Við. Erum. BLANKIR! – Uppfært

Tony Barrett, áður hjá Liverpool Echo en nú hjá Times, staðfestir hversu mikil martröð staðan er hjá klúbbnum í dag:

Rafael Benítez, the Liverpool manager, will step up his pursuit of much-needed central-defensive reinforcements in the coming days, armed with a budget of no more than £2 million.

Despite having recouped at least as much as he has spent in the transfer market this summer, Benítez has been told that there are no significant funds available to supplement his first-team squad and is scouring the bargain basement for a potential recruit.”

Barrett segir svo frá því í greininni að Benítez sé að reyna að gera það besta úr stöðunni og redda varnarmanni á láni einhvers staðar frá, en það er nokkuð ljóst að við fáum aldrei nein alvarleg gæði á láni því lið eins og t.d. Stoke mun ekki lána okkur Shawcross sem er mikilvægur hlekkur í liði þeirra.

Fokk!

Bara svo það sé á hreinu, þá er Tony Barrett almennt talin áreiðanlegasta heimildin meðal blaðamanna í Englandi í dag, hvað Liverpool-málefni varðar. Ef hann segir að við séum blankir, að Rafa eigi nánast engan pening eftir til leikmannakaupa þrátt fyrir að vera í plús eftir kaup og sölur sumarsins, þá er það svoleiðis.

Helvítis fokking fokk! Klúbburinn er greinilega í verulega vondum málum, peningalega. David Silva? Við höfum ekki einu sinni efni á Sylvain Distin.

UPPFÆRT – SSTEINN

Ég hef velt þessu peningadæmi mikið fyrir mér undanfarið, og það er alveg sama hversu mikið ég hugsa þetta mál, ég skil ekki bofs í því. Nú skilaði félagið hagnaði á síðasta starfsári (þá er ég ekki að tala um Kop holding þeirra furðufugla heldur Liverpool FC). Jú, það er búið að endurnýja samninga við nokkra leikmenn liðsins sem kostar peninga. Á móti kemur (ég byggi allar mínar tölur á þessu ári 2009) þá hafa nokkrir launaháir farið út. Launapakkarnir hjá Keane og Hyypia vor feitir og góðir, Alonso var mun hærri en Aquilani er á, en á móti kemur þá er Johnson mun hærri en Arbeloa. Pennant var ekki á launaskrá hjá okkur frá áramótum og við erum aftur byrjaðir að borga Voronin laun, sem eru reyndar ekki svo ýkja há. Sem sagt að launalega séð erum við ekkert að auka neitt stjarnfræðilega við okkur.

En þá kemur að leikmannakaupum og sölum. Enn og aftur miða ég við áramótin, því allt þar á undan var budget-að fyrir. Skoðum innkomuna fyrst (set inn einn lið þar sem er skuldin frá Portsmouth vegna Crouch, því hún var notuð í þeim kaupum):

Innkoma:

Robbie Keane – 16.000.000

Jack Hobbs – 1.200.000

Paul Anderson – 250.000

Sebastian Leto – 3.000.000

Alvaro Arbeloa – 3.500.000

Xabi Alonso – 30.000.000

Adam Hammill – 650.000

Skuld v/ Crouch – 8.000.000

Samtals gerir þetta 62.600.000 punda sem allajafna ætti að vera tiltækt til leikmannakaupa fyrir utan árlegt budget. En skoðum þá útgjöldin:

Glen Johnson – 17.500.000

Alberto Aquilani – 17.100.000

Samtals höfum við því eytt 34.600.000 pundum. Þetta ætti því að þýða að mismunur á út og inn hjá félaginu í leikmannakaupum frá áramótum ætti að vera um 28.000.000 punda. Ef ég við hugsum okkur hið hefðbundna transfer budget miðað við eðlilegt ár, þá ætti það að vera í kringum 20 milljónir punda. Ef allt væri eðlilegt þá ættum við að geta splash-að út tæpum 50 millum, en núna segja fréttir að Rafa sé að ströggla við að raka saman 2 milljónum punda fyrir backup varnarmanni.

Annað hvort er þetta gott trix hjá honum til að láta líta út fyrir að við séum staurblankir, eða það sem ég óttast meira, við erum staurblankir og eigendurnir eru að nota fjármunina til að borga niður tap Kop Holding og afborganir þess félags. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að þessir eigendur okkar haldi aftur af félaginu, en nú sýnist mér það koma í ljós betur og betur. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í þessu og Rafa fái að byggja frekar upp á Anfield.

Ljósi punkturinn er þó að við erum með frábært lið (þó vanti upp á breiddina) og ég reikna fastlega með því að við berjumst um titilinn til enda tímabilsins.

74 Comments

  1. Það er alveg ljóst að meinið hjá Liverpool eru þessir viðurstyggilegu skíta fokking drulluhala kana svín! Er ekki flókið. Núna er bara að vona að þessi ógeð drulli sér frá Liverpool og selji einhverjum hæfum einstaklingum. Hef aldrei fílað þessa kana (eða yfirhöfuð alla kana sem koma nálægt fótbolta) og það er mikilvægara ákkurat núna að sparka þeim frá borði en að sigra í Stoke leiknum, svo einfalt er það. Mig hefur lengi grunað þetta og kemur mér það mjög svo á óvart ef þetta sé ekki satt. Við getum nefnilega gleymt einhverjum ofur surprise kaupum í lok gluggans.
    4. sæti og ég er sáttur nema eitthvað mikið breytist! 3 sæti og ég verð í skýjunum.

