Liverpool mætti til Nottingham og var ALLS EKKI í sama gír eins og Hrói Höttur, heldur stálu okkar menn þrem stigum af sára-stigafátæku Forest liði með marki undir blááááálokin.
Markið
0-1 Nunez (90+9 mín)
Hvað gerðist helst markvert í leiknum?
Fyrri hálfleikinn verður að flokka með allra gleymanlegustu hálfleikjum sögunnar. Það helsta sem gerðist fréttnæmt var að Kelleher varði mjög vel frá sóknarmanni Forest sem slapp einn inn fyrir, en annars var það einna helst Bobby Clark sem var líflegur af okkar mönnum. Átti skot yfir, og svo annað sem var blokkerað en lenti beint fyrir framan skóna hans Luiz Díaz, því miður voru það ekki skotskórnir hans því þeir virtust hafa gleymst heima. Kerfið sem okkar menn spiluðu var annars svipað og gegn Saints í miðri viku, Gomez var í hlutverki varnarsinnaða miðjumannsins en Elliott var á hægri kanti. Það hjálpaði ekki til hve mikið bæði hann og Gakpo féllu til baka, sem þýddi að okkar menn voru lítið að ónáða vinstri bakvörðinn hjá Forest, og það svæði þar í kring.
Seinni hálfleikurinn var aðeins líflegri. Eins og búast mátti við mættu Nunez og Endo eftir um klukkutíma leik, það voru þeir Andy og Bobby (já þessi nýji, hinn er farinn :-(…) sem véku, og Gomez datt þá niður í vinstri bak, og Elliott kom niður á miðju. Hann þurfti svo að víkja fyrir Szoboszlai þegar korter var eftir að venjulegum leiktíma, og var EKKI sáttur. Líklega fannst honum hann vanta meiri hreyfingu eftir kyrrsetu síðustu daga. Það voru svo Jayden Danns og Kostas Tsimikas sem fengu síðustu 5 plús uppbótartíma. Allt benti til þess að þetta yrði svekkjandi 0-0 jafntefli þangað til okkar menn fengu horn þegar leikklukkan sýndi líklega 8 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, það var n.b. tíminn sem Tierney hafði bætt við leikinn, en okkur grunar að tiltekið lið hafi mögulega verið að tefja í uppbótartíma og því þurft að lengja hann. Hornspyrnurnar höfðu ekki borið góðan ávöxt fram að því, en þarna barst boltinn til Mac Allister fyrir utan teig eftir talsvert japl, jaml og fuður, og hann fann kollinn á Nunez á markteig þar sem sá síðarnefndi tók ofurnetta snertingu en nóg til að stýra boltanum í netið og fagnaðarlætin sem fylgdu hjá okkar fólki voru löng og innileg. Forest náðu kannski 6-8 snertingum eftir miðjuna, en svo flautaði furðu góður Paul Tierney dómari til leiksloka.
Hvað réði úrslitum?
Þrautseigja okkar manna.
Hverjir stóðu sig best?
Það væri auðvitað hægt að nefna marga. Virgil var geysiöflugur, við gleymum oft hvað hann er góður þegar hann er uppi á sitt besta. Dæmið þar sem hann skallaði boltann í hendurnar á Kelleher í fyrri hálfleik var mjög táknrænt: hann var búinn að lýsa því yfir áður hversu mikils hann mæti Kellerher, og þarna sýndi hann hversu mikið traust hann ber til hans með því að vera alveg á línunni með þennan skalla. Kelleher vissi alveg hvað átti að gera og allt fór eins og það átti að gera. Mac Allister var pínku ósýnilegur fyrri hluta leiksins, en varð alltaf meira og meira áberandi eftir því sem leið á leikinn. Bobby Clark – sem var n.b. að byrja sinn fyrsta deildarleik – var mjög sprækur og hans nærvera er gríðarlega mikilvæg í þessum meiðslum sem nú herja á hópinn. Nú og svo mætti Nunez og skoraði sigurmarkið, eftir að Forest aðdáendur höfðu sungið “You’re just a shit Andy Carroll” til hans. The Travelling Kop endurtók þann söng að sjálfsögðu eftir markið.
