Gullkastið – Farið Að Sjást í Endamarkið

Forskotið á toppnum er komið í 13 stig og heldur betur farið að sjást í endamarkið. Þrátt fyrir bókstaflega allan katalóginn af afsökunum frá Arsenal mönnum hafa þeir í raun aldrei komist almennilega í titilbaráttuna og eru með stigasöfnun sem jafnan er meira á pari við liðin í baráttu um Meistaradeildarsæti. Liverpool á Southampton næst á Anfield og er sá leikur á undan leik Arsenal gegn United úti um helgina.

Deildin verður hinsvegar í aukahlutverki í þessum mánuði fyrir utan leikinn gegn botnliðinu, PSG einvígið byrjar á miðvikudaginn í París og í næstu viku koma þeir á Anfield áður en Liverpool spilar svo til úrslita í deildarbikarnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 511

12 Comments

  1. S´ælirfélagar

    Takk fyrir mjög fínan þátt. Það er orð að sönnu að ef ekkert svakalegt gerist og allt fer í hundana þá eru gríðarlegar líkur á titlinum í vor. Það er nú gott. Ég verð að segja að ég er ósammála Steini um Bournmouth og meistaradeildarsæti til handa þeim. Ef þeir ná meistaradeildarsæti verður miklu erfiðara og dýrara að ná í Milos Kerkez og líklega kæmi hann bara alls ekki ef svo færi. Eg er á því að Kerkez sé leikmaður sem getur fyllt skarð Robbo með sóma. Annars er ég sammála ykkur KOPurum um allt annað. Sem sagt takk fyrir mig

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  2. Takk fyrir þetta félagar. Góð yfirferð um stöðuna. Leiðist samt óskaplega þegar gert er lítið úr FA bikarnum og að það geri ekki mikið til þó liðið sé fallið úr þeirri keppni. Það finnst ekki öllum. Ég hef ofsalega gaman af FA bikarnum og langar mikið til að okkar lið vinni hann og sem oftast. Þarna er líka möguleiki fyrir minni liðin að gera góða hluti.
    Spennandi leikir við PSG a næstunni. Ef við ætlum að að vinna þessa keppni þá skiptir engu máli hverjir andstæðingarnir eru, ef leiðin liggur í úrslit þá má alltaf búast við einhverjum eins og RM, Bayern, PSG eða Inter á leiðinni. Hef örlitlar áhyggjur en er þó sannfærður um sigur.

    7
  3. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Mér brá þarna í eitt augnablik þar sem mér fannst heitið á þættinum vera ‘Farið að sjá í sjálfsmarkið’ 🙂 vona að tímabilið okkar endi ekki á því að það þurfi að nefna einhvern þátt með slíku heiti.

    Horfandi aftur núna nokkra leiki þá situr einhvern veginn í manni hvað holningin á liðinu er svakaleg. Birtingamyndin í því er fyrst og fremst í leikmönnum eins og Szoboszlai, Salah, VVD og mögulega bara öllu liðinu. Þeir eru allir fókuseraðir og gíraðir inn í verkefnið og eins og þið segið réttilega þá er alls engin pressa á t.d. árangur í Meistaradeildinni og að landa deildarbikarnum af því að við erum svo gott sem komnir með alla fingur á Englandsmeistarabikarinn og það var enginn að veðja á nokkurn árangur hjá okkur þetta tímabilið.

    Þetta PSG-verkefni er síðan alvöru dæmi sem vonandi fer eins og við teljum að þetta muni fara – sama hversu PSG eru góðir þá er Evrópukvöld á Anfield eitthvað annað skrímsli sem er ekki allra liða að höndla. Ég er bara guðslifandi feginn að þurfa ekki að díla við Mbappé í þessari umferð.

    Svo til þess að botna aðeins þessa umræðu / skot á Richard Hughes og um að hann eigi að fara að vinna vinnuna sína þá skulum við ekki gleyma því að Hughes var lykilþátturinn í því að við náðum að landa Arne Slot. Það er ekki sjálfgefið að skóhorna nýjum þjálfara inn í þennan hóp sem við erum með (sjá: ManUtd og Amorim) og halda ekki bara sama dampi heldur setja í næsta gír og gersamlega standa herðum ofar en svo til allir sem við erum að keppa við. Nafni minn ætti manna best að vita hvernig samningaviðræður ganga fyrir sig og að svo til öll vinnan gerist á bakvið tjöldin – gefum manninum andrými og spyrjum að leikslokum!