  2. Því miður er þetta það sem mann grunaði. Þessir skrattar sem “keyptu” félagið eiga ekki neina peninga til þess að setja í klúbbinn okkar. Það er bara þannig. Enn eitt árið í öðru til fjórða sæti verður að veruleika næsta vor 🙁

  3. Já þetta er sorgleg staðreind, kanar kaupa klúbbin okkar og eru ekki að gera ntitt fyrir hann, ekkert af því sem þeir lofuðu er að gerast enda eru þeir blandkir svo um munar. Mikið vildi ég að þeir drulluðust til að selja klúbbinn svo við getum farið að gera það sem við eigum að gera, landa titlum… Þetta er svo sorglegt og maður verður bar fúll og argur að hugsa um þetta… Maður liggur bara á bæn og vonar það besta…. Og það ætla ég að vona að menn hætti að hrauna yfir Rafa, hann er bara að gera það besta sem hægt er að gera í stöðunni…

    Það góða við það sem búið er af tímabilinu er að við töðuðum fyrir tveimur liðum í fyrra, Spurs og Middlesboro, nú eru Borro ekki í deildinni og við búnir að tapa fyrir spurs, þannig að tapleikirnir eru búnir, nú er bara að fækka jafnteflum og við verðum meistrar. Það er stóri draumurinn að verða meistri og fá nýja eigendur… áfrm Liverpool…

  4. yebb þetta er það sem ég var að tala um daginn alltaf sama sagan með liverpool það er eins og það sé ill öfl stundum yfir okkur.Maður sá það bara með bekkinn okkar á móti tottenham að það er eitthvað rugl í gangi þarna t.d akkuru er ekki buið að kaupa villa eða silva eða bara einhvern leikmann yfir 25 m .En ég held alltaf í vonina og bara vonum að ungu strakanrir hja liverpool syni það að það þarf ekki að kaupa leikmenn.Eða bara að einhver ríkur olíu fursti kaupir liðið

  5. Ekki það að Vísir.is sé áræðanlegasti miðillinn en þar er slúður að Veronin sé á leið til þýskaland. Þar þynnist hópurinn.

  6. Ég held að eina liðið sem getur lánað gæðaleikmenn í dag sé Real Madrid og núna vil ég sjá Benitez fara á eftir einhverjum leikmönnum þaðan.
    Það er vel hægt að bjóða þeim að fá leikmenn að láni, með því að við höfum möguleika á að kaupa þá eftir tímabilið ef þeir standa sig vel.
    VDV og jafnvel Robben á láni það væri frábært en frekar ólíklegt.

  7. Ég held að eina liðið sem getur lánað gæðaleikmenn í dag sé Real Madrid og núna vil ég sjá Benitez fara á eftir einhverjum leikmönnum þaðan.
    Það er vel hægt að bjóða þeim að fá leikmenn að láni, með því að við höfum möguleika á að kaupa þá eftir tímabilið ef þeir standa sig vel.
    VDV og jafnvel Robben á láni það væri frábært en frekar ólíklegt.

  8. Úffffff.

    Peningar, einhvernveginn er maður að verða búinn að fá upp í kok á þeim!

  9. Já, þetta er svo sem bara staðfesting á því sem maður vissi innst inni, en sárt engu að síður.

    Ef við erum á sléttu eftir kaup og sölur sumarsins (2 milljónir í plús samkvæmt flestum miðlum reyndar), þá get ég ekki varist þeirri hugsun að þetta hafi verið dýr styrking á hægri bakvarðarstöðunni okkar. Alonso fór fyrir metfé, það var keyptur maður fyrir hann sem kostaði helminginn af því sem fékkst fyrir hann, en samt er peningurinn búinn!! Ég var alltaf hrifinn af Arbeloa og ég er ekki svo sannfærður um að sú skipting frá Arbeloa yfir í Glen J.hafi verið svona margra milljón punda virði. En líklega var reyndar ekkert annað í boði þar, þar sem hugur Arbeloa virtist liggja annað en endilega á æfingasvæðið á Melwood.
    Engu að síður fannst mér Glen J. dýr, og ég vona svo sannarlega að hann standi undir nafni og þeirri peningaupphæð sem greidd var fyrir kappann.

    Annars ætla ég, þó fréttirnar undanfarið hafi ekki gefið mikið tilefni til þess, að geyma allar svarsýnisspár. Þessi klúbbur hefur sýnt mér oftar en einu sinni úr hverju hann er gerður, og hefur marg oft komið mér á óvart.. stundum þægilega, en stundum óþægilega. Ég á alveg eins von á því að mér verði komið þægilega á óvart í vetur, og þá vonandi í vor.

    Áfram Liverpool…

    Carl Berg

  10. Glen Johnson gerði nú meira sóknarlega í síðasta leik, sem þó var lélegur af hálfu allra leikmanna Liverpool en Arbeloa gerði í öllum leikjum síðasta tímabils. Hann sýndi það t.d. með hlaupi sínu inní teiginn sem gaf okkur vítið að hann gefur okkur annan option sóknarlega en við höfum haft hingað til. Fyrir þannig gæði þarf einfaldlega að borga í dag.

  11. Sælir ég hef ekki bloggað um síðasta leik og ætla ekki að gera það, en hópurinn er ekki alveg kominn á skrið og enn höfum við ekki fyllt skarð Hyypia og Alonso, td. ef Hyypia hefði verið í okkar röðum þá hefði Carr fengið frí í síðasta leik og Alonso hefði verið inná ef ef ef, en mér finnst ekki að við eigum að afskrifa titil eða titla bara vegna Alonso og eins og Rafa segir að Liv hefur spilað án Alonso og unnum leiki án hans þá er ekki hægt að halda þessu fram ég held að liðið hafi ekki veikst nokkuð en er bara ekki alveg komið í gang það eru menn að spila sem voru ekki í fyrra, svo gefum Liv smá tíma…..En ef ekkert gerist jákvætt á þessari leiktíð er ég ansi hræddur um að kallinn taki pokann sinn og margir feta í hans spor.

