Vegna erfiðleika með internetið heima hjá mér þá náði ég eingöngu seinni hálfleiknum á þessum leik en á endanum hafðist þetta .
Byrjum á byrjunarliðinu:
Johnson – Carragher – Skrtel – Insua
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres
Á bekknum: Cavalieri, Agger, Aurelio (83 mín f. Insúa), Kyrgiakos, Benayoun (67 mín f. Riera), Babel (76 mín. f. Lucas), Ngog.
Mér fannst þetta vera jafnleikur þar sem bæði lið gátu unnið en þrátt fyrir góðar tilraunir tókst okkur ekki að skora markið sem skipti máli. Hins vegar komst Chelsea yfir með góðu marki frá Anelka á 60 mínútu. Það kom eftir góða fyrirgjöf frá Drogba og vel klárað hjá Anelka.
Ég get ekki sagt að þetta tap hafi komið mér mikið á óvart þar sem þeir eru með frábært fótboltalið og það þarf allt að ganga upp til þess hægt sé að vinna þá á útivelli.
Ég var svona að sætta við mig 0-1 tap þegar Drogba fíflaði Carragher og lagði upp mark fyrir Malouda á 91 mínútu. Algjör óþarfi en kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu okkar í dag þegar Drobga tekur Carragher á og hefur betur.
Eins og áður sagði þá náði ég ekki fyrri hálfleiknum og get því ekki tjáð mig um hann en geri ráð fyrir því að einhver ykkar geri honum greinargóð skil í kommentunum. Hérna er linkur á umfjöllun BBC Sport um leikinn.
Við fengum fín færi í þessum leik og áttu oft góða kafla en allt kom fyrir ekki þar sem Cech var í fantaformi í markinu og heilt yfir þá var Chelsea betri aðilinn að mínu mati. Með þessu tapi erum við áfram í 5.sæti og væntanlega dettum við eitthvað neðar þegar liðin í kringum okkur eru búin að spila. Chelsea fór hins vegar á toppinn.
Ég nenni einfaldlega ekki að hafa þetta mikið lengra um þennan leik…
Næst þegar við mætum Chelsea þá legg ég til að EÖE skrifi leikskýrsluna!
Var samt Hillario ekki í markinu???
Hilario var í markinu,
Dapurt að vera 6 stigum eftir chelsea eftir 8 leiki
Fyrri hálfleikur var auðvitað bara stórmeistarabragur dauðans, bæði lið full af virðingu fyrir hinu og í raun ekkert færi af viti.
Þó vill ég meina að við hefðum átt að fá víti þegar Drogba hélt Skrtel í horni. Í öllum öðrum löndum heims hefði þar verið dæmt víti.
Sælir félagar
Það er ekki mikið um þetta að segja. Enginn leikmaður Liverpool að leika beinlínis illa en hitt er aftur á móti ljóst að eginn, eg endurtek ENGINN leikmaður liðsins var að leika vel nema ef til vill Skrtel. Til að vinna lið eins og Chelsea á Brúnni verða menn eiga einn af sínum bestu leikjum á leiktíðinni og á það ekki bara við um einstaka leikmenn heldur liðið allt. Uppá það vantaði mikið og því fór sem fór.
Ef ekki er hægt að mótivera liðið fyrir svona leiki og eftir ömurlega frammistöðu á Ítaliu þá er þetta ekki lið sem vinnur neina titla. Það verða menn að horfast í augu við. Og eins og venjulega, skiptingar seint og síðasta skipting 8 mín fyrir leikslok. TIL HVERS???
Nei ég er búinn að fá nóg af svona slöppum leikjum liðsins þar sem það er að leika eins og miðlungslið. Miðlungslið vinnur ekki enska meistaratitilinn.
Það er nú þannig
YNWA
En í svona leik er ljóst að fyrstu mistökin kosta mikið. Í dag tapaði Javier Mascherano boltanum á hryllilegum stað og afleiðingin auðvitað mark.
Mér fannst leikurinn í raun aldrei detta út úr okkar fókus, en ljóst að nú voru það við sem fengum á okkur markið sem svo breytti leiknum. Carra vinur okkar var ekki að reikna með að Drogba færi á markið og fór þá útúr stöðu. Annars fannst mér hann leika vel.
Því miður nýttu okkar menn ekki þau færu sem þeir fengu og það að Benayoun skildi ekki skora í uppbótartímanum lýsti því hvað á gekk!
Ég er arfapirraður og ætla að róa mig áður en ég skrifa meira, en mikið hljóta að vera sett stór spurningamerki við frammistöðu Javier Mascherano. Hann er einfaldlega ekki mættur til leiks í vetur og ég er alveg hundsvekktur að við fengum ekki 30+ millur frá Barcelona fyrir hann eins og hann leikur þessa dagana. Menn munu örugglega reyna að rífa Lucas niður, en ef hann á skilið neikvæða umræðu, hvað á þá ARGENTÍNSKI fyrirliðinn skilið eftir svona leik!!!
Meira kannski síðar….
Sigkjarl, gaman að sjá tilraun við jákvæðni hérna en við verðum því miður að horfa á sannleikann eina ferðina enn.
Inni á vellinum voru ansi margir daprir leikmenn, einn var í blárri treyju, 5 voru í rauðri og einn var í jakkafötum.
Röðin er eftirfarandi varðandi lélegustu leikmenn vallarins.
1. Benitez
2. Riera
3. Johnson
4. Torres
5, Kuyt
6. Deco
7. Gerrard
og eftir þennan lista þá er augljóst hví rauðir voru að tapa þessum leik.
Ég er algjörlega brjálaður yfir því að Benitez sé ekki að tefla fram sínu sterkasta byrjunarliði í þessum leik. Lucas lék fínt í þessum leik og Mascherano var ágætur í stoppinu. En miðjuleikur er alltof alltof lamaður og það er svo augljóst því að Reina er meira í spilinu heldur en miðjan afþví að miðjan er ekki á hreyfingu og er ekki sóknarþenkjandi. Að eiga 10 sendingar tilbaka á Reina í fyrri hálfleik er bara til háborinnar skammar fyrir Liverpool.
Og hvernig í andskotanum dettur Rafa í hug að hafa Yossi á bekknum. og hvernig í andskotanum dettur honum í hug að hafa Masch og Lucas saman á miðjunni og hvernig í fokkanum dettur honum í hug að hafa jafn óreyndan dreng og Insua inni á vellinum á móti Chelsea (þó svo að Insua hafi alveg staðið fyrir sínu á móti litlu liðinum)
Ég skelli þessu tapi 90% á Rafa Benitez og vill að hann hætti þessari helvítis þvermóðsku eða hætti alveg á Anfield.
Maggi ég er ekki sammála þér með að Carragher hafi leikið vel, hann var bara einfaldlega slakur og á þeim mómentum sem topp varnarmaður á að klára, klúðraði hann hreint hrapalega. Það sama hefur verið að eiga sér stað í fleiri leikjum það sem af er tímabilinu hjá honum og ég er kominn á þá skoðun að ef Agger er heill þá eigi að setja Carra á bekkinn í næsta leik. Burtséð frá því hversu góður hann var og hversu góður hann getur verið þá hefur Carra ekki verið að sýna sitt rétt andlit undanfarið og ég held að það væru bara góð skilaboð hjá stjóranum að sýna að menn eins og hann séu ekki með áskrift að byrjunarliðssæti og láta Agger og Skrtel byrja saman næsta leik.
Annars var þessi leikur bara ein stór vonbrigði að mínu mati, enn og aftur var miðjan ekkert að virka framan af leik og samt er leikskipulaginu ekkert breytt fyrr en á 70 min þegar Benayoun kemur inn á. Það sá það hver heilvita maður sem horfði á þennan leik að það varð að þétta pakkann á miðjunni og koma manni þangað sem gæti borið boltann eitthvað upp og skapað einhver tækifæri fyrir kant og sóknarmenn, t.d. að láta Gerrard detta aftar eða fá Benayoun fyrr inn. Það væri nú gaman stundum ef Benites gæti séð ljósið í einstaka leikjum og spilað 4-4-2, í staðinn fyrir að hafa Torres einan hjálparlausan með 3-4 chelsea menn í kringum sig.
Auðvitað eru Chelsea síðan með sterkt lið og sterkan heimavöll en liverpool er bara komið í þann klassa að þeir eiga geta unnið öll lið, burtséð frá getu andstæðingsins og heimavelli þeirra.
