Eftirsóttasti þjálfari í heimi var í dag tilkynntur sem yfirmaður knattspurnumála hjá Red Bull samsteypunni þar sem hann hefur störf strax eftir áramót. Hann er ekki að fara á hliðarlínuna hjá þessum liðum heldur meira í gamla starfið hans Gerard Houllier og Ralf Ragnick.
Þetta þarf nú kannski ekki að koma svo ýkja mikið á óvart. Klopp er þarna augljóslega ekki að fara í sama álag og hann hefur unnið í undanfarin 25 ár en engu að síður að vinna í fótboltanum og sér þarna tækifæri til að deila sinni reynslu til annarra stjóra sem og að læra eitthvað nýtt sjálfur.
Red Bull samsteypan þarf ekki heldur að koma á óvart, fyrir það fyrsta getur hann þá auðvitað verið búsettur í Þýskalandi, þeirra hugmyndafræði er keimlík þeim fótbolta sem Klopp stendur fyrir og í tíð Klopp hafa alla jafna verið töluverð samskipti við Red Bull. Núverandi stjórar hjá Red Bull liðunum þekkja einnig flestir Klopp mjög vel
RB teams around the world are (mostly) coached by former players/teammates/associates of Klopp.
– Leipzig: Marco Rose (with him at Mainz)
– Salzburg: Pepijn Linders (asst. at Liverpool)
– New York: Sandro Schwarz (with him at Mainz)
That leaves only Pedro Caixinha at Bragantino.— Derek Rae (@RaeComm) October 9, 2024
Samhliða þessari tilkynningu var sagt að Klopp væri með skýrt ákvæði í samningi að hann má taka við Þýska landsliðinu losni sú staða og óskað verði eftir hans kröfum. M.ö.o. þetta starf hjá Leipzig virkar eins og biðleikur þar til Nagelsmann hættir með landsliðið og Klopp nennir að hella sér aftir af aðeins meiri alvöru í þjálfun aftur.
Eigum við ekki að segja að þetta sé nokkuð hlutlaust næsta skerf hvað Liverpool varðar, skárra en ef hann væri að taka við liði sem stjóri og færi að mæta Liverpool þannig. Þó Liverpool eigi vissulega Leipzig í næsta leik í Meistaradeildinni. Hinsvegar eru stuðningsmenn Dortmund allt annað en ánægðir og líklega á það við um þýska stuðningsmenn almenn, Red Bull liðin eru alls ekki vinsæl í Þýskalandi líkt og við höfum farið yfir áður. Hvað okkur varðar er þetta klárlega skárra en ef þetta væri sama starf hjá City Group þó Red Bull sé fyrir Þýskum ekki ósvipað “ævintýri”
Alisson meiddur
Auðvitað fór það svo með Alisson eins og við óttuðumst, hann er frá í 6 vikur og verður ekkert með í gríðarlega þungu leikjaálagi milli næsti landsleikjapása. Þetta er einmitt ástæða þess að Liverpool keypti annan heimsklassa markmann í sumar og hefur ekki viljað selja Kelleher. Það reynir heldur betur á hann næstu vikur og ekki í boði að vera veikur líkt og í síðasta leik!
Alisson er fáránlega mikið meiddur m.v. stöðu sem hann spilar og er að missa af 1/4 af of mörgum tímabilum sem er svo sorglega mikil synd. Bara síðasta vetur missti hann af 18 leikjum. Þegar Adrian var að spila og klúðra t.d. fyrir okkur Meistaradeildinni vantaði bæði Alisson og Kelleher.
Það er svosem ágætt að inni í þessum tíma eru tvö landsleikjahlé en á 21 degi missir hann af þessum leikjum Chelsea, RB Leipzig, Arsenal, Brighton (x2), Bayer Leverkusen, og Aston Villa.
Þetta er bara rándýrt helvíti.
Gott að karlinn sé búinn að ná upp orku og heilsu.
Mín kenning var sú að hann hafi hreinlega fengið nóg og eitthvað brotnaði í samstarfinu en verandi þessi endalausi heiðursmaður fór hann frá okkur a fallegan og virðingaverðan hátt. Verður alltaf númer 1 í minum huga
Kanski rugl í mér en finnst áberandi hvað þessir ??????????????? Koma oft þegar Einar Matthías skrifar pistla…..ég er að tala um komment nr 2 og 3 hér fyrir ofan….þokkalega þreytt fyrirbrigði….
Þetta er því miður mjög stórt vandamál, við þurfum reglulega að fara inn og hreinsa út þessi spam komment. Því miður virðist spam vörnin sem fylgir þessari uppsetningu af WordPress bara ekki vera betri, merkilegt hvað hún hleypir miklu spami í gegn, en svo eiga “lögleg” komment alveg til að detta út.
Jurgen Klopp má þessvegna taka við hvaða liði utan Englands án þess að það pirri mig. Hann var einfaldega kominn á endastað andlega og gat ekki meir. Þetta var rétt ákvörðun hjá honum. Mér fanst ég t.d greina mjög aukin pirring hjá honum í garð fjölmiðla í Englandi (Sem er reyndar vel skiljanlegt) þegar hann var í viðtölum. Orðin þreyttur á að svara fyrir eitthvað sem honum þótti vera algjört þvaður (Líklega vegna þess að það var þvaður) mér fannst hann alltaf vera á 150 % orku og það hlaut að koma að því að hann gat ekki meir.
Án nokkurs vafa besti framkvæmdarstjóri Liverpool. Gerði okkar lið að Evrópumeisturum og braut 30 ára ógæfuna. Gerði okkar lið að Englandsmeisturuum á tíma þar sem samkeppni hefur aldrei verið meiri og liðin í kringum okkur eru að verða stöðugt dýrari. Þetta gerði hann fyrir lítið fé í samanburði við samkeppnisaðila.
Hreinræktuð goðsögn.
8 ár eru hámark fyrir þjálfara eða hvaða stjórnanda sem er….Klopp gerði FRÁBÆRLEGA á sínum 8-9 árum…Slott er betrungur hingað til….
Ekki mikið búið og nánast engin meiðsli lykilmanna fyrr en núna hjá Allisson.
Svo er þetta liðið hans Klopp sýnist mér frá A-Ö.
Slott byrjar vel en betrungur … tja.
Einhverjir efuðust um Klopp væri að segja satt þegar hann sagði að þreyta væri aðal ástæða þess að hann væri að fara frá LFC. 22 ár í krefjandi störfum sem stjóri tekur einfaldlega sinn toll.
Þetta skref og ákvæðið um Þýska landsliðið benda þó til þess að Klopp hafi ekki verið að ljúga að okkur. Hann er meiri maður en það.
Skrýtið að horfa á enska liðið spila í kvöld – og tapa. Grikkir skoruðu tvö lögleg mörk, þrjú ólögleg í viðbót og svo var einu sinni hreinsað á línu. Englendingar áttu hinsvegar bara tvö skot á mark í öllum leiknum og náðu að skora úr öðru. Afskaplega kraftlaust og hugmyndasnautt miðað við hversu margir hæfileikamenn eru í enska hópnum.
Við erum að byrja tímabilið vel en ég verð því miður að taka undir það sem kemur fram í blaðagreininni. Klárum þetta sem fyrst. Það væri ömurlegt að fara inn í nýtt ár vitandi að samningar okkar 3ja bestu manna renna út um vorið. https://fotbolti.net/news/10-10-2024/stor-fill-i-herberginu-hja-liverpool
Áfram Liverpool!