  12. Eigum við ekki að hinkra með panikkið þanngað til 1.sept í fyrsta lagi?

  13. Jóhann: Ég var nú reyndar ekkert að gagnrýna Glen.J sem slíkan, en ef þú vilt fara í þá þrætubókarlist, þá nægir nú bara að spyja þig að því hverju það skilaði okkur ?
    Ég er ekkert að gagnrýna Glen.J neitt, og ég vona svo sannarlega að hann standi fyrir sínu. En það breytir ekki þeirri skoðun minni, að ég var alls ekki ósáttur við Arbeloa, og mér finnast þetta ansi dýr skipti á bakvörðum.

    Insjallah..Carl Berg

  14. Eitt sem ég hef verið að velta mér fyrir með þessi peningamál. Benítes byrjar á því að kaupa Glen J. En hvaðan komu þeir peningar?? Eftir þau kaup þá sagði Rafa á ÖLLUM netmiðlum sem maður sá að hann gæti keypt 1 leikmann í viðbót án þess að þurfa að selja leikmenn. Finnst að við erum á rúmlega sléttu að þá hefði ég haldið að við ættum enn þessar 16 millur + einn leikmann án þess að selja. Það er ekki fyrr en seinna í sumar að það var 100% útséð með söluna á Alonso að peningarnir sem voru notaðir fyrir Alonso væru endurheimtir og rúmlega það. Ég hef bara ekki trú á því að eigendur Liverpool hafi ekki meiri metnað en það að leggja 0.00 pund i leikmannakaup þetta árið þar sem við komumst ansi nálægt titlinum í fyrra. Einhver peningur hlítur að hafa verið settur til hliðar fyrir leikmannakaup, öðru trúi ég ekki. Þó þessir eigendur Liverpool séu ameríkanar þá eru þeir ekki fávitar (fávitar eru alla jafna ekki eigendur stórliða og milljarðamæringar). ÉG HELD að þetta sé plott hjá rafa að keyra niður allt peninga tal hjá klúbbnum og láta sem svo að það séu ekki til neinir peningar og kaupa svo einn leikmann (nokkuð ódýrt) þar sem hann hefur sannfært alla um að það séu ekki til neinir peningar á Anfield. YNWA

  15. Smá vitleysa hjá mér….ég ætlaði að segja “peningarnir endurheimtir fyrir Glen J.” ekki Alonso.

  16. Það mætti halda að Gerrard, Alonso, Torres, Masch, Reina hefðu verið seldir og Rafa sagt af sér miðað við það svartnætti sem virðist ríkja eftir slakt undirbúningstímabil og einn erfiðan (og slakan) leik í deild….

    Breytingar á hópnum:

    Hyypia fer – hvað byrjaði hann marga leiki í fyrra ? Vissulega gott cover en ekkert annað en það… Ekkert lið getur haldið 4 klassamiðvörðum ánægðum. Sjáið Utd í dag, Vidic og Rio meiddir, kjúklingar sem koma inn – reyndar með Brown og O´Shea sem geta komið þar inn en þeir hafa nú ekki verið hátt skrifaðir í bókum Liverpool manna hinga til….

    Alonso seldur – lykilmaður sem er vissulega rétt. Við skulum sjá hvað Aquilani (staf) getur áður en við hendum inn handklæðinu og gefumst upp. Liðið stendur og fellur ekki með Alonso. Sjáið hvað við komumst langt í fyrra með Torres og Gerrard frá í eins mörgum leikjum og raun ber vitni.

    Arbeloa seldur – inn kemur Glen johnson. Erum ekki verr staddir.

    Anda inn, anda út. Við erum enn með sama liðið og menn héldu ekki vatni yfir síðasta vetur/vor. Skulum nú gefa liðinu fram að jólum að minnsta kosti áður en dómar verða felldir – eða halda allir að Arsenal verði meistari í dag ?

    Liðið er ekki veikara í dag, við erum óheppnir með meiðsli en það eru fleiri – sbr markmanns- og varnarmenn Utd. Miðað við orð Rafa þá á Aquilani ekki að vera síðri leikmaður en Xabi, mann sem við vildi ólmir selja á 12m fyrir ári síðan – hann verður komin á skrið eftir 4 vikur+, lítið sem svo á það að Xabi sé enn í Liverpool en frá vegna meiðsla, annað eins hefur nú gerst án þess að heimurinn hafi farist.

    Ég er jafn svekktur með leik liðsins gegn Spurs eins og aðrir, en menn verða að líta á heildarmyndina.

  17. Það sem mér finnst nú sorglegast í öllu þessu dæmi er að ég var í London um helgina og fór í Adidas búðina. Þar var hægt að kaupa aðalbúninginn í XL og XXL. Hvíta champ league búninginn í XL og XXL og nýji varabúningurinn var uppseldur og kemur aftur eftir ca 7 vikur. Hvaða hálfvitar eru að keyra það batterí ? Það eru nánast allir búningar og allar stærðir uppseldar á Liverpool vefnum.

    Að svona hlutir séu uppseldir í upphafi tímabils sýnir bara að þeir sem eru að keyra þessi sölumál hjá klúbbnum eru óhæfir.

  18. Ég er sammála Emma, Rafa vill ekki að það spyrjist út að hann eigi peninga til að ná í leikmenn. Við sjáum bara hvað verðmiðinn rýkur upp þegar Liverpool er á eftir einhverjum leikmönnum. Bæði Turner og Shawcross eru einungis búnir að spila EITT ár í premier, en miðað við verðmiðann á þeim mætti halda að þetta væru margreyndir landsliðsmenn. Rafa á eftir að klófesta miðvörð, þokkalega ódýran, og kantmann eða sóknarmann.
    Ef að peningarnir eru að svona skornum skammti þá hefði hann sennilega tekið Owen og jafnvel Eið Smára á láni eða ódýrt (Eiður hatar reyndar Liverpool).