Annars væri alveg hægt að nefna nánast alla leikmenn liðsins. Hversu galið er t.d. að við séum að spila Conor Bradley, akademíuleikmanni sem var frá vegna meiðsla megnið af haustinu, trekk í trekk í byrjunarliði í öllum keppnum, hann er að standa undir því trausti aftur og aftur, og okkur finnst bara sjálfsagt mál að það sé þannig? Þvílíkt sem sá leikmaður er að stíga upp í fjarveru Trent.
Hvað hefði mátt betur fara?
Það er erfitt að ætla að taka einhvern sérstaklega út, svona í ljósi þess leikjaálags sem er búið að vera á hópnum. Þarna voru leikmenn sem höfðu spilað vel yfir 200 mínútur á síðustu 7 dögum eða svo. Jújú, Cody Gakpo hefur alveg spilað betur á efsta þriðjunginum. Margir eru að kalla eftir því að Jayden Danns fái að byrja í næstu leikjum á hans kostnað. En það er ekki þannig sem Klopp virkar. Hann veit hvað býr í hverjum leikmanni, og sýnir þeim traust með því að spila þeim í gang. Gleymum líka ekki að Gakpo var t.d. á undan Díaz að komast í 10 skoruð mörk á leiktíðinni í öllum keppnum. Það eru nú heldur betur margir sóknarmennirnir hjá öðrum liðum sem láta sig bara dreyma um að ná slíkum tölum. Nefnum engin nöfn sérstaklega, en það má horfa á alls konar miðjumoðslið í því sambandi, lið sem e.t.v. voru áður reglulegir gestir á eða við toppinn. Semsagt, það má alveg gagnrýna Gakpo fyrir frammistöðuna, en gerum það á málefnalegan hátt, og munum að Klopp er að spila honum af einhverri ástæðu (og ástæðan er ekki endilega sú að allir hinir séu meiddir).
Umræðan eftir leik
- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á Forest í deildinni síðan á 9. áratug síðustu aldar, október 1984 nánar tiltekið þegar verkfalli starfsmanna BSRB var nýlokið og dagskrá útvarps og sjónvarps var rétt svo komin í gang aftur.
- Darwin Nunez er með fleiri mörk og fleiri stoðsendingar á þessu tímabili heldur en á öllu síðasta tímabili, þrátt fyrir að hafa spilað færri leiki en þá.
- Enginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri mörk sem hafa unnið leik en Darwin Nunez (markið í dag er dæmi um slíkt, fleiri slík mörk eru 1-0 mark þegar leikurinn fer 2-0 sem dæmi).
- Þetta var 21. markið sem varamaður skorar í deildinni fyrir Liverpool á þessari leiktíð, síðast sáum við sambærilegar tölur tímabilið 2005-2006.
- Liverpool hefur aldrei skorað sigurmark jafn seint í leik eins og í dag (a.m.k. í úrvalsdeildinni), en jöfnunarmark Kuyt gegn Arsenal árið 2011 kom á 90+12 mínútu, og er það eina markið sem hefur verið skorað síðar í deildarleik.
Hvað er framundan?
Það er heimsókn til meginlandsins þar sem okkar menn ætla að heimsækja Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hvort Klopp er svo farinn að hugsa um City leikinn sem verður á sunnudag eftir viku skulum við svo ekkert segja um. Honum yrði nú alveg fyrirgefið að vera að hugsa um tvo leiki í einu fram í tímann, en hann gæti líka bara verið að hugsa um næsta leik. Það verður þó ekki litið fram hjá því að lokastaðan í deildinni í vor gæti ráðist að talsverðu leyti á úrslitum leiksins eftir 8 daga.
Við endum þetta svo á söngnum sem var sunginn á miðvikudag, en undirritaður tók ekki eftir í dag (þó hann hefði vel mátt heyrast):
“We haven’t won a trophy,
we haven’t won a trophy.
