Skrtel og El Zhar meiddir, sendir heim

Okkar menn gerðu sem sagt 1-1 jafntefli við tælenska landsliðið í Bangkok í gær (mörkin hér) í þriðja æfingaleik sumarsins og leika næst á sunnudaginn í Singapúr gegn heimamönnum þar. Það voru þó slæmar fréttir í seinni hálfleiknum í gær þegar bæði Nabil El Zhar og Martin Skrtel þurftu að fara af velli vegna meiðsla. Nú hefur komið á daginn að meiðsli þeirra beggja gætu verið slæm – Skrtel skaddaði hásin og El Zhar fór víst illa í hnénu, og er því talið næsta víst að þeir muni missa af byrjun tímabilsins. Þeir hafa báðir verið sendir heim frá Bangkok til að geta farið undir læknishendur og í rétta læknismeðferð sem fyrst.

El Zhar er augljóslega ekki svo mikill missir þar sem hann er ekki beint fastamaður í liðinu en það er mjög slæmt að missa Skrtel. Það varpar talsverðri óvissu á vörnina hjá okkur þar sem Agger hefur átt í brasi með að halda sér heilum líka og því er það skyndilega raunhæfur möguleiki að Carra gæti verið okkar eini heili miðvörður á einhverjum tímapunkti í haust. Það er því komin upp sú spurning hvort Rafa muni stökkva til á leikmannamarkaðnum og kaupa einhvern eins og t.d. Sylvain Distin. Ég væri allavega ögn rólegri ef við fengjum inn reynslubolta í fjórða kost eins og hefur verið undanfarin ár.

Annars er allt rólegt af fréttum. Fólk er enn að slúðra um Alonso – aðra stundina er hann við það að semja við Real en þá næstu neitar klúbburinn öllu. Þannig að við verðum að þola þann sirkus enn lengur, býst ég við.

42 Comments

  1. Finnst mjög mikilvægt að vera með góða fjóra stóra miðverði. Megum ekki við neinum mistökum þarna aftast ef við ætlum að landa titlinum.

    Arbeloa (sem fer mögulega) og Kelly eru ekki í sama klassa og Distin. Distin er líka góður skallamaður sem er mjög gott að geta sett inn á lok leikja þegar við leiðum með einu og verið er að pressa á okkur.

    Distin og Tuncay og þetta steinliggur.

  2. Ég hef nú alltaf verið svolítið veikur fyrir Distin.. hef verið það í mörg ár. En við vitum það svo sem alveg að hann er ekkert að yngjast drengurinn (enda verið að tala um hann sem fjórða valkost). Ég gæti alveg trúað að það yrði margt vitlausara en það, að hafa hann í hópnum hjá okkur. Arbeloa getur einnig leyst þessa stöðu, ef hallærið er mikið, og ég er ekki sammála því að hann sé einhverjum klassa neðan en Distin. Drengurinn spilaði mýgrút af leikjum fyrir Liverpool FC á síðustu leiktíð, og því er það borðliggjandi að kappinn er í topp klassa !!

    Tuncay er allt önnur Elín frá mínum bæjardyrum séð. Ég hef verið með ofnæmi fyrir þeim dreng í talsverðan tíma og vildi helst sjá sem minnst af honum. Þetta er ekkert hættulegt bráðaofnæmi, en mér finnst hann ekki spennandi.

    Annars er ég óvenju glaður í dag, og hef trú á því að þessi Alonso sápuópera fari nú að enda, og niðurstaðan komi okkur skemmtilega á óvart..

    Insjallah.. Carl Berg

  3. Rosalega er nú lítið að gerast þessa dagana og getur maður varla beðið eftir fyrsta leiknum í deildinni og þegar að þessum leiðindar leikmannaglugga lokar enda ekkert mikið verið að orða við okkur heldur bara frá okkur og það er ekki eitthvað sem ég vil en það er samt staðfesting á því að Benitez er með gott lið og er á réttri leið með það.
    Ef aðSkrtel verður eitthvað lengi frá þá vil ég fá einhvern keyptan sem 4 miðvörð enda hefur Agger svolítið verið að meiðast og þá væri bara Carragher eftir ásamt einhverjum kjúllum. Distin væri flottur kostur og einnig væri ég til í að fá Sol Campbell ef hinn kæmi ekki, þetta eru báðir miklir reynsluboltar og væru flottir sem vara vara miðverðir.
    Og með þennan Tuncay þá vil ég ekki sjá hann í Liverpool búning enda eigum við Babel sem fínan backup fyrir Torres og svo eigum við Yossi sem backup fyrir Gerrard.

