Samkvæmt Liverpool Echo í dag hefur Xabi Alonso sent inn formlega beiðni um að vera settur á sölulista Liverpool í dag.
Þetta þýðir einfaldlega að það er ekki lengur raunhæfur möguleiki að halda Alonso hjá Liverpool eftir þetta sumar. Slíkt gæti gerst, þótt langsótt sé, en þá yrði Alonso líka frekar óánægður með að vera áfram og slíkt er aldrei gott. Guillem Balague skrifar um málið á vefsíðu sinni og segir að það hafi verið klúbburinn sem lak út fréttinni af beiðni Alonso og staðfesti hana svo í dag, á meðan fulltrúar Alonso neita enn að þessi beiðni hafi verið send inn. Það þýðir einfaldlega, eins og Balague bendir á, að Liverpool FC eru að reyna að flæma Real Madrid út með tilboð sem þeir geta tekið svo hægt sé að klára söluna á Alonso sem allra, allra fyrst. Því fyrr sem við seljum hann því fyrr er hægt að leggja allt kapp á að finna staðgengil.
Við fylgjumst með þessu máli hér á næstu dögum, verðum á fréttavaktinni eins og hver einasti Púllari þessa vikuna. Að mínu mati var salan á Arbeloa (eða yfirvofandi sala Dossena) ekki neitt sem gat ógnað titilbaráttu okkar manna á komandi tímabili þar sem hvorugur þeirra var lykilmaður og við erum þegar með Johnson í stað Arby. Að missa Alonso er hins vegar allt annað mál. Með hann í liðinu vitum við hvað Liverpool getur, án hans er skyndilega komin mikil óvissa um það hver kemur í staðinn. Geta liðsins á næsta tímabili ræðst af miklu leyti af því hver kemur í stað Xabi Alonso, það er nú bara einu sinni þannig.
Sjáum hvað gerist.
Hjartanlega sammála KAR. Ég trúi ekki öðru en að Rafa sé með back-up klárt þar sem þetta hefur verið yfirvofandi í allt sumar.
Hver?
Hvað er að gerast ? Ætlar Mascherano líka http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=664147&sec=transfers&cc=5739
Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þeir fara báðir!
Þetta er að stefna í leiðindar mál með miðjuna…. ef að við missum þá báða.
Hef verið að spá í þegar leikmaður getur bara ákveðið að fara, t.d eins og Alanso núna og Ronaldo gerði um daginn… Hvað rétlætir það að maður geti bara sagt vilja fara frá félaginu og nokkrum mánuðum áður skrifað upp á nýjan 5 ára samning….. ef að ég ræð mig i vinnu og geri einhvern samning þá hoppa ég ekki í næstu bara mér langar… það eru samningar í gildi…
bara smá pælingar… hvaða álit hafiði á svona lagað.. er þetta ekki að stefna í ranga átt?
Mér líst ekkert á þetta miðjuvesen sem er yfirvofandi hjá okkur. Að missa Alonso er nógu slæmt, tala nú ekki um ef við missum Masch líka. Við fáum ekki jafngóða menn í staðin fyrir þessa tvo, það er alveg ljóst, og það tekur líka tíma fyrir nýja leikmenn að aðlagast nýju liði.
Því miður veikir þetta lið LFC mikið að missa Alonso, ef hann fer þá verðum við að kaupa annan, og halda Masch. Ég held samt í vonina um að við náum að halda þeim báðum 😉
Því miður þá er bara staðan í dag sú að við erum að missa Alonso frá okkur og guð hjálpi okkur ef að Mascherano skyldi nú fara líka, en ég hef ekki trú á því að Benitez tæki það í mál.
Ég vona bara að Liverpool nái góðum samningum frá Madrid bæði hvað varðar peninga fyrir Alonso og einnig ef það kæmu svona eins og 1 eða 2 leikmenn með líka. En ég trúi ekki öðru en að Benitez sé búin að vera með mann eða menn í huga ef þetta kæmi upp, reyndar átti sá maður að vera Barry og ég er bara verulega fúll að hafa misst af honum enda er það klassaleikmaður og jafnfrafnt Enskur og góður í föstum leikatriðum.
En það þíðir ekkert að væla yfir honum lengur frekar en með Owen, please samt ekki byrja á þeirri umræðu aftur. En þá hefðum við verið komnir með nokkuð marga góða Enska leikmenn í liðið.
Ég skil ekki þetta fár út af Alonso. Hann er vissulega góður dreyfari á miðjunni en hann er ekkert mikið meira en það, ekki skorar hann mörg mörk, ekki tekur hann menn á og ekki sjáum við oft einhverja svaðalega stungu sendingu frá honum sem kemur Torres einum á móti markmanni. Ég held nú sé fínt að skipta út manni sem ekki vill spila fyrir félagið og fá inn mann með fullt af hæfileikum sem er til í að gefa allt fyrir Liverpool! Ef hann vill ekki spila fyrir Liverpool, þá vil ég ekki sá hann!
Og já, ekki gleyma því að það þarf líka menn til að hirða upp boltann og koma þeim í fæturnar á mönnum sem sjá um dreyfinguna á boltanum, þar má þakka Masch og vörninni líka!
Getur verið að Benitez fái ekkert að ráða þegar kemur að viðræðum við önnur félög?, sbr það sem Arbeloa setti út úr sér í viðtali við Real nú á dögunum:
,,Dudek said it is hard to negotiate with Benitez. Is that so?
