Svo virðist sem Skjár 1 menn læri ekki af [reynslunni](http://www.kop.is/gamalt/2004/11/10/08.34.13/) og ætli aftur að troða [Chelsea inní beina útsendingu á Liverpool leik](http://www.orvitinn.com/2004/11/19/11.52/#2514). Matti skrifar góða færslu um þetta [hér](http://www.orvitinn.com/2004/11/19/11.52/#2514).
Magnað hversu mikil þessi Chelsea dýrkun er hjá Ská Einum. Chelsea stuðningsmenn geta einfaldlega farið á bari þegar þeirra lið er ekki í sjónvarpinu. Ef marka má mætingu hjá Chelsea mönnum á barina, þá eru þeir nú býsna fáir á Íslandi.
Viðbót (Kristján Atli): Ég skrifaði nú ítarlegan pistil um þetta klúður hjá S1 í síðustu viku og vonaði þar með að þetta rugl þeirra væri úr sögunni, þar sem ég veit að pistli mínum var fylgt eftir með miklum mótmælum af hálfu Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Það hafði greinilega ekki áhrif, þeir halda áfram að berja höfðinu við steininn og sleikja gö*nina á Chelsea-aðdáendum þessa lands, sem ég fullyrði að hafi flestir ekki haldið með liðinu nema í minna en tvö ár. Flestir. Allavega, Matti vitnar í bréf sem hann fékk frá Snorra Má en hann virðist halda að með því að skipta yfir á Chelsea-leikinn, en hafa Liverpool-leikinn í gangi á meðan í litlu boxi efst uppí horninu á skjánum séu þeir að “bæta enn við þjónustuna við áhorfendur enska boltans”.
Hvaða bull er það? Liverpool eru í beinni. Góð þjónusta við þá sem eru að horfa á Liverpool í beinni … er að sýna Liverpool í beinni! Á öllum skjánum!!! Ekki að sýna Liverpool-leikinn á skjánum, nema þegar eitthvað gerist hjá Chelsea … þá er Liverpool-leikurinn í örflögumynd uppí horninu á sjónvarpstækjum landsmanna.
Það er rugl. Liverpool-menn eru að horfa á Liverpool-leik. Þeir eru ekki að “bæta” eitt né neitt með þessu rugli. Þeir eru að DRAGA ÚR þjónustu við áhorfendur leiksins Middlesbrough og Liverpool.
Í pistli mínum fyrir rúmri viku sagði ég að það væri sama hvaða lið ættu í hlut, ef leikur væri auglýstur sem aðalleikur ætti hann bara að vera á skjánum allan tímann og ekkert rugl. Málið er bara það að nú er þetta að gerast í annað sinn, og þar með er farið að myndast mynstur í hegðum S1. Mynstrið er nokkurn veginn svona:
1: Ef Liverpool er að spila á sama tíma og Chelsea, og Liverpool eiga að vera í beinni, þá skal skipta yfir á Chelsea þegar eitthvað markvert gerist.
2: Ef önnur lið en Liverpool eru að spila á sama tíma og Chelsea, og þessi önnur lið eiga að vera í beinni, þá er allt í lagi að leyfa þeim leik að njóta sviðsljóssins.
3: Hins vegar þá skal sýnt frá Chelsea-leik með einum eða öðrum hætti hverja einustu fjandans helgi. Ennfremur skal Chelsea-liðið vera eina liðið af tuttugu í ensku Úrvalsdeildinni sem nýtur þessara forréttinda.
4: Eiður Smári spilar með Chelsea, og því teljast reglur 1-3 sjálfkrafa réttar og góðar.
Fokking rugl… það liggur við að maður sleppi því að horfa á þennan leik á morgun, í mótmælaskyni. Myndi kannski gera það ef ég gæti, en ég er háður mínu liði og verð því að horfa … en það er einmitt það sem S1-liðar treysta á, að við beygjum okkur bara fram og tökum við því aftan frá og höldum samt áfram að horfa, af því að við verðum að horfa á Liverpool.
Rugl. Hvenær rennur samningur S1 við Úrvalsdeildina út? Ég ætla að leggja inn framlag í boltasjóð Sýnar þannig að þeir fái þetta örugglega aftur eftir tvo-þrjú ár…
Svo er verið að skamma RÚV. 🙁
Gíraðu þig niður Einar!!!
