United 2 – 2 Liverpool

Liverpool fór á Old Trafford í dag og koma til baka með eitt stig, en hefðu með eðlilegri færanýtingu átt að koma með öll þrjú.

Mörkin

0-1 Díaz (23. mín)
1-1 Fernandes (50. mín)
2-1 Mainoo (67. mín)
2-2 Salah (víti) (84. mín)

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

Þetta var fyrsti hálfleikurinn í sögu leikja milli United og Liverpool þar sem annað liðið nær ekki skoti á mark. Okkar menn hins vegar með einhver 15 skot held ég, full mörg þeirra hittu ekki á rammann, en markið hjá Díaz var hins vegar mjög gott og forystan í hálfleik var fyllilega verðskulduð, hún bara hefði þurft að vera stærri eins og kom á daginn.

Snemma í seinni hálfleik gerði Quansah sig sekan um slæm mistök þegar hann átti þversendingu í öftustu vörn nálægt miðlínu, en boltinn fór í hlaupalínuna hjá Bruno Fernandes sem skaut viðstöðulaust á markið. Kelleher gerði hetjulega tilraun til að verja, og hefði líklega fengið rautt ef það hefði tekist, a.m.k. var hann óþægilega nálægt vítalínunni. Svosem tómt mál að tala um, boltinn fór í netið og kakkalakkarnir búnir að jafna. Eftir rúman klukkutíma fóru Szoboszlai og Bradley útaf fyrir Gomez og Jones, eðlilegt að Bradley færi út af því hann var á gulu. Jones hins vegar komst aldrei í takt við leikinn og var linur trekk í trekk. Á 67. mínútu komast svo United í sókn, Mainoo fær boltann rétt fyrir innan vítateigslínu, fékk nógan tíma til að snúa sér við, og setti boltann óverjandi út við stöng. Klopp var hér orðinn brjálaður – réttilega! – og setti Elliott og Gakpo inn fyrir Endo og Nunez. Elliott var líflegur, og náði að fiska víti á 84. mínútu eftir góðan sprett hjá Quansah. Salah fór á punktinn og skoraði gríðarlega mikilvægt jöfnunarmark. Okkar menn voru svo miklu líklegri á síðustu mínútunum, Díaz fékk gott færi nálægt markteig, en setti boltann yfir. Undir lokin fengu svo okkar menn aukaspyrnu þegar Casemiro hefði átt að fjúka útaf með rautt, en náðu ekki að nýta sóknina, og eitt stig niðurstaðan.

Hvað réði úrslitum?

Færanýtingin hjá okkar mönnum. Hún bara VERÐUR að lagast! Vonandi er Diogo Jota að koma til baka núna í vikunni, en hann einn og sér getur ekki reddað þessu. Hinir verða allir að stíga upp, og okkar menn fengu fuuuulllt af færum til að klára þetta.

Hverjir stóðu sig best?

Díaz var líflegur í fremstu víglínu, þó hann hefði að sjálfsögðu mátt nýta fleiri færi eins og liðsfélagar hans. Mac Allister var öflugur en náði ekki sömu hæðum og í síðustu leikjum. Robbo var góður, Virgil sömuleiðis, og Quansah var góður fyrir utan augljós mistök. Hann þarf að fá að taka þau út eins og fleiri, munum nú að Virgil og Alisson áttu nú ein slík gegn Arsenal hér fyrr í vetur. Quansah lét a.m.k. þessi mistök ekki rugla of mikið í hausnum á sér og átti góða spretti síðar í leiknum.

Hvað hefði mátt betur fara?

Jújú, færanýtingin er þar númer eitt tvö og þrjú. Menn verða bara að taka auka skotæfingar á næstu dögum. Mistökin hjá Quansah og innkoman hjá Jones eru svo auðvitað ömurleg, en bendið mér á unga leikmenn sem gera engin mistök, og bendið mér á leikmenn sem koma í fullum rytma inn til baka eftir meiðsli.

