Jæja jæja jæja. 86 stig og aðeins tveir tapleikir. Og annað sætið er okkar eftir þetta tímabil.
Liverpool menn kláruðu þetta tímabil á viðeigandi hátt með mjög sannfærandi sigri gegn Tottenham á Anfield.
Rafa stillti liðinu svona upp í byrjun:
Carragher – Skrtel – Agger – Aurelio
Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Sami Hyypia, sem spilaði sinn síðasta leik fyrir Liverpool fékk svo að spila síðustu 7 mínútur leiksins sem fyrirliði og var nálægt því að pota inn einu marki. Kop stúkan heiðraði hann fyrir leikinn og allir fögnuðu gríðarlega þegar hann kom inná. Goðsögn hjá Liverpool, sem breytti varnarleik þessa liðs til hins betra.
Ég nenni svo sem ekki að skrifa langa skýrslu, en Liverpool var einfaldlega miklu betra liðið á vellinum í dag og sigurinn var verðskuldaður. Fernando Torres skoraði fyrsta markið með skalla eftir glæsilega sendingu frá Dirk Kuyt. Kuyt bætti svo við öðru marki í seinni hálfleik. Robbie Keane minnkaði muninn, en Yossi Benayoun tryggði sigurinn með marki eftir sendingu frá Steven Gerrard.
Þar með er þetta tímabil því miður búið. Liðið lék frábærlega og árangurinn var sá besti í mörg, mörg ár. En það er samt sem áður gríðarlega sárt að sjá eftir titlinum til Manchester United.
Ég er á því að Liverpool hafi verið besta liðið í ensku deildinni í ár. Við vorum að mínu mati betri aðilinn í **öllum** leikjum í deildinni í vetur. En okkur mistókst að breyta tveimur jafnteflum í sigra og því fór titillinn aftur til Manchester.
Ég held að leikmenn átti sig núna á því hvað titillinn snýst um marga litla hluti. Við höfum alltaf verið svo langt frá titlinum undanfarin ár að eitt og eitt jafntefli hefði engu breytt. En núna sjá menn það greinilega að aula jafntefli í janúar geta einfaldlega gert gæfumuninn.
Núna er það hlutverk Rafa Benitez að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Við förum inní þetta sumar án þess að sjá neina augljósa veikleika á liðinu. Vandamálið var að við náðum ekki að skora á Anfield, en það er ekki lengur vandamál hjá liðinu. Rafa hefur tekist að laga öll vandamál sem við höfum lent í. Í sumar verður það hans hlutverk að kaupa leikmenn sem að styrkja hópinn enn frekar og sjá til þess að liðið leiki nægilega vel allt tímabilið.
Takk fyrir tímabilið. Þetta hefur verið gaman.
Á næsta tímabili vinnum við þennan titil.
Djöfull er þetta skítalegt af Benitez. Setur mann, sem hefur reynst félagi svona vel í svona langan tíma, inná þegar það eru 7 mínútur eftir ? Hann átti að fá allan hálfleikinn a.m.k! En annars frábær úrslit, spilamennskan ekki uppá marga fiski nema rétt inná milli. Riera, Mascherano og N’gog burt takk.
Jesús ég ætla ekki einu sinni að svara ummælum númer 1. Þau einfaldlega dæma sig sjálf.
Annars fínn endir á flottu tímabili. Nú er bara byrja sumarið snemma, klára leikmannakaup snemma. Fá fáa gæðaleikmenn og halda áfram þaðan sem frá var horfið næst haust.
Djöfull er Torres góður.
Sammála …. mætti halda að við hefðum verið rassflengdir 0-7 af Tottenham miðað við ummæli 1.
ágætis leikur, fyrri hálfleikur var ekkert spes.. Leiðilegt að kveðja Sami, og að tímabilið sé búið..
er ekki alveg í lagi með þig Fan, þú ert klárlega ekki alvöru fan liverpool. ágætis endir á góðu tímabili, sárt að missa hyypia enda algjör legend hjá klúbbnum.
ég vill þakka ykkur fyrir frábærann vetur elsku kop.is menn, það hefur verið algjör unun að lesa sum bloggin ykkar, og ég vill tilnefna bloggið um man u 1 – 4 lfc sem besta blogg ársins.
You´ll Never Walk Alone!
Liverpool football club hefur aldrei snúist um einn leikmann og því fáránlegt að heimta það að þessi og hinn fái leiki. Þetta er engin góðgerðastarfssemi.