Ég er púlari en sé ekki mikinn skaða að það sé skipt yfir á annan leik þegar mörk eru skoruð í honum (svo framarlega sem aðaleikurinn sé upp í horni).
Sammála Óskari…finnst þú ansi bitur…sennilega veitti þér ekkert af að fara á “anger management” námskeið…vertu feginn að fá enska boltann ókeypis…veit nú ekki betur en Skjár einn hafi sýnt flesta liverpool leikina….áfram liverpool…
Það er ekki bara búið að skemma enska boltann og alla þá umfjöllun sem var á honum á SÝN, heldur er líka búið að skemma kerlingavæluþættina á S1 með því að ætla að setja stöðina í áskrift. Hverju er þessu að kenna? Jú, enska boltanum! Þetta var AKKÚRAT það sem ég bjóst við! Annars hvet ég fólk til að fá sér SKY Digital og horfa á þetta með professional “dúddum” þar sem reglulega koma gamlir og “nýjir” leikmenn til að ræða um leikina í professional tón. Ekki neitt væl frá semi-professional áhugamönnum sem vita ekkert meira en það sem stendur á blöðunum fyrir framan þá. GLEÐILEG JÓL!
:biggrin2:
þeir hafa líka verið að sýna flesta leiki annara liða en aldrei nema þegar Liverpool – Birmingham var þá hafa þeir skipt á annan leik þegar eitthvað hefur verið að gerast. af hverju skiptu þeir ekki á Liverpool – Palace þegar Fulham – Chelsea var á S1 um síðustu helgi og hefði mér fundist sanngjarnt þá ef þeir hefðu sýnt glefsur úr Liverpool þegar eitthvað hefði verið að gerast þá.
þetta er mismunun milli liða og ekkert annað. ég er sammála Einari að það á ENGINN LEIKUR NEMA AÐALLEIKURINN að vera á skjánum þegar það er verið að sýna frá leikjum 😡 :confused: 🙁
Mér er slétt sama hvort ég fæ enska boltann frítt eða hvort ég borga fyrir hann mánaðargjald. Ef þeir væru með S1 í áskrift núna myndi ég borga hana, svo einfalt er það. Það er sniðugt að geta horft á hann frítt … en ég neita að láta múta mér þannig. Bara af því að þeir bjóða uppá hann frítt (í vetur, a.m.k. ) þá má ég ekkert setja út á það sem aflaga fer hjá þeim? Fuck that… ég segi það sem mér finnst, hvort sem fólk vill heyra það eða ekki.
Óskar – þú varst væntanlega að segja mér (Kristján Atli) að róa mig niður. Einar fór frekar mjúkt í þetta þannig að ég bætti við reiðilestri. Og mér finnst þeir eiga hann fyllilega skilinn.
Stefán – ég er ekkert bitur. Veistu hvað orðið ‘bitur’ þýðir? Það er þegar einhver hefur gert eitthvað á minn hlut og ég hef horn í síðu þeirra í kjölfarið. Ef ég t.d. myndi hallmæla öllu sem SkjárEinn gerir næstu árin vegna þessa máls, þá væri ég bitur. Nú er ég bara reiður og ósáttur, og á því er mikill munur.
Viðurkenni að það er skömminni skárra að leikurinn detti ekki alveg út eins og gerðist um daginn heldur verði áfram sýndur í horninu þegar hinir guðumlíku Chelsea-leikmenn koma boltanum inn í vítateig andstæðinganna. En við gerum þá eðlilega þá kröfu héðan í frá að sömu reglur gildi þegar Liverpool-leikir eru ekki í beinni!
En fyrst Skjár einn ætlar endilega að gera þetta svona þá má líka benda þeim á að sýna frá hinum leiknum þegar ekkert er að gerast í aðalleiknum – þ.e. þegar boltinn fer í útspark eða eitthvað slíkt. Það hlýtur að vera hægt að bíða í 2 – 3 mínútur með að sýna hálffærin hjá Chelsea?
Er þetta þýðing skv. orðabók menningarsjóðs Kristján minn??? ég veit vel hvað orðið þýðir og ef þú vissir það, þá veistu að það hefur fleiri en eina merkingu…..