    Ef menn eru að leita að einhverju drama þá þarf ekki að fara lengra en til Manchester og sjá hvernig allt það heila klabb er kortér í slitameðferð – menn þar á bæ að fara í fjöldauppsagnir og taka í burtu hádegismatinn frá fólki í þeirri veiku von að geta árlega sparað jafnmikið og Casemiro er að þéna hjá þeim á 1 mánuði – megi þessi staða vara sem lengst á Old Toilet!

    Áfram að markinu – YNWA!

    18
    • Hjartanlega sammála þér og sérstaklega varðandi Richard Hughes.
      Mér hefur alltaf fundist sérlega skrítið þegar við hér á klakanum erum að tala menn niður eins og við vitum eitthvað um hvað er að gerast á bakvið tjöldin.
      Ég er bara handviss um að hann er á fullu við að vinna vinnuna sína, enda ef ekki, þá væru þeir sem ráða og vita nkl hvað hann er að gera búnir að láta hann fara ef það væri ekkert að gerast hjá honum.

      Fagna því líka að við vitum ekkert um leikmannamál, ólíkt fyrir tíma Klopp þegar það var komið í alla miðla ef við vorum að þefa af einhverjum leikmanni.

      YNWA

      3
    • Hún er nefnd í poddinu í samhengi við Aston Villa.

      Og er þá væntanlega þar með komin á atvinnukvennasamning.

      Stóra spurningin er, hefur hún spilað með landsliðinu?

      2
      • Hún heitir sem sagt Malen 🙂

        Malen Mist Sigursteinsdóttir og henni fannst brandarinn orðinn þreyttur þegar við feðgarnir vorum alltaf að tala um Dortmund við hana. Það minnkaði ekkert eftir að leikmaðurinn var svo seldur til Villa.

        4
  4. Þakklæti mitt þennan beinist að Arsenal sem ákvað að taka út alla markaskorun síðustu vikna í einum leik.

    6
  5. Hver skyldi vera fyrstur/fyrst til að skira stulkuna sina Sala, beygist eins og Sara.
    Sala Guðmundsdottir:)

    YNWA

    1
  6. Smá þráð rán,er einhver staður til að horfa á leikinn í Breiðholtinu?

  7. Arsenal voru aldrei nóu góðir til að vinna deildina með liverpool í formi á sama hátt og þeir réðu ekki við city í formi, það eru bara 2 lið á englandi sem eru góð, við og city, city er að gánga í gegnum sama og við þegar miðjan okkar var búin, arsenal er 3ja besta liðið og fara ekki ofar nema þeir kaupi 2 heimsklassa sóknarmenn og bæti miðjuna.

    Liverpool hefur allt sem þarf til að bæta sig, fari arnold í sumar höfum við Bradley, liverpool þarf að gefa salah og van djik það sem þeir vilja og helst 3 ára samning, selja nunez í sumar og fá inn annan sóknarmann og kaupa backup í hægri og vinstri bakvarðarstöðurnar, þá erum við góðir í næsta tímabil.

    2
  8. Sælir félagar

    Nú því haldið fram í slúðri að TAA sé tilbúinn að semja við Liverpool. Það eru góðar fréttir. Svo er annað lítið síðra að Milos Kerkez hafi tilkynnt að hann vilji fara frá Bournmouth í sumar. Mér skilst að hann vilji meiri áskorun á sínum ferli og er Liverpool helst nefnt til sögunnar. Það er lítið eftir nema að ganga frá samningnum við Virgil og Salah og þá verður næsta leitíð álíka skemmtileg og sú sem brátt er á enda kljáð 🙂 En auðvitað verður Alexander Ísak líka kominn eða einhver álíka reikna ég með, ásamt öflugum miðjumanni sem styrkir ógnarsterka miðju liðsins okkar 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

PSG-Liverpool

Liðið gegn PSG – enginn Gakpo