Liðið gegn Nott.Forest – Szoboszlai byrjar

Þá hefur verið birt byrjunarliðið sem byrjar útileikinn gegn Nottingham Forest sem hefst kl átta. Ekki er margt óvænt í byrjunarliðinu í kvöld.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Robertson

Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai

Salah – Diaz – Gakpo

Bekkur: Kelleher, Endo, Chiesa, Jones, Elliott, Jota, Tsimikas, Quansah, Bradley

Diaz heldur sætinu í strikernum, Szoboszlai kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af síðasta deildarleik vegna leikbanns og Konate er í miðverðinum.

Á pappír er þetta eflaust með sterkustu uppstillingum sem liðið getur boðið upp á og eru sterkir menn á bekknum eins og til dæmis þeir Jones og Elliott sem geta breytt leikjum og Diogo Jota og Chiesa sem báðir skoruðu í bikarleiknum um helgina.

Sjáum hvað setur, erfitt lið á erfiðum útivelli og Liverpool þarf þessi þrjú stig.

77 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Koma svo fer 1-2 verður erfiður leikur en verðum að vinna eins og alla aðra leiki:)

    4
  2. Verðum að vinna, verðum ekki englandsmeistarar ef við byrjum árið á að tapa 4-5 stigum.

    Þannig að það er komin alvöru pressa á liverpool að sýna og sanna að þeir ætli sér dolluna í vor.

    4
  3. Úff þetta byrjar ekki vel, og það eina sem Liverpool gerir núna er að taka ónákvæm langskot yfir markið. En við skorum vonandi í seinni hálfleik eins og vanalega.

    3
  4. Mín skoðun, en eftir að Alisson kom til baka eftir meiðslin sín þá hefur mér ekki fundist hann sannfærandi, búin að fá of mikið af mörkum á sig sem hann á að verja, þarf að fara á bekkinn og finna það að þetta er ekki í lagi hjá honum. Svo er önnur umræða um varnarleik og færanýtingar hjá okkar mönnum, en hann er bara ekki einsog hann á að sér að vera.

    8
  5. Ósköp eru menn eitthvað máttlausir og hikandi. Girða sig í brók og bíta í skjaldarrendur, takk!

    3
  6. Setja Bradley í bakvörðinn og Trent inná miðjuna. Hann getur sett inn úrslitasendingu þegar liðin eru að pakka í vörn.

    6
  7. Sýnist nú dómarinn ætli að leyfa mönnum ansi mikið.
    Væri þá til í að okkar menn taki jafn fast á NF monnum, því það stefnir í gamaldags bardaga.

    4
  8. Ætli það sé bara leikplanið í fyrri hálfleik að Van Dijk dóli sér í göngubolta röngu megin á vellinum?

    4
  9. Væri til í annan unga leikmanninn, Danns eða Ngumoha.

    Gætu prjónað sig í gegnum þetta og of ungir til að vera smeykir. Jota gæti mögulega potað í markið.

    Annars sýnist mér mestur fengur í að fiska víti.

    2
    • Hjá Forest þá? Því ekki eru Liverpool að hitta á markið og mögulega eru þeir að reyna að skjóta boltanum alla leið á Anfield.

      4
  10. Hvað er í gangi með þessar sendingar? Alltof stressaðir og skotin öll til tunglsins. Þeir þurftu 1 sókn

    5
  11. Ég á bara virkilega erfitt með að pikka út einn einasta leikmann Liverpool sem er að spila sæmilega í þessum fyrri hálfleik.

    Þetta er bara alveg ferlegt.

    11
  12. Það er bara eitt lið á vellinum sem er til í alvörubaráttu.. og það er ekki Liverpool

    6
  13. Diaz er heillum horfinn. þessi leikmaður sem skoraði grimmt í upphafi móts hefur nú ekkert sjálfstraust.

    4
  14. Þeir leyfa Roberson að fá boltann enda kemur ekkert úr þessu. Og einmitt – eitt núll í leikhléi. Og ein mínúta í viðbót…

    Þessi dómari? hvaða fugl er þetta? Af hverju fá þeir að brjóta svona á okkar mönnum?