  19. Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, þrátt fyrir lélega byrjun. Í þeim bjartsýnistóni þá lít ég svona á málin, þó að það séu nokkur EF þarna með. Hópurinn er frekar lítið breyttur frá síðustu leiktíð en aðalbreytingarnar eru tvær.
    Í fyrsta lagi misstum við Alonso en fengum Aquilani í staðinn. EF hann nær sér vel af meiðslunum og aðlagast vel Enska boltanum þá er staðan ekki mikið breytt á miðjunni. Þurfum bara að standa okkur þar til hann nær sér.
    Í öðru lagi seldum við Arbeloa og fengum Johnson í staðinn. Ég held að það sé klár styrking og sóknargeta hans getur ráðið gæfumuninn í þeim leikjum sem við gerðum markalaust jafntefli í fyrra.
    Aðrar breytingar eru t.d. þær að Insua er að verða betri í vinstri bakverðinum. Í sókninni vorum við með Keane sem gerði ekki mikið fyrir okkur en erum nú með Voronin sem ég held að geri ekkert minna. Svo má alltaf halda í vonina að með meiri þroska geti aðrir leikmenn lagt meira til málanna núna, t.d. Ngog.
    Á heildina litið erum við með svipaðan hóp og við vorum með í fyrra. Við erum ekki með mikla breidd svo við megum ekki við mikið af meiðslum en við höfðum reyndar slatta af þeim í fyrra líka og náðum samt öðru sæti. Það er því voða lítil ástæða til að fullyrða að við séum eitthvað verri núna en þá, og með smá heppni (og Johnson) erum við að fá þrjú stig úr þessum leikjum sem við fengum bara eitt úr í fyrra og þá erum við að taka titilinn!
    Vissumlega var fyrsti leikurinn lélegur en fyrir mér segir hann ekki mikið um hina 37 leikina. Hópurinn gæti auðvitað verið betri og það væri fínt að fá 1-2 súper leikmenn í viðbót en ég hef fulla trú á að þessi hópur getir lift bikarnum í vor!!

  20. Kom einmitt inn á þetta(12) Eyþór með liðið að það er allsekki verra, og ég er 100% sammála.

  21. Penningavandamál eru kominn af því að Rafa er búinn að vera gera stóra samninga við þá leikmenn sem eftir eru s.s. Gerrard og Torres.
    Auk þess kemur eitthvað inni fjárfestingar hans í
    Glen og Alberto. 30-40mp.

    Þótt við höfum fengið 30 millur fyrir Alonso er örugglega þær ekki allar komnar til LFC þar sem ég gæti trúað að góður hluti þeirra séu árangurstengdar.

    En maður vinnur ekki mikið á því að reka félagið í gjaldþrot með himinnháum fjárfestingum.

    Við ættum að eyða aðeins meira í góða lækna og reyna að halda hópnum heilum. Það verður okkar stærrsta áhyggju efni á þessu tímabili.

    Ég sá góða grein á BBC um daginn þar sem var verið að bera enskudeildina í dag saman við Ensku deildina 1990. Munurinn á LFC þá var að 4 leikmenn voru fæddir utan UK ’90 en í dag eru 4 fæddir innan UK og allir hinir erlendis frá.

    Einn góður maður sem ég ræddi við um daginn sagði ástæðan fyrir því að Liverpool væri ekki að vinna titla væri að þeim vantaði skota.

  22. Já, þetta lítur ekki vel út. Held samt að það sé óhætt að bíða með panikkið í tvær vikur í viðbót.

    Það tók aðeins rúman sólarhring að ganga frá £20m Aquilani kaupum. Jafnvel þó að þeim hafi verið stillt upp einhverjum dögum áður, þá gefur snögg afgreiðsla þessara kaupa til kynna að Liverpool hafi ekki verið að karpa yfir £1-2m eins og svo oft áður og því er fjárhagsstaðan kannski ekki jafn slæm og menn halda.

    Lykilmenn, þ.á.m. Gerrard og Torres eru búnir að skrifa undir nýja samninga. Þó að þeir séu ekki þeir einu sem hafa skrifað undir nýja samninga við klúbbinn þá jókst skuldbindingin líklega mest í þeirra tilviki eða um £20k á viku í hvoru tilviki. Það gerir £1m á ári á hvorn þeirra eða £2m á þá báða – sem er einmitt talan sem við eigum að eiga eftir í leikmannakaup. Það virðist vera til peningur til að gera a.m.k. ákveðna hluti – sem betur fer!

    Ég er alls ekki að segja að ástandið sé gott. Ég hafði nú reyndar litla trú á því að klúbburinn myndi kaupa menn á Silva mælikvarðanum – sérstaklega eftir Real Madrid / Manchester City verðbólguna og a.m.k. alls ekki eftir £20m Aquilani kaupin. En ég gæti trúað því að Benitez hafi sjálfur lekið þessari £2m upphæð í Barrett. Ástæðan er líklega sú að Liverpool er búið að reyna að bjóða í einhvern reynslubolta til þess að hafa sem back-up í miðvörðinn (t.d. Distin) en viðsemjendurnir hafa líklega þrýst upp verðinu því að um Liverpool er að ræða. Þetta er ágætis taktík til að ná verðinu aftur niður en hvort hún dugi kemur svo bara í ljós.

    Gleymum því ekki að Rafa er sjálfur að sjá um kaupin alfarið í fyrsta skipti. Hann er tilbúinn að borga e-ð í yfirverð fyrir menn sem koma beint inn í byrjunarliðið og eru með augljós gæði (Aquilani fellur vonandi innan þessa hóps), en Rafa lætur ekki okra á sér með fringe / back-up leikmenn, sem mér finnst mjög gott.

    Að lokum. Svo það sé alveg á hreinu þá var það að stilla upp tveimur 19 ára óreyndum miðvörðum á varamannabekk sem rúmar 6 útileikmenn í fyrsta leik tímabilsins á erfiðum útivelli, skýr skilaboð til eigenda klúbbsins að okkur bráðvantar cover fyrir Carra, Agger og Skrtel. Ég býst fastlega við því að við fáum back-up í þessa stöðu áður en glugginn rennur út eftir tvær vikur – en sjáum hvað setur.