  4. Ég vill fá Huntelaar í skiptum fyrir Alonso og kanski smá klínk að auki.
    Okkur vantar annan markaskorara ég er sannfærður að Kuyt geti komið honum í gírinn. Snjeder má fylgja með:)

  5. Sneijder er miklu betri kostur fyrir okkur en Huntelaar, enda ekki ad astædulausu sem sa madur er ordadur vid Stuttgart og Tottenham! Peningur plus Sneijder er thad eina sem eg gæti hugsanlega sætt mig vid ef Alonso tharf ad fara til Real Maddness!

  6. Já rétt Óli en við höfum aragrúu af miðjumönnum en bara einn framherja sem getur eitthvað. Ef við lítum á liðinn í kringum okkur þá hafa þau flest tvo mjög góða framherja. Ég veit að Rafa ætlar að stóla á Ngog og “taglið” en þar einfaldlega ekki nógu sterkt.

  7. Væri ekki gaman að hafa einhverjar kannanir hérna til hliðar á síðunni, kannski eina könnun í mánuði?

  8. Vissulega yrði það brjálæði að kaupa engan framherja áður en tímabilið hefst. Prógrammið verður enn þéttara en í fyrra og síðustu ár hafa sýnt að Torres er á mörkum þess að þola leikjaálagið. Kuyt finnst mér ekki nýtast nægilega vel sem fremsti maður, og að ætla sér að treysta á Voronin eða NGog finnst mér fyrirfram ekki nægilega traustvekjandi.

    Vissulega er Huntelaar spennandi kostur, en ef eitthvað er að marka slúðrið þá virðist hann ekki inni í myndinni hjá Rafael, heldur virðist áhuginn beinast að Alvaro “Wild Animal” Negredo, sem Tottenham eru sagðir hafa boðið í 13 milljónir punda. Þessi 24 ára spánverji skoraði á sl. tímabili 19 mörk, sem verður að teljast ágætt miðað við að liðið hafnaði í 11. sæti í spænsku deildinni. Skv. lýsingum og youtube myndböndum er þetta stór og sterkur framherji, öflugur skallamaður, góður slúttari og merkilega hraðskreiður miðað við líkamsburði. Virkar amk spennandi kostur sem, ætti að hafa alla burði til að aðlagast ensku deildinni.

  9. Af hverju tala menn bara um að við eigum N’Gog og Voronin sem backup fyrir Torres ?
    Við eigum Babel sem að mér finnst mun betri en þeir báðir til samans.

  10. Hvað eru menn að tala um framheja okkur gekk ágætlega að skora á liðnu tímabili eða hvað?
    Ef Alonso fer vantar okku miðjumann þó ég hafi mikla trú á Lucas Leiva þá má ekki vanta menn til að stjórna spilinu ef það verða einhver meiðsli. En Rafa veit hvað skal gera og ég treysti honum fullkomlega.

  11. Hvað er eiginlega málið með síðuhaldarana á þessari síðu ? Eru menn komnir í sumarfrí frá síðunni ?
    En aalaveganna þá var Gerrard sýknaður í hádeginu og fyrir fullt og allt laus við þetta mál af bakinu á sér og getur því væntanlega ferðast og hitt aðalliðið aftur fyrir leikinn á sunnudag.

  12. Ásmundur :

    Ég á náttúrulega ekkert með að vera að svara fyrir síðuhaldara þessarar síðu, en ég bendi þér þó að drengirnir eru að halda úti þessari síðu sem sínu áhugamáli, okkur öllum til góða. Þetta kostar ótrúlegan tíma, fyrirhöfn og vinnu, sem þeir fá ekki krónu fyrir.

    Núna er há-sumar, og ef menn geta ekki leyft sér að skreppa með fjölskyldunni sinni í sumarfrí einu sinni, öðruvísi en að menn komi hérna inn kvartandi, þá finnst mér bara fokið í flest skjól !!!! Mér fannst þetta bara hálf dónalegt hjá þér, verð ég að segja..

    En rétt er það, það er ákaflega gleðilegt að fyrirliðinn okkar skuli hafa verið hreinsaður af þessum ásökunum, og vonandi að nú geti hann einbeitt sér að fullu að því sem hann gerir manna best….

