Þá er komið að fyrsta derby slagnum á þessari leiktíð. Hnúturinn kominn á sinn stað í maganum, þessir blessuðu leikir skapa alveg einstaka tilfinningu hjá mér. Það er ekkert ömurlegra til í boltanum heldur en að tapa á móti þessum bláu &$#/$/$%#%, EKKERT. Auðvitað er mikill sjarmi yfir þessum leikjum og lang flestir stuðningsmenn líta á þessa slagi sem hina eiginlegu derby slagi. Ég verð þó algjörlega að viðurkenna það að ég myndi halda heljarinnar hátíð ef Everton myndi falla niður um deild einhvern daginn, ó já, ég er sko alveg tilbúinn að fórna þessum nágrannaslögum á hverju ári. Á móti kemur þá gefur fátt mér meiri ánægju en að sjá þá rauðu snýta þeim bláu og ég vona svo sannarlega að sú tilfinning verði ríkjandi hjá mér eftir rúman sólarhring.
Ég viðurkenni það líka fúslega hérna að ég gæti ekki þótt líf mitt lægi við, skrifað hlutlausa upphitun fyrir svona leiki og verið að gefa andstæðingunum eitthvað falskt kredit. Það er ALLT við Everton sem mér mislíkar, ja allt nema eitt. Þekki nefninlega nokkra fína náunga hér á landi sem eru stuðningsmenn þeirra, en þá meina ég nokkra, ekki marga. Halli BK, Makkarinn, Nonni Nikótín, Baddi og Halldór nágranni, þið getið hætt að lesa núna, búinn að hrósa ykkur og þið hafið ekkert gaman af restinni af þessari upphitun. Er einhver sem þolir Gollum stjóra þeirra? Eða Cahill? Eða svo ekki sé minnst á yngri Neville dúkkulísuna? Þetta lið hefur alveg einstakan hæfileika í að laða til sín algjörlega óþolandi knattspyrnumenn, og það í bunkum.
En ég er líka algjörlega á því að þessi leikur kemur á frábærum tíma fyrir okkur. Mitt í allri kreppunni, mitt í öllu fokkings volæðinu, í allri umræðunni um Rafa, útslátt úr Meistaradeildinni og almennu andleysi hjá liðinu. Hvað kemur þá? Jú útileikur gegn þessum bláu. Á morgun þarf enga motivation, nei, á morgun EIGA menn að arka inn á völlinn með blóðbragð í munni, og þegar lokaflautan gellur, þá á blóðið að leka út um munnvik leikmanna vegna þess að þeir keyrðu sig algjörlega út við það að slátra nágrönnum sínum. Það er ekkert annað í boði á morgun, menn eiga að berjast um hvern einn og einasta bolta, berjast um öll laus svæði og sanna það (ekki síst fyrir sjálfum sér) að þetta lið sé ennþá með þann karakter sem einkenndi það á síðustu leiktíð. Það láta allir eins og að leiktíðin sé búin, ja svei’attann segi ég nú bara.
Það eru búnir 13 leikir af þessari leiktíð, það eru 25 leikir eftir. Við erum 8 stigum á eftir ManYoo í töflunni og 5 stigum frá 3 sætinu, samt láta allir eins og að það séu bara 2 umferðir eftir og staðan eins og hún er núna. Við eigum þennan leik á morgun, sem er algjörlega “krúsíal” fyrir okkur, við eigum einnig Arsenal á heimavelli í desember, en svo erum við að spila við lið sem við eigum að vinna, 4 leikir. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að í næstu 6 leikjum, þá tökum við 18 stig. Já, ég er bjartsýnn og nei, ég er ekki að bryðja neinar pillur. Ég hef einfaldlega þá trú að liðið okkar fari að smella saman núna og við sjáum það taka gott “rönn” og klári þetta blessaða vesæla ár með stæl. Ég hef of gaman að þessum blessaða fótbolta til að leggjast í eitthvað þunglyndi yfir honum, um leið og búið er að flauta einn leik af, þá er bara um að gera að láta sig hlakka til næsta leiks og það veit sjálfur Fowler að ég er að drepast úr spenningi fyrir morgundeginum.