Fínn endir á frábærri leiktíð og ég vill sérstaklega þakka Robbie Keane fyrir að fagna ekki, hann vissi það að með því að skora tók hann bikar af Reina og það hefði ekki verið rétt af honum að vera með einhver læti. Enda uppskar hann klapp vallarins alls sem mér fannst hann eiga skilið. Eins og allir málsaðilar hafa sagt gekk þetta einfaldlega ekki upp hjá Robbie, en án illinda.
Svo skiptir engu máli hvort Hyypia fékk 10 mínútur eða 45. Málið var að vinna og enda með 86 stig og í 2.sæti úr því sem komið var. Auðvitað hefði verið frábært að sjá hann skora þarna þegar varið var á línu frá honum, en athöfnin frá aðdáendunum var fyrir leik og mér fannst flott að sjá hann skipta við fyrirliðann og taka bandið!
En mikið rosalega er ég sammála meistara Einari varðandi lærdóminn sem leikmennirnir geta dregið af því að klúðra leikjum í janúar og febrúar. Sumarið hjá Benitez og aðstoðarmönnum hans verður að rýna í smáatriðin og ná í menn sem styrkja byrjunarliðið.
Leikmennirnir sem byrja næsta haust þurfa fyrst og fremst að sjá til þess að við skilum stöðuyfirburðum í markið. Ég er algerlega sammála að við vorum sterkara liðið í 38 leikjum vetrarins, hugsanlega með undantekningu á Emiratesvellinum á meðan 11 voru á móti 11.
En takk fyrir tímabilið elskurnar öll, maður er strax farinn að telja niður…..
Hvaða leikur er fyrsti leikurinn í deildini á næsta ári? -og hvenær?
hehe, var að skoða gamlar færslur!
“…held ég að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool og þeir verða með besta liðið á næsta keppnistímabili. Þá loksins mun þessi hrikalega bið eftir titli enda.” -Kristján Atli um Gérard Houllier í Maí 2000.
Skildu áhorf, Sami kveður.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N164512090524-2013.htm
Skylduáhorf. Ég allavega táraðist!
http://www.liverpoolfc.tv/media/free_0809_thfc_h_pl_samifairwell_high.asx
Sigmar (#10), það er reyndar Einar Örn sem á þessi ummæli frá árinu 2000 en vegna leiðinlegs galla í vefsíðukerfinu okkar eru allar færslur frá því fyrir árið 2005 held ég skráðar á mig en ekki þann okkar tveggja sem við á. Breytir því ekki samt að ég hefði örugglega skrifað það sama árið 2000, maður var alveg handviss um að Houllier væri okkar Ferguson. Skrýtið að hugsa til þess tæpum áratug síðar að við séum enn að bíða og þeir búnir að jafna okkur.
Annars ætla ég sem minnst að tjá mig um leikinn í dag … strax. Ég hef ekki skrifað eitt einasta komment á þessa síðu síðan United tryggðu sér titilinn og verð að viðurkenna að mér þótti það talsvert sárara en ég átti von á. Ég þarf að jafna mig aðeins á því áfalli og svo kannski getur maður farið að setja þetta annars frábæra tímabil í eitthvað samhengi.
Skoruðum langflest mörk, töpuðum fæstum leikjum og vorum með besta markahlutfallið. Það eina sem vantaði var að klára 2 heimaleiki í viðbót með sigri og þá hefði titillinn verið okkar.
Síðan held ég að þessi grísamörk Macheda hafi verið vendipunkturinn, leikir sem Man Utd vélin var að hiksta töluvert og þeir voru í miklum vandræðum í en náðu samt að klára. Held það hafi hjálpað þeim yfir erfiðasta hjallann.
Frábært myndband, Sami er algjört legend! Hefði nú þó verið meira til í að Pepe Reina hefði verið að hampa titlinum frekar en Sami en þetta verður að duga þar til á næsta ári… 🙂
Sá því miður ekki leikinn en er auðvitað ánægður með úrslitin.
Svo vil ég svona fyrst að tímabilið er búið þakka fyrir þá þjónustu sem er veitt af síðuhöldurum af elju og góðsemi.
Ég mun auðvitað eins og undanfarin ár halda áfram að kíkja hér inn á hverjum degi í von um skemmtilega pistla og góðar fréttir 🙂
Takk fyrir mig, og áfram Liverpool.
á næsta ári. á næsta. Búið að segja þetta frekar lengi……
Fyrir þetta tímabil sagði ég við sjálfan mig að ég yrði sáttur ef við sýndum framför og gerðum atlögu að titlinum, og það er nákvæmlega það sem gerðist. En það er samt andskotanum erfiðara að sjá á eftir dollunni enn og aftur til ManFokkingUnited.
