Liðið gegn AC Milan – fyrsta rótering Slot

Meistaradeildin hefst aftur innan skamms eftir árs pásu hjá Liverpool og er nú með nýju uppleggi og hefur Liverpool leik á San Siro og mætir AC Milan.

Arne Slot hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapleiknum gegn Nottingham Forest um helgina.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

Szoboszlai – Gravenberch – Mac Allister

Salah – Jota – Gakpo

Bekkurinn: Kelleher, Jaros, Gomez, Endo, Diaz, Nunez, Chiesa, Jones, Robertson, Quansah, Morton, Bradley.

Tsimikas kemur inn fyrir Robertson og Gakpo fyrir Luis Diaz. Þá er Chiesa í fyrsta skiptið í leikmannahópi Liverpool síðan hann gekk nokkuð óvænt til liðs við Liverpool í lok sumargluggans.

Sjáum hvernig Liverpool tekst eða tekst ekki að svara fyrir svekkjandi úrslit um síðastliðna helgi.

35 Comments

  1. Ánægður með byrjunarliðið. Hefði viljað sjá Nunez byrja. En treysti Slot.

    Væri sterkt að vinna og gott fyrir móralinn.

    Áftam Liverpool!!!

    6
    • Gefst upp eftir 3 mín og afskrifar stjórann.

      Góður stuðningsmaður

      14
    • Ég ætla að brjóta hegðunarkóðann á þessu spjalli og fullyrða að þú ert vitleysingur!

      Eða 11 ára…..

      2
  2. Glórulaus Tsimikas og Konate gerði EKKERT til að loka á skotið. Alveg eins og þegar Forest skoraði. Faldi sig og leyfði skotunum að koma í gegn. Hefði auðveldlega geta lokað á Húsinu Odoi með því að setja fótinn út.

    2
  3. Glæsilegt! Konate eftir snilldarsendingu frá TAA

    Frábær skalli! Hljótum að vinna þessi PL rejects.

    4
  4. Hahaha

    Turnarnir okkar! Þvílíkir kóngar!

    Komin yfir. Gef þessum fyrri hálfleik toppeinkunn Búin að vera með algera yfirburði á háværum útivelli.

    Vel gert.

    ps. maður heyrir nánast hjartsláttinn í Salah. Sá ætlar að setja sitt mark á leikinn!

    5
  5. Algjörir yfirburðir eftir markið frá AC heldur vonandi áfram í seinni.

    5
  6. Þeir eru í raun ekki margir leikmenn liverpool sem hafa hækkað í verði eftir að Klopp hætti en Gravenberch er klárlega einn þeirra.

    2
  7. Hversu myndugur er þessi dómari? Topp gæði.

    Þeir reyna hvað þeir geta að fiska víti og aukaspyrnur en hann sér í gegnum þetta.

    2
  8. Gakpo með risa-statement. Frábær í þessum leik. Ég búinn að nöldra aðeins yfir Szobo en þá nær hann að pikka boltanum inn! Gott og verðskuldað.

    2
  9. Nú er það Gomez sem kemur inn í bakvörðinn fyrir TAA. Slot hefur engan tolerans fyrir mistökum. Bradley er í kuldanum.

    en þetta eru miklir yfirburðir, minnir á leikina í deild mínus þann síðasta!

    1
  10. úff…. Gomezinn hefði líklega átt að leysa Konate af… skíthræddur um franska postulínið sem hefur staðist álagið fram að þessu…

  11. Maður leiksins

    Konate, VVD eða Gravenberch …

    take your pick!.

    1

Gullkastið – Skítur Skeður

Milan 1-3 Liverpool