7 Kiddi Keegan: ,,Ég er algjörlega brjálaður yfir því að Benitez sé ekki að tefla fram sínu sterkasta byrjunarliði í þessum leik.”
Hvert er sterkasta byrjunarlið Liverpool?
Sælir drengir
Ég varð einhvernveginn aldrei stressaður yfir þessum leik. Kom svo á daginn að það var líka ekki til neins að stressa sig. Mér finnst að menn eins og Kuyt sem gat btw ekkert í þessum leik ættu að sleppa því að koma fram í fjölmiðlum fyrir leik og lýsa yfir áhyggjuleysi sínu af gengi liðsins og af Chelski. Frekar bara að halda sér saman og sýna það þá inn á vellinum að mönnum er alvara. Þetta féll ekki fyrir okkur í dag en ég hef sjaldan verið eins pirraður eftir leik og nú. Þökk sé Wigan þá erum við ekki 9 stigum á eftir Chelski !! Wigan takið eftir ! Ég er pirraður yfir þessari byrjun en aftur á móti þá eru 30 leikir eftir og maður ætti að vera bjartsýnn en ekki svartsýnn. Vonandi mun koma Aquaman laga þetta !
Vonandi fara Liverpool menn að taka gleraugun af sér og sjá að Carragher er einfaldlega ekki í Liverpool klassa. Hvort viljiði hafa mann sem er dýrkaður af stuðningsmönnum og með eldrautt Liverpool hjarta eða heimsklassa varnarmann??? Og Lucas.. hann verður aldrei í Liverpool klassa. Fínn leikmaður fyrir lið eins og Everton og lið í álíka klassa en aldrei ALDREI í Liverpool.
Æi ég er að missa alla trú á mannkyninu.
Menn hefðu sennilega verið sáttir við jafntefli. -1 stig miðað við það. Þetta er svosem enginn heimsendir. Er reyndar nokkuð viss að Chelsea mun tapa mikið af stigum í kringum áramótin og til febrúar vegna Afríkukeppninnar. Auk þess sem Ancelotti er mun betri í bikar og útsláttarkeppnum en langri deildarkeppni. Chelsea mun gefa eftir, það er ég viss um.
Ef við viljum titilinn þá er Man Utd mun stærri hindrun, þess vegna eru þessi úrslit ekki nein hörmung fyrir þeir gerðu jafntefli gegn Sunderland í gær.
En samt, það er eins og það vanti allt jafnvægi og sjálfstraust í þetta 2009 Liverpool lið. Liðið þorir ekki að skjóta og sækja á slakan varaliðsmarkvörð. Liðið á ekki séns að halda hreinu leik eftir leik og er að gefa boltann á miðjunni trekk í trekk. Mascherano o.fl. skugginn af sjálfum sér og spilið er ægilega þungt eitthvað, bara “hliðar saman hliðar” og beðið eftir að Gerrard eða Torres búi til eitthvað. Eini maðurinn (Benayoun) sem hefur eitthvað alvöru hungur er hafður á bekknum 3/4 af leiknum í fyrsta risa stórleik ársins. Óskiljanlegt.
Það bara kostar rosalega að kaupa meiddan Aquilani sem spilar ekki fyrstu 2 mánuði tímabilsins og að vera með dýra leikmenn eins og Ryan Babel á tréverkinu. Það er eins og leikmenn horfi bara á hvorn annan og bíði eftir að einhver stigi upp þangað til Aquaman komi inní liðið.
Það eru líka greinileg merki að sumir leikmenn Liverpool eru hreinlega ekki í líkamlegu formi. Riera, Skrtel, Mascherano t.d. Menn eru móðir og másandi í lok leikja strax í byrjun tímabilsins. Voru menn bara að djúsa og í reitabolta á æfingum á undirbúningstímabilinu? 🙁
Við vorum með 100% skor gegn Chelsea og Man Utd í fyrra. Það er farið. Okkur gengur þó betur gegn varnarsinnuðum liðum sem mun bæta þetta eitthvað upp en á móti kemur að október er nýbyrjaður og við erum strax búnir að taka heilum 3 leikjum.
Það bara verður einhver að fara stíga upp í þessu Liverpool liði, bera ábyrgð og rífa móralinn upp andskotinn hafi það. Þetta er alltof þungt í vöfum eins og er.
” En miðjuleikur er alltof alltof lamaður og það er svo augljóst því að Reina er meira í spilinu heldur en miðjan afþví að miðjan er ekki á hreyfingu og er ekki sóknarþenkjandi. Að eiga 10 sendingar tilbaka á Reina í fyrri hálfleik er bara til háborinnar skammar fyrir Liverpool. Og hvernig í andskotanum dettur Rafa í hug að hafa Yossi á bekknum. og hvernig í andskotanum dettur honum í hug að hafa Masch og Lucas saman á miðjunni og hvernig í fokkanum dettur honum í hug að hafa jafn óreyndan dreng og Insua inni á vellinum á móti Chelsea (þó svo að Insua hafi alveg staðið fyrir sínu á móti litlu liðinum) Ég skelli þessu tapi 90% á Rafa Benitez og vill að hann hætti þessari helvítis þvermóðsku eða hætti alveg á Anfield”
Alveg 100% sammála þessu!
Yossi Benayoun var samkvæmt netmiðlum tæpur og í fyrstu fréttum dagsins átti hann ekki að vera í hóp.
Svo vill ég fá að vita hvað menn sáu að Insua í bakverðinum sem Aurelio hefði gert betur.
Mér finnst oft hægt að gagnrýna Rafa Benitez en í dag vill ég alls ekki kenna þessu tapi liðsskipanina, þ.e. út af því að Benayoun var ekki klár miðað við það sem ég las í morgun. Átti að setja Gerrard á miðjuna til þess að hafa Babel í byrjunarliði? Alls ekki. Voronin? Aurelio? Ekki að mínu mati. Bestu 11 mögulegu byrjuðu, miðað við fréttir morgunsins af netinu – ef Benyaoun var heill má alveg ræða það að hann hefði mögulega átt að byrja. En það var nú ekki beisið liðið í Flórens þó hann væri þar. Þetta lið var alveg til þess fallið að halda leikskipulagi okkar og í fyrri hálfleik var leikurinn sú skák sem alltaf mátti reikna með.
Leikskipulagið var auðvitað, eins og í leiknum á Brúnni í fyrra, að vera þéttir til baka og reyna að sækja hratt. Tapa ekki boltunum á vondum stöðum þar sem Drogba og Anelka geta fengið boltann í skyndisóknum. Í fyrra gekk það fullkomlega upp þar sem Alonso setti heppnismark snemma og við náðum að loka. Munurinn á leikjunum voru barnaleg mistök Mascherano á hryllilega vondum stað og svo mögulega ákvörðun Johnson að brjóta einfaldlega ekki á Drogba áður en hann sendi hann inní.
Sóknarlega átti það auðvitað að snúast okkar megin um Gerrard og Torres sem lítt náðu sér á strik og Torres auðvitað misnotaði dauðafæri úr teignum í 1-0 stöðu þar sem hann hefði í flestum tilvikum jafnað.
Í dag klikkuðu ekki Insua og Lucas, í dag var mesti sökudólgurinn Mascherano, ef ég á að gagnrýna Rafael Benitez fyrir eitthvað er það að hafa ekki selt þann mann í sumar, hann er einfaldlega ekki með hingað til.
En að klína tapinu á Rafa hlýtur þá líka að ætla honum alla góða sigra. Það er nefnilega að verða þreytt lenska hjá mönnum víða að þakka leikmönnum sigra en kenna þjálfurum um tap!
Svo er náttúrulega það heimskasta af öllu heimsku að fá nú landsleikjahlé, þar sem m.a. Babel og Kuyt fara til ÁSTRALÍU að leika VINÁTTULANDSLEIK!!!
Ég sá ekki leikinn en auðvitað er þetta fúlt. En ég tók gleði mína á ný þegar ég áttaði mig á því að það væri landsleikjahlé framundan, ég var farinn að sakna þeirra alveg ískyggilega mikið….
