Nokkrar óvæntar breytingar á liðinu fyrir stórleikinn í dag. Eins og búist var við víkja meiddu mennirnir Bradley og Konate fyrir Gomez og Trent, en Curtis Jones og Darwin Nunez víkja einnig fyrir Szoboszlai og Gakpo. Fréttir sem koma á óvart sérstaklega að Jones missi sæti sitt eftir góðan leik í vikunni en gæti haft eitthvað með það að gera að þegar Slot bekkjaði Szoboszlai gegn Arsenal vantaði orku á miðjuna í byrjun leiks og vill kannski frekar fá kraftinn í Szobo þar og eiga Jones inni.
Bekkur; Jaros, Davies, Quansah, Jones, Elliott, Nyoni, Morton, Endo og Nunez
En dauðafæri fyrir okkar menn að koma sér í algjöra drauma stöðu í deildinni!
Er þetta ekki bara nokkurn veigin besta liðið sem er völ er á.
Ekki miklu hægt að breyta en Jones og Nunez eru á bekk að sjálfsögðu tel að við þurfum að treysta á starting 11 til að klára þetta í dag hef fulla trú á því.
Vinnum þetta særða City lið í dag og komum okkur þæginlega fyrir á toppnum væri mjög gott.
Ætla gerast djarfur og spá 3-1 í dag en við vitum líka að jafntefli hafa oft loðið við leiki gegn City en ég vill 3 stig !
YNWA
Úff raunverulegt próf í dag. City með sterkt lið og svakalegan bekk. Væri frábært að taka 3 stig í dag og senda þannig sterk skilaboð. Arsenal og Chelsea á miklu skriði þessa dagana og byrja að anda oní hálsmálið á okkur um leið og okkur skrikar fótur. Koma svo.
GAKPO !!!!
Draumabyrjun í alla staði !
Þvílíka sendingin frá Salah úfffff
Geggjuð byrjun liggjum á þeim
Erum að éta þá en verðum að nýta færin. Annars gæti það komið í bakið á okkur.
Hvað fá þeir að pönkast mikið í Salah ?
Yfirburðir fyrstu 15-20 og bagalegt að leiða með bara einu marki.
Djöfull þoli ég svo ekki hvað City menn fá að röfla í dómurunum. Með ólíkindum. Og hvernig Aké fær að hjakkast á Salah er ekki að hjálpa.
Þoli svo ekki Bernardo Silva. Bara sýður á mér í hvert skipti sem hann kemur í mynd. Meira gerpi er vandfundið.
En nú þarf að halda haus í seinni. Spila yfirvegað og klára verkefnið. Koma svo!
Frábær fyrsti hálftíminn. Erfitt að halda þessu áfram allan tímann. Agalegt að Virgil hitti ekki markið með skallanum. Byrja seinni með krafti og ná inn öðru marki.
Þurfum að taka þessi 3 stig.
Dómarinn gaf City réttilega 3 gul spjöld hann verður að fara spjalda þetta tog og hælaspark á Salah ..Hvernig Aké komst endalaust upp með þetta er óskiljanlegt ég skil vel að Salah hafi verið orðinn vel pirraður þarna í lokin
Ég hef fulla trú á þessu í seinni við þurfum að keyra á þá aftur eins og var gert í þeim fyrri ekki leyfa þeim að komast inní þetta.
Nennum ekki öðru jafntefli ég vill fleiri mörk í seinni takk 😀
Hvað er oft búið að brjóta á Salah með bakhrindingu eons og var dæmt á Macallister
Úfff Sala minn.
Verðum að nýta þessi færi
alltof mikið af færum að fara í vaskinn, city þarf bara að jafna og þá er þetta 2 droppuð stig
Það er bara ekki í boði að fara svona með færin. Úff.
Salah að klúðra dauðafæri + önnur færi sem hafa farið forgörðum! Með réttu ætti staðan að vera 3 – 0. City farið að banka á dyrnar – þetta á eftir að koma í bakið á okkur!
Salah !!!! en ekki hvað kóngurinn !
Geðveikt!!
Úps, ég var mun stressaðri en Mo Salah !
Frábær vinnsla sem skapar þetta víti sem er svo frábærlega tekið hjá Salah!
Úff Virgil!!! Takk Kelleher!
Má biðja um að menn haldi haus? Koma svo!
VVD ! Úff…Kelleher fer ekki á bekkinn aftur imo dýrka hann
Ég elska þetta lið okkar!
Ég geng á skýi..