En nú er þetta búið og viðeigandi að gera ný viðmið, en það er Premiership-titillinn á næsta ári … annað og minna verður af minni hálfu misheppnað tímabil. Það er nú eða aldrei.
Til þess að því megi verða, þá verður við að 1) Halda okkar bestu mönnum (lesist Xabi Alonso), 2) skipta út veikustu hlekkunum (Lucas, vinstri bakverðir, Babel) og 3) fá ÖFLUGAN framherja á móti Torres.
Þakka fyrir í vetur, farinn að hlakka til ágústloka nú þegar. Verður vonandi safaríkt sumar í leikmannamálum.
Sammi átti að sjálfsögðu að fá að byrja leikinn og fá heiðursskiptingu í lokinn fyrir frábæra þjónustu. Held að líkurnar á sigri hefðu ekkert minkað við það. Það eru spennandi tímar framundan. Gleðilegt sumar Liverpoolmenn
Númer 18 átti þetta að byrja á.
Flott leiktíð og lítum á björtu hliðarnar frekar en að velta okkur uppúr því að dolludraslið er í Manchester.
En er sammála því að Hyypia hefði átt að fá byrjunarliðssæti í þessum leik. það væri gott betur en verðskuldað og hann hefði jafnvel náð að pota honum inn í einhverjum af þessum hornspyrnum. Það hefði verið besta kveðjan. Óskum honum samt góðs gengis og vonumst til að sjá hann fljótt aftur.
Þessi leikur í dag verður ekki minnst fyrir neitt annað en kveðjuleik Hyypia með Liverpool. Man að ég setti spurningamerki þegar hann gerði 3ja ára samning árið 2006 þar sem ég mér fannst skrítið af gera svo langan samning við 33 ára leikmann. Sami stóð hins vegar alveg undir þeim kröfum sem gerðar voru til hans og gott betur, einstakur leikmaður og persónuleiki.
Hættir á hárréttum tíma með Liverpool, í toppformi og á eflaust eftir að koma í þjálfara teymið innan skamms.
Það má alveg deila hvort hann hafi átt að byrja eða ekki. Benitez gerði rétt að mínu mati, hélt sínu striki og skilaði enn einum sigrinum. Sýndi það að liðið er mikilvægara en einstaklingarnir og þannig er þessi harði bransi, tilfiningarnar ráða ekki för heldur fagmennska.
Án þess að vera með einhver leiðindi þá hefur manni nú oft fundist bara eitthvað smávegis vanta, t.d. tímabilið sem Houllier náði öðru sætinu og svo fór allt í fokk næsta tímabil (’02-’03) ef ég man rétt.
En Sami fékk frábærar kveðjur, það var það sem við vildum, liðið kláraði tímabilið með sóma. Förum væntanlega í nánari greiningu á tímabilinu á næstu vikum.
Takk annars fyrir veturinn félagar.
Ó.. Sami sami…. sami sami sami sami hyypia … http://www.youtube.com/watch?v=mlugAj_t2NY
Það var ennþá að einhverju að vinna þrátt fyrir að fyrsta sætið væri farið, Liverpool sleppur við undankeppni með 2.sætinu, og bara það að segja að masche megi fara segi allt um kommentið hjá þer Fan.
En þessu season-i verður minnst sem tímabilið sem liverpool tapaði en ekki því sem manu vann.
GG’s hyypia
Og miðað við þetta tímabil, úrslit, mannskap, brottför RP og uppleiðina sem er á félaginu þá verður maður bara að segja að næsta tímabil verður Tímabilið!
Hafsteinn, við hefðum einnig sloppið við þá undankeppni hefðum við náð þriðja sæti. Hinsvegar fáum við eh 800þúsund pund auka á 2.sætinu og svo kannski það sem er mikilvægast, það eru mörg ár síðan liðið sem vinnur titilinn hefur ekki lent annaðhvort í 1 eða 2 sæti tímabilið á undan.
Ég er hinsvegar ósammála að það sé hægt að segja að við höfum tapað titlinum þetta tímabilið, við gerðum nánast allt rétt, erum betri í nánast öllum leikjum okkar á tímabilinu, töpum ekki heimaleik. Töpum bara 2 leikjum og fáum 86 stig sem ég held að hver einasti maður hérna inni hefði samþykkt fyrirfram í ágúst hefði það verið í boði.
