Michael Turner

Að afloknum leik gærdagsins kom í ljós að Jamie okkar Carragher er lítillega meiddur og bættist í hóp Martin Skrtel sem er að ná sér eftir tognun og Daniel Agger sem ekki hefur getað æft í þrjár vikur vegna bakmeiðsla á meiðslalistanum.

Í allt sumar hefur því verið velt upp hvort Liverpool myndi kaupa hafsent til að fylla skarðið sem Sami Hyypia skildi eftir sig þegar hann ákvað að taka ekki samningstilboði LFC heldur halda til Þýskalands. Lengi vel var talað um Sylvain Distin sem líklegasta kostinn en í gær staðfesti Rafa að viðræður hefðu átt sér stað milli LFC og Hull City vegna hafsentsins Michael Turner. Af þeim ástæðum held ég að ágætt væri að líta aðeins nánar á þann leikmann.

Michael Turner er fæddur 3.nóvember 1983 og verður því 26 ára í vetur. Turner er fæddur í London og gekk til liðs við Charlton Athletic sem unglingur. Þar dvaldi hann til 21s árs aldurs, utan eins vetrar sem hann var lánaður til Internazionale og spilaði þar með U-19 ára liði þeirra. Eftir að hafa verið fyrirliði varaliðs Charlton og besti leikmaður þreyttist hann á því að fá ekki leiki með aðalliði Charlton (sem var þá í PL) og ákvað að ganga til liðs við Brentford í C-deildinni haustið 2004. Þar lék hann í tvö leiktímabil við góðan orðstí, var m.a. kosinn leikmaður ársins bæði árinn hjá stuðningsmönnum þess liðs.

Það var svo sumarið 2006 sem Hull City keypti hann fyrir 350 þúsund pund. Eftir rólega byrjun með liðinu vann hann sér fljótt fast sæti í liðinu sem barðist þá um miðju B-deildarinnar. Tímabilið 2007 – 2008 var hann svo enn valinn besti leikmaður síns liðs, nú Hull sem vann sér það árið sæti í ensku Úrvalsdeildinni.

Síðasta leiktímabil lék Turner allar mínútur síns liðs. Annar tveggja leikmanna í allri Úrvalsdeildinni sem það gerði (hinn er fyrrnefndur Distin) og enn á ný var honum afhentur bikar fyrir að vera valinn leikmaður ársins! Háværar raddir voru um að kominn væri tími á að strákur fengi möguleika með enska landsliðinu, en enn um sinn hefur það ekki orðið.

Michael Turner er að mínu mati með sláandi líkindi við okkar ástkæra Sami Hyypia. Þeir eru jafnstórir upp á sentimetra, 193 slíkir. Gríðarsterkir skallamenn báðir með mikla ógnun í föstum leikatriðum og hraðinn þeirra helsti óvinur. Talað hefur verið um að Turner sé ekki mikill sendingamaður, en það fannst mér nú fljúgandi Finninn ekki heldur. Ég vona að ég sé ekki að framkvæma helgispjöll með að bera saman goðsögnina og þennan unga mann, en ég tel ákveðinn líkindi vera á milli leikstíla þeirra.

Spurningin snýst auðvitað um það hvort við eigum að negla fjórða hafsentinn eða að gefa ungu mönnunum séns. Svo er ég alveg viss um að Rafa er líka með ákveðnar áhyggjur af hægri bakverðinum þar sem að Darby og Degen hafa ekki nýtt undirbúningstímabilið vel og viðbúið að Carra þurfi að detta þangað í einhverjum leikjum, líkt og í fyrra.

Distin var örugglega uppi á borði í vor, en nú með því að fá inn 30 millur tilbúnar inn á reikning getur Rafa sett markið á dýrari leikmann. Að auki er Turner karlinn enskur, sem skiptir jú nokkru máli þessa dagana miðað við reglur UEFA í Meistaradeildinni, hvað þá ef 6 + 5 verður að veruleika.

Vissulega er líklegt að við þyrftum að greiða hátt verð fyrir strákinn, ca. 9 millur spái ég, en ég held að margt væri verra en að kaupa þennan strák. Hann á 6 – 8 ár eftir af sínum ferli og ég er sannfærður um að hann verður hjá stórliði innan skamms.

Ég hef trú á að þetta mál taki ekki langan tíma, hvort sem hann verður keyptur eður ei. Sagan er yfirleitt þannig að þegar Rafa er farinn að tala um leikmenn er stutt í ákvörðun. Spái því að svarið verði orðið klárt á þriðjudag, í síðasta lagi miðvikudag.

