Lyon koma á Anfield á morgun.

Já hvað getur maður sagt eftir úrslit og mark helgarinnar? Einbeitt sér að næsta leik, já klárlega og sérstaklega þar sem ég er kominn með nóg af því að ræða um MARKIÐ og hvernig liðið spilaði gegn Sunderland. Og þá er það komið… næsti leikur er á morgun þegar Lyon kemur í heimsókn og góðu fréttirnar eru þær að Gerrard er leikfær og mun spila á morgun. Torres nær ekki leiknum en það er bót í máli að fyrirliðinn spilar. Við getum ekki verið svona lélegir í 2 leikjum í röð, það er bara ekki hægt. Liðið hlýtur að vera mótiverað, ekki bara í ljósi leiksins um helgina heldur einnig eftir tapið gegn Fiorentina. Við megum einfaldlega ekki tapa neinum heimaleik í Meistaradeildinni. Með góðum sigri á morgun gæti liðið aftur komist á rétta braut og farið að spila almennilega. Hvernig verður liðið? Ekki guðmund en ég sett mitt óska byrjunarlið hérna:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Aurelio
Kuyt – Gerrard – Mascherano – Babel
Benayoun

Ngong

**Bekkur:** Cavalieri, Lucas, Insúa, Spearing, Riera, Voronin, Skrtel.

Þetta verður hörkuleikur og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná sigri og aftur stemmingunni í liðinu sem hefur verið svo góð í Meistaradeildinni. Það væri frábært ef við gætum náð góðum sigri á morgun sem væri neistinn sem myndi kveikja í liðinu og ég hef alveg trú á því. Liðið er gott og ef sjálfstraustið er til staðar þá getum við unnið hvaða lið sem er. Meistaradeildin hefur oftar en ekki verið góð fyrir okkur, liðið hefur einnig oftast spilað betur þar en í deildinni. Vonandi nýtum við þennan leik rétt, losum okkur við þetta rugl sem liðið sýndi gegn Sunderland og hefjum tímabilið (loksins).

Ef hins vegar við höldum áfram þessu rugli og undanfarið og jafnvel töpum á morgun þá getur þetta tímabil orðið langt og erfitt því vítahringurinn sem liðið gæti lent í væri of sterkur til að komast út úr. En þar sem ég er bjartsýnismaður af eðlisfari sem og ég trúi því að liðið sé betra en það hefur sýnt undanfarið þá vil ég trúa því að leikmenn liðsins mæti 110% klárir í þennan leik!

Þar sem enginn af okkur hérna á Íslandi sér liðið æfa dagsdaglega né þekkir leikmennina persónulega er erfitt að dæma um hvernig liðið hefur brugðist við þessu mótlæti undanfarið en VONANDI er Rafa með kraftinn til staðar til að mótivera liðið!

Áfram Liverpool.

34 Comments

  1. Loksins nýtt blogg, var orðinn hundleiður á fyrirsögninni á hinu.

    Allavegana þá hef ég svona Liverpool 4-0 Realmadrid, Liverpool 4-1 ManchesterUnited og Liverpool 5-0 AstonVilla tilfinningu fyrir næstu þremur leikjum (fjórði var svo Fullham 1-0 sigur sem er einmitt eftir þessum þremur leikjum). Tökum Lyon, ManUtd og Ars og rústum þeim og komumst aftur á beinu brautina.

                 Reina
    

    Johnson Carra Agger Aurelio
    Mascha Gerrard
    Kuyt Benayoum Riera
    Babel

    Óskabyrjunarliðið mitt, en líkurnar því miður ekki miklar. 4-0 á morgun og Gerrard verður í banastuði.

  2. Sammála þessu liði, nema að miðað við frammistöðu Aurelio um helgina þá vill ég fá Insúa aftur í byrjunarliðið.

  3. Nákvæmlega sammála þessum númer 2 að fá inn Insua enda hefur drengurinn staðið sig mjög vel í byrjun móts en Aurelio hefur aftur á móti verið með kúkinn í buxunum frá því að hann kom til baka eftir meiðsli og því vonast ég eftir litla Argentínumanninum á morgun á vinstri bakvörðinn.
    Og einnig vil ég fá Babel eða N’Gog á toppinn og hafa Riera á vinstri kantinum og Kuyt á þeim hægri.
    Þetta er sá leikur sem við rífum okkur upp annars fer illa um næstu helgi.