I understand he is currently coaching the team and that he’s left negotiations aside for now. It wasn’t easy for me to get here, but here I am. Rafa defends his interests, but someone else is in charge of negotiating now.”
Sjá: http://www.realmadrid.com/cs/Satellite/en/1202777278658/noticia/Noticia/Arbeola_press_conference.htm
Spes. Ef þetta er satt þá held ég að verðmiðinn á Alonso (og jafnvel Masch) sé mjög svo opinn fyrir breytingum.
Væri fínt að fá Snejder og 10-20 milljónir í staðinn
Xabi að fara, Masch að fara. Hvað kemur næst??? Þó er eitt sem vert er að minnast á, en það er Lucas Leiva. Leikur hans hefur batnað mjög með hverjum leik sem hann hefur spilað og nú er svo komið að hans tími er væntanlega kominn. Hvort að hann hafi hæfileika til að fylla skarð Alonso er spurning sem verður væntanlega svarað næsta tímabil. Sumum hryllir við þá tilhugsun, og er það skiljanlegt, en ef að hæfileikaríkasti miðjumaður liðsins (af þeim ungu) fær ekki séns í þeim aðstæðum sem er nú er þá einhver von að þeir sem á eftir honum koma muni nokkurntíman fá tækifæri í aðalliðinu.
Hverjir munu koma er stór spurning og er aldrei að vita nema Benitez sé með einhvern leikmann í startholunum sem maður hefur aldrei heyrt um áður (sbr. Skrtel). Ég á þó þá ósk mína heitasta að Benitez fái leikmann/menn sem að passa fullkomlega inn í kerfið og muni frá byrjun setja mark sitt á leik liðsins.
Sælir félagar.
Sammala Óla#6 og Jóa#9. Alonso er búinn að vera sem LFC maður. Þar með er hann dauður í mínum augum og mér er sama hvar hann elur manninn héðan í frá og nenni ekki að eyða í hann fleiri orðum. Það eina sem skiptir máli er hvað við fáum í staðinn. Mér líst vel á hugmynd Jóa#9 um Snejder og 20 millur í milli.
Það er nú þannig.
YNWA
Sigkarl, þetta hljómar nú frekar asnalega hjá þér að segja að þegar að Alonso fari þá sé hann dauður fyrir þér, En varstu ekki að segja í hinum þræðinum að þú sért búin að vera Real Madrid maður í 30 ár ?
Þá hlýturðu að fagna mannimum sem fer úr öðru liðinu þínu í hitt liðið sem þú elskar eða hvað ?
Skrýtinn ummæli svo ekki sé minna sagt.
Ég er sammála mönnum með þetta að Alonso skrifar undir samning til fimm ára og biður svo um sölu 15 mín seinna, það er eitthvað að gerast á bak við tjöldin hjá Liv,og Masch er keyptur frá West Ham þar sem hann fékk ekkert að spila og er gerður að þrusugóðum spilara, hvað er í gangi? En maður kemur í manns stað, Alonso og Masch eru ekki Guðir (Fowler)og svo er ég sammála Óla B nr 6, þetta verður allt í himnalagi við tökum dolluna NÚNA. Rafa er pottþétt með eitthvað á sínum disk, ég er td með Eric Clapton. 🙂
Sneijder er alger meiðslahrúga, frekar að fá M.Diarra og Van Der Vaart. Eyða svo því sem við fáum í peningum í auka varnarmann og senter.
Silly Season þetta árið virðist ætla að verða hvað mest silly hjá kommenturum þessarar síðu. Það er eins og kreppan hafi haft allveruleg áhrif á heilastarfsemi þeirra sem hér leggja orð í belg. Þó ekki allra, en mér finnst þetta hafa aukist. Ekki í fyrsta sinn sem maður les rugl um að þessi eða hinn sé dauður fyrir einhverjum við það eitt að skipta um lið. Maður skammast sín fyrir að fylgja sama liði og menn sem láta svona vitleysu útúr sér. Hvað erum við, 5 ára?
Annars græt ég það ekki ef Alonso fer. Finnst hann afar takmarkaður leikmaður, þó hann hafi nokkra mjög frambærilega eiginleika sem eru í sérklassa. Sama með Mascherano, hann er verulega takmarkaður þó hann sé góður í sumu. Það er líka bara eitthvað við attitjúdið hans sem ég fíla ekki. Ekki misskilja mig, mér finnst slæmt að missa þá báða, en það tengist aðallega stöðugleika og því að tíminn er stuttur til að finna staðgengla. Það er bara ópraktískt á þessum tímapunkti. En hvorugur þeirra er ómissandi hvað mig varðar.
Ég trúi ekki öðru en að njósnalið rafa sé fyrir löngu komið með lista yfir leikmenn sem staðgengla fyrir Alonso. Sé ekki fyrir mér að við séum að fá einhverja prímadonnu úr Real heldur frekar einhvern sem maður hefur aldrei heyrt um áður a la Skrtel, Abeloa, Agger Einhvern sem enginn býst við og hefur ekki verði nemdur til sögunar fyrr.
