Gullkastið – Hvað Næst?

Arne Slot gaf hópnum aðeins séns um helgina töluverðum timburmannaleik gegn Chelsea og frammistaðan var ekki til að hrópa húrra fyrir. Skipti ekki öllu enda Liverpool nú þegar búið að vinna titilinn og stemningin á pöllunum í takti við það.
Trent nýtti tækifærið til að staðfesta loksins brottför sína eftir tímabilið eftir að hafa forðast blaðamenn (og þannig stuðningsmenn Liverpool) mest allt þetta tímabil.
Næsti leikur og heiðursvörður er gegn Arsenal í deildinni en þeir eiga risaverkefni í Meistaradeildinni í millitíðinni.
Skoðum Ögurverk liðið og eitt og annað í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 520

4 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Ef Trent vill fara áður en samningur hans líkur til RM (30 juní) þá má hann bara drulla sér í burtu strax.

    LFC verður bara að standa í lappirnar og segja við Trentaran að annað hvort ertu úti samnings tímabilið, eða ferð núna og við sendum þér medalíuna í pósti.

    takk fyrir allt. Punktur.

    1
  2. Ekki a eg von a að taa lati sja sig meira a Anfield, hvað þá i heiðursrutuni eftir timabilið. Hann veit vel hugarfar folksins i Liverpool, reyndar um allan heim, i sinn garð. Senda svo medaliuna i postkrofu.
    Annars goður þattur.

    YNWA

  3. Það að Trent þurfi nýja áskorun er að einhverju leyti skiljanlegt. Hann er ekki sá fyrsti sem heldur að grasið sé grænna hinu megin þrátt fyrir að Liverpool sé ekki siðra lið en Real í dag.

    Maður veltir fyrir sér hvað TAA var að hugsa þegar hann neitaði að gera 5 ára samning árið 2021 og samdi þess í stað til 4 ára?

    Var bróðir hans þá þegar farinn að plotta umboðslaun sín, með því að koma Trent á frjálsa sölu á hátindi ferilsins?

    Þegar leikmaður kemur á frjálsri sölu er algengt að leikmaðurinn og umboðsmaður hans fá sirka 20 falda upphæð við undirskrift. Þetta er væntanlega þannig að Trent fær 20, brósi 20 og í stað þess að borga 80-100 millur til Liverpool borgar Real 40 til bræðranna. Eftir sitja Liverpool með 0.

    Við vitum hvernig Real vinna. Trent ákvað sig ekki í mars.

    Það eru væntanlega 2 ár síðan Real fóru að vinna í þessum málum. Eftir að Bellingham fór til Real eignaðist hann sinn fyrsta vin í enska landsliðshópnum. Trent og Jude urðu óaðskiljanlegir.

    Tímasetningin hentar Real fullkomlega vegna aldurs Carvajal.

    Mín tilfinning er að í tvö ár hefur Trent dregið Liverpool á asnaeyrunum. Hverjar sýndarviðræðurnar á fætur annarri hafa farið fram, m.a. til að koma í veg fyrir að Liverpool myndi selja Trent sl. sumar.

    Trent hefði geta gert eins og Ronaldo gerði þegar sá síðarnefndi fór til Real. Komið heiðarlega fram við klúbbinn og skilið við á faglegan hátt.

    Samt eru margir alveg sáttir við þennan aðskilnað Liverpool og Trent. Tala um virðingu hans fyrir Liverpool og hann eigi mögulega eftir að koma aftur.

    Trent kom fram við Liverpool á sama hátt og Mbappe kom fram við PSG.

    Það kæmi mér ekki á óvar ef svipað plot sé komið í ferli varðandi Konate.

    1
  4. Sælir bræður og takk fyrir þáttinn, sérstaklega fyrir greiningu á leikmannahópnum og hvað er í kortunum fyrir liðið í sumar. Hvað sem öllu líður þá verður miklu til tjaldað í sumar-glugganum. Sé samt ekki fyrir mér að við séum að ‘brjóta bankann’ í upphæðum, þó svo að mörg lið hafi verið að eyða miklu upp á síðkastið þá eru mörg lið sem hafa verið að lenda í stigafrádrátti vegna FFP-reglna – viljum ekki lenda í því rugli – fyrir mér eru 4 leikmenn inn og annað eins út góður gluggi.

    Eins gaman og það er að sjá Chelsea standa heiðursvörð fyrir okkur, þá sérstaklega gemlurnar sem ákváðu frekar að fara til Chelsea frekar en Liverpool að þá væri virkilega gaman að sjá liðið sigra fyrsta leik eftir að titillinn er klár. Þetta er bara endurtekið efni frá 2020 þegar við gerðum það sama gegn Man€ity. Ég er virkilega svekktur með hvað það er allt á afturfótunum hjá Quansah eftir frábært tímabil í fyrra. Hann þarf eitthvað að skoða á sér kollinn og koma sjálfstraustinu í gang fyrir næsta tímabil.

    Af því sögðu, þá er ég enn gapandi yfir því hversu aumkunarverð þessi umfjöllun ykkar er um TAA. Þið bara ákveðið að taka allt það versta sem slúðurdælan er búin að vera að dæla út í vetur og pinnið það á blessaðan manninn. Haldandi það að það sé hægt að fá 100 milljónir fyrir mann sem er á lokaári samnings er aldrei að gerast. Liverpool hefur aldrei viljað hafa release-klásúlur í sínum samningum þannig að endursemja bara til að fá topp-prís er ekki að gerast. Þið vitið þetta best sjálfir en kjósið að skauta algerlega framhjá þessu í þessari reiði ykkar.

    Það að nafni minn segist ekki ætla að eyða meiri mínútum í að tala um TAA en heldur svo rausinu áfram í góðar 10 mínútur í viðbót, haldandi því fram að TAA sé ekki besti hægri bakvörður í sögu Liverpool sýnir manni bara það að TAA býr leigulaust í kollinum á ykkur þannig að það má að einhverju leyti óska honum til hamingju með það.

    Staðreyndin er einfaldlega sú að það er Liverpool eins mikið að kenna að þetta fór svona því stjórnendateymi liðsins er búið að vera í skrúfunni í meira en ár eftir að Klopp ákváð að hætta og lítill fókus settur á að semja við leikmenn liðsins. Ef Liverpool ætlaðist til þess að fá topp-verð fyrir þessa leikmenn þá hefðu þeir átt að selja þá bara strax í fyrra… en það er bara ekki það sem Liverpool stendur í. Sagan sýnir að Liverpool fer frekar þá leið að keyra út samninga og fá sem mest út úr leikmanninum á vellinum fremur en að semja í einhverju rugli þannig að leikmaðurinn fái mest út úr því í bókhaldinu.

    TAA vann allt galleríið fyrir okkur, besti hægri bakvörður í sögu liðsins. Hann ákvað hinsvegar að leita nýrra áskorana á nýjum vettvangi og ég fyrir mitt leyti þakka honum fyrir sitt framlag með óskum gott gengi í framtíðinni með þeirri von að hann snúi aftur í Liverpool-treyju áður en langt um líður.

    Áfram að markinu – YNWA!

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Trent fer í sumar (Staðfest)