Uppfært

Martin Kelly var í dag valinn í enska U-20 ára landsliðið sem leikur við Svartfjallaland á þriðjudaginn. Ef hann leikur vel þar er hann talinn eiga góða möguleika á að vera valinn í 22ja manna hóp þess landsliðs sem verður lungann úr september í Egyptalandi að taka þátt í lokakeppni HM.

Myndin kemur frá vef SkySports

71 Comments

  1. Mér líst vel á að gefa Kelly frekar tækifæri en ég hef svo sem ekki séð neitt af þessum Turner og það sem heillar mig kannski mest er að hann er Enskur og sterkur í loftinu. En spurning hvort að það eigi að vera að eyða 9-12 millum í vara vara miðvörð.

  2. Tja, vara vara?
    Ég er nú bara farinn að hafa verulegar áhyggjur af honum Agger, hann er bara alltaf meiddur, svo er Carra kalinn ekkert að yngjast og þess vegna gætu þetta verið bráðsniðug kaup.

  3. Sælir….
    Ég er alfarið á móti þessum kaupum ! Miklum frekar að nota úngu strákana, ef að þeir fá ekki traust til þess að vera 4 hafsent að þá er það bara skelfilegt fyrir klúbinn því að hvað segir það þá um yngra starfið hjá okkur ! Annað í sambandi við þetta að ungu strákarnir verða að fá smá tækifæri, og þá er ég ekki að meina í framrúðubikarnum eða einhverri álíka keppni þar sem að öllum piltunum er hennt inn í einu, heldur að einn og einn fái að spila með okkar sterkasta liði, þannig vaxa þeir og dafna! Ég er t.d. fullviss að Darby myndi standa sig vel í bakverðinum með okkar sterkasta liði og að Nemeth myndi skora fullt af mörkum ef að hann fengi að spila frammi með Torres í 4-4-2 , þannig að ég segi notum ungu strákana! Ég myndi frekar vilja eyða þessum peningum sem til eru í eitthvað framar á vellinum ! Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum, mér þykir við ekki skapa neitt að viti í þessum leikjum og ef að það kemur eitthvað að þá er það tilviljunarkennt! Menn fá boltann og hlaupa með hann í vitleysu í staðinn fyrir að láta boltann rúlla og koma með hlaupin í eyðurnar! Kaupum Silva !

  4. Ég er nefnilega að mörgu leyti sammála Hafliða, Agger er of mikið meiddur og Carra er í dag 31s árs.

    Enda var það ástæða þess að Rafa vildi halda Hyypia, vera með nokkuð “seif” fjórða mann, en svo er ég handviss að hann er horfa fast á Martin Kelly.

    En ég er alveg á báðum áttum, því ég vill að ungir leikmenn fái séns. Sökum þess að þétt er leikið í byrjun er þó ljóst að við megum ekki við að missa mörg stig í byrjun ef við ætlum að ná í 90+ stig sem mun þurfa til að vinna titilinn í ár.

  5. Ég er 100% sammála Garðari varðandi ungu mennina, þ.e. að gefa þeim einnogeinn heilann leik í aðalliðinu. Þannig hefur t.d. Ferguson gert miðlungsmenn nothæfa í sínu leikkerfi…

    En ég er hrifinn af hugmyndinni að fá Turner og nota Kelly sem (vara)bakvörð á þessu tímabili (O’Shit byrjaði svipað hjá mu). Ég er spenntur fyrir stráknum og vil sjá hann fá tækifæri.

    • VIKA í tímabil –

    YNWA

  6. Það sem Turner gefur okkur er það sama og Sami Hyypia gaf okkur, ógn í föstum leikatriðium. Turner skoraði allavega 4 eða 5 mörk á síðasta tímabili fyrir Hull, en það er meira en allir hinir þrír miðverðirnir okkar (Agger, Carragher og Skertl) skoruðu á síðasta tímabili til samans. Agger er í rauninni eini miðvörðurinn sem einhver ógn er af fram á við og ekki er mikið gagn af honum ef hann er alltaf meiddur.

  7. Ég verð að játa að þó ég vissi nákvæmlega ekkert um þetta nafn fyrr en hann dunkar upp í þessari umræðu. Annað sem kemur mér á óvart ef þessi leikmaður er svona gríðarlega sterkur, af hverju er hann þá ekki búinn að leika landsleik og af hverju hefur hann ekki verið orðaður við önnur lið. Annað er að kauði er orðinn 26 ára, sem gæti verið bæði kostir og gallar í stöðunni. Ef hann á að fara vera einhver back up miðvörður þá sér ég ekki tilganginn að vera kaupa hann á yfir 10 mill punda eins og Hull vil fá fyrir hann. Þá segi að frekar ætti að gefa einhverjum kjúklingum tækifæri þ.e.a.s. ef það er einhver sem getur staðið undir þeim kröfum og á framtíðarmöguleika hjá Liverpool.