Toggi: Ég trúi ekki öðru en að Rafa sé með eitthvað í spilunum, þetta er búið að vera í gangi lengi með Alonso og Rafa hlýtur að hafa gera ráð fyrir því. Svo er þetta spurning með peninga, getur verið að Alonso og Rafa séu að reyna að fá sem mest fyrir þann fyrr nefnda, (vegna 5 ára samning sem Alonso skrifaði undir nú fyrir stuttu eða svo) Þetta er líklega allt undirbúið og flott leikrit hjá þeim félögum, hvað veit maður svo sem.
Mér þykjir nú langt gengið þegar menn eru farnir að tala um plott hjá Rafa og Alonso til að koma Alonso til Real Madrid,ertu á einhverjum lyfjum félagi?
Spurningin er, var kanski Alonso á lyfjum þegar að hann skrifaði undir 5 ár samning og vill svo fara núna, og er hann kanski á lyfjum ennþá. Ég er bara að gefa það í skin að þetta er allt mjög duló. En eins og ég sagði áður HVAÐ VEIT MAÐUR……
Sælir félagar
eins vegna ummæla Ásmundar#12; sem LFC maður er Alonso dauður fyrir mér og ég nenni ekki að’ eyða í hann orðum þar.
Hvað mér finnst um hann sem RM mann er allt annað mál og kemur þessu spjalli ekkert við. Svo einfalt er það og auðskilið, jafnvel einföldustu sálum.
Það er nú þannig
YNWA
Sælir aftur félagar
Vegna ummæla Togga verð ég að segja að það er dálítið þreytandi árátta sumra manna að fara útí persónulegt skítkast þó einhverjir segi eitthvað sem þeir eru ekki sammála. Eðlilegra væri að fara á rökleiddann hátt yfir hverju þeir eru ósammála en láta persónu viðkomandi í friði. Þá væru menn málefnalegir og þá um leið marktækir.
Auðvitað er Alonso ekki dauður og ég vona að hann eigi langt líf fyrir höndum. En sem leikmaður LFC er hann mér dauður. Hann mun aldrei leika fyrir félagið mitt aftur né koma að því á nokkurn hátt, tel ég.
Aftur á móti menn eins og Hyypia karlinn sem ekki veik eitt spor frá fylgispekt sinni við félagið heldur fór með friði og í sátt við alla. Það er allt annað mál.
Það er nú þannig.
YNWA
að missa alonso, er fyrir mér ekki hægt að bæta upp, allavega ekki á örfáum vikum. gætum fengið ágætis leikmann í staðinn, en sá leikmaður þyrfti langan tíma til að venjast leikstíl liðsins og því veigamikla hlutverki sem hann fengi í hendurnar, að stjórna leik liðsins. fer gerrard niður á miðjuna? ekki er það gott fyrir torres og sóknarleikinn.
ekkert gott getur komið út úr þessu, ég er mjög svartsýnn á stöðu liðsins ef að alonso fer, sem virðist vera pottþétt.
annars vill ég enn og aftur skjóta því að að RM er einn mesti skítaklúbbur fyrr og síðar og ég vona að þessi peningavél hrynji næsta vetur. þetta virðist allt saman snúast um peninga og svoleiðis mun aldrei lifa lengi. vona að þeir geti ekki keypt sér neinn einasta titil og liverpool taki amk einn, bara svona til að sanna fyrir alonso að þú ferð ekki frá liverpool yfir til real madrid.
þetta eru sorgarfréttir 🙁
Ef Alonso fer sem því miður virðist stefna í þá hef ég miklar áhyggjur af því hvað kemur í staðinn. Við erum orðaðir við leikmenn í staðinn sem eru alls ekki á sama standard og Alonso.
Það kemur ekkert á óvart að leikmenn vilji fara til Real Madrid. Þannig hefur það alltaf verið frá því ég man eftir mér (og það er orðið langur tími:-() og þannig verður það um ókomin ár. Með RM hafa stærstu stjörnurnar spilað undanfarna áratugi og það sem heillar þær er bikarasafn, gott veður og há laun! Svo einfalt er það. Sama má reyndar segja um Barcelona. Xabi er Spánverji og vill því fara til síns heimalands sem er skiljanlegt og Mascherano (þar sem hann er líka í umræðunni) horfir til menningar sem er líkari menningu heimalandsins en í Bretlandi. Þetta er bara svona og kemur samningum leikmanna ekkert við. Vilji leikmaður fara án þess að samningstími sé liðinn fer hann – með samþykki klúbbsins eða með fjölmiðlasirkusi eins og Perez er snillingur í að reka.
Tíminn til að finna leikmann fyrir Xabi er því miður stuttur en Benitez er ýmsu vanur og hefur örugglega hugsað fyrir því að þessi staða gæti komið upp. Samkvæmt fregnum fyrr í sumar var hugsanlegt að Xabi yrði seldur ef nógu hátt boð kæmi og leikmaðurinn vildi fara en Benitez sagði líka að ekki kæmi til greina að Mascerano færi (man ekki heimildina). Vonandi gengur það eftir en ég verð ekki rór fyrr en glugganum hefur verið lokað!
Svo gæti auðvitað sú staða komið upp að Xabi færi ekkert þó ólíklegt sé. Muniði Gerrard sumarið 2005 og viðsnúninginn þá? Tel það þó ekki líklegt og fari Xabi kveð ég hann með söknuði og óska honum alls hins besta í framtíðinni (nema í leikjum gegn Liverpool), til þess hefur hann unnið!