  4. Agger verður 100% í byrjunarliðinu á morgun, allavega var hann á blaðamanna fundinum með Benitez fyrir þennan leik.

  5. Þrátt fyrir hörmulegt gengi þá fá menn tækifæri til að snúa blaðinu við. Ég hef ekki neinar draumfarir yfir komandi gengi liðsins en vona bara það besta. Ef þetta ástand fer ekki að batna til muna þá er ég ansi hræddur um að álitið verði þannig að Rafa og margir leikmenn Liverpool séu komin á endastöð hjá LFC. Carra lýsir því yfir að það þýði ekkert að hugsa um meistaratitil lengur og er ég honum sammála. Við eigum séns á að vinna aðra bikara aftur á móti og að því verður að huga ! Ég er sammála með að setja Aurelio á bekkinn. finnst Insua hafa staðið sig mun betur en hann. Ég kalla líka eftir að Johnson fari að sýna það sem hann byrjaði á og að Kuyt fari að stíga upp einnig. Það er hægt að telja upp fleiri leikmenn sem þurfa heldur betur að hysja upp um sig brókunum. Mér fannst þessi grein sem var sett hér inn á alveg frábær. Ég þakka ykkur strákar á kop.is fyrir að benda manni á svona síður. Ég er frekar upptekinn maður og má ekki vera að því að finna svona greinar. 🙂 En vonandi gengur þetta vel á morgun og ég ætla að leyfa mér að vera hóflegur og spá 2 – 1 sigri Liverpool. Skorum sigurmarkið á 87 mínútu 🙂

  6. Missi af þessm leik og United um helgina.

    Vona innilega að þegar ég kem aftur á mitt heimasvæði geti ég brosað út í bæði!!!

  7. Við höfum sóknarlega hamlaða varnarsinnaða miðjumenn (DM) .

    Hefur enginn tekið eftir því?

    Annars held ég að Liverpool tapi.

  8. Er svolítið spenntur fyrir þessum leik, á góðan og slæman hátt. Ég er smeykur við Lyon og Man Utd vegna þess hve rosalega liðið hefur verið ósannfærandi, þessi spilamennska sem liðið hefur boðið upp á er til skammar. Skítt með það að það vanti einhvern, ólöglegt mark, dómarinn klikkaði og allt það kjaftæði, leikmenn þurfa að girða sig í brók og koma klárir í þetta.

    Gott að sjá Gerrard kanski í byrjunarliðinu aftur og munar töluvert um hann. Annars þá vil ég ekki Mascherano í byrjunarliðinu, finnst hann hafa verið andlaus, pirraður og frekar slappur bara síðan tímabilið hófst. Frekar vil ég sjá Lucas og Gerrard á miðjunni.

    Babel, N’Gog eða Voronin upp á topp, Kuyt og Riera á vængjunum og Yossi í holunni. Aurelio á engan veginn skilið að halda sæti sínu og vil ég Insua inn aftur og Agger á að vera í miðverðinum á kostnað Skrtel.

    Vonandi verður liðið andlega klárt í þennan leik og geri allt til að snúa við blaðinu, ef að liðið er klárt og spilar vel en tapar þá er það þó skárra en töpin gegn Villa, Spurs og Sunderland þar sem andleysi, einbeitingaskortur og ófrumleiki einkenndi liðið. Tap með reisn er alltaf, alltaf betra en heldur en tap með skottið á milli lappanna.

    Annars hef ég trú á því að í næstu tveimur leikjum geti liðið snúið blaðinu við og komið sér í baráttuna aftur en til þess þurfa leikmenn og stjóri heldur betur að taka sig saman í andlitinu því annars getur þetta verið ljótt.

    2-1 fyrir okkur á morgun 🙂

  9. Ég er að deyja, ég er svo spenntur fyrir þessum leik. Get ekki beðið eftir því að ná þessum helvítis Sunderland leik úr kerfinu.

    Insúa verður klárlega í byrjunarliðinu enda var Aurelio sennilega lélegasti maður vallarins gegn Sunderland.

