Jæja, liðið gegn Tottenham er komið og lítur svona út hjá Rafa Benítez:
Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insua
Degen – Lucas – Mascherano – Riera
Aquilani
Kuyt
Á bekknum: Cavalieri, Pacheco, Darby, Spearing, Ngog, Maxi Rodriguez, Babel.
Jæææææja, þabbarrasonna. Við höfum reyndar ekki úr miklu að moða þessa dagana þar sem okkar stærstu kanónur eru fjarverandi vegna meiðsla. Við sjáum Aquilani væntanlega í support role við Dirk, en hann er einn á toppnum og það gleður eflaust marga, sér í lagi hann Babú félaga minn. En hvað um það, hefði viljað sjá Maxi úti í djúpu lauginni á hægri kanti. Ég er samt ákaflega ánægður að fá Riera inn á ný, að mínu mati hefur hans verið gríðarlega mikið saknað. En hvað um það, game on, ég er alveg bjánalega svartsýnn fyrir leikinn og Gvöðmöndur góður hvað við þurfum á sigri að halda í kvöld. Here’s for hoping…
Geggjað að fá Riera aftur inní byrjunarliðið ! Hefði samt viljað sjá Maxi byrja inná:(
váá ég fékk hugljómun, ég er nokkuð viss um að Riera setji hann í kvöld !! 😮
hvernig er það er Maximus Rodriguez ekki í leikformi? Skrítið að hann fái ekki að spreyta sig í byrjunarliðinu okkar þegar meiðslalistin okkar er svona rosalalega leiðinlegur.
Benitez sagði í vikunni að hann ætti 20 leikfæra menn. Hverjir eru leikfærir og ekki í hóp?
Ja hérna hér, heimavöllur í einum mikilvægasta leik liðsins þetta tímabilið og það eru 7 varnarmenn. Hvenar ætlar maðurinn eiginlega að finna hreðjarnar ? Ég gæti alveg sætt mig við tap og það að vera í 7unda sæti ef það hefði verið einhver reisn yfir þessu. Það hefur hins vegar ekki verið svo gott og ég er ekki í nokkrum vafa að neikvæðar uppstillingar og leikaðferðir hafa áhrif á hugarfar leikmannanna á vellinum. Ekki gleyma því að þetta á að vera skemmtun og ég persónulega vil frekar tapa 4-3 en gera eitthvað grautfúlt 0-0 jafntefli.
Maður var búinn gera sér vonir um flottan leik og djarfa uppstillingu en núna er kominn þessi sama gamla vonda tilfinning fyrir leik. Þó segir uppstillingin ekki alla söguna og ef leikmennirnir spila með hjartanu og af leikgleði getur allt gerst. Ég er samt ekki bjartsýnn en hver það svo sem þessa dagana …
Ætli Aurelio sé meiddur ? Allavega finnst mér hann frekar eiga að vera þarna í staðinn fyrir Insua sem mér finnst hafa verið hrikalega slappur undanfarið.
Agger er auðvitað meiddur en ég er sammála þeim þeim sem vilja fá Maxi í liðið en vonandi að hann fái 45 mín.
ætlar hann nokkuð að gera það sama við Maxi og Aquilani leyfa honum ekkert að spila svona næstum því strax þannig að allt form fer til andskotans en við verðum að vona eftir sigri i dag ég hafði samt búist við að hann myndi vera með 2 bakverði vinstramegin en er Lennon kannski meiddur
Er ekki í lagi? Af hverju setur maðurinn ekki Maxi inná?
Hjartanlega sammála því að það hefði átt að henda Maxi út í djúpu laugina og athuga hvort hann væri ekki vel syndur.
Ég er ekki viss um að þessi vörn haldi vatni, Grikkinn og Skrtel saman í vörninni hljómar alls ekki traustvekjandi á móti Defoe og Crouch.
heyrði á LFC tv að harry redknapp er ekki buinn að vinna á anfield siðan 1993
Hafa menn ekki verið að tala um það að gefa mönnum séns eins og rauðnefur hefur gert um tíðina, Insua var góður en hefur verið eitthvað slappur, bara gefa honum séns gott mál. Koma svo LIVERPOOL.