Umræðan eftir leik

Það má velta sér upp úr staðreyndum eins og þeim að United var þarna í fyrsta skipti að eiga hálfleik þar sem þeir náðu ekki skoti á mark gegn Liverpool, en stóra spurningin sem við veltum fyrir okkur er auðvitað sú hvaða áhrif þetta jafntefli hafi á titilvonir liðsins. Höfum það á hreinu að þessi völlur hefur alltaf verið erfiður, svo það þurfti svosem ekkert að koma á óvart. Hins vegar – í ljósi tölfræðinnar – þá eru þetta tvö töpuð stig. Nú ef Arsenal vinna rest, þá verða þeir meistarar – ekki nema okkar menn nái að vinna upp markamuninn sem er Arsenal í hag í augnablikinu og vinnst ekki upp svo auðveldlega. Undirritaður er á því að Arsenal eigi klárlega eftir að tapa stigum, og líklega City líka, ef við gefum okkur það þá er klárlega ennþá glóð í titilbaráttueldinum. Við a.m.k. höldum í vonina.

Svo er kannski rétt að taka fram að dómgæslan hjá Anthony Taylor hefur oft verið verri. Jú hann hefði alveg getað gefið Casemiro rautt undir lokin, en það hefði líklega engu breytt fyrir okkur, þetta var það djúpt inni í uppbótartíma. Annars var hann bara furðu góður.

Hvað er framundan?

Leikur gegn Atalanta á fimmtudaginn í 8 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, og svo Crystal Palace um helgina. Báðir leikir á Anfield. Það koma svo FJÓRIR útileikir eftir það, þar á meðal hádegisleikur gegn West Ham í lok apríl, en “den tid, den sorg” eins og máltækið segir.

50 Comments

      • átti reyndar við að 2 stig töpuðust. Reyndar líður mér eins og við höfum tapað leiknum.

        7
  1. Liverpool tapa ekki deildinni á jafntefli á Old Trafford. Stig á þessum velli hefur þótt ásættanlegt og ekki verra að vera miklu betra liðið.

    Ég trúi!!

    Áfram Liverpool og Áfram Klopp!!!

    27
    • Þetta var leikurinn sem líklegast var að stig myndu tapast.

      Erum enn í bullandi titilbaráttu og ansi líklegir meira að segja.

      15
  2. Engin von um að vinna stóra titla með svona nýtingu.

    Salah átti að gera miklu betur.

    Eliott hefði mátt koma inn fyrr.

    9
  3. Gríðarleg vonbrigði hvernig við klúðruðum tækifærum til að kafsigla dapurt heimaliðið.
    Skotkvíði margra leikmanna er ritgerðarefni fyrir sálfræðinema.

    Ojæja, virðist sem það verði barátta um titilinn til enda.

    YNWA

    5
  4. Jæja þetta Manutd lið mætti ekki til leiks bara mætti ekki.
    voru eins og trúðar.
    Við náum ekki að klára leikinn þar. kæruleysið síðasta þriðjung vallarins er svakalegt.
    gæðaleysi jafnvel.
    Við höldum svo áfram að vera svo stórir og flottir þarna aftast og fáum það í smettið
    glórulaus blindsending hleypir manutd inn í leikinn… allt með þeim yfirburða staða okkar á vellinum farinn… höldum áfram gæðaleysinu þarna fremmst en sleppum með að fá gjöf frá manutd sem hentu einni vítaspyrnu til okkar og við fengum stigið að lokum í gjöf.

    stig á OT er alltaf fínt fyrirfram en eins og staðan er og staðan á þessu Manutd liði er þá
    er þetta risatap
    menn geta rifis um hálf fult eða hálf tómt glasið og tekið eitthverja polyönnu á þetta…
    en það var allt með okkur bæði fyrir leik og eftir leik
    hreinlega losera frammistað í dag………. og getur kostað í restina….

    11
  5. Djös neikvæðni er þetta í mörgum hérna. Mér finnst svo grátbroslegt að margir ManUtd aðdáendur skuli vera ánægðir með stig gegn Liverpool en Liverpool-arar eru drullufúlir! Ég hef engar áhyggur af því að Arsenik, ManCit og Liverpool taki öll stigin í þeim leikjum sem eftir eru. Þessi feita syngur í mótslok og ég trúi alveg enn! YNWA!

