Chelsea á morgun

Þá er komið að því.

Fyrsti leikurinn gegn einu “big four” liðinu þetta leiktímabilið, Rúbluelskararnir í Chelsea FC á Brúnni sunnudaginn 4.október klukkan 15:00.

Sá leikur kemur í kjölfar dapurrar frammistöðu okkar drengja í Meistaradeildinni, þar sem manni skilst að Rafa karlinn hafi misst sig hressilega á drengina sína í hálfleik, hressar en þeir hafa áður séð. Stór munur var milli hálfleikja þar og vonandi hafa menn áttað sig á því hvað þarf að leggja á sig til að ná ásættanlegum úrslitum!

Fyrst að liðinu. Í dag eru tvö spurningamerki varðandi leikmenn og meiðsli. Mascherano hefur náð að æfa í lok þessarar viku og Agger lék í tæpar 70 mínútur í varaliðsleik á þriðjudagskvöldið. En rennum okkur af stað í þá hugmynd sem ég hef um liðsskipanina:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Gerrard – Mascherano
Benayoun – Kuyt – Riera

Torres

Á bekknum: Cavalieri – Agger – Lucas – Babel – Voronin – Spearing – Insua – Kyrgiakos.

Ég semsagt spái því að Rafa nýti reynslu Masch og Aurelio í viðureignina við blámennina og geymi Lucas og Insua í þessum leik, Agger verði á bekknum. Ef að Masch verður ekki tilbúinn í leikinn verður Lucas settur í hans stað á miðjunni.

Þessi lið mættust jú tvisvar í London í fyrra, fyrst unnum við 1-0 í deildinni með marki Xabi Alonso en í meistaradeildinni endaði stórkostlegur leikur með 4-4 jafntefli.

Leikur morgundagsins er auðvitað sá mikilvægasti í deildinni hingað til! Með sigri erum við komnir upp í allra hæstu hæðir og höfum náð að hrista allan pirring af okkur, jafntefli væru ekki alslæm úrslit og héldu okkur við toppinn, en tap er auðvitað ekki endir alls, en myndi vissulega setja okkur leiðinlega langt frá efstu liðunum.

Ég á mjög erfitt með að átta mig á því hvaða tilfinningu ég hef fyrir leiknum. Ég hef trú á okkar mönnum, en frammistaða liðsins í vikunni olli mér miklum vonbrigðum og setti smá efa í minn hug. Þó getur maður huggað sig við að Chelsea var heldur ekki að spila vel þá

Styrkleikar Chelsea liggja í miklum líkamlegum styrk og rútineruðum leik. Þeir eru afar öflugir í föstum leikatriðum og refsa grimmilega fyrir mistök sem varnarlið gera. Einhvernveginn hefur það alltaf hist þannig á að Drogba á sína bestu leiki gegn okkur, en við vonum að breyting verði á þeirri hefð á morgun!

Það sem ætti að verða okkar beittasta vopn liggur í hröðum sóknarleik. Þess vegna held ég að Gerrard verði settur neðar á miðjuna til að sækja boltann neðar á völlinn. Ég var að velta fyrir mér að setja Babel inní liðið af þessum ástæðum en ég held að svo verði ekki í svo stórum leik. Til þess hefur Babel ekki sýnt nóg.

Insua og Lucas hafa líka ekki mikinn líkamsstyrk eða hæð og þess vegna tel ég líkur á því að þeir detti út úr liðinu, enn frekar styrkir það að Riera verði hafður inni, því hann ætti að geta hjálpað vel til í föstu leikatriðunum gegn okkur.

Ég held að þetta liggi algerlega í okkar fótum. Við erum að mínu mati með sterkara lið en Chelsea, algerlega ef við eigum góðan dag, og þurfum því bara að ná okkar leik. Vissulega þurfum við að styrkja varnarleikinn okkar, sérstaklega í föstum leikatriðum og sækja hratt á líkamlega sterkt Chelsea lið. En það verður dagskipunin og ég er í dag bjartsýnnn.

3-2 sigur í svaka leik á brúnni, Torres, Gerrard og fyrsta mark Skrtel. Koma svo!

38 Comments

  1. Hef trú á að við tökum þetta ef Gerrard spilar á miðjunni með Lucas eða Mascherano. Trúi ekki að hann láti Argentínumanninn og Brassann saman, þá töpum við. 1-0 fyrir okkur, Johnson skorar og það sem verður markverðast í leiknum er að Double D dettur í teignum og fer að gráta.

  2. Þetta verður svkalegur leikur, ég finn það á mér og ég get ekki beðið.
    Eins gott að miðverðirnir okkar taki sig saman og eigi stórleik:)

  3. Verður svakaleikur og ég spái Liverpool alltaf sigri 0-1 og Gerrard með markið.

    Held samt að Chelsea sé með sterkara lið en Liverpool því miður og því eru sennilega flestir sammála en auðvitað er hægt að vinna þá og ég hef trú á að okkur takist það á morgun….