Tottenham liðið er svona
1 Gomes
3 Bale
20 Dawson
22 Corluka
26 King
8 Jenas
12 Palacios
14 Modric
21 Kranjcar
15 Crouch
18 Defoe
Ég skil samt ekki af hverju Benitez stillir upp Kuyt einum á yoppnum, Það er bara einn leikmaður hjá Liverpool sem getur spilað einn á toppnum og það er Torres. Kuyt getur EKKERT einn frammi, hann kemst ekki framhjá varnarmanni nema að hann sé á einum fæti.
Er Bale nokkuð tímann unnið leik með Tottenham þegar hann byrjar inná var það nókkuð ennþá búið að gerast
Fór að spá aðeins í styrkleika þessara tveggja liða og ákvað að bera saman leikmenn þeirra beggja og athuga hvort liðið er með betri mannskap í þessum leik. Hér eru niðurstöðurnar:
Reina vs Gomes – Reina klárlega með vinning.
Insua vs Bale – Bale nær rétt svo að merja sigur.
Skrtel vs Dawson – Dawson með yfirburði.
Kyrgiakos vs King – King með yfirburði.
Carragher vs Corluka – Corluka mer sigur (miðað við hæfileika í hægri bak en ekki overall).
Riera vs Modric – Modric nær að merja sigur.
Macsherano vs Palacios – Mascherano með örlitla yfirburði.
Lucas vs Jenas – Jenas með sigur.
Degen vs Kranjcar – Kranjcar með yfirburða yfirburði.
Aquilani vs Crouch – Öðruvísi leikmenn í öðruvísi stöðum. Tel samt Crouch hafa vinningin hér.
Kuyt vs Defoe – Defoe hefur gjörsama algjöra yfirburða yfirburði.
Núna hef ég metið leikmenn liðana eins hlutlægt og ég mögulega get og hver er niðurstaðan. Hún er sú að við eigum betri menn í tveimur stöðum, þá Reina og Mascherano. Við skulum ekki hafa miklar væntingar en við skulum vona það besta til að viðhalda geðheilsunni í sem lengstan tíma.
Líst samt vel á bekkinn og vona að Pacheco og Maxi fái að spila þónokkrar mínútur á eftir. KOMA SVO!
jesús kristur hvað mér líkar þetta lið ekki neitt !!!!!!! ég hef ekki orðaforða til að bölva þessari liðsuppstillingu ! mér þætti kraftaverk ef við ynnum þennan leik en það má alltaf vona .
Ég mindi vilja sjá Babel og Kuyt í 442
Faðir Vor…… þú sem ert á himnum……………..
veit einhver um link á leikinn
Ég er álíka spenntur fyrir þessum leik eins og threesome með foreldrunum mínum,
Allt of margir varnarmenn og það kæmi mér alls ekkert á óvart ef að Rafa myndi spila Kuyt allan tímann og bíða svo með aðrar skiptingarnar fram að 80. mínutu.
JÁÁÁÁÁÁ KUYT !!!!!!!!
DIRKINHO!!!
Meistari Kuyt 😉
Heldur betur 🙂
Andskotans Kyut!
Aquilani bara verulega sprækur….og lætur kyut líta út eins og Torres 🙂
Ég missti af fyrstu tíu mínútunum. Fékk Liverpool mark í forgjöf eða hvað?
veit einhver um link á leikinn plís
Þessi sopcast linkur er ágætur sop://broker.sopcast.com:3912/77552
TAKK FYRIR 😀
Mascherano kominn á síðasta séns….gult næst
Jenas með gult eftir brot á Degen
Er ekki hægt að skipta Gumma Ben inná fyrir Arnar plíís ?
Finnst Aquilani mjög flottur á vellinum. Einnig finnst mér Lucas vera að gera góða hluti. Degen og Riera hins vegar mjög slakir hingað til og það þarf að virkja kantana betur. Koma svo mark númer tvö!!!
Þetta mun aldrei halda…..Liverpool með eitt skot á mark….og það náði inn. Tottenham meira með boltann og með hættulegri sóknir. Verðum að ná öðru marki til að eiga séns út leikinn….
Ég missti af markinu, hver átti stoðsendinguna ?
Markspyrna, ítalinn fékk hann og kom honum á Kuyt sem plantaði honum snyrtilega í hornið
Sammála því að Gummi Ben sé betri kostur, enda er hann sá besti í bransanum þessa dagana.
