Liverpool til sölu! (Uppfært)

Þá er það orðið opinbert. Hicks og Gillett vilja selja. Þeir hafa tilnefnt nýjan stjórnarformann, sem á að sjá um sölu á félaginu. Einsog segir á opinberu síðunni:

>The new Chairman will oversee a formal sale process launched by current owners, Thomas Hicks and George Gillett Jr.

>Following numerous expressions of interest from third parties, the Club has engaged Barclays Capital to advise on the sale process. The Club has the full support of its existing bankers for this process and has financing in place which will fully support the Club’s operations.

Ja hérna. Ég hef ekki nennt að tjá mig um endalausar vangaveltur í sambandi við eignarhald, en með þessari frétt er augljóst að það mun koma veruleg hreyfing á þessi mál á næstunni.

Hérna er svo kvót í Martin Broughton og eigendurna í Guardian. Það voru víst lánadrottnar Liverpool, sem kröfðust þess að hann yrði settur í stöðuna.

Hérna er svo sjónvarpsviðtal á LFC.tv við Broughton (þarf ekki e-season ticket). Hann talar meðal annars um að nýr eigandi **verði** að byggja nýjan leikvang.


**Uppfært (KAR):** Hér fyrir neðan má sjá viðtal SkySports við Martin Broughton fyrr í dag:

Hann er með ársmiða á Stamford Bridge. Ja hérna. 😡

57 Comments

  1. Ég held reyndar að þeir vilji ekkert endilega selja. Þeir eru einfaldlega þvingaðir til þess af lánadrottnum. Sem er bara hið besta mál, og þetta eru bestu fréttir sem maður hefur fengið, síðan bjór var leyfður á Íslandi…!!

    Burtu með þessa súpuhausa, og því fyrr því betra.

    LIVERPOOL !!!

    Carl Berg

  2. Æðislegt….Núna er bara að finna nýja eigendur sem allra fyrst og helst með djúpa vasa af peningum svo við getum verið með á markaðnum í sumar og getum byrjað að biggja nýja völlinn sem við höfum beðið eftir síðan eldgosið í vestmannaeyjum hófst.

  3. Það sem ég held að sé mikilvægasta í þessu, er að fá eigenda/eigendur sem eru stuðningsmenn liðsins og vilja sjá árangur. Ekki einhverja apaheila sem hugsa eingöngu um að græða sem mestan pening á félaginu. Engar kana-mellur takk.

  4. Þetta eru einu jákvæðu fréttir þessa leiktímabils. Þvílíkur léttir þegar þessu lýkur.

  5. Þetta eru bestu fréttir af félaginu í langan tíma. Það er þó ekki sjálfgefið að við fáum betri eigendur í staðinn en líkurnar hljóta að teljast góðar þar sem þessir kanar hafa verið alveg hrikalegir og engan veginn verið réttu eigendurnir til að ná félaginu á þann stall sem það á að vera á.

    Ég ætla allavega að skála fyrir þessum fréttum í kvöld 😉

  6. Þetta eru frábærar fréttir, en þeim ber þó að taka með smá fyrirvara. Við vitum öll að þeir Hicks & Gillett hafa brugðist nær öllu sem þeir lofuðu við eignatöku fyrir þremur árum en það að losna við þá er bara fyrri hálfleikur í þessu ferli. Seinni hálfleikur – sem er ekki síður mikilvægur – er sá að fá rétta eigendur inn.

    Ég mun anda léttar þegar við sjáum á bak Hicks & Gillett en ég mun ekki fagna fyrr en ég sé að það eru komnir góðir menn inn í staðinn.

    Þetta er allavega góð byrjun. Húrra fyrir því.

  7. Frábærar fréttir og nú vonar maður bara að næstu eigendur komi liðinu aftur á þann stað sem það á klárlega heima, ásamt nýjum og stærri heimavelli 🙂

  8. Einnig kemur fram í viðtalinu á official síðunni að þeir ætli að selja 100% hlut í Liverpool, ekki bara hluta.

    Þetta muni hafa góð áhrif á leikmannamál í sumar þar sem staða eigandanna er orðin skýr og það muni vera peningur til staðar í sumar. Hann segir hins vegar ekki hversu mikið 🙂

    Nú er bara að vona að þetta verði búið fyrir byrjun næsta tímabils, þó svo að persónulega finnist mér það mjög mikil bjartsýni!

  9. Þvílíkur léttir þegar hann sagði að þeir ætli að selja 100% af félaginu. Þó þorir maður ekki að fagna enn þar sem maður veit ekkert hvernig næstu eigendur verða.