    11
  6. Glötuðu titlinum þarna. Ekkert pollíönu kjaftæði á þetta. City og Arsenal í töluvert betra formi. Vonandi kemur inn færanýting með nýjum þjálfara.

    11
  7. Ekki búið.
    Ætla reyna að væla ekki en staðreyndin er að við virðumst í síðustu leikum ekki vera að höndla spennustigið.

    Hentar okkur kannski betur að ellta en leiða.
    Ekki búið en ég tel city langlíklegasta.

    6
  8. Svakalega var þetta svekkjandi.
    Mikið af lélegum snertingum, sendingum og ákvörðunum með boltan.
    Salah var okkar slakasti maður í dag. Vantar ákveðni og að vera í takt við aðra í liðinu. Hann hefði getað tekið menn á nokkrum sinnum, sem hefðu þurft að brjóta á honum og þar af leiðandi hörfa í næstu árás.
    Hvað erum við að eiga mörg skot úr góðum færum þar sem við hittum ekki markið.

    7
  9. Þannig fór um sjóferð þá og titillinn kominn hendur Arsenal (í ljósi markamunar sem illmögulegt er að vinna upp).

    Ekki mikill meistarabragur á okkar mönnum og hefur ekki verið í þó nokkurn tíma.

    Nú er bara að leggjast á bæn um keppinautar tapi stigum í næstu leikjum, þó vissulega líti Arsenal út eins og meistaralið í sinni spilamennsku.

    Vonin lifir. Áfram Liverpool!

    14
  10. 3 leikir í vetur á móti þessu allra slappasta Man Utd liði sem ég man eftir án sigurs. Nánast alltaf með yfirburði, 20-30 skot. Framherjarnir okkar því miður lengst af í vetur slakir. Jota held ég bestur af þeim. Við erum mjög oft í leikjum með yfirburði og fáum fjölfa færa. Dýrt að klára ekki færin og svo á hinum endanum erum við að leka alltof mörgum aulamörkum. Utd fá ekkert færi í leiknum en skorar 2. Ég tel að möguleiki okkar hafi farið þarna. Sé Arsenal ekki misstíga sig.

    6
  11. Framherjarnir okkar eru því miður í verulegum vanda fyrir framan markið. Þetta hefur verið á leiðinni í undanförnum leikjum og Arsenal auka stöðugt markamuninn á okkur. Jota strax takk.

    6
  12. Við skiptum út miðju á síðasta tímabili, næsta verkefni sskipta út þessar glötuðu færasóða sóknarlínu!!! Ömurlegir í alla stað.

    5
  13. Djöfull er salah orðinn lélegur, kostaði okkur stigin í dag og næstum því í síðasta leik.Alltaf skal hann byrja á kostnað Elliott sem er að spila svo mikið betur,Ótrúlegt að klopp sjái það ekki,

    12
  14. Vona svo sannarlega að Edwards sjái til þess að við seljum Salah í sumar og fjárfesti í hæfileikum. Í undanförnum leikjum hefur hann verið wasteful og bætir það ekki upp eins og hann var þekktur fyrir 2 árum.

    10
  15. Hvað er leyfilegt að gera mörg klúður í einum leik? Það eitt og sér er lögreglu mál$$$$$$

    7
  16. Við máttum ekki mistíga okkur í síðustu 8 leikjunum en föllum á fyrstu hindrun.

    Það sem gerir það verra er að þetta er gegn Man utd. Við vorum betri út á vellinum. Fengum miklu fleiri tækifæri og ef allt væri eðilegt þá væri þetta örugg 3 stig og við færum syngjandi glaðir inn í vikuna.

    Málið er að það er ekki allt eðilegt. Við kláruðum ekki þessi færi og fyrir vikið þá fengum við bara 1 stig út leik sem við áttum allan daginn að klára.

    Hvað þýðir þetta? Jú, Arsenal er kominn með titilinn í höndum sér og líta mjög vel út.

