Rafa – með eða á móti?

Vilt þú að Rafa Benítez starfi áfram sem stjóri Liverpool?

  • Já - hann er rétti maðurinn í starfið. (35%, 428 Atkvæði)
  • Já - við finnum engan betri á þessum tímapunkti. (26%, 317 Atkvæði)
  • Nei - ég fíla Rafa en hann verður að axla ábyrgð á genginu. (21%, 255 Atkvæði)
  • Nei - reka hann strax og þótt fyrr hefði verið. (18%, 226 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,226

Loading ... Loading ...

Þetta er einföld spurning, en ég skipti svarinu samt í fjóra liði af því að sumum finnst svarið ekki jafn afdráttarlaust og einfalt já eða nei gætu virkað.

Það hafa skiljanlega verið gífurlega fjörugar umræður á blogginu undanfarnar vikur, þökk sé dæmalaust lélegu gengi liðsins. Eðlilega hafa menn tekist hart á um Rafa Benítez og veifað staðreyndum til hægri og vinstri til sönnunar þess að hann sé annað hvort messías eða maðkur í mysunni. Þeir sem styðja kallinn eru sakaðir um að fylgja honum í blindri trú, þeir sem vilja losna við hann sagðir skorta raunsæi.

Fyrir mér er sannleikurinn einhvers staðar á milli. Þegar ég horfi yfir síðustu vikur finnst mér við hafa lent í “the perfect storm”, svo maður sletti aðeins. Þ.e.a.s., margir hlutir hafa farið úrskeiðis á sama tíma. Liðið var ekki styrkt í sumar, leikmenn hafa meiðst, Rafa hefur gert krítísk mistök á köflum, lykilmenn hafa brugðist traustinu, og svo hafa strandboltar og ýmislegt þess háttar gert okkur enn erfiðara fyrir. Það er því erfitt að ætla að staðhæfa að ástandið sé 100% Rafa Benítez að kenna. Ég held við getum öll verið sammála um það.

Hins vegar, þótt þetta sé ekki allt honum að kenna er ljóst að einhvers staðar verður ábyrgðin á þessu að liggja. Því spyr ég einfaldlega í dag, og menn geta svo kannski skeggrætt það í ummælunum og fengið almennilega útrás fyrir borgarslaginn á sunnudag: vilja menn að Rafa Benítez stýri liðinu áfram eða ekki? Og ef já/nei, hvers vegna þá?

Set sjálfur inn mína skoðun í ummælunum, en að lokum ætla ég að koma með spá: það er pottþétt staðreynd að á einhverjum tímapunkti verða eigendurnir neyddir til aðgerða. Hvort sem þeir styðja Benítez eða ekki munu þeir, fyrr eða síðar, neyðast til að taka af skarið og reyna að gera einhverjar breytingar til að stöðva þetta hrun liðsins. Knattspyrnusagan hefur kennt okkur það að í slíkum tilfellum er það alltaf, undantekningarlaust knattspyrnustjórinn sem er látinn bera ábyrgð á genginu og missir starf sitt. Rafa og Bandaríkjamennirnir eru þar engin undantekning.

Mín spá er því sú: ef við töpum gegn Everton á sunnudag verður Rafa látinn fara. Hvort sem við viljum það eða ekki, hvort sem Kanarnir vilja það eða ekki, kemur að því að nóg er nóg og ég held að sá tímapunktur verði ef við töpum gegn Everton.

Allavega, menn geta kosið um þetta og gert svo grein fyrir atkvæði sínu í ummælunum.

162 Comments

  1. Mín skoðun: það er MARGT í fari Benítez sem fer í taugarnar á mér, hlutir sem ég er annað hvort ósammála eða skil hreinlega ekki. Hins vegar reyni ég alltaf að dæma knattspyrnustjóra hverju sinni út frá einfaldri spurningu:

    tel ég að annar þjálfari gæti náð betri árangri með liðið, í því ástandi sem það er, í dag?

    Í dag er svarið nei. Ég hef ekki trú á að annar þjálfari gæti gert betur miðað við þau meiðsli og annað sem við erum að lenda í þessa dagana. Þess vegna vil ég að Rafa sé áfram. En ég viðurkenni fúslega að það eru ákveðin atriði við störf hans sem valda því að ég hef ekki 100% trú á að hann sé besti maðurinn í starfið til lengri tíma litið, en á þessum tímapunkti sé ég ekki hvað við græðum á að skipta um stjóra.

    Þess vegna kaus ég já, því við finnum engan betri á þessum tímapunkti.

  2. Nú eigum við Púllarar að bera höfuðið hátt, hætta að velta okkur upp úr neikvæðninni og minnast frekar þeirra titla og sigra sem við höfum unnið í gegnum tíðina.

    Teikn eru á lofti um betri tíma, Graeme Souness er kominn aftur með skegg.

  3. Það sem mér finnst erfiðast í þessu öllu er að skilja hvað hefur farið úrskeiðis. Ólíkt því sem var undir stjórn Houllier þá hefur þetta hjá Rafa gerst allt í einu. Áður en Houllier var rekinn höfðum við verið lélegir í tvö ár. Með Rafa þá hélt ég hins vegar að við værum með besta lið á Englandi bara fyrir þremur mánuðum.

    Ég horfði á þetta lið í hverri viku á síðasta tímabili spila frábærlega. Við skoruðum flest mörk, vorum með örugga vörn og svo framvegis. Við unnum United 4-1 og Real Madrid 4-0. Við unnum Chelsea tvisvar í deildinni. En núna erum við allt í einu orðnir ömurlegir. Spilum leiðinlegan bolta, erum ekki með neitt sjálfstraust og til að toppa allt þá erum við í fyrsta skipti í langan tíma með ómögulega vörn (reyndar hafa þeir leikir sem að Agger og Carra hafa spilað saman gefið mér smá von).

    Ég er því enn að gæla við að þetta sé tímabundin lægð en ekki það að Rafa hafi misst það og sé kominn á endapunkt og allt það. En ég hef líka ekki endalausa þolinmæði gagnvart þessari lægð. Mér finnst stundum einsog þeir sem vilja reka Rafa haldi að öllum hinum stuðningsmönnunum sé alveg sama um þennan lélega árangur. Það er svo langt frá því að vera satt. En ég, einsog Kristján, sé ekki betri kost í stöðunni.

    Það sem fyllir mig aðallega vonleysi er að ég sé ekki alveg hvernig ástandið á að batna með nýjum leikmönnum. Ég hef litla trú á að við kaupum einhverjar stjörnur í janúar. Ég held að endurreisn þessa liðs byggist fyrst og fremst á því að miðjan fari að spila almennilega og að menn einsog Kuyt, Gerrard, Riera og fleiri fari að spila einsog þeir gátu spilað í fyrra. Já, og að Torres spili.

    En ég kaus semsagt já, ég vil halda Benitez. Það er þó alveg ljóst að ef að þetta batnar ekki á tímabilinu þá munu eigendurnir ekki hafa marga kosti.

  4. Ég kaus “Já hann er rétti maðurinn í starfið”. Menn eru dæmdir af árangri sínum, ekki af tveimur mánuðum í fimm ára starfi.

    Tek undir með Kristjáni Atla, það eru engir aðrir kostir þarna úti – vissulega er Liverpool stór klúbbur sem 99% af stjórum þarna úti myndu stökkva á tækifærið að fá að stýra, en í dag þegar fjárhagsstaðan er eins og hún er, eigendurnir eins og þeir eru þá tel ég engan af þessum “heiti” væru tilbúnir að gefa sitt starf uppá bátinn til að taka við LFC (þá meina ég t.a.m. Jose Mor.)

    Ég er einnig sammála K.A. um sumar ákvarðanir Rafa – sérstaklega uppstillingunni og skiptingunum oft á tíðum. En hins vegar er ástæða fyrir því að hann situr í stjóra sætinu og að gagnrýnendur hans eru bakvið tölvusjái eða með blaðaskrifum (sbr Souness, telur hann sig geta gert betur ? Kunnið þið annan …).

    Ég hef trú á Rafa, því í fyrsta skiptið síðan ég fór að horfa á fótbolta (fæddur ´82) þá er liðið nægilega sterkt til þess að geta gert alvöru atlögu að öllum þeim titilum sem í boði eru – og byggi ég það á spilamennsku síðastliðin 2 ár, ekki 2 mánuði.

  5. “já,við finnum engan betri á þessu tímabili”…hinsvegar vil ég sjá breytingar og hluti af því er að skipta um mann í brúnni..sé bara ekki tilgangin með því að reka hann núna,því það er engu að bjarga lengur…Liverpool,í blíðu og stríðu…

  6. Svaraði “já, hann er besti maðurinn í starfið”.

    Er sammála ræðumanni nr 4 í því að liðið er nægilega sterkt til að geta gert alvöru atlögu að titlunum (byggt á sl 18 mánuðum).

    Hinsvegar hafa skollið á okkur allskonar fárviðri í einu, blindbylir og annað rugl sem er ófyrirséð.

    Hef trú á því að við verðum búnir að minnka muninn talsvert um áramót.

    Ps. Þurfum að fá þennan legkökulækni bara á Anfield í fullt starf.

  7. Ég held að lykilvandamál Liverpool felist í einum manni og það er Dirk Kuyt. Með fullri virðingu fyrir manninum þá getur hann ekki haldið boltanum, sent á samherja, tekið menn á né breytt leiknum á nokkurn hátt. Hann er svo langt frá því að vera hhægri vængmaðurinn sem Liverpool þarf á að halda að það hálfa væri hellingur… það brotna alltof margar sóknir á þessum manni… og Benitez þarf alvarlega að fara endurskoða skiptingataktíkina… af hverju fær Aquliani ekki að spila meira??

  8. Kuyt hefur verið jafn slakur á þessu tímabili og hann var góður á því síðasta.

    af hverju fær Aquliani ekki að spila meira

    Vegna þess að hann er ekki í leikformi og Liverpool hefur ekki verið í þægilegri stöðu í leik síðan hann byrjaði að spila aftur. Ef Liverpool hefði verið 2-0 yfir í seinni hálfleik síðasta mánuðinn er ég viss um að Aquliani hefði spilað meira.

    Þegar hann kom inn á fyrir Lucas um daginn til að reyna að bjarga málum á móti Birmingham koðnaði leikur liðsins algjörlega niður.

  9. Sammála síðuhöldurum, það mun ekki gagnast liðinu að fleygja þjálfaranum fyrir borð, bara si svona.

    Re 7: Miðað við ástandið á vellinum í gær (að mér sýndist) þá var ég nú bara feginn að Aquilani var á bekknum..

  10. Ef Liverpool hefði verið 2-0 yfir í seinni hálfleik síðasta mánuðinn er ég viss um að Aquliani hefði spilað meira.

    Ég fór að hugsa um það í gær hvenær ég hefði síðast verið rólegur yfir Liverpool leik – hvenær við vorum síðast tveim mörkum yfir.

    Og ég skoðaði þetta og sá að síðustu tvo mánuði höfum við verið tveimur mörkum yfir í um það bil 2 mínútur (síðustu tvær gegn Man U). Það er ótrúlegt.

  11. Nákvæmlega, þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil. Vörnin í rugli, færi ekki kláruð og stress í gangi. Þegar ástandið er þannig er afskaplega erfitt að spila nýja menn inn í liðið – og þegar það var prófað gekk það ekki upp.

  12. Er búinn að setja mitt atkvæði í könnunina.

    Hins vegar er ég ósammála KAR að Everton leikurinn skipti einhverju máli. Christian Purslow hefur í gegnum allan sinn vel heppnaða viðskiptaferil verið maður orða sinna og er ráðinn með langtímaplan í huga. Amerískir íþróttaeigendur setja hlutina upp á öðru róli en evrópskir og ég tel að stóru átökin hafi verið í fyrravetur, sem lauk með brotthvarfi Parry og síðar Moores og innkomu Purslow í staðinn. Rafa og Purslow eru nánir, talast við um félagið einu sinni á dag og hafa sett upp langtímamarkmið.

    Það er alls ekki mín óskhyggja að segja þetta, heldur einfaldlega mín upplifun á því hvað félagið hefur aðhafst síðan Purslow tók við. Eitt af því er t.d. ákvörðun eigendanna að taka launakostnað við endurnýjaða samninga inn í budget félagsins og samþykki Rafa fyrir því. Á sama hátt er nú verið að leita minnihlutaeigenda í félaginu og það er alveg ljóst að rót sem fylgir þjálfaraskiptum, hvað þá kostnaðurinn, myndi hræða slíka fjárfesta frá að kaupa í félaginu á svona tíma.

    Viðtal Sky við Purslow var að mínu mati frekar afdráttarlaust, þeir spurðu á ensku og fengu ákveðin svör frá honum. Mitt mat er því það að félagið sé með langtímakúrs framundan, þess vegna standa nú Carra og Gerrard upp og eggja leikmenn og stuðningsmenn, og hvað sem gengur á í næsta leik muni ekki hafa afdráttarlausar afleiðingar.

    En kannski er mín upplifun ekki rétt….

  13. Ég held einmitt að menn séu mögulega að ætlast til of mikils af Aquilani, einmitt vegna þess hvernig ástandið á liðinu er. Fyrir mér er klárt að maður sem er búinn að vera frá í hálft ár vegna meiðsla og uppskurðar, og er að byrja nýjan feril í erlendu landi og nýrri deild, þarf talsverðan tíma til að aðlagast. Ef við bætum við því að hann sé búinn að vera frá í hálft ár og það sé að koma desember þá held ég að við munum aldrei sjá hans rétta andlit fyrr en liðið er vel á vorið. Ég vona bara að menn geti sýnt því smá þolinmæði.

    Varðandi gærkvöldið, þá var ég einmitt farinn að sætta mig við það sem ástæðu að sennilega treysti Rafa ökklanum á honum ekki á svona lélegan grasvöll, en svo setti hann Aquilani inn í mínútu undir lokin og gerði þá kenningu að engu. Ef hann hefði óttast ökklann á honum hefði hann getað sett Skrtel eða e-n annan inn þessa einu mínútu.

    Ég skil þetta dæmi ekki alveg. Aquilani fær alveg pottþétt lítið að spila gegn Everton held ég, ef það er eitthvað lið sem reynir að meiða hann eru það þeir. Þannig að það gætu verið tæplega tvær vikur í viðbót þangað til við sjáum hann að einhverju viti.

    Að því sögðu, þá kemur það mér eilítið á óvart að sjá hversu stór meirihluti er að kjósa “Já” enn sem komið er. Kannski er minnihlutinn bara svona hávær á þessari síðu en mér fannst einhvern veginn eins og það væru fleiri búnir að missa trúna á Rafa. Sjáum þó til.

  14. Ég vil að hann fari. Ástæðan er einfaldlega sú að það er ekki neinu hægt að bjarga á þessu tímabili og því rétti tíminn til að fá nýjan stjóra inn svo hann hafi tíma til að móta liðið í vetur. Nýr stjóri þarf tíma til að sjá hvaða stöður hann þarf að bæta þegar hægt verður að kaupa leikmenn í janúar og næsta sumar… það veltur þó á því að til verði peningar til að kaupa öflugri leikmenn en hafa verið keyptir í síðustu viðskiptum fyrir utan Torres og Johnson.

    Rafa er bara að mínu mati búinn að sýna að hann nær ekki lengra með liðið. Flestir þeirra leikmanna sem ekki eiga “fast sæti” í liðinu eru í fýlu og vilja í burtu frá félaginu! Má þar nefna menn einsog Babel, Voronin og Dossena. Þessir leikmenn endurspegla breiddina í hópnum, haldið þið að þeir kæmust í hópinn hjá manu, fc elsu eða Arsenal? Ekki nokkur einsasti séns á því.

