Áður en ég skanna helstu fréttir af slúðrinu langar mig að hrósa okkar manni hjá Liverpool, hinum 16 ára gamla Kristjáni Gauta Emilssyni fyrir frábæra byrjun hjá klúbbnum, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-18 ára liðið um helgina er hann kom inná gegn Manchester United og kláraði leikinn með með góðu skallamarki. Þetta hefur vakið ágætis athygli innan herbúða Liverpool og var t.a.m. skemmtilegt viðtal við hann á Opinberu síðunni sem sjá má hér.
Slúðrið
En þar fyrir utan þá eru bara tveir dagar eftir af leikmannaglugganum, þ.e.a.s. dagurinn í dag og morgundagurinn þar sem síðasti dagur mánaðarins ber upp á helgi.
Benitez til Juventus: Það hefur mikið verið rætt um að Benitez yrði næsti þjálfari Juve og jafnvel bara núna strax í janúar. Svo þegar ráðið var nýjan stjóra þar þá hefur slúðrið snúist í þá átt að hann muni yfirgefa klúbbinn í sumar og taka við Juventus. Það hafa ekki verið neinar alvöru fréttir um þetta mál og persónulega hef ég ekki nokkra einustu trú á þessu, hvorki að hann væri að fara núna né að hann sé búinn að samþykkja að taka við öðru liði í sumar. Hann þarf þó að geta verið samkeppnisfær á leikmannamarkaðnum ef hann á að nenna þessu stappi hjá okkur frekar en að taka við klúbb sem vill endliega fá hann til sín.
Keane til Sunderland og þ.a.l. Jones til Liverpool: Þetta longshot í besta falli en svo er bætt enn í söguna að ef af þessu yrði þá gæti Babel endað á að fara til Birmingham. En þeir bláu eru víst líka heitir fyrir Jones skv. slúðrinu. Það hafa alveg furðulegri hlutir átt sér stað og staða Keane sem yfirgaf Liverpool fyrir akkurat einu ári síðan er ekki góð hjá Spurs og batnaði ekki með komu Eiðs Smára.
Stöðu þessa Kenwyne Jones hjá Sunderland er erfitt að greina, Bruce vill halda honum en líklega vill Jones fara í stærri klúbb. En það örlitla sem ég hef séð af honum sýndi að hann er ágætur leikmaður og ef njósnara her okkar er svona spenntur fyrir honum býst ég við að hann geti nú eitthvað fyrir sér. Hann hefur skorað alveg heilt mark í síðustu 11 leikjum og Steve Bruce er á því að orðrómur varðandi framtíð hans hjá félaginu sé þar helst ástæðan. Hef samt alveg verið spenntari fyrir leikmanni sem er orðaður við Liverpool. En á móti segi ég hell yeah við stórum sóknarmanni sem hefur reynslu af ensku úrvalsdeildinni og heitir ekki Emile Heskey.
Býst þó við að á morgun verði Babel ennþá á sýnum stað og Jones komi ekki til okkar.
James Tomkins frá West Ham: Mirror slær því upp að Benitez hafi áhuga á að fá þennan unga bakvörð frá West Ham. Veit voðalega lítið um þennan leikmann utan að hann er nokkuð efnilegur og auðvitað enskur. Efa að hann myndi leysa neinn vanda á þessu tímabili samt enda ekki svo langt í að Johnson komi aftur. Þar að auki eigum við tvo unga pjakka + Degen sem geta spilað hægri bakvörð ásamt því að Tomkins nafnið er auðvitað upptekið hjá klúbbnum.
Tilboði Birmingham í Babel ekki tekið: Sky segir að Liverpool hafi aftur hafnað tilboði frá Birmingham í Ryan Babel, líklega er ekki stefnt að því að selja neinn nema það komi annað í staðin, enda ekki endalaust hægt að minnka og veikja hópinn.
Hicks á Anfield í gær: Gleðigjafinn Tom Hick mætti á Anfield í gær og hafa í kjölfarið sprottið um hinar ýmsu sögur í tengslum við það. Ég nenni ekki að finna linka á þetta en eftir að stuðningsmenn sáu hann á Anfield í gær var hrópað í tvo tíma Yanks Out fyrir utan Anfield eftir leik. Einhversstaðar las ég að hann hefði verið drukkinn á leiknum í gær 🙂 og annarsstaðar las ég að hann væri kominn til Englands til að ræða við forráðamenn Juventus útaf Benitez.
En ég las ekki á neinum stað orðróm um að hann hefði bara mætt á Anfiled til að horfa á leik hjá liðinu sem er í hans eigu! Segir kannski eitthvað um þá að það er alltaf stórfrétt þegar þeir mæta á leik, ég myndi varla missa af æfingu ætti ég Liverpool!
Owen á förum: Ekki að þetta skipti okkur máli á neinn hátt þá er meira gaman af svona fréttaflutning þeirra megin heldur en okkar megin svona til tilbreytingar.