Mikið svakalega á að láta Degen finna fyrir því í þessum leik. Búinn að sjá alveg þrjár góðar byltur sem hann hefur hlotið.
ps. Er hægt að skrá sig hér inn/gera prófíl?
Aquilani átti stoðsendinguna að ég held, spurning hvort að Dawson hafi tæklað AA. og boltin þaðan til Dirk.
Crouch átti að fá víti þarna.
Ég var búinn að gleyma því hversu lítið hann fær alltaf frá dómurum. Varnarmenn mega gera nokkurnveginn hvað sem þeir vilja við greyið.
En það er ágætt núna…
…fyrir varnarmenn Liverpool þ.e.a.s.
Þarna kannast maður við hinn brotlega Crouch 🙂
Alltaf dæmt á risann.
Er að fíla þessar hælsendingar hjá Aquaman, líklega fyrsti góði leikkaflinn hjá manninum frá því hann kom til liðsins, fínt að láta hann spila þessa stöðu meðan hann er að fá sjálfstraustið í þessari deild, minni varnarskyldur, og er þá ekki alveg í sama æsingnum og hann er af hann er að spila inni á miðjunni, ef þessi maður getur dottið inn í það að geta spilað þokkalega vörn verður þetta eðalmiðjumaður ef hann spilar með góðum afturliggjandi miðjumanni
við eigum þennan helvitis leik!
Eruð þið að sjá Carragher í þessum leik? Loksins almennileg barátta!
Seinni hluti fyrri hálfleiks alveg brilliant! Svona bolta vil ég sjá áfram. Eini maðurinn sem mér finnst ekki alveg vera að standa sig er Degen, ég væri alveg til í að sjá Maxi inn fyrir hann. Kyrgiakos minn maður fyrri hálfleiksins. Hann er búinn að vera frábær varnarlega, og maður fær það á tilfinninguna að þaðbsé ógn af honum í föstum leikatriðum. LFC hefur ekki átt almennilega ógnandi miðvörð síðan Hyypia.
Flottur fyrri hálfleikur, Kyrgiakos gjörsamlega frábær!! Aquilani flottur og flott barátta í mönnum! Tökum þetta 2-0 Babel kemur inn og setur hann!!
Rosalega er ég ánægður með Aquilani, hann er óðum að komast í betra form og með tilkomu Reiera í liðið og vonandi Maxi líka þá förum við kannski að sjá betri fótbolta. En það eru 45 mín eftir af þessum leik og vörnin hjá okkur verður að halda.
Sammála Ásmundur, við skulum ekki fagna of snemma!
Liðið bara að spila nokkuð vel. Riera með nokkrar fjandi góðar fyrirgjafir og hornspyrnur.
Ef við setjum ekki annað mark fljótlega, þá er ég samt skíthræddur um að þetta detti í jafntefli eða jafnvel 1-2 fyrir Tott’ham.
Mikil barátta í liðinu og verðskuldað yfir í hálfleik. Degen er bara að reynast þræl góður leikmaður og Aqilani að spila vel og reyndar restin af liðinu líka 🙂
Hvað er langt síðan að maður hefur getað sagt þetta?
Nú er bara að halda þessu áfram og setja annað mark og halda hreinu.
Koooooma svoooo!
Sælir félagar
Ég er sáttur í hálfleik. Vil fá Maxi á kantinn strax.
Það er nú þannig.
YNWA
Arsenal að jafna á móti Bolton en þetta var kolólöglegt þar sem að Bolton maðurinn var straujaður niður og Arsenal skorar úr því.
Frábær fyrri hálfleikur. Æðisleg barátta í mönnum og allir að leggja sig fram. Maður fyllist allur af stolti að horfa á menn spila eins og þeir eru að spila núna. Degen, Aquilani og Skrtel eru búnir að vera flottir hingað til.
Forza Liverpool.
Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árina og segja þetta æðislegt, en þó klárlega framfaraskref frá undanförnum leikjum. Koma svo, klárum þennan leik með sóma og sýnum að við erum að vakna aftur!!!
Hvað er málið með Degen þarna á kantinum??….alveg úti á þekju í þessari stöðu. Öðru leyti fínt en 2 markið verður að koma áður en haldið verður inní the Panic moment (síðustu 10 mín).