  4. Ég gæti ekki verið meira sammála þér Maggi, með þennan “efa” sem hefur læðst inn hjá manni nokkrum sinnum í haust. Ég hef trú á mínum mönnum, en ójafnvægið í liðinu veldur mér hugarangri, pirringi sem erfitt er að losna við. Því tek ég undir með því að með sigri á morgun sér maður þetta allt saman í örðu samhengi og bjartsýnin hellist yfir mann að nýju.

    Spá mín endurspegar þetta, 2-1 tap eftir að hafa lent undir 2-0. Drogba verður okkur erfiður eins og alltaf.

  5. 1-0 fyrir okkur Benayoun skorar á 98 mínutu eftir drogba bætir metið sitt og dettur 100 sinnum í leiknum

  6. Sælir félagar

    Það er svo sem engu við að bæta ágætan pistil Magga. Hann bendir á þeð sem pirrar okkur en heldur samt í von um sigur. Það geri ég líka þó ekki sé ég áhyggjulaus fyrir þennan leik. ManU og Chelsea eru þau lið sem ég þoli verst að tapa fyrir. Því er óskin um sigur sterk.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. off topic en það er rétt sem maður er að heyura að John Barnes sé að fara á mæta á Vegeterian í kvöld? heimavöll okkar Akureyringa og veit einhver klukkna hvað veislan byrjar ??

  8. Ég er nú á því að Benitez haldi áfram með hundinn Lucas á miðjunni og síðan er bara spurning hvort Masch verði declared fit til að byrja leikinn, ef ekki þá verður Gerrard með hundinum Lucas á miðjunni. Riera verður sennilega í byrjunarliðinu ef Masch verður ekki klár, tel nokkuð öruggt að Diðrik og Yossi verði e-s staðar á sveimi fyrir aftan Torres.

    Spái 0-0

  9. það eru 101% líkur á að Lucas taki miðjuna, spurningin er bara hvaða mann Benitez velur með honum. Fyrsta markið kemur frá Torres á 23. Annað markið kemur frá Chelsea upp úr aukaspyrnu 20 metrum fyrir utan teig eftir brot frá Lucas á fertugustu mínútu. Gerrard setur hann á 66, mínútu og Drogba jafnar 10 mínútum síðar. Síðan verður það Kuyt sem setur hann á lokamínútum leiksins eftir góða rimmu og skot frá Yossi.
    Ég er nefnilega náskyldur Láru miðli og ætti því að vita þetta upp á hár.

  10. Spurning hvort Kuyt verði ekki á hægri kant og Gerrard á vinstri til að stoppa bakverðina hjá Chelzki. Lucas og Mascherano á miðjunni og svo Benayoun fyrir aftan Torres? Sterk vörn og svo hraðar skyndisóknir.

  11. Eitt er ljóst að Lucas verður í liðinu. Benítes hefur ofur trú á honum.

  12. Ég hef illan bifur á þessum leik. Haffsentarnir okkar hafa ekki beint sýnt að þeir eigi eftir að ráða við Didier fjandvin okkar. Hann á eftir að salta þá og setja tvö. Spurning hvað Torres og Gerrard gera á móti, vonandi ná þeir líka að setja tvö. Sáttur við jafntefli en ekki vongóður um það.
    Breytir engu hvort Mascherano eða Lucas verði með Gerrard á miðjunni í þessum leik. Breytir öllu hvort þeir verða báðir þar, sem mér finnst líklegast og í þessum leik vænlegast til sigurs (ef Mascherano getur klárað 90 mínútur). Ég byggi það á því að leikurinn vinnst ekki á gullfallegu spili frá aftasta varnarmanni heldur sterkri vörn og skyndisóknum sem þeir félagar taka ekki þátt í.

  13. Fín úrslit á Old S***house í kvöld. Þó auðvitað hefði verið gott ef S’land hefðu stolið sigri. United voru YNDISLEGA LÉLEGIR í fyrri hálfleik. Danny Wellbeck lélegasti vængmaður í sögu þeirra!

    Verður fróðlegt að sjá hvernig blöðin fara með Hr. Rauðnef á morgun. 7 breytingar á liðinu frá í miðri viku. Heitir það ekki Rotation…..

    Svo er spurning hvort að fimm töpuð stig United eru minna alvarleg en sex töpuð okkar manna.

    Ljóst að sigur á morgun myndi setja okkur í frábæra stöðu.

  14. Já frábær leikur hjá Sunderland og þeir voru virkilega óheppnir að ná ekki sigri en þökk sé fyrrum united manninum sem fékk rautt í lokinn fyrir að sparka boltanum í burtu og svo varð auðvitað bróðir Rio að skora sjálfsmark.

