Það hafa verið að ganga sögur um Florian Wirtz upp á síðkastið, lang líklegast að hann sé að fara til Bayern, en talað var um að City hefðu verið að bera víurnar í hann og að hann hefði heimsótt England tengt því. En nýjustu kjaftasögurnar eru að sú heimsókn hafi verið vegna áhuga Liverpool á kappanum. Sá áhugi á víst að vera þess eðlis að Liverpool sé til í að borga uppsett verð fyrir kappann, hann er ekki ódýr og væri eitthvað vel fyrir norðan 100 milljónirnar.
Ef af yrði, þá er spurning hvernig Slot sæi hann fyrir sér í leikkerfinu, því ekki væru menn að kaupa leikmann af þessu kaliberi til að fara á bekkinn. Væri hann að spila meira eins og fölsk nía, eða hann og Szobo í tvöfaldri 10?
Þetta er allt á slúðurstiginu eins og reyndar öll önnur möguleg vistaskipti leikmanna, og hætt við að ekkert verði staðfest fyrr en glugginn opnar. En við leyfum okkur að dreyma þangað til, og fantasera um uppstillingar og fleira.
Annars er auðvitað ennþá hellings slúður tengt Frimpong, félaga Wirtz hjá Bayer, eins er Geertruida hjá RB Leipzig eitthvað orðaður við okkur, sem og þeir Bournemouth félagar Huijsen og Kerkez. Allt slúður og ekkert staðfest, bara svo það sé nú marg sagt.
Uppfært: Eitthvað virðist vera til í slúðrinu um Frimpong:
? Liverpool advancing in talks to sign Jeremie Frimpong from Bayer Leverkusen – increasing confidence from Dutch int’l camp deal will be struck. 24yo #Bayer04 right-back keen on move so personal terms no issue. ~€35m clause appeals to #LFC @TheAthleticFC https://t.co/9fBYE5O8NL
— David Ornstein (@David_Ornstein) May 15, 2025
Ef þið þekkið hárgreiðslumanninn sem klippir blaðberann í húsinu þar sem umboðsmaður Wirtz býr, og hafið heyrt einhverjar sögur frá honum, þá endilega droppið því í athugasemdir hér fyrir neðan. Nú eða hvaða aðrar slúðursögur sem þið hafið heyrt varðandi mögulega nýja leikmenn. Eitthvað verðum við jú að tala um!
Við gætum líka haldið áfram að tala bara um staðreyndir, eins og þá að við erum Englandsmeistarar 🙂
En annars eru þetta allt saman virkilega góðir leikmenn sem eru orðaðir við félagið þó ég hafi enga trú á þessi Florian Wirtz slúðri en Frimpong er nú ansi líklegur.
Einnig hefur eitthvað minnkað slúðrið um Kerkez
Red you nailed it 😉 annars var verið að orða okkur núna við Xavi Simmons eitthvað hjá Leipzig kantmaður hollenskur 22 ára með ágæti cv úr þýsku deildinni
Alveg full ástæða til að vera vongóður varðandi Wirtz.
Væntanlega er ástæða fyrir því að Wirtz hitti fulltrúa Liverpool í Blaclpool.
Sagt er að Leverkusen vilji allra síst selja hann til Bayern.
Bayern eru sagðir hafa boðið smánarlegar upphæðir sem þeir þyrftu að tvöfalda ætli þeir að eiga möguleika.
Líklega veldur Wirtz á milli Liverpool og Man City.
Talandi um City, hvernær er áætlað að það komi eitthvað úr þessum 115 ákærum á þá ?
Þeir sjá Wirtz auðvitað fyrir sér sem arftaka Kevin De Bruyne en ég hélt að Phil Foden væri sá maður.
En fyrir 110-130 miljónir á miðjuna hjá Liverpool, finnst eins og ég hafi séð þessa mynd áður og við fengum Endo í staðinn og kannskinekki sú staða sem þarf mest að styrkja þó svo að Wirtz myndi styrkja okkur gríðarlega
Svo eru real madrid búnir að senda inn tilboð í Dean Huijsen þannig að við getum strokað hann af innkaupalistanum.
Breytt leikkerfi.
3 – 4 -3 eða 3 – 5 – 2 með þá Frimpong og Kerkez í vængbakvörðunum. Og hafsentarnir þrír Konate, Virg og Branthwaite sem yrði keyptur frá Everton.