Ég verð að segja að menn geta alveg komið og fittað strax inn í liðið og er bara nóg að nefna TORRES.
Það er eitt ljóst. Þeir sem vilja fara frá Liverpool eiga að fá að fara.
Ég skil Rafa vel að hafa beitt því fyrir sig að tala opinberlega um það við Alonso að aðdáendurnir eigi það skilið að hann verði áfram þar sem hann er dáður! Það að hann sé nú búinn að veifa bless þýðir það í mínum huga að ég vona einfaldlega að hann fari. Er sannfærður um það að hann yrði jafnverri með okkur eins og Rögnvalds var hjá Scum í fyrra. Höfum ekkert með svoleiðis menn að gera.
Varðandi kaup í stað hans er ég bara alveg tilbúinn að skoða Cattermole. Er búinn að fá mikla leið á suður-Evrópubúum sem ekki fóta sig í enskum aðstæðum. Josemi, Nunez, Luis Garcia, Dossena, Alonso og sennilega Masch, í viðbót við þá yngri, Palletta, Barragan o.fl.
Kaupa bara Michael Turner í hafsentinn og Lee Cattermole á miðjuna. Þeir geta æft, spilað og búið í roki og rigningu!
Lee Cattermole á 12 milljónir punda? hvert er heimurinn að fara?
Eru menn ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið? Ég held að Yosse B geti tekið holuna og Gerrard farið aftar , en þessir menn eru ekki bundnir til að vera þarna, og Voronin er drullugóður að vera í holuni. Bara að velta upp hugmyndum að nota menn sem eru þrælgóðir eins og Yosse B…….Spái því að LIVERPOOL verði með stjörnu bolta á komandi leiktíð…..
Af hverju í andskotanum að færa Gerrard aftar á miðjuna þegar hann hefur sýnt og sannað að hann er einn allra besti leikmaður í heimi í sinni stöðu, fyrir aftan sóknarmanninn? Meiri vitleysu hef ég ekki heyrt lengi.
29
Áður en Gerrard fór í holuna fyrir aftan strikerinn fannst mér hann vera einn allra besti miðjumaður í heiminum svo erum við að tapa einhverju á því að setja Gerrard á miðjuna? Auðvitað vill ég fá annan miðjumann og leyfa Gerrard að spila í “sinni” stöðu en það st
styttist í tímabilið og þá væri ég frekar til í þetta move heldur en að kaupa “þann næsta” sem gæti floppað algjörlega. Miðjan er einfaldlega of mikilvæg staða á vellinum að við megum við einhverju floppi þar.
Gerrard er frábær miðjumaður en hann er samt langflottastur rétt fyrir aftan Torres. Við vitum hvað virkar vel í þessu liði og því á ekki að breyta. Það væri nógu slæmt að missa Alonso / Mascherano og við bætum á vandann með að færa líka Gerrard til á vellinum.
Það bendir margt til þess að við fáum Alberto Aquilani. Ef honum tekst að aðlagast ensku deildinni og sleppa við meiðsli þá er ég ansi bjartsýnn á að við séum að fá mann í sama klassa og Alonso. Auk þess er Aquilani fljótari að hlaupa og harðari í horn að taka.
Smá statistic: Síðustu 3 tímabil hefur Xabi í heildina verið með 6 stoðsendingar!!!! Fjórar í fyrra, núll í hittifyrra og 2 árið þar á undan! Hann er ekki góður í varnarvinnu en á reynar oft sendinguna fyrir stoðsendingu.
Hann má fara fyrir þennan pening þó ég hafi alltaf fílað hann. Væri til í Snejder eða Robben í staðinn + pening.
Óttast samt líka að Alberto Aquilani gæti floppað, þessir ítalir hafa aðlagast misvel á Englandi. En er Cattlemole í Liverpool klassa? Það sem ég hef séð af honum hefur ekki sannfært mig um það. Hann væri svosem ágætis kostur til að eiga á bekknum,, en sé hann ekki leysa Alonso af hólmi.
Sælir strákar.
Ég er sammála þeim sem hér skrifa að skítkast er óþarfi. Við erum jú allir Liverpool menn og eigum sem slíkir að standa saman en ekki rífa hvorn annan niður. Hitt er annað mál að menn taka svona fréttum misvel en það er óþarfi að skíta yfir Alonso. Hann hefur gert margt eins og að færa okkur Meistaradeildar titil ! Færi ég honum mikla þökk fyrir vikið og óska honum alls hins besta. Ef menn vilja ekki spila lengur fyrir LFC þá er betra að þeir fari. Mér er alveg sama hvað þú heitir og hver þú ert. Liverpool er lið. eitt það stærsta og það stærsta í minum huga. Það er enginn leikmaður stærri en liðið og speki Ferguson hjá Scum að selja menn ef þeir vilja ekki spila er góð. Benitez er held ég eins með það. Hvað staðgengla varðar þá er erfitt að sjá hver kemur í stað Alonso og Mascherano ef hann fer líka. Ég get vel séð það fyrir mér að Cattermole geti komið þarna inn. Hann er að mér finnst Roy Keane týpa, með mikið attitude og er hreinn tæklari. Hann kemur líka með gott spil inn í leikinn. Það finnst mér vanta hjá Masche ! Þessi Ítali er ekki góð skipti finnst mér. Ítalir hafa sjaldan staðið sig í ensku deildinni með örfáum undantekningum sbr. Zola ! Mér líst vel á að versla Cattermole og Turner. Getum svo kannski fengið Huntelaar og Robben í skiptum fyrir Alonso. Þá er komið ágætis lið að mér finnst. Lið sem getur barist á öllum vígstöðum um titla. Svo að lokum þá er Philip Degen ALLRA versti leikmaður sem ég hef séð spila í Liverpool treyju. Ég vil ekki einu sinni gefa honum séns þetta tímabil. Sorry hann er HRIKALEGA lélégur og það ætti frekar að vera Darby sem annar valkostur við Johnson.