Hinsvegar lendum við í því að hitta á tímabilið sem man.utd stígur ekki feilspor gegn veiku liðunum, þeir eru ekki svo sterkir gegn topp 8 (20 stig af 42 mögulegum) en það að vera með 70 stig af 72 mögulegum út úr viðureignunum við neðstu 12 lið deildarinnar er náttúrulega fáránlegt. Það má því segja að þeir hafi unnið titilinn á hæfileikanum til að sigra aumingjana ásamt því að hafa fengið góða hjálp við að sigra Aston Villa í leiknum sem réði úrslitum um þennan titil.
Ég segi líkt og Kristján að maður er kannski aðeins lengur að jafna sig á missinum á titlinum en maður gerði ráð fyrir. Svo horfir maður á þetta frábæra myndband með Sami eftir leikinn og ensku þulirnir segja (ef ég heyrði rétt), að þetta sé í fyrsta skipti sem lið tapi einungis 2 leikjum yfir sísonið og verði ekki meistari…
En ég táraðist jú þegar ég sá karlinn beygja af og það er mikill missir í Sami. Eftir frábært en titlalaust tímabil, þá bíður maður eftir sumrinu og hlakkar til haustsins. Og á næsta keppnistímabili mun dóttir mín passa í Liverpool gallann sem mér var gefinn í jólagjöf og það hlýtur að vita á gott 🙂
Áfram Liverpool – Áfram Kop.is – Áfram Sami Hyypia!
Kærar kveðjur til ykkar allra!!!
Af kaupum og sölum. Ég er með nýtt nafn í umræðuna Tuncay Sanli – fæst ódýrt frá Middlesbrough sem var að falla. Besti framherjinn sem var að falla og að mínu mati nógu góður til þess að leysa Torres og Gerrard af. Hann er betri en Keane. Helst vildi ég fá Teves.
Síðan þyrftum við að af fá heimsklassa kantmann.. fyrst við fáum ekki Ribery þá verðum við að reyna að sætta okkur við David Silva 😉
Annars er minn draumur Teves og/eða Ribery en við fáum seint það sem við viljum.
Tuncay, Silva og hægri bakvörður og enski titillinn er í höfn.
Þvílíkur leikmaður Sami Hyypia og persóna. Vonandi kemur hann aftur til að vinna fyrir LFC. Einu kaupin sem vit var í hjá Húlla.
ÁFRAM SAMI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
úff ekki góðar fréttir hér
http://www.thisisanfield.com/news/2009/05/alonso-im-ready-to-quit-kop/
31
Eina fréttin þarna er líklega sú að Rafa gómaði einhvern við að leka “upplýsingum”.
“I have had a private conversation with his agent, and it was interesting to see who had that information.”
Eftir þennan fund þeirra kom fréttin á official síðunni að Rafa vildi halda Alonso. Nú í kjölfar fréttarinnar sem þú vísar í ítrekar Rafa það sem hann sagði áður.
“I repeat, we do not want to sell, he is not for sale. He has said he is happy here in Liverpool, in every single press conference, in every single interview.
We have some ideas for the future, without losing any of our key players.”
http://www.dailypost.co.uk/sport-news/liverpool-fc/2009/05/25/liverpool-manager-rafael-benitez-insists-he-does-not-intend-to-sell-midfielder-xabi-alonso-this-summer-55578-23703543/
Einu kaupin sem vit var í hjá Húlla – Magnús Ólafsson
Hvaða endemis bull er þetta orðið. Eru menn búnir að gleyma Didi og Dudek, mennina sem voru lykilmenn í Istanbul sigrinum, Henchoz sem var límið í vörninni með Sami, svo fékk Húlli McAllister líka. Húlli var ekki gallalaus á markaðnum en að segja að Sami sé einu kaup Húlla sem vit var í er í besta falli gleymska.
Við fórum að geta klárað litlu liðin þegar Rafa uppgötvaði að hann hefði eitt stk. Yossi Benayoun í hópnum! Það þarf bara að auka breiddina, get ekki séð að liðið sé beinlínis veikt í einhverjum stöðum í byrjunarliðinu. Ég mundi ekki vilja skipta neinum út, nema kannski einn hægri bak. Ég meina, viljiði annan hægri kant en Dirk Kuyt? Ekki ég! Mark og stoðsending í gær, 16 mörk á tímabilinu og haugur af stoðsendingum!