    þar fyrir utan erum við með Alberto Aquilani sem mér fannst Rafa niðurlægja í gær með innáskiptingunni þegar 30 sek voru eftir. Hvernig á hann að komast í leikæfingu? Er hann virkilega ekki betri kostur en Lucas?
    Lykilmenn síðustu ára (sem hafa verið leikhæfir megnið af tímabilinu) hafa síðan brugðist algjörlega. Carra og Kyut eru þar efstir á blaði. Mascherano er síðan eins áhugalaus og hugsast getur, jafnvel jafn áhugalaus og Voronin. Getur verið að þetta sé að smitast út í liðið? að menn hafi hreinlega ekki trú á verkefnunum sem lögð eru fyrir þá? Er þá ekki við Rafa og hans starfslið að sakast þar sem þeir virðast ekki ná að gíra menn upp fyrir leiki nema þá helst á móti sterkustu liðunum?

    Ég vil Rafa burt sem fyrst af þeim einföldu ástæðum sem ég hef rakið hér að ofan. Þetta eru stór orð en ég sé bara ekki annan kost í stöðunni eins og hlutirnir hafa þróast síðustu vikur.

    YNWA
    Geiri

  15. Maggi, þessi spá mín var meira bara gisk út í loftið, ég að reyna að þykjast vita hvað Kanarnir eru að hugsa. Ég vona eins og þú að þetta sé fjarri lagi hjá mér.

    Auðvitað væri best að vinna bara Everton, þá þyrfti ekkert að ræða þetta meira. 😉

  16. Ég hef fylgst með Liverpool síðan 1986 þegar ég var 10 ára. Þá var óumdeilanlegt hvaða lið væri best í Englandi, ef ekki Evrópu. Þá var liðið á 16. titlinum sínum, fjórða liðið til að verða tvöfaldur meistari á síðustu öld og hafði tekið fjóra Evróputitla með “þremur” liðum tíu ár á undan. Árið 1992 voru komnir tveir Englands og tveir bikartitlar í viðbót. Liverpool hafði keypt eftirsóttustu leikmenn Bretlands á borð við Beardsley, Barnes, Aldridge og var í fararbroddi með erlenda leikmenn á borð við Grobbelaar, Mölby og Hysen. Takið eftir að á fimmtán ára hátindi Liverpool frá 1977-1992 voru þrír mismunandi stjórar, ekki einn eins og hjá Man Utd 1993-2009. Það gefur til kynna að á bakvið tjöldin voru menn ekki síður á tánum heldur en úti á vellinum. Liverpool var t.d. í fararbroddi með að nýta sér auglýsingatekjur og sjónvarp og var reglulega að kaupa dýrustu leikmennina á markaðinum.

    Í dag eru breyttir tímar. Ekki skortir á raunsæið hjá manni að Liverpool hefur dregist aftur úr alltof mörgum félögum hvað varðar peninga, leikmenn, markaðssetingu og stærð vallar. Ekki vantar heldur raunsæið þegar kemur að því að boltinn er breyttur, bæði keppnir á borð við CL osfrv. Hinsvegar má ekki vanmeta árangur Liverpool áður fyrr, eitt tap í Evrópukeppni Meistaraliða gat þýtt að þú værir úr leik. Og enska deildin var ekki síður sterk og dómineraði Evrópukeppnirnar.

    Ástæðan fyrir því að mér hefur aldrei fundist jafn lítið spennandi að horfa á Liverpool og undanfarin tvö ár er ekki persónulega beint gegn Rafa Benitez. Hinsvegar er kúltúrinn í kringum klúbbinn orðinn allt annar heldur en hann var og það svíður manni. Áður fyrr sveif andi sigurvegara yfir Anfield. Í dag leikur andi meðalmennskunnar og minnimáttakenndarinnar yfir Rauða hernum. Það er orðið hrikalega pirrandi og fyrirsjáanlegt að hlusta á aðdáendur, leiklýsendur, fyrrverandi leikmenn og núverandi tala endalaust um “að ef þetta og hitt hefði gerst og ef þessi og hinn koma og ef lukkan er okkur hliðholl þá vanti bara örlítið uppá að hlutirnir smelli”.

    Liverpool er orðið “liðið sem ætlar endalaust að smella saman á næsta tímabili”. Þetta er maður búinn að hlusta á síðan 1996, en við sem munum það langt munum það vel að þá þótti hneisa að Liverpool hafði ekki unnið titilinn í sex ár. En allt átti að lagast á næsta tímabili ef þessi og hinn fengju séns, hinn og þessi yrðu keyptur og þá myndi allt lagast.

    Með ráðningu Gerard Houllier fannst manni vera tekið framsækið skref á sínum tíma og eftir þrennutímabilið var allt að fara að gerast. En það var tálsýn, sem ekki síst stafaði af því að Liverpool hafði nokkra heimsklassaleikmenn innanborðs sem gátu klárað einstaka leiki, en liðið í heild var langt í frá heimsklassalið. Furðuleg kaup Húlla og messíakomplexinn eftir þrennuna urðu honum fljótt að falli. Hann hafði aldrei rangt fyrir sér. Það var alltaf einhverri óheppni að kenna að Liverpool komst ekki lengra en 2.sætið eitt árið. Það sem aðdáendur sáu illa en Carra og Gerrard lýsa vel í ævisögum sínum er hversu rosalega langt afturúr Liverpool var að dragast frá hinum.

    Með ráðningu Rafa fannst manni Liverpool aftur vera að taka framsækið skref sem sýndi að klúbburinn var ekki dauður úr öllum æðum. Benitez var reyndar 2nd choice hjá stuðningsmönnum Liverpool það sumarið (og jafnvel 3rd choice á eftir Deschamps hjá sumum), en þannig er það jú að sigurvegararnir fá fyrsta valrétt í evrópuboltanum ólíkt NBA og Jose Mourinho fór þangað sem stuðningurinn var til staðar við að byggja upp sigurvegaralið. En þarna veltir maður fyrir sér þessarri fullyrðingu að enginn “betri” sé available í dag og þess vegna sé best að halda áfram með Rafa. Það hefur nefnilega líka orðið tilhneiging hjá aðdáendum Liverpool að hugsa sem svo að enginn gæti gert betur en sá sem þeir eru með nú þegar. Kannski er einhver 2nd eða 5th choice þjálfari þarna úti sem gæti tekið liðið upp á hærra plan. En við vitum það ekki fyrir víst, frekar en við vitum það fyrir víst að enginn gæti gert betur en Rafa.

    Í staðinn fyrir að pæla endalaust í því þá ættu hlutaðeigandi að velta fyrir sér árangri. Árangur Benitez í ensku deildinni fyrstu fimm árin stefnir í að vera svipaður og hjá Roy Evans. Í Evrópu hefur Rafa náð mjög góðum árangri og tel ég það vera ástæðuna fyrir því að hann sé ennþá við stjórnvölinn. Hvað varðar leikmenn má rökstyðja að einungis sumarið 2007 hafi komið leikmenn í algjörum topp-gæðaflokki(leikmenn sem myndu getað labbað inn í Barcelona, Chelsea, Man Utd.) til liðsins, enda hafði það verið í úrslitaleik CL í tvö ár af þremur. Annars hafa stærstu kaup liðsins verið leikmenn á borð við Peter Crouch, Craig Bellamy og Albert Riera. Xabi Alonso og Luis Garcia voru efnilegir en kannski ekki topp-kaliber þegar þeir voru keyptir. Fínir strákar allir þessir en varla leikmenn sem fá San Siro né Old Trafford til að skjálfa af æsingi ef þeir væru orðaðir við liðin þaðan. Árangur liðsins í síðustu tíu leikjum er síðan ekki eitthvað sem nokkrir aðdáendur ættu að sætta sig við.

    Það gæti verið meistararitgerðarefni að skoða hrörnun Liverpool undanfarin tuttugu ár. Punkturinn er sá að það pirrar mann hrikalega að horfa upp á sömu hringekjuna ár eftir ár. Liverpool er orðið að farsa þar sem allir þurfa að fara að hysja upp um sig buxurnar. Þetta fína tímabil í fyrra (bikaralaust) var undantekningin, ekki reglan hjá Liverpool nútímans. Það þarf að skipta út eigendum og veita liðinu fjárhagslegan grundvöll til að laða að sér betri leikmenn.

    Aðdáendur þurfa að fara að átta sig á því að ef þeir fara ekki að gera meiri kröfur á liðið, stjórann og klúbbinn um að standa sig þá fá þeir það sem þeir biðja um, lið og leikmenn í öðrum klassa sem einstaka sinnum gæti gert einhverjar óvæntar gloríur en drægist sífellt meira afturúr þeim sem eru á toppnum.

    Ég held að þetta kalli á meiriháttar átak. Ég get því miður séð fátt sem bendir til þess að Liverpool geti unnið meistaratitilinn næstu fimm árin án meiriháttar hugafarsbreytingu í kringum allt heila batteríið. Mér þykir að mörgu leiti vænt um Rafa, ég held að hann hafi komið inn með því hugarfari að taka okkur á næsta þrep fyrir ofan og reynt sitt ítrasta. En nú eru liðin fimm ár, og karlinn er búinn að taka ansi marga slagi og lítur hreinlega út fyrir að þurfa á hvíld að halda eða nýju umhverfi.

    Vissulega sigraði Alex ekki titilinn með Man U fyrr en á sjöunda ári, en það verður að taka með í reikninginn að klúbburinn tók verulegum breytingum innan sem utan vallar á þeim tíma. Menn hysjuðu upp um sig buxurnar á þeim bænum, keyptu nokkra af dýrustu knattspyrnumönnum Bretlands og hristu upp í akademíunni sinni, stækkuðu völlinn og fóru nýjar leiðir í fjáröflun. Þetta þarf að fara að gerast hjá Liverpool, innan sem utan vallar. Menn vinna ekki titilinn sjálfkrafa á sjöunda ári.

    Bottom line. Rafa virðist þreyttur eftir heljarbaráttu undanfarin ár og það sést á úrslitum liðsins. Liverpool er búið að sanna sig sem lið sem er í 3-7. sæti í ensku deildinni undanfarin ár með einstaka topptímabilum sem enda í 2. sæti. Leikmannahópurinn er ekki nógu sterkur enda koma toppleikmenn sjaldan til liða sem vinna titla með höppum og glöppum. Eigendurnir, núverandi og fyrrverandi þurfa að bera mesta ábyrgð og nú þarf að standa við loforð um stærri völl og betri innviði. Ef aðdáendur gera ekki meiri kröfur og það sem fyrst, þá lifir titilinn einungis í endalausum vonum um betra gengi á næsta ári.

    PS: Ég er ekki að reyna að snúa einum eða neinum yfir á mitt band. Ég tel þetta bara vera sjónarmið sem þarf að koma á framfæri.

  17. Nákvæmlega þessi setning úr viðtalinu við Purslow:

    “This result has no bearing on Rafa whatsoever,” Purslow declared. “He signed a new five-year deal four months ago and in those terms he is four months into a five year journey. You don’t deviate from long term plans for people.”

    held ég að sé það afdráttarlaus að við þurfum ekki að velta öðru fyrir okkur…

  18. Ef Liverpool tapar gegn Everton þá tel ég að hann verði að fjúka. Ástæður þess er að sýna fram á það að Liverpool sættir sig ekki við jafn mikið afhroð og raun ber vitni. Einhver þarf alltaf að bera ábyrgð á gegninu og auðveldasta skotmarkið er jú stjórinn. Hann velur liðið, ræður kaupum og sölum (oftast nær), ákveður leikskipulag, sér um taktískar breytingarm innáskiptingar og sér um að mótivera liðið Allir þessir þættir er eitthvað sem Rafa Benitez hefur gjörsamlega gert skelfilega illa.
    Leikmannahópurinn okkar er á svipuðu leveli og Aston Villa (og án G&T erum við í raun með svipaðan hóp og Everton. Við erum með Skrtel, Dossena, Lucas og Ngog, þeir eru með Yobo, Baines, Cahill og Saha). Því er það alveg ljóst að Rafa hefur gert stór mistök að undanförnu í smáum skömmtum sem hefur farið að mestu framhjá eyrum okkur.
    Það eina sem er viðunandi núna er að vinna Evrópudeildina, FA Cup (já VINNA BÆÐI, no more, no less) ásamt því að ná a.m.k. 4 sæti í deildinni. Allt annað en þetta gerir þessa leiktíð að miklum vonbrigðum. (Þeir sem gagnrýna mig fyrir of miklar vængingar geta spurt sjálfa sig hvort LFC eigi ekki alltaf að gera miklar væntingar til liðsins síns).
    Tap gegn Everton, eða tveir til þrír leikir án sigurs á næstu mánuðum, fall úr Evrópudeild eða FA cup snema í þeim keppnum eða tap gegn liðum á borð við Wolves, Hull, Portsmouth mun að mínu mati fyllilega réttlæta brottrekstur Rafa.
    Við getum ekki alltaf lifað í fortíðinni og því góða sem hann gerði. Gerum okkur grein fyrir því að það verður hálfur áratugur síðan við unnum Meistaradeildina í lok tímabilsins. Það hefur ekkert að segja núna nema skapa LFC aðdáendum góðar minningar. Við einfaldlega krefjumst árangurs.

  19. Eitt í þessu.

    Guus Hiddink er sá þjálfari sem ég mundi helst vilja að tæki við Liverpool ef Benitez færi og hann er á lausu! Rússland dottið út úr HM.

    Annars vill ég halda Benitez.. allavega út þetta tímabil. Við lendum í topp fjórum, eina sem gæti komið í veg fyrir það er að Benitez yrði rekinn.

    Ég hef aldrei áður verið jafn spenntur fyrir FA cup.

  20. Einhver þarf alltaf að bera ábyrgð á gegninu og auðveldasta skotmarkið er jú stjórinn.

    Liverpool er ekki og hefur aldrei verið klúbbur sem einblínir á “auðveldasta skotmarkið”.

  21. Ég virðist nú bara ekki vera kominn með kosningarétt í þessu !

    En ég myndi segja Já hann er rétti maðurinn í starfið. Liðið hefur verið að bæta sig ár frá ári eftir að hann kom, núna er fyrsta alvöru setback-ið. Vissulega erum við að fara í gegnum hroðalegan kafla, en ég hef síður en svo misst trúnna á Benitez og er einnig á því að þetta slæma gengi sé bara ekki alfarið honum að kenna. Eins er ég á því og þetta finnst mér vera mikilvægast að ég held að hann sé lang lang líklegastur til að ná einhverju út úr þessum hóp og rétta gengi liðsins við.
    Til að svo geti orðið verðum við samt að fara ná nokkrum leikjum án þess að 2-4 meiðist í leik og a.m.k. einn fyrir leik.

  22. 16 eitt besta innslag hér á vefnum að mínu mati í langan tíma um stöðu félagsins. Hittir naglann beint á höfuðið.

  23. Daði (#16) – frábært innlegg. Það er erfitt að vera ósammála nokkru sem þú segir, þannig að ég ætla ekkert að reyna. 😉

  24. mér líst vel á þessi bítti jóakim.

    en muniði þegar sammy lee tók einhverja tvo leiki á síðasta seasoni og við skoruðum fullt af mörkum í taumlausri leikgleði. af hverju stígur rafa ekki bara til hliðar í einn leik eða svo og leyfir sjálfum sér að anda? er það ekki möguleiki? eða er þetta bull?

  25. Árangur Benitez í ensku deildinni fyrstu fimm árin stefnir í að vera svipaður og hjá Roy Evans.

    Skrifar Daði. Paul Tomkins skrifar aftur á móti:

    • Benítez’s league win % is identical to Bob Paisley’s, and only behind Kenny Dalglish in terms of post-war Liverpool managers. Bigger squads and extra substitutes enable big clubs to win more games in the modern age, but even so, Liverpool have never had squad investment to rival Chelsea and United; at full-strength, only those two clubs can bring on £20m men from the bench.

    • Benítez’s league win % is a fraction over 57%, and clearly far greater than those of Roy Evans (51%) and Gérard Houllier (51%). Graeme Souness won only 41% of his matches. (Now things really were shite back then.)

  26. Það er ágætt Maggi að þér finnist við ekki þurfa að velta öðru fyrir okkur.