    Þeir eiga þessa leiki eftir.
    A.Villa heima – Þeir klára alla heimaleiki
    Wolves úti – Úlfarnir kunna að verjast
    Chelsea heima – gefins 3 stig
    Tottenham úti – Tottenham langar ekkert annað en að skemma fyrir þeim en Tottenham hentar þeim samt rosalega vel. Sækja á mörgum og eru galopnir aftarlega.
    Bournmouth heima – gefinst 3 stig
    Man utd úti – Ef Þetta er sama Man utd lið og í dag þá klárar Arsenal þá örugglega en þegar hér er komið í sögu er Man utd líklega ekki að keppa að neinu og myndu fagna tapi ef það myndi þýða að Liverpool/Man City urðu ekki meistara
    Everton heima – Er hægt að fá auðveldari leik gegn liði sem óskar sér að Liverpool vinnur ekki.

    Svo fyrir fram er þetta ekki auðveldasta prógramið en ég held að eini leikurinn sem mun láta þá svitna er Tottenham úti og mér finnst samt Arsenal sigurstranglegastir í þeim leik.

    p.s Að við skulum líklega vera að klúðra deild og bikar á old trafford er ótrúlega sorglegt miða við gæðin í okkar liði og þeirra.

    12
  17. Tveir leikir á Old Trafford á stuttum tíma hafa sturtað þessu kveðjutímabili í ræsið.
    Call the season off!

    6
  18. Tveir leikir á Old Trafford á stuttum tíma hafa sturtað þessu kveðjutímabili í ræsið.
    Call the season off!!

    2
  19. Leikmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki sett allavega 3 mörk í fyrr hálfleik og á endanum er þér refsað þótt þú dominerar fyrri hálfleikinn.
    Sem betur fer fengum við vítið sem skilaði jafntefli, annars held ég að við hefðum klúðrað tímabilinu.
    .
    Arsenal á eftir erfiða leiki meðal annars á móti MU og Tottenham á útivelli og Aston Villa og Chelsea. Þeir hafa haft það nokkuð náðugt þar sem það hefur verið stundum góð hvíld á milli leikja en nú eru þeir að fara í þétt prógram ásamt því að mæta Bayern á útivelli.
    En það má ekki gleyma Man Cuty þeir eru til alls líklegir líka.

    Ég held að þetta sé ennþá í okkar höndum og Arsenal og Man City eiga eftir að tapa stigum.

    Ég trúi 🙂

    YNWA

    7
  20. Farið, Ars og Shitty eru ekki að fara að gera LIverpool og misstíga sig. Því miður er Ars að fara að taka þetta.
    Að hafa þetta í okkar höndum á þessu stigi er mönnum bara ofviða.
    Gefum mörk til að koma liðum aftur inn í leikinn og svo þessi helv… færanýting og ákvörðunartaka á síðasta þriðjungi er gjörsamlega að gera mig brjálaðan.
    Burt séð frá öllum dómara og VAR skandölum, þá getum við heldur betur sjálfum okkur um kennt.
    Brjálaður.
    Vil selja alla framlínuna eins og hún leggur sig. Ömurlegt.
    Það er líka ekki hægt að hafa hafsent nr. 2 sem getur bara spilað annan hvern leik, eins ógeðslega góður og hann er. Það er brottrekstrarsök að ekki hafi verið keyptur alvöru hafsent í janúar.

    8
  21. Það er ekki oft sem ég treysti mér ekki til að horfa á Liverpool leik til enda en í dag þoldi ég ekki við lengur en fram að 75tu mínútu. Þetta lá í loftinu.

    Ógeðslega pirrandi að menn skuli ekki skila þessum aragrúa færa í netið. Hvað eru þeir eiginlega að hugsa? Já, ég er að horfa á þig, Mohamed Salah!

    Djöfulsins bara!

    6
    • En Liverpool eru búnir að vera duglegir að skora eftir 75 mín, þannig að þetta var skrítinn tími til að hætta að horfa 🙂

      1
  22. Óþarfa neikvæðni í athugasemdum. Þetta er ekki búið. Langt frá því. Titillinn verður okkar.