  10. Eins og Kristjan Atli segir þá er þetta bara fyrsta skrefið í rétta átt, en að mínu mati er gangan lengri en í átt að nýjum eigendum. Við verðum að byrja upp á nýtt. Fá fjársterka eigendur sem eru tilbúnir að eyða í uppbyggingu og svo verðum við að fá nýjan stjóra líka.

    En ég mun fagna því sérstaklega vel þegar við erum lausir við Gillet og Hicks. Spurning um að vera með kampavínið klárt í kæli.

  11. Þetta eru klárlega bestu fréttir tímabilsins. Það að þessir menn skuli fara út og að klúbburinn sé þó ekki í verri stöðu en hann er miðað við það sem þessi Hicks er víst fær um að gera ! Þessi nýji stjórnarformaður hefur víst unnið kraftaverk þar sem hann hefur stigið niður fæti í viðskiptum. Skulum vona þrátt fyrir vankanta hans sem Chelski aðdáanda að hann samt sem áður komi með menn með viti. Ég vil helst ekki fá kana aftur og ég er sammála mönnum að helst þarf það að vera stuðningsmaður. En hann þarf að hafa djúpa vasa ofar öllu öðru !

    Ef að það koma inn fjársterkir aðilar þá vil ég gefa Benitez eitt tímabil til viðbótar að sýna fram á að hann sé að fara áfram en ekki aftur með félagið !

  12. Frábærar fréttir, en það er bara vonandi að nýjir fjárfestar komi ekki of seint inn, þe ekki inn eftir að sumarglugginn lokar.

    Vonandi verða þetta líka eins og minnst er á, stuðningsmenn liðsins sem koma ekki inn til að græða heldur vilja ná árangri, nú er talað um að Yahya Kirdi sé að kaupa félagið, finn ekkert um hann á wiki en hann er sýrlenskur 🙂

    Props á kanana reyndar EF þessar tölur frá official síðunni eru sannar, en þar stendur að
    * The Club’s revenues have increased by 55%;

    • Commercial revenues have increased by 83%;

    Man hvað Liverpool var hörmulega markaðslega sett hér áður fyrr

  13. KAR Nr. 8 sagði það algjörlega.

    Svo mættu þeir sem annast söluna hafa þetta mottó, Thanks, but NO YANKS.

  14. Hér eru tvær góða fréttir
    http://goal.com/en-gb/news/2559/rumours/2010/04/16/1880831/former-syrian-international-yahya-kirdi-close-to-buying
    http://goal.com/en-gb/news/2557/news/2010/04/15/1879598/rafael-benitezs-liverpool-future-depends-on-cash-flow-agent

    Ég væri meira til í Yahya Kirdi en kínverska manninn útaf því hann hefur spilað fótbolta og þekkir leikinn en einhver kínverji.
    Eina sem gæti stoppað að fjárfestar fara til Liverpool er útaf Eldgosinu sem hefur stopað nær alla flugvelli á Bretland

  15. En hverjir eru þessir gaurar og eiga þeir peninga?

    Ég googlaði Síríska gaurinn og fann ekkert um hve mikið hann ætti.
    Aftur á móti var einhver spjallsíða http://answers.yahoo.com/…=20100416020428AA4AkjQ sem slúðraði að Sheik frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum myndi styðja hann. Ef þetta er Sheikinn http://en.wikipedia.org/w…_bin_Rashid_Al_Maktoum þá er hann annsi ríkur.

  16. Þetta eru gleðifréttir fyrir alla sem halda með Liverpool. Að mínu mati hefur eignarhald þeirra félaga verið stærsta vandamálið síðustu 3 árin. Eftir að hafa farið í gegnum þrjá félagaskiptaglugga án þess að kaupa leikmenn umfram sölu er gott að G&H sjá loksins að þeir komast EKKI lengra með félagið.

    Nú er að vanda valið og fá einhvern inn sem hefur fjármagn til að byggja nýjan völl, styrkja hópinn og umfram allt hefur hag félagsins að leiðarljósi.

    Krizzi

  17. Vei Vei Vei ……….

    Nú er bara að vona að það komi einhver sterkur aðili að klúbbnum og hreinsi almennilega upp skítinn ef G&H.