    Og er það ekki lengur vandamál að fá hann í höndina inni í teig?

    4
  15. Get lofað ykkur því að við vinnum ekkert í ár.. andskotans dól með boltann… getum ekki skorað lengur og höfum ekki fókus í að verjast

    5
  16. Allir sem einn með ömurlegan fyrri hálfleik.

    Því miður erum við ekki með 11 varamenn svo Slot verður að finna lausnir.

    Langlanglélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð á þessu tímabili og er úr mörgum að velja.

    9
  17. Hvaða dúllerí og göngubolti er þetta í upphafi sóknar?! Forest hafa nægan tíma í að stilla upp í massíva vörn! Gakpo fær engu úr að moða vinstra megin og Salah alltof soft á hægri kantinum. Forest með okkur í vasanum!

    4
  18. Þurfa vera grimmari í seinni hef trú á þessu og Jota kemur inná fljótlega býst ég við ef ekkert að frétta fremst.
    Koma svo tökum þetta í seinni!

    2
  19. Ógeðslega lélegt og varla verðum við meistarar með svona spilamennsku. En frábært líka að hafa þessa samningslausu leikmenn inn á vellinum og vonandi verða bæði Trent og Salah teknir út af í hálfleik því þeir hafa ekki getað rass í bala og mín vegna má sá Trent fara í þetta ofur hæpaða Madrid lið mín vegna því gaurinn er búinn á því og nennir þessu greinlega ekki.

    6
  20. Þetta er eins og ég sagði í athugasemd við upphitun. Ef mennmæta til leiks og v0rnin stendur sína plikt þá vinnst þessi leikur. Varnarleikurinn gegn alþekktri leikaðferð N. F. var afspyrnu lélegur. Markið má því skifa á l´æelega frammistöðu Liverpool liðsins .

    7
    • Mikið rétt! Og í endursýningu er fyrirliðinn sömuleiðis út á þekju og spilar Woods réttstæðan á meðan hinir þrír halda rangstöðutaktíkinni!

      1
  21. Því miður alltof lélegt á báðum endum vallarins. Þeir fara 1x yfir miðju og vörnin okkar getur ekki varist því. Arnold auðvitað ekki í mynd þegar Wood kemur inn frá vinstri. Margir skelfilegir í leiknum. Vil Jota inn fyrir Diaz. Það verður að hreyfa boltann hraðar og menn verða að þora að fara einn á einn.

    6
  22. Leikurinn spilast að öllu leyti eftir uppleggi Forest. Þeir ná inn góðu marki snemma þar sem mér finnst Salah, Dijk og Alison allir eiga að gera betur. Svo liggja þeir bara til baka og bíða eftir öðru tækifæri. Dómarinn spilar vel með þeim og gefur þeim allan þann tíma sem þeir vilja í útspörk, aukaspyrnur og innköst og bætir svo einni mínútu við. Þetta verður erfitt enda er Forrest ekki í þeirri stöðu sem þeir eru að ástæðulausu. Við erum hins vegar með alltof mikið af lélegum sendingum, móttökum og mér finnst menn vera með of mikinn pirring. Koma svo í seinni og sýna betri frammistöðu
    YNWA

    3
  23. Dómarinn bætti einni mínútu við þó þeir væru búnir að tefja tímann í útspörkum ofl.

    3
  24. “Þvílíkar sultur”, “Verðum að kaupa senter…”, “Get lofað ykkur því að við vinnum ekkert í ár” … allt út af því að við erum einu marki undir í hálfleik (sem hefur svo sem gerst áður). Þetta Nottingham lið er þrælfínt og hér eru menn drullandi yfir okkar menn … auðvitað vil ég sjá þá spila betur, en þetta er ennþá liðið sem hefur skorað flest mörk í deildinni sko …

    Ég sé þrjá möguleika núna í hálfleik: Liverpool vinnur, tapar eða það verður jafntefli. Hvernig sem fer þá er toppsætið enn okkar og leikur til góða.

