Gullkastið – PSG og Anfield South

Bilið breikkaði um tvö stig í viðbót í deildinni og staðan orðin vægast sagt góð. Seinni leikurinn gegn PSG er næst á dagskrá og Wembley um helgina. Liverpool spilar bara stórleiki.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 512

3 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Miðað við frammistöðu varnarmanna Newcastle í hundlélegum leik á móti West Ham í kvöld held ég að það væri prýðileg hugmynd að sleppa Darwin lausum á einhverjum tímapunkti á sunnudaginn. Búa til svolítið óveður í teignum.

    5
  2. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt. Enn eru þættirnir að koma inn á mánudagskvöldi sem þýðir bara eitt – Liverpool er á fljúgandi siglingu með pálmann í höndunum 🙂

    Ef það er eitthvað sem er vandræðalegra í enskri knattspyrnu en frammistaða okkar í fyrri hálfleik gegn Southampton þá er það einmitt pundit-væðing fyrrum ManYanited-leikmanna. Top of the crap eru þar auðvitað Gary Neville og Rio Ferdinand – þvílíku jólasveinarnir, með fullri virðingu fyrir þeim Grýlu-sonum. Best finnst mér þó að sjá viðbrögð andstæðinga okkar við okkar góða gengi, sérstaklega ManYanited-manna, mæli með Saeed TV á YouTube til að sjá alvöru viðbrögð og vonbrigði – að vera svona tilfinningaþrunginn yfir andstæðingi sínum er eitthvað annað level af heilatognun.

    Ég skil vel pirringinn sem var áþreifanlegur í fyrri hálfleiknum gegn Southampton og að menn hafi viljað hafa betri damp í leiknum. Ég skrifa t.d. þetta mark, sem var klárlega rangstaða, á einmitt þessa viðleitni að í stað þess að boltinn fari í útspark að VVD vilji halda boltanum í umferð og koma á skyndisókn. Niðurstaðan var þetta Spaugstofu-atriði sem hefði sæmt sér í hvaða áramótaskaupi sem er.

    Ég hinsvegar dáist að Slot að rífa í gikkinn strax í hálfleik og stokka þetta upp. Niðurstaðan voru þessir yfirburðir sem maður vissulega sá glitta í upphafi leik en á endanum skilaði okkur sigri. Gott að Nunez sé að nýta tækifærin sín núna og sé þá að koma sér í gírinn. Ef hann heldur svona áfram þá er þetta stærsta endurkoma tímabilsins. Ég held samt að óbreyttur hópur hefði komið gíraður inn í seinni hálfleikinn og gengið frá þessum leik en við þjálfarann verður ekki deilt og niðurstaðan var verðskuldaður sigur.

    Maður vissi svo sem að Stade de France yrði erfiður heim að sækja, sérstaklega eftir klúðrið í úrslitum Meistaradeildarinnar þarna um árið en hólíkrap hvað maður var engan veginn undir það búinn að fá PSG svona beint í smettið. Þó svo að viðbragð okkar og upplegg hafi verið sambærilegt við það sem við gerðum gegn Man€ity þá voru PSG hreinlega búnir að vinna heimavinnuna sína og gáfu okkur ekki þumlung í að ná okkar takti. Þó svo að sigurinn hafi verið kærkominn og beri þess merki að vera með þann meistarabrag sem við erum orðnir vanir þá verður það ekki tekið af Alisson hvað hann gersamlega átti þennan leik. Geri fastlega ráð fyrir að hann hafi verið fastur í draumalandi leikmanna PSG eftir leik, slík martröð hefur þetta verið fyrir þá að standa frammi fyrir okkar besta manni.

    Seinni hálfleikurinn gegn PSG kom með talsvert meiri pressu enda hefur Slot verið gjarn á að stilla liðinu upp með þessum hætti – varkárir í fyrri hálfleik og taka svo pressuna í seinni hálfleik þegar menn eru að búnir að átta sig á því hvernig spilandinn er í andstæðingnum. Hinsvegar þá eru PSG hreinlega að toppa á réttum tíma og því verður þessi seinni leikur að einhverju skrímsli þar sem við vonandi fáum að sjá Evrópu-andlitið á okkar mönnum. Ekki við öðru að búast enda Evrópukvöld á Anfield eitt af Sjö Undrum Veraldar.

    Geri fastlega ráð fyrir að við byrjum pressuna hressilega gegn PSG og náum að setja 2 mörk í fyrri hálfleiknum sem jarða þá þessa viðureign og siglir okkur áfram inn í 8 liða úrslitin.

    Það væri mjög gott veganesti að klára þennan leik með stæl og sigla svo inn í úrslitin gegn Newcastle í Coca Cola-bikarnum nk. sunnudag – vonandi veit það á gott og svo að koma okkar mönnum í smá pásu áður en við klárum þessa ensku deild endanlega. Bíð svo spenntur eftir hvaða afsakanir Arteta kemur með eftir landsleikjahléð og hvort það sé þörf á að gefa út seinna bindið af ‘The Big Book of Excuses’ 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    9
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og gaman að heyra að Kop-arar eru mér sammála um fyrri hálfleik í síðasta leik. Ég fékk smá bágt fyrir þá skoðun en það er bara eins og það er. Fólki finnst mismunandi en mér finnst allt í lagi að tala bara hreina íslensku þegar það á við. Hvað leikinn í kvöld varðar þá er ekkert annað að gera en vinna hann ekki síst til að gleðja Liverpool hatarana sem skríða um í drafinu emjandi af öfund og bjargarleysi.

    Það er nú þannig

    YNWA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

PSG á morgun