We haven’t won a trophy….
since Sunday afternoon”
Já hérna þetta lið voru ekki búnir að vera góðir en auðvitað var þetta klárað lets gó
Þetta lá í loftinu, ég missti aldrei trú á þessu. Og Nunez, hef líka aldrei misst trú á þeim manni. Þvilik innkoma. Þvílíkt lið!
Kóngur >> Köööngur >> Köööngurinn>> Nunez!
Mmmama hvað það er gaman að halda með þessu liði!
Sumir voru alveg tilbúnir með eldræðuna um Klopp, Gakpo og bara 10 menn inná….
EN, SVO BIRTIST ÆGIR Á STJÓR!
Núñez! Núñez! Núñez!
“Svo birtist Ægir á stjór”geggjaður frasi úr flottu lagi ég efast um að margir hafi fattað húkkinn hjá þér og B Felixsson hefði getað notað þennan
🙂
Mentality monsters !
Maður skal viðurkenna að stigið var ansi líklegt þarna alveg í blálokin en neibb Nunez var ekki sammála þeirri vitleysu.
Djufull var þetta sætt að taka nánast flautumark á þetta.
Nunez er klárlega maður leiksins frábær innkoma og sí ógnandi frá fyrstu sek og hann kom inná.
Veislan heldur áfram og vonandi fóru stuðningsmenn annara liða sem voru farnir að fagna að gráta aðeins 😀
YNWA!
MC allister á þetta 70% býr þetta til með yfirvegun og gæða sendingu. Player of the season… Nunez kóngur farin að klára. Gakpo þarf að finna sér nýtt félag. 18 ára Danns gerði meira á stuttum tíma..
Ómetanlegt mark. Tekur pressu af okkur og færir á city og Arsenal
Macca var minn maður leiksins.
Og Kelleher líka. Hrikalega öflugur!
Tek undir það. MacAllister er frábær fotboltamaður og það er alltaf markmið með þvi sem hann gerir. Frábær stoðsending!
Name on the trophy!!!
Ekki góð vika fyrir hjartveika stuðningsmenn. Amk er ljóst að þeir stuðningsmenn sem komist hafa í gegnum vikuna án þess að finna fyrir einkennum geta afpantað tímann hjá hjartalækninum fram yfir næstu helgi 🙂
Heldur betur hahaha.
Á maður eitthvað að vera tjá sig um einstaleukmenn sem stóðu sig bara alls ekki.
Þeir verða bara heldur betur að gera betur.
En þetta var mjög furðulegur leikur hjá okkur.
Við erum sem eru mikið að koma boltanum inn í teig. En í dag virtist bara aldrei vera maður sem boltinn fór sem er mjög óvanalegt hjá okkar mönnum við erum alltaf með sendingar og mann á réttum stað og búum til færi. Spurning hvort þessar miklu breytingar hjá okkur sé aðeins að riðla spilinu.
En sem betur fer Kim ein gullsending í restina og Nunez fékk sjálfstraust bombu á pönnuna sem hann stýrði eins og world class í netið.
Danns-arinn má byrja gegn City. Gakpo hefur verið í dauðafæri að nýta fjarveru byrjunarleikmanna en hefur ekkert sýnt. Minnir á þessa hægu sóknarmenn sem hafa gert mann ergilegan í gegnum tíðina, Balotelli, Lambert, Origi (legend sem datt svo í hæga gírinn!), Benteke. Slíkir leikmenn henta ekki liðinu okkar. Hlýtur að fara á sölulista. Crystal Palace gæti notað hann.
Þvílík breyting að fá Nunezinn inn á og auðvitað Danns sem setti allt á annan endann, átti flottar hreyfingar og skapaði usla. En, tek undir það að Macallister átti stórleik, vörnin flott og besti vara-markmaður á plánetunni var líka flottur.
Nú þarf bara að senda ungliðana til Prag, láta þá halda jöfnu eða tapa ekki of stórt. Þurfum að mæta City með sterkan og sæmilega úthvíldan hóp!
Spurning vikunnar: hvar á Trent að spila í þessu liði?