  15. Hvað er það með Man Utd og mark á loka mín?
    En góð úrslit engu að síður 🙂
    En ég verð að játa að ég á ekki von á ánægjulegum úrslitum hjá okkur á morgun, því miður.
    En það skemmtilega við að vera púllari er að maður veit aldrei 🙂

  16. Já, þetta Sunderland lið var helvíti gott í þessum leik. Þeir verða ábyggilega ekki auðveldir heim að sækja í næstu umferð. Leiðinlegt að United náði að jafna, en fyrirfram hefði ég þokkalega sætt mig við jafntefli úr þessum leik.

    En varðandi okkar menn þá hef ég alveg trú á að við getum unnið þetta á morgun. Einsog áður er ég auðvitað skríthræddur við Didier Drogba – uppá hans besta getur hann rústað hvaða varnamanni sem er, sama hversu góðu formi viðkomandi varnarmaður er.

    Hef trú á að Rafa lagi varnarleikinn frá því á Ítalíu. Og að Torres nái að pota inn einu marki. Ég er allavegana vongóður um að við töpum ekki á morgun. Jafntefli væru verulega góð úrslit.

  17. Hvaða djöfulsins væl er þetta Ferguson, fékkstu ekki gefins 2 stig um daginn fyrir markið sem Owen skoraði næstum 1 og hálfri mínútu eftir að leiknum átti að vera lokið ? ?

  18. Maður er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennan leik. Liðið búið að vera mjög óstöðugt á leiktíðinni og ekkert annað í stöðunni en að vona að liðið hitti á góðan dag á morgun. Varnarleikurinn verður að fara smella þar sem framundan eru þrír virkilega erfiðir og mikilvægir leikir gegn Chelsea og Sunderland úti og svo Lyon heima. Lykilatriði á morgun að halda hreinu og þá er allt mögulegt, klárt að það verður refsað grimmilega fyrir öll mistök á morgun þannig að menn verða að vera vel innstilltir. Ég er ekkert alltof bjartsýnn og spái að föstu leikatriðin verða enn og aftur Liverpool til vandræða.

  19. Sammála þessari uppstillingu nema Kuyt á kantinn og Benna í holuna þar sem hann er stórgóður. Tvö góð lið, verður hörkuleikur sem vinnst 1-0 bara vonandi réttu megin.

  20. Ég er sammála nafna mínum hér að ofan, Benna í holuna og Kuyt hægra megin, svo er spurning hvort Aurelio sé kominn í nógu mikla leikæfingu fyrir svona stórleik þannig að ég tippa á Insua í vinstri bakvörðinn.

  21. Drulluhræddur við þennan leik, en ef Liv er í stuði, Torres ekki pirraður OG sendingar eru að rata rétta leið þá tökum við þennan leik, helst 4-1 fyrir LIVERPOOL að sjálfsögðu

  22. Djöfull vildi ég óska þess að þessa bjartsýni væri að finna hjá mér. En nei ég er eiginlega bara með hnút í maganum og kvíðakast fyrir þennann leik. Ég hef ekki séð neitt á þessari leiktíð sem bendir til þess að við séum að fara að hirða stig á old t og stamford.

  23. við komum til með á fá á okkur mark, en við vinnum samt 🙂

  24. Maggi, er þetta villa hjá þér? þú setur Kuyt í holuna og Benayoun á kantinn. Ég myndi tippa á öfugt..

    Allavega; ég spái 2-3. Drogba skorar eftir 13 mínútur, svo svarar Gerrard með marki rétt fyrir hálfleik. Við skorum svo aftur á 54. mínútu og þeir jafna stuttu eftir það. Svo klárum við þetta í uppbótartímanum. Vona það allavega 😛

  25. nr 26 með hnút í maganum og hvíðakast,,, þetta er bara fótbolti HALLÓ HALLÓ
    og kjötlokan má kalla mig mása ef hún/hann vill, ég skil alveg orðið samloka= 2 brauðsneiðar með einhverju á milli en kjötloka??? 2 kjötsneiðar með brauði á milli eða hvað???? Kom svo LIVERPOOL, TORRES, GERRARD, KUYT og ALLIR HINIR æi ég nenni ekki að telja alla upp jú REINA OG CARR ef hann verður þá með. 😉

  26. 33 Nei Már, það er ekkert til sem heitir “bara fótbolti” þetta eru trúarbrögð.

  27. Trúarbrögð eru bara hjá sumum, en ég skil þig mjög vel, ég var bara að reyna að peppa þig upp og laga hnútinn í maganum. 😉

  28. Varðandi hvar Kuyt á að vera held ég einhvern veginn að hann verði settur í holuna, til að slást við Terry ásamt Torres. Auðvitað gæti vel verið að hann yrði settur á kantinn, þá ekki síst til að loka á Cole…..

  29. The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Insua, Riera, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Agger, Aurelio, Kyrgiakos, Benayoun, Babel, Ngog.

  30. Valið á Insua kemur mér mikið á óvart, Benayoun er meiddur og þess vegna ekki í hóp. Það hefur sennilega orðið til þess að Lucas og Masch fylgja Gerrard í dag.

    Föstu leikatriðin á okkur verða erfið í dag….

Agger byrjaður að spila

Liðið gegn Chelsea