    Svo myndi ég vilja sjá Riera þarna í staðinn fyrir Babel.

  10. Úff, ég er fyrst og fremst kvíðinn en samt eins og Einar Örn segir er maður líka bara feginn að fá leik svona strax til að geta mögulega gert hlutina betur. Vandamálið er að þetta er Lyon og ég er ekkert sannfærður um að við vinnum þennan leik.

    Allavega, ég gerði mínar tilfinningar ljósar varðandi byrjunarliðið og hverja ég myndi vilja hvíla í leikskýrslunni um helgina. Hins vegar er ég ekki sannfærður í dag um að það væri rétt að henda mönnum eins og Ngog inn í þennan leik, þar sem hann skortir reynsluleysi. Það væri því spurning, í fjarveru Torres, að stilla upp okkar sterkasta liði nema NOTA VORONIN í stað Torres sem framherjann okkar?

    Liðið yrði þá:

    Reina
    Johnson – Carragher – Agger/Skrtel – Insúa
    Gerrard – Mascherano
    Kuyt – Benayoun – Riera
    Voronin

    Þessi liðsuppstilling gæti ekki verið mikið lélegri en sú á laugardaginn, er það?

  11. Sælir félagar
    Ágætis upphitun en ég skil ekki af hverju MA vill hafa Aurelio í liðinu eftir framistöðu hans í síðasta leik. Og reyndar hefur hann ekki spilað vel í einum einasta leik á þessari leiktíð svo ég man. Insua er miklu betri og skilvirkari leikmaður.
    Annars er ég ekki enn búinn að ná mér eftir síðasta leik og hefi enga tilfinningu fyrir þessum leik, ða stemmingunni í liðinu, eða hvað Benitez er að hugsa, eða hvernig fer eða neitt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Sammála byrjunarliðinu fyrir utan Aurelio, hann hefur ekkert getað ,inn með Insua. Svo Riera á vinstri ekki Babel sem því miður hefur ekkert getað og virðist ekkert ætla að verða úr þeim dreng.

    Varðandi hver á að vera upp á topp sýnir það því miður skortin á breidd hjá þessu liði, hvort sem það verður Kyut, N gog, Voronin eða Babel er ljóst að sá sem verður fyrir valinu er ekki að fara að gera stóra hluti. Finnst raunar dálítið skrýtið miðað við skort á framherjum með Torres að við skildum láta Nemeth í lán, hann getur varla verið slappari en restin og skoraði mikið fyrir varaliðið þegar hann var heill.

    Ætla nú að reyna að detta ekki niður í algert þunglyndi en mér finnst burtséð frá þessum leik ljóst að það verður að koma peningainnspýting inn í þetta með nýjum eiganda og svo hreinsun næsta sumar. Eigum nokkra af bestu leikmönnum evrópu í mörgum stöðum, eins og Reina, Gerrard, Torres jafnvel Johnson en svo er allt of mikið í besta falli meðaljónum inn á milli. Vantar mikið upp á breidd hjá þessu liði, kalla það ekki breidd að geta valið á milli Voronin, N gog og vina þeirra, vantar alvöru leikmenn og þurfum peninga til að geta náð í slíka menn af leikmannamarkaðinum.

    Ekki miskilja mig, mun alltaf standa með mínu liði en framtíðin er ekkert sérstaklega björt ef við fáum ekki peningamann inn í klúbbinn, um það snýst bara málið í dag hvort sem okkur líkar betur eða verr.

  13. ÉG væri til í að sjá N´Gog upp á topp eins og Magnús Agnar stingur upp á, sá strákur á alveg skilið tækifæri í byrjunarliði við núverandi aðstæður. Annars myndi ég vilja Riera í stað Babel og Insua en ekki Aurelio í vinstri bak.

    Annars er ég temmilega bjartur. Evrópuleikir á Anfield leggjast reyndar alltaf vel í mig, enda fara þeir yfirleitt vel… Líka flott að fá leik strax og gefa mönnum tækifæri til þess að hrista af sér þunglyndið eftir helgina.

    Ég spái 2-0 sigri, Kyut og Gerrard skora í seinni hálfleik.