  23. Var búinn að skrifa langt komment hérna inn, en ákvað bara að skeyta þessu við bloggið hans Kristjáns Atla.

    Framherji, kaupverðið á Alonso 30.000.000 var staðgreitt (eins og önnur viðskipti Real Madrid þetta sumarið) en svo getur það mest farið upp í 35.000.000 á næstu tveim árum eftir árangri og slíku.

  24. Rafa hefur sýnt áður hvað hann getur gert með engan pening eða lítinn þannig að ég hef engar áhyggjur. Þetta er alveg búið að vera í umræðunni í fjölmiðlum í Englandi sem ég hef lesið lengi. Allt fíaskóið í kringum kanana og endurfjármögnun þeirra á lánum. Niðurstaða þeirra samningargerðar var að þeir fá eitt ár í frest ! Það kom í ljós um daginn og ég get vel ímyndað mér að í framhaldi af því hafi þeir kippt þeim peningum sem lofað var til leikmannakaupa í skuldir. Skilaboðin til Rafa hafi verið að hann þyrfti að selja til að kaupa þetta sumarið. En svo gæti þetta allt saman verið eitt stórt plott hjá Rafa, hvað veit maður ??

  25. Svo getur líka verið að klúbburinn sé að reyna að spara pening til að geta komið þessum blessuðu leikvangsframkvæmdum í gang. Ég á a.m.k. erfitt með að trúa því að klúbbur sem er með yfir £200m í tekjur á ári og launagreiðslur sem eru ekki nema 55-60% af heildartekjum eigi rétt nóg fyrir vaxtagreiðslum á lánunum sínum (!) en kannski er ég að miskilja e-ð.

  26. Ég held að það sé alveg óhætt að taka út Robbie Keane söluna úr þessum tölum og setja inn 3.000.000 punda í mínus í staðinn.

  27. Við verðum að rækta okkar ungu leikmenn og búa til snillinga!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  28. Hvað meinar þú Haukur? Robbie Keane var á budget ársins 2008 og var keyptur þá, það var ekki reiknað með þeirri fjárhæð tilbaka á árinu 2009, sem sagt það voru til peningar til að kaupa hann, en 16.000.000 af þeim peningum komu tilbaka.

  29. Mér finnst mjög líklegt að við höfum ekki verið búnir að greiða upp allt kaupverðið á Keane þegar við seldum hann miðað við hvernig Aquilani kaupin fóru fram. Þ.e.a.s. við greiðum hann í áföngum. Þess vegna var mjög hentugt að selja hann aftur til Tottenham því að þá fór skuldin upp í söluverðið.

    Gæti jafnvel trúað því að við höfum aðeins verið búnir að borga 1-2 afborganir af Keane.

  30. Jú jú mikið rétt hjá þér. Vissulega voru þau kaup á budget fyrir 2008 en ætli Rafa hafi fengið þann pening sem fékkst tilbaka til að kaupa. Stórlega efa ég það eitthvað en eins og allir sem skrifa hérna inni þá veit maður ekkert fyrr en að meistari Rafa talar. Annað er bara vangaveltur !

  31. Jibbí. 🙂 Akkúrat núna þegar Man Utd hóta að fara fram úr okkur í Englandsmeistaratitlum talið (Eitthvað sem ég fæ martraðir yfir að gerist) þá berst Liverpool liðið í bökkum við að kaupa leikmenn og hefur ekki efni á að byggja nýjan leikvöll.

    Takk kærlega David Moores fyrir að hafa selt félagið þessum Könum sem eiga ekki bót fyrir rassgatið á sér. Alveg frábær ákvörðun hjá þér. Klapp Klapp.

  32. Þetta þarf nú ekki að vera svo flókið reiknisdæmi. Við erum með tvo ævintýramenn sem taka 100% lán þegar þeir kaupa klúbbinn á sínum tíma. Þeir eyrnamerkja árlegan gróða klúbbsins (um 30m punda) sem fer beint í að borga árlega vexti af láninu.

    Nýlega endurfjármögnuðu þeir lánið sitt hjá RBS og borga inn á lánið 60m sem væntanlega eru þessar 30m af innkomu klúbbsins plús innkoma af sölu leikmanna sem eins og SSteinn reiknaði út, 28m, og passar nokkurn veginn upp í þessa afborgun. Þannig að það sem þessir karlar eru að gera er ekkert annað en að skorða klúbbinn niður í skuldafen til margra ára og treysta á að Rafa geri kraftaverk fyrir engan pening. Nýr leikvangur, sem myndi lyfta fjárhagnum upp á mun hærra plan, situr á hakanum og virðist vera meira sem draumur á pappír en raunveruleiki.

    Ef Rafa á að hafa þessar 2m til að kaupa leikmenn er ljóst að hann mun þurfa að fara niður í varaliðið til að gefa mönnum séns þegar meiðslin fara að herja á okkur. Það líst mér illa á þar sem hópurinn sem við erum með er engan veginn nógu góður til að þola mikil meiðsli og nægir að nefna meiðsli á Gerrard eða Torres og liðið verður sem höfuðlaus her. Ég er ósammála Rafa að það þurfi að kaupa varnarmann þar sem að vandamáliið er að við sköpum ekki nógu mikið af færum til að vinna leiki. En ef þetta er staðan í dag að þá ætla ég ekkert að fara í neinn Pollýönnu-leik með mína skoðun. Við munum ströggla í vetur með hópinn eins og hann er í dag.

  33. Er Agger ekkert væntanlegur á næstunni, ættum svo sem að klára Stoke með Carra og kjúlla í hafsent. Enn ég er hræddur um að við þurfum sterkari partner með Carra gegn Aston Villa

  34. Nú verða þessir unglingar að fara að standa sig, þeir geta ekki fengið betra tækifæri til þess að ná í byrjunarliðssæti heldur en í núverandi árferði.