Arnar Björnsson er að gera heiðarlega tilraun til að eyðileggja annars ágæta skemmtun. Hvernig getur svona frauðbrúsi unnið við að lýsa knattspyrnu? Annaðhvort hefur hann e-ð mikið á móti Liverpool eða þá að hann veit ekki betur greyið.
Aquilani lítur vel út, en ég hef áhyggjur að Masch sé að brjóta fullmikið af sér, þegar kominn með gult!
Liverpool eru farnir að bakka allt of mikið og ég held að þetta endi bara á því að þeir jafni þetta fljótlega ef við förum ekki að spila betur.
Þarna voru við heppnir… þetta er aldrei rangstæða…
Fuck……ANDSK….að vera með BAKVÖRÐ á kantinum!!! Tveir á móti einum og Degen tekur ekki skotið á markið!!!??
Spurning um að setja Babel fram og reyna að nýta hraðann hans í þessar skyndisóknir.
Maxi Rodriguez að koma inná glæsilegt
Hrikalega er gaman að sjá Riera kominn aftur !!!
Já Riera er búin að vera frábær i kvöld, ég missti af smá kom Maxi ekki inná völlinn ?
Tottenham skorar á 89 mín…
Arnar sé svartann mann að vera gera sig klárann og tekur úllen dúllen doff um það hver það er…..og svo er Sjorlúka framburðurinn að fara í mig.
En hvað sem því skiptir að þá er um að gera að halda hreinu svona rétt í lokin.
plís vinnið þetta þeir eiga það sko sannarlega skilið mjög ánægður með liðið það er barátta og allt núna þetta likar manni vel við
Tveir bestu mennirnr teknir útaf….vonandi mun það ekki hafa slæmar afleiðingar. Degen er búinn að vera líflegur en gerir alltof mikið af mistökum. Af hverju fór hann ekki út af fyrir Degen?
Það er staðfest. Það verður Tottenham mark/mörk á komandi mínútum! Þori að leggja tíkall undir!
Fyrir Maxi átti þetta að vera 🙂
Geir
Viltu passa hvað þú skrifar hérna… ég fékk smá sting fyrir hjartað.
Ég er upp í sveit þar sem netið er hægt og engin bolti í sjónvarpinu og er því að fylgjast með hér. las bara tottenham skorar og fékk sting
islogi Degen getur ekki farið út af fyrir Degen 😛
skæri og skot hjá Ngog….koma svo!!!
Eitthvað segir mér það að þetta klúður Kuytinho muni kosta okkur leikinn…
Hvernig gat Kyut klúðrað þessu!!! úff….KOMA SVOOOOOO
Fokk, sofnaði…. 10 mínútur eftir. Trúi ekki að ég hafi misst af nánast öllum leiknum.
Go Liverpool!!!!!
úff held að Kyrgiakos hafi verið viss um að vera rangstæður þarna
útafhverju erum við ekki að klára þessa leiki þetta er alltof mikið sem við erum að klúðra núna maður er að drepast úr stressi hérna hvað eru þetta orðinn mörg færi eiginlega
úfff….þvílík dauðafæri sem liðið er að misnota
5 mín í uppbótartíma úfff þetta verður erfitttttt
Jæja þá fer Degen loksins út af fyrir Degen…. he he 🙂 nei ætli það sé ekki Darby ….Víti fyrir Liverpool !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!yeeeeesssss
Mark……nei ??????
Kallinnn bara að skora þriðja markið 🙂 🙂 🙂 ……2 gild þ.e. 2:0 fyrir Liverpool….þetta er komið 🙂 🙂
Yeeeeaaaaahhhh….hélt að Lucas ætlaði að fara klúðra þessu….
Við þurfum ekkert annan striker, bara nota kuyt í sinni stöðu!!!
Þetta er bara kátur dagur 🙂
Barátta, samheldni og hungur í sigur. 3 stig. Næsta leik takk fyrir. Verð að segja að ég var ánægður með N,gog í þessar mínútur sem hann fékk.
Sælir félagar.
Ég var sáttur eftir fyrri hálfleik og enn sáttari að leik loknum.
Það er nú þannig
YNWA
Ég hér með heiti því að kalla Grikkjann mikla aldrei aftur Guðmávitahvaðopoulus og kalla hann aðeins sínu rétta nafni.