En vonum það besta og eitthvað hressandi gerist fyrir lokun þessa leikmannaglugga, við höfum núna selt fyrir mun meira heldur en við höfum keypt og það er pirrandi miðað við gengi liðsins á þessu tímabili.
Mín viðbrögð….
Frábær byrjun hjá Kristjáni, FH-ingar hafa fulla trú á því að hann meiki það á Anfield og ég vona það innilega!
Rafa mun ekki lenda í neinum vandræðum með að fá vinnu hjá evrópsku stórliði og hann er að segja réttu hlutina. Þá að það þarf að styrkja liðið strax og framkvæmdir við nýjan völl verða að hefjast. Vona að hann fái sínu framgengt og ef að það þýðir að hann verði áfram er ástæða til að gleðjast. Þessi tvö atriði eru LYKILATRIÐI í því að við náum árangri til lengri tíma.
Kenwyne Jones á alla burði til að leika okkar senter-stöðu vel. Við þurfum nauðsynlega mann sem er góður með bakið í markið og heldur boltanum til að koma öðrum í leikinn. Jones er slík týpa og ég yrði glaður að fá hann. Líka fínt að hafa losað sig við Keane á réttum tíma, sá er einfaldlega kominn vel yfir hæðina. Rick Parry, dj…… jæja, við erum lausir við hann.
Tomkins er ekki betri en þeir sem við eigum, en er þó enskur, held að þetta sé ekki að fara að gerast.
Hicks. Held hann sé skárri hnífurinn í skúffunni og ekkert að því að hann mæti á leiki.
Owen. Vissu þetta í alvöru ekki allir? Var ALLTAF ljóst að hann yrði í aukahlutverki hjá Scums og auðvitað grínið eitt að hann sé með 50 þúsund pund í laun plús bónusa fyrir leiki (trúi því samt tæplega að rétt sé) og hann verður leikmaður Hull, Fulham eða W.B.A. á næsta ári. Serves him right!!!!!
Fín samantekt og er ég sammála öllu sem þarna er sett fram. En aðeins varðandi þessa Owen frétt þá fannst mér þetta standa uppúr í fréttinni “Owen has scored just seven goals in 26 appearances for United, although he has made just 10 starts.”
Ekki að ég ætli að verja kallinn neitt þá verð ég nú að segja að þetta finnst mér nú bara vara ágætis stats hjá honum.
Hafliði, skoraði þrennu í einum bikarleik.. þannig hann hefur skorað í 5 leikjum
Já svipað rec og hjá N’Gog 🙂
Ef benitez er búinn að semja við juve að taka við í sumar þá á maðurinn nátturulega bara að seigja af sér. hvaða anskotans kjaftæði er í gangi ! hann er þá ekki að fara að gera neitt í leikmannamálum nema að reyna að lokka einhverja menn með sér yfir og verður bara með hálfan hugan við liverpool ! ef þetta er rétt og hann fær að klára þá er það til háborinnar skammar hjá klúbbnum !!!! á þetta ekki að vera eitt af stóru liðunum í evrópu eða ??
persónulega held ég að benitez geti alveg náð þessu fjórða sæti frekar en nýr stjóri á á miðri leiktíð. en ef að hann er búinn að semja við juve þá á hann bara að drulla sér í burtu !!!!!
Já það væri kærkomið að fá framherja til okkar áður en glugginn lokar núna í janúar. Veit ekkert með þennan Jones, hef ekki séð það mikið til hans en það sem ég hef séð hefur ekkert heillað mig neitt gríðarlega.
Ég held nefnilega að ef við náum þessu blessaða fjórða sæti þá mun næsta tímabil verða virkilega gott hjá okkur. Vittu til
Sjá hér viðbrögð Rafa við þessu Juventus bulli.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/rafa-rubbishes-juve-deal-claims
Flott hjá kallinum að taka af allan vafa strax, þó þetta svekki marga sem hingað koma.
og ég sem var að gæla við það að hann mundi drulla sér í burtu…jæja mér varð ekki að ósk minni í þetta skipti.
Maggi: Owen tók á sig tugþúsunda punda launalækkun þegar hann ákvað að fara til United
Kjartan: Serves him right!!!!!
Kjartan: Michael Owen var með 105 þús pund á viku (ekki með staðfestar tölur) hjá Newcastle. Það getur vel verið að hann sé með þessi 50þús + bónusa á viku.
Til að svara spurningunni, þá held ég að ekkert markvert gerist hjá okkar mönnum í dag. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér. Daufari gluggi hefur varla átt sér stað síðan þetta kerfi var sett svona upp. Benítez á að vera löngu búinn að svara þessu enda er bæði varðandi þetta og líka Babelfréttirnar, þær eru ótrúlegar vegna þess að það þarf fyrst að ræða við félögin áður en “personal terms” eru samþykkt. Þessi blöð halda því fram að búið sé að gera samning og “aðeins” eigi eftir að fá samþykki félagsins.
wwww.knattspyrna.bloggar.is