  8. Ég var að lesa einhvers staðar að Matthew Upson sé hugsanlega falur fyrir 10 milljónir, væri hann ekki vænlegri kostur en þessi Turner því hann er enskur og hefur mikla reynslu úr úrvalsdeildinni.

  9. Held hann yrði ekki endilega bakkup, Agger og Skrtel eru báðir búnir að missa doldið úr í meiðslum síðustu ár. Þessi er búinn að spila um 215 leiki síðustu 5 árin, þ.á.m. í ensku neðrideildunum. Þarf skrokk í það!

    Upson finnst mér alltof mikið meiddur til að eyða 10 millum í hann!

  10. Tæki Upson frekar en Turner ef #10 er með réttar upphæðir. Svo eru Skrtel og Agger mikið meiddir og það þarf 1 solid með þeim svona til framtíðar.

    Þó svo að Carra sé besti varnamaður í heimi þá er hann kominn á aldur þar sem menn fara að verða verulega seinir og einnig eru mikli meira um meiðsli hjá leikmönnum sem eru yfir 30 árinn. Vona samt að Carra verði eins og Maldini

  11. Eitthvað segir mér að væntanlegt söluverð Hull á honum sé í beinu samhengi við söluverð Liverpool á Xabi Alonso. Það er að segja, Hull veit að peningarnir eru til og eru að reyna að pumpa upp verðið sem fullkomlega eðlilegt hjá þeim. En við þurfum ekki að falla fyrir því.

    Ég tek það fram að ég þekki þennan Turner eiginlega ekki neitt en mér finnst tóm tjara að ætla að borga einhverjar himinháar upphæðir fyrir hann. Það má vel vera að hann sé góður en ég hef ekki trú á því að Liverpool hafi efni á að setja 8-12 milljónir Punda í þennan leikmann, þá ekki nema að til standi að selja annan hvorn þeirra Skrtel eða Agger.

  12. Miðað við skrif sumra hérna þá mætti halda að ef Carra væri hestur þá væri búið að skjóta hann. Carra er 31 árs og ég held að við komum til með að sjá hann í þessu liði næstu 4-5 árin og að Agger og Skrtel verði báðir farnir úr liði Liverpool á undan Carra.

  13. Ég er afskaplega ósáttur við þetta, núna er 8. ágúst innan við vika í fyrsta deildarleik og við erum bara þrjá miðverði, sem eru allir meiddir. Agger og Skrtel hafa verið að meiðast dálítið. Hvers vegna er ekki búið að kaupa miðvörð?

    Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Liverpool aldrei að kaupa Turner á 9m punda, og bara ekki yfir höfuð. Hann er bara ekki nógu góður. Ef liðið vantar miðvörð sem getur komið með svipaða hluti og Hyypiä þá ættum við frekar að sækjast eftir að kaupa Hangeland, Steven Taylor eða Per Mertesacker. Þeir eru miklu betri en þessi Turner en líka mjög hávaxnir og sterkir skallamenn. Þessi Turner er kannski hávaxinn eins og Hyypiä og hávaxinn, en hann er bara engan veginn í neinum heimsklassa.

  14. Þegar menn segja nota guttana … hvaða gutta eru menn eiginlega að tala um ??

    Ég var að horfa á leikinn við Atletico og þeir guttar sem voru í miðverðinum þar voru alls ekki tilbúnir, hreint út sagt frekar lélegir ! Ayala byrjaði leikinn með Carra og San Jose kom svo inná fyrir Carra snemma leiks. Ayala og San Jose voru líkamlega alls ekki tilbúnir og einnig alltof seinir að átta sig á hlutunum. Léttvigtarmenn eins og Aguero og Forlan hirtu af þeim boltann í sífellu með smá öxl í öxl.

    Mér fannst reyndar Kelly virka frekar sprækur, hann var reyndar í hægri bakverði. Minnir að hann vilji spila í miðverði venjulega.