Allavega vonandi að við getum staðið okkur vel og náð í titla á þessu tímabili. Ég treysti Benitez fullkomlega og hvort sem hann er með eitthvað plot í gangi eða eitthvað annað verður bara að koma í ljós.
YNWA
En hver er að segja það að Gerrard þurfi að taka stöðu Alonso, við verðum að horfa á það að menn eru ekki fastir endilega þar eins og liðið er upp raðað hverju sinni. Ok Gerrard er góður í holunni en hann er ekki alltaf þar, hann er oftast nær út um allan völl. Sama er það með Torres ,hann er oft á hægri kanti og gefur fyrir o,s,f. Mér fynnst að menn hér á þessari síðu vilji njörfa leikmenn niður á ákveðnum bletti, td að Alonso sé alltaf á miðjuni og að Gerrard sé alltaf í holunni. En málið er það að menn þurfa að geta verið að hlaupa út um allt og vera hreifanlegir, og þess vegna erum við með gott lið í dag, það ma segja að enginn hafi ákveðna stöðu nema Reina……
Ég er sammála þér Már. Fjölbreytileiki leikmanna inn á vellinum er að mínu mati ein sterkasta hlið Liverpool. Gerrard er góður hvar sem hann spilar. Það sem hefur einna helst hrjáð Liverpool er kantmenn. En sammála þér með þetta !!
Mér finnst þetta svo slæmar fréttir að ég er að vona innilega að Rafa taki O´Neill á þetta og segi honum að halda kjafti og standa við sinn samning…ekki nema auðvitað að Real borgi uppsett verð….líkt og þeir hafa þurft að gera hingað til. Við þurfum bara ekki rassgat að selja hann, jafnvel þó hann vilji fara. Tough luck.
Og varðandi JM þá á ekki einu sinni að taka sölu á honum til umræðu. Ef kellingin er vesen þarf bara að finna nýja handa honum.
heyr heyr babu, vá hvað ég er sammála
Sápuóperan heldur áfram:
http://www.football365.com/story/0,17033,8652_5463527,00.html
Ætlaði ekkert að pára hérna fyrr en silly season væri búinn, og stóðst freistinguna óvenju lengi. Ég er ekki alveg að skylja þessar heimsendaspár þó að Alonso fari, vissulega var hann einn okkar besti maður í fyrra. En ég man eftir tvemur tímabilum á undan sem hann var dapur, og hver segir að að hann endurtaki þetta í ár, mér finnst það ólíklegt þannig ef hægt er að fá 25 millur+ fyrir hann bara að selja hann strax.
en að fá beckham til að leysa miðjustöðuna? það er enginn skortur á sendingagetu hjá honum. hann leggur upp mörk. hann skorar mörk. hann ætti að vera fljótur að aðlagast.
bara pæling…
Í fyrsta lagi þá er engin leikmaður stærri en klúbburinn. Hvort sem það er Xabi Alonso, Javier Mascherano eða bara Michael Owen. Það er óhjákvæmilegt í þessum bransa að menn komi og fari. Samningar í dag virðast vera lítils virði í þessum skilningi og þó svo að menn séu jafnvel nýbúnir að skrifa undir langan samning þá virðist klúbburinn lítið geta gert í því ef að menn vilja fara annað.
Ég hafði það á tilfinningunni á síðasta tímabili að aðeins vantaði herslumuninn hjá þessu liði til að það næði að landa titlinum. Vörnin, miðjan og sóknin voru loks farin að virka eins og vel smurð vél og manni fannst að það vantaði mjög lítið uppá. Alonso og Mascherano léku óneitanlega stór hlutverk í þeirri upplifun.
En raunveruleikinn er samt sem áður þessi að ef þessi strákar vilja fara annað þá virðist vera erfitt að stoppa það. Aðalmálið er þá að fá viðunnandi verð fyrir þá og nota svo peninginn í að kaupa gæði. Það kemur alltaf maður í manns stað og þetta er enginn heimsendir, það er klárt.
ég trúi því bara ekki að við þurfum að vera nota lucas og voronin báða mikið í vetur,en það lítur út fyrir það ef við fáum ekki einhverja menn fyrir veturinn.Að mínu mati þá eru þessir menn ekki pl leikmenn! Ég mun sjá mikið eftir alonso, hann er maðurinn sem t,d hleypur alltaf mest í öllum leikjum býður sig endalaust bæði framar-og aftarlega á vellinum sem dregur varnir andstæðingsins framar og skapar pláss fyrir hina.Mér finnst hinsvegar masch vera farinn að þjást pínu af sissoko syndrom þeas vinna boltann vel en skila honum svo til mótherjanna aftur.En annars vona ég fyrst og fremst að þeir G og T verði fit og heilir í allan vetur og þá er aldrei að vita hvað gerist.
http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=455322
Mér líst ekkert á þessi kaup
Alltilagi að selja hann svo lengi sem við fáum rétt verð fyrir hann og sýnum engann slaka í þeim efnum. Þó RB setji honum stólinn fyrir dyrnar og haldið honum áfram hjá liverpool þá mun það ekki hafa nein áhrif á hans spilamennsku fyrir liverpool. HM er að koma næsta sumar og hver einasti spænski landsliðsmaður mun reyna að sýna framúrskarandi frammistöðu með sínu félagsliði á næsta tímabili til að vera öruggur um að verða í spænska hópnum. Hef því engar áhyggjur að hann muni ekki standa sig þó svo hann verði þvingaður til að vera áfram.