  35. Sölvi, við skulum ekki efast um heillindi David Moores og draga þau í efa.

    Liverpool aðdáandinn David Moores hugsaði alltaf fyrst og fremst um félagið og vildi því alltaf sem best. Lagði sig allan fram meðan hann átti liðið að gera það eins gott og hann mögulega gæti. Bolmagn hans var því miður bara ekki nógu mikið og reyndi hann lengi að finna bestu mögulegu eigendur sem myndu færa klúbbinn á enn hærra stig. Moores hefur í gegnum tíðina oft fengið afar ósanngjarna meðferð frá stuðningsmönnum LFC og finnst mér hann ekki eiga það skilið.

  36. Úff, föstu leikatriðin hjá Stók – sérstaklega innköstin hans Rory Delap verða erfið verkefni fyrir 18 ára haffsent. Við munum hvernig þeir fóru með Arsenal liðið. Er Ron Yeats ennþá á launaskrá?

  37. Já, ég drullukvíði því að mæta Stoke með óreyndar hafsent gegn þessum harðhausum sem þar eru, alveg drullukvíði því. Það er bara eitt að gera, skora nógu helvíti mikið af mörkum.

  38. Þetta hljómar svo sannarlega ekki vel, en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Miðað við leikmannakaup/sölur hjá Man Utd og Arsenal þá er eitthvað svipað í gangi hjá þeim, a.m.k. þá selja þeir fyrir mun meira en þeir hafa keypt. Arsenal eru bara heppnir að geta mannað lið.

    Benitez þarf bara að sýna að hann getur fundið góða ódýra leikmenn til þess að covera. Að mínu mati hefur hann því miður misst af góðum frekar ódýrum leikmönnum í sumar og sýnt ótrúlega lítinn vilja til þess að kaupa annan framherja og skipta yfir í 4-4-2.

  39. Ég hef engar áhyggjur af þessu, við tökum þennan leik hvort sem er með dýrinu Martin Skrtel eða án !! Ég held að Rafa og leikmenn vilji ekki láta það sama koma fyrir og í fyrra og mæti dýrvitlausir til leiks !

  40. http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165464090818-1408.htm
    Mér sýnist Benitez ætla að bíða með það að útiloka Skrtel frá leiknum á morgun. Einnig segir hann ekkert til í því að Riera sé að fara nokkuð.

    En djöfull er maður orðinn leiður á þessari helvítis svartsýni eftir einn leik. Menn láta bara eins og það séu þrír leikir eftir og Liverpool séu í sjötta sæti. Það er einn leikur búinn og hann var nú á móti helvíti sterku liði og fyrr skal ég éta hattinn minn(ég reyndar á engann hatt en….) en að Liverpool verði ekki í toppbaráttunni á þessari leiktíð. Og þó að Benitez kaupi ekki fleiri leikmenn þá eru Liverpool með fjandans nógu góðan hóp til að keppa við ManUdt og Chelsea um þennan bikar, þessi tvö lið eru ekkert að fara í gegnum tímabilið án þess að missa stig.

    All mörgum sinnum hefur maður heyrt og lesið að Liverpool séu með besta aðdáendahóp í heimi, en miðað við það sem ég hef lesið hérna eftir Tottenham-leikinn, þá virðist vera voða lítið til í því. Ég er feginn að það hugsa ekki allir með svona svartsýni því að þá er ég ansi hræddur um að ekkert mundi heyrast í stúkum Anfield Road.

  41. Skrtel verður að viðhalda sinni ímynd, þýðir ekkert að væla yfir smá tannpínu.

    Martin Skrtel is so hard when he does press ups he does not push himself up but pushes the earth down.

    Skrtel does not sleep, he waits.

    Martin Skrtel is so hard that Chuck Norris lets him use the same jokes !

    🙂 Róum okkur svo aðeins í þessari bölsýni og væli, upp með húmorinn

  42. Burt með þessa helvítis kana!!! hvar eru arabarnir sem ætluðu að kaupa L.F.C. ,við þurfum eigendur með djúpa vasa ef við ætlum okkur að berjast um titla!

  43. Það er óraunhæft að meta fjárhagsstöðu félagsins útfrá kaupum og sölum á leikmönnum, það er margt annað sem spilar inní eins og annar kostnaður og aðrar tekjur sem og heildarskuldbindingar félagsins.
    Þetta væri eins og dæma rekstur fiskvinnslufyrirtækis á því að líta einungis á innkaupaverð hráefnis og svo hins vegar söluverð.

    Það er alveg klárt að félög eru ekki að fá neinar fyrirgreiðslur frá bönkum til þess að fjárfesta í leikmönnum sem þýðir að félög verða að greiða fyrir leikmenn með eigin fé þ.e.a.s. eigendur verða að leggja til aukið fjármagn til þess að kaupa leikmenn.

    Hvaða félög á Englandi eru það sem hafa slíkt á milli handanna? Jú Manchester félögin og Chelsea.

    Það er alveg klárt að Fjárhagsleg staða Liverpool er ekki góð en hún er ekki verri en hjá flestum öðrum liðum myndi maður ætla. Bandarísku eigendurnir eru greinilega ekki það vel stæðir að þeir hafi bolmagn í að efla reksturinn. Það má alveg bölva kaupum þeirra á félaginu og ómögulegt er að segja til um hvernig staðan væri ef þeirra hefði ekki notið við. Staðan er bara eins og hún er í dag og ekkert við því að gera.

  44. Það var lagið, loksins komnir bjartsýnismenn að skrifa hérna. BURT með svartsýnina og vælið. Og munið svo þetta er bara fótbolti en ekki spurning um líf eða dauða !!!

    YNWA !