  15. Miðað við leikinn gegn Atlético þá eru Ayala og San Jose alls ekki tilbúnir og staðreyndin í dag er að Agger og Skrtel eru frá fyrstu vikurnar í deildinni. Annað hvort er að nota Mascherano, Aurelio eða Dossena í haffsentinn eða þessa gutta sem verða pottþétt of sheikí gegn Spurs, Stoke og Aston Villa. Það er gefið mál að leikurinn gegn Spurs verður erfiður og Villa og Stoke myndu dæla háum boltum í áttina að þessum veikleika okkar. Það gæti þýtt 6-8 töpuð stig. Svo einfalt er það. Þessvegna þarf að kaupa mann í snarhasti og án þess að vita mikið um Turner þá virðist hann vera ágætur kostur, þótt ég myndi ekki borga meira en 5-6 milljónir fyrir hann. En eins og Gummi Halldórs segir þá láta Hull hann ekkert fara á því verði. Tek líka undir með Johannesi, það ættu að vera leikmenn á lausu fyrir minni pening. Er ekki Metzelder 3-4 haffsent hjá Real?

  16. Það yrði algert glapræði að eyða 10 milljónum punda í þennan leikmann. Hann hefur litla reynslu af úrvalsdeildinni og er hvergi nærri nálægt því að komast í landsliðshóp Englendinga eins og þjálfarinn hans gefur til kynna einungis til þess að hífa upp verðið á honum.
    Ég er ekki sammála því að Hyypia hafi verið slæmur sendingamaður. Mér þykir hann þvert á móti virkilega góður sendingamaður jafnt með vinstri sem hægri og fannst hann alltaf skila boltanum vel frá sér. Þessi Turner kemst ekki tærnar þar sem Hyypia er með hælana varðandi gæði.

    Eigum einfaldega að gefa Kelly tækifærið í vetur sem 4 centre-back. Strákurinn er búinn að eiga virkilega fínt pre-season. Mér finnst alveg Martin Kelly svo miklu betri heldur en San Jose og Daniel Ayala. Þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir. Ég hef þó meiri trú á Daniel Ayala heldur en San Jose en það var pínlegt að sjá þann síðarnefnda á sprettinum. Hann var með svona 20 metra í forskot þegar Aguero vann kapphlaupið að boltanum og komst einn í gegn. Þessi maður verður aldrei fastamaður í okkar ástkæra klúbb. Hann er einfaldlega ekki nógu góður.

    Svo sýndi Stevie hvers vegna hann er besti miðjumaður í heiminum í þessar 15 mínútur sem hann spilaði á miðjunni. Djöfulsins bull voru þessar sendingar sem maðurinn var að gefa. Ég held að ég hafi séð svona 4-5 sendingar sem ég þurfti bara að klappa fyrir. Alger yfirburðaleikmaður alveg sama hvar hann spilar á vellinum. Yfirsýnin nýtist ekki eins vel í þessu hlutverki sem hann spilar í núna en í staðinn skorar hann bara fleiri mörk. Hann kórónaði þetta svo allt saman með fáránlega góðri sendingu á Lucas sem skoraði. Það var ekki séns í fiðrildi að sjá þessa sendingu nema að heita Steven Gerrard.

  17. Sammála Ella. Ætlaði einmitt að minnast á þetta með Hyypiä hvað hann var í raun með góðar sendingar, jafnt með hægri og vinstri fæti.

    Er sjálfur sæmilega bjartsýnn með Martin Kelly, sé hann fyrir mér sem efni í þokkalegan miðvörð, er ekki að sjá hann sem hægri bakvörð í liði sem Liverpool. Er nú samt ekki tilbúinn að ganga svo langt að nota hann sem 4. miðvörð, aðallega vegna þess að það mun reyna of mikið á hann vegna meiðsla Agger og Skrtel.

  18. Elli, fyrst Gerrard er yfirburðamaður sama hvar hann spilar á vellinum því ekki bara að nota hann með Carra í miðverðinum gegn Tottenham, Lucas og Masc verða á miðjunni og Benayoun í holunni fyrir aftan Torres og Kuyt og Riera á köntunum, með þessu fáum við allavega góðan sendingamann í miðvörðinn 🙂

  19. Kelly has my vote. Það á að gefa ungu mönnunum tækifæri, annars verða aldrei til uppaldir góðir leikmenn. Sjá t.d Johnny Evans hjá Utd. Hann er ekki sá slakasti þótt ungur sé.

    Ég vil sjá Kelly, Spearing og Pacheco fá nokkur tækifæri í vetur, gruna samt að við munum sjá mikið af Spearing enda ljóst að þar er mikill nagli á ferð þótt dvergvaxinn sé hann.