Finnst því að við eigum ekki að gefa neinn afslátt af hans verði, Real eiga nógan pening og geta bara borgað uppsett verð fyrir mann sem við viljum ekki losna við.
Aquilani er púra playmaker, hann er með góðar sendingar og frábær skotmaður. Hann hefur verið að koma með seinni bylgjunni í sóknirnar hjá Roma og skorar mörk þannig. Hann er miklu meira sóknarþenkjandi en Alonso eða Lucas.
Ef þessi frétt er rétt með að hann sé búinn að samþykkja sjálfur að koma til Liverpool (þó ekki sé búið að semja um kaupverð) þá er spurning hvort hann passi ekki bara með Masch á miðjuna og Gerrard yrði áfram í holunni. Eeeen ætli það sé ekki best að bíða rólegur og sjá hvort að þetta verði að veruleika.
ps.
Auðvitað spila menn stöður hjá Liverpool þó þeir séu hreyfanlegir (Comment 37 og 38). Stöður leikmanna skipta Mr. Tactical professor öllu máli. Hverri stöðu fylgja ákveðnar skyldur sem menn VERÐA að uppfylla…annars fá þeir ekkert að spila hjá Benítez (sb. Babel). Allt umfram það fer eftir gæðum og fjölhæfni leikmanna.
Meiðslasaga Aquilani er samt þannig að hún ætti að útloka allan áhuga á leikmanninum, því hún er algjör harmleikur. Vona að Rafa skoði aðra kosti.
Það kemur maður í mannsstað held að það yrði enginn heimsendir að missa Alonso þrátt fyrir framúrskarandi tímabil hjá honum í fyrra. Að meðaltali er Alonso hins vegar bara á parinu svo ég held að 28 millur sé bara mjög gott verð. Ég fordæmi hins vegar þá sem vilja fá Robben, maður sem marg oft hefur lýst yfir hatri á félaginu okkar. Þurfum ekki á svoleiðis skítakarakterum að halda. Er ánægður með hr Benitez að vilja fjölga Englendingum í hópnum. Að lokum vil ég votta sir Bobby Robsson virðingu mína r.i.p
Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta yrðu kaupin í sumar, Cattermole, Turner og Aquilani.
Alonso og Mascherano eru fótboltamenn sem að Benitez bjó til. Þeir voru nú ekki í miklum metum þegar þeir komu til félagsins. Mascherano á bekknum hjá West Ham en er nú fyrirliði Argentínska landsliðsins og Alonso kemur sem óþekktur spilari frá Real Sociadad. Einhvern veginn finnst mér þeir skulda klúbbnum að vera áfram. Einhvern veginn er bjartsýnin mín sem að ríkti fyrr í sumar um að vinna PL horfin því miður, eða hefur minnkað töluvert. Ég treysti hinsvegar Rafa 100 % og hann hlýtur að vera með lausn.
Bjó Benitez Mascherano til ? þvílikt rugl hef ég ekki heyrt lengi. Vissulega fékk hann ekki að spila hjá þeim en það var vegna þess að þeir hefðu þurft að borga svo mikið fyrir hvern leik. Og ég er sannfærður um að Mascherano hefði rifið ferilinn sinn upp hjá nánast sama hvaða liði sem er. Og Alonso var alls ekki óþekktur áður en að hann kom til Liverpool og var hann byrjaður að spila með Spænska landsliðinu áður en að Liverpool fengu hann.
Mascherano og Alonso voru báðir góðir fótboltamenn áður en að Benitez fékk þá í hendurnar en hann hefur vissulega gert þá mun betri.
Halli. Eigum við þá ekki að henda Torres á haugana, hann meiddist meira en Aquilani á síðasta tímabili.
Ef, hefði og kannski eru orð sem ekki er ekki hægt að nota í þessu samhengi Ásmundur minn. STAÐREYNDIN er sú að hann var á bekknum hjá West Ham sem auðvitað var bull en hann ER fyrirliði Argentínu í dag útaf velgengni sinni hjá Liverpool. Hverjum er það þá að þakka ?
Elías Már. Það var samt, ef mig minnir rétt, fyrstu meiðslin sem orsaka það að Torres er frá í einhvern tíma í fjöldamörg ár. Aquilani er búinn að vera frá í 3 mánuði eða meira þrjú tímabil í röð. Mér finnst þetta ekki sambærilegt.
Heheheh……bjó Benítez Alonso og Mascherano til 🙂
Alonso var orðinn klassa leimaður hjá Real Socidad og nokkur mjög stór lið voru farin að spá í honum þegar Benítez keypti þá. Ef mig brestur ekki minni þá bauð Real Madrid líka í hann en hann valdi Liverpool.