    Insjallah…Carl Berg

  13. Vertu nú alveg spakur félagi. Ég var nú ekki að spyrja með neinni frekju og vertu ekki að leggja það fyrir mig.
    Ég var einfaldlega að spyrja hvort að þeir væru allir í fríi og var það alls ekki gert í neinni frekju eða dónaskap. Ég veit vel að þetta er ekki vinnan þeirra og þeir eru allir að gera þetta fyrir okkur hina.En ég h´let einfaldlega að það væru nokkrir sem væru að skrifa hingað inn og því kannski einhverjir sem gætu komið með fréttir hingað.

  14. kanski eru þeir allir í sundi bara.. nema Einar, hann getur kanski skrifað greinar…

  15. Glæsilegar fréttir með Gerrard, alveg stórkostlegar. Núna þarf Benni bara að einbeita sér að því að klára þetta Alonso mál og svo landa David Silva og málið alveg steindautt :0)
    Forza Liverpool

  16. Frábærar fréttir. Þetta var sjálfsvörn hjá Gerrard. Enda hitti hann manngarminn ekki fyrr en í 3 tilraun. Gerrard þakkaði fyrir sig með nokkrum orðum við fréttamenn þegar hann kom út úr réttarsalnum og sagði að endingu við þá: Skál. Cool svo þarf maður að fara að mæla það á sjálfum sér hvernig er að vera drukkinn á skalanum 1 – 10 svona cirka 7. Sagði Gerrard það ekki um sjálfan sig?

    Cheers,
    Steingrímur

  17. Ég held að þesi miðjumaður sé ekki aðfara inn í liðið hjá Real heldur voru þeir bara að nýta sér það sama og með Negrado að þeir áttu rétt á að fá hann til baka á spottprís eins og við vorum með unga bakvörðinn sem fór til Deportivo en nýttum okkur ekki.
    Ég held að þessi srákur fari bara beint í varaliðið eða í lán og verði svo seldur.

  18. Afsakið þráðránið en ég var að uppgötva nýja streamsíðu sem að hefur nokkuð góð gæði auk þess að vera lögleg í því landi sem hún er hýst ( http://torrentfreak.com/streaming-and-bittorrent-sports-links-site-declared-legal-090724/ ). Síðan heitir Rojadirecta.com og er þar einnig að finna aragrúa af öðrum útsendingum fyrir íþróttaþyrsta einstaklinga.

    En að efni fréttarinnar. Ég er ósammála því að það sé ekki missir af El Zhar. Hann hefur bætt sig ár frá ári og má segja að hann hafi við undirritun nýs samnings fengið ca. 1 ár til að sýna hvað í honum býr. Það að hann meiðist gerir honum verkið mun erfiðara auk þess sem að þá missum við einn valkost í hægri sóknar/vængmannsstöðuna.

    Hvað kaup á nýjum center varðar þá held ég að nú sé tími til kominn að gefa ungu gæjunum sénsinn. Ef ekki núna hvenær þá???

  19. Afsakið þráðránið en er einhver hérna með góða síðu sem hægt er að skoða ný viðtöl í sambandi við liverpool ?
    Það er svo gaman að sjá viðtöl við leikmenn eða Rafa og maður nennir ekki að fara alltaf a youtube og skrifa “livepool interviews”

    Er einhver með góða síðu ?

    Annars hef ég fulla trú á að Agger standi sig í upphafi tímabils með Carra sér við hlið ! 🙂

  20. Frábærar fréttir varðandi Gerrard.

    Ég tek upp hanskann fyrir stjórnendur þessarar síðu. Menn hljóta nú að mega slaka á einhverja örfáa daga í miðjum júlí. Einar er nú til dæmis staddur í Bangkok og væntanlega upptekinn við annað þar.

    En nýjasta slúðrið er að það er verið að orða Crouch við okkur aftur. Hvað finnst mönnum um það?

  21. Þessi hugmynd kemur svoldið seint. En hefðum við ekki átt að selja Dossena (Juventus mögulega) og fá Drenthe frá Real í staðinn.. Hann er ungur og þessi skipti hefðu ekki þurft að kosta mikið… án þess þó að hafa hugmynd um hvað Real vill fá fyrir hann.

    Drenthe byrjaði mjög vel hjá Real en síðan fjaraði undan.. eins og gerist hjá mörgum góðum á þeim bænum! Mcmanaman o.fl.

