverju vel “solid! á “highlights of the day”

    … mig langar að sjá mörk (Liverpool) dagsins (*).

    (*) Ég er að fá upp í kok að því að leita alltaf að slíku. Myndi vilja hafa góðan hlekk á slíkt efni, alltaf! Núna er þetta í dag þannig að fyrstu gúgglunar hlekkir eru alltaf annaðhvort ..
    I) … hlekkir á “wannabie bjálfa” sem eru að tala inn á myndir af leikjum í algjörri fjarlægð án þess að sýna nokkurn skapaðan hlut.
    (fyrirgefið orðbragðið)
    II) … hlekkir á það sama, en eru í stað raunverulega mynda af leiknum komnir með einhverja heimskulega (tölvu)hermum á hreyfingu leikmanna.
    (fyrirgefið aftur orðbragðið)

    … ég er sem sagt að óska eftir a) einhverju einföldu fyrir leik dagsins í dag, … b) einhverju “einföldu” á næstu leiki.

    KK !

    2
  20. Fannst ýmislegt pirrandi við þennann leik en er heilt yfir sáttur við spilamennsku okkar manna. Gott comeback og gott stig í sarpinn.

    Tel ekki, eins og sumir hér, að liðið geti verið í titilbaráttu fram á vorið, nema a) liðið styrki sig í janúarglugganum og b) að City lendi í teljandi áföllum. Ég tel því miður að olíuliðið sé ennþá í fyrsta gír og samt eru þeir svo gott sem efstir í deildinni.
    En vonandi hef ég rangt fyrir mér og mun ég njóta hverrar viku þar sem okkar menn munu berjast í toppbaráttu.
    Hef einnig mikla löngun í að sjá liðið vinna Evrópudeildina og vona svo sannarlega að liðið leggi þar áherslu þegar útsláttarkeppnin hefst.

    3
  21. Annars fannst mér Trent og Matip bestu leikmennirnir í dag. Enginn stóð alveg upp úr enda var þetta slagur tveggja stórliða og þá er stundum erfitt að skína. Trent gerði það með markinu.

    Einhver skrifaði hér að ofan um að Matip þurfi að fara; gott og vel, það er að hægjast ögn á honum og hann gerir einstaka mistök. Eflaust verður hann ekki okkar leikmaður á næstu leiktíð. Það var samt magnað að sjá hann stundum svífa framhjá sterkri miðju City í dag í tveim, þrem skrefum, vinna varnarsigra; bjarga stöðum; heilt yfir glæsileg frammistaða hjá honum. Maður þarf einhvers konar glóðarauga til að sjá það ekki og sjá bara hitt.

    Að Matip hafi komið frítt til Liverpool og ekki verið í hópi launahæstu leikmanna gerir hann að einum bestu kaupum félagsins síðari ár. Býst við því að hann fari eftir leiktíðina og Ignacio eða einhver sambærilegur komi í staðinn.

    Anyways. Þetta er allt samkvæmt kúrs. Við munum vinna stóru liðin á heimavelli, ég er viss um það. Einbeitingin þarf að vera á að vinna öll hin liðin líka.

    YNWA

    17
    • Sammála hverju orði um meistara Matip.
      Hefur verið töluvert meiddur í gegnum árin sem er algjör synd.
      Algjör kjarakaup.
      Frábær leikmaður og atvinnumaður út í gegn.

      6
  22. Það sem æsti mig upp í þessum leik var að sjá endalausar feil sendingar á milli manna sem gerðist ítrekað,auðvitað pressa þeir mikið sem býður upp á slíkt en fyrir vikið fengu þeir endalaust að koma á liðið aftur og aftur. Alisson virkaði þreyttur og Salah týndur á köflum. Í marki City voru allt of mikið af mistökum og eftir leti Trent og Sly var vörnin of sein til viðbragða og ekki nógu þétt við Haaland.

    En miðað við gang leiksins þá er stig á þessum velli sem hefur ekki gefið mikið af sér undanfarin mjög sterkt og í raun að eftir sem á leið leiks átti ég ekkert von á stigi,liðið virkaði bara off sync og mikið um feila.

    Áfram gakk í næsta leik.

    5
  23. Þegar horft er á endursýningu á markinu okkar þá sést vel hvað Gravenberch á stóran þátt í því. Hann sækir boltann við eigin vítateig rekur hann allt fram að teig city. Hreyfingarnar og hvenig hann rekur boltann/sendir hann áfram – virkilega vel gert. Held við séum þarna með hörkuleikmann!

    20
  24. Góðan dag kæru púllarar.

    Punktar um þetta:

    Matip er ágætur en ekki topp level leikmaður – það sést alveg í marki City. Skiptir þá engu máli hversu góð kaupin voru á sínum tíma. Það má færa rök fyrir því að betri kostur sé að veita öðrum yngri

    Trent er worldclass miðjumaður en ekki nema ágætur bakvörður (varnarlega). Er sanngjarnt að hafa hann í þessari stöðu?

    Gravenberch er með frammúrskarandi hæfileika sem hann sýnir nánast í hverjum leik.

    Curtis Jones hefur stóran galla sem er að koma niður á liðinu og það er endalausa boltaklappið sem hann virðist ekki ætla að losna við.

    Tsimikas er bara alls ekki eins slæmur varaskeifa og menn hafa verið að halda fram hér á vefnum.

    Núnez er stútfullur af talent en tekur á taugarnar hjá manni. Það hinsvegar auðvelt að fyrirgefa honum því að hann gefur allt í þetta og er greinilega með strax með mikið Liverpool hjarta.

    2
    • Trent var heilt yfir mjög góður í vörninni á móti Docu í þessum leik. Plan City virtist vera að herja á þetta svæði en Trent vildi ekki alveg kaupa það þótt Docu hafi mikið reynt og sé virkilega frambærilegur leikmaður sem erfitt er að hafa hemil á. Heilt yfir voru City aðeins sterkari í leiknum en okkar menn sýndu karakter með því að leyfa engum að hlaupa í bakið á sér eða fram úr sér. Þetta var þroskuð frammistaða og úrslitin líklega samkvæmt væntingum okkar manna. Fín úrslit.

      3

Liðið gegn City í enn einum hádegisleiknum

Kvennaliðið fær Brighton í heimsókn