Kóngurinn

“It wasn’t a bad season in Germany but now I am coming back to conquer England

Andriy Voronin – 26.júní 2009.

Hann er kominn aftur.

58 Comments

  1. Ef hann ætlar að ná yfirráðum á Englandi einsog hann talar um í viðtalinu, þá verður hann væntanlega kóngur.

  2. Glæsilegt. Þá getum við selt Torres til Man. Utd. og fengið fullt af pening til að kaupa einhvern góðan á kantinn til að mata Voronin með baneitruðum sendingum.

  3. Það er kannski ekkert vitlausara að hafa þennan á bekknum en N´Gog en frekar myndi ég vilja sjá hann seldan fyrir 3-4 milljónir punda.

  4. Þetta er ekkert flókið, Dossena er svo 08/09 !

    09/10 erum við að tala um einokun að öllu leiti, Voronin sannar þarna að hann er klárlega maðurinn.

    annars tek ég að öllu leiti undir það sem Nr.1 sagði

  5. Það væri óskandi að menn eins og Arbeloa hefðu þetta hugarfar… við skulum ekki gera grín af því þegar menn eru tilbúnir að berjast fyrir sæti sínu.

  6. Mér líst bara vel á þetta hugarfar hjá honum enda segir hann að það sé mikill heiður að klæðast þessari treyju og að hann vilji berjast við Torres um sæti í liðinu og það er gott hugarfar og ef við fáum ekki sæmilegt verð fyrir hann þá vil ég alveg eins halda honum áfram og sjá hvernig hann kemur út á undirbúningstímabilinu og kannski fram að áramótum.

  7. gott mál, ef Torres meiðist þá er gott að hafa Voronin, allavega betri en Keane

  8. Ég er nú ekki búinn að sjá Rafa gefast upp á að koma Voronin í verð og fá nokkrar krónur í kassann til leikmannakaupa fyrir. En persónulega hef ég ekkert við það að athuga að Voronatorinn verði varaskeifa Torres á Anfield næsta vetur. Ef við ætlum að tala um að fá inn framherja sem veit að Liverpool spilar með aðeins einn mann uppi á topp og veit að Torres verður alltaf sá maður þegar hann er heill, þá er erfitt að ætla að hafa einhver stærri nöfn í þeirri aðstöðu en Voronin og N’gog. Þeir duga að mínu mati í þá stöðu, auk þess sem Kuyt og Babel geta leyst hana í harðindum.

    En sjáiði samt til, Krull the Konqueror verður seldur til einhvers liðs í Þýskalandi á næstu vikum og fær aldrei tækifæri til að sigra England.

  9. Er sammála nafna mínum og það á ekki að gera lítið úr manni sem er tilbúinn að deyja fyrir LIVERPOOL . Ef hann verður seldur er það ok ef við fáum framherja sem er með sama hugarfar , ef hann verður áfram er það bara gott mál .
    Annars var ég að koma úr jarðarför þar sem lagið okkar var sungið af Álftagerðisbræðrum og eins og alltaf þá fór gæsahúð um mig enda fallegasta lag ever 🙂
    Góða helgi öll og njótið þess að vera með fjölskylduni og vinna inn plúsa þar sem það er stutt í fótboltinn byrjar að taka tíma hjá okkur 🙂

  10. Hver segir að Voronin sé tilbúinn til að deyja fyrir Liverpool? Ég les helst úr kommentum hans að hann sé einfaldlega að ofmeta hæfileika sína og að hann telji sig eiga að veraí byrjunarliði, svo vill bara þannig til að hann er nú hjá Liverpool en ekki einhverju öðru liði.

  11. Sem betur fer lesa ekki allir það sama úr hlutunum . Ég stór efa að hann sé að segja að hann sé betri en Torres elsku Jóhann minn haha ef þú lest það út úr þessu þá vona ég að þú sért ekki þýðandi 🙂

  12. Nei alls ekki, það er einmitt það sem gerir hann svo flottann og ég mæli með að láta hann fá treyju nr. 7, getur varla verið mikið verri en Keane 🙂

  13. Mér er sama þó þetta sé Þráðrán.. Ég man ekki hvaðan ég fékk þetta ef það var frá einhverjum ykkar þá segi ég takk , annars segi ég enjoy!! Pavarotti og co. (hann er með fáranlega góða rödd!)