Það stefnir allt í að Alonso fari frá okkur, amk miðað við skrif dagsins – þrátt fyrir mjög skýra stöðu Rafa. En Alonso vill víst sjálfur fara…
Við þurfum samt sem áður eitt stk kanntmann ,ef ekki hægri (Kuyt) þá vinstri, erum klárlega veikir þar með “einn-enn-séns-Babel” og Riera.
Þurfum svo klárlega annan á miðjuna þegar Alosno fer – nema að Rafa ætli sér að kaupa Tevez og Gerrard fari þá niður á miðjuna aftur….
Hérna er ágætis grein á Official síðunni um það sem hægt er að vera jákvæður yfir.
Ingi,
Eina fréttin þarna er líklega sú að Rafa gómaði einhvern við að leka ‘upplýsingum’:
I have had a private conversation with his agent, and it was interesting to see who had that information.
Eftir þennan fund þeirra kom fréttin á official síðunni að Rafa vildi halda Alonso. Nú í kjölfar fréttarinnar sem þú vísar í ítrekar Rafa það sem hann sagði áður:
I repeat, we do not want to sell, he is not for sale. He has said he is happy here in Liverpool, in every single press conference, in every single interview.
We have some ideas for the future, without losing any of our key players.
http://www.dailypost.co.uk/sport-news/liverpool-fc/2009/05/25/liverpool-manager-rafael-benitez-insists-he-does-not-intend-to-sell-midfielder-xabi-alonso-this-summer-55578-23703543/
31
Eina fréttin þarna er líklega sú að Rafa gómaði einhvern við að leka “upplýsingum”.
“I have had a private conversation with his agent, and it was interesting to see who had that information.”
Eftir þennan fund þeirra kom fréttin á official síðunni að Rafa vildi halda Alonso. Nú í kjölfar fréttarinnar sem þú vísar í ítrekar Rafa það sem hann sagði áður.
“I repeat, we do not want to sell, he is not for sale. He has said he is happy here in Liverpool, in every single press conference, in every single interview.
We have some ideas for the future, without losing any of our key players.”
Af einhverjum ástæðum get ég ekki sent in beinan link á fréttina en hún sést hér: http://www.dailypost.co.uk/sport-news/liverpool-fc/
Get ekki sett linkinn hérna inn virðist vera, en fréttin kemur frá dailypost.
Fínn vinnusigur á óskipulögðu Tottenham liði sem er alltaf 1 númeri of lítið fyrir stórliðin þrátt fyrir alla peningana sem þeir moka í leikmannakaup.
Víð fórum að vinna litlu liðin auðveldlega þegar Rafa byrjaði að taka áhættur og áttaði sig loksins á að Alonso, Leiva og Mascherano þurfa smá hjálp gegn vinnusömum 5 manna miðjum litlu liðanna sem kæfðu okkar miðjuspil og létu Carragher koma upp með boltann. Benitez ýtti bakvörðunum framar og við náðum reglulegri posession ofar á vellinum og náðum þá að mata Torres og Gerrard (Benayoun) betur og koma Kuyt nær teignum.
Man Utd láta bakverðina styðja mjög við miðjuna og voru með 70stig af 72 mögulegum gegn 12 neðstu liðunum í ár. Þetta er greinilega eitthvað sem virkar fyrir topplið á Englandi. Tækni-levelið, hraðinn og leikskilningur stóru liðanna er það mikið hærri að þau komast upp með svona áhættur gegn hræddum smáliðum sé þetta framkvæmt hratt og skipulega.
Okkur vantar hraðan og stabílan hægri bakvörð í þetta og þessvegna hefur Rafa mikinn áhuga á Glen Johnson (Portsmouth). Dirk Kuyt er ekki nóg á hægri vænginn þá frábær sé. Við þurfum einnig hraðan kantframherja sem getur spilað á báðum köntum, með góðan leikskilning og er snöggur að breyta unnum bolta úr pressuvörn og skyndisóknum í færi. Geti einnig tekið menn á og með góðar fyrirgjafir. Þessvegna er Benitez mikið að spá í David Silva (Valencia) og Ezeqiel Lavessi (Napoli).
Þetta eru lang mikilvægustu kaup Benitez í sumar ásamt target-striker frammi með Torres. (Roque Santa Cruz kannski?) Þessi 3 kaup í sumar verða að takast vel í þau að veljast menn sem henta í og kunna á ensku deildina. Koma þeim strax inní leikkerfi Liverpool svo liðið fúnkeri eins og liðsheild allt tímabilið.
Svo þarf bara að vefja G&T í bómul í sumar svo þeir nái að spila miklu meira saman 2010. Áfram Liverpool!