Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 495
Ögurverksliðið.
Líklega auðveldasta valið hingað til.
Jack Robinson
Svo má nefna Insúa, Vignal
Sælir bræður og takk fyrir mjög góðan þátt.
Maður veltir því fyrir sér hvenær gárungarnir einmitt fara að hætta að tala um það Liverpool sé ekki búið að fá almennilegt leikjaprógramm á liðið þetta tímabilið. Þetta er auðvitað orðin mjög þreytt retórík sem við höfum heldur sýnt að eigi einfaldlega ekki við lengur. Enda er það mjög sérstakt að vera með þá kröfu á liðið að það sé ekki hægt sjá í hvaða standi það er fyrr en það keppir við liðin sem eru fyrir ofan okkur í töflunni.
Newsflash: WE’RE ON TOP OF THE F***** LEAGUE!
Hvern hefði órað fyrir því að við værum efstir í Premier League, efstir í Meistaradeild og inni í báðum bikarakeppnunum ennþá á þessum tímapunkti? Með nýjan þjálfara? Með sama mannskap og í fyrra? Slot er ekki einu sinni byrjaður að fá sína menn í liðið þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta verður þegar hann er kominn með þetta eftir sínu höfði.
Held reyndar síðan með ManCity og þeirra taphrinu að þá sé það bara að opinbera, það sem ég hef haldið fram í langan tíma, hvað Pep er í raun ekkert góður þjálfari. Hann er bara deluxe-útgáfan af Mourinho, hefur alltaf haft óútfylltan tékka til að byggja upp það lið sem hann vill. Hugsið ykkur hvernig allt fer á hliðina hjá þessu liði bara við það að Rodri detti út? Fullt af gæðum í þessu liði en það er einhver mygla greinilega í búningsklefanum – spá því að Pep verði kominn til Saudi næsta sumar!
Hlakka mjög mikið til leiksins við City núna – fyrir mér er það eina prófið sem Liverpool þarf að standa einhver skil á – annað er bara noise í misvitrum stuðningsmönnum liða sem eru langt fyrir neðan okkur í getu.
Áfram að markinu – YNWA!
haha já ég hef einmitt sett fram efasemdir um stjörnugæði Pep. Slíkur úrvalsþjálfari sem hann á að vera, ætti ekki að þurfa að tefla á tæpasta vað og sveigja/brjóta reglur um útgjöld sem öðrum ber að fylgja. Þá hefur hann selt leikmenn sem hafa svo blómstrað hjá öðrum liðum og keypt svo nokkra amlóða fyrir morðfé. Slíkt ýtir undir réttmætar efasemdir um yfirburðahæfni hans!
Nú hafa okkar menn ásamt Arsenal og MU sett aukinn þrýsting á yfirvöld að ganga hart gegn City í þessu 115 liða dómsmáli. Þau vilja auðvitað fá þá titla sem þeim ber.
Fróðlegt væri ef rannsókn færi fram í framhaldinu, á dómarskandölunum sem hafa hrifsað frá okkur amk þrjá PL titla á tíu árum. Þá gæti nú sitthvað rotið komið í ljós!
Ég er vissulega aðeins of seinn í partíið en fannst vanta að minnast á nokkra hægri bakverði í umræðuna. Tek svo vinstri bakverði fyrir hér að neðan.
David Raven – Kom fram á þeim tíma sem ég var rétt að byrja að fylgjast unglingaliðum Liverpool og hélt alltaf að við værum að fara að fá næsta Steven Gerrard og Jamie Carragher. David Raven spilaði einn leik með LIverpool og átti svo “stórkostlegan” feril, meðal annars með Carlisle United, Iverness Celedonian Thistle og WarringtonTown.
Jon Otsemobor – 6 leikir fyrir Liverpool og þar af 4 í deild og að sjálfsöðu hélt maður að þar væri kominn hægri bakvörur framtíðarinnar en levelið hans var sennilega meira Championship og League One með Crewe Alexandra, Norwich og Milton Keynes Dons og þannig liðum.
Antonio Barragan – Einn af ungu leikmönnunum sem Benitez sótti og maður hélt að hann væri algerlega að umbreyta unglingastarfinu og nú mundum við fá ungstjörnurnar á færiböndum. Barragan var farinn ári síðar og átti svo sem ágætis feril, og á meðal annars 110 leiki með Valencia.
Andre Wisdom – Uppalinn leikmaður sem maður var með sæmilegar væntingar til. Spilaði 22 leiki fyrir liðið en var svo mikið á láni áður en hann fór til Derby County.