#conorstjarna
Aldrei aldrei aldrei gefast upp.
Þessi leikur var erfiður. Tempóið var mjög lágt og Forest menn klókir að hægja og stopa leikinn.
Okkar menn eru vanir að spila hádegisleiki og er því þessi leiktími líklega að trufla því að menn voru en þá sofandi lengi vel þegar þessi leikur byrjaði.
Fyrri hálfleikur var steindauður en það var aðeins meira fjör í þeim síðari en samt virtist þetta ætla að enda 0-0 og voru það líklega sanngjörn úrslit því að þrátt fyrir að Liverpool var meira með boltan þá voru það Forest menn sem voru búnir að fá bestu færin.
EN(ath stórt)
Endo vann boltan, Mac Allister sendir fyrir og Nunez er mættur á svæðið og skoraði geggjað mark á 99 mín og sigurinn vannst.
Eins og ég sagði í upphitun þá reiknaði ég með smá orkulausum Liverpool mönnum og það var rauninn en sætur var þessi sigur.
Kelleher 8 mjög góður
Andy 6 bar solid en ekki orðinn 100%
Van Dijk 9 mjög góður í dag
Konate 8 mjög góður
Bradley 6 solid í dag en ekki skrítið að hann var með smá þreyttumerki.
Gomez 8 leikmaður sem spilar á miðju, vinstri bak og hægri bak allt í sama leiknum er mikilvægur leikmaður. Hann var bara solid en hækka hann fyrir að alltaf vera að hjálpa liðinu.
Bradley 6 var bara fín og ekkert út á hann að setja.
Mac Allister 7 átti stoðsendinguna og stjórnaði spilinu vel.
Elliott 7 á fullu allan tíman
Diaz 8 á fullu allan tíman og sífelt ógnandi.
Gakpo 5 – Mér finnst hann ekki nógu góður en skal borða sokk með bros á vör ef hann kemst í gang.
Endo 7 – Mér fannst hann koma vel inn í leikinn.
Nunez 10 – Sigurmark ég get ekki beðið hann um meira .
Tsimikas 7 – Kom með kraft inn í þetta og var með fullt af fínum fyrirgjöfum.
Sly 6 – Þarf fleiri mín til að komast í takt
Danns 7 – Elska hvað hann er graður í að reyna að skora(Gakpo punktaðu þetta hjá þér)
s.s Van Dijk var bestu á vellinum en Nunez er hetja dagsins.
Gríðarleg mikilvæg 3 stig og verðum við á toppnum þegar Man city kemur í heimsókn.
Sammála Daníel aldrei spurning eða þannig sko! Þrjú stig í hús ekki fallegt en who cares ?
Orðlaus, pumpan var eiginlega stopp,. Nunez reddaði henni í gang aftur.
McAlistet geggjaður.
Ég hef alveg trú á að Gakpo eigi eftir að nýtast okkur. En þetta er leikmaður sem ég vil ekki sjá byrja deildarleik í talsverðan tíma.
Hins vegar hef ég meiri trú á að Gakpo geti haft áhrif á leiki þegar hann kemur inn á.
Gakpo var ekki bara lélegur í dag heldur virtist hann kærulaus og sýndi engin svipbrigði þegar hann var tekinn af velli.
Elliott átti ekki góðan leik en það var gaman að sjá hversu reiður hann var út í sjálfan sig eftir að honum var skipt út af.
Það var líka gaman að sjá hversu einbeittur Danns var eftir að hann kom inn á. Sá hefur vilja til að sanna sig. Ég vil sjá hann byrja í Prag.
En mikið djöfulli höfum við saknað Darwin Nunez. Að mínu mati er hann orðinn jafn mikilvægur og Mo Salah.
Skýrslan dottin í hús, ræðið að vild.
Hér er n.b. tölfræðin þegar kemur að “match-winning” mörkum á leiktíðinni. Nunez er jafn þeim Haaland og Watkins:
https://www.transfermarkt.com/premier-league/gamewinners/wettbewerb/GB1
Ég taldi sjálfur 11 mörk sem varamenn Liverpool hafa skorað í deildinni.