  22. Ásmundur og fleiri, ég vona að þið getið sýnt örlitla biðlund rétt yfir sumarmánuðina hvað þessa síðu varðar. Við erum á fréttavaktinni rétt eins og þið hinir og skrifum að sjálfsögðu um það þegar eitthvað stórvægilegt og Liverpool-tengt gerist. Var ég ekki að skrifa þessa færslu hér að ofan í gærkvöldi um meiðsli okkar manna? Það er ekki eins og það líði fleiri vikur á milli uppfærslna.

    Það er hins vegar sumar, og í þessu tilfelli einstaklega tíðindalítið sumar hvað varðar Liverpool-leikmannaskipti. Við erum eins og þið hin í sumarfríum og/eða að reyna að njóta góða veðursins utan dyra og þess háttar. Það er því eðlilegt að það minnki aðeins umsvifin hér inni. Við getum kallað þetta að hlaða rafhlöðurnar fyrir enn eitt massatímabilið sem er framundan. 😉

    Annað sem er vert að minna á er að við erum ekki fréttasíða. Ef þið viljið fá stöðugar uppfærslur af nýjustu Liverpool-fréttunum á íslensku bendi ég mönnum á að skoða Liverpool.is nokkrum sinnum á dag. Við erum bloggsíða og hér segja menn skoðun sína þegar eitthvað markvert gerist, án þess þó að vera bundnir af því að þurfa að uppfæra fyrir hverja einustu smáfrétt.

    Jæja, farinn aftur út í sólina. 🙂

  23. Vitið þið hvar hægt er að sjá varaliðsleikinn sem er í gagni núna ?

  24. Tek undir með Carl Berg og Kristjáni að eðlilegt sé að þessi síða sé ekki með nýja grein á hverjum degi og það yfir hásumar.
    Þessi síða er til mikillar fyrirmyndar og alveg frábær fyrir okkur Liverpool aðdáendur. Ekki nokkur annar klúbbur sem hefur svona góða síðu – get fullyrt það og get nefnt að þrír félagar mínir – einn ManU, einn Chelsee og sá þriðji Arsenal öfunda mann að hafa svona góða bloggsíðu. Eiga það til að stelast inn á hana 😉
    Vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þessa síðu.
    Síðan er bara að vonast eftir einhverjum góðum tíðindum fyrir okkur. Maður væri reyndar alveg til í að þessi leikmannagluggi yrði styttur – getur stundum verið erfið þessi bið 😉

  25. Þetta var nú bara saklaus spurning frá mér og alls ekkert illa meint, ég eins og allir aðrir hérna inni er virkilega ánægður með þessa síðu og þá menn sem bæði skrifa hér inn og þeir sem commenta á síðuna.

  26. heheheh þetta er bara orðin fíkn að skoða kop.is… ég held að þetta séu bara fráhvarfs einkenni hjá sumum okkar ! ! !

    Kv Kristján V

  27. Andrea Dossena’s agent has revealed his client’s desire to join Napoli and insists the Seria A outfit are willing to do business.

    Væri alveg til í að selja kauða. Insua er framtíðin í vinstri bak. fínt að hafa arbeloa sem varamann í sitthvorn bakvörðinn, spurning hvort hann myndi samt sætta sig við það.

  28. Það er ekki annað að sjá en að Alonso telji að hann verði með Liverpool komandi tímabil miðað við nýjustu tilvitnanir í hann (dailypost):

    “It is very difficult to win the Premier League but if we do things better than last season then we will have a good chance,”

    “We did really well against the top four teams last season but we drew too many games at home against other clubs which meant we weren’t in a strong position going into the last few matches.

    “This season we have to be looking to get up to 90 points. If we’re able to continue to progress then we will have a good chance. We certainly have the belief.”