    Að öðru, djöfulsins bull og vitleysa er þetta landsleikjahlé núna í miðri viku, Gerrard og G.Johnson báðir kallaðir inn í enska hópinn, týpískt að annar þeirra meiðist og geti ekki spilað gegn Tottenham. 7, 9, 13!!!!

  20. Ég sá leikinn gegn Atl.Madrid og fannst ayala og san jose ekki vera að standa sig en gætu það e.t.v með reyndari manni sér við hlið. Annars var allt annað að sjá þennan Martin Kelly. Hann var mjög hraður og virtist vera líkamlega sterkari en ayala og jose. Ég held að hugmyndin að kaupa þennan Turner sé ekki góð ef hann á að fara á 10 mills. En ég verð að hrósa Lukas sem virtist nokkuð sprækur í þessum leik. Ég hef aldrey þolað þennan leikmann en fannst hann eiga að fá kredit fyrir þennan leik. Ég ætla rétt að vona að okkar menn verði tilbúnir í leikinn gegn Tottenham og byrji með sigri því að er svo mikilvægt í startið. YNWA

  21. Ég verð nú að leyfa mér að efast um að þá sem segja Turner ekki nógu góðan, mig grunar að það sé verið að slá hann útaf borðinu eingöngu vegna þess að hann er ekki nógu flott nafn eða vekur ekki upp neina óvænta spennu af frekar óþekktum manni að vera. Ég fylgdist mikið með honum í deildinni í fyrra, sérstaklega vegna þess að ég setti hann í fantasy liðið mitt án þess að vita nokkuð um hann í upphafi tímabils. Þessi strákur bar af í varnarvinnu Hull og hafði í fullu tré við stóru nöfnin. það var alltaf mikil ógn af honum í föstum leikatriðum og ekki þá bara mörkin sem hann skoraði heldur komu líka nokkur mörk eftir að hann var eitthvað að ota sér og tota inni í teig andstæðingana.
    Annað. ef það er eitthvað sem Rafa kann betur en aðrir þá er það að kaupa hafsenta. ég meina það vissu ekki margir hverjir Skertel og Agger voru.
    En þrátt fyrir að vera stór hrifinn af þessum leikmanni þá finnst mér 10 millur vera of mikið. allt of mikið. En samt ekki jafn mikið og að vera að tala um að borga 10 millur fyrir Upson sem er að verða 30 í ár

  22. Gefu ungu strákunum sjens. Ekki dæma þá frá einum æfingaleik. Minni spjallmeðlimi á að fyrsti leikur Skrtel í rauða búningnum var óhemju slakur, en framhaldið þekkja síðan allir. Nota Kelly sem fjórða valkost, hef trú á þessum strák.

    Mín skoðun er sú að við eigum að nota þennan pening sem við eigum eftir, um áramótin þegar glugginn opnar aftur. Þá höfum við betri yfirsýn hvar veikustu stöður liðsins liggja, í staðinn fyrir að eyða öllu í tímabundinni paranjoju yfir miðvörðunum sem er síst veikasta staða Liverpool í dag.

  23. Sælir félagar… hvenrig er það með að kaupa miða á leiki í englandi…. er það málið að miði á leik kosti 25 þúsund krónur á gegninu í dag ?

    verð nefnilega staddur í london á sunnudaginn og Poolllaranir líka. Væri gaman að sjá þá en væri skemtilegra að sjá þá á anfield.. vitiði um einhverjar leiðir til að kaupa miða´ fyrir leikinn á sunudaginn ?

  24. Af hverju ekki að kaupa Silvian Distin, (stafss) frá Porstmouth. Hann er fljótur, og fæst á miklu minni pening en einhver leikmaður frá Hull, svo er hann enn mjög fljótur og með mikla reynslu af úrvalsdeildinni. Núna er Aston Villa að reyna að kaupa hann. O´Neil er að gera góð kaup ef hann fær hann til Villa.

    Ég vona að Benitez sé að blöffa með þessu Turner commenti, og að hann sé að reyna að fá Distin. Það þarf að ganga frá kaupum a varnarmanni sem fyrst, ´svo hann nái nú allavega æfingu með liðinu fyrir Tottenham leikinn :-/

  25. hvad med lucas niell , hann er samningslaus og getur leist haegri bakvord og midvord. Samt finnst mer ekki snidugt ad vera ad eyda einhverjum 10 millum i tennan leikmann,, eg vil frekar sja mascherano leisa tessa stodu i fyrstu leikjunum heldur en tessa ungu straka. teir voru alls ekki tilbunir a moti at.madrid og eg storefa ad teir hafi taugarnar i ad spila heilan leik i PL.