Hvar fannstu hin 10 mörkin ? 🙂
Mín mistök, þetta eru 21 mark í öllum keppnum.
Takk Daníel, fyrir að minnast á BSRB verkfallið ’84 þegar starfsfólki útvarpsins var haldið í gíslingu af verkfallsvörðum í útsendingarstúdíóinu og þurfti að pissa í skúringafötu! Them good old times…
Darwigi…
Testing testing þar sem mín “comment” voru ekki að birtast í morgun eða í dag……….
Já frábær sigur í dag, ég var í svekkelsinu á 97 mínútu farinn að reyna sætta mig við eitt stig en Rauði Herinn enn og aftur að slá mann utan undir, þetta er ekki búið fyrr en það er búið!
Ótrúlegir strákar allir sem einn!
YNWA
Einhver stífla í spam filternum, búinn að smella drullusokknum á þetta og losa…
…ok nú hljómar þetta eins og athugasemdirnar frá þér séu sambærilegar við… tja… það var a.m.k. ekki meiningin!
Hahahaha, takk Daníel, allt í góðu hérna megin. :0)
Geggjað að vinna þennan leik. Nottingham hefur verið á uppleið og m.a. óheppnir að vinna ekki UTD um daginn.
Nunez að standa sig frábærlega og Nunez OUT gengið farið að elska hann í dag. Frábært 😉
Oft þarf að gefa nýjum lekmömmum tíma og þolinmæði til að aðlagast nýju liði og aðstæðum.
Kannski þarf Gakpo smá tíma til viðbótar. Hann á þó nokkur góð mörk sem skiptu sköpum ekki gleyma því.
Liverpool gegjað lið.
Ég er búinn að sjá þetta svo oft hjá Liverpool undir stjórn Klopp. Einhvern veginn ná þeir að knýja fram sigur áður en leikurinn er flautaður af. Jafnvel þó liðið væri ekkert að spila neitt voðalega vel lungann af leiknum. Mér fanst skynsamlegt, í ljósi aðstæðna að setja Endo, Szoboszly, Nunes á varamannabekkinn og eiga þá inni og sjá hvernig leikurinn þróaðist. Ef Nottingham Forset hefði verið fyrr að skora hefði verið hægt að skipta þeim inn á.
Mér fanst Liverpool eiga sigurinn skilið, því þeir eru einfaldlega betra liðið á vellinum þó það hafi ekki verið að spila betur en anstæðingurinn stóran hluta af leiknum. Þeir gerðu það sem þurfti til að sigra og það er enginn tilviljun að þeim tekst það ítrekað. Meistaraheppni býr sig ekki til sjálf heldur glás af einstaklingsgæðum.
Stórkostlegur sigur hjá okkar mönnum sem gefast ALDREI upp. Það virðist vera meistarabragur á liðinu okkar og það er ekkert skrítið. Menn vilja kveðja Klopp með eins mörgum titlum og mögulegt er. Ég dýrka þetta lið og hugarfarið sem það hefur.
Hvaða röfl er þetta að markið hans hefði ekki átt að standa?
NF leikmaður fer með takkana í andlitshæð við Konate sem annað hvort dettur vegna þess að takkarnir fóru í andlitið eða til að bregðast við fólskulegu broti (þótt ekki hafi orðið snerting). Þetta er ofurvanalegt. Fyrir vikið ber dómara að stöðva leikinn og þar sem höfuðmeiðsl urðu í vítateig liðs þá á hann að afhenda markmanni boltann.
Svo var markið á 99. mínútu er það ekki? Allt í samræmi við uppbótartímann.
Hvaða fjargviðri er þetta þá?
Það var nefnilega nákvæmlega ekkert að þessu, og bara gaman að geta rekið þetta röfl ofan í kvartendur. Nóg af töfum annars í uppbótartímanum og það sést líka bara á því að það var ekki flautað til leiksloka um leið og miðjan var tekin.
Treystum bara Paul Tierney eins og alltaf (hélt ég myndi aldrei skrifa svona en hingað erum við komin).