    En til að svara þessu sem Purslow segir þá er það ekkert öðruvísi heldur en endalaus stuðningur Parry við Houllier á sínum tíma.

    “You don’t deviate from long term plans for people” er setning sem hægt að túlka sem afdráttarlausan stuðning ef maður horfir á hana með rósrauðum gleraugum.

    En ég trúi ekki að long-term planið sé að detta út úr meistaradeildinni og fá leikmenn upp á móti sér í fjölmiðlum. Ef næsti mánuður gengur illa, og Liverpool sé allt í einu komið í kringum 10. sætið, hvernig mun það passa við long term planið? Ef liðið kemst ekki í CL á næsta tímabili, er það hluti af long-term planinu? Og hvenær byrjaði long term planið? 1996? 1998? 2004? 2007? sumarið 2009 eða í gærkvöldi kl. 22.00? Hvernig var þetta með Leeds? Var það long-term planið að falla niður um tvær deildir og koma svo og vinna titilinn 2030? Þá er kannski allt á réttri leið þar á bæ.

    Rafa er safe á meðan lágmarkskröfur um árangur eru uppfylltar úti á vellinum. Annað er bara vitleysa. Ef lágmarkskröfurnar eru þátttaka í Europa League þá er áhugavert að heyra það.

    “It’s really important our fans understand that we’ve got some heroes out there doing it on the park in the last few games, half fit or on painkilling jabs, to do a job for our club. I came to Budapest more in hope than expectation.”
    Chelsea og Man Utd. þurfa ekki að senda half-fit og uppdópaða leikmenn út á velli hjá smáliðum með allt undir. Og þau koma alltaf með væntingar um sigur, hvar sem er. Þetta sýnir bara meðalmennskuna sem er komin allt í kringum liðið. Ef við eigum að bera okkur saman við þessi lið þá erum við á rangri leið.

    The trouble with Liverpool under Benítez is that they produce results in big matches only when goaded to a frenzy by the consequences of their own earlier inadequacies. In recent years we have grown accustomed to writing them off, only to see them respond with performances – against Manchester United, Real Madrid or AC Milan – epitomising the triumph of fighting spirit, of a refusal to accept the odds against redemption.
    http://www.guardian.co.uk/sport/blog/2009/nov/24/liverpool-rafael-benitez-champions-league

  27. Matti, Paisley og Dalglish röðuðu inn bikurum á tímabili þar sem Aston Villa, Nottingham Forest, Ipswich, Tottenham og Everton voru öll að vinna Evróputitla.

    Þetta með league win % án þess að skila bikurum er svona svipað og að segja að “við skutum 27 sinnum á markið og hinir 2svar en samt var jafntefli” eins og það eigi að vera einhver sigur í sjálfu sér.

    Það eru mörkin og bikararnir sem virkilega telja í fótbolta. Eða það hélt ég allavegana.

  28. Er lið síðasta árs besta Liverpool lið allra tíma? Ef svo er þá hafa andstæðingar okkar(ég augljóslega held ekki með M. og C.) tekið stórkostlegum framförum.

    Liðið í fyrra var helvíti gott, Reina, Carra, Alonso, Gerrard og Torres. Þetta er ekki árennilegt hryggjastykki.

  29. ég vill ekki reka Benitez útaf lélegum úrslitum í síðustu leikjum, heldur finnst mér spilamennskan og sjálfstraustið vera alveg skelfilegt. Og ég væri nú alveg til í að sjá Guus Hiddink taka við þessu, þá fyrst erum við í góðum málum!

  30. Þetta með league win % án þess að skila bikurum er svona svipað og að segja að “við skutum 27 sinnum á markið og hinir 2svar en samt var jafntefli” eins og það eigi að vera einhver sigur í sjálfu sér.

    Þetta finnst mér útúrsnúningur. Það sem þetta segir þér er einfaldlega að það er erfiðara að vinna deildina núna en áður. Andstæðingar Liverpool hafa meiri pening, dýrari leikmenn og borga hærri laun. Eins og Tomkins bendir á í sömu grein er mjög sterk fylgni milli launakostnaðar liða í ensku deildinni og árangurs. Það varst þú sem komst með samanburð við árangur Evans, ég benti á þetta til mótvægis.

  31. Maður hefur óneitanlega verið pirraður í mörgum leikjum liðsins í vetur. Hlutirnir hafa bara einfaldlega ekki gengur upp hjá okkur og er hægt að finna hinar og þessar útskýringar fyrir því, hvort svo sem það sé sundboltar, dómgæsla, meiðsli lykilmanna eða hvaðeina. Staðreyndin er bara sú að Liverpool er í fjárhagsörðuleikum og því erum við ekki samkeppnishæfir um stærstu titlana að svo stöddu. Það er hægt að rökræða að við séum nánast með sama liðið og í fyrra en á móti kemur þá greinilega skipti Xavi Alonso alveg svakalega miklu máli fyrir okkur. Engum gat órað fyrir hvað þetta myndi hafa mikil áhrif á liðið okkar því að þeir miðjumenn sem voru eftir (Masch og Lucas) eru bara of líkir og hvorugur þeirra er með hæfileika til að sækja fram á við, gefa úrslitasendingar, taka menn á eða eru “matchwinners”. Miðjan er okkar helsta vandamál í dag að mínu mati. Þegar þú ert með lélega miðju þá er vörnin berskjaldaðari. Ég er ekki að segja að það sé alfarið miðjunni að kenna að við séum að fá á okkur þessi mörk en þarna sést alveg svakalega vel líka hvað Alonso var góður “varnarmiðjumaður”. Við skorum alltaf mörk en vandamálið er að við þurfum mann til að stjórna spilinu á miðjunni (Aquilani) og í kringum hann má byggja miðjuna (Masch eða Lucas). Kantmennirnir hafa síðan verið slakir og þar er Kuyt fremstur í flokki að mínu mati. Hann hefur því miður verið slakur í ár og á svo sannarlega að gera betur. Rafa hefur ekki getað stillt upp sínu sterkasta 11 manna liði í allan vetur og það hlýtur að vera erfitt. Haldið þið að við séum ekki með sterkt lið þegar að byrjunarliðið lítur svona út. Reina, Johnson, Agger, Carragher, Aurelio, Kuyt, Aquilani, Mascherano, Riera/Benayoun, Gerrard, Torres.

    Þetta lið er sko samkeppnishæft í öllum keppnum, ekki segja mér annað.

  32. Kiddi þessi linkur sem þú settir inn breytti minni skoðun úr “já – við finnum engan betri á þessum tímapunkti” yfir í “já – hann er rétti maðurinn í starfið”.

  33. Sælir félagar

    Ég þarf ekkert að segja. Það sem KAR segir efst í þessum athugasemdabunka er eins og talað út úr mínum munni og ég gerði nákvæmlega það sama og Kristján Atli og á sömu forsendum

    Það er nú þannig

    YNWA

  34. Matti #32 þetta er enginn útúrsnúningur, fyrst það er erfiðara að vinna deildina í dag, af hverju ertu þá að miða league win% í dag við league win% fyrir 30 árum síðan? Daði sagði nákvæmlega það sem þurfti að segja. Það eru mörk og titlar sem að skifta ÖLLU máli ekki prósentutala. Og hana nú.

  35. Fyrir utan það að Liverpool hefur yfirleitt tekið helvíti gott rönn undir lok tímabila hjá Beniez sem hefur lagað %-töluna ansi mikið en skilað nákvæmlega engu. Verið að vinna leiki þegar flest sæti deildarinnar eru ráðin að mestu leiti.
    Það að bera vinningsprósentur í deild og kalla það merkilega tölfræði er ekki gáfulegt.

  36. Er eiginlega alveg sammála Einar Erni nr. 3 og jánkaði því líka að Rafa væri maðurinn í starfið. Neita því ekki að það hljómuðu efasemdaraddir í hausnum á mér þegar ég svaraði, skiljanlega kannski. Eins og við vorum drullugóðir í fyrra erum við nánast jafn drullu slakir núna. Samt eru þetta nokkurn vegin sömu gæjarnir sem eru að spila, þannig að ég kaupi það ekki að liðið sé allt í einu orðið að einhverju 3. deildar liði og þannig verði það bara. Bull. Mig grunar líka að þeir sem vilji láta kallinn fjúka muni ekkert sérstaklega langt aftur í tímann, t.d. þegar Evans greyið var með liðið. Komumst ekki einu sinni inn í UEFA Cup. Benitez er búinn að gera okkur að stórveldi aftur ( auðvitað átti Houllier sinn þátt í því) og því er það alveg skiljanlegt að fólk verði vonsvikið þegar við komumst ekki inn í 16-liða úrslit. Málið er að við erum orðin svo góðu vön að kröfurnar eru alltaf ansi miklar. Það er samt bara gott að mínu mati því þá vitum við að þetta er stórveldi sem ætti með réttu að eiga heima meðal þeirra bestu. Það sem fólki sárnar auðvitað mest er gengið í deildinni, því þetta leit allt saman svo vel út eftir síðustu leiktíð. Ég ætla að vera bjartsýnn, þó ekki væri nema fyrir næstu leiktíð og vona að viðsnúningurinn á gengi liðsins verði allur uppávið. Hvers vegna ekki?

  37. Titlar skipta öllu máli, ekki kláraðar sendingar, clean sheets, vinningshlutfall, fjöldi stoðsendinga, hlaupalengd leikmanna í leik o.s.frv.

    Hvað höfum við unnið marga titla síðan Englandsdollann kom síðast í hús? Og hvaða stjórar skiluðu þessum dollum? Þetta er aðal mælikvarðinn á farsæld Liverpool og stjóra og aðstandenda þess. Punktur!

  38. Auðvita skipta titlar gífurlega miklu máli, en það eina sem ég fer framá hjá liðinu er að spila vel. Að minnsta kosti reyna spila sóknarbolta, byggja uppá kantspili, reyna láta boltann fljóta hratt á milli manna. En það er svo langt frá því það sem Benitez er að gera með þetta lið. Hann treystir alltof mikið á Gerrard og Torres. Enda spilar hann með 2 varnasinnaða miðjumenn, mjög varnarsinnaða kanntmenn og einn framherja. Er þetta virkilega það sem menn vilja sjá þegar þeir setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á liðið sem þeir elska, og það jafnvel meira en konuna sína?????????

  39. Það má líka benda á í umræðu um win% að þegar Paisley var og hét var jafntefli verðmætara enda bara 2 stig í boði fyrir sigur.

  40. Þessi póstur sem Kiddi vísar í frá RAWK er ekki beint sanngjarn ef ég á að vera hreinskilinn. Auðvitað hefur Rafa náð góðum árángri í CL en hann hefur líka skilað okkur í þessa deild vegna þess að reglunum hefur verið breytt. Lið Evans og Houlliers hefðu verið í CL oftar en ekki ef reglurnar hefðu verið þær sömu.

    Roy Evans tók við liðinu í febrúar ´94 og liðið endaði tímabilið á vondum stað í töflunni. En næstu þrjú árin skilaði Evans okkur í 4. sætið tvisvar og 3. sætið einu sinni. Þessi sæti gáfu ekki rétt í CL en gera það í dag.

    Houllier skilaði LFC í 5.sætið einu sinni, 4. sætið tvisvar, 3.sætið einu sinni og 2. sætið einu sinni. Þessi tvö skipti sem GH náði 4. gáfu ekki rétt á CL.

    Annars er ég algjörlega sammála Daða í þessari umræðu. Póstur hans nr. 16 í þessari umræðu segir í raun allt að mínu mati og er lang besta færsla sem ég hef lesið hér inni.

  41. Varðandi það að Liverpool sé varnarsinnað lið sem spilar ekki sóknarbolta.

    Var Liverpool liðið ekki að spila blússandi sóknarbolta á síðasta tímabili? Skoraði það ekki flest mörk í deildinni?

  42. Nr. 44 – jú, mikið rétt, CL-sæti hefðu fengist oftar ef 4. sætisreglan hefði verið á meðan Evans og Houllier voru við stjórnvölinn. Hins vegar gefur frammistaða liðsins í Evrópukeppni félagsliða þau ár sem það þó komst þangað ekki tilefni til að ætla að við hefðum gert miklar rósir í CL undir Evans og Houllier – allavega ekkert í líkingu við að vera nær fastagestir í fjórðungsúrslitum eins og síðustu ár.

  43. Þetta: Já – við finnum engan betri á þessum tímapunkti.

    Skoða svo dæmið í vor. Ég hef enn bjargfasta trú á topp fjórir og svona einsog einni dollu… 🙂

  44. Eflaust…en það er samt alltaf ómögulegt að segja. Kannski hefði liðið hans GH, sem kláraði mjög erfiða uefa keppni klárað CL. Maður veit bara ekkert um það. Annars sakna ég GH og RE ekki neitt. Það var augljóst skref fram á við tekið þegar GH tók við af RE og aftur þegar RB tók við af GH….Nú bíð ég bara eftir næsta skrefi og vonandi verður það í rétta átt…

  45. Svo ég svari með langtímaplanið.

    Það hófst með ráðningu Purslow síðasta vor. Kanarnir gengu mjög langt til að fá hann og Eyre, framkvæmdastjóra marketing, til liðs við sig í stað þeirra sem réðu áður. Sem voru ákaflega vanhæfir skulum við muna.

    Í kjölfar langtímasamnings við Rafa voru gerðir lengri samningar við ALLA þjálfara sem hann vildi, auk þess sem nokkrir sem hann ekki vildi hafa voru reknir og aðrir ráðnir í staðinn. Þá hófst sumarið þar sem þeir leikmenn sem Rafa vildi hafa fengu lengri samninga. Gerrard, Agger, Carragher, Torres og Kuyt. Á næstu dögum verður það svo Reina, en sennilega ekki Mascherano.

    Svo langar mig að ræða umræðuna um viljann til að halda það að árangur Rafa eigi eitthvað skylt við þá sem á undan honum voru. Það hlýtur auðvitað að vera vísbending hversu hár árangur hans er í % eftir fimm ár miðað við aðra stjóra. Þar er hann verulega ofar Houllier, himinhærra en Evans og ljósárum ofan Souness. Svo mér finnst fáránlegt að nefna deildarárangur hans í einhverjum samanburði við fyrri þrjá stjóra hjá félaginu!

    Varðandi status okkar í Evrópukeppni erum við nú að upplifa það í annað sinn í sögu félagsins að keppa fimm ár í röð í Evrópukeppni þeirra bestu. Í fyrra skiptið á árunum 1980 – 1985.

    Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Þegar Rafa tók við höfðum við tvisvar tekið þátt í henni. Duttum út í átta liða úrslitum 2002 og komumst ekki uppúr riðlunum 2003, duttum þá út m.a. fyrir Basel frá Sviss og Valencialiðinu hans Rafa.

    Síðan Rafa tók við höfum við alltaf tekið þátt í Meistaradeildinni. Svo ég tel ljóst að ef að einhver bjó til að nýju Evrópustöðu Liverpool heitir hann Rafael Benitez.

    Þegar kemur að innanlandsbikarkeppnunum er hann ekki búinn að ná sama árangri og Houllier, sama og Souness og betri en Evans.

    Við skulum heldur ekki gleyma því að á tímabilinu 1992 – 2000 vann Liverpool einn bikar. League cup 1995. Á þeim tíma var Liverpool sennilega sterkara fjárhagslega en flest önnur lið deildarinnar, átti dýrustu leikmenn Englands allavega í Collymore karlinum og Saunders líka held ég.

    Á þessum tíma voru engin Chelsea eða City lið að þvælast fyrir. Samt tókst LFC ekki betur upp og þar fór flug liðsins neðst í samtímasögunni. Houllier náði að hrista aðeins upp í félaginu, en veikindi hans léku hann grátt (bendi fólki á að lesa ævisögur Carra og Gerrard varðandi tíma Houllier fyrir hjartaslag og eftir hjartaslag) og hann var að auki lítið að velta fyrir sér bakgrunni og rót félagsins. Allir þekkja óeininguna milli hans og Akademíunnar.