  26. Kaupa Turner… ekki spurning. Klassaleikmaður sem skorar fullt af mörkum og er alltaf ógnandi í föstum leikatriðum.

  27. Þá líka losnar um að setja Carra aftur á miðjuna þar sem hann á heima. Með hann sem djúpan á miðjunni og Mascherano framar þá held ég að mörkin fari að flæða!

  28. Sleppa því að eyða 10 millum í varnarmann, líst betur á að signa kannski Lucas Neill frítt eins og Macca segir… Síðan langar mig að grenja yfir þessum kaupum á aquilani, af hverju að eyða 20 millz í gaur sem er meiddur og er með þvílíka meiðslasögu og er þar að auki stórt spurningamerki að mínu mati… Hefði verið nær að eyða þessum peningum í Sneijder eða Van der vaart. Sýnist á sluðrinu sem maður hefur lesið að þessir gaurar séu til sölu fyrir svipaðan eða jafnvel minni pening og það vita allir hvað þessir tveir geta! (Nema greinilega Pellegrini)

  29. Þetta las ég á Liverpool.is:

    “Benítez er sagður hafa boðið 6 milljónir í Phil Brown hjá Hull, en þar sem Hull vill helmingi hærri upphæð fyrir kappann mun ekkert verða af þeim kaupum.”

    Ég er ekki hissa á Hull að vilja ekki selja framkvæmdastjórann sinn, en sniðugt hjá Rafa að taka út manninn í brúnni, þá fellur restin einsog spilaborg!

  30. Smá leiðrétting á þessu hjá http://www.liverpool.is og 34.Gummi að Phil Brown er framkvæmdarstjóri Hull en ekki varnarmaðurinn umtalaði. Það er Michael Turner sem Liverpool hefur verið að spyrjast fyrir um. YNWA

  31. Kristján R. – úr þessu held ég að það sé vonlítið að redda miða nema þá scalpa þá fyrir utan á leikdegi. Best er að fá miða við Seven Sisters brautarstöðina undir venjulegum kringumstæðum, en sökum vinnu við þá línu er hún lokuð á sunnudag þannig að ég veit ekki hvar yrði þá best að fá miða. Alls ekki fara of nálægt vellinum samt þessir gaurar hanga yfirleitt nálægt þeim stöðum sem fólk kemur á með almenningssamgöngum.

    Ég keypti miða fyrir nokkrum vikum síðan á þennan leik á official síðunni hjá spurs í gegnum Spurs klúbbinn. Eitthvað sem er ekki hægt hjá okkar ástkæra félagi.

  32. Hvað finnst mönnum um Keisuke Honda? Japanskur 23 ára miðjumaður, sem er fyrirliði hjá VVV í Hollandi. Held að það væri mjög góð kaup peningalega séð. Ji Sung Park hjá Manchester mokar inn peningi í treyjusölu, vegna þess að hann er frá Asíu.

  33. Kristjan R. Tu getur lika farid nidur a leicester square midarnir eru fra svona 50pundum tar, en tad er held eg alveg 100% i tottenham svaedi stukunar.

  34. Ég er sammála mörgum hérna inni með þessa ungu stráka. Þeir gáfu manni ekki gott “fyrst impression” á mót Athletico en auðvitað má ekki gleyma því að Aguero og Forlan eru nú engir byrjendur í faginu. Michael Turner er þannig séð alveg ágætis kostur, hann er enskur, góður í loftinu og mikill baráttuhundur. Sá hann í nokkrum leikjum Hull í fyrra og þar var hann yfirburðarmaður í vörninni. Það má hinsvegar aldrei bera hann saman við Hyypia því það er bara móðgun að mínu mati. 9-10 milljónir punda er samt alltof mikill peningur fyrir dreng. 6-7 væri nær lagi.

  35. Smá off topic: En mikið er ég feginn að Liverpool og Carlsberg ætla að hætta samstarfi á næsta ári. Núgildandi samningur færir Liverpool um 7.3 millur á ári en ef að Liverpool semur við þennan banka þá er verið að tala um allavega 15 millur á ári. En talið er að United fái um 20 millur á ári og Chelsea um 13 millur.

  36. Ásmundur, það væri ágætt að fá vísun í frétt.

    Ég hef lengi talið að það sé verulega neikvætt í mörgum löndum að við séum með merki áfengisframleiðanda framan á búningnum. Það hika eflaust margir foreldrar í mörgum löndum við að gefa börnum sínum slíkt.