  14. Kristján Atli, ætti það ekki að vinna með Ngog ef “hann skortir reynsluleysi”?

  15. Þetta er bara skelfileg sjón. Er ég sá eini sem græt mig í svefn á kvöldin??

    Lið Heildin
    L U J T ms: mf: mun Stig
    1. Man.Utd. 9 7 1 1 21 9 +12 22
    2. Chelsea 9 7 0 2 19 8 +11 21
    3. Tottenham 9 6 1 2 21 13 +8 19
    4. Arsenal 8 6 0 2 27 11 +16 18
    5. Man.City 8 5 2 1 16 9 +7 17
    6. Aston Villa 8 5 1 2 12 7 +5 16
    7. Sunderland 9 5 1 3 17 13 +4 16
    8. Liverpool 9 5 0 4 22 13 +9 15
    9. Stoke 9 3 3 3 8 11 -3 12
    10. Burnley 9 4 0 5 9 19 -10 12
    11. Everton 8 3 2 3 10 12 -2 11
    12. Blackburn 8 3 1 4 11 17 -6 10
    13. Wigan 9 3 1 5 9 16 -7 10
    14. Bolton 8 2 2 4 11 13 -2 8
    15. Wolves 9 2 2 5 8 15 -7 8
    16. Fulham 7 2 1 4 6 10 -4 7
    17. Birmingham 9 2 1 6 6 11 -5 7
    18. Hull 8 2 1 5 8 20 -12 7
    19. West Ham 8 1 2 5 9 13 -4 5
    20. Portsmouth 9 1 0 8 5 15 -10 3

  16. ja þetta er leikurinn sem vonandi kemur okkur á beinu brautina…annað ég fór í sund í morgum og einn voða fyndinn vinur minn rétti mér rauðann sundbolta hehehe en mér var ekkert voðalega skemmt yfir því…ég meina það ef liðið fer ekki að taka sig saman ..þá þarf ég á áfallahjálp að halda úfff

  17. Get ekki spáð neitt í þetta, svekktur með síðasta leik,þegar að maður hélt að vara menn mundu sína sig,,, en gerðu bara í buxan sín, en vonandi vinnur Liv og fer að gera eitthvað annað en bara að hirða launin sín….

  18. Nr. 16… Ég myndi líka gráta mig í svefn á kvöldin ef enter-takkinn minn væri bilaður 😀

  19. Ég er ánægður með að Benitez skuli ekki vera að rakka Mike Jones niður eins og margir hefðu gert heldur koma honum til varnar. Þrátt fyrir að mistök dómarans hafi verið afdrifarík fyrir hans lið.

    “I think the referees and (referees chief) Keith Hackett know that a mistake has been made but I do not want to criticise because he is a young referee,” said Benitez.

    “There are not too many referees around the world so if you have someone who has a passion and wants to be a good referee then the best thing to do is to just move on.”

    Þetta þykir mér aðdáunarvert.

    • Nr. 16… Ég myndi líka gráta mig í svefn á kvöldin ef enter-takkinn minn væri bilaður

    Ekki hans sök 😉
    Lagaði þetta.

  20. Fagmannlegt svar hjá Rafa, fíla svona viðbrögð mun betur heldur en kenna dómaranum um þegar illa fer eins og margir stjórarnir.

    Enn já maður getur vart beðið eftir leiknum í kvöld, til þess að kick-starta seasoninu þá verður hann að vinnast sem og leikurinn n.k. sunnudag. Ef það tekst ekki getur þetta tímabil orðið ansi mikið ströggl. Eins og menn segja held ég þessir tveir leikir gætu make or break the season.

    Er sammála liðinu sem stillt er upp í upphituninni að því undanskildu að ég vil fá Insua aftur í vinstri bakvörðinn. Spái 3-2, Gerrard með 2 og Agger 1

  21. “We knew that Aquliani could be out for a month but afterwards, after seeing the scans we realised it would be more,” said Benitez. “But we knew that we were signing the player for five years not just for five games.