    Þannig að ég ætla að fá að mótmæla pistli Daða í #16 að því leytinu að nú svífi andi meðalmennskunnar á Anfield Road. Ég upplifði afar sterkt gullöldina og leið afar illa á tímabilinu 1992 – 2000 þar sem margt var eyðilagt hjá félaginu. Meistaradeildartitillinn og deildarárangurinn í fyrra kom ekki til út af “meðalmennskuást” LFC, leikmanna og starfsmanna.

    Þær kröfur sem við gerum nú eru hins vegar sprottnar af því að við eigum nú loksins lið sem getur unnið alla eins og við sáum svo greinilega í vor. Að sjálfsögðu erum við svekkt núna og heimtum að Rafa nái aftur í gang þeirri mulningsvél sem sýndi sig mars – maí 2009.

    Það sem ég er hér að lýsa er ástæða þess að ég tel ekki rétt að beygja nú af leið í aðrar áttir. Það er fyrir löngu síðan orðið ljóst að LFC getur ekki lengur vænst meistaratitla í áskrift og liðið er ekki komið á fyrri stall. Það hefur að mínu mati ekki verið nær því í 20 ár og slæm úrslit í sex vikur eiga ekki að þýða að knattspyrnulið beygi af kúrsi sem allir sem að því koma hafa sameinast um og eru að vinna eftir.

    Til þess þarf að mínu mati miklu lengri tíma.

    Og Guus Hiddink er ekki að fara á Anfield, hann mun fá starf á Stamford Bridge hjá Roman, er strax búinn að melda það.

  46. Mér fannst nú alltaf gaman að sjá Liverpool spila undir Evans,alltaf bullandi sóknarleikur og Jamie Reddnapp tók sig líka vel út í hvítu Armany jakkafötonum með ReyBan sólgleraugn á Wembley 96.
    Annars vil ég þakka Daða fyrir færslu nr.16 sem er sú besta sem ég hef lesið hérna. Liverpool í dag er ljósárum á eftir liðinu hans Peisley sem visslulega átti það til að tapa leikjum,en í þá daga spiluðu menn alltaf eins og þeir sem valdið hafa,fullir af sjálstrausti en án alls hroka,ég man þetta vel því ég er orðin 47 ára og man svo sannarlega tímana tvenna þegar Liverpool er til umræðu.
    Ég valdi Rafa út,en samt með eftirsjá því hann er alls ekki allvondur,en hann mun aldrei gera Liverpool að enskum meisturm.

  47. Ég kaus já, ég vill hafa Rafa áfram og þetta eru mjög svo góð rök hjá þér Atli, það eru einfaldlega engir betri kostir í boði. Og svo skulum við ekki gleima því að með því að komast ekki áfram í CL er Liverpool að missa af mikklum peningum, og þeir eigendur klúbbsins eiga nú ekki svo mikið af peningum að þeir láti Rafa fara, rétt búinn með nokkra mánuði af samingnum, þeir hafa einfaldlega ekki efni á að reka hann og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Vissulega er það svekkjandi að okkar frábæri klúbbur skuli vera í svona mikilli lægð, en ég er þeirrar skoðunar að hlutirnir faria að ganga okkur í hag upp frá þessu.

    Það er eitt sem ég ekki skil í öllu þessu meiðsla veseni okkar og það er nýjasti maðurin okkar Aqulani, þessi maður er komin til baka úr meiðslum, kostaði okkur 20 millur og hann er hafður á beknum leik eftir leik, sama hversu lélegir við höfum verið, þetta bara skil ég ekki, ef hann er á bekknum þá hlítur hann að vera leikfær en hann fær ekki sénsin… Og svo erum við með Dirk Kuyt og hann kann ekki að taka á móti bolta hvað þá að gefa sendinu fyrir, getur bara ekki lift boltanum, hann kann ekki að reka boltan, en hann er góður að hlaupa, en þetta er ekki frjálsar, en Rafa hefur einhverja trölla trú á honum og það fer í pirrunar á mér… Nú er það Everton um helgina, víst erum við búnir að vera lélegir, en Everton eru bara lélegri og ég er ekki í nokkrum vafa um að við vinnum þann leik… Og ég geri bara kröfu um að Aqulani fái að að spila og í þa minsta einn hálfleik… Það sem Liverpool þarf eru nýjir eigendur ekki nýr stjóri….

  48. Ég tel að það leysi engan vanda að reka Rafa á þessum tímapunkti, held að það sé réttast að hann klári tímabilið. Ef liðið endar ekki í CL-sæti þá má hann taka pokann sinn. Ef liðið kemst ekki í meistaradeildina að ári þá vakna eflaust enn frekari spurningar um fjárhagslega stöðu félagsins. Maður vill eiginlega ekki hugsa þá hugsun til enda.

    Einu ástæðuna sem ég sé fyrir því að láta kallinn fjúka núna er sú að Hiddink er á lausu, þ.e. ef stjórnendur félagsins vilja ráða hann.

  49. Ég kaus: Já – hann er rétti maðurinn í starfið.

    Nenni ekki að fara enn einu sinni útí af hverju, það hefur margoft komið fram í kommentum mínum hingað til 🙂

  50. Mitt svar við könnunni var ”NEI” og þarf eingar útskýringar við.

  51. Af hverju er dirk kyut að spila 90.mín hvern einasta leik síðustu 3 ár. Maðurinn ætti að snúa sér að víðavangshlaupum enda hefur hann enga fótboltahæfileika og hvað þá sem er krafist af kantmönnum. Getur ekki tekið á móti bolta og drepið hann innan 3m radíus, getur ekki tekið menn á, og fyrirgjafir hafa ekki sést nema þær sem enda í rassinum á varnarmönnum mótherja. En af hverju ætti hann svosem að vilja bæta sig? hann spilar hvort eð er alla leiki

  52. Af hverju er dirk kyut að spila 90.mín hvern einasta leik síðustu 3 ár.
    Hann var frábær á síðasta tímabili.

  53. Ég valdi að Rafa yrði áfram, af þeirri einföldu ástæðu að ég sé ekki að einhver annar geti gert þetta betur en hann. Mér finnst liðið spila skemmtilegri bolta, það er meira flæði og Rafa hefur náð liðinu upp fyrir 4 sætið.
    Ég er ósáttur með ástandið í dag, en ég vil meina að það sé ekki Rafa að kenna. Það er þeim að kenna sem eiga klúbbinn. Þeir eru það blankir að þeir geta ekki sett penní í hann sem er klúbbinum mjög til vansa.
    Ég er líka ósáttur með hvarf Arbeloa og Alonso og kannski hefði staðan verið önnur ef við hefðum haldið þeim, en er það endilega Rafa að kenna eða ekki? En það að þá tvo herramenn vantar setur liðið aftur um 1-2 ár í þróunarferlinu. Líka óstöðugleiki varnarinnar sem er alveg fáránlegur.

    Ég er búinn með ævisögu Fowler og það er ljóst að hann vandar Houllier og Tommo kveðjurnar, sérstaklega lundarfari Frakkans sem er stórundarlegt. Kannski var Fowler svona súr yfir því að fá ekki að spila ég veit það ekki. Til að jafna það út er svo ævisaga Gerrards næst á dagskrá.

  54. Jæja… ef við reynum nú að brosa í gegnum tárin og hafa smá húmor fyrir öllu því sem er að gerast hjá klúbbnum okkar þá mæli ég með þessu: http://www.lfc-endofseasonparty.com/
    Svona er víst veruleikinn í dag. Ekkert sem við getum gert í því nema taka hlutunum eins og þeir eru og vona að blaðinu verði snúið við sem fyrst.
    Koma svo rauðir !!!

  55. Ég tel það bara gera liverpool gott að fara í uefa cup því kannski er þetta smá wake up call fyrir leikmennina og kannski kemur smá einbeiting á deildinna.NEIIIIII hvaða poolari talar svona uefa cup er bara gott fokk that kjaftæði maður sem kemur liverpool ekki í 16 liða úrslit meistaradeildarina á ekki að styra þessu fallega liði svo einfallt er það ég kaus einfaldlega NEI BURT MEÐ BENITEZ

  56. Ég stóð upp og klappaði eftir að hafa lesið ummælin hans Daða. Þetta er það langbesta sem ég hef lesið í um liðið okkar í alveg rosalega langan tíma. KLAPP KLAPP KLAPP

  57. 571 búnir að kjósa, gaman væri að vita hvort aðdáendur annara liða eru að laumast til að kjósa. Er það vanalegt að hátt í 600 ip-tölur komi á síðuna daglega eða er möguleiki á að einhverjir séu að kjósa á fleirum en einum stað?

    571 en aðeins 62 ummæli, það finnst mér skrítið.

  58. Ég er algjörlega sammála ummælum Daða hér að ofan.

    Að öðru leyti, þá er ljóst að fyrri árangur Benitez kemur liðinu ekki að nokkru gagni í dag. Liðið endaði í öðru sæti í fyrra, já, en hvernig gagnast það núna? Benitez hefur ekki tekist að byggja ofan á árangurinn í fyrra og spilar kolrangt úr mannskapnum sem hann hefur núna, óháð meiðslum. Leik eftir leik heldur hann tryggð við sama skipulag, sömu menn óháð því hvernig þeir spila, fækkar sóknarmönnum inn á þegar nauðsynlegt er að skora o.s.frv. Þetta hafa ónefndir menn hér viðurkennt en samt vilja þeir halda tryggð við stjórann!

    Vegna þess að Benitez hefur náð góðum árangri í Evrópukeppnum undanfarin tímabil og hefur x vinningshlutfall í deildinni, sem er betra en hjá Evans, Houllier o.s.frv. þá má hann alveg klúðra einu tímabili herfilega, hann á það inni karlinn?

    Ég kaus “Nei – reka hann strax og þótt fyrr hefði verið”. Menn verða bara að þora að “taka áhættuna” og hleypa nýjum manni að. Eins og staðan er í dag er Benitez að rífa meira niður en að byggja upp.

  59. 63, Hafliði: Yfirleitt er sáralítið að marka netkannanir á borð við þessa. Þetta er ekki tilviljunarúrtak, sömu menn geta kosið oftar en einu sinni o.s.frv. Mbl.is er með svipaða netkönnun í gangi – “Á Liverpool að losa sig við Rafael Benitez?” og 50% hafa sagt já þegar þetta er skrifað.

    Varðandi það að miklu fleiri hafi kosið en sett inn ummæli, finnst mér það ekki skrýtið. Sjálfur les ég síðuna mjög reglulega en nenni sárasjaldan að setja inn ummæli, reikna með að það sama gildi um fleiri.

  60. Ég kaus já. Það hefur nákvæmlega ekkert upp á sig finnst mér að reka stjóra á miðju tímabili. Kannski, og bara kannski, ef Capello væri á lausu,

    Rafa verður áfram næstu árin. Ef félagið kemst ekki í Meistaradeildina á næsta tímabili, er ég þó hræddur um að eigendurnir láti hann fara. Best væri auðvitað ef þeir sjálfir myndi fjósast til að selja klúbbinn eitthvert annað!

  61. Sko, varðandi þessa könnun.

    Það komu í gær 1.324 einstakar IP tölur inná þessa síðu – alls um 2.400 heimsóknir, sem þýðir að hver einstaklingur heimsækir síðuna næstum því tvisvar á dag að meðaltali (á laugardaginn sem var leikdagur voru einstakar IP tölur um 1.600). Í dag hafa hingað til komið um 1.200 einstaklingar (um 2.000 heimsóknir).

    Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það að 600 manns kjósi hérna hjá okkur – það hefur verið svipuð þáttaka áður (og oft hlutfall 10 atkvæði vs 1 komment – hér er fullt af fólki sem kommentar lítið). Það er auðvitað hægt að kjósa oft ef þú nennir að standa í slíkum æfingum, en ég efast um að nokkur nenni því í einhverri könnun á þessari síðu.

  62. Flott, auðvitað vissi maður að margir kæmu hingað daglega jafnvel oft á dag eins og ég, en þessi mikli fjöldi kom mér smá á óvart en er auðvitað jákvæður fyrir síðuna og það góða starf sem hér fer fram 🙂

    Kúdos til ykkar og ekkert minna en það 🙂

  63. nr 56.
    Já á Síðasta tímabili. Núna er nýtt tímabil og hann er búinn að vera Ömurlegur með mjög stóru Ö-i

  64. Ég kaus að hafa hann áfram. Það sem mig langar að sjá er meira back-up frá eigendunum, að þeir fari að standa við stóru orðin að koma liðinu aftur í fremstu röð þar sem það á heima. Það vantar fleiri leikmenn í þetta lið sem geta klárað leiki, það er ekki hægt að treysta bara á G & T í þeim efnum. Það vantar betri striker en Ngog og Voronin sem back-up. Þegar liðið er “svelt” fjárhagslega, þegar það þarf að standa í því að endursemja um skuldir árlega þá er erfitt fyrir hvaða stjóra sem er að ná árangri. Það breytist ekki þótt að það verði skipt um stjóra.

  65. Purslow sagði það sjálfur; 5 ára samningur, 4 mánuðir búnir. Menn hjá klúbbnum eru að vinna eftir langtímaplani en ekki einhverju “knee-jerk” plani eins og viðhefst hjá klúbbum eins og Newcastle og Leeds. Hvernig fór fyrir þeim aftur?

    Ég kaus já. Rafa er rétti maðurinn fyrir starfið. Hann hefur vissulega klikkað eitthvað undanfarna mánuði – kaupin á Aquilani og þrjóska við að breyta leikkerfi bera þar hæst – en samt sem áður vil ég meina að hann sé rétti kosturinn í stöðunni. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum og utan-vallar-félagstengd-mál (nenni ekki að finna betra orð) í sambland við meiðsli og almenna óheppni eru gjörsamlega búin að drena allt sjálfstraust úr leikmönnum. Að reka þjálfarann í miðri krísunni mun ekki hjálpa til með að stýra skútunni í land.

    Og einn punktur enn: Fólk talar um krísu því við dettum út úr riðlakeppni CL. Það eru ekki meira en 3-4 ár síðan ManU endaði í neðsta sæti í sínum riðli í CL. Og svo kickerinn – áður en Rafa tók við hafði Liverpool 2svar sinnum komist í Meistaradeildina síðan hún hóf göngu sína undir núverandi fyrirkomulagi árið 1992. Rafa hefur stýrt Liverpool til þátttöku í stærstu keppni Evrópu 5 ár í röð, og alltaf (nema núna) komist í úrslátt. Í eina skiptið sem Liverpool hefur náð þeim árangri (að komast 5 ár í röð í A-klassa Evrópukeppni) voru árin 1980-1985.

    Þannig að Rafa er langt frá því að vera kominn á endastöð með liðið. Þvert á móti má færa rök fyrir því að hann hafi verið að “over-achieve”-a með liðið. Liverpool þarf meira fjárhagslegt bolmagn á bakvið sig. Það mun ekki gerast á meðan við a) erum með minni völl en lið í ensku B-deildinni og b) við greiðum 25m punda í VEXTI af rekstrarláni á ári. Þannig er það nú bara.

  66. Eina ástæðan fyrir að ég vilji að Rafa verði áfram er að ég er hræddur um að missa kanski Torres og Gerrard og fleiri nagla.

    Stór ástæða fyrir því að við fengum Torres var vegna Rafa og Ein ástæðan fyrir því að Gerrard gerðist ekki Chelsea Turd back in the day var líka Rafa.

  67. Það færi mikið eftir því hver kæmi í staðinn upp á Torres og Gerrard. Persónulega vil ég ekki skipta núna, en hver veit hvernig verður í vor. Og ólíkt sumum hérna hef ég engan áhuga á að fá Mourinho. Trappattoni væri býsna spennandi kostur. Og svo hefur mig lengi dreymt um að sjá hvað myndi gerast með sókndjörfum þjálfara. T.d. Zico (ok, ok, kannski er persónuleg aðdáun mín að bera skynseminni ofurliði þar… http://www.youtube.com/watch?v=yyMA_SRkfvU)

  68. Menn verða nú bara að róa sig hérna, er fm alveg búinn að gera menn snældu vitlausa. Reka Rafa ? Algjör steypa, við getum skoðað þetta eftir tímabilið en að vera að ræða þetta núna er bara rugl. Maðurinn hefur ekkert misst hæfileikann til að ná árangri.