Athyglisverð hugmynd (en ekki Brantwaite…). Slot hefur sýnt að hann er mjög sveigjanlegur í taktík. Það gæti verið mjög gagnlegt að hafa einhvers konar 352 kerfi (eða 325…) gegn sérstaklega hægari liðum sem spila rútubolta. En hafa svo 433 fyrir stærri leikina. Þarna gæti maður séð kjarna af 6-7 mönnum sem spila flesta leiki (Ali, VVD, Konate, McA, Grav, Salah, Szobo), en svo meiri rótering á öðrum eftir því hvaða kerfi er spilað.
Æ, það er einhver Arsenal-fnykur að þessu. Enn einn miðjumaðurinn?
Fáum frekar hárbeitta níu og góðan fúllbakk.
Er ekki hugmyndin um hárbeitta níu á mjög hröðu undanhaldi? Liverpool spilaði ekki með slíka í vetur og vann mótið. Þeir tveir sem við flokkum sem níur áttu hvað erfiðast uppdráttar.
EKki er ég viss um að Liverpool liðið væri betra með Haaland á toppnum sem hreyfist varla varnarlega en veit sannarlega hvar markið er þegar hann fær almennilega þjónustu.
Arsenal spilar ekki með eiginlega níu og var prófíll Kai Havertz hvað leikstöðu varðar ekki langt frá Wirtz áður en hann fór til Englands. Havertz var meira í holunni eða fölsk nía í Þýskalandi.
Að því sögðu, ef það er einhver séns á að fá Wirtz þá vonandi gerir Liverpool vonandi allt sem hægt er til að landa honum. Hann er early favorite í að veraða næsti Bellingham, Caicedo, Zubimendi þessa sumarglugga 🙂
Í öðrum fréttum virðist eins og Huijsen fari til RM á ca 50M, ekki mikið mál að borga klásúluna þar.
Jæja fyrstu kaup sumarsins líta út fyrir að verða nokkuð klár, allir miðlar eru á því að það sé verið að klára samninginn við Jeremie Frimpong.
Hann er rosalega flottur sóknarlega enda er hann svo sem ekki beint varnarmaður sem slíkur og margir segja að ef fólk var ósátt við varnartilburði Trent’s þá eru þeir ekki mikið betri hjá Frimpong.
Hann er það sókndjarfur að hann gæti jafnvel leyst Salah af á kantinum.
Ef við berum hann saman við Trent á þessu tímabili.
Leikir
Frimpong 33 – Trent 32
Mörk
Frimpong 5 – Trent 3
Stoðsendingar
Frimpong 5 – Trent 6
Tæklingar
Frimpong 33 – Trent 71
Blokkuð skot
Frimpong 6 – Trent 18
Þarna er Trent áberandi betri í varnarþáttum heldur en Frimpong en engu að síður gríðarlega spennandi leikmaður.
En það má geta þess að þó að Frimpong sé Hollenskur þá telst hann sem uppalinn eða homegrown þar sem hann var í man city í tæp 10 ár.
Og það telur ansi mikið og klásúlan ansi lág miðað við gæði og aldur.
ég vil að lfc steli nú þessum Dean Huijsen, frá RM.
Þetta er geggjaður leikmaður.
Sælir félagar
Því miður er líklega ekkert hæft í Wirtz orðrómnum og Huijsen að öllum líkum að fara til R.Madrid. Hins vegar er Frimpong enn mögulegur þú félagið hans kannist ekki við neinnar samningaviðræður og segi hann með langtímasamning og sé ekki að fara neitt. Eins og staðan er núna sýnist mér að Kerkez sé eini leikmaðurinn sem er nokkuð fastur í hendi. Ég hefi áhuga á Gyökerez og svo einhverju í sama klassa og Huijsen í miðvarðarstöðuna. Annars er lítið að marka sögurnar sem heyrast á markaðnum og maður er því rólegur enn sem komið er.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta á eftir að fara í hundrað hringi áður en nýir leikmenn koma til okkar. Ég hef alltaf haft gaman af því þegar Liverpool hefur keypt óþekkt nöfn, sem aldrei voru í umræðunni, og oftar en ekki verið meiriháttar fínir leikmenn. Og þá er ég ekki að meina Chiesa og Melo og ítölsk furðuinnkaup heldur Szoboszlai, Robertson, Gakpo oþh. snillinga. Ég er alveg til í að treysta tölfræðimeisturunum fyrir spennandi innkaupum í sumar.
Spái því að sumarið verði svona:
Frimpong staðfestur í Júní
Restin af sumrinu fer í að hinn og þessi sé mögulega að koma (Wirtz, Simmons, Kerkez).
Nokkrir ungir strákar seldir og einhverjir aðrir koma inn i akademíuna
Á lokadegi gluggans verður tilkynnt að Slot sé ánægður með hópinn en muni fylgjast með ef eitthvað opnast.