  45. mikið er ég nú sammála gísla í 43 og hauki í 47 ásamt fleirum (maggi er náttúrulega alltaf bjartur), en hvernig væri að vera aðeins jákvæðari í umræðunni… ! það er bara einn leikur búinn og okkar menn eiga eftir að hrökkva í gírinn – vonandi í líkingu við leikinn við Newcastle í fyrra sem Kristján Atli vísar til, sem var náttúrulega tær snilld.

  46. Auðvita má ekki dæma lið etir 1 leik, en æfinga leikirnir voru ansi slappir og þessi leikur einnig, en eins og ég ásamt nokkrum öðrum hafa sagt þá er þessi manskapur ekkert verri en á síðustu leiktíð og eigum við ekki bara segja að tapæfingaleikirnir kostuðu okkur ekkert en í staðin er LIVERPOOL búnir með tapkvótann. Koma svo Liverpool.

  47. Ég er ekki bjartsýnn fyrir þetta tímabil en heldur ekkert svartsýnn þetta verður bara miðlungstímabil við verðum í 2 til 4 sæti kannski fáum við einn titil ef vel gengur og komust í 8 liða úrslit í meistaradeildinni,þetta verður svona svipað og síðustu ár,hvorki betra eða verra,Liverpool verður ekki topplið nema eiga peninga til að keppa við stóru liðin sem við getum ekki keppt við á þeim markaði,það er bara bláköld staðreind og þeir sem eru að reyna að tala það niður eru bara berja hausnum við stein

  48. Guðbjörn fyrir það fyrsta þá veistu nákvæmlega ekkert hvernig þetta tímabil á eftir að vera. Kann vel að vera að þú verðir sannspár en þangað til er alveg ástæða til að vera bjartsýnn. Ég er kannski að berja hausnum í steininn en ég er þá allavega að reyna að hressa menn við hérna, þú ert ekki að gera það með þínum orðum. Koma svo !!

  49. hópurinn er ekki mikið lakari en í fyrra. það er enginn vafi í mínum huga um að johnson er betri leikmaður en arbeloa þrátt fyrir að arbeloa hafi nýst okkur mjög vel í þann tíma sem hann dvaldi á anfield. auðvitað var ákveðið áfall að missa xabi en á móti kemur, þá er engin pappakassi kominn í staðinn. núna þarf aquilani bara að ná sér heilum, koma sér í form, komast inn í kúltúrinn og læra tungumálið. þá erum við komnir með heimsklassa miðjumann. þess utan eru yngri menn orðnir árinu eldri og þurfa að taka ábyrgð, t.d. lucas og babel. ofurtöffarinn frá úkraínu er einnig kominn til baka og ef hann náði að freta inn einhverjum mörkum með herthu, þá ætti hann að vera fullfær um að setja nokkrar kúlur fyrir okkur í vetur. hyypia hefur enn ekki verið rípleisaður en það á að vera andskotans nóg að vera með þrjá heimsklassa miðverði og svo kjúklinga. eitthvað hljóta kjúklingarnir að geta.

    varðandi þessi peningamál, þá get ég vel trúað að þetta sé einhvers konar taktík hjá rafa. ef hins vegar ekki, þá skiptir það engu máli. við erum fullfærir um að berjast um allar dollur í vetur. við vorum með á öllum vígstöðvum í fyrra þrátt fyrir óþolandi meiðsli G&T. ég neita því þó ekki að ég væri til í einn öflugan framherja til að bakka Torres upp en ef það er ekki möguleiki, þá verður það bara að hafa það.

    svo varðandi þennan tottenham leik, þá var þetta í sjálfu sér alveg viðbúið. fyrirfram var þetta 50/50 leikur. white hart lane hefur aldrei verið okkar uppáhaldsstaður og í raun erfiðasti útvöllurinn ásamt riverside ef marka má síðasta tímabil. allavega var það eins og að spila á heimavelli að spila á old trafford og stamford bridge:)

    núna hvet ég menn til að líta á björtu hliðarnar…nóg er af þeim.

  50. Ef þetta eru réttir útreikningar hjá SSteinn uppfærslunni hér að ofan, þá hreinlega trúi ég því ekki að Benítez fái þá ekki allavega að eyða þeim peningum sem hann hefur safnað. Annars kemur það ekki á óvart að kaupsýslumenn frá USA séu hérna í einum tilgangi, GRÆÐA…shit svo voru man jú aðdáendur hræddir um sína eigendur…

  51. Jæja drengir, slökum aðeins á neikvæðninni og svartsýninni. Ekki gleyma því að Tottenham er með hörkulið og eiga eftir að stela stigum frá öðrum toppliðum í ár. Svo er alltaf þetta helvítis röfl um peninga. Ef að þessi leiktíð þarf að fara í það að eyða litlum peningum og spila á svipuðum hóp og á síðustu leiktíð þá verður það bara að vera þannig. Auðvitað vill maður fá Silva inní liðið, meiri breidd á miðju og í vörn og fleira í þeim dúr. Stundum verður maður bara að vera raunsær. Rafa er drulluklár gæji og hann er með spil uppi í erminni, vitið til.
    Ég vona bara að Skrtel verði ekki með á móti Stoke og að kjúklingurinn spili við hliðina á Carragher og standi sig brilliant. Þá geta menn hætt að væla yfir þessari miðvarðarstöðu. Þá erum við komnir með back up í þeim leikjum sem Skrtel og Agger eru frá. Eigum eftir að fá meiri breidd í hópinn drengir. Við eigum eftir að fá Aurelio, Aqulani, Riera, Agger og fleiri til baka þannig að ekki örvænta strax.
    Koma svo …..

  52. Haukur er ekkert að reyna að tala niður væntingar ég sagði ..að ég er bæði svartsýnn og bjartsýnn,þá hlítur að koma út úr því svona miðlungus…er það ekki:) en ég vill stilla væntingar…svo maður þurfi ekki á áfallahjálp að halda í apríl, maí hehehe You’ll never walk alone

  53. Ég vil trúa því að Rafa hafi sjálfur komið þessum fréttum í fjölmiðlana til að koma pressu á eigendurnar sem verða núna að koma með mótspil.