    Ég held einmitt að ef liðið og aðdáendurnir sína stuðning sinn í verki á þessum erfiðu tímum mun þetta lið hjá Rafa blómstra sem aldrei fyrr í komandi framtíð.

    Annars já ummæli 71 er bara helv góð !

  69. Það sem er að fara hvað mest í taugarnar á mér eru þessi endalausu comment frá Rafa og leikmönnum liðsins um að nú sé kominn tími til að rífa sig upp úr þessari lægð og byrja að vinna – en hvað gerist í kjölfarið, jú við töpum næsta leik. Þetta heyrist eftir hverja umferð en virðast bara vera innantóm orð sem engin meining er að baki og virðist ekki ná í hug leikmanna þegar á hólminn er kominn.

    Svo er það auðvitað þetta ‘uppgjafar’ tal frá leikmönnum og Rafa; “Jæja við duttum úr CL en það er ok við vinnum bara UEFA”, “Við stefnum á að ná fjórða sætinu” og allt svona – þetta finnst mér alls ekki vera hugsanaháttur sigurvegara og það er það sem að ég held að sé að draga liðið niður, þeir bara hugsa ekki eins og sigurvegarar.

  70. Það sem er að fara hvað mest í taugarnar á mér eru þessi endalausu comment frá Rafa og leikmönnum liðsins um að nú sé kominn tími til að rífa sig upp úr þessari lægð og byrja að vinna – en hvað gerist í kjölfarið, jú við töpum næsta leik.

    Liverpool hefur ekki tapað leik í Nóvember.

  71. þvílik rugl könnunn held að menn ættu nú frekar að beina spjótum sínum að eigendum félagsins eins og Legend Tommy Smith gerði í Daily Mail í daghttp://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1230821/Liverpool-legend-Tommy-Smith-slams-American-owners-cutting-Rafa-Benitez-adrift-Europe.html?ITO=1490
    Hvað gerðist í sumar ? Við seljum nánast fyrir það sama og við kaupum.Hverju klúðraði Parry síðasta sumar á leikmannamarkaðnum ?Hvað hafa FT og SG spilað marga leiki saman á þessu tímabili ? Hefur Rafa getað stillt upp sínum sterkustu 11 það sem af er tímabili ? Var úti í Liverpool um helgina á MC leiknum og það var greinilegt þar að Rafa er með fullr traust hjá Stuðningsmönnum LFC.
    In Rafa we Trust

  72. Ég held að menn verði að átta sig á því í öllu ruglinu og bullinu sem er búið að skrifa hérna að ofan að Benitez er ekkert að fara, hann mun ekki segja upp og eigendurnir hafa ekki frekar efni á að reka hann en að styrkja hópinn. Pælið í því að þeir settu pening til leikmannakaupa árið 2007 þegar Torres og Babel voru keyptir en svo ekki sögunni meir. Menn verða að horfa aðeins í það líka og ekki bara endalaust hamra á Benitez. Hann er að gera skissur með þrjósku sinni oft á tíðum en hann hefur líka gert glimrandi hluti með þeirri sömu þrjósku ! Átandið er vissulega slæmt en ég er viss um það í dag að menn muni læra af þessu. Við náum alveg 4 sætinu en það verður með herkjum hugsa ég. Næsta tímabil verður svo kannski betra ef menn taka einhvern lærdóm út úr þessu öllu saman !

  73. Og svo er það annað mál að hvaða toppþjálfari haldið þið að vilji koma í þannig ástand að fá ekki svo mikið sem eitt pund til að styrkja hópinn án þess að selja ?? Svarið nú !

  74. Ég kaus hann sem rétta manninn í starfið, ég sé mig bara ekki geta greitt atkvæði gegn honum nema að árangurinn væri sá sami og hann hefði fullar hendur fjár. Á meðan klúbburinn er ekki að mala gull með borholum í Rússlandi eða kvótakongi úr Vestmannaeyjum þá verðum við í þessu stanslausa basli.
    Ég verð að segja það að viðtöl við fyrrverandi Liverpool eins og Partik Berger sem segja að Benitez sé kominn á endastöð finnst mér dapurt að sjá, menn verða að horfa á heildarmyndina.
    Vissulega er ég ekki alltaf sammála Benitez, en þú býrð ekki til kjúklingasallat úr kjúklingaskít.

    Og svo ber að hrósa mönnum eins og Daða með komment #16

  75. Menn eru ungir á þessari síðu. Hversu margir eru yfir fertugt? Bara pæling. Var að velta því fyrir mér í ljós kommenta um þjálfarann. Reyndar sýnist mér fleiri vilja halda honum en reka. Það er ekki hefði fyrir því hjá Liverpool að reka þjálfarann. Í þessu tilfelli er ekki hægt að reka hann vegna blankheita. Þess vegna er Rafa öruggur í djobbinu. Það er vont öryggi. Allir óánægðir. En stóra málið er að Liverpool er stór klúbbur. Menn gera kröfur. En stóri vandinn er sá að Liverpool hefur ekki peninga til að keppa við hina stóru klúbbana. hvorki um leikmannakaup né annað. Til að mynda stækkun á leikvangi. Á sama tíma kaupir aðrir klúbbar allt kvikt. Man kaupir að meðaltali menn sem kosta 25-30 milljón pund. Rio. Rooney. Og fleiri sem eru farnir. Dýrasti leikmaður Liverpool, Torres, kostaði rúmlega 20 milljónir punda. Once in a lifetime kaup. Chelsea gæti keypt tunglið væri það til sölu. Og sólin fylgdi með í kaupbæti á SKY. Liverpool er stór klúbbur með mikla sögu en enga peninga nú um stundir. Liverpool klúbburinn er blankur inn að beini. Stendur þarna á byrgjunni eiins og beitulaus trillukarl. Við hverju er að búast í þeirri stöðu? Miðað við blankheitin finnst mér samt Rafa spila furðuvel úr stöðunni. Vandræðin eru ekki honum að kenna, þó hann sé stórskrítinn maður. Stjóri sem leyfir sér aldrei að brosa að marki eða sigri; maður sem ofnotar einn frasa í ensku svo maður getur orðið geðveikur fyrir hádegi (create chances); maður sem sýnir aldrei tilfinningar nema til að laga bindið; það er vandamál í sjálfu sér. Vandræðin eru sannarlega sök eigendanna. Heimsku kananna að vestan. Skömmin er þeirra.

  76. Helgi.. Þú ert að tala um hvað öll liðin eyða miklu í leikmenn og þess háttar. Fyrir þetta tímabil eyddi að ég held Man City og Tottenham lang mest í leikmenn, á meðan hafa Man Utd og Chelsea haldið leikmanna hópnum sínum óbreyttum. Seldu reyndar Ronaldo fyrir metupphæð og ættu nú alveg að hafa efni á því að kaupa leikmenn því hann kostaði félagið lítið sem ekkert. Og það tel ég vera lykillinn að árangri. Að halda sama mannskap. En Rafa hefur verið að selja að meðaltali 5 og kaupa 5 fyrir tímabil(sirka) Bara vegna þess að kaupin sem hann gerði eru svo misheppnuð að það hálfa væri nóg. Dossena kostaði nú sitt, Babel yfir 10 mills, Skrtel, Agger, svo fékk hann nú Jonhson fyrir nokkuð góða summu. En það eru hans bestu kaup fyrir utan Torres. Keane kostaði nú ekkert lítið. Eintómar mannabreytingar síðustu ár er að verða okkur að falli. Svo ekki sé minnst á Arsenal, þeir eru endalaust í plús hvað varðar leikmannakaup, svo hafa þeir spilað bullandi sóknarbolta síðustu ár sem gaman er að horfa á. Annað en Benitez leggur leikinn upp, með 2 varnarsinnaða miðjumenn, varnarsinnaða kanntmenn og svo einn uppá topp. Treysta bara á Gerrard og Torres. Er þetta það sem menn vilja horfa uppá þegar þeir setjast fyrir framan sjónvarpið á laugardögum? En þetta er nátturlega bara mitt álit og þarf ekkert að endurspegla mat þjóðarinnar!

  77. Gæti ekki verið meira sammála Grelli hérna fyrir ofan. En svo vil ég bæta við að þetta er það sem ég vil heyra frá Benitez ef ég á að taka manninn í sátt.
    ,,Við gætum dregist niður í fallbaráttu. Sérstaklega vegna meiðslana hjá okkur og frammistöðu einstaklinga. Ég er hins vegar maðurinn sem tek ábyrgð á liðinu. Ég vel liðið og kaupi leikmenn. Ég er sá sem á að taka ábyrgðina.” Þetta sagði David Moyes eftir leikinn í gær. Og ég gæti ekki verið meira sammála honum.

  78. Já ég veit allt um það en ég er bara að reyna að benda á allar þessar mannabreytingar ár frá ári. það er löngu orðið vísindalega sannað að ef þú ætlar þér að ná langt með lið í fótbolta, þá verðuru að halda sama mannskapnum og bæta kannski við 2-3 leikmönnum. Þessi rótering er ekki alveg að ganga einsog sést á stigatöflunni. Svo er hann bara að spila hundleiðinlegan fótbolta, enda er maðurinn hundleiðinlegur á hliðarlínunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það. En ég vill reka hann strax og ég er bara að reyna segja afhverju ég vill fá hann í burtu. Langar að fara sjá sóknarbolta og mann sem hefur kjark til að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig þegar að þessir fastamenn einsog Kuyt, Lucas, masch, Carra og fleiri eru gjörsamlega að gera menn brjálaða.

  79. Það er eins og Grellir hafi ekki lesið eitt stakt orð í þessari leikmannaumræðu, skilningur hans á þeim ber þess merki.

  80. Svo er hann bara að spila hundleiðinlegan fótbolta, enda er maðurinn hundleiðinlegur á hliðarlínunni.

    Mér fannst helvíti gaman að fylgjast með Liverpool á síðasta tímabili þegar það skoraði flest mörk í ensku deildinni.

  81. já síðasta tímbili gefur okkur ekki rassgat í dag. Og gaf okkur ekki einn einasta titil á síðasta tímabili. Finst þér virkilega gaman að horfa á spilamennskuna það sem af er tímabili eða?

  82. Þú talaðir um að Benitez spilaði hundleiðinlegan fótbolta og væri hundleiðinlegur á hliðarlínunni – hvað svosem það á að þýða. Ég benti þér á að á síðasta tímabili spilaði þetta lið blússandi sóknarbolta. Gagnrýni þín á að Benitez spili leiðinlegan bolta er því út í hött.

    Það sem af er tímabili hefur ekki verið gaman að horfa á þetta lið í flestum leikjum. Aftur á móti hefur ástandið á leikmannahópnum ekki beinlínis verið eðlilegt. Ég tek tillit til þess þegar ég met árangur Benitez sem knattspyrnustjóra.

  83. væri hundleiðinlegur á hliðarlínunni

    Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar ég hoppa og öskra í stofunni af fögnuði yfir Liverpool marki og sé svo Rafa sitja rólegan og skrifa eitthvað hjá sér í bókina sína.

  84. Grellir í bullandi mótsögn við sjálfan sig, þarf varla að fara út í það.

    Mikil meiðsli hafa verið að hrjá okkur, það þýðir ekkert að benda á að það skipti ekki máli. Við erum ekki eins ríkur klúbbur og þeir sem við keppum við og því getum við ekki haldið uppi 20 manna hóp af topp leikmönnum. Annaðhvort höfum við stórann og breiðann hóp fullann af meðal jónum eða minni hóp af sterkari mönnum. Mér finnst Rafa vera á leið í þá átt en þá megum við heldur ekki við miklum meiðslum eins og við höfum verið að lenda í.

    Með Torres, Aqualini, Gerrard, Agger og Benna heila geta fá lið stöðvað okkur.

  85. Ég get eiginlega ekki greitt atkvæði í þessari könnun. Rökin með og á móti eru hvor tveggja ansi sterk. Liverpoolhefðin er sú að leyfa mönnum að klára tímabilið og taka þá ákvörðun og ég held að það verði gert núna. Og er að mörgu leyti hlynntur því. Það vantar þann möguleika inn í könnunina.

    Held að margir hérna séu búnir að gleyma hvað þeir sögðu í fyrra. Þá kom enginn titill og það átti að gefa Rafa séns á þessu tímabili og sjá svo til í vor, titillinn átti skilyrðislaust að koma í hús 2010. Skilyrðislaust. Hvað sem hefur gengið á utan vallar sem er ekki Benítez að kenna, meiðsli, veikindi, löngun lykilmanna til að fara annað, kemur málinu ekki við. Titillinn átti að koma í hús vorið 2010. Vorið 2009 var svo nálægt og það vantaði svo lítið upp á. Og þegar Benítez tók við þá ætlaði hann að vinna deildina á þremur árum. Það hefur ekki tekist á fimm árum og stefnir í sjötta árið.

    Og hvað hefur breyst? Eru menn allt í einu að fatta að þetta sé ekki allt honum að kenna? Tóku menn ekki eftir vandamálunum í fyrravor? Voru þessi sömu vandamál ekki til staðar þegar allt var að ganga vel inni á vellinum?
    Var Benítez eitthvað búinn að eyða miklu meira í fyrravor eða hafa allar aðstæður verið betri en er akkúrat núna? Hvernig tókst honum að ná þessum árangri í fyrra ef allt var í kaldakoli utan vallar? Mér finnst vera komin allt of mikil Houllier lykt af þessu.

    Ég get ekkert svarað þessum spurningum en ég held að við vitum allt of lítið, kannski sem betur fer, til að geta lagt raunhæft mat á það hvað á að gera. Ég persónulega vil ekki að við verðum með Newcastle-stjórnun á þessu.

    Ég kaupi alls ekki þá skýringu að engan betri sé að finna. Það er fáránlegt að halda því fram að ef árangurinn er ekki nógu góður fyrir okkur að þá eigi að halda í þjálfarann af því að við finnum engan betri. Það er mýgrútur af mjög hæfum þjálfurum í heiminum. Hvað heitir t.d. þjálfari Wolfsburg? Lyon? Er ekki Trappatoni með lausan samning? Og margumræddur Hiddink. Best að útiloka hann bara af því að einhver segir að hann sé í svo góðu sambandi við Abramovich. Nei strákar, ekki hugsa svona.

    Bottom line-ið er þessvegna frekar einfalt. Er Benítez að ná nógu góðum árangri miðað við það sem lagt er upp með? Nei. Ekki fyrir minn smekk. Mér finnst fátt sorglegra þegar menn sem þekkja hefðina hjá Liverpool segja að félagið geti ekki lengur keppt við hina “stóru” klúbbana. Það verður þá að leita annarra leiða. Við getum alls ekki sætt okkur við það að geta ekki keppt um titil. Hefðin er bara þannig. Wenger náði síðast í titil fyrir fjórum árum. Hann hefur ekki eytt nálægt því eins miklu og Benítez. Hann hefur farið aðrar leiðir og verið þarna uppi með hinum. Arsenal er með mjög svo sjálfbæran rekstur, af hverju getum við það ekki líka?

    Þannig að ég segi pass við þessari könnun. Benítez á að klára tímabilið, ef hann nær ekki í titil þarf að skoða vandlega ástæður þess. Lágmarks árangur á að vera að komast í Meistaradeildina.

  86. Langaði til að styðja Helga.

    Því miður finnst mér auðmýktin vera eilítið að hverfa úr hópi LFC aðdáenda. Allan þann tíma sem við bárum höfuð og herðar yfir liðin í deildinni fannst manni það aldrei sjálfsagður hlutur að við ynnum deildir eða bikara.

