Ég er kominn með dauðleið á Owen og vill helst sem minnst heyra á hann minnst í framtíðinni.
En þó að leiktíðinni sé í raun bara nýlokið þá eru bara 10 dagar í fyrsta æfingaleikinn sem verður í Sviss. Því datt mér í huga að henda þessu hérna inn þó ekki væri nema til að þið getið farið að skipuleggja og skanna staði til að glápa á þessa leiki á í útilegunni eða hvar svo sem þið verðið niðurkomin.
- 15. júlí: St Gallen – úti – kl. 19:00
- 19. júlí: Rapid Vín – úti – kl. 18:15
- 22. júlí: Tæland – úti – kl. 14:00
- 26. júlí: Singapúr – úti – kl. 12:00
- 2. ágúst: Espanyol – úti – kl. 20:00
- 5. ágúst: FC Lyn – úti – kl. 18:00
- 8. ágúst: Atletico Madrid – heima – kl. 15:00
Þetta er nokkuð klassískt hjá okkar mönnum, ekki í fyrsta skipti í Sviss, Tæland og Singapúr til að selja búninga, fyrrum klúbbar Riera og Torres og svo ein ferð til Noregs. Í millitíðinni væri alveg ágætt að fá eins og 1-2 leikmenn til klúbbsins til viðbótar 😉
Flott mál. Ég er búinn að uppfæra grunninn hjá mér þannig að þessi leikir sjást núna undir “Næsti leikur” hérna hægra megin á síðunni. Ég veit að eitthvað af þessum leikjum verða sýndir í beinni á Stöð 2 Sport 2. Ætla að kanna það og setja svo upplýsingar um það eins og við á.
Stöð2sport eru bunir að auglýsa ,,pre season tournament´´ þar sem stendur Wembley Cup, Emirates Cup, ásamt fleiru og svo loks Liverpool leikir, auk þess að þæginlegt er að finna þessa leiki á netinu, hvort sem það er á adthe.net eða myp2p.eu
Já, þeir sýna víst Liverpool – Singapore og Liverpool – Thailand. Er ekki viss með hina leikina. Annars er það bara adthe.net eins og þú segir 🙂
Er adthe.net stream eins og Myp2p.eu eða þarf maður að borga fyrir það ?
Það er bara p2p stream …. alveg ókeypis. Mér hefur fundist það virka hvað best af þessum sports p2p straumum. Yfirleitt koma margir straumar per leik (ef um stóra leiki er að ræða) og í flestum tilfellum er notast við flash-based player inn í vafranum, þannig að maður þarf ekki að sækja neina spilara eins og SopCast o.þ.h.
Kannski er myp2p.eu nákvæmlega þannig líka … langt síðan ég notaði það.
Það er náttúrulega hægt að sjá alla þessa leiki á eSeason-svæði LFC.tv. Hins vegar mæli ég með Justin.tv, þar verða örugglega allir þessir leikir sýndir þegar kemur að þeim.
Hlakka eiginlega bara til að sjá Atl. Madrid leikinn af þessum, fyrir utan að sjálfsögðu fyrsta leikinn. Tilfinningin sem fylgir því að horfa á fyrsta æfingaleik er æðisleg, segir manni að þetta sé loksins að byrja að rúlla aftur. Ég get ekki beðið. 🙂
þessir leikri verða örugglega allir sýndir á Ölver. Það væri gott ef þeir sem stjórna síðunni væru til í að setja þessar upplýsingar um leikina hér á bannerinn við hliðina þannig að það verði hægt að sjá þetta auðveldlega fyrir okkur sem komum hér inn reglulega.
Maggi, ertu þá að tala um eins og Nr. 1 Haukur var að gera?
Já einmitt var ekki búinn að sjá þetta 🙂 gott mál enda flott síða.
Benayoun búinn að framlengja til 2013. Góðar fréttir að mínu mati, alltaf verið svolítill Benayoun-fan og ekki síst eftir seinni hluta síðasta tímabils!
Gott mál, með Benayoun, átti svo sannanlega skilið framlengingu eftir að hafa staðið sig mjög vel seinni hluta vetrar.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í júlí í leikmannamálum. Á ekki von á neinum stórum sviptingum en stærstu spurningamerkin eru Alonso, Masche, Arbeloa og Dossena.
það verður skemmtilegt að sjá lfc – atleitco, sjá hvernig níjan okkar spjarar sig 🙂
Fjandans norsku okrarar! Ég var búinn að plotta út ferð til Osló til að kíkja á leikinn. Komst svo að því að miðinn inn á völlinn var tvöfalt dýrari en ferðin báðar leiðir! Foj þeim!
hehe, þá er bara að fara í árabátinn og taka hjólið með þá ertu búnað slá nokkuð af verðinu varmenni 🙂
Þessi gaur er orðaður við okkur víst http://www.youtube.com/watch?v=GYF5aUkkqbo
liverpool atelico leikurinn verður leikurinn sem aguerro verður kyntur til lfc
Mig langar að vita hvaða leikmenn liverpool aðdáendur myndu mest vilja fá eitthvað raunhæft helst
Mér líst bara nokkuð vel á Alexis Sanchez, sem KAR skrifar um, og held að það væri fínt að fá einn ungann, sem getur sólað litlu liðin upp úr skónum. Hann er 20,5 ára gamall framherji eða sækjandi miðjumaður, frá Chile. Hann spilaði 32 leiki á síðasta ári, og skoraði 3 mörk, og með landsliðinu hefur hann spilað 22 leiki og skorað 7 mörk.
Það væri asnalegt að kaupa hann fyrir mikinn pening, en ef hann er ódýr, sem ég hugsa að hann sé, þá væri þetta ekki svo vitlaust.
Svo ætti Rafa að næla í eitthvað af stóru nöfnunum. Mér fannst að Tevez ætti að koma, en hann var kanski of dýr? Ég er einn af þeim sem finnst við ekki þurfa nýjan kantmann, og að Rafa eigi að leifa Riera að spreyta sig eitt tímabil í viðbót. Ég held að hann gæti orðið mjög góður. (Hann er mjög góður). Ef við fáum annan framherja, hvort sem það er með eða fyrir Torres (annan en Voronin), þá er það bara nokkuð gott. Væri gott að fá einhvern sem getur skallað. Það eru orðnir fáir í Liverpool sem geta það. Mér finnst bara ekki að kantmenn eigi að sóla sig alla leið að markinu, og skora sjálfir. Frekar að leggja góðar fyrirgjafir á góða markaskorara.
En ég vona bara að Rafa geri þetta gott, og treysti honum reyndar algjörlega í leikmannakaupum.
YNWA