Hann átti boxið í kvöld!
Taktískur sigur hjá Rafa, engin spurning.
Baráttan til fyrirmyndar! YNWA
Harry Redknapp er frábær stjóri og sýndi Benitez mikla virðingu í viðtölum fyrir leik. Líka skemmtilegur bolti hjá Tottenham og flottar sóknir.
Strákar og sennilega stelpur….. Liðið á skilið STÓRT hrós frá okkur fyrir þessa frammistöðu í kvöld…. ALLIR sem EINN voru að gefa fokking 150% í þennan leik… flott vörn í kvöld, varla feilspor stigið og annað, Klettinn frá Aþenu vááá hvað hann át þá þarna frammi…. LIKE á þetta…
Kristján V
Ertu að grínast??? Guðmávitahvaðopolus var frábær í leiknum og er vel að viðurnefninu kominn 🙂 Pakkaði Crouch saman og sendi hann í bögglapósti til London.
og vinur minn Dirk Kuyt klárlega maður leiksins!
Annars grunar mig að Steini sé dottinn í það eða á leiðinni heim (og því bið á skýrslu)
frábær sigur Aquilani var góður Kuyt var góður og gríski kóngurinn frábær crouch týndist í hárinnu á honum og N’gog með góða innkomu og auðvitað var Reina solid að venju 😀
Rauðliðar spiluðu knattspyrnu í fyrsta skipti í mánuði, yndislegt að sjá loksins baráttuvilja hjá liðinu. Aquilani ferskur í fyrri hálfleik, Masch fannst mér sýna frábæra baráttu en Grikkinn maður leiksins alveg skuldlaust. Hefur greinilega fengið nokkur SMS-tips frá Hyypia.
Flottur sigur, sé að sumir eru ekki sáttir með Degen í leiknum en mér fannst hann flottur svona 95% af leiknum eins og allt liðið 🙂 Mikill baráttuandi í öllum og allir gerðu það sem þeir áttu að gera! En ef ég á alveg að vera hreinskilin þá var dómarinn aðeins meira Liverpoolmegin í kvöld og er það líka bara allt í lagi eftir frammistöðu herra Mason um seinustu helgi 🙂 1 stig í fjórða sætið og 10 stig í utd sem við endum fyrir ofan í lok leiktíðar eins og ég sagði hér fyrr í dag 🙂 kveðja Bjartsýni maðurinn 🙂
Grikkin mikli var án efa maður leiksins. Flottur barráttu sigur hjá okkar mönnum í ekki fallegum fótboltaleik. En rosalega er leiðinlegt að þeir geri mann alltaf svona stressaðan leikmenn liverpool ég var alveg að fara á taugum síðustu 10 mín.
Loksins féll eitthvað með okkur. Greinilegt að menn ætla að selja sig dýrt. Mjög ánægður með baráttuna í liðinu, þó spilamennskan hafi ekki verið góð á köflum. Ef Rafa nær svona baráttu í mannskapinn til loka tímabilsins, þá er ég sannfærður um að við hömpum 4. sætinu!!!
Er grikkinn ekki hreinlega bara að stimpla sig inn sem 1. eða 2. kostur í miðvörðinn, svei mér þá? Hann virkar a.m.k betur á mig en Skrtel, sem þó var líka nokkuð solid í kvöld.
Með þessu áframhaldi, þá erum við komnir með góðan arftaka fyrir Hyypia 🙂
Það er allt annað hljóð í mönnum núna..annað en eftir Stoke leikinn 🙂
Degen, Kuyt, Aquilani og Kyrgiakos gjörsamlega frábærir í kvöld. Lucas, Mascherano og Riera solid. Einnig hörkubarátta í Carragher. Annars voru bara allir í liðinu að eiga fínan leik. Djöfull var þetta fínt.
Já 10 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Það er í lagi.
Ég er sammála ykkur með baráttuna en guð minn góður þá var spilamennskan á köflum hræðileg. Boltinn gekk varla á milli þriggja manna á löngum stundum í leiknum. Hélt ég væri að horfa á Stoke á tímabili. En svo fannst mér Tottenham menn gefast upp þegar um 10 min voru eftir og Ngog kom sterkur inn í lokinn og fiskaði þetta fína víti.