  37. Sammála mörgu þarna um Titilvonir Liverpool. Sérstaklega þar sem talað er um að það gæti ráðist af næstu kaupum Rafa hvort Liverpool verði meistarar eða ekki. En miðað við þetta þá hefur liverpool keypt fyrir 38 mills og selt fyrir 35 mills. Þetta þýðir að Rafa ætti enn að eiga inni 17 mills ef Rafa hafi fengið 20 mills í byrjun til þess að versla fyrir. En eitt finnst mér skrítið að eitt af 4 stæðstu liðum Englands fái framkv. stjórinn (sem komst næst því í mörg ár að vinna titil fyrir LFC) einungis 20 mills í ráðstöfunarfé. Mér finnst þetta standa of tæpt með mannskap þ.e.a.s match winners menn. Annarhvor Davidanna myndi væntanlega gera það að verkum að áhangendur sem og leikmenn myndu lítast betur á blikuna ef leikmaður af þessu kalíberi yrði keyptur.

  38. Eigum við ekki bara að semja við Sol Campbell og Lucas Neill… báðir leikreyndir í úrvalsdeildinni og free agents

  39. Það væri ekkert verra ef það væri hægt að bjóða þeim báðum eins árs samning.

  40. Liverpool væri buin að kaupa Villa eða silva ef Man city og Real væru ekki buin að fokka svona upp markaðinum.Segjum það að liverpool bíður 30 í Villa þá kemur nátturlega city og bíður 45 í hann og auðvita tekur Valencia því í staðinn.Mér finnst þessi 2 lið vera að eyðileggja boltann t.d City bauð 108 miljón punda í kaka bara til að checka á því þetta er fucking bull shit kjaftæði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.Við keyptum Torres á 27 millur en hvað í dag við getum ekki fengið annan heimsklassa framherja nema að borga svona 40-45 millur mér finnst að það ættu að vera komnar reglur með hvað lið meiga eyða miklu í leikmenn því þetta er bara hundfúllt og er búið að eyðileggja sumar markaðinn.Leikmenn eins og ribery Villa aguerro silva kosta núna einhverja fáranlegara upphæðir bara út af því að fokking Real kaupir Ronaldo á 80 millur og kaka á 58 FUCK YOU REAL DRASL !!!!!!!!!!!!!!!!!!!.

    Og sorry hvað þetta var út úr því hvað við erum að tala um herna þetta fer bara mikið í taugarnar á mér og langaði að tjá mig sma

  41. Vá, oftast mundi maður biðja drengi eins og Elías #49 að hafa sig hæga og sýna kurteisi og vanda málfar hér. En hvernig getur maður annað en að vera sammála þessu? Þessi lið eru gjörsamlega búin að taka fótboltan, skella honum á fjórar fætur og þið vitið rest…

    Ég væri til í að sjá, og á alveg eins von á því að Villa/Silva skrifi undir hjá LFC fyrir helgi. Þetta eru að sjálfsögðu draumórar en þetta er samt eitthvað svo mikið Benitez. Þegar enginn á von á neinu, þá dettur kallinn inn með eina bombu!

  42. Erum að tala um að við fengum Torres á kringum 20 millur 🙂 falur fyrir svoooo mikið meira í dag ekki bara vegna real samt samt +20-30 millur útaf þeim, þannig kaupin á Torres á 20 millum voru bestu kaup í heimi.

  43. Verður ekki keppni í fantasy.premierleague eins og seinast hér á koppinu ???
    Aðeins 5 dagar í fyrsta leik og því þarf að fara að huga að þessu 😉

  44. Ég verð að vera sammála mönnum hérna sem tjá gremju sína á því hvað Real er búið að fokka upp markaðnum. Ekki eru lið eins og City að hjálpa til heldur. Reglur um hámarks upphæðir ættu að vera í gildi, þannig upphæðir að leikmaðurinn ræður sjálfur hvort hann fer eða ekki. Svipað og er í öllum samningum leikmanna á Spáni. Þar erum við reyndar að tala um fáránlega háar upphæðir hjá sumum eins og Messi en samt væri gáfulegt.

    Ég ætla samt ekki að tjá mig um þennan Turner mikið. Sá alltof lítið af honum síðasta vetur til að geta tjáð mig um hann af einhverju viti. Mér skilst samt að þetta sé hörku leikmaður. En hversu oft höfum við sé hörku leikmenn í síðri liðum koma í stóru klúbbana og floppa ?? Hann er reyndar enskur og gæti orðið góð kaup. 12 millur eru reyndar frekar há upphæð en enskir leikmenn eru bara að fara á þennan pening, séu þeir þess virði. Það er náttla alltaf mat þeirra liða sem eiga í hlut í þeim viðskiptum sem eru að eiga sér stað. Finnist Rafa verðmiðinn of hár þá snýr hann sér bara eitthvað annað. Við getum ekki ætlast til þess að lið eins og Hull sem vill halda sínum bestu mönnum, selji hann á einhverri útsölu. Þeir setja bara eitthvert verð á hann og það er Liverpool að ákveða hvort hann sé þess virði, rétt eins og Rafa gerði með Alonso !!