    Það er margbúið að fara yfir það hér á þessari síðu hvernig okkar klúbbur stendur í samanburði við hin stóru liðin í deildinni. Sú staðreynd að frá því að Kanarnir keyptu sumarið 2007 höfum við verið með net spending upp á 2 milljónir er ekki hægt að skoða sem neitt annað en blákalda stöðu klúbbsins. Þeir yngri geta líka t.d. spilað nýjasta Football Manager leikinn með Liverpool og reynt að nota “transfer budgetið”. Það rýnir í raunverulegar forsendur og er töluvert á annarri nótu en í fyrri leikjum.

    Rafael Benitez var sá í heiminum sem mest gagnrýndi þetta og gerði kröfur um að liðið yrði samkeppnishæft í heiminum. Hann náði, ásamt Tom Hicks, að sjá til þess að vanhæfur yfirmaður fjármálanna Rick Parry yrði látinn kveðja félagið. Í stað hans komu inn tveir menn sem eru að vinna töluvert betur í þessum málum og eru að vinna í því að skapa félaginu eilítið meiri peninga. Jafnvel með því að fá inn minnihlutaeigendur.

    Það er ein ástæða þess að þeir sem búa í Liverpoolborg bera töluvert hlýrri hug en margir sem lengra eru frá til Rafa. Þeir vita hvað hann er búinn að þurfa að berjast við í bakgrunninum, og forgrunninum. Það er morgunljóst að t.d. maður eins og Mourinho væri löngu farinn. Sá fór við miklu minna tilefni frá Roman karlinum. Það er líka morgunljóst að lið eins og Liverpool dugar ekki að fá inn mann sem hyggur á skyndilausnir. Við getum ekki (og sennilega ætlum hvort eð er ekki) farið í samkeppni við vellauðug lið á leikmannamarkaðinum og þurfum að vinna á annan hátt.

    Sjáið t.d. nýjasta snillinginn, Di Maria hjá Benfica. Frábær kantstriker sem væri frábær viðbót í okkar hóp. United spurði eftir honum, 20 ára gömlum. Fékk verðmiðann. 36 milljónir punda. Hættu við. Nýjustu fréttir? Manchester City eru sagðir búnir að samþykkja þá upphæð, allavega ef Robinho fer.

    Á þessum markaði getum við aldrei keppt.

    Því verður það alltaf maður sem þarf að vera tilbúinn að vinna þolinmæðisvinnu til lengri tíma þar sem hann byggir upp félag til að ná góðri stöðu á markaðnum. Það hefur Wenger þurft að gera hjá Arsenal lengi og skulum ekki gleyma því heldur að þetta þurfti Ferguson að gera á sínum tíma með United. Því United var sko ekki mikið ríkari en við þegar hann tók við og það kannski best lýsir þeim arfaslöku vinnubrögðum sem að stjórn Liverpool hefur viðhaft nú um stundir.

    Því er bara ekki hægt, því miður, að bera saman Liverpool í dag eða í kringum 1990. Þá vorum við nálægt því að vera ríkasta lið Englands og gátum keppt um öll nöfn leikmannamarkaðarins. Sem hlýtur að vera lykilatriði til að ná skjótfengnum árangri.

    En það ætlar LFC ekki að gera. Ekki eigendurnir, alveg klárt. Í vor fengu þeir Rafa með sér í það verk og sama hvað enskir (og íslenskir) blaðamenn hamast um það eða hvað þeim finnst ætla þeir ekki að eyða peningum í að skipta um kúrs nýlagðir af stað.

    Ég ítreka enn að þetta er ekki bara einhver skoðun, heldur mín upplifun á þessum mönnum með miklum lestri um bakgrunn t.d. Hicks og Purslow sem afar hollt er að demba sér í ef maður vill skoða hvaða hugsun situr í þeirra kolli.

    Purslow er t.d. þekktur “long-term planning” maður og Hicks er þrjóskari en allt, maður sem er ákveðinn í að vinna Liverpool-borg á sitt band og er afar traustur í samskiptum við stjórnendur sína. Hann mun bakka Rafa upp eins og hann barðist í 18 mánuði við að finna leið til að losna við Parry. Með tilkomu Purslow og eftir löng samtöl við hann fékkst Rafa til að taka starfið að sér áfram, vitandi af fjárhagslegum vandræðum félagsins. Purslow og Hicks munu ekki reka Rafa. Það tel ég klárt!

    Auðvitað er Rafa Benitez skrýtinn. Mourinho er stórskrýtinn og Wenger finnst mér skelfilegur þegar liðinu gengur vel. Ekki er Rauðnefur neitt sérstaklega mikil mannvitsbrekka að mínu mati og ég skil ekki hvers vegna honum leyfist t.d. að henda skó í leikmenn ef þeir hafa spilað illa.

    En á meðan að þessir menn skila árangri skiptir það ekki nokkru máli í mínum huga.

  87. Ívar Örn: Held að margir hérna séu búnir að gleyma hvað þeir sögðu í fyrra. Þá kom enginn titill og það átti að gefa Rafa séns á þessu tímabili og sjá svo til í vor, titillinn átti skilyrðislaust að koma í hús 2010. Skilyrðislaust. Hvað sem hefur gengið á utan vallar sem er ekki Benítez að kenna, meiðsli, veikindi, löngun lykilmanna til að fara annað, kemur málinu ekki við. Titillinn átti að koma í hús vorið 2010.

    Hverjir í fjandanum sögðu þetta eiginlega?

  88. Liverpool er stór klúbbur með mikla sögu en enga peninga nú um stundir. Liverpool klúbburinn er blankur inn að beini. Stendur þarna á byrgjunni eiins og beitulaus trillukarl. Við hverju er að búast í þeirri stöðu? Miðað við blankheitin finnst mér samt Rafa spila furðuvel úr stöðunni.

    og

    Því miður finnst mér auðmýktin vera eilítið að hverfa úr hópi LFC aðdáenda. Allan þann tíma sem við bárum höfuð og herðar yfir liðin í deildinni fannst manni það aldrei sjálfsagður hlutur að við ynnum deildir eða bikara.

    Það eru sumir hér sem há harða hildi gegn því að menn geri nokkrar kröfur til þessa liðs. Þeir sem dirfast að hafa væntingar um að Liverpool sé í toppbaráttu eru annað hvort neikvæðir, heimskir, Rafahatarar eða, nýjasta nýtt og horror of horrors, ungir.

    Líka stórgott að eftir eitt sæmilega spilandi tímabil á móti fjórum tímabilum þar sem liðið spilaði djöfullega leiðinlegan bolta, þá sé hægt að segja að sú staðhæfing að Liverpool spili hundleiðinlegan bolta sé “algerlega út í hött”.

  89. Kjartan (#98) – það er enginn að banna mönnum að gera kröfur til liðsins. Við gerum öll þau kröfu að Liverpool FC sé í fremstu röð. Hins vegar er sjálfsagt að gera þá kröfu á móti til aðdáenda liðsins að kröfurnar sem þeir geri hverju sinni séu í takt við raunveruleikann. Eins og raunveruleikinn er í dag, eins og staðreyndirnar sýna, er það ekki raunhæft að ætla að krefjast þess af Rafa að vera með besta lið Englands. Þannig er það bara. Við getum gert þá kröfu að eigendurnir og þjálfarinn vinni saman að því að laga þessa stöðu á næstu árum en í dag er þetta óraunhæf krafa.

    Matti (#97) – ég var m.a. einn þeirra sem sagði nokkrum sinnum við lok síðasta tímabils að það væri núna, loksins, raunhæf krafa að liðið ynni titilinn eftir frábært gengi og 2. sæti með 86 stig í vor. Hins vegar voru allar slíkar kröfur af minni hálfu gerðar með það fyrir augum að liðið myndi styrkjast, ekki veikjast, sumarið 2009. Það gekk ekki eftir, og ef síðan bætast við mikil meiðsli og strandboltar er ljóst að það þarf einfaldlega að endurmeta slíkar kröfur í ljósi breyttra aðstæðna.

    Ívar Örn sagði þetta best sjálfur í ummælum við færslu mína í maí síðastliðnum. Þá sagði hann, orðrétt:

    „En upp úr þessu öllu stendur að liðið er mun betra en undanfarin ár, það er kominn geysiöflugur kjarni sem kann fílósófíu Benítez utanað. Veikleikum er að fækka og ég tala nú ekki um að ef gamli Ferguson er farinn að huga að ellilífeyrinum þá getur næsta ár orðið ansi gott. Við skulum samt ekki gleyma að eflaust verða Arsenal og Chelsea bæði með sterkari lið en þetta tímabil. En ég hlakka til að sjá leikmannakaup í sumar, þau gætu orðið lykillinn að næsta tímabili.

    Feitletrun mín. Ívar orðar hlutina vel hér, segir að öll vötn virðist liggja til sjávar svo að Liverpool eigi að geta gert harðari atlögu að titlinum í ár. Hins vegar bætir hann því við að Arsenal og Chelsea verði eflaust með sterkari lið í ár (það hefur ræst) og svo að margt velti á leikmannakaupum Liverpool yfir sumarið. Þau brugðust algjörlega, liðið veiktist allsvakalega fyrst Aquilani hefur ekki enn náð að spila og svo bættust ótrúleg meiðsli – þar sem að lágmarki 2-3 lykilmenn í liðinu hafa verið frá í einu í nánast hverjum einasta leik – við.

    Ég skil því ekki alveg hvers vegna Ívar Örn vill ganga á bak sinna eigin orða í dag og skella skuldinni allri á Benítez þegar það var klárlega ekki honum að kenna að þær forsendur sem Ívar sjálfur gaf fyrir velgengni liðsins í vor brugðust.

    Fyrir mér er lokaniðurstaðan alltaf sú sama: liðið er ekki eins gott og við héldum/vildum og það er ömurlegt. Allir bera ábyrgð, allt frá óheppni til þjálfara til leikmanna til eigenda og að vissu leyti okkar aðdáendanna líka fyrir að byggja skýjaborgir utan um þetta lið. Í kjölfarið er verið að reyna að vinna í málunum – fá menn inn úr meiðslum, styrkja vonandi leikmannahópinn í næstu gluggum, vonandi að Rafa lagi hjá sér það sem hann getur og að eigendurnir taki til sín þá ábyrgð sem þeir eiga og reyni að styðja kallinn. Á meðan verið er að laga þessa hluti – sem taka allir tíma, mislangan þó – sitjum við eftir með pirringinn yfir að horfa á lið sem er hvorki að spila á fullri getu né með eins mikla toppgetu og við héldum.

    Við þessu er ekkert annað að gera en að vona það besta fyrir næstu leiki og sýna smá þolinmæði á meðan hlutirnir eru lagaðir. Og gera svo allt vitlaust ef rétt skref eru ekki tekin, sérstaklega með að bæta leikmannahópinn á árinu 2010.

    Eitt enn sem Ívar Örn nefndi (#95) um að það væri Liverpool-hefðin að leyfa þjálfurum að klára tímabilið. Ég ákvað að setja þann valkost ekki í könnunina því ég vildi að það væru tvenns konar já og tvenns konar nei sem menn gætu valið úr, svo könnunin væri sanngjörn. Eins ákvað ég að taka þennan valkost ekki með því mér finnst algjör fásinna að það eigi að leyfa mönnum að klára tímabilið no matter what. Ef ég væri á þeirri skoðun að Benítez væri kominn á endastöð með þetta lið myndi ég vilja losna við hann strax. Ég vildi losna við Houllier fyrr en í maí 2004, fyrir mér átti að reka hann strax og Marseille slógu okkur út úr UEFA-bikarnum í mars það ár. Ef þjálfari er búinn að missa tökin getur hann gert illt verra fram á vorið og því á það alltaf að vera möguleiki að láta menn fara á miðju tímabili (sjáið bara Chelsea í fyrra, hefðu þeir farið svona langt og unnið bikar ef þeir hefðu leyft Scolari að klára veturinn?).

    Hins vegar er ég langt frá því að vera á þeirri skoðun í dag að Rafa sé kominn á endastöð með þetta lið og því finnst mér ekki þurfa að skipta um stjóra að svo stöddu.

  90. Ef að þessir menn sem hafa verið að spila fyrir okkur eru svona lélegir þá á að senda þá í burtu. Hjá Liverpool hefur alltaf sú krafa verið við lýði að allir leikmenn hafi getu og hæfileika til að stíga upp. Þeir sem verja Rafa vilja benda á peningaleysi og meiðsli og þess vegna sé ekkert skrítið að svona sé komið fyrir okkur. Ef þetta er ástæðan eigum við þá ekki bara að hætta að líta á okkur sem klúbb þar sem aðal markmiðið eru titlar. Við erum ekkert á leiðinni með að verða ríkasti klúbburinn og ég held að Rafa sé ekkert að far að skipta út þessum fiðurlausu fuglum sínum sem hann neyddist til að kaupa þar sem enginn aur var til? Ég neita að verja Rafa á þessum rökum, maðurinn er búinn að klikka helling og það er afneitun að segja annað. Ég tek svo undir flest af því sem Ívar Örn #95 sagði. Ég er ekki búinn að gefa Rafa uppá bátinn en hann verður samt að axla ábyrgð og líka að taka sig í gegn og fara að stýra þessu liði okkar betur!

  91. Það var nú alveg ljóst í sumar um leið og Alonso fór og við ákváðum að kaupa Aquilani, sem hefur verið fótboltamaður í hlutastarfi síðustu ár, í staðinn að barátta um titilinn væri út úr myndinni. Ég geri hins vegar þá lágmarkskröfu að liðið sé í baráttu um 2.-3. sætið en ekki um miðja deild, rétt á undan Stoke, og komist áfram úr riðlinum í CL. Það er ekki hægt að afsaka gengið í CL með því að Fiorentina, Lyon og Debreceni séu búin að eyða svona miklu meiri pening en við.

  92. Sammála Kjartani. Mér finnst menn full mikið vera að vitna í sérstaklega seinni helming síðasta tímabils hvað varðar skemmtanagildi botalns hjá LFC. Það season lítur út fyrir að hafa verið undantekning frá þeirri reglu að LFC spili leiðinlegan fótbolta, frekar en öfugt. Ég er búinn að svekkja mig á því í langan tíma hvað þetta lið spilar í alltof mörgum tilfellum hræðilega óaðlaðandi og leiðinlegan fótbolta. Allir vilja titla og árangur, eðlilega, en finnst mönnum allt í lagi að megnið af leikjum liðsins séu grútleiðinlegir? Til hvers að fylgjast með einhverju leiðinlegu? Ég persónulega fylgist með af gömlum vana og í von um að þetta batni og maður geti farið að fylgjast með skemmtilegum fótbolta. Ég vil Rafa burt, hvort sem það er núna eða í lok tímabilsins. Ég hef ekki trú á honum, þó ég viðurkenni að mörg rök t.d. Magga séu mjög góð og gefa manni tilefni til þess að hugsa málið. Ef Benitez verður áfram, árangurinn batnar og boltinn verður skemmtilegri, þá verð ég bara himinlifandi með það. En mér finnst fátt benda til þess í augnablikinu.

  93. Sælir félagar
    Menn eru hér að dást að kommentum. Ég vil segja að umræða Magga og Kristjáns Atla beri af hér. Og ég meina það, beri af öllu því sem hér hefur verið sagt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  94. Toggi nr 102 , menn eru ótrúlega fljótir að gleyma. Seinni hluta síðasta tímabils ? Skemmtanagildi boltans sem við spilum hefur risið hratt síðustu 2 ár, við skoruðum mest í öllum keppnum 2007/8 og skoruðum mest í deildinni 2008/2009. Menn eru að missa sig af slæmum 2 mánuðum og virðast ekki muna síðustu 2 ár.