    YNWA

    4
    • Miðað við frammistöðu liðsins undanfarið eru meiri líkur á að Liverpool mis stigi sig en Arse og City

      2
  23. Þetta er að sjálfsögðu ekki búið og City og Arsenal eru hvorugt búinn að vinna restina af leikjunum þó það séu miklar líkur þá sérstaklega hjá City finnst manni.
    Arsenal eiga þannig séð frekar erfiða leiki eftir ég hef meiri áhyggjur af City en þeim þessa stundina.

    Svekktur með lykilmenn í dag voru bara alls ekki að finna sig ætla samt að leyfa mér að vera sáttur við Diaz fannst hann alltaf vera reyna skorar þarna flott mark líka í fyrri.
    Klaufalegt hjá Quansah þarna og því miður þá gjörbreyttist allt eftir að þeir jöfnuðu þeir fengu trú á að geta gert eitthvað og stuðningsmenn þeirra vöknuðu eitthvað sem var alltaf að fara vera vont.
    Elliot átti flotta innkomu.

    YNWA

    8
  24. Af hverju er tekur Macca ekki hornin? Jújú, fyrsta markið kom frá Robbo en öll hin 30 hornin hjá Rob og Sob voru ömurleg.

    Af hverju er Konate að spila gegn S.utd en hent á bekkinn gegn mu?

    Af hverju þarf Lpool að drulla alltaf meira uppá bak því meir sem þetta mu lið sökkar?

    Er ekki lítið brjálaður! Þetta er samt ekkert búið en algjör krafa núna að vinna alla síðustu sjö leikina.

    8
  25. Sælir félagar

    Fyrri hálfleikur góður?!?! fyrir utan að framlínan þarf 1000 færi til að skora og það er ekki boðlegt. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þennan skítaleik hjá Liverpool. Helvíti bara!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  26. Fannst öll sóknarbygging taka allt of langan tíma þegar 10 mín voru eftir og Utd búnir að pakka í vörn. Við hefðum átt að keyra á þá af hraða. Ekki vera að senda allar þessar sendingar afturábak.

    5
  27. Allt í einu laust því niður í höfuðið á mér. Það er búið að segja Salah að hann verði seldur í sumar. Muniði eftir því hvernig allt þornaði upp hjá honum mánuðina áður en hann fékk nýjan samning og heiftarlega kauphækkun? Hann var svosem inná, en gerði ekki neitt. That’s it. Hans útgáfa af fýlu.

    Prove me wrong…

    3
  28. Fyrir tímabilið hefði maður nú tekið því að vera í 2. sæti á markamun þegar nokkrar umferðir væru eftir.
    Þetta Liverpool lið er stórskemmtilegt fótboltalið, enjoy the ride og veriði ekki svona miklir vælukjóar.
    Þannig er nú það.

    11
    • Ömurlegur og neikvæður tónn í umræðunni. Mætti halda að ég væri að lesa athugasemdir á síðu rauðu djöflana og að titilbaráttunni sé lokið. Menn tala eins og að Liverpool hafi glatað titlinum þegar 7 umferðir eru eftir og 21 stig eru enn í boði. Hvað við megum vera stoltir af þessu liði sem deilir enn efsta sæti deildarinnar með Arsenal stigi á undan City. Liverpool er eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar og er svo sannarlega enn í titilbaráttu. Bæði City og Arsenal eiga eftir að tapa stigum þegar pressan verður óþolandi á lokametrunum. City hefur sýnt þessháttar veikleikamerki og eru ekki eins stabílir og undanfarin ár. Arsenal heldur ekki haus þegar pressan eykst því þeir hafa enga reynslu af titilbaráttu. Liverpool á í raun ekki að vera í titilbaráttu sé tekið er tillit til meiðsla leikmanna og óhagstæðrar dómgæslu einkum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er stoltur af mínum mönnum þrátt fyrir að við liðið hafi misstigið sig í dag. Þeir eflast við þetta mótlæti. Áfram Liverpool.

