Liðið gegn Ipswich

Liðið er klárt í fyrsta opinbera keppnisleik Arne Slot fyrir Liverpool:

Bekkur: Kelleher, Konate, Tsimikas, Bradley, Endo, Jones, Elliott, Gakpo, Nunez

Í sjálfu sér engar stórfréttir þarna. Quansah er á undan Konate í goggunarröðinni miðað við þetta, og það er hreinlega bara fyllilega verðskuldað.

Annars er það svo magnað að Slot getur í raun valið úr öllum sínum leikmönnum, því enginn er á meiðslalista. Nú þurfa sagnfræðingar að dusta rykið af bókum og finna út hvenær það gerðist síðast. Hins vegar er Joe Gomez ekki í hóp, og talað um að það sé vegna þess að hann sé líklega á förum frá félaginu.

Önnur tölfræði sem er kannski ekki alveg jafn skemmtileg er sú að enginn knattspyrnustjóra Liverpool á þessari öld unnu sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið. Vonum að nú sé kominn tími til að því tímabili ljúki.

Nú og svo er gaman að segja frá því að í 7 sterkustu deildunum í Evrópu eru 132 lið. 131 þeirra hafa keypt leikmann á árinu. Þið megið geta hvert þetta eina er…

Hjá Ipswich á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þeirra stærsta styrking mun hafa á leik liðsins, en þar er ég að sjálfsögðu að tala um Ed Sheeran. Hann ku víst verða viðstaddur á eftir.

KOMA SVO!!!!!

54 Comments

  1. Liverpool þarf ekki að kaupa leikmenn, við erum með Jürgen Klopp. 🙂

    1
  2. Nákvæmlega e?kert sem kemur á óvart þarna, átti von á því að Quansah væri við hliðina á Van Dijk.
    Ég er fáranlega spenntur að sjá liðið í dag.
    Koma svo

    5
  3. Þetta er að skella á.
    Byrjunarliðið er bara nákvæmlega það sem maður bjóst við og bekkurinn er mjög sterkur.
    Hlakka til vonandi fáum við sigur í fyrsta leik Slot.

    YNWA

    5
  4. Var það ekki í fyrra eða var það í hitteðfyrra þar sem þeir voru margir haltrandi eftir undirbúningstímabilið? Aldrei skildi ég þá taktík. Alheill hópur núna, er vísbending um bætt verklag og skynsamlegra.

    En hverjum datt ekki í hug að við þyrftum að opna mótið með hádegisleik á bandbrjáluðum útivelli gegn nýliðum í deildinni?

    Engum.

    Jæja, nú byrjar fjörið!

    Koooommmmaaasssoooo!!!!

    5
  5. Það verður erfitt að brjóta niður brjálaða baráttu heimamanna í dag. Rosaleg barátta útum allan völl og ekkert gefið eftir, djöfull er gaman að þetta sé byrjað aftur.
    Eruð þið að lesa í áherslubreytingar svona á fyrstu mín ?

    8
    • Minni heavy-metal pressa, samt einhver, eins og það sé verið að loka á svæði meira. Mikið spil frá markmanni og fram, inní markteig (naga neglurnar yfir þessu). Langar sendingar yfir vörn Ipswich á okkar sóknarmenn, virðist vera meira af þessu. Vörnin hjá okkur lítur ennþá ekki nógu vel út í föstum leikatriðum
      Minnir samt eilítið á leiki í fyrra við minni-spámanna-lið, eins og við höfum fengið koffínlaust kaffi á meðan þeir þambað expresso fyrir leik.

      8
  6. Bandbrjálaðir bláliðar. Nú gildir þolinmæðin sem aldrei fyrr. Leyfa þeim að hlaupa sig máttlausa og safna spjöldum. Þetta kemur.

    5
  7. Ekki er spilamennskan að heilla en sem komið er.
    varla skot á mark. Ipswitch líklegri ef eitthvað er.

    5
  8. Finnst eins og Robbo sé meira með þeim í 3 manna vörn og Trent dragi sig svolítið inná völlinn með Gravenbergh.
    Allavega fær Robbo lítið að bruna fram völlinn en Mac Allister fer meira vinstra megin til að aðstoða Diaz.

    2
  9. Eigum svo Elliot og Nunez á bekknum. Það gæti munað um þá þegar bláir taka að mæðast.

    En fyrirsjáanlega förum við öllu að gát.

    1
  10. Hvernig er þetta ekki annað gult á ipswich gaurin. Hendir ser niður og blakar boltan með hendi. Spái að dómgæslan verður verri þetta season en síðasta.

    6
  11. Það eru annsi margir sem ekki heilla mig. Sérstaklega Zobo og Gravinb.

    2
  12. Arne Slot hefur heilmikið að segja í hálfleik við leikmenn Liverpool sem hafa valdið vonbrigðum margir.