Kristján, þú ert drulluharður. Þó þér þyki S1 ekki vera að bæta sig með þessari nýju þjónustu þá eru eflaust margir sem eru ósammála þér. Gott dæmi eru þeir sem komast ekki á pöbbana að sjá lið sín spila heldur verða að horfa á þann leik sem S1 býður upp á.
Það sem ég skil ekki er afhverju S1 sýnir ekki bara Chelsea leikinn beint og gleymir þessu Liverpool dæmi. Ég man ekki eftir því að um síðustu helgi hafi verið skipt á milli leikja í aðalleik laugardagsins. En ef okkur mislíkar þetta verðum við að sýna það í verki og senda þeim bréf (pappírs sem rafræn) þar sem við kvörtum yfir þessu. Ef þeir hlusta ekki á mikil mótmæli þá er eina ráðið að hætta að horfa á útsendingar S1 af Liverpool leikjum og skella sér á pöbbinn, þeir sem hafa tök á því. S1 er, sem stendur, auglýsingasjónvarp og ég trúi ekki að þeim þyki gott að missa áhorf vegna svona kjánaláta.
Ég hef ekki blandað mér í þetta hingað til.
Allavegana, ég sendi Snorra Má stuttan póst og benti honum á færslurnar hans Kristjáns. Hann svaraði innan skamms tíma og sagði að margir Liverpool aðdáendur hefðu haft samband við sig.
Hann benti á það að þetta væri gert vegna þess að Chelsea er í efsta sæti í deildinni og einnig vegna þess að Eiður Smári er í liðinu. Þetta væri ekki gert ef að Chelsea væri um miðja deild.
Athyglisverður punktur hjá Snorra Má var að hann fengi flestar kvartanir frá Liverpool og Chelsea mönnum. Frá Liverpool útaf þessu máli og Chelsea vegna þess að þeim finnst Skjár Einn ekki sýna nóg með Chelsea!!! 😯
…
Annars vil ég bara mótmæla einum punkti, sem kemur alltof oft fram (og kemur fram í kommentum hér að ofan). Það er að maður eigi bara að sleppa gagnrýninni vegna þess að þetta sé ókeypis. Vissulega er betra fyrir budduna að enski boltinn skuli vera ókeypis, en það þýðir ekki að Skjár Einn eigi að vera stikkfríir fyrir gagnrýni.
Við höfum alveg rétt til að gagnrýna dagskrá Skjás Eins alveg einsog þið hafið rétt til að gagnrýna Liverpool Bloggið, sem er jú líka ókeypis 🙂
(smá reiði í gangi)
Afhverju í fjandanum eru þeir að sýna glefsur úr leik Chelsea “af því þeir eru efstir”, afhverju sýna þeir þá ekki bara allan fjandans leikinn þeirra? Hverskonar fáránlegt þjónusta er það? Ekki var neitt sýnt af Arsenal meðan þeir voru efstir var það? Þetta er hreint út sagt fáránlegt! Mér finnst fínt að S1 séu að sýna leikina, en ef ég get ekki horft á Liverpool leikinn ótruflaðan sé ég enga ástæðu til að hanga heima. Svo er ekki verra að prófa veigarnar frá stuðningsaðilanum á meðan maður horfir á leikinn 😀
Mig langar að bæta aðeins við þessa umræðu sem hefur verið í gangi hér í sambandi við þessi innískot á Chelsea í leikjum Liverpool.
Núna var að enda tapleikur okkar manna gegn Middlesboro, mjööög fúlt, en ég vil spyrja ykkur sem horfðu á útsendingu S1 hovrt að þið tókuð eftir því að eftir að skipt var yfir á Chelsea-Bolton til að sýna mark Bolton, að þá gleymdist að setja aftur rétta hljóðið í úsendingunni ! Sem sagt þá var mjög greinilegt (að mér finnst) að síðustu 10 mín eða svo horfðum við á Liverpool-Boro en með hljóðið frá Chelsea-Bolton !
Á þessu er enginn vafi.
Enn ein ástæða fyrir því að hætta þessu skipti-rugli í miðri útsendingu !
Jamm, ég tók eftir þessu með hljóðið.
Annars fannst mér þetta fínt í leiknum í dag. Núna voru bara mörkin sýnd, en mér skilst að síðast hafi verið skipt yfir þegar Chelsea menn voru í hálf-færum. Skjár Einn á skilið hrós fyrir að breyta þessu.