    Það er algjörlega absúrd ef þetta er staðan hjá félaginu, fáránlegt!

  54. Ef tetta er satt ta er skyringing a tvi ad tad eru engir peningar ekki endilega hvort Liverpool FC hafi verid i plus eda minus seinasta ar. Felagid er rekid af business monnum, teir lita ekki a Liverpool sem neitt annad en hluta af teirra fjarfestingum. Ef teir topudu miklum peningum i tessari fjarmalakrisu ta eru teir sennilega i “capital preservation mood” t.e. teir vilja halda i alla peninga eins og stadan er i dag. Tetta er Rick Parry og co ad kenna. Teir seldu lidid til business manna sem eru bara fjarfestar.

    Tad er kraftaverk ef vid vinnum deildina a tessu lidi. Breiddin er hraedileg. Benitez hefur engan ahuga a ad hafa Voronin og Dossena tarna (jafnvel Babel), en hvad getur hann gert, tad er ekki peningur til ad kaupa neinn. Svo nema ad hann fai naegan pening fyrir ad selja ta til ad kaupa einhvern annan ta verda teir afram. Ef vid hefdum pening til ad kaupa framherja ta er eg viss um ad Voronin og Dossena vaeru farnir, sama hvada verd fengist fyrir ta.

  55. Síðan síðast tímabili lauk hefur ekkert nema neikvæðar fréttir og frekar leiðinlegar fréttir,HALLÓ finnst mér þetta bara eða er eitthvað til í þessu…það pompa upp alltaf öðru hvoru einhverjar féttir um þessa kana sem eiga liverpool,fjármálavesem eins skuldir og endurfjármögnun,Benitez vildi losna við vissa menn eins og perry og Benitez er ekki alltaf vinur þessara eigenda svo hefur hann ekki fengið þá peninga sem hann vildi,svo voru fannst manni of mikið um að menn vildu fara samber ruglið í kringum alonso svo fór arbeloa og macha á ekki ánægða konu,svo var gerrard of mikið í fréttum fyrir annað en fótbolta,svo er það nýasta í dag að hr.benites fái bara ca 2 milj í leikmannakaup hahahaha það eru varla laun í einn dag fyrir miðlungsmann,hey kæru púllarar hvað verður næst,mér finnst komið nóg af neikvæðum fréttum maður er kominn með hausverk af þeesu neikvæða í kringum minn ástsæla klúbb liverpool,ég vill fara heyra góðar fréttir annars missir maður áhuga á þessu.

  56. Fyrst Skrtel verður frá í tvær vikur þá finnst mér að Kelly eigi að fá sénsinn í miðverðinum frekar en Ayala.Það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu þá fannst mér Kelly vera meira tilbúin til að taka næsta skref en Ayala.Hann virkaði fljótari,grimmari og svo er hann líka fæddur í Liverpool.Það kom mér á óvart þegar Ayala kom inná gegn Spurs en hann stóð sig ágætlega þessar mínútur sem hann spilaði. Spurningin er hins vegar hvort Rafa sjái Kelly sem bakvörð en ekki miðvörð.Hann var farinn að nota hann þar í síðustu leikjunum á undirbúningstímabilinu.

  57. Hvað væl er þetta. 1 leikur búinn og menn eru strax byrjaðir að skammast út í liðið og ákveðna menn. Þetta er fáránlegt. Þessi síða fer að minna á barnaland. Ég skora á menn að hætta að vera svona svartsýnir eftir 1 leik og spyrja að leikslokum. Styðja sitt lið en ekki væla á kop.is. Þessi síða er mjög skemmtileg þegar menn missa sig ekki í neikvæðni.

  58. Ég styð liverpool til dauðann….,en ekki þessa vanhæfa stjórn ( gillet-hicks ) burt með kanana og þá er ég sáttur… held að Rafa sé örugglega sammála

  59. copy/paste Jonni nr. 62… Vil miklum heldur hafa Kelly í miðverðinum en Ayala. Treysti honum vel til þess með Carra sér við hlið auk þess sem hann ætti að skilja hann betur en Ayala.

    Hef lítið út á framistöðu hans gegn Tottenham að kvarta en vil hinsvegar gefa Kelly sviðið. Hann stóð sig vel þegar hann kom inná í CL á sínum tíma, ágætlega á undirbúningstímabilinu, auk þess sem hann átti svakalega ‘Carra-style’ tæklingu gegn St-Gallen (frekar en Vínardrengjunum) sem kom vatni í munninn á mér yfir pilti. Ég vona að hann komi til með að eiga bjarta framtíð hjá okkur en til þess þarf hann að fá tækifæri til að sanna sig.

    YNWA
    kv. Sæmund

  60. Jæja það virðist sem að Benitez sé alveg að kaupa varnarmann að nafni Sotiris Kyrgiakos hann er 30 ára og kemur frá AEK Athens. Þetta er líkamlega sterkur leikmaður sem er sterkur í loftinu og hann er væntanlegur til Liverpool í læknisskoðun en kaupverðið er talað um 2.5 millur.

  61. Chelsea undir í hálfleik gegn Sunderland, fingers crossed for the black cats 😉

  62. Greinilega til peningur fyrst við vorum að kaupa Sotiritis. Þekkir einhver til kauða?

  63. Kyrgiakos er grískur landsliðsmaður og sterkur í föstum leikatriðum enda 196 cm. Vissulega er þetta enginn framtíðarleikmaður þar sem hann er 30 ára en hugsanlega ágætur kostur sem 4. miðvörður og fínn back up leikmaður sem mun geta tekið hlutverk Hyypia. Kostar liðið 2,5-3 milljónir punda sem ætti að teljast sanngjarnt verð.

Liverpool: stórasta lið í heimi!

Stoke á Anfield á morgun