    :>

  29. Það væri auðvitað langbest ef við gætum haldið Alonso þrátt fyrir að við fengjumfínan pening einfaldlega vegna þess að men þekkja hvern annan og það verður vonandi lykilinn að velgengni okkar á næsta tímabili.
    City menn munu verða erfiðir og þeir eru ekki hættir að kaupa ennþá en ég held að þetta verði samt ekki árið þeirra.
    United búnir að missa bæði Ronaldo og Tevez og það er virkilega mikil blóðtaka fyrir þá og ég held að þeir verði ekki jafnsterkir á næsta tímabili þó er ekki hægt að útiloka neitt enda frábært lið með klassamenn í öllum stöðum. Chelsea eru með sama hópinn þannig séð en nýjan þjálfara sem er reyndar einn af þeim betri en ég held að ef við höldum okkar mönnum áfram þá munum við taka þetta á þessu tímabili. Reyndar mætti alveg selja leikmenn eins og Voronin og Dossena og helst fá inn 4 miðvörðinn og einn sókndjarfan miðjumann og helst betri varamann fyrir Torres sem gæti líka spilað með honum frammi í einhverjum leikjum en reyndar gæti Babel alveg coverað það. Við höfum styrkt okkur mikið sóknarlega með Johnson en það má ennþá bæta liðið og stækka aðeins hópinn með betri mönnum á bekkinn.

  30. Þetta er alltaf spurning með “betri mönnum” eru þeir að passa í enska boltann? eru þeir að passa í Liv?. ‘Eg held að Voronin, Babel, Ngog og Kuyt séu alveg að höndla þetta. Fatta ekki þetta með hvað menn eru eitthvað á móti Voronin, hann hefur ekki fengið að spila marga leiki í röð, og alls ekki eins og Keane heitinn og Crouch, sem báðir fengu að spila 12 eða 13 leiki áður en þeir skoruðu, málið er það að Voronin hefur ekki getað sannað sig með Liverpool, vegna þess hversu lítið hann hefur spilað, en ég hef trú á kallinum og hann getur alveg komið inn fyrir Torres á 60-70 mín þegar Torres er búinn að setja svona ca 2-3 kvikindi og er orðin þreittur eða þarf að skipta á barninun sínu. 🙂

  31. Góðan dag og takk fyrir þessa síðu. Hvað segjs menn um Lucas Leiva er hann tilbúinn að verða fastamaður í liðinu okkur. Sjálfur er ég ekkert viss. Hann er oft þarna en lítið um hann talað.

  32. Leikurinn er sýndur á Liverpool TV milli klukkan 21.00 og 23.00 í kvöld. Liverpool TV er á rás 47 á Digital Íslandi.

    sá þetta á gras.is

  33. EFE er gras.is til ennþá ? Þú ert að tala um varaliðsleikinn gegn Tranmere frá í gær, hann var sýndur á Liverpool TV í gærkvöldi en eftir því sem ég best veit verður leikurinn gegn Singapore á morgun í hádeginu og er á stöð 2 sport2 svo players hlýtur að vera með hann líka geri ég ráð fyrir.

  34. Það væri nátturulega frábært ef Alonso verður áfram, sú niðurstaða yrði fyrsta skrefið í að endurheimta löngu týndan vin, enska meistaratitilinn.

    Hvað Lucas varðar, þá held finnst mér hann ennþá ekki nægilega öflugur fyrir byrjunarliðssæti í Liverpool. Vissulega hefur hann sýnt framför sl. tvo vetur, en þær framfarir hafa ekki verið nógu miklar. Þetta er stýrimannahlutverkið í liðinu, og fyrir lið eins og Liverpool, þá verður sú staða að vera skipuð topp-leikmanni. Lucas er það ekki ennþá.

    Annar maður sem mér finnst ekki sýna nægar framfarir er Ngog. Hann hefur fengið fjöldann allann af tækfærum með innáskiptingum í aðalliðið til að sýna hvað hann getur, en aldrei sýnt neitt að ráði. Er ekki kominn tími til að prufa hina stórefnilegu Nemeth og Pacheco í innáskiptingum í vetur? Það finnst mér.

  35. Það er kannski ekki rétt að dæmaN’Gog úr leik strax þó að hann sé ekki að gera neinar rósir menn meirihlutann af varaliðsmönnum fyrir aftan sig en mig hlakkar til þess að sjá hann með Alonso og Gerrard á miðjunni.
    Einnig eru Pacheco og Németh spennandi og þá sérstaklega Pacheco sem er ekki nema 18 ára gamall og er virkilega efnilegur.

  36. Menn eru ekki dæmdir saklausir heldur sýknknaðir eða sekir.

  37. Það er rétt að benda á að Singapore leikurinn er núna klukkan ellefu

  38. Owen er aldeilis að gera það gott með manu bara ef Rafa raunalegi hefði nú fengið hann til Liverpool þá væri þeim borgið

Liverpool – Taíland

Liverpool – Singapore