Ég ætla ekki að gera lesendum síðunnar það að vera að fara í frekari greiningu á þessu bláa gengi sem við erum að fara að heimsækja á morgun, og já, ætla heldur ekki að gera sjálfum mér það. Vil bara segja það að ef Hull getur unnið þá, þá ættum við að geta sent undir 18 ára liðið á morgun og samt unnið. En svo einfalt er það nú ekki, þeir koma ekkert síður brjálaðir til leiks en okkar menn, því þetta eru þeirra úrslitaleikir á hverju ári. Það lítur þó allt út fyrir að röðun þeirra í deildinni sýni rétta mynd af þessu liði. En að öllu skemmtilegri málum…
…okkar menn. Eitthvað hefur verið að styttast sjúkralistinn hjá okkur og er það vel. Það var búið að breyta skrifstofum á Melwood í sjúkraherbergi vegna plássleysis og félag unglækna á Bretlandseyjum sá fram á að helmingur allra útskrifaðra lækna fengju störf á Melwood. Ég ætla svo að skella mér í sveitina yfir helgina með hanska á lofti og athuga hvort ég geti ekki dregið út einhverjar legkökur og farið með til Liverpool borgar, íslenski hesturinn hlýtur að framleiða extra kraftmiklar kökur. En mér að vitandi eru bara 2 leikmenn meiddir núna, Kelly og Babel, en svo eru 33 leikmenn ný stignir upp úr meiðslum og aðrir 44 ekki í leikæfingu. Svo er það stóra spurningin, Fernando blessaður. Spilar hann eða spilar hann ekki? Hann er búinn að vera að æfa núna undanfarið, undir eftirliti, en ég myndi halda að hann ætti hreinlega aldrei að æfa eftirlitslaus. Við hreinlega höfum ekki efni á því að vera svona mikið án hans, það myndi ekkert lið hafa efni á því að vera án besta framherja heims svona mikið. Ég reikna allavega ekki með honum í byrjunarliði á morgun, en finnst mér David Ngog hafa staðið sig frábærlega í hans fjarveru. Strákurinn sá er að eflast við hverja raun og er búinn að setja 5 mörk í sínum 11 leikjum (einhver ónefndur fyrrum framherji sem gekk djöflunum á vit hefur skorað 4 mörk í sínum 18 leikjum). Mér finnst einnig ákaflega ólíklegt að Aquilani byrji inná gegn Everton, ef það er einhversstaðar hætta á því að fá takkana í ökklann á þér, þá er það í grannaslag gegn þeim bláu.
Ég er að vona að Aurelio komi inn í vinstri bakvörðinn á kostnað Insúa, mér finnst strákurinn einfaldlega búinn að vera of shaky undanfarið, og ég tek reynsluna fram yfir hann núna. Þetta er fyrst og fremst spurning um vinstri vænginn, þó svo að ég persónulega myndi vilja hvíla Dirk Kuyt, setja Yossi þar á kantinn og Berta sperrta vinstra megin. Dirk kallinn er búinn að vera svo arfaslakur undanfarið að það hálfa væri svona c.a. 5 sinnum meira en nóg. En ég veit það jafnframt að það er akkúrat enginn séns á því að Rafa taki hann út úr liðinu, sér í lagi ekki fyrir slag gegn Everton, þar sem vinnslan skiptir miklu máli. Ég ætla því að spá liðinu svona:
Glen – Carra – Daniel – Fabio
Javier – Lucas
Dirk – Stevie – Yossi
David
Bekkurinn: Cavalieri, Skrtel, Insúa, Aquilani, Riera, El Zhar og Dossena.
Eins og áður sagði, þá er þetta ekkert flókið. 3 stig í boði og það er ALGJÖR SKYLDA að fara með 3 stig heim og koma brosi á rauða helming borgarinnar og tár og gnístan tanna á ófríðari hlutann. Í þessum leik verða menn að byrja að berjast c.a. 0,0001 sekúndu eftir að dómarinn flautar til leiks og hætta að berjast c.a. 3 mínútum eftir að dómarinn flautar til leiksloka. Við fáum ekki betra tækifæri til þess að snúa tímabilinu okkur í hag, við höfum gert það áður, Gary Macca kveikti eld með marki sínu árið 2001, sá eldur slökknaði ekki fyrr en leiktíðin var búin, og það skilaði sér í 3 bikurum í hús. Nú er lag, lifi byltingin, öll sem eitt, YNWA, 0-2 sigur, Stevie og Dirk með mörkin, málið látið.
Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is
Hvernig væri ef við (liverpool stuðningsmenn) myndum reyna að vera soldið jákvæðir, amk þar til að leiknum kemur 🙂
Ég spái okkur 0-2 sigri þar sem Gerrard setur 1 og Kuyt hitt.
Eins og Rafa sagði, sigur í þessum leik og það verður sunny monday morning. Koma svo !!! YNWA
Maður er að reyna að gíra sig upp í að halda með Portsmouth, en af hverju? Við erum svoleiðis fyrir löngu búnir að gefa þessa deild. Skiptir engu máli hvort United tapar eða ekki, við erum ekki að fara að vinna neitt. Þetta tímabil fer sennilega í að vona að Arsenal vinni frekar en United eða Chelsea.
Þessi arfaslaki Dirk Kuyt er þó búinn að skora 3 mörk og leggja upp 2 í deildinni í vetur, auk þess sem hann er búinn að skora 1 í CL. Ég er alveg sammála því að hann er ekki búinn að vera eins góður og í fyrra, en arfaslakur er hann ekki búinn að vera.
Allavega, við rústum þessum leik á morgun ekki spurning. N’gog og Gerrard skora í 3-0 sigri.
Ég er fyrst og fremst að ræða síðustu 2-3 leiki þegar ég tala um að Dirk hafi verið arfaslakur. Góður leikmaður, en búinn að vera ansi dapur í síðustu leikjum.
svo er náttúrulega spurning með Torres, átti ekki að tjékka hann í fyrramálið
Ef Torres verður ekki með, þá er maður ekki of bjartsýnn, og eins og ég hef oft sagt þá spilar Liv oft vel og eiga leikinn,,,,, en GETA EKKI KOMIÐ TUÐRUNI Í MARKIÐ…..
Hef jákvæðni SSteina að leiðarljósi og spái 1:2. Við komumst yfir um hálfleiksbil, þeir jafna og svo skorum við um 76. mínútubilið. Javier mun koma ykkur á óvart og skora annað af mörkunum. Hitt er barátta á milli Stíví og orkukanínunnar Kuyt. Áfram Liverpool ávallt.
ÉG myndi vilja fá Gerrard niður á miðjuna og Yossi í holuna. Riera á vinstri kantinn ef hann er heill.
Spái þessu 3 2 fyrir okkur í hörku leik. Lendum jafnvel 2 0 undir en tökum þetta svo í massífum seinni hálfleik þar sem Gerrard, Yossi og Agger sjá um að skora mörkin.
Úfff enn einn Liverpool leikur sem maður er ekkert rosalega spenntur að horfa á en þetta verður góður fótbolta dagur Ég spá Liverpool 2-0 gerrard með bæði.Real-barca 3-3 chelsea-arsenal 2-1
Koma svo strákar ég vill lesa skemmtileg ummæli eftir leik hér
Við vinnum þennan leik 2-1. Menn munu koma brjálaðir inná, Benni og kapteinninn setja hann.
Sammála Dodda, ég spáði því að Martin Skrtel myndi skora í síðasta deildarleik og hann gerði það, nú skorar Javier, á stórleik og það verður sigurmarkið í 1-0 sigri okkar manna. Tek undir með Aurelio, held ég vilji hann frekar en Insúa í þessum leik, gæti þó alveg trúað Benítez til að láta Insúa spila, svona upp á framtíðina að gera.
SSteinn. Ég skal samþykkja það 🙂 Það er bara búið að fara svo mikið í taugarnar á mér að hann og Lucas eru alltaf gerðir að blórabögglum það sem af er vetrar, en það var greinilega ekki það sem þú áttir við.