  14. Kristján Grétar. Eina sem ég er að segja er að það er afskaplega erfitt að lesa það útúr ummælum Voronin að hann sé tilbúinn til að deyja fyrir Liverpool eins og menn hafa verið að meta, heldur fjallar greinin um að hann ætli að gera einhverjar rósir á Englandi með Liverpool sem vill svo til að sé það lið sem hann spilar í. Það kalla ég ofmat á eigin hæfileikum enda maðurinn í besta falli sæmilegur striker fyrir miðlungslið í þýskalandi.
    En ef þú last hitt úr því sem ég sagði þá er líklegt að þú hafir unnið í greiningardeildum bankanna eða FME á árinu 2007 og fyrripart árs 2008.

  15. “Fernando Torres kemur svo í þriðja sæti en hann var verðlagður á 67 milljónir evra.” ( visir.is ) við keyptum hann á 20 millur punda! hvað er að gerast?

  16. Mér finnst nú bara mjög jákvætt að Voronin hafi þetta viðhorf gagnvart sjálfum sér og klúbbnum. Lýsir engri veruleikafirringu að mínu mati, einungis sjálfstrausti og metnaði. Menn ná ekki árangri án þess. Finnst skrítið að menn láta oft eins og þessi leikmaður sé eitthvað djók, eins og hann sé það hrikalega slakur að það eigi bara að hlæja að honum. Eflaust hefur hárgreiðslan eitthvað um street credið hans að gera, en við megum ekki dæma menn eingöngu af því. Við höfum haft mun slakari leikmenn í okkar herbúðum og ég sé enga ástæðu til annars en að fagna því bara að hann sé með þetta hugarfar, ef hann snýr tilbaka á annað borð.

    Hann á minn stuðning vísan allavega.

  17. Veit ekki alveg hvar á að setja þetta, en við virðumst vera að fá einhverja fitness þjálfara frá Newcastle. Hversu góðir þeir eru er svo annað mál (lesist Michael Owen)
    http://www.nufcblog.com/2009/06/27/coaches-hulse-and-elliott-leave-newcastle-for-liverpool/

    • It seems like the news at Newcastle United continues to get worse, as we hear today that strength and conditioning coaches Mark Hulse and his assistant, Robbie Elliott, have left St James’s Park just days before the start of pre-season training on Wednesday.
    • Mark Hulse is highly rated and and both coaches have been hired by Liverpool, and this will leave Newcastle with no fitness coaches at a time when fitness will be job one with the Newcastle players.
  18. Þegar ég las fyrirsögnina “Kóngurinn” þá hélt ég að hé væri kominn minningargrein um konung poppsins Michael Jackson :/

    Hvað um það, Voronin er svo sem líka ágætur.

  19. Aurelio meiddur það er ekki nýtt en eins dauði er annars brauð,þá fær Dossen líklega tækifæri að sanna sig og verður líklega áfram hjá okkur allavega eitt tímabil í viðbót hver veit kannski verður hann góður hver veit.

  20. Ef menn ráða ekki við það að fara út að sparka með börnunum sínum að þá ráða menn ekki við ensku úrvalsdeildina, það er alveg ljóst!!!

    • Ef menn ráða ekki við það að fara út að sparka með börnunum sínum að þá ráða menn ekki við ensku úrvalsdeildina, það er alveg ljóst!!!

    Hann réð nú við dýrasta leikmann í sögu EPL og ríkjandi haldara Ball d’or. Hann skoraði svo á Old Trafford og Stamford Brigde, eitthvað sem fáir geta sagt og enn færri varnarmenn. Hann er alveg fáránlega meiðslagjarn en við skulum nú fara varlega í yfirlýsingarnar. Þrátt fyrir að maðurinn sé atvinnumaður í fótbolta, þá getur hann alveg misstigið sig eins og við mannlegu verurnar.

  21. thid munid eftir thvi thegar benayon (hvernig sem thad er skrifad) var hatadur af morgum addaendum og svo allt i einu sprakk hann ut og for a kostum, hver veit nema thad sama gerist med Dossena og Voronin…

  22. Mér finnst snilld að Voronin hafi pung í þetta. Ég veit ekki af hverju en einhverjum hluta af mér langar innilega að bjóða hann velkominn.

  23. Mér finnst snilld að Voronin hafi PUNG í þetta. Ég veit ekki af hverju en einhverjum HLUTA af mér langar innilega að bjóða hann velkominn.