  95. Menn eru að missa sig af slæmum 2 mánuðum og virðast ekki muna síðustu 2 ár.

    Mér sýnist nú einmitt margir hérna ekki muna lengra aftur en síðustu tvö ár…

  96. Eyþór #104 – Ég er ekkert sérstaklega gleyminn. Dregurðu þá ályktun að allir séu bara að míga í sig útaf eingöngu þessum síðustu tveimur mánuðum? Að allt neikvætt sem menn segi þurfi að litast af skammsýni afturábak og áfram? Ég hef fylgst með þessu liði og get sagt það fullum fetum að mér finnst þetta lið hafa spilað hundleiðinlegan fótbolta í langan tíma, með einhverjum undantekningum. Ég þori að fullyrða að ég sé ekki einn um þá skoðun og það er ekki vegna þess að ég sé að panikka yfir slæmu gengi okkar manna uppá síðkastið. Enda hef ég nú tjáð mig um þetta hér áður.

  97. Matti, ég ráðlegg þér að lesa greinar frá því í fyrra…. bezt er að nefna engin nöfn því að hártogun á menn og konur virrka ekki.

    Ég er gamalgróinn stuðningsmaður LFC og hef verið áhangandi á þessari STÓRGÓÐUR síðu einginlega frá því að hún var stofnuð án þess þó að vera virrkur fyrstu 2 árin, en nóg um það.

    Ég kaus; ” Já – hann er rétti maðurinn í starfið. (34%, 297 Atkvæði)

    …af því að RAFA er; feitur, með ljótt skegg, ég er með skegg sem líkist hans, hrikalega flotttttt bindi, merkilegt göngulag, vantar nýja stílabók, gæti alveg lánað honum eina sem ég fann í gömlu skólatöskunni minni…..

    Hallóóóóó… ÞAÐ VILL ENGINN TAKA VIÐ LFC Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM ER OG ÞAÐ ER MORGUNNLJÓST AÐ RAFA ER RÉTTUR MAÐUR Á RÉTTUM STAÐ, HANN VERÐUR EKKI REKINN, HONUM VERÐUR KLAPPAÐ Á ÖXL OG HANN MUN SETJA LFC Á HÆRRA PLAN, FYLGIST BARA MEÐ OG NJÓTIÐ RÚSSÍBANANS

    Þetta er merki um að hafa hjartað á réttum stað og það ætla ég að gera þótt það rigni eldi og brennistein um aldur og ævi –

    Tommy Smith ‘My thoughts last night went out to those magnificent Liverpool fans who stood in the rain in Hungary at the end on a cold November night singing “You’ll Never Walk Alone.”

    ‘They weren’t booing, screaming at players or calling for the manager’s head. No. They stuck with the team and shared the deep disappointment, singing their hearts out to try and lift everyone’s spirits.

    ‘Certainly those fans will give the manger time to sort it out.’

    AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

  98. Markmiðið með að halda með Liverpool síðustu tuttugu ár hefur ekki verið að halda með meistaraliði því liðið hefur ekki unnið í tuttugu ár.

    Er markmiðið að halda með liðið sem hefur góða möguleika á því að verða meistari? Ef svo er þá eru það önnur lið sem betra er að halda með því þau eru líklegri en Liverpool til að vinna.

    Af hverju halda menn með Liverpool ef það er ekki af tveimur áðurnefndum ástæðum?

  99. Ég er tilbúinn að spá því að vorið 2014 verði Liverpool ekki ennþá orðið Englandsmeistari undir stjórn Rafa Benitez þó svo að sumir hafi lesið alveg fullt af efni um Christian Purslow og Tom Hicks.

    Ef ég hef rangt fyrir mér fæ ég mér tattó með “In Rafa I Trust” og sendi honum persónulegt afsökunarbréf og samgleðst að sjálfsögðu með honum eins og alltaf þegar hann hefur staðið sig vel.

    Hvet fleiri til að gera slíkt hið sama!

  100. http://visir.is/article/20091126/VIDSKIPTI07/523438134/-1
    Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi..
    Ekki kaupa þeir Liverpool…. Dubai ekkert í betri málum en Ísland…
    USA mennirnir væru löngu búnir að reka Rafa, þeir hafa bara ekki efni á því og hvað þá að ráða annar stjóra.. við erum í skíta málum… var svo að lesa frétt um að mikil ósætti sé komið í leikmenn liðsins… við eigum bara eftir að drulla á okkur í vetur og næstu ár… ef ástandið sé virkilega svona!!!

  101. Geir

    Ef að sé og ef að mundi
    átján höfuð á einum hundi
    Ef að mundi og ef að sé
    átján höfuð á einu fé.

    Það er nú þannig

    YNWA

  102. Þetta á að vera svona

    Ef að sé og ef að mundi

    átján höfuð á einum hundi

    Ef að mundi og ef að sé

    átján höfuð á einu fé.

  103. Róa sig aðeins hérna á Kop,það er einginn heimsendir þó ílla gangi…slakið bara aðeins á.

  104. …fyrst svo er þá er þessi vel þolanleg líka 😀

    Týndur fanst, en funndinn hvarf.

    Að týndum funndinn leita þarf.

    Oft týnist sá sem fundinn er,

    við að finna þann sem týndur er.

    Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is

  105. ahhhhhhhhhhh er að horfa á lfc tv , þeir eru að sýna 50 fyrstu mörk torres fyrir liverpool 🙂 þegar maður horfir á þetta gleymir maður öllu bullinu sem er í gangi í kringum liðið . maðurinn er algjör demantur 🙂

  106. merkilegt hvað allir eru rólegir og sáttir með þetta ástand sem er í Liverpool þessa dagana.. Eina sem ég fæ útúr þessu eru skítköst og leiðindi hvert sem ég kem. En ég hef ávallt látið þetta framhjá mér fara, svo er ég einungis 23 ára og hef aldrei á minni ævi upplifað það að vinna englandsmeistar titilinn. Þannig að eina sem ég fer framá er að ég geti sest fyrir framan sjónvarpið og horft á góðan fótbolta, þar sem kanntspil og sóknarbolti er alls ráðandi. En það sem fer hvað mest í taugarnar á mér er að þegar við skorum eitt helvítis mark þá er bara einsog menn leggist aftar á völlinn og ætli sér að halda því. Og einsog Einar bendir á hér fyrir ofan þá erum við einungis búnir að vera 2 helv MÍNÚTUR 2 mörkum yfir og það gerðist á móti Manc… og það í uppbótartíma! Finnst ykkur þetta virkilega skemmtilegt?

  107. Matti: Best að leyfa mönnum að svara því sjálfir. Mér fannst síðasta vor eins og andinn væri almennt þannig hér inni og ég var einn af þeim.

    Kristján Atli: Það að skipta um skoðun vegna mjög slæms gengis er ekki að ganga bak orða sinna. Og ég er síður en svo að kenna Benítez um allt sem hefur farið úrskeiðiðs. Auðvitað hafa forsendur breyst. Tvenn 20 milljón punda kaup áttu að bæta liðið en breiddin hefur minnkað, mjög líklega hvort tveggja ákvarðanir sem Benítez hefur átt stóran þátt í og hann hefur ákveðið að taka sénsinn á því að lykilmenn myndu ekki meiðast eins mikið og raun hefur borið vitni. Auðvitað er fullt af atriðum sem hann hefur ekki ráðið við en ég set spurningarmerki við annað sem hann hefur ráðið við, t.d. að taka sénsinn á því að spila Mascherano og Lucas saman á miðjunni langleiðina fram í mitt mót. Þar hefur hann ofmetið sína menn. Þá hefur hann líka vanmetið taktísk áhrif þess á varnarleikinn að hafa sókndjarfa bakverði.

    petur8: sömó!

  108. Grellir.

    Ég deili pirringnum með þeir, alveg hreint óþolandi að þurfa að horfa á okkar menn leggjast í vörn þegar það er búið að ná einu marki. Mér finnst það hafa komið fyrir nær undantekningalaust að þegar við skorum mark þá er það bara nóg! Enda er líka búið að refsa okkur nokkrum sinnum fyrir það.

    Horfði á hluta af Man utd – Everton núna um daginn, sá þegar Flethcer skoraði þetta ótrulega mark, svo hugsaði ég, jæja þetta gerir bara leikinn skemmtilegri, nú fer Everton að gera eitthvað, en ekki alveg, Man utd hélt áfram að yfirspila þá og gaf þeim aldrei séns að komast inn í leikinn og endaði svo með að vinna 3-0.

    Púnkturinn minn með þessu er að afhverju erum við ekki að yfirspila þessi lið alveg jafn mikið eftir að við skorum fyrsta markið og fyrir það.
    Þegar lið á að vera veikara en okkar lið þá á ekki að skipta máli hvort liðið byrju að sækja meira eftir að þeir fá á sig mark, halda bara okkar plani og klára leikinn!

  109. Það er mikið rætt um að við höfum ekki nægt fjármagn til þess að kaupa bestu bitana á markaðnum. Hvernig væri það að það yrði sett upp vefsíða þar sem maður getur lagt frjáls framlög til leikmannakaupa. Þannig væri hægt að nota mátt internetsins til þess að ná í stórar upphæðir. En myndi þá klúbburinn ekki þurfa að vera í eigu stuðningsmanna svo að þessi hugmynd gæti orðið að veruleika?

  110. Einn góður punktur sem vert er að minnast á…. við erum komin yfir 100 ummæli og við unnum leik! … var ekki einhver að segja að við færum aldrey yfir 100 nema þegar að við töpuðum!!!!! heheheh

    Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is

  111. Af hverju halda menn að hr. Benitez sé eini maðuinn í heiminum sem geti stjórnað okkar ástsæla liði? Hann á stóra sök á því ástandi sem er hjá okkur núna. Hann velur liðið og hefur byggt upp hópinn á sandi í formi meðalskussa.
    það var auðvelt að segja nei takk.

  112. Jaa Þórhallur ef þú hefðir eitthvað fylgst með umræðunni þá eru einmitt rökinn okkar benites-manna að hann valdi einmitt ekki það að kaupa meðalmenn, heldur einmitt þurfti hann þess vegna peningavandamála og Rick Parry, semsagt valið hans stóð á milli þess að kaupa aðeins betri miðlungsleikmann í stöðu eða að sleppa því bara.

    Erfitt að byggja upp lið eftir þinni hugsun þegar þú þarft í flestum tilvikum að kaupa menn sem eru neðarlega á þínum óskalista.

    Annars skil ég þig vel, það er augljóst að Benitez er að gera eitthvað vitlaust

  113. Hvað gerist ef við lendum í 5 sæti eða neðar? Styðjum við enn stjórann? Í fyrsta skipti núna er ég orðinn hræddur um að ná ekki CL sæti. Það yrði svakalegt…

    1. sæti eða neðar. Ef það yrði raunin þá væri það líklega orðið ljóst í mars eða apríl og þá þegar byrjað að leita að nýjum stjóra myndi ég halda.

    Hins vegar ef maður lítur á stigatöfluna þá sé ég í raun ekkert því til fyrirstöðu að Liverpool nái öðru sæti deildarinnar. Arsenal er brothætt lið, United er einfaldlega ekkert sérstakt, Tottenham, Citi og Villa eiga ekki að vera fyrir ofan okkur. Hins vegar er fyrsta sætið frátekið í bili fyrir Chelsea. Engu að síður, sigur gegn Everton og nýtt upphaf takk fyrir.

  114. Ég held að Jose myndi ekki gera neitt betra en Benitez. Hlítur að vera afrek hjá þeim ágæta dreng að vera með svona mikið af eðal knattspyrnumönnum og láta svo liðið spila hundleiðinlegan bolta…. en árángursríkan reyndar.

  115. Merkileg umræða, líkt og eflaust ljóst er vil ég Rafael í burtu.. Ástæðan fyrir því er að ég tel að stíll hans henti ekki til að vinna ensku deildina, sem ég tel vera mikilvægast að öllu fyrir LFC að vinna. Fáir (ef einhver) í heiminum er betri að kortleggja andstæðinga fyrir mikilvæga leiki – þá stórleiki. Í keppnum hins vegar sem spannar 38 leiki hef ég enga trú á honum. Reynslan hefur sýnt að hann tapar mikið af stigum gegn liðum sem má ekki tapast stigum gegn, þ.e. ætli lið sitt að vinna deildina.

    Núna er meistaradeildin farin líka og eins og í raun alltaf er LFC dottið úr öllum séns þegar langt er eftir að móti. Þetta fer að verða sama leikritið aftur og aftur og hlýtur að fara að teljast þörf fyrir breytingar.

    Eitt svo að lokum. KAR vitnar í gamlar færslur til að “ná” mönnum… Í framhaldi af því væri ég til í að fá að vita skoðun SSteins á þessu máli. Fyrir hreint ansi löngu ritaði hann hér á þessa sömu síðu og lýsti því yfir að nú væri seinasti séns Rafa og ef liðið myndi ekki vinna titil væri hans tími búinn. Það rættist ekki en eftir tímabilið var komið annað hljóð í hann og skoðunin orðin allt önnur. Næsta (!) tímabil yrði hans síðasti séns.

    Því spyr ég, þar sem SSteinn er hvergi sjáanlegur, hver er hans skoðun? Nú þegar allur möguleiki er búinn í nóvember, vill hann gefa “næsta” tímabil líka?

  116. Það hefur svolítið loðað við Liverpool síðustu áratugina að það stendur sig alltaf best á “næsta tímabili”… 🙂

  117. Benitez gat ekki notað toppleikmann eins og Keane svo held ég að hann hefði t.d getað keypt 1 toppleikmann í stað 2 meðal fyrir svipaðan pening svo í bland að gefa guttunum meiri séns.

  118. Þórhallur, ef þú hefðir lesið viðtölin við Rafa í The Times fyrir skömmu þá liti þetta dálítið öðruvísi út.

    Rafa gat ekki notað Keane vegna þess að ákveðinn Rick Parry gat ekki klárað dæmið með Barry & Alonso. Kaupin á Keane voru hluti af stærra dæmi.

  119. Einmitt Mummi, alltaf einhverjum öðrum að kenna. Sannur sigurvegari hér á ferð, hr. Rafael Benitez.

  120. Torres bakkar Beneties upp og fer örugglega ef Rafa er rekinn en ég bara segi er ekki hægt að fá góðan eða jafnvel betri striker, ég er bara alveg klár á því

  121. Verð að viðurkenna að svo mikill stuðningur við Rafa fer fram úr mínum björtustu vonum!

    Eftir tæplega 1100 IP-tölur eru 61% okkar sófamannanna hér á Íslandi enn að standa bakvið hans, og þar af 35% afdráttarlausir í stuðningnum við hann.

    Þetta kemur mér á óvart þar sem töluvert hefur verið um neikvæðar raddir í kjölfar erfiðra úrslita. Hins vegar held ég að þetta segi einmitt það að stóra myndin af félaginu okkar ræður skoðunum meirihlutans og eins og allir vita er ég því sammála.

    Svo ég svari Daða þá er ég bara alls ekki sannfærður um að við verðum meistarar 2014, hvort sem Rafa verður stjóri eða ekki. Ég hins vegar tel hann vera að byggja félagið rétt upp út frá þeim forsendum sem þar liggja og enginn verði þar betri en hann. Alls ekki Hiddink eða Mourinho!

    Svo langar mig enn á ný að mótmæla því að við sem styðjum Rafa, eða stjórnendur síðunnar séu með árásir eða séum að reina að “ná” mönnum. Ég einfaldlega vísa því á bug að svo sé gert, við erum held ég bara allir búnir að gagnrýna Rafa fyrir ákveðna þætti undanfarna daga og höfum bara alls ekki verið með skoðananíð eða kúgun.

    Mig langar t.d. að taka undir það að afar erfitt hafi verið fyrir Rafa að vinna fyrir Liverpool ákveðin kafla af hans starfsævi. Í hvert einasta sinn sem ég sé Alexandre Pato bölva ég t.d. Rick Parry heitt, hvernig það getur þýtt það að Rafa sé ekki sigurvegari skil ég ekki. Er það að kenna öðrum um, eitthvað svo augljóst eins og þegar Parry taldi Pato vera of dýran á 2 milljónir punda fyrir þremur árum? Er það starfsumhverfi sem t.d. Mourinho myndi sætta sig við?

    Svo langar mig að biðja abra um að finn jafn góðan eða betri striker en Torres sem við getum keypt. Hann má alveg ímynda sér að við getum borgað hvað sem er til að létta leikinn. Því það er vonlaust að finna jafn góðan striker og Torres er fyrir það verð og við greiddum fyrir hann þá. Hvað þá lægra!