    En jú – mikið væri ég til í að sjá betri fótbolta frá okkar mönnum í seinni!

    9
  25. Þurfum við að kaupa framherja? Menn kallaðir sultur og allt ómögulegt!

    Hvermig væri bara að anda í poka!! Þetta lið er ekkert rusl! Ekki dæma þau af nafninu. Dæmið það eftir stöðu í deild.

    Já og dæmið okkar lið eftir því!! Efstur með einn tapleik i vetur. Erum með 27 mörk í plus!!!!

    6
  26. Er það bara ég eða eru þessir NF leikmenn gjörsamlega óþolandi?

    Sennilega er það einmitt leikplanið. Fokk. Minna á gríska landsliðið sem vann EM 2006. Vælandi og skælandi og henda sér svo í ruddatæklingar.

    Verðum að brjóta þá á bak aftur. Miklu meira tempó, harðari mótspyrnu og má ég fá Jota inn fyrir diaz!

    5
  27. Þá mæta Pollýönnurnar og mannvitsbrekkurnar og segja að allt í lagi þó við töpum leiknum af því að við verðum ennþá efstir í deildinni og svo og svo mörg mörk í plús! Afsakið mig en mér finnst bara ekkert í lagi að vera í ruglinu og tapa stigum fyrir þessu Forest liði!!

    8
    • Alltof margir leikmenn með afleitar frammistöður. Forest fer í 2-3 sóknir og skora. Sóknarlega eru alltof margir leikmenn að spila mjög illa á löngum köflum. Helst að Jota geti borið höfuðið hátt. Trekk í trekk í seinni hálfleik ná hornspyrnur og aukaspyrnur ekki yfir fyrsta mann og menn bara virðast ekki geta komið boltanum fyrir markið í góðum stöðum. (Robbo, Salah, Szobo, Jones o.fl.) Salah mjög slakur. Diaz líka. Gakpo týndur þar til í viðbótartíma. Erum ekki að spila eins og meistarar núna því miður.

      2
  28. Af hverju er Trent inná vellinum, maðurinn getur ekki neitt og bara orðið vandræðalegt að horfa á hann.

    4
  29. Virkar eins og Van Dijk gefi helst ekki á Robbo enda er hann búinn að missa mikinn kraft síðan í fyrra.

    2
  30. 25 mín fyrir Jota. Þá trúi ég á jafntefli.

    En annars mjög slappur leikur hjá okkar mönnum og bara mjög svekkjandi að horfa upp á þetta.

    4
  31. Jota…….þurfum við að ræða þetta eitthvað meira ??? búinn að vera inná í hvað 10 sek ?

    6
  32. Núna vita öll lið í Englandi og Evrópu hvernig á að vinna Liverpool. Horfa bara á þessa 2 leiki á móti Nottingham Forest og spila eins og þeir og málið er dautt.

    2
  33. Rosalegar lokamínútur og ég er nánast búinn að fyrirgefa fyrstu 65 mín. Held mig við fyrri spá 1-2.

    KOMA SVO!!!

    4
  34. Þvílíkt drasl sem liverpool er, taka skituna sem allir spáðu að þeir myndu gera, endum í 2 sæti.

  35. Hvernig unnum við ekki þennan leik? Frábær seinni hálfleikur eftir hörmungar fyrri hálfleiks. Þetta viðbjóðslega NF-lið leikur andfótbolta og átti ekkert skilið úr þessum leik. Geta þakkað Sels fyrir jafnteflið.

    Okkar menn sýndu NF alltof mikla virðingu í þessum leik og mér fannst Rabbi og Diaz hrikalegir allan leikinn. Salah var líka ótrúlega slakur eins og oft hefur verið í upphafi árs og Chiesa hefði að ósekju mátt fá 20-30 mín. En Gravenberch, maður minn, þvílíkur leikmaður!

    3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Prófavika framundan

Nott.Forest 1-1 Liverpool