Javier Manquillo: Kom ungur á láni frá Atletico Madrid og maður batt smá vonir við að það yrði svo varanlegt eftir að hann spilaði 19 leiki tímabilið 2014-15. Það varð ekki. Varð svo síðar rotation leikmaður hjá Newcastle í sex tímabil en er í dag hjá Celta.
Neco Williams – Enn eitt fórnarlamb þess að koma upp hjá Liverpool á eftir Trent Alexander-Arnold.
Ki-Jana Hoever – Hollendingur sem við stálum frá Ajax og ég hélt að yrði stórstjarna hjá okkur. 4 leikir og ca. 10 milljónir í kassann frá Wolves.
Hér koma þá vinstri bakverðir
Jack Robinson – Væntanlega sjálfkjörinn í liðið. Var á sínum tíma yngsti leikmaður Liverpool þannig að auðvitað hélt maður að þar væri kominn vistri bakvörður framtíðarinnar en meiðsli og skortur á framförum varð til þess að hann náði aldrei að brjótast inn í liðið. Hefur fundið sína hillu í liðum í Championship og/eða fallbaráttu í Premier League og átt ágætisferil sem slíkur.
Robbie Threlfall – Var vinstri bakvörður í unglingaliði sem varð FA Youth Cup meistarar 2007 þannig að maður þekkti nafnið en var aldrei nein sérstök vonarstjarna og spilaði síðar með Bradford og Morecambe.
Gregory Vignal – Hluti af frönsku byltingunni hans Houllier og var farinn að spila með Liverpool í kringum tvítugt. En var svo mikið lánaður og rann svo út á samingi, samdi við Portsmouth en náði eiginlega hvergi að festa sig í sessi.
Emiliano Insua – Spilaði 62 leiki fyrir Liverpool og maður vonaðist til að hann yrði framtíðar leikmaður en hafði sennilega ekki gæðin til að slá í gegn hjá Liverpool.
Stephen Warnock – 67 leikir fyrir Liverpool en átti ekki séns í John Arne Riise og var seldur til Blackburn og átti fínan feril í Premier League og Championship með Blackburn og Aston Villa og á meira að segja 2 landsleiki.
Brad Smith – Ástrali sem bankaði svona á dyrnar en aldrei með alvöru væntingar til hans. Michael Edwards gerði kraftaverk með því að kúga Bournemouth til að borga 6 millur fyrir hann. Hefur mest spilað í MLS eftir það.
Adam Lewis – Uppalinn drengur sem maður batt nokkrar vonir við. Var í unglingaliðum Englands. Var á samningi við Liverpool þangað til í sumar þegar hann samdi við Morecambe… þannig að hann er væntanlega ekki alveg í Liverpool klassa.
Yasser Larouci – Alsírsk vonarstjarna sem við fengum frá Le Havre. Var held ég upphaflega kantmaður en Klopp prófaði hann aðeins í bakverði á einverju undirbúningstímailinu og að sjálfsögðu var maður kominn með smá væntingar um að hann mundi veita Andrew Robertson smá samkeppni en nei, menn voru fljótir að átta sig á þesum leikþætti og honum var skilað til Frakklands.
Owen Beck, Luke Chambers og Calum Scanlon eru svo allir á samningi við klúbbinn núna og eru á láni í neðri deildunum en ég verð að viðurkenna að ég er ekki með miklar væntingar til þeirra.
Djöull, þarna eru nöfn en toppa Conor Randall léttilega!
Já, frábær listi hjá Þresti.
Það gæti vel farið svo að við þyrftum að beygja aðeins reglur og hreinlega taka smá tíma í að endurskoða hægri bakvörðinn í næsta þætti, ásamt því að velja þann vinstri.
Vel gert.
Klöppum fyrir Curtis Jones sem fékk sitt fyrsta landsleiks-start í kvöld og hélt uppá það með því að skora mark!
Og Kelleher sem varði víti fyrir hann Heimi sinn (og okkar).
Tveir punktar:
1. Heimir ætti að hafa lært sína stærstu lansliðsþjálfaralexíu. Leikmaður er í góðum málum jafnvel þú sért á bekknum hjá Liverpool.
2. Ég hef ekki séð það, en er til svipuð tölfræði og “mark/mínútu” fyrir framherja en þá “fengið mark/mínútu” fyrir markverði. Þ.e. eitthvað með meiri upplausn en “hreint lak”?
Og Curtis var líka valinn maður leiksins! Þvílík snilld!