      24
      • Við verðum bara að vona að okkar menn klári þessa leiki sem eftir eru með sæmd (taki öll stigin). Ég hef ekki trú á að City misstígi sig miðað við prógrammið hjá þeim en öðru máli gegnir með Arsenal þeir eiga erfiðasta prógrammið fyrir höndum og ég hef ekki trú á að þeir klári það án þess að tapa stigum.

        2
  29. Varðandi frammistöðu Salah, þá má ekki gleyma að Ramadan er enn í gangi og lýkur ekki fyrr en á þriðjudaginn.

    Reynið að sýna toppframmistöðu þegar þið borðið ekkert frá sólarupprás til sólarlags.

    2
    • Hin hliðin á málinu er alveg jafn rétthá: Ef Salah er of máttfarinn af föstu til að spila, þá á hann að vera á bekknum eða jafnvel ekki í hóp. Bara alveg eins og ef hann væri meiddur eða veikur. Það er ekki hægt að bjóða fyrirtæki upp á starfsmann sem er meðvitundarlaus af hungri í heilan mánuð. Sá maður er bara sendur í veikindaleyfi.

      15
      • Hárrétt Henderson14 og góður punktur!

        Að láta eitthvert trúarkjaftæði spila hér inní sem mögulega bitnar á liðinu er hreinasta fásinna! En ok, ef föstunni lýkur á þriðjudaginn þá hlýtur Salah að mæta ferskur og pattarlegur eftir góðar máltíðir í Evrópuleikinn á fimmtudaginn.

        Við eigum það allavega inni hjá honum að hann fari að sýna sitt rétta andlit!

        YNWA

        3
  30. Þegar rykið hefur aðeins fallið þá var þessi frammistaða svo dæmigerð fyrir liðið í vetur.
    Á mörgum, og eiginlega flestum sviðum, algerlega frábærir, en svo á öðrum hund lélegir sem á endanum kostaði okkur sigurinn og er að kosta okkur möguleikanum á titlinum.

    3
  31. Þetta var súrt jafntefli en erum engu að síður stigi á undan City. Eins lengi og við höldum þeim stigi á eftir okkur verðum við meistarar. Arsenal á mjög erfitt prógramm eftir! Chelsea gæti gert þeim grigg ásamt Tottenham og United sem eru leikir á útivelli hjá þeim. Það eru ekki miklar líkur á að þeir taki fullt hús stiga úr þeim þremur viðureignum. Ef svo verður eru þeir þá bara einfaldlega verðskuldaðir meistarar í vor.

    Það sem okkar menn þurfa núna að gera er að klára það sem eftir er. Ætti að vera frekar straight forward en eins og enska deildin er, þá er ekkert gefið í þeim efnum. Við verðum því bara að trúa og vona að menn fari að girða sig í brók, nýta færin betur og ekki gera mistök í öftustu línu.

    3
  32. Sælir félagar

    Ég er enn frekar fúll yfir niðurstöðum leikja Liverpool gegn MU. Liverpool á að vera miklu betra lið en þeir en samt hafa þeir vinninginn í þessum þremur leikjum á leiktíðinni. Ótrúlega “sloppy” mörk sem þeim eru gefin í þessum tveimur síðustu leikjum og að geta ekki troðið tuðrunni inn á leiknum á Anfield var aumt. Ekki var Salah þá í neinu svelti???? Niðurstaða þessa leiks var svo ógeðsleg að maður á bara ekki til orð. Hvernig sem restin fer þá er þetta ekki lengur í höndum Liverpool heldur verður að vona að einhver lið sem við teljum að séu lakari en okkar lið bjargi okkur. Frekar vesælt verð ég að segja.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  33. Þessi úrslit eru engin heimsendir félagar ! Þó svo að við höfum verið miklu betra liðið og átt sigurinn skilinn. Arse á eftir að tapa stigum, vitiði til, sem og shitty.
    Mikið hlakka ég til að fá Jota tilbaka, hann er sá leikmaður sem þarf ekki nema 1-2 færi til þess aað skora mark. ÁFRAM GAKK !

    4

Liðið gegn United

Gullkastið – Uppfæra áskrift hjá Hlaðvarpsveitum