    Varðandi önnur kaup þá er ábyggilega ekki neitt stórt í uppsiglingu. Ég hef allavega enga trú á því og eins og Rafa hefur talað í sumar þá er hann sáttur við hópinn og treystir þeim leikmönnum sem fyrir eru. Ég ætla að gera það líka og ætla meira að segja að gefa mönnum eins og Lucas einn séns í viðbót. Hver veit nema hann springi út í vetur með meira spili !!

    Hvað sem verður er spennandi að sjá og ég get vart beðið eftir að tímabilið byrji !!
    YNWA

  45. Það hefur oft verið sagt að það eigi að setja þak á kaup félaga á leikmönum eins og er í U S A, þannig verður það líklega í framtíðinni vegna þess að þetta er komið út í Hróa Hött. Svo eru MU og Cel$$$$ að segja að þeir muni berjast um titilinn í ár og Liv, Ars og M C verði líklega eitthvað að narta eða þannig, mér finnst það skrítið ef að Liv á að detta svo niður út af Alonso, en mu seldi Ronaldo og lét Tevers(stafs) fara, og er ekki Cel$$$$$ með sama mannskap. Já miklir spámenn þarna á ferð eða hitt þó heldur.

  46. Gerrard meiddur í nára, vonum að það sé ekkert alvarlegt, held að hann hafi verið að kljást við þetta áður, 1 sinni eða 2var.

  47. Gerrard meiddur og tekur ekki þátt í landsleiknum.

    Eigum við ekki að gefa þessu fram að hádegi þangað til fréttin

    “FA sends medical team to Melwood due to doubtful injuries to Steven Gerrard…Meanwhile, not a single player from Man Utd. will be playing the game, Mr. Ferguson declared. The FA accepts his decision”

  48. Ætli þetta sé ekki bara smá Ferguson nálgun á þetta hjá Benitez. Gerrard væntanlega tæpur og því of mikil áhætta láta hann spila tilgangslausan leik og missa úr undirbúningi fyrir mikilvægan leik á laugardag.

  49. Gaman að heyra hvað Rafa hefur að segja um hvað Aquilani mun bæta við leik okkar :

    “What Aquilani will bring to us is the ability to play between the lines, to play between the midfield and the attack and provide a link,” he added.

    “He plays further forward than we have experience, and that may help us when we have to break sides down. He is a good passer, and he can get into the penalty area, and he will bring us something different.”
    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165373090811-0950.htm

  50. Það styrkir þá ályktun að við munum spila áfram 4-5-1 með Torres fremstan, Gerrard og Aquilani fyrir aftan, í svona nokkuð frjálsu hlutverk. Svo Mascherano fyrir framan vörnina. Verður þá ekkert ósvipað eins og Chelsea spilar, þ.e. með Ballack og Lampard nokkuð frjálsa á miðjunni og svo Essien fyrir aftan.

  51. @66
    Já það er vonandi að markaðurinn vakni til raunveruleikans þegar fer að síga á seinni hluta gluggans og við gætum náð í góðann leikmann sem hjálparsvein þeirra blóðbræðra á sanngjörnu verði.

  52. Rafa segir nákvæmlega ekkert um það þarna að hann ætli að kaupa nýjan sóknarþenkjandi leikmann.

  53. Ekki beint, nei.. En mín von er sú að verðið komi til með að verða “raunverulegra”, t.d. með niðurlenskri útsölu Bernabæínga, auk þessi sem Benitez er að gera ágætis hluti á markaðinum…

    Vona bara, einsog svo margir að við fáum einn góðann AM/F fyrir tímabilið – helst R/L/C – lesist – semsagt Silva eða slíkt viðfang

    InRafaWeTrust

  54. Hann segir það ekki beint nei og gefur það ekki einu sinni í skyn. Þetta er bara enn eitt dæmið um villandi fyrirsögn hjá þessum ruslmiðli sport.co.uk. Þeir semja rugl fyrirsagnir til að fá fólk inná síðuna hjá sér.

Enn af Real Madrid

Æðislegt alveg hreint