    En ég vill auðvitað ítreka það að þetta er MÍN SKOÐUN og ekki til þess fallinn að stoppa aðra af eða að reyna að “ná” þeim í einhvern vef….

  122. Hverjar eru líkurnar á að Pato væri núna að morkna í unglingaliðinu eða á láni einhver staðar ef Benítez hefði fengið að kaupa hann á sínum tíma…?

  123. Eins og Insua og N’Gog #136 og #137???

    En þið eru kannski að vísa til stórra ungstirna eins og Danny Guthrie, Danny O´Donnell og Anthony Le Tallec. Ja, eða einhverra annarra ungra manna sem Benitez fékk í arf frá Houllier og eyðilagði.

    Insua og N’Gog eru akkúrat dæmi um mann eins og Pato, sem njónarar Benitez fundu áður en stærri gammar náðu þeim. Það er bara þannig…

  124. Það væri fróðlegt að Kjartan #136 og Þórhallur #137 tilgreindu þá sem eru að ,,morkna” í unglingastarfinu. Þar eru mjög margir efnilegir leikmenn en að mínu viti eru þeir ekki á þessum tímapunkti tilbúnir fyrir úrvalsdeildina. Insua og N´Gog hafa staðið sig virkilega vel en ég sé ekki aðra í svipinn sem eru tilbúnir: Jay Spearing hefur verið að taka þátt í leikjum en er að mínu viti allt of takmarkaður? Hvaða leikmenn eru að ,,morkna”?

  125. Sammála Guðm. 139#

    Eins og sumir nenni ekki að kynna sér staðdreyndir, horfir bara á verstu hliðarnar gleypi það og spái ekkert í afhverju það er svona, heldur bara benda á þann sem er næstur! Finnst RB oft ekki fá sanngjarna meðferð (viðurkenni að hann hefur gert ýmislegt rangt, er ekki að segja að hann sé heilagur) en lágmark að kynna sér staðreyndir.

    Til að svara Þórhalli 131# Þá kom einmitt hann Rick PArry í veg fyrir að eyða stórum peningum í einn leikmann, heldur vildi hann eyða peningunum í marga leikmenn, þar að leiðandi varð RB að kaupa nokkra meðalmenn í staðinn fyrir einn stóran!

  126. hahaha….. fyndið ef e-ð væri til í þessum sögusögnum og Vieira og v.Nistelrooy kæmu til Liverpool FC… held að Nistelrooy gæti gert gagn en langt síðan ég hef séð Vieira spila fótbolta, þ.a. ég veit ekki hversu mikill styrkur yrði af honum

  127. Benítez er búinn að kaupa unga og “efnilega” leikmenn villt og galið. Þeir enda allir á láni í einhverju pöbbliði eða daga uppi í unglingaliðinu án þess að fá nokkur tímann séns. Insúa er undantekningin. N’gog telst ekki með enda var hann byrjaður að spila með aðalliði PSG og ekki það ungur.

    Give me a break með þetta “nenna ekki að kynna sér staðreyndir…horfa bara á verstu hliðar”. Og nei, það er enginn að tala um Le Tallec, eingöngu unglinga sem Benítez er búinn að kaupa. Hafið þið virkilega trú á að menn eins og Pacheco, Ayala etc muni enda sem aðalliðsleikmenn?

    Benítez er bara með pólisíu að gefa ekki ungu strákunum séns. Kaup hans á Kyrgiakos og vilji til að spila frekar mönnum út úr stöðu en að gefa ungum séns sýna fram á það.

  128. Kjartan, stórir klúbbar kaupa marga unga leikmenn. Afar fáir þeirra leikmanna enda í aðalliðinu. Flestir fara til annarra liða, sumir fyrir dálítinn peninga. Þetta eru nefnilega viðskipti.

    Ég held það teljist nokkuð góð uppskera ef einn af tíu, jafnvel einn af tuttugu, nær að festa sér sess í aðalliðinu.

    Skoðaðu þetta bara hjá öðrum klúbbum.

  129. Kjartan 142. Ertu að segja að Insúa sé undantekning og N’gog teljist ekki með því hann sé ekki svo ungur? Ef svo er þá er vert að benda á það að N’gog er 3 mánuðum yngri en Insúa.

  130. Ég ætla að fá að segja Kjartani það að ég tel mjög líklegt að bæði Pacheco og Ayala fái að spila með aðalliði Liverpool. Eins og Amoo og Ecclestone, sem by the way er búinn að fá mínútur í vetur. 18 ára.

    Svo auglýsi ég eftir dæmi um eftirfarandi komment:

    “Benítez er bara með pólisíu að gefa ekki ungu strákunum séns”

    Ég er búinn að nefna Ayala og Ecclestone sem hafa komið inná í alvöru leikjum í vetur. Insua er kominn og ég hlæ oní bringu að því að N’Gog hafi ekki verið ungur, 18 ára keyptur og búinn að skora eitt mark í 17 innákomum í PSG liði sem var rétt fallið það ár. Nóg var allavega hlegið að þeim kaupum á sínum tíma víða.

    En svo vill ég líka benda Kjartani á fyrrnefndan Jay Spearing og vill líka bæta við Martin Kelly sem lék mikilvægasta leik okkar á tímabilinu hingað til, í CL gegn Lyon.

    Ég semsagt óska eftir mótrökum, því í þessum pistli hef ég talið upp SEX leikmenn yngri en 21s árs sem hafa fengið möguleika hjá Liverpool í vetur…..

    Hvaða góði unglingur hefur verið látinn “morkna” í unglingaliðinu og varaliðinu?

  131. Benitez tók heldur ekki við góðu búi frá Houllier og það getur tekið smá tíma að byggja upp njósnakerfi og þ.h. Við skulum svo ekki gleyma því að það tekur ALLTAF lengri tíma en menn vilja að búa til meistaralið.

  132. 144 Grétar Kjartan var örugglega að meina að N’gog var kominn á kortið og því ekki talin með sem óþekktur unglingur

  133. Skil þetta ekki.

    Menn æpa að Benitez eigi að gefa ungum strákum séns en svo loksins þegar þeir fá extended run í liðinu þá eru þeir oftar en ekki skotnir niður, sbr. Lucas og Insua.

    Damned if you do, damned if you don’t.

  134. Rétt hjá Jóa, ég meinti ekki að N’gog væri ekki ungur heldur að hann væri búinn að fá run í aðalliði PSG, ólíkt öðrum unglingum sem hafa verið keyptir.

    Ég rökstyð þá fullyrðingu að Benítez hafi þá pólisíu að gefa ungum strákum ekki séns með því að hann gefur þeim nánast aldrei séns, hvað þá extended run í liðinu. Hann kýs frekar að kaupa menn eins og Kyrgiakos og Voronin en að treysta á þetta unglingalið sitt sem hann á með húð og hári. Þar að auki spilar hann síðan frekar öðrum leikmönnum út úr stöðu til að leysa af meidda/í banni heldur en að leyfa ungu strákunum að spila. Ég fullyrði að menn eins og Pacheco eða Ayala væru búnir að fá mun fleiri sénsa hjá United eða Arsenal ef það væri virkilega e-ð í þá spunnið til að byrja með.

  135. Svona eins og þegar Wenger sleppti að kaupa Silvestre til að spila fram unglingum, og þegar Ferguson sleppti að kaupa Owen til að gefa öðrum unglingum séns?

  136. Mér finnst vandamálið ekki hafa verið að þessir unglingar hafa ekki fengið tækifæri. Vandamálið hefur verið það að upp til hópa hafa þessir sérvöldu snillingar útsendara Rafa ekki getað blautan. Það hefur nákvæmlega ekki rassgat komið út úr þeim pakka. Mér finnst svo ekki rétt að tala um Lucas sem einhvern algjöran græningja þegar hann er fenginn, hann er búinn að vera valinn efnilegastur (bestur?) í brasilísku deildinni og var einfaldlega keyptur til að byrja fljótlega að spila ákveðna rullu í þessu liði. Enn þann dag i dag hefur sá maður hins vegar lítið sem ekkert sýnt sem réttlætir veru hans á miðju Liverpool.

  137. Ég held að hann hafi verið valin besti leikmaður deildarinnar árið áður en við keyptum hann Kúri, ef ég man rétt 😉

  138. 154

    Svona eins og þegar Wenger sleppti að kaupa Silvestre til að spila fram unglingum, og þegar Ferguson sleppti að kaupa Owen til að gefa öðrum unglingum séns?

    Já lol maður, alveg eins. Arsenal hefur náttúrulega ekki verið að gefa ungum séns hvorki fyrir né eftir komu Silvestre og engir Wellbeck [sic] eða Macheda hafa fengið break hjá United.
    Pointið hjá mér var auðvitað að United og Arsenal keyptu ekki reynda leikmenn. That’s me served!

  139. Kjartan; hvað með Theo Walvott og Nasri? Ungir leikmenn og komnir með reynslu og nota bene kostuðu mikla peninga!

    Kúri: þú segir að útsendarar Benitez hafi ekki ,,getað blautan”; því er ég ósammála en áherslan hefur verið lögð á unga leikmenn sem kosta mjög lítið. Það þarf enginn að segja mér að ekki sé áhugi hjá Benitez fyrir eldri, reyndari og dýrri leikmönnum en því miður er fjárhagsstaða félagsins mjög bágborin.
    Anderson og Nani kostuðu samtals yfir 30m punda vel inna við 20 ára aldurinn. Við erum ekki í stöðu til að kaupa jafn dýra leikmenn fyrir aðalliðið nema að selja fyrst. Það er bara raunveruleikinn í dag.

  140. Ég veit Kjartan minn, var nú bara að gera smá grín :), ég er alveg sammála mér finnst ungu mennirnir oft hafa fengið of lítið af sénsum í gegnum tímann, loksins þegar maður meiðist og hann hefur tækifæri til að spila fram kjúklingum þá ákveður hann að frekar breyta um leikkerfi eða setja mann í stöðu sem hann er ekki vanur að spila. Stundum finnst mér það alveg fáranlegt, en kannski er ástæða fyrir því, Man utd hefur t.d. verið miklu duglegri að spila fram kjúklingum, Man utd er líka búinn að hafa miklu fleiri svokallaða matchwinning menn inn á hjá sér í gegnum tíðinna, þannig að þó að 1-2 kjúklingar spili illa eða klúðri, þá skiptir það bara engu máli gegn litlu liðum því einhverjir af Rooney, teves, ronaldo, giggs, scholes os.frv. stigu upp og kláruðu leikinn.
    Við sem höfum oft átt mjög erfitt með að klára litlu liðin í gegnum árin eigum bara ekki efni á því að 1-2 séu að spila illa, við höfum stundum átt nógu erfitt með að sigra litlu liðin á Anfield með okkar sterkustu 11.

  141. jæja er ekki komið gott af þessari umræðu. Hvað er með leikinn á morgun ? Engin stemning, engin umfjöllun. Allir kannski bara búnir að gefast upp, meira gaman að rífast um hvort við eigum að reka Rafa og hvað Lucas er lélegur ?

  142. Þið getið ekki haft það á báða vegu , annarsvegar á Rafa að spila bestu mönnunum í öllum leikjum og hinsvegar á hann að spila ungu strákunum – sem btw, 99% af þeim geta ekki blautan, hef séð minn skerf af varaliðsleikjum og það eru ekki margir þarna sem teljast í úrvalsdeildarklassa, hvað þá Liverpool klassa.

    En jú, væri flott að geta stlúttað þessari umræðu og hafið nýja og ferskari í samb við leikinn á sunnudaginn – vonum að sá þráður fari í 100+ svör af öðrum ástæðum 😉

  143. Ég vil bara þakka ykkkur kæru lesendur og stjórnendur þessarar síður fyrir hreint út sagt frábæra lesningu þessa vikuna – ég hef aldrei á æfi minni lesið http://www.kop.is eins mikið og akkúrat þessa viku (búinn að liggja veikur heima síðan á mánudaginn síðasta) og ég er bara svo vel stemdur fyrir næsta leik sem er við Everton að ég er næstum að springa, og að fá frétti um að það gæti verið að Hr. Torres Liverpool nr. 9 verði með.

    Ég skora á ykkur öll að vera eins skemmtileg í skrifum og þessa frábæru viku.
    Ég skora einnig á síðuhaldara að koma inn með nýju grænu slykjuna sem ég gerið fyrir http://www.kop.is. þann 8. október síðastliðinn, ég held bara að það sé kominn tíma á nýja græna torfu fyrir okkar frábæra lið.

    Enn og aftur VIÐ ERUM BESTIR OG VERÐUM ÞAÐ UM ÓKOMNA TÍÐ, ÁFRAM LIVERPOOL OG KOMA SVO SINGJUM ALLIR SAMAN NÚ FYRIR EVERTON LEIKINN – We ? u Liverpool, we do! We ? u Liverpool, we do! We ? u Liverpool, we do! Ohhh…. LIVERPOOL WE ? YOU!!!

    AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://WWW.KOP.IS

  144. Strákar veru bara smá bláeygðir í dag og tökum þetta 0 – 2 og Kátur með bæð

  145. Þessi könnun hefur fengið að lifa núna í rúmlega fimm daga en ég lokaði henni í kvöld eftir að Babú setti nýja könnun á síðuna. Það er því við hæfi að við förum aðeins yfir niðurstöður könnunarinnar.

    Á rúmlega fimm sólarhringum fengum við 161 ummæli í stórskemmtilegri umræðu um það hver staða Rafa hjá liðinu væri. Ég vil þakka lesendum fyrir frábærar og málefnalegar umræður, ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að við þurftum ekki að eyða einum einustu ummælum út úr þessum þræði!

    Þá bárust alls 1.226 atkvæði við könnunina. Ég renndi yfir svaralistann í kerfinu og sá að í örfáum tilfellum kusu menn tvisvar (kannski í vinnu/skólatölvu og svo heima) en annars var hvergi verið að fjölfalda svör. Þessi 1.226 atkvæði skiptust sem hér segir. Spurt var: “Vilt þú að Rafa Benítez starfi áfram sem stjóri Liverpool?”

    01: Já – hann er rétti maðurinn í starfið. – 428 atkvæði (35%)
    02: Já – við finnum engan betri á þessum tímapunkti. – 317 atkvæði (26%)
    03: Nei – ég fíla Rafa en hann verður að axla ábyrgð á genginu. – 255 atkvæði (21%)
    04: Nei – reka hann strax og þótt fyrr hefði verið. – 226 atkvæði (18%)

    Sem sagt, 61% kjósenda styðja Rafa áfram af einni eða annarri ástæðu á meðan 39% finnst hann eiga að fara, af einni eða annarri ástæðu. Þó er athyglisvert að vinsælasti kosturinn er sá sem býður upp á tafarlausan stuðning við Rafa en sá óvinsælasti er sá sem gefur til kynna að menn vilji losna við kallinn með öllum ráðum.

    Við getum því sagt í raun að 3,5 af hverjum 10 Púllurum sem lesa þessa síðu styðji Rafa 100% á meðan helmingur þess fjölda, 1,8 af hverjum 10 Púllurum vilji losna við hann með öllum ráðum. Eftir sitja hinir 4,7 stuðningsmennirnir af 10 sem eru ekki 100% sannfærðir í aðra hvora áttina og sveiflast kannski til og frá í skoðun eftir genginu.

    Kannski væri eitthvað af þessum mönnum jákvæðari í dag eftir að liðið virðist hafa snúið genginu aðeins við um helgina (og verið taplaust í nóvember).

    Við endurtökum þessa könnun kannski við tækifæri, þegar lengra er liðið á tímabilið, en þangað til þakka ég lesendum fyrir góða þátttöku og skemmtilegar umræður. Það er ljóst að það eru ekki allir sammála og könnunin sýnir skemmtilegan þverskurð af því sem kalla mætti almenningsálitið.

Debreceni 0 – Liverpool 1

Everton á morgun