Aftur á móti virðast leikirnir í dag vera að detta ágætlega fyrir okkur. Nú er bara að vona að menn komi grimmir til leiks og sýni það á vellinum að þeir vilji halda áfram að berjast fyrir titlum hjá LFC.
ha ha ha þessi er bara nokkuð góður …. smá þráðarrán til að letta okkur stundir fyrir leikinn á morgunnnnnnnnnnnnnnn
http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/photo.php?pid=30790612&id=1469523029&ref=nf
Endilega leiðréttið mig, voru ekki 26 ár á milli titla hjá Man Ure 😀 😉 🙂
Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is
Ég krefst þess að ef Lucas og Mascherano verði á miðjunni á morgun þá efnum við til mótmæla á Austurvöll. Gjörsamlega ólíðandi að hafa þessa sóknargeldu pappakassa. Gegn þessu Everton rusli á að skella sér í sókn og ógna vel og það gerist ekki með bæði Lúkas og Maska. Annar þeirra er alveg meira en nóg og ég hallast frekar að Mascha á morgun.
Sammála því að hafa Aurelio í staðinn fyrir Insua. Leikurinn á morgun er frábært tækifæri fyrir Aquilani til að komast í takt við LFC stemminguna og allann þann pakka. Henda honum í djúpu laugina.
Með L og M spá ég 1-0 tapi en með Gerrard eða Aquilani á miðjunni fyrir annan þeirra spái ég 1-3 sigri okkar manna.
Það er ekkert sem bendir til þess að við séum að fara að vinna þennan leik! Sammála mönnum að Masch og Lucas eigi ekki að vera saman á miðjunni, það virkar bara ekki og það virðist allur heimurinn sjá það nema sá sem þarf að sjá það, Mr. Benitez. Ég væri til í að Rafa myndi sýan smá eistu á morgunn með því að breyta um leikkerfi, þetta hefur ekki verið að virka og væri ég til í að sjá 4-4-2 með Ngog og Torres upp á topp með Lucar og Gerrard á miðjunni og Youssi á hægri og Riera á vinstri, poppa þetta aðeins upp. En líkurnar á því eru engar þannig að mín spá er 1-1 þar sem að Everto jafnar eftir 85. mín. og þá er Rafa ný búinn að taka útaf sóknarmann fyrir varnarmann!
Sammála Lolla #15. Þessi sóknargelding er fullreynd og ekki bætir hún varnaleikinn heldur. Inná með ítalska vatnsundrið. Djöfull væri svo vandað að fá Kuyt á bekkinn, en fyrr frýs líkast til í helvíti.
Þetta sagði Liverpool nr. 20 og ég er bara ángæður með það 😀 😀 😀
http://www.newsoftheworld.co.uk/sport/football/621020/LIVERPOOL-WOULD-BE-MAD-TO-SACK-RAFA.html?OTC-RSS&ATTR=Football&utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+Score_Liverpool+%28Liverpool%29
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://WWW.KOP.IS
Ég er alls ekki einn af þeim sem bjartsýnn ÞVÍ MIÐUR og þess vegna spái ég 2 – 0 tapi ég er bara algjörlega búinn að missa trú af rafa benites og þessum leikmönnum sem spila fyrir liverpool í dag.
Ætla ekkert að vera leiðinlegur, en þið eruð alltaf buinn að segja að næsti leikur verði leikurinn sem snýr blaðinu við, og hvað hefur gerst??…
eins og guðbjörn spái ég tapi.
segi samt ekkert nei við 3 stigum
við komumst í 1-0 og förum að pakka einsog vanalega, svo jafna þeir eflaust í uppbótartíma. Bara svona skólabókadæmi um spilamennsku okkar mann á þessu tímabili. En vonandi hef ég rangt fyrir mér! Áfram Liverpool!!!
djöfull er ég ánægður með hvað þessi upphitun er jákvæð.. lífgar upp í manni!
við tökum þennan leik 3-1 ! 😀
YNWA
Vona að Aquilani byrji inná í dag. En af hverju er Aquilani tæpur ef hann hefur komið inná í tveimur leikjum. Verður hundleiðinlegur leikur en fer ekki illa fyrir púllarana! Kannski aðeins verri úrslit fyrir þá þarna ófríðari meginn. Fer 2-0 fyrir Liverpool.