    Þetta fær mig til að pæla í því hvort nokkur annar leikmaður en Aquillani hafi komið til greina þegar Xabi var seldur. En það eru þó ljómandi góðar fréttir að maðurinn sé að komast í stand 🙂

  22. ég fokking rústa íbuðinni minni ef það verður eins framistaða og á móti sunderland ég vill sigur og ekkert annað í kvöld og ég þoli ekki að allir í liverpool séu í skyjunum yfir að gerrard se kominn aftur.ekki misskilja mig hann er nátturlega bestur en liðið á að vinna fokking leiki án gerrards en ekki væla yfir því að hann vantar.ekki tapar barca þegar það vantar messi ekki tapar scum þegar það vantaði ronaldo í einn andskotans leik

    ef við vinnum ekki í kvöld þá er það bara einn leikur enn sem ég mun horfa á þessa leiktíð og það er scum ef hann tapast lika þá er ég kominn með alveg nóg af þessu kjaftæði og ég mun bara horfa á spænska boltann þessa leiktíð

  23. Það er grátlegt að horfa upp á stöðuna eins og hún er í dag en ég mun ekki gráta mig í svefn fyrr en við töpum gegn Man utnd um helgina. Ef við tökum þann leik eru 4 stig í þá og þá er þetta allt opið. Koma svo stöndum saman og reynum að hafa trú á þessu þótt illa hafi gengið á undanförnu, 3 stig í kvöld og 3 stig um helgina mun vera gríðarlega mikilvægt veganesti upp á framhaldið í deildinni.

  24. Drengir í guðanna bænum hættum að einblína á þessa djö…. stigatöflu í eina helv….. sekúndu. Gerið þið ykkur grein fyrir því að ÞEGAR við vinnum Man Utd um næstu helgi þá er munurinn eingöngu 4 stig sem eru nákvæmlega ekki neitt. Man Utd vann upp 7 stiga forskot á okkur í janúar á þessu ári og við getum hæglega gert slíkt hið sama. Ég persónulega vill trúa því að okkar slæmi kafli sé hér með búinn að að leiðin liggi bara upp á við. Tökum einn leik fyrir í guðanna bænum og einbeitum okkur að þessum Lyon leik. Ég er fullviss um sigur en hann kemur ekki auðveldlega. Ætli Benitez og Aurelio séu ekki búnir að kafa djúpt í síðasta leik hjá Aurelio og hann mun líklegast byrja í kvöld enda með meiri reynslu en Insua eins og sást á móti Fiorentina. Hann veit manna best að hann var slakur síðasta laugardag.
    Koma svo drengir. Höfum einn leikdag jákvæðan.
    Forza Liverpool.

  25. Sælir félagar

    Nr. 28, Aurelio var einn ömurlegast maðurinn á leikvellinum í leiknum við ítalina. Hann vann sér engin prik hjá mér fyrir þann leik. Hinsvegar getur vel verið að RB hafi hann inná þrátt fyrir allt. Hann kippir mönnum ekki út úr liði nema þeir fari að skora mörk, sbr. Keane á sínum tíma.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. NR.28
    Við erum ekkert að fara að vinna man united (frekar en önnur lið) eins og við erum að spila um þessar mundir og ég er ekki að sjá það breytast,því miður þá er ég svartsýnn á það….en vonandi hef ég rangt fyrir mér,ég vona það svo innilega.

  27. Staðfest lið: Reina – Kelly, Carra, Agger, Insúa – Lucas, Mascherano, Gerrard – Kuyt, Benayoun – Ngog.

    Sem sagt, Johnson meiddur og Kelly fær sénsinn. Agger hirðir stöðuna af Skrtel. Og okkar markheppnasti framherji (utan Torres) spilar í stað Torres.

    Mér líst ágætlega á þetta. Hef auðvitað stórar áhyggjur af því að ungu strákarnir ráði ekki við svona stóran leik, nú eða það að liðið verði enn hálf lamað eftir laugardaginn, en ég ætla að leyfa mér að vera aðeins bjartsýnn.

    EF við vinnum verður það Ngog að þakka. Þið heyrðuð það hér fyrst. 🙂

  28. Kemur töluvert á óvart að sjá Kelly þarna, hefði búist við að Carra færi í bakvörðinn og þá Skrtel og Agger í hafsent. Skrtel spilaði nú reyndar einn sinn alversta leik í treyju Liverpool um síðustu helgi og á því kannski skilið að fá sér sæti á bekknum.

Ástandið hjá LFC

Liðið gegn Lyon