Drogba er mest pirrandi leikmaður sem ég veit um og það er eitthvað við það þegar hann spilar við liverpool þá er hann enþá meira pirrandi.En overall mer fannst chelsea betra liðið í dag munurinn er að þeir notuðu færin sin ekki við og svo fór sem fór.En ég er orðin pínu þreittur á þessu rugli akkuru eru ekki betri leikmenn í hópnum hja liverpool það vantar heimsklassa framherja á bekkin og heimsklassa miðjumann.Lucas er ekki nóg og góður strax en hann verður það einn daginn.Masch hefur gjörsamlega engan áhuga að spila á englandi það er eins og hann se þvingaður að vera þarna er ekki að spila með hjartanu og er greinilega með hugan að barca.Kuyt er ekkert spes leikmaður ef maður spair í þvi hann hefur engan hraða ne tækni hann er bara einhver durgur sem þvælist fyrir.Riera er bara djók ég vill betri mann í hans stöðu bennijón er klassi hef ekkert á móti honum
ég vill margar sölur í jan og ég vill sjá þessa kana asna drullast til að henda peningum í benitez svo við getum farið að kaupa einhverja fokking menn sem nenna að spila fótbolta við erum bunir að tapa 3 leikjum og þeir verða fleiri.Við erum að fara sja gary fokking neville lyfta dollunni enn einu sinni enn
Tvennt stendur upp úr að mínu mati:
Mér fannst enginn leikmaður Liverpool hafa minnsta snefil af áhuga til að vinna þennan leik.
Framvegis mun ég flokka Drogba sem spilliefni.
Sjáum til hvað kemur ut úr Aquilani en mér finnst Rafa hafa fokkað leikmannamálunum upp eitt sumarið.
Hef á tilfinningunni að hann hafi haft eitthvað plan sem meðal annars innihélt Barry, en það var engin varaáætlun þegar það fór allt til andskotans.
Ég veit svei mér þá ekki hvort er leiðinlegra, að tapa leik, eða lesa commentin hér eftir tapleik.
“hafa fokkað leikmannamálunum upp eitt sumarið”
Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir svona ummælum!
Barry fór til City af því að Parry klúðraði því í fyrra. Xabi Alonso vildi alls ekki vera áfram og við seldum hann fyrir 30 + milljónir.
Keyptum Glen Johnson sem er frábær viðbót og Aquilani sem er einn af 3 – 5 mögulegum leikmönnum í heimi sem gætu dottið inn á miðjuna okkar og styrkt hana!
Svo fékk hann að vita að peningarnir voru búnir. Hvers vegna?
Jú, vegna þess að þegar Rafa skrifaði undir sinn samning voru Torres, Gerrard, Kuyt, Benayoun og Carragher tilbúnir að framlengja sína samninga!
Dæmi um hysteríska neikvæðni eftir tapleik gegn Chelsea á útivelli. Það eitt að menn séu svo svekktir að tapa leik á brúnni segir hversu langt lið okkar er komið frá ruslinu sem Benitez tók við.
Svo sammála kommenti #18, en sennilega munu nú einhverjir tala um nauðsynleik “gagnrýni” og meinta “blindu” sem ekki vilja reka stjórann og fá bara einhvern annan til að stjórna. Vísa örugglega í það að tímabilið sé búið “enn eitt árið”.
En ég ætla samt að fá að vera verulega pirraður á hysterískri neikvæðni eftir svona leik!!!
Við þurfum að eiga topp leik og meigum alls ekki gera mistök eins og Mascha gerði í dag og andstæðingurinn þarf að eiga slappan leik og gera mistök til að við getum unnið þessa útileiki gegn þessum sterku liðum. Þetta kom mér ekki neitt á óvart, ég var búin að spá þessu 1-0. Við verðum bara að vinna þá á heimavelli og þá jafnast þetta út, við verðum hinsvegar að slátra litlu liðunum.
Þetta er nú ekkert stórslys, að tapa fyrir Chelsea á Brúnni. Að tapa þarna kemur fyrir bestu lið og er ekkert til að skammast sín fyrir.
EN. Ef við lítum á heildina, það sem búið er af tímabilinu, ætti liðið og stjórinn að skammast sín. Þetta er mjög slök frammistaða. Við erum búnir að tapa á móti öllum liðum hingað til sem teljast meira en meðallið. Við erum einungis búnir að sýna árangur á móti “litlum liðum”. Þetta er bara algjörlega hörmungans frammistaða hjá liðinu og maður hugsar til þess með hryllingi að við eigum líka eftir að mæta Scum.Utd, City, Arsenal, A.Villa úti,,, maður sér bara ekki að við eigum séns í þetta. Og nota bene,,, ekki út af úrslitum dagsins heldur hversu hörmulega liðið lítur út á móti þokkalegum liðum..
Ég get bara ekki verið bjartur á góðan árangur þetta tímabilið.. Já og þið megið alveg kalla mig svartsýnan, en takið fyrst niður Liverpool gleraugun og segið mér að gera engar kröfur til liðsins,, In Rafa we trust (ojj þetta er ömurlegasta setning sem ég hef heyrt,,, svona ofsatrúar bull).
Það var alveg viðbúið að Liverpool myndi yfirgefa Brúnna án stiga, þetta Chelskí lið er líklegasta liðið til að vinna þessa deild, ég spáði því áður en mótið hófst og spái því enn. Mér fannst leikurinn heilt yfir mjög jafn þó að Chelskí hafi stjórnaði honum að mestu, en færin sem þeir fengu voru ekki mörg. Ef við horfum á þennan leik út frá færum hefði jafntefli ekki verið ósanngjörn úrslit. Reyndar fannst mér Liverpool spila upp á jafntefli í þessum leik á meðan heimaliðið vildi eðlilega sækja sigur.
Varðandi leikmenn þá voru kantarnir ekki upp á sitt besta, Kuyt var mjög lítið ógnandi á hægri kantinum og lítil aðstoð sóknarlega í honum, það sama má segja um Riera þó hann hafi mikið meira verið að reyna. Svo náði Gerrard aldrei almennilegum takti við leikinn. Þetta leiddi til þess að Torres einangraðist frammi með ávalt 2 til 3 varnarmenn í sér þegar boltinn barst til hans. Svo eru auðvitað miðjumenn liðsins alveg lausir við þá hæfileika að geta skapað hættu við mark andstæðingana enda varnartengiliðir fyrst og fremst. Skrtel var að mínu mati besti maður liðsins og sá eini sem hafði eitthvað að segja í návígum við Drogba.
Varðandi Drogba þá get ég ekki staðið á mér, hann lá í grasinu í um 6 mín í seinni hálfleik vælandi um ökklameiðsli. En þrátt fyrir þessi “meiðsli” átti hann í litlum vandræðum með að snúa Carra af sér í síðasta markinu. Þessi gaur er ekkert annað en atvinnu vælikjói sem dregur dómara á asnaeyrunum.
Að lokum vona ég að Gerrard sem spilaði eins og engill á síðasta tímabili fari að mæta til leiks. Liðið á mikið inni þegar kemur að Gerrard og Carra því getur þetta ekki annað en lagast.
Krizzi
“Aquilani sem er einn af 3 – 5 mögulegum leikmönnum í heimi sem gætu dottið inn á miðjuna okkar og styrkt hana!”
Numer eitt efa eg storlega ad tu vitir nogu mikid um aquilani til ad geta sagt tetta.
Numer tvo gaeti eg nefnt 50 midjumenn sem styrkja myndu midjuna okkar.
mér finnst við eiga flott byrjunarlið sem getur unnið flest lið en bekkurinn er þunnur. það vantar alveg center í sama klassa og Torres til að annaðhvort byrja eða koma inná. þessu lucas verður að hætta að vera efnilegur og fara að vera góður. hann verður að breyta viðhorfi sinu og hætta að væla þegar dæmt
er á hann. Ef hann bætir sig ekki verður Rafa að losa sig við hann. legg til að keyptur verði 20+ miljón punda striker.
emil.
Fínt að þú tínir upp þá sem við eigum möguleika á að kaupa fyrir það “budget” sem þjálfarinn er með í höndunum og vilja koma. Þú áttar þig á því að þeir þurfa að vera tilbúnir NÚNA inn á miðju með Masch og Gerrard…..
En mín vegna máttu halda því fram að sumrið hafi farið illa í leikmannamálum, ég tel hins vegar Rafa hafa náð ágætum árangri út frá þeim forsendum sem hann hafði.
ég skil hreinlega ekki hluta af þeirri neikvæðu umræðu sem er í gangi:
1) gagnrýni á að kaupa meiddan aquilani – fólk lætur eins og hann sé fyrsti maðurinn sem meiðist í heiminum og hann muni aldrei ná sér. þetta er í skásta falli brandari. auðvitað hefðu rafa og co ekki keypt mann sem væri tæpur á að ná sér að fullu. þetta eru einföld ökklameiðsli og endurhæfingin gengur vel. meiðslin eru óheppileg en yfirstíganleg.