Þessi leikur vannst á hrikalegri baráttu, Grikkinn að standa sig mjög vel, Skirtle betri en oft áður og frábært að sjá Riera koma aftur inn.
Svo er nú ekki leiðinlegt að eiga inni 4-5 topp landsliðsmenn þegar þar að kemur.
Eitt sem er alveg magnað…..ef við hefðum unnið síðasta leik, þá værum við í 40 stigum. 7 stigum á eftir Utd, 8 stigum á eftir toppliðinu.
Núna erum við 9 stigum á eftir Utd og 10 á eftir toppliðinu.
Og það eru 48 stig í pottinum.
Semsagt, við erum ekki einusinni út úr titil baráttunni – ef liðið fer á 10 leikja sigur rönn núna (annað eins hefur gerst) þá gætum við verið komnir í top 2 áður en við vitum af.
Hinsvegar ef liðið dettur aftur niður þá er stutt í 8. sætið.
Allt er hægt, YNWA.
Daniel þú ert reyndar aðeins of graður 😉 Það eru 10 stig í litla liðið í Manchester og 11 í toppinn 🙂
Sælir félagar
Var ekki dæmt á brot á reina þegar Defoe tók hann niður og skoraði? Ég veit það ekki en þetta var allavega ekki rangstaða. Kuyt maður leiksins að mínu mati og borgaði upp skuld sína við aðdáendur og leikmenn liðsins. Fyrirliðinn var ofur og svo náttúrulega Guðmávitahvaðpolus frábær. Skrtel komst líka vel frá sínu og gott að sjá að allir lögðu sig fram 110%. Það er líka gott að menn eins og Kyut, Skrtel og Insúa virðast vera að koma til baka. Prýðilegt.
Með svona baráttu og samstöðu mun liðið hampa 3. sætinu sætinu en Villa verður í því 4. MU er að detta út úr meistaradeildinni og fer að trítla hægt og rólega niður töfluna 😉
Það er nú þannig.
YNWA
Ég meina á brot Defoe gegn Reina 🙂
Þrír sigrar og eitt jafntefli í síðustu 4 leikjum í deildinni. Er það ekki næstum því ásættanlegt (jafnteflið gegn Stoke var grátlegt)? Þetta er vonandi allt að koma.
Djöfull þurftu menn að halda á þessu. Menn mega samt ekki missa sig, það er enn langt í land !
Kyrgiakos klárlega maður leiksins í kvöld. Gjörsamlega átti boxið og lét Crouch og félaga líta frekar illa út. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og loksins sá maður liðið spila með hjartanu, allir sem einn.. Ef ég á að nefna einhverja sem stóðu upp úr ásamt Kyrgiakos myndi ég segja Kuyt, Riera (virikilega gaman að sjá hann aftur, og gat maður ekki séð að hann væri búinn að vera lengi frá vegna meiðsla) og svo verð ég að nefna Carragher… Annars var þetta klassa leikur og vonar maður svo sannarlega að þeta sé byrjunin á einhverju virkilega jákvæðu í framhaldinu! KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
YNWA!
ég gar ekki betur séð enn að Defoe hefði rifið Reina harkalega afturábak en aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu að mér sýndist
Ég vonaðist eftir sigri en hafði minna en enga trú á að það gerðist eins og ég pikkaði inn á þráðinn fyrir neðan, en svei mér þá ef maður fékk ekki bara gamla fílinginn við að horfa á þennan leik og sjá baráttuna í hverjum einasta manni.
Liðsvalið var varnarsinnað í meira lagi og greinilegt að lagt er upp með að tapa ekki leikjunum en með 2 1/2 sóknarsinnaðan mann í byrjunarliði leit þetta alls ekki illa út þó að sjálfsögðu hefðu menn átt að nýta betur færin í leiknum en það var baráttan sem maður hefur saknað sem var til staðar.
það er vonandi að við fáum að sjá svona baráttu í næstu leikjum og svo ég nefni bara einn mann sem stóð sig umfram væntingar þá verð ég að hrósa Kuyt fyrir mörkin 3 þó 2 þeirra hafi bara talið en Kuyt sýndi okkur það í kvöld að hann er ca fjórum sinnum betri framherji en kanntmaður.
Er byrjunarliðið ekki að detta inn? Annars held ég að við tökum þetta 2-0, Kyrigiakos og Riera með mörkin.