  18. Til hamingju allir stuðningsmenn LIVERPOOL með frétt aldarinnar!

    Langsamlega lang lang bestu fréttir af liðinu okkar í háa herrans tíð! Tek undir með Krizza hér að ofan að nú þarf að vanda valið og hafa hag félagsins að leiðarljósi. Fá inn menn sem eru tilbúnir að gefa þessu verkefni smá tíma, byggja nýjan völl, byggja upp nýtt stórveldi sem kemur til með að keppa um alla tiltla um ókomna tíð, eigendur sem gera framkvæmdastjórnum kleift að kaupa fyrsta kost í þá stöðu sem þarf að styrkja. En umfram allt þurfa nýju eigendurnir að vera með hjarta sem er rautt í gegn!

    YNWA
    Geiri

  19. Var að enda við að horfa á viðtalið á lfc.tv við Broughton og ég verð að segja að þessi maður virðist vera með allt á hreinu, enda er hans saga í starfi merkileg. Pottþéttur gaur sem ég tel að muni pottþétt uppfylla vonir okkar og væntingar um alvöru eignarhald á okkar elskaða klúbbi 🙂

  20. Tek undir með Hafliða #24 að Broughton virðast hafa þetta allt á hreinu og segja réttu hlutina. Flott að menn ætla t.d. ekkert að gefa neitt upp um hugsanlega kaupendur. Ekkert tilkynnt fyrr en búið er að dönna dílinn!

    Hins vegar las ég það á milli línanna að það verða ekki mikið um stórkaup í sumar nema búið sé að klára eigendaskipti. Broughton sagði að vísu að peningar yrðu til reiðu en mér fannst hann hafa varann á sér með það. Enda er aldrei verjandi að ráðast í stórar fjárfestingar þegar þú ert að selja fyrirtækið þitt.
    Vonandi klárast þetta í maí.

  21. Gummi Daða, það væri líka líklega ekki neitt afskaplega snjallt að segja að það verði helling af peningum til að eyða í sumar! Það hækkar bara verð á þeim leikmönnum sem við munum reyna að fá.

    Annars er maður kominn með nett leið af töppum sem segja réttu hlutina og bara það 🙂 Vonandi að þessi geti staðið við það sem hann er að segja.

  22. Æ þetta eru frábærar fréttir bara frábærar… Þó er það alveg rétt sem Kristján Atli segir, ekki fagna of fljótt, þó vissulega sé ástæða til að gleðjast… Verður spennandi að sjá hverjir verða næstu eigendur, nú er talað um Kínverja sem nýja eigendur í erlendum miðlum, er svo sem allt í lagi bara að þeir eigi skít nóg af peningum… svo við getum reist nýjan völl og verið samkepnisfærir á markaðnum….

    Áfram LIVERPOOL

  23. Ég ætla að kaupa Liverpool. Hlýt að geta fengið gott lán í Arion, gegn engu veði 😉

  24. Virðast vera góðar fréttar en eins gott að við fáum topp eigendur. Eigendur sem eru í þessu af því þeir ELSKA Liverpool! Það gengur ekki að fá í þetta business fólk sem horfir bara á fjárhagslegan gróða.

  25. 29 Babu

    Sammála. Auðvitað sýnir maður ekki trompin sín.
    Hins vegar sé ég ekki hvernig hægt sé að réttlæta mörg stórkaup áður en nýr eigandi kemur. Þá er ég bara að hugsa þetta á almennum nótum, þú hrærir ekki í eign sem þú ert að selja.
    Alveg sama hvernig litið er á þetta, því fyrr sem þetta klárast því betra. Og auðvitað nauðsynlegt að fá eigendur með viti! Og dash af seðlum.

  26. Gummi Daða #33

    Hins vegar sé ég ekki hvernig hægt sé að réttlæta mörg stórkaup áður en nýr eigandi kemur. Þá er ég bara að hugsa þetta á almennum nótum, þú hrærir ekki í eign sem þú ert að selja.

    Það getur nú alveg verið skiljanlegt að gera það. Ef keypir verða nýjir leikmenn í liðið þá er einfaldlega verið að gera það betra sem gerir eignina, þ.e. félagið sjálft, verðmætara og hugsanlega söluvænna. En ef það verður ekki búið að ganga frá söluferlinu í sumar, meðan leikmanna glugginn er opinn þá verður að vera fjármagn til staðar svo hægt verði að skyrkja liðið og um leið að auka gæði félagsins. Þá eru meiri líkur á að félagið skili einhverjum verðlaunum=peningum í hús, það er því þá bæði í senn verðmætara og söluvænna.

  27. vááá veiii víííí ég er svo glaður í hjartanu mínu núna !!!

    shