Liverpool bloggið fimm ára!

Kristján Atli: Fyrir fimm árum las ég færslu á heimasíðu Einars Arnar þar sem hann lýsti yfir áhuga sínum á að stofna sér bloggsíðu fyrir Liverpool-umfjöllun. Ég hafði sjálfur haft slíkar hugmyndir þannig að þótt við þekktumst ekki neitt á þeim tíma setti ég mig í samband við hann og fljótlega eftir það fór Liverpool Bloggið í loftið.

Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að við séum búnir að reka þessa síðu í heil fimm ár. Við fórum í loftið með síðuna vikuna sem Houllier hætti, ef ég man rétt, þannig að segja má að síðan sé jafngömul stjóratíð Benítez hjá Liverpool. Á þeim tíma hefur margt gerst hjá félaginu en að sama skapi hefur mikið gengið á á þessari síðu. Stundum hefur hún valdið manni tómu mígreni og það hefur ekki alltaf verið auðvelt að finna tíma fyrir þá vinnu sem fer í að halda henni gangandi og halda utan um starfsemina hérna en sem betur fer hefur áhuginn alltaf verið til staðar, líka þegar á móti hefur blásið.

Þá höfum við Einar Örn einnig verið heppnir með samstarfsaðila. Í dag skrifa fimm aðrir pennar á síðuna utan okkar Einars og þrír aðrir hafa á einhverjum tímapunkti skrifað hér inn. Það er talsverð breyting frá því þegar við fórum af stað og eyddum öllu tímabilinu 2004/5 bara tveir í að halda síðunni gangandi.

Allavega, þetta er ansi merkilegur dagur fyrir okkur Einar Örn og vil ég nota tækifærið fyrir mína parta og þakka Einari fyrir samstarfið, strákunum okkar fyrir frábæra aðkomu og verðmæt innlegg á síðuna og síðast en alls ekki síst ykkur öllum sem lesið þessa síðu og/eða takið þátt í umræðunum. Þetta væri ansi tómlegt og leiðinlegt ef við Einar værum bara tveir að blaðra út í tómið, það eru ykkar viðbrögð og þátttaka sem gera síðuna svona skemmtilega.

Þannig að, til hamingju með fimm ára afmælið Kop.is! Á næsta ári færðu að fara í grunnskóla … 😉


Einar Örn: Það er ekki laust við að maður sé stoltur af barninu okkar Kristjáns þegar maður áttar sig á að það er orðið fimm ára gamalt. Löngu áður en bloggið varð jafn vinsæll miðill og það er í dag þá vorum við báðir að pirra okkar nánustu vini og fjölskyldu með reglulegum pistlum um Liverpool á okkar eigin bloggsíðum. Þeir byrjuðu á síðustu mánuðum Houlliers og voru því ansi oft verulega þunglyndir.

Þegar við loks stofnuðum Liverpool bloggið fengum við tækifæri til að skrifa eins mikið um liðið okkar einsog okkur langaði til. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt og það hefur verið frábært að sjá hóp lesenda vaxa gríðarlega í gegnum árin.

Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að halda úti þessari síðu og við Kristján höfum nokkrum sinnum rætt um að hætta þessu. Við fórum í gegnum fyrsta tímabilið þar sem Kristján tók nánast hverja einustu upphitun og ég hverja einustu leikskýrslu, en núna í dag erum við með frábæra penna með okkur, sem að létta okkur heldur betur vinnuna. Þrátt fyrir að við höfum nokkrum sinnum pirrað okkur á síðunni þá hefur hún samt veitt okkur ótrúlega margar ánægjustundir í gegnum tíðina allt síðan 26.maí árið 2004.

Á þessum fimm árum hef ég heimsótt þessa síðu oft á dag og ég er viss um að ég á eftir að halda því áfram næstu árin.

Liverpool bloggið er fimm ára í dag. Það lengi lifi!

58 Comments

  1. Til hamingju strákar, þessi síða hjá ykkur er orðinn liður í mínu daglega lífi og verður vonandi sem lengst. Þrefalt húrra.
    HÚRRA HÚRRA HÚRRA

  2. Til hamingju með þetta, klárlega besta enska fótboltasíðan á landinu. Mikið hef ég oft óskað þess að þið væruð U**t*d menn 🙂

  3. Snilldarsíða – takk fyrir að hafa þrek í þetta og til hamingju með afmælið.
    Ég held það sé hreinlega leitun að betri og málefnalegri fan-síðu.

  4. Já til hamingju með þetta barn ykkar og vonandi fær maður tækifæri á að halda áfram að fylgjast með því dafna þegar það heldur áfram sína lífsgöngu.
    Frábært afrek og gaman að geta komið hingað inn og séð skemmtilegar umræður um félagið sem maður elskar.

  5. Til hamingju meistarar.

    Frábær síða sem þið bjugguð til og eigið heiður af að haldast sem hin besta í íslensku flórunni, þó víðar væri leitað. Segi þetta sem áhugamaður, en ekki penni!

  6. Já til hamingju! Ég veit ekki hvar ég væri í dag, ef Kop.is væri ekki til!

  7. verð samt aðeins að spyrja; eru engar nýjar fréttir af leikmannakaupum og slíku? er að drepast!

  8. Til hamingju með stóráfangann, spurning hvort menn haldi ekki bara góðan KOP-hitting yfir bjór þar sem menn geta rætt endalaust við aðra liverpoolstuðningsmenn um liðið. Hvað segja menn um það?

  9. Sem daglegur gestur – og einstöku sinnum þáttakandi í umræðum – vil ég óska ykkur til hamingju með afmæli síðunnar og þakka kærlega fyrir mig. Vonandi dafnar hún áfram jafn vel.

  10. Flott síða og ómetanlegt framtak, þessi síða er á daglega netrúntinum (stundum oft á dag). Sakir náms, vinnu og barna hef ég ekki alltaf tækifæri á að horfa á leiki og þá er mikil sárabót í að lesa lifandi og skemmtilegar leikskýrslur. Takk fyrir effortið strákar!

  11. Snilldin ein 🙂
    Til lukku með “barnið” ykkar, og til lukku allir “fóstrarnir” sem sjá um að síðan vaxi og dafni á hverjum degi.
    Ég hef verið svo heppinn að ég rambaði á þessa síðu fljótlega eftir “fæðingu” hennar og svo eftir svolítinn tíma fór ég að taka þátt í gleðinni með stöku commentum.
    Það er með mig eins og flesta þá sem hingað koma á hverjum degi og jafnvel oft á dag að ég get bara ekki án þessa verið, grínlaust.

    Takk kærlega fyrir mig og hún lengi lifi 🙂

  12. Til hamingju með áfangann 😉 get sagt það í gamla daga var maður fastur gestur á liverpool.is en í dag er kop.is mín aðal liverpool síða, hérna fæ ég allt sem ég þarf til að sinna mínum liverpool áhuga;) allt sem tengist liverpool leikjum og skýrslur gerist ekki betra og inn á milli frábærir pistlar sem gaman er að lesa. get sagt að þetta sé mín uppháldssíða á netinnu 😉 Vonandi eigiði eftir að halda samstarfinnu áfram um ókomin ár.

  13. Til hamingju með síðuna Kristján og Einar. Þið hafið haldið úti bestu Fan síðu landsins síðustu árin. Mér var bent á þessa síðu við upphaf hennar og hef allar götur síðan þá litið á hana að meðaltali einusinni á dag. Þetta er semsagt partur af programmet hjá mér.

    Það sem gerir þessa síðu svo frábæra eru auðvitað pennar hennar þá helst þið tveir og auðvitað málefnaleg umræða (þó henni hafi hrakað síðasta árið). Vonandi hafið þið úthald í þetta næstu 5 árin.

    Takk fyrir mig
    Krizzi

  14. Ég segi bara takk fyrir mig þennan tíma sem ég hef lesið þessa síðu. Frábær og óeigingjörn vinna.

  15. Til hamingju með þetta. Frábær síða, skemmtilegt að lesa það sem þið skrifið og flest öll kommentin líka. Vonandi verður þessi síða áfram sem lengst.

  16. Til lukku með daginn !

    Frábær síða með afbragðs pennum, bestu stuðningsmönnunum um besta lið í heimi – getur varla verið betra.

    Takk fyrir mig.

  17. Til hamingju með afmælið.

    Stórskemmtileg og ómissandi síða. Ég þakka fyrir mig.
    Einar og Kristján þið eruð búnir að vera frábærir þennan tíma sem ég hef fylgst með þessari síðu og ég vil líka þakka öðrum og alls ekki síðri pennum fyrir sitt innlegg.

    kop.is lengi lifi!

  18. Til lukku með daginn 🙂 flott framtak og vonandi verður þetta bara langlíft 🙂 og væri gaman að fagna 6 ára afmæli með titli á næsta ári 🙂

  19. Innilega til hamingju! Frábær síða sem hefur búið til faglega og frábærlega skemmtilega umfjöllun um Liverpool. Það er ljóst engin fótbolta-aðdáendasíða á Íslandi kemst með tærnar þar sem kop.is hefur hælana.

  20. Kærlega til hamingju.

    Án nokkurs vafa besta fótboltasíða Íslands. Mikið held ég að aðdáendur annara liða öfundi okkur af kop.is

  21. Til hamingju með afmælið strákar. Besta LFC síða landsins og þótt víðar væri leitað.

  22. Til hamingju. YNWA
    En af hverju er fyrsta færslan frá árinu 2000 !!! erum við ekki að fagna 9 ára afmæli !!!!

  23. Vargur, síðan inniheldur færslur sem við höfðum skrifað á okkar eigin síðum og fluttum yfir á Liverpool Bloggið þegar það var opnað. Fyrstu færslur nýju síðunnar voru skrifaðar og birtar fyrir fimm árum síðan.

  24. Til hamingju með afmælið drengir. Þetta er skemmtileg síða og hefur alltaf verið skemmtilega skrifuð. Ssteinn dregur þessa síðu náttúrulega eitthvað niður, en aðrir pennar bæta það svo sannarlega upp. 😉

    Takk fyrir fína síðu piltar, og vonandi verður hægt að kíkja hingað á hverjum degi áfram, næstu fimm árin, hið minnsta.

    Kveðjur að norðan… Carl Berg

    p.s: Áður en Pétur og Páll fara að skjóta mig í kaf, vegna ummæla minna um Sstein, þá bendi ég mönnum á, að hann sér líklega sjálfur um að taka mig í bóndabeygju fyrir þessi ummæli mín, sem voru á engan hátt viðeigandi eða nálægt sannleikanum.

  25. Til hamingju með afmælið – sammála öllum ræðumönnum – maður skoðar þessa síðu eiginlega alltof oft!

  26. Hef kommentað lítið en lesið þeim mun miklu meira. Lít hér við á hverjum degi og hef gert frá byrjun. Vil bara þakka ykkur fyrir frábæra síðu og til hamingju með 5 árin!

  27. Sælir og til hamingju með daginn.

    Ég vil taka þetta tækifæri og skrifa mín fyrstu skilaboð hér. Ég er búinn að fylgjast með þessarri síðu lengi, enda langbesta fótboltablogg-síðan. Haldið áfram sem lengst.

  28. Sælir félagar
    Til hamingju drengir góðiur með einu alvöru fótboltabloggsíðuna norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað. Án þessa framtaks ykkar væri jörðin flöt og Róm (Vatikanið) miðpunktur alheimsins. En sem betur fer, meðal annars fyrir ykkar tilstilli og svo upplýsingarinnar, er Liverpool liðið og þessvegna borgin miðjan í universinu. Það er nú þannig.

    YNWA

  29. Takk fyrir að halda þessari síðu uppi, hún er hluti af mínum daglega netrúnti (fer reyndar á hana OFT á dag) og er algjörlega nauðsynleg lesning fyrir leiki, eftir leiki og á milli leikja 🙂

  30. frábær síða sem maður skoðar of oft segir konan allaveg-) en konur skilja þetta ekki svona flestar!! til hamingju með daginn og ekki hætta! takk fyrir mig!

  31. Til hamingu með ammó – og takk fyrir að halda uppi bestu fótboltasíðu í heimi.

  32. Ég ef nú ekki fylgst með þessari síðu frá upphafi….en ég náði líklega flestum þeim dyggu lesndum sem það hafa gert 😉

    KAR og EÖE eiga fálkaorðuna skilið fyrir sitt framlag.

    Það er afar ólíklegt að síðan komi ekki til með að dafna vel áfram, framundan eru afar spennandi tímar hjá Liverpool (ekki að það skipti þannig séð sökum þegar kemur að stuðningi við Liverpool).

    p.s. svo stefni ég líka á að taka Carlberg í bóndabeygju næst þegar ég sé hann, hljómar sem stórgóð hugmynd.

  33. Takk fyrir framtakið og til hamingju með daginn. Ég uppgötvaði þessa síðu reyndar fyrst í vetur, en ég hef verið daglegur gestur síðan þá og mun vera það áfram í framtíðinni. Verður gaman að fagna titli með ykkur næsta vor 🙂 Sorry ég meina titlum….

  34. Já, svo sannarlega tek ég undir hamingjuóskir til handa þeim snillingum Kristjáni Atla og Einari Erni. Ég hef fylgst með síðunni frá byrjun, day one, og hef haft mikla ánægju út úr því að lesa það sem hefur komið frá pistlahöfundum hérna í gegnum tíðina (reyndar ekki haft áhuga á að lesa neitt eftir þennan SSteinn). Það sem mér þykir þó ekki síðra er að hingað koma inn mjög margir vel skrifandi og skemmtilegir pennar í commenta kerfinu.

    Þetta barn þeirra félaga hefur svo sannarlega vaxið og dafnað og það hefur verið heiður að fá að taka þátt í þessu með þeim þó sá þáttur sé ansi lítill þegar á heildina er litið. Þið hafið fóstrað þetta vel og ég er fullviss um það að þið munið gera það áfram.

    Til lukku Kop.is og feður.

    P.S. Carl Berg, ég veit ekki alveg hvernig á að taka þig í bóndabeygju, ég gæti fengið í bakið við að teygja mig svona langt niður eftir þér 😉

  35. Til hamingju með árin fimm strákar. Get trúað því að það taki í að halda úti svona síðu þegar okkar menn hiksta og bölmóðurinn ræður ríkjum. Síðan er í senn sáluhjálp og samfagnaðarsíða púllara. Frábært framtak hjá ykkur.

  36. Kærar hamingjuóskir með daginn, elsku Kristján og Einar. Þessi síða er besta bloggsíða um íþróttalið sem ég hef rekist á hér á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég segi þetta sem hlutlaus aðili algjörlega! Í gegnum tíðina hef ég verið lesandi og svo var ég þátttakandi í kommentakerfi, þar sem ólík viðhorf voru alltaf meðhöndluð af virðingu og manni leið vel. Svo var ég heppinn að vera penni hér í eitt ár, og það var ferlega skemmtileg reynsla.

    Innilegar hamingjuóskir aftur piltar. Þið eruð algjörlega frábærir í þessu sem og mörgu öðru – ég minnist t.d. dvd-diska sem ég hef keypt af Einari og ágóðinn runnið til góðgerðastarfa – og ég hlakka til að fylgjast með hérna áfram.

    Áfram Liverpool – Áfram Kop.is!!!

  37. Til hamingju með afmælið…

    Vil þakka ykkur kærlega fyrir framtakið…

    YNWA

  38. Til hamingju með daginn. Það eru um þrjú ár síðan ég uppgötvaði Liverpool bloggið og eftir það var ekki aftur snúið. Hún hefur verið hvað mest skoðaða síðan hjá mér allar götur síðan. Takk kærlega fyrir mig og megi síðan halda lengi áfram. YNWA

  39. Þið bræður eigið heiður skilinn fyrir þessa síðu. Maður hefur jú nú stundum skellt einh skit á ykkur sem samnefnar “pollýönnu” liverpool en það er nú bara þannig og maður skammast þess nú mest sjálfur eftir korter. En þið hafið gert ossa flotta hluti með þessa síðu og megið vera stoltir.

  40. Hamingjuóskir með afmælið og frábæra síðu þar sem umræðan fer ekki í einhverja yfirgengilega vitleysu og skítkast.
    Og svo er bara að vonast eftir spænskum sigri í kvöld.

  41. Til hamingju með með afmælið, gæti ekki hugsað mér daginn án kop.is frábært framtak, og þið aðstandendurnir eigið mikið hrás skilið.

    YNWA

  42. Já, tek undir með öllum hér. Sendi brjálæðislegar stuðkveðjur til Einars Arnar og Kristjáns Atla í tilefni dagsins. Ég held það geti verið margir hér, eins og ég, sem kannski myndu fá smá tiltal frá vinnuveitendum ef þeir fyndu út hversu miklum tíma við eyðum samanlagt á kop.is.

  43. Til hamingju með frábæra síðu og milljón sinnum þúsund þakkir fyrir að halda henni lifandi!

  44. Takk fyrir mig 🙂 Hef fylgst með blogginu frá upphafi og hlakka til að gera það áfram.

  45. Tillykke með daginn. Þetta er snilldarsíðar… Takk fyrir mig.

Hverjir koma? #1 – David Silva

Hverjir koma? #2 – Glen Johnson