    4
  13. Sælir félagar

    Skelfileg frammistaða Liverpool liðsins í fyrri hálfleik. Sendingar lélegar og sinkið í liðinu ekkert. Með sama leikstíl fá okkar menn á sig mörk og eru heppnir að vera ekki undir eftir fyrri hálfleik. Ég fer fram á að okkar menn girði sig í brók og fari að spila fótbolta af þeim gæðastandard sem þeir þykjast vera á. Ipswich spilar nákvæmlega eins og maður bjóst við með miklum látum og gríðarlega háu orkustigi og líklegat að dragi af þeim í síðari hálfleik. Koma svo, vakna og klára leikinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  14. Okkar menn greinilega ekki búnir að læra á Slot-boltann. Þar af leiðandi lítur þetta steingelt út.

    Út með Diaz og Szobo fljótlega og inn með Gakpo og Elliott.

    Auðvitað tekur tíma fyrir liðið að spila sig í gang undir nýjum þjálfara en gæðin í okkar hópi eiga að klára þennan leik, annað er ekki boðlegt.

    8
  15. Það er seinni hálfleikur eftir og við erum með gæðin til að klára þetta.
    Menn eru að stilla sig saman undir nýjum stjóra það er eðlilegt að séu smá hnökrar og gegn sprækum nýliðum á þeirra heimavelli aldrei að fara verða auðvelt.

    Koma svo hafa trú á þessu !
    YNWA

    6
  16. Fyrsta próf Slot sem leikstjóra kemur núna. Getur hann hnikað einhverju til að nýta sér ákafa Ipswich.

    Hans styrkur er sveigjanleiki. Nú þarf að finna leiðir til að koma boltanum betur upp völlinn. Sé okkur skipta í 2x 10ur í einhvers konar 4222 kerfi. Szlobo og Díaz út fyrir Elliott og Nunez kannski.

    2
  17. Bláir eru sprækir en ekki klínískir. Falla, augljóslega þegar móðurinn rennur af þeim. Þurfum að ganga á lagið þegar mjólkursýran og gulu spjöldin hjá þeim fara að segja til sín (af hverju samt … vísvitandi hendi … ekki gult???).

    Augljóslega er dagsskipunin að fara öllu að gát, læra betur inn á nýtt kerfi. Salah hefði mátt nýta sendingarnar betur en við þekkjum hann – þetta kemur. Við förum að komast í færi þegar þeir þreytast. Þetta er leikur sem Elliot hefði átt að byrja. Held að Nunez gæti líka gert usla hjá þeim (bara passa rangstöðuna…).

    Er bjartsýnn. Held við náum marki, segjum á 60. mínútu! Jota verður þar á ferð.

    10
    • Já smávægileg meiðsli.
      Svo er Joe Gomez líklegast að fara og Konate oft meiddur.
      Menn hljóta að huga að miðvarðakaupum strax á morgun.

      3
  18. Er ekki fullkomlega galið að selja Gomez meðan við erum með þessa brothættu miðverði???

    6
  19. Sammála Lúðvík, en áherslan núna virðist vera á sölur leikmanna frekar en að kaupa.

    3
  20. hahahaha!!! já var það ekki bara Jota sem skoraði á 60. mínútu???

    sjá komment nr. 22.

    16
  21. Byrjaði að horfa á 50min. Það þarf að semja við Trent, það er klárt.

    6
  22. Búinn að skora í fyrsta leik 9 tímabil í röð nýtt met….þessi gæi….

    5
  23. Þarna hefði Diazinn mátt fara með löppina í markmanninn og falla. Púra víti og jafnvel rautt.

    6
  24. Meiri kjeddlíngarnar hérna inni.
    Slottarinn bara að fá fílíng fyrir nýliðunum og leyfa þeim að mása og blása.
    Skiptir yfir í 3. gír í seinni og klárar þetta létt.
    Það er nú þannig

    7
  25. Stórskemmtilegur seinni hálfleikur. Salah frábær og mér finnst Diaz búinn að valda allskonar vandræðum fyrir bláliða.

    7
  26. Sáttur við Gravenberch. Hann er að koma sterkur inn. Hann og Szobo eru einhvers konar sexu hlutverki fyrir aftan Macca.

    6
  27. Flottur sigur gegn sprækum nýliðum. Gravenberch fannst mér fantagóður, bæði í tæklingum og sendingum en við þurfum samt sexu fyrir þetta langa tímabil. Það er lykilatriði ásamt því að semja aftur við Trent, Salah og van Dijk. Algjörir yfirburðarmenn í sínum stöðum í deildinni!

    4

Í ár ætlum við að elska hádegisleiki – Upphitun fyrir Ipswich

Ipswich 0 – 2 Liverpool