Mjög furðulegt að félag ráð dómara til þess að gefa út yfirlýsingar eftir leiki til að gagnrýna starfsbræður sína og en furðulegra að dómari sé til í þetta hlutverk.
Er ekki hægt að fara setja bara gervigreindina í þetta ? Hehe.
Vissulega er forrest með boltann þegar leik er stoppaður Diaz að mig minnir telur boltann og sparkar honum til baka ánn þess að forrest menn mótmæla.
Svo kemur markið 2 mín síðar.
Þetta er á pari við að dæma útspark í stað fyrir horn og innkast í vitlausa átt.
Ætla taka dæmi þar sem Liverpool átti að fá horn í 1 skipti í þessum leik sem ekki var dæmt.
Forrest fékk útsparl. Hefði forrest byggt upp sókn og skorað 2 mín eftir þetta. Hefði Liverpool þá átt að koma með yfirlýsingu vegna rangrardómgæslu ? Hvert erum við komin þegar umræðan er orðinn þessi ?
Svipað atvik þegar NF leikmaðurinn fékk höfuðhögg. Ég hélt að við ættum að fá boltann en dómarinn ekki á sama máli en núllar það svo út í lokinn. Hins vegar getur andstæðingurinn engum kennt um nema ótrúlegu kæruleysi eigin leikmanna í lokinn.
YNWA
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna Daníel og takk fyrir mig Liverpool. Ég var alveg rólegur þangað til það var komið 5 – 6 mín. fram í uppótina þá fór ég að naga neglur og var í raun búinn að gefast upp þegar Macca fékk boltann fyrir framan teig Forrest, leit upp og sendi hann svo beint á kollinn á Darwin sem sneiddi hann á fjær. Þvílík stund sem það var og ég þorði ekki að fagna fyrr en búið var að taka miðju. Eins og ég bjóst við var þetta hunderfitt allan tíman með rútu Forrest staðsetta í teignum og lítið um færi. Þeim mun sætari var sigurinn að lokum. Virgil besti maður Liverpool en Darwin minn maður leiksins.
Það er nú þannig
YNWA
Sumarið áður en ég varð átján ára vann ég þýskri stálverkssmiðju. Það var reyndar ekki dásamleg lífsreynsla en lærdómsrík. Kuti, maðurinn á vondu færibandi, skipaði mér að setja “etiketten” á spólandi stálband á þúsund kílómetra hraða. Þá voru tvær mínutur liðnar af mínum fyrsta atvinnudegi í verksmiðju. Kuti reif svo í skyrtu mína af því að ég skildi ekki orðið. Etiketten þýðir miði. Ég mun aldrei gleyma því orði.
Eftir þetta þiðnuðu bönd í stálverkssmiðju. Ég var færður í 18.000 fermetra sal þar sem framleidd voru stálbretti. Þar tók Ollie við. Góður gaur með sítt að aftan og yfirvararskegg. 30 going 60. Mitt hlutverk var að ná brettunum nógu hratt nýskornum af færibandi. Stálþræðirnir festu sig í lófana. Mér datt ekki í hug að kaupa hanska fyrr en blæddi.
Þýska stálið er kannski klisja en vinnusiðferðið er ekkert grín.
Klopp hefur þetta vinnusiðferði en bætir við auðmýkt, sönnum styrk, vinskap og skilningi. Og þessum geggjaða karakter sem við elskum. Hann er ekki stálverkssmiðja. Hann er einstakur og hans verður sárt saknað. Klopp er Bach.
Sigur. Hreint lak. Enn einn leikurinn fyrir Kelleher og hann stóð sig vel. Fyrsti byrjunarliðsleikur í ensku úrvalsdeildinni fyrir Bobby Clark. Mér fannst hann vera áræðinn og ég man í fljótheitum eftir tveimur marktilraunum hans. Hann fékk 60 mínútur. Endo og Núñez fengu 40 mínútur. Szoboszlai fékk 24 mínútur og ungstirnið Jayden Danns 16 mínútur.