Mascherano lenti í vandræðum með samning og einhverja pólitík hjá West Ham og Benítez veiddi hann úr því rugli áður en einhver stórklúbburinn gerði það á undan honum.
Númer 48 Júlli. Auðvitað skiptir það máli en það þýðir samt ekki að Gerrard geti ekki farið aftar á miðjuna og staðið sig með blóma þar. Ef Benitez dettur í hug að breyta þessu kerfi sínu. Ég hef bara engar áhyggjur af því að ´´holan´´ sé endilega besta staðan hans Gerrar tildæmis. En ég treysti Benitez fullkomlega enda er hann knattspyrnustjóri LFC en ekki ég !!
Svo getur hver sem er gagnrýnt mig fyrir það að vilja fá Robben. Sá hinn sami er að hugsa um eitthvað annað en árángur hjá Liverpool. Hann hefur vissulega verið með skítkast í Liverpool en batnandi mönnum er best að lifa ekki satt. Hann yrði vissulega frábær viðbót við sóknarþunga Liverpool en eina sem ég hef áhyggjur af með hann EF hann kæmi er meiðslavandræði hans. En það þýðir svosum ekkert að ræða það hér eða annarsstaðar því það hefur ekki verið minnst einu orði á það að hann gæti verið koma. Allavega ekki sem ég hef séð !!
Samkvæmt mönnum á RAWK þá hafa Real gert Liverpool tilboð uppá 20+ millur og einn af eftirfarandi leikmönnum. Van Der Vaart, Negrado eða Huntelaar. En Benitez segist ekki vilja fá leikmenn frá þeim.
Sammála báðu sem þú segir Kristján í kommentum 58 og 59.
20 milljónir plús Huntelaar og Sneijder og þá erum við góðir. ER Sneijder ekki búinn að vera meiðslafrír í töluverðan tíma núna?
ég er mjög sammála rafa með það að vilja cash only deal. ég vill ekki sjá einhver madrid reject hjá liverpool. ef þeir eru ekki nægilega góðir fyrir real, þá eru þeir klárlega ekki nægilega góðir fyrir okkur.
hvað er svo málið með þennan huntelaar? hann á enn eftir að sanna sig í alvöru liði og í alvöru deild. samt vilja allir æstir fá hann til liverpool. vissulega er þetta ágætis leikmaður en róum okkur á ofmatinu.
ég krefst þess að rafa sé grjótharður við þessa madrid menn. ef þeir geta borgað 90 millur fyrir ronaldo, 50-60 fyrir kaka og slatta fyrir benzema og albiol þá ættu þeir nú að geta fundið auka 3 milljónir fyrir xabi. þetta eru bara dónar! frekar mundi ég vilja selja xabi til chelski eða man shitty heldur en real madrid.
comment #60
Hvernig geta Real boðið okkur Van der Vaart þegar hann er fyrir löngu búinn að ganga í raðir Juve …. ?
Sammála því að Rafa eigi að geta fengið lámark 30 millur fyrir Alonso. Annað væri bull og vitleysa… ekki hægt að láta menn knýja verð niður vegna þess að menn hafa eytt einsog fífl í aðra leikmenn.
Verðið er 30+ millur. Pay-the-price-or-shut-the-fuck-up !
YNWA
komment 64,,, Van Der Vaart er enn í Madrid, það var Diego sem fór til Juve. Ekki alveg sami maðurinn.
Ég veit að það eru ekki margir sammála mér en ég hefði verið til í að fá þennan ódýrt til Liverpool http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=79306 . Hann hefði verið góður back up fyrir Torres, Klárlega betri kostur en Voronin að mínu mati…
Hef alltaf viljað Oba til LFC. Góður framherji.
Eruði að grínast, Obafemi er skugginn af því sem hann var eða átti að verða, varð í raun aldrei meira en efnilegur og hefur lítið meira fram að færa en hraðan og of föst skot yfir markið.
Jæja, síðan á að vera komin upp eftir smá hikst. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Eins gott, mér dauðbrá í morgun þegar ég leit við 🙂
já Alonso hefði getað farið meðan síðan lá niðri 😉
Alonso fer ekki nema að RM borgi það sm Rafa setur upp, og ég held að Alonso vilji að Liv fái góðan pening fyrir sig, En að öðru ef ég má. Finski gaurinn Lauri Dalla Valle sem er sagt frá á Liv, Klúbbum á íslandi, mynnir á owen er sagt og að hann sé markaskorari af guðs náð, þá langar mig að spyrja hvort einhver hafi séð þennan finna og ef að hann er svona góður getur hann þá spilað með aðalliðinu eða er hann of ungur? Eftir því sem ég hef heyrt er hann víst eitthvað mesta efni sem finnar hafa átt.
Vá ég hefði alveg veri í í Oba, hann er bara svo sætur.
Kannski er það bara ég, en Yossi er held ég góður í að leysa þessa stöðu af, eða Yossi og Stevie G. til skiptis. Maðurinn var með 8 mörk og 5 stoðsendingar á síðasta tímabili og var á köflum okkar besti leikmaður. Bara svona pæling.
Afhverju ekki að stela Pirlo undan nefi Chelsea? Láta allavega reyna á það.
Hvað ætlar Chelsea að gera með alla þessa miðjumenn!!