    Og hvaða hluti er það bragi. 🙂

  24. hey,rólegir á gæði paris hilton,hann getur ekki jack og á bara vera í þýskalandi.ég yrði sáttur ef við fengjum 1mp fyrir hann.Ég sá hann reyndar skora á anfield í 3-1 sigri á blackburn í fyrra,en ég held það hafi verið óvart 🙂

  25. Manchester City eru búnir að bjóða í Samuel Eto’o. (Sky) Þíðir það að það séu meiri líkur á því að við fáum Tevez, eða vilja þeir báða?

  26. Skv. því sem ég skil í slúðrinu Sigmar, munu Tevez og Eto’o báðir fara til City. En við höfum engar áhyggjur … við höfum Voronin… 🙂

  27. Veit einhver af hverju Setanta Sport er hætt útsendingum, nema á Írlandi?
    Koma þeir til með að sýna ensku leikina eins og þeir voru búnir að semja um ? Getur maður gerst áskrifandi hjá þeim ? Náum við útsendingunum ?

  28. Setanta fór á hausinn og hafði ekki efni á að borga PL það sem búið var að semja um og missti því samningsrétt sinn. Held að ESPN sé búið að kaupa réttinn að 42 leikjum.

  29. Framtíð Xabi Alonso hjá Liverpool veltur á því hvort Real Madrid kaupi David Villa frá Valencia. Ef það tekst ekki þá munu þeir greiða 25 milljónir punda fyrir Alonso. (News of the World)

    Hvað á þetta að þíða? “Æjj, við náðum ekki í framherja, þannig að við kaupum bara annan miðjumann” þeir eru með Ronaldo og Káka, kanski Ribery og svo Alonso? Kanski ætla þeir bara að sleppa sóknarlínuni og bara hafa miðju og vörn. Fáránlegt.

  30. Stendur í sömu frétt frá NOTW að þeir ætli að kaupa Alonso af því að þeir VERÐA að kaupa Spánverja. Þar sem þeir eru búnir að kaupa Albiol er þessi frétt bæði vitlaus og úrelt.

    Einnig hafa bæði ShanksLegend og Gedo á RAWK sagt að Rafa muni frekar láta rífa úr sér tennurnar en að selja Alonso og/eða Mascherano. Barca eru búnir að gefast upp á Masch og það hlýtur að koma tími að, m.a.s., Real Madrid gerir það líka með Alonso.

  31. Já ok. Gott að fá það nokkurnvegin staðfest, vitandi að þetta ætti að vera kjaftæði. Vonandi hættir þetta með Alonso fljótlega. annars, eru bara 2 dagar eftir af glugganum?

  32. Man City verða bara fáránlegir sóknarlega ef Eto´o og Tevez bætast við Santa Cruz!!!!!! Næsta Real madrid syndrome. Bara sóknarmenn…..þetta er nú meiri farsinn!

    1. Getur Santa Cruz svo mikið? Hann er Bayern Munchen reject sem átti eitt frábært tímabil hjá Blackburn og var lítið með í fyrra.
    2. Tevez verður aldrei 20+ marka maður.
  33. Auk þess munu Man City bæta við sig amk einum heimsklassa varnarmanni í viðbót. Líklegt að Bellamy verði atkvæðamikill með varaliðinu þeirra í vetur.

  34. Held að menn séu e-ð að misskilja mðe leikmannagluggann, ef mig minnir rétt þá opnar hann 1 júlí og lokar 1 september…

    Flestir leikmenn sem þegar hafa verið keyptir verða þá kynntir til leiks 1 júlí. T.d Kristjana og Jólakaka.

  35. Wikipedia er enginn alheims sannleikur.
    Það er 100% að glugginn opnar ekki fyrr en 1 júli og lokar 1 sept.
    En að öðru þá vill Torres fá til sín einhverja af stjörnum Valencia en ég væri frekar til í að fá leikmann eins og Ashley Young.

  36. Ég held ekki að okkur vanti mikið í þetta lið. Núna höfum við Voronin á bekknum (vonandi verður hann góður) og sókndjarfari hægri bakvörð. Að sjálfsögðu eru til betri menn en þeir sem eru hjá okkur, en ég hugsa að þetta sé nóg.

  37. Það væri auðvitað frábært að fá Ashley Young.. Ég er sammála mörgum hér, Benitez ætti að líta á þennan strák. Hann yrði mjög góð viðbót í liðið hjá okkur.

Leto seldur til Panathinaikos skv. Echo

Spánverjar