Ef maður lýtur á stöðuna í deildinni í dag eftiir 13 leiki eru okkar menn með tuttugu stig,í fyrra 32 stig eftir jafnmarga leiki og svo erum við úr leik í meistaradeildinni og carling cup,sem við vorum ekki í fyrra. þetta eru staðreyndir. Þegar maður sér þetta í þessu ljósi getur maður nú ekki sleppt sér í eitthvert bjartsýnistkast eins og stjórnendurnir á þessu bloggi gera fyrir hvern einasta leik,mér er næst að halda að þeir séu allir á lukkupillum. Ég á ekkii von á sigri í þessum leik,því að sjálfstraustið er ekki mikið hjá Liverpool þessa dagana,svo að jafntefli tel ég vera það skásta í stöðunni og ég er nokkuð viss um að Rafa mun spila þetta mjög varlega og því verður þetta að líklega hundleiðinlegur leikur og 0-0 ekki ósennileg úrslit, en ég ætla að spá 1-1.
já dettum í þunglyndi fyrir leik!!! Hvernig er hægt að halda með Liverpool og vera í fílu fyrir hvern einasta leik þegar við lendum í slömpi??? Einmitt núna get ég ekki beðið eftir leikjum bara til að sjá leikinn þegar Liverpool snýr þessu öllu við, við snúum þessu gengi við fljótlega, nánar tiltekið Í DAG ;)! 1-3 Stevie, N’Gog og Lucas 😉 málið er látið eins og maðurinn sagði.
Mér finnst menn ekki vera í neinu þunglyndi, held bara að menn séu ekki vissir með hvað Liv gerir í dag. þeir unnu M U sem er það besta sem þeir hafa gert á þessari leiktíð og maður hélt að þeir væru komnir í gírinn, en hvað svo???? eflaust hafa þeir brotið einhvern gír í M U leiknum en hver veit, er gírinn kominn í lag? það vona ég, tökum þetta 3-0 verum bjartsýn og látum ekki deigann síga (hvað sem svo það þýðir. 😉
Mikið hérna talað um brotið sjálfstraust hjá Liverpool og því ekki ástæða til bjartsýni. Tvennt um það að segja, sigur vannst í síðasta leik og svo hið stjarnfræðilega góða sjálfstraust bláliða eftir stórbrotna sigurleikjahrinu.
Það er nú ekki mikill áfangi að sigra stórlið Debrecen mjög ósannfærandi 1-0 og vera stálheppnir að missa leikinn ekki í jafntefli. Sjálfstraust bláliða kemur okkur ekkert við og það bætir okkar hlut ekkert að benda á aðra.
Ég er þó bjartsýnn og ætla að spá 0-2 þar sem Kuyt og N’Gog skora 🙂
Sko, Everton er í 16. sæti í deildinni.
Þeir töpuðu fyrir Hull í síðasta leik. HULL!
Við vinnum í dag.
Svo lengi sem að við dekkum ekki leikmenn í teig okkar og fáum á okkar aragrúa af mörkum úr föstum leikatriðum þá verður þessi leikur nákvæmlega sama og síðustu leikir. Við vitum öll að Liverpool er miklu betra fótboltalið en ef að menn verða ekki tilbúnir að taka ábyrgð á sínum hlutverkum inn á vellinum í dag með Cahill og félaga í boxinu þá endar þetta illa. En ef það verður viðhorfsbreyting á dekkningum okkar og menn byrja að axla ábyrgð og hætta að treysta á næsta mann þá verður þetta 2-1 sigur fyrir okkar menn, alveg klár á því.
Strákar veru bara smá bláeygðir í dag og tökum þetta 0 – 2 og Kátur með bæði
Flottur pistill hjá þér SSteinn, þekki sjálfur nokkra Evertonn stuðningsmenn… Ég einfaldlega þoli ekki Evertoon og það verður ekki neitt smá gaman að vinna þá í dag, vona bara að Aqualani fái að spila…. Við vinnum þennan leika 3 – 0, sé á breskum miðlum að það er möguleiki á að Torres verði með… bara gott….
Liverpool (Confirmed): Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Aurelio, Gerrard, Ngog.
Subs: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Riera, El Zhar, Skrtel, Kyrgiakos
Enginn Torres
Nei nei Valli það er búið að staðfesta það að Torres verður ekki með og Aquilani er á bekknum og kemur væntanlega ekki við sögu í þessum leik ef ég þekki Benitez rétt.
úps! lýst ekki vel á þetta lið, greinilegt að það á að slást í þessum leik.