Chelsea eru komnir í ruglið….Pirlo, Deco, Lampard, Essien, Ballack, Obi Miguel og stundum Belletti. Og þetta eru bara miðju-miðjumenn. Reyndar spila þeir yfirleitt með 3 á miðjunni líkt og Liverpool gerir en samt….þetta eru 7 miðjumenn.
selja xabi, færa gerrard aftar á miðjuna, kaupa villa fyrir 30 millurnar. PUNKTUR
Visir.is “Liverpool óvænt orðað við David Villa” Æði ef satt er.
yrði mjöög mjöög gott
Íss ég kaupi ekki þessa frétt um David Villa vegna þess að liklega er Visir,is að vitna til til fotbolti.net sem notaði heimilidina frá ónefnds ruslblað í englandi sem enginn í Liverpool vill kaupa..
Villa fer ekki frá Spáni
júú ég held að han gæti alveg komið til lfc, það eru svo margir spánverjar í liverpool, held að þeir hafi smá aðdráttarafl, sérstaklega Torres, held að villa vilji virkilega spila með honum.. bæði real og barca hafa reint að kaupa Villa en ekki gengið, en í þeim fjárhagslegu aðstæðunum sem valencia er í þá verða villa eða silva að fara eithvert, og ef rafa fær þessar 30 millur fyrir alonso þá er hann held ég að hann býður í villa.
ef villa kemur til okkar yndislega félags þá getum við heilsað allavega 2 meistaratitlum og 3 úrvalsdeildartitlum næstu 3 ár
Hver er samt þessi Snejder sem menn eru að missa legvatnið yfir? Ég man varla eftir að hafa séð hann spila og dettur helst championship manager í hug þegar ég heyri nafnið.
Ef það er einhver af þessum Hollendingum hjá Real sem gæti nýst okkur núna þá er það Robben. Hann veit hvað það er að vinna (var í þessu fáránlega góða Chelsea-liði hjá Mourinho) og er einfaldlega ótrúlega góður leikmaður sem hefur sannað sig. Einnig virðist hann laus við meiðsladrauginn.
Hefur þú virkilega aldrei heyrt um Sneijder?
Miðjumenn sem skora 18 deildarmörk á tímabili og eru keyptir á €27m eru ekki beint á hverju strái. Hann er frægur fyrir að vera með jafnfættari mönnum í boltanum og getur tekið hornspyrnur og aukaspyrnur með báðum fótum. Ekki ósvipað og Luis Garcia, nema aukaspyrnur Sneijder eru yfirleitt af dýrari gerðinni, eins og þessar hér.
http://www.youtube.com/watch?v=ZIRwA2YiBk0
http://www.metacafe.com/watch/1358223/real_madrid_5_2_levante_4th_goal_sneijder/
http://www.youtube.com/watch?v=T1DREJrYalA&feature=related (reyndar hefði markmaðurinn getað tekið þessa, en þetta er fast!)
Að ógleymdu markinu gegn Frökkum á EM
http://www.youtube.com/watch?v=ZAy7K9iHpQw&feature=related
Sæl, systkyn í trúnni..
Afsakið þráðránið, en…
Ég sá þessa ‘örfrétt’ á síðu LFC Echo í lok þessarar fréttar (s. 2):
“Barnsley have made Liverpool an offer to buy winger Adam Hammill.
The 21-year-old enjoyed a successful loan spell at Oakwell last season and the Tykes are keen to secure his services on a permanent deal.”
Tengill: http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/08/01/emiliano-insua-liverpool-fc-left-side-role-can-be-all-mine-100252-24289729/2/
Ég sá þennan leikmann koma inná sem varamaður fyrir Liverpool XI móti Tranmere um daginn og heillaðist hreinlega samstundis (á ca. 55. mín). Af kraftinum frá honum, áræðni hans, auk þess hvernig- og hversu vel- hann tók hlaup með boltann gegnum vörn andsæðinganna (ok Tranmere) og skapaði þar sífelldan usla… Lagði upp markið fyrir Gerrard, fiskaði svo víti sem hann skoraði úr. Er hann nothæfur í aðalliðinu ?
Mitt mat: Bíða með að selja hann! Lána hann, þá ekki neðar en í B-deild, helst þó í úrvalsdeild.
Ég veit ekki mikið um kauða, svo það væri fínt að fá upplýsingar frá einhverjum fróðum um hann. Man að hann var að standa sig í láni..
þráðrán: Er einhver annar en ég orðinn svo spenntur fyrir tímabilinu að hann er búinn að horfa á ÖLL LFC myndböndin á youtube? Úff hvað ég hlakka til!
en annað, veit einhver hvort að leikurinn í kvöld verði sýndur… grunar að hann verði á iraqgoals.net eða justintv.com, einhver sem getur staðfest þetta
Vonandi er eitthvað til í þessu:
http://www.sport.is/fullfrettir.php?idnews=13807
Leikurinn er sýndur á Liverpool tv kl.21 eftirá, en annars kl 18 beint á netinu á okkar tíma.
Núna er talað um að Real hafi lækkað tilboð sitt í Alonso, hvað er að þessum hálfvitum ?
Benitez stendur vonandi fastur á þessu verði og þá munum við bara halda honum og þar sem að það er world cup ár þá hef ég ekki áhyggjur af að Alonso muni spila af hálfum huga ef hann verður áfram.