2) gagnrýni á lucas – ég get nefnt 5-6 leikmenn sem hafa verið lakari en lucas í vetur og jafnvel fleiri. það er hins vegar alltaf þægilegt að skella skuldinni á hann þar sem hann skorar ekki sigurmörk, sendir ekki 50 metra sendingar og er yfir höfuð ekki þessi flotti spilari. rafa vill spila honum og hann er í brasilíska landsliðshópnum. það dugar mér.
3) kaup rafa í sumar – í sumar voru keyptir gæðamenn, þ.e. aquilani (ég treysti rafa fyrir því að þetta sé gæðaleikmaður) og johnson. venjulega hefur hann verið gagnrýndur fyrir því að kaupa magn fremur en gæði. núna kaupir hann gæði og þá gagnrýna menn hann fyrir það. merkilegt helvíti.
4) meintur skortur á framherjum – torres, gerrard (markaskorun hans gerir hann klárlega að framherja), kuyt (sama gildir með hann og gerrard), babel, voronin og ngog. auðvitað væri gaman að vera með betri leikmann en voronin þarna inni en hann getur samt alveg spilað rullu í vetur. ef torres meiðist, þá erum við vitanlega í basli en það sama á við um united ef þeir missa rooney, chelski ef þeir missa drogba o.s.frv.
5) torres og gerrard teknir úr umferð – menn eiga það til að segja að liverpool séu daprir ef g&t eru daprir. þetta er auðvitað rétt. hins vegar er liverpool ekki eina liðið sem upplifir þetta. ef fabregas og van persie t.d. spila illa, þá er arsenal auðvitað í ströggli. sama á við um united og chelski. óþolandi þegar menn segja að liverpool sé eitthvað sérstakt að þessu leyti.
6) tímabilið búið núna – það eru fjögur stig í united og sex í chelski. þetta er auðvitað gjörsamlega glatað en tímabilið er samt langt í frá búið. það eru 30 leikir eftir og þar af leiðandi 90 punktar í boði fyrir okkur. ef chelski tapar næsta og við vinnum, þá verða allir orðnir voða jákvæðir. sama gerist ef okkar menn klára united núna í október. það er hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs í þessu. hins vegar verða ákveðnir menn í liðinu að rífa sig í gang. helvítis tímabilið er byrjað og við megum ekki við því að tapa mikið fleiri punktum í næstu leikjum. hættum þessari neikvæðni. spurs úti og chelski úti voru alltaf að fara að vera erfiðir leikir. því miður töpuðust þeir. aston villa skelfingin á anfield er að mínu mati eina tapið sem er algjörlega óásættanlegt hingað til.
Þetta lagast allt saman strákar 🙂 Auðvitað er maður pirraður á að tapa fyrir þessu drasli sem celski er, en við fáum tvær vikur til að taka okkur saman í andlitinu og mæta sunderland á útivelli. Það verður erfðiur leikur.
Þetta lítur ekki vel út í dag, en við gefumst samt ekki upp fyrr en það er ekki lengur möguleiki á titlinum..
Vonum bara það besta.
Hvað er hægt að bæta úr fyrir næsta leik… einhver ?
Væri Virkilega ekki sterkari liðsuppstilling að láta Gerrard í playmakerinn á meðan við bíðum eftir ítalska undrabarninu?
Heilir og sælir,
Er einhver sem getur reddað mér fjórum miðum á Liverpool vs. Man Utd þann 25. október á góðu verði? 🙂
Hérna inni virðast vera tugir manna sem vita betur en meistari Rafa eða vilja allavega halda það. Kaup sumarsins voru góð og það þarf ekkert að diskútera það meira. Glen Johnson hefur farið mjög vel af stað og ég hef fulla trú á að Aquaman eigi eftir að brillera af því gefnu að hann nái að aðlagast enska boltanum ! Ég get allavega ekki tekið svo stórt upp í mig að vera að skrifa tap dagsins á einn mann. Rafa hefur eflaust plan og ef það gengur ekki upp þá verður hann eflaust fyrstur til að viðurkenna það, ganga frá borði og leyfa öðrum að komast að. Ég sé nú allavega ekki ástæðu til að örvænta og það eru 90 stig í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa stigum í vetur og ekki síst Chelski og United. Höfum smá trú og bjartsýni að leiðarljósi.
Þetta var ekki okkar dagur. Leikskipulagið var ekki gott og of margir að eiga dapran dag. Carragher bara búinn að vera mjög lélegur þetta seasonið, átti Anelka í fyrra markinu og leit illa út í seinna (bjóst líklega ekki við að Drogba myndi standa þetta af sér) Svo var johnson óvenju slappur og eins kantarnir. Svo mætti endilega hræra aðeins í miðjunni því það sárvantar sköpunargáfu þar. Svo er lokaskiptning ekki mjög sóknarsinnuð þrátt fyrir að vera undir, bakvörður fyrir bakvörð.
Ég segi bara að lokum að fyrir 6 árum tók við manager sem sagðist hafa 5 ára plan til að hefja Liverpool á fyrri stall… sem betur fer hefur stjórn Liverpool ávallt verið mjög þolinmóð
Án þess að það sé beinlínis þörf á að bæta við neikvæðnina hérna (sem er ósköp eðlileg miðað við aðstæður) þá langaði mig að taka undir tvennt sem ég hef séð í ummælum hérna.
Mascherano. Ég hefði verið guðslifandi feginn ef hann hefði verið seldur á morðfjár í sumar. Hann hefur verið ömurlegur það sem af er þessu tímabili og auk þess finnst mér hann bara almennt leiðinlegur leikmaður. Hefur farið í taugarnar á mér í langan tíma, virkar á mig eins og algjört fífl. Kannski ómaklegt af mér að dæma hann svona, en þetta finnst mér engu að síður.
In Rafa we trust er bjánaleg setning og ég fæ aumingjahroll í hvert sinn sem einhver kastar henni fram. Það snýr ekki einu sinni að Rafa hvað mig varðar, mér finndist þetta jafn heimskulegt þó þjálfarinn væri annar. Sé alltaf fyrir mér svona lemmings að kyrja þetta, röltandi í átt að bjargbrún.
Annars bíð ég spenntur eftir að sjá Aquilani spila. Vonandi verður hann hress viðbót.
‘Eg horfði á leikinn á Canal Plus hérna í Sverge og sérfræðingarnir þar sem eru að mínu mati mjög klárir þegar kemur að því að analesera leiki, sögðu að Liverpol væri gott lið,en gæti aldrei unnið ensku deildina með Lucas og Massherano saman á miðjuni og að Lucas væri einfaldlega ekki nógu góður fyrir toppbaráttuna.
Ég tók líka eftir því að þegar Lucas fór út af og Gerrard fór í hans stöðu gerbreittist leikur LFC til hins betra og það vantaði bara herslumuninn upp á að það tækist að skora. Ég er semsagt kominn í hópinn sem vill Lucas út núna.
Svo er það Carrager, ég held bara að ég verði að vera sammál þeim sem vilja hvíla hann,það er alltaf stórhætta þegar lið nálgast vítateginn því að maðurinn vorðist alveg vera búinn að missa hæfileikann til að staðsetja sig á réttum stað og svo skeður það nánast í hverjum leik að einhverjum tekst að sóla sig í gegnum hann á stórhættulegum stöðum sem gefa þetta eitt til tvö mörk í leik og det kan vi ikke bruge til noget, I rest my case og inn með DAgger.
Niðurstan hjá mér er því að á meðan Acuamaðurinn er ekki klár verði Gerrard að spila á miðjunni og Agger í vörninn með Skrtel.
En það er nógur tími til að ná toppsætinu enþá,en nú verður Benites að þora að skipta um taktík ef ekki á illa að fara.
Ég hef verið aðeins að skoða leikina sem Liverpool, Man utd og Chelsea eru búinn að vera spila á þessu tímabili vs leikina sem þessi lið spiluðu við sömu lið á sömu völlum á seinasta tímabili og mér sýnist staðan vera svona!
Liverpool er með -2 stig miðað við leikina í fyrra.
Man utd er á sléttu.
Chelsea er með +6 stig.
Reyndar eru nátturulega liðin búinn að vera spila við lið sem komu upp um deild en ég setti þau bara undir sama hatt og WBA á seinasta tímabili.
Þetta eru ekkert endalok alheimsins, aðallega Chelsea sem er búið að vera bæta sig og ef leikurinn hefði unnist í dag þá hefði þetta verið mjög svipað hjá öllum þrem liðunum, en allanvega það er nóg eftir 90 stig í pottinum og ég hugsa að deildin sé ekki eftir að vinnast á jafn mörgum stigum og seinustu ár og núna hafa Liverpool tapað 9 stigum en í fyrra töpuðu þeir 28 stigum yfir allt tímabilið og utd tapaði 24 stigum sem gerir 8 tapleiki, þannig að nú er bara að hysja upp um sig buxurnar og vinna rest 😉
Ég er bara algjörlega ósammála þessu og ég á bágt með að skilja þessa neikvæðni hérna í kjölfar leiksins. Ég var reyndar alveg ofboðslega pirraður í gærkvöldi og ákvað að bíða með að kommenta þar til daginn eftir.
Að mínu mati vorum við jafngóðir eða aðeins betri en Chelsea í gær. Í fyrri hálfleiknum vorum við klárlega betri, í upphafi þess síðari kannski aðeins síðri en svo betri eftir að við fengum á okkur markið. Það var einmitt í fyrri hálfleiknum þegar að Anti-Kristur sjálfur, Lucas Leiva var inná, sem að við vorum að mínu mati betri. Munurinn á liðunum í leiknum var að Chelsea nýtti sín færi, við ekki. Í fyrra unnum við sama leik á heppnismarki frá Xabi Alonso. Í svona leikjum þá skipta einfaldlega svona hlutir gríðarlegu máli.
Ég skil ekki almennilega þörf manna fyrir að koma hérna inn og láta sem að allt sé ömurlegt eftir svona leiki. Þetta var algjörlega spurning um að nýta færi og gera ekki 1 aulamistök (þegar að Mascherano tapaði boltanum). Það fer enginn á Stamford Bridge með 5 sóknarsinnaða menn einsog sumir eru að leggja til (Gerrard á miðjunni og þá væntanlega Riera, Kuyt, Benayoun og Torres). Þetta var mjög eðlileg uppstilling á einum af tveimur erfiðustu völlunum á Englandi og sennilega einum af 5 erfiðustu völlunum í öllum heiminum.
Hefðum við náð að pota inn einu marki einsog heppnismarkinu hans Alonso þá hefði öll pressan farið í allt annan ham og dásamað okkar menn. En þar sem það gerðist ekki þá fara menn strax aftur í að dissa the usual suspects (og þar eru sérfræðingarnir á Canal+ í Svíþjóð sem ég hlusta á í hverri viku alveg jafn sekir).
Mjög hissa á þeim sem eru ósáttir við Macherano, fannst hann lang besti maður liðsins. Hann missti boltann í fyrsta markinu jú alveg rétt en það er ekki nóg til að krossfesta hann. Því miður þá verð ég að setja þetta tap á Carragher. Í fyrsta markinu að ná ekki að fylgja Anelka (sást líka að Skertel þurfti að bjarga honum þegar Drogba hafði stungið hann af eftir að hafa verið 2 skrefum á eftir), í seinna markinu var það svo augljóst hver hans sök var.
Ég var pirraður út í Benitez að láta ekki meira sóknarlið byrja leikinn en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.
Ég veit svo að þetta er örlítil klisja en afhverju eru menn ekki meira pirraðir útí dómarann, frá mínum sjónarhóli (sem er að sjálfsögðu hlutdrægur) þá var hann alltof ragur að dæma á Chelsea og oft of harður að dæma á Liverpool.
Vil taka tæklingu Essien á Macherano í upphafi leiks sem dæmi, Essien stappar á hnéð á Mascherano, hvergi nálægt boltanum og fær ekki svo mikið sem tiltal, ef hann hefði hitt hnéð aðeins betur þá hefði fóturinn farið í sundur!
Allavega þá mætti alveg setja Carra á bekkinn í næsta leik bara svona til að sýna að hann er ekki ósnertanlegur (þ.e.a.s. ef Agger er orðinn heill).
Ég skemmti mér konunglega yfir þessum leik. Horfði á hann með bræðrum mínum og í hvert skipti sem einhver Liverpool-maður gerði eitthvað vitlaust öskruðum við, “Lucas!!!” í bræðiskasti. Hlógum svo óstjórnlega.
Þetta er gamall brandari, fyrir tveimur árum lékum við sama leik en öskruðum þá “Kuyt!!!”. Í dag er Kuyt sloppinn undan hysteríunni, þeirri sömu og tilheyrði mönnum eins og Riise, Sissoko, Josemi, og Heskey á undan honum og hefur nú færst yfir til Lucas Leiva. Einn góðan veðurdag á hann eftir að hafa sloppið undan þessu, annað hvort með því að fara í annað félag eða með því að gerast svo heppinn að nýr sökudólgur komi til félagsins.
Allavega, leikurinn. Eins og Einar Örn segir vorum við ekkert verri aðilinn í þessum leik. Jafnræði í tíðindalausum fyrri hálfleik þar sem Chelsea var meira með boltann en sótti jafn lítið og okkar menn. Það var því ljóst að um stórmeistarajafntefli yrði að ræða nema annað liðið myndi gera mistök og gefa færi á sér. Það gerðist þegar Mascherano (EKKI LUCAS) ákvað að sóla tvo menn inná eigin vallarhelming, með allt liðið nema Skrtel og Carra fyrir framan sig á vellinum, og missti boltann. Lampard og Essien hirtu hann, létu Drogba hafa hann og hann keyrði að Skrtel, maður á mann. Sennilega æfa framherjar svona hluti því Anelka vissi alltaf að boltinn kæmi á fjær og var því á undan Carra til hans. Carra hefði þó getað gert betur að mínu mati og skrifast þetta mark á hann og Mascherano. Ekki Lucas.
Í kjölfarið lögðust Chelsea-menn aftur og reyndu að halda fengnum hlut og okkar menn fóru að pressa. Fengu nokkur hálffæri upp úr því en virtust hafa mislagða fætur, þá sérstaklega Torres og Gerrard. Kuyt og Riera komust aldrei inn í leikinn, né Babel sem varamaður en Benayoun kom ferskur inn og varð strax allt í öllu í sóknarleik okkar. Algjör lykilmaður sem sá drengur er orðinn.
Það er samt alltaf svo að þegar þú pressar eftir jöfnunarmarki geturðu fengið eitt í andlitið og með mann eins og Drogba inná er það alltaf möguleiki. Hann notaði líkamlega styrk sinn til að hnoða sér framhjá Carra, sem hefði aftur átt að gera betur, og gaf svo á Malouda af stuttu færi og sá franski hnoðaði boltanum inn. 2-0 og málið dautt, þótt Yossi hefði tíma til að klúðra mesta dauðafæri allra tíma í lokin.
Sem sagt, taktísk refskák þar sem við gerðum mistök á undan, þeir nýttu sér þau, leyfðu okkur svo að pressa og refsuðu með einu í lokin. 2-0, sanngjarn sigur í jöfnum leik eins og sagt er.
Það er ekki þar með sagt að allt sé glatað og liðið sé ömurlegt. Ef við vinnum þá á Anfield komum við út á sléttu þetta árið. Enda sannaði United í fyrra að innbyrðisleikir stóru liðanna skipta ekki öllu máli eins lengi og þú klárar hina leikina. Það er slæmt að vera komnir með þrjá tapleiki strax, sér í lagi þar sem við eigum enn eftir fimm leiki gegn stórliðunum þremur, nágrannaslagina og báða leikina við Man City, þannig að það gætu komið talsvert fleiri töp.
Ég er alveg rólegur. Betur má ef duga skal og liðið er greinilega langt frá því að vera nógu gott eins og staðan er í dag. Við höfum unnið eftirfarandi lið í vetur: Stoke, Bolton, West Ham, Hull City, Leeds United og Burnley. Við höfum tapað fyrir Tottenham, Aston Villa, Fiorentina og Chelsea. Það gefur sterklega til kynna að þótt liðið sé orðið betra í að vinna slakari liðin sem hafa verið að ná jafnteflum gegn okkur undanfarin ár vantar eitthvað uppá til að geta stigið upp gegn liðum sem eiga að vera svipuð að getu og við. Þetta þarf Rafa að laga og það strax ef tímabilið á ekki að fara illa.
Svo mega menn eins og Carragher, Skrtel og Mascherano alveg fara að spila betur. Skrtel var reyndar fínn í gær en hefur verið slappur í nokkrum leikjum í haust. Carra og Masch, ég hef hins vegar áhyggjur af þeim tveimur. Meiri áhyggjur af þeim heldur en Lucas, sem þrátt fyrir að vera ekki beint búinn að slá í gegn í haust er langt því frá slappasti leikmaður okkar í dag.
Að lokum, ein baun til Rafa: ef þú ætlar að hafa David Ngog á bekknum, notaðu hann þá þegar þú ert marki undir og þarf að jafna. Til hvers að hafa framherja á bekknum ef þú bara treystir honum alls ekki? Ngog skoraði sigurmark okkar gegn Leeds fyrir tæpum tveimur vikum … og síðan þá hefur hann fengið að leika 0 mínútur í þremur leikjum. Núll. Ekkert. Varla fær að hita upp á hliðarlínunni, má teljast heppinn að komast á bekkinn.
Þetta er það sem ég hef gagnrýnt áður við Rafa. Hvernig er hægt að ætlast til að ungir leikmenn byggi upp sjálfstraust, áræðni og reynslu þegar þjálfarinn fer svona með þá? Sérstaklega þegar liðið er að tapa og aðrir sóknarmenn varla að spila betur en Ngog hefur verið að gera?
Að mínu mati erum við orðnir of fyrirsjáanlegir og það gildir um Rafa líka. Menn vita að hann stillir upp 4-2-3-1 í stóru leikjunum og geta því planað fyrir það. Menn vita líka, því það er algjörlega augljóst, að hann treystir varaframherjum sínum (Ngog, Voronin og í raun Babel) alls ekki. Það er auðvelt að stoppa okkur þegar þú veist NÁKVÆMLEGA hvað við erum að fara að gera.
Annars heyrði ég góðan punkt í gær. Hann er svona: Craig Bellamy, Peter Crouch, Robbie Keane, Michael Owen, Emile Heskey. Þeir þrír fyrstu léku hjá okkur undir stjórn Rafa, honum bauðst svo að versla þá tvo síðastnefndu frítt og/eða mjög ódýrt á síðustu árum. Þessir leikmenn leika allir (vel) fyrir önnur félög þessa stundina. Við erum hins vegar með Andriy Voronin.
Hvernig gat það gerst?
Já, auðvitað vill maður vinna Chelsea á Brúnni, eftir árangurinn á síðasta sísoni, en það þarf að kippa manni niður á jörðina og það tókst alveg ágætlega í gær.
Áttum okkur á því að Chelsea er sennilega með besta liðið og besta heimavöllinn. Ef þú klúðrar því að dekka í skyndisókn þá færðu mark á þig.
Fyrsta markið er ekki Masch að kenna heldur Carrager / Reina.
Masch ætlaði vitanlega að koma boltanum áfram í leik missir hann á miðjum helmingi Chelsea, sem sækja á okkur hratt og skora. Ef miðjumaður má ekki sóla og reyna að gera eitthvað gáfulegt í sóknarleiknum þá getum við hætt þessu.
Ég verð að taka þó undir gagnrýni manna hér að ofan, Benitez er að staðna. Hann treystir ekki varamönnunum og er í dag að spila á c.a. 14 mönnum í byrjunarliði ef allir væru alltaf heilir, og menn vita það.
Menn vita að hann er með þunga miðju (Lucas / Masch) þegar hann þarf að hugsa meira um varnarleikinn en e.t.v. Lucas eða Masch og Gerrard þegar hann má sækja meira. Það er það eina sem hann breytir á milli leikja.
Annars er núna í haust hópurinn alltaf sá sami og alltaf sömu mennirnir sitja á bekknum. Menn vita að ef þú tekur út linkinn á milli Gerrard og Torres þá gerist ekkert.
Alveg sáttur og sammála Einari og Kristjáni eins og kannski hefur sést hér í þeim athugasemdum mínum sem á undan eru. 14 skot Chelsea gegn 12 skotum okkar, 48 – 52% okkur í vil. Veit að þetta skiptir engu í dag, öðru en því að þetta er YFIRBURÐA tölfræði okkur í vil þegar borið er saman við síðustu deildarviðureignir þessara liða á Brúnni undanfarin ár. Við einfaldlega gerðum mistökin, bæði varnar- og sóknarlega og í þeim tilvikum var ekki verið að refsa Lucasi karlinum.
Langar sérstaklega að vera sammála Einari með það að ekkert “breyttist til hins betra” þegar Gerrard fór inná miðjuna í gær, en til hins verra var að Gerrard fékk enn eitt spjaldið eftir bullbrot. Vel má vera að annað hefði verið uppá teningnum ef hann hefði byrjað á miðjunni, en leikur liðsins var langbestur að mínu mati upphaf seinni hálfleiks, þar til að við fengum á okkur markið!
En varðandi senterana sem við erum ekki með….
Bellamy: Einfaldlega með of mikinn andlegan farangur til að geta leikið með okkar liði. Þekki mann sem vann fyrir Bjöggana hjá West Ham og lýsingar af þessum dreng eru algerlega einstakar! Hreinn ruglukollur, sem var seldur með gróða.
Crouch: Var ekki tilbúinn til að sitja á bekknum okkar, en virðist ætla að vera tilbúinn til að sitja þar hjá Spurs. Vildi fara. Að mínu mati eiga allir leikmenn sem vilja fara einfaldlega að fara. Seldur með gróða.
Keane: Var einfaldlega ekki sá maður sem Rafa vildi, var ekki að standa sig í holunni og ljóst að hann höndlaði það ekki að verða fyrsti senter, misnotaði einfaldlega allt of mikið af færum. Kunni ekki við vinnulag þjálfarateymisins og var seldur með tapi, en klárlega minna tapi heldur en sumir vilja láta.
Owen: Eftir Keane var ljóst að Rafa myndi ekki svo glatt setja upp stórstjörnu til að vera bekkjarmatur fyrir Torres. Þegar svo í ofanálag kemur að í tveimur tilvikum hefur Owen ekki sýnt að hann hafi trú á Rafa, fyrst þegar hann fór til Real og svo Newcastledellan (sem er frábærlega lýst af vini hans Carra í ævisögu hans). Owen er þegar farinn að væla yfir bekkjarsetu sinn á Old S***house og meiddur.
Heskey: Að mínu mati kannski það eina sem ræða mætti af alvöru að Rafa hefði tekið. Houllier seldi Heskey og Rafa reyndi að stoppa það af á sínum tíma, var pottþétt hugsaður sem valkostur sem varamaður fyrir Torres og möguleikinn á að setja upp í 442-kerfi þegar þurfti. Heskey hins vegar er nærri því fóstursonur Martin O’Neill og ljóst að hann stökk þangað þegar hann átti möguleika.
Þetta er allavega mín skoðun. Engir þessara leikmanna eru tilbúnir að vera varamenn og það er ástæða þess að þeir eru ekki hjá okkur. Voronin fékk skýr skilaboð í sumar að hann væri varaskeifa og N’Gog er klárlega mikið efni. Eftir Crouch og Keane held ég að Rafa sé ekki lengur að velta öðrum kostum fyrir sér en mönnum sem eru tilbúnir að bíða.
En ég er hjartanlega sammála því að N’Gog átti að sjálfsögðu að koma inná í gær og við þá fara í 442.
Einar Örn, leikir byggjast aldrei á heppni og það er mjög skrítin pæling að ætla sér að stóla á heppni í íþróttum. þetta byggir allt á viljanum, það er viljinn sem kemur boltanum inn, ekki heppnin. Utd. er t.d. ekki heppið lið, það er bara lið sem gerir sér grein fyrir því að 93. mínútu er alveg jafn mikilvæg og hver önnur mínúta í leiknum. Allar mínútur eru nefnilega jafnlangar sama hvar þær eru innan leiktímans og það tekur alltaf innan við hálfa mínútu að skora mark. í leiknum í gær voru menn bara ekki með viljann að vopni og það sást bersýnilega á mönnum eins og Torres, Gerrard, Kuyt og Johnson. Hinsvegar var mikill vilji í manninum sem ég hef gagnrýnt mest hér á þessum síðum, honum Lucasi Benitessyni. Hann var að sinna sínu djobbi vel og einnig Masch. En því miður þá var restin að liðinu ekki að gera það. Guðm. sterkasta lið Liverpool er það lið sem kláraði leikinn á Brúnni. Við semsagt vorum með okkar sterkasta lið, miðað við hópinn, inná í 25 mínútur. Varnarsinnaður miðjumaður (Mash) ásamt sókndjörfum (Gerrard), hættulegan og hraðan mann, jafnvígan á báða fætur á vinstri kanti (Yossi) og sókndjarfan hægri mann sem dregur auðveldlega til sín 2-3 menn og opnar inn á miðjuna (Babel). Síðan má auðvitað deila vel og lengi um vörnina. en persónulega þá er Johnson ekki að virka þar, Skrtel er búinn að vera sheikí þó svo að hann hafi verið einn af okkar skárri mönnum í gær og Carra er að gera of dýr mistök en framan af þá var hann að gera góða hluti í gær. Og síðasta komment er til Bjarnarins. Við getum aldrei kennt dómara um hvernig fer í leikjum, þó að það sé ekki dæmt víti þá hefur það ekkert með okkar spilamennsku að gera og þó að það sé ekki dæmt á brot eða andstæðingar fá ekki gul spjöld, þá hefur það ekkert með spilamennsku okkar að gera. Það eina sem hægt er að gagnrýna er spilamennska liðsins og svar liðsins við spilamennsku andstæðinganna.
Áfram Liverpool, We’ll never walk alone.
Brotthvarf Alonso er alltaf að koma betur í ljós. Miðjan er ekki nógu góð. annars hefði jafntefli veið mjög sanngjörn úrslit. En áfram Liverpool.
Kristján Atli, þessi spurning varðandi framherjana sem þú varpar fram er nokkuð sem ég hef klórað mér ansi oft í kollinum yfir.
Ég vil Rafa burtu og fá þjálfara sem getur eitthvað með þetta lið og þorir að skipta út áður en 75 mín eru liðnar af leik
Mér finnst síðan allt í lagi að skipta G&T út af ef þeir eru ekki að spila vel. Slíkt hefur áhrif á þannig menn og þeir koma brjálæðir í næsta leik!!!!! Núna t.d. vil ég að Carra sé settur á bekkinn í a.m.k. einn leik.. Það á eftir að hrista upp í honum!!! En Rafa gerir það líklega ekki enda einn fyrirsjálegasti þjálfarinn í deildinni!!
Ef Rafa hefði gert það í gær þegar að við áttum enn möguleika þá hefði allt orðið vitlaust og Rafa sakaður um uppgjöf.
Er hróplega ósammála Kidda í #41 varðandi það að Aurelio og Babel séu í bestu 11 liði okkar. Hróplega.
Riera og Kuyt eru báðir að leika miklu betur en Babel og það sem Insua hefur sýnt er að hann er hæfileikaríkari en Aurelio heilt yfir. Vissulega hefur Fabio meiri reynslu en Insua er betri leikmaður sóknarlega og í sama standard varnarlega.
ég verð líka að vera ósammála 41# með það að Mach og Lucas hafi verið að sinna sinni vinnu vel. Vissulega fannst mér þeir ágætir varnarlega, en þegar kom að því að byggja upp sóknir þá voru þeir oftar en ekki étnir af Chelsea miðjunni áður en þeir gátu valið skásta kostinn.
Einnig er ég ósammála 47# um að Riera sé að leika mun betur en Babel, hvorugur þeirra er að leika vel en í síðustu 3 leikjum hefur mér fundist Babel vera ágætur þegar hann hefur verið að koma inná.
Held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að Liverpool hefur ekki unnið leik á tímabilinu með þá Lucasi og Mascherano saman á miðjunni.
Allt annar leikur í gangi hjá liðinu þegar Gerard er á miðjunni með öðrum hvorum þeirra. Lucasi og Mascherano eru alls ekki lélegir leikmenn, þeir bara passa enganvegin saman.
Tek það samt fram að mér þótti liðið alls ekki spila illa í gær.
http://www.sport.co.uk/news/Football/27954/Hansen_If_that_goes_on_how_long_will_Ben%c3%adtez_stick_with_him.aspx
(afsakid isl-enskuna).
Eg laet pistil Alan Hansen duga yfir tennan leik og tek svo sannarlega undir med gagnrynina a Carragher en hann virkar eins og i engu leikformi eda ordid furdulega seinn og klunnalegur eftir sumarfriid.
Vid treystum of mikid a Gerrard/Torres sem haefir ekki lidi sem a ad kallast topplid. Eg tok eftir i leknum gegn Fiorentina ad med Lucas og Aurelio i lidinu erum vid 2 faerri en tad furdulega vid allt tetta er ad Benitez (aka Manuel ur Fawlty Towers eins og eg kys ad kalla hann) heldur tryggd vid tessa tvo leikmenn sama hvad tautar og raular. Tad bodar ekki gott. Tad tarf allavega ad opna veskid i Januar og kaupa 2-3 nyja leikmenn sem baeta lidid ef vid aetlum ad vera med i vetur. Annad hvort tad eda “Manuel” faer ad taka poka sinn einhvern timann i vetur en tad mun gerast ef ekkert verdur gert i leikmannamalum. Svona standa bara malin sama hvad menn reyna ad bakka karlinn upp.
Skrítin umræða hér inni stundum hjá sumum.
Þegar Liverpool vinnur leik eru þeir besta lið í heimi hvort sem þeir áttu skilið að vinna eða ekki og Rafa er óumdeildur snillingur og allir leikmenn liðsins eru stórkostlegir.
Þegar Liverpool tapar leik hvort sem þeir áttu það skilið eða ekki eru þeir lélegasta lið heims og Rafa hefur ekki hundsvit á fótbolta og allir leikmenn liðsins eru algjörir aular í fótbolta.
Lesið nýasta pistil P. Thomkins inná heimasíðunni.
Margir góðir punktar hjá honum.
Liverpool liðið var að spila mjög vel í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað miðjan var að vinna vel og hvað Lucas og Masch voru duglegir að loka á miðjuna hjá Chelsea. Eina hættan af sóknarleik Chelsea voru tvö skallafæri í fyrri hálfleik og that’s it. Við fengum svo eitt fínt skallafæri í fyrri hálfleik og ef Torres hefði hitt boltann aðeins betur hefðum við skorað. Ég var ekkert brjálaður yfir þessum leik en ég svekki mig hinsvegar á því hvað við förum illa með góð færi (Torres, Benayoun). Ef Torres hefði jafnað í 1-1 þá hefði þessi leikur farið öðruvísi og hljóðið í mönnum annað. Aquaman er að nálgast, vonandi stendur hann undir væntingum. Svo í guðanna bænum hættið að tala um þennan ALONSO.
Fór í Pollýönnuleik. Setti saman lítið Excel-skjal þar sem ég raðaði leikjum þessarar leiktíðar upp í réttri röð og ber þá saman við leiki við sömu lið á síðustu leiktíð. Fyrir þau þrjú lið sem eru í deildinni núna en ekki í fyrra, þá notaðist ég við þau þrjú lið sem féllu í vor. Ég dró þau sem sagt random saman og þannig varð W.B.A. að Birmingham, Middlesbrough að Burnley og Newcastle að Wolves.
Nú – ef við tökum fyrstu 8 deildarleiki okkar á þessu ári og berum við saman við sömu leiki á síðustu leiktíð (Middlesbrough þá í stað Burnley) þá kemur í ljós að úr nákvæmlega þessum 8 leikjum á síðustu leiktíð fengum við 17 stig, en á þessari leiktíð 15.
Svo í raun erum við einungis tveimur stigum á eftir síðustu leiktíð (þrátt fyrir að hafa í gær tapað leik sem við unnum í fyrra) – ef við höldum því áfram endum við með 84 stig (þá er ég að sjálfsögðu að gefa mér það að við vinnum Man Utd heima og heiman!), sem er stigafjöldi sem margir telja að dugi til sigurs í deildinni ár sökum meiri samkeppni annarra liða.
Hér má sjá þetta í heild sinni:
2009-2010 2008-2009
Tott’ham 2-1 L’Pool: 0 stig Tott’ham 2-1 L’pool: 0 stig
L’pool 4-0 Stoke: 3 stig L’pool 0-0 Stoke: 1 stig
L’pool 1-3 A. Villa: 0 stig L’pool 5-0 A. Villa: 3 stig
Bolton 2-3 L’pool: 3 stig Bolton 0-2 L’pool: 3 stig
L’pool 4-0 Burnley: 3 stig L’pool 2-1 M’brough: 3 stig
W. Ham 2-3 L’pool: 3 stig W. Ham 0-3 L’pool: 3 stig
L’pool 6-1 Hull: 3 stig L’pool 2-2 Hull: 1 stig
Chelsea 2-0 L’pool: 0 stig Chelsea 0-1 L’pool: 3 stig
Samtals: 15 stig Samtals: 17 stig
Lífið er ekki ónýtt eftir allt saman.
Ok – þetta fór sem sagt í rugl hjá mér áðan, þ.e. síðan hélt ekki uppi hinu stórkostlega útliti sem taflan hafði hjá mér.
Menn geta bara gert reikninginn sjálfir þá.
Við erum að treysta nákvæmlega jafn mikið á lykilmenn og hin “fjögur stóru”.
United eru háðir Rooney og Giggs þessa dagana, sjáið Chelsea liðið mínus Drogba og Lampard, eða Arsenal án Fabregas og Van Persie.
Nákvæmlega sama staða held ég hjá þessum liðum öllum…..
Auðvitað treystum við mikið a Torres og Gerrard enda eru þeir tveir af sterkustu leikmönnum þessa heims. Það er ekki okkar vandamal, heldur er okkar problem það að með missi Alonso og með meiddum staðgengli verður Gerrard að koma aftur a miðjuna, þetta er algerlega augljost að minu viti. Benni kallinn þa i holuna. Lucas og Macherano eru varnarmiðjumenn sem vilja svo bara losa boltan stutt a næsta mann og geta ekki skilað þvi hlutverki að eiga að bera upp spilið, það gengur ekki og mun aldrei ganga. Macherano er sterkur i sinni stöðu en Lucas getur ekki neitt og þvi fær ekkert breytt. Er ekki bara að tuða af þvi að við töpuðum nuna, Gerrard a miðjuna og Benna i holuna strax aður en þetta season er buið fyrir okkur, svo biðja til guðs að þessi itali geti eitthvað og verði fljotur i leikform og að aðlagast.
hjartanlega sammála magga hér að ofan með að við séum ekki eina liðið í deildinni sem er háð toppleikmönnum sínum. þess vegna eru þeir jú toppmennirnir. ég hef ekki almennilega getað skilið þessa umræðu undanfarin ár. ég hugsa að chelski væri ekki mjög burðugt ef drogba og lampard væru algjörlega klipptir út. svo sáum við hvað gerðist á laugardaginn hjá united þegar giggs var ekki með og rooney hafði hægt um sig (allavega framan af). hvað gerðist? jú einmitt, united leit út eins og miðlungslið.
Alveg sammála þér Maggi, auðvitað eru lykilmenn í öllum liðum. Gleymi aldrei tölfræðinni sem einhver setti fram í fyrra, á því tímablili þegar allir voru að tala um að G&T væru allt liðið og við værum ekkert án þeirra. En þá sýndi hann fram á að t.d. Man utd hefðu fengið mun færri stig í þeim leikjum sem Ronney og Ronaldo voru ekki með heldur en LIverpool í þeim leikjum sem G&T voru ekki með, samt virðist alltaf verið að tala um Liverpool (og þá sérstaklega Benitez) þrátt fyrir að önnur toppliðin séu svipuð.
Annars verð ég bara að vera sammála því sem sumir hafa verið að segja.
Sérstaklega Einari #36 og Kristján “38. Þetta var mjög jafn leikur, þetta einfaldlega datt Chelsea megin, nákvæmlega eins og þetta datt Liverpool megin þegar við unnum á brúnni í fyrra, ekki hægt að tala um klúður hjá þjálfara eða menn að spila ótrulega illa, þetta var bara þessi týpískur topp leikur, einkendist af baráttu og fáum færum.
Annað sem Kristján sagði um þessa 4-2-3-1 uppstillingu, það er einfaldlega allt of auðvelt að sjá við henni, sérstaklega ef þú ert með mann á borð við Essien í liðinu, bara segir honum að elta Gerrard allan leikinn og sóknarleikurinn okkar næstum því lamast. Er ekki að segja að það eigi að skipta um leikkerfi, kannski bara að smella Gerrard á miðjuna og leifa Kuyt eða Benayoun að fara í holuna, þeir eru augljóslega ekki jafn góðir og Gerrard þar, en þegar liðið er með mann eins og Essien og stórstjörnur á miðjunni með honum þá er kannski bara betra að hafa jafn reyndan, góðan og stöðugan mann eins og gerrard á miðjunni til þess að stjórna henni.
Eitt sem mér finnst pínu fyndið, las þennan punkt á einhverju spjallborðinu í gærkvöldi: Í fyrra voru Liverpool afskrifaðir allt tímabilið vegna þess að Liverpool voru jú bara two-man-team (Gerrard/Torres obviously). Núna erum við afskrifaðir vegna þess að við misstum “mikilvægasta hlekkinn í liðinu” (Alonso).
Fáránlegt að kenna Lucas eða Carra (þó hann sé búinn að vera verulega slakur undanfarið) eða Mascherano um þetta tap í gær, þetta datt bara þeirra megin. Set samt spurningamerki við Benitez, þó ekki nema fyrir að skilja Benayoun eftir á bekknum.
Ef við náum að halda í við toppliðin þar til Agger, Aurelio og Aquilani koma aftur þá eigum við séns. Næstu 3 leikir eru krjúsal.
Sælir félagar
Það hefur margt gott verið sagt um þennan leik og annað miður eins og gengur. Ég er sammála því að Rafa er of fyrirsjáanlegur í skipulagi og uppstillingu. Hann þarf að vera maður til að taka áhættu (sbr. síðustu skiptingu 8 mín fyrir leikslok) þegar á þarf að halda.
Ég sakna Keane þegar þarf að breyta í 4-4-2. En þar sem hann er ekki til staðar þá verður Rafa að treysta þeim mönnum sem hann er með til að brjóta upp leiki sem eru fastir í forminu og eru að tapast.
47 Maggi miðað við leiknar mínútur held ég að Babel sé að leika betur en báðir þeir leikmenn sem þú nefndir. Hann hefur einu sinni, minnir mig, verið í byrjunarliði í deildinni og var mjög slakur þar. En bæði í leiknum gegn Leeds og þegar honum hefur verið skipt inná hefur hann leikið mjög vel. Og hæfileikar hans eru ótvírætt meiri en hinna tveggja. Að mínu mati.
Hvað annað varðar þá er tímabilið langt í frá búið en samt held ég að Rafa verði að vera sveigjanlegri (ekki eins fyrirsjáanlegur) í leikskipulagi og innáskiptingum. Ég hefi enn trú á Rafa en er ekki skilyrðislaus aðdáandi hans. En allt tal um að reka kallinn er bull. Amk. enn sem komið er.
Þetta með að við séum með tvo menn (G/T) sem eru liðið virðist vera of nærri lagi. Það gerist afar lítið ef þeir eru skyggðir vel af góðum andstæðingum. Og þá þarf Rafa að hafa einhver ráð uppí erminni til að sjá við því???
Það sem ég hefi líka áhyggjur af í þessu sambandi er að þetta virðist versna frekar en hitt (hvernig það er hjá öðrum liðum finnst mér e,ur að takast á við þessa stöðu. Það er eins og vanti, enn frekar en áður, menn sem geta stigið upp og tekið leikinn í sínar hendur. Benayoun hefur tekist þetta nokkrum sinnum og ég held að Babel sé maður sem getur þetta líka. Þessa báða hefði ég viljað sjá koma inn ekki seinna en á 60 mínútu til að keyra andstæðinginn í skotgrafirnar og losa um G og T.
Gæti haldið lengi áfram en læt þetta duga að sinni þetta er enda orðið nógu langt 😉
Það er nú þannig
YNWA
það verða allir búnir að gleyma þessum leik ef við vinnum 2-3 í röð núna og sigrum síðan united á anfield, Þá alltíeinu erum við contenders aftur.
orðinn illa þreyttur á væli
áfram liverpool
Við getum líka munað að United tapaði báðum leikjunum á móti Liverpool, gerðu eitt jafntefli við Chelsea og unnu einn ef mér skjátlast ekki?
Töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli við Arsenal þetta gerir 4 stig af mögulegum 18 gegn stóru liðunum en við náðum 14 stigum samt unnu þeir titilinn. Ég er ekki að gefa í skyn að við getum unnið titilinn en aldrei afskrifa Liverpool oftast hafa þeir verið að spila sem best þegar ekkert er búist við frá þeim. Ef þeir byrja breyta þessum jafnteflisleikjum sem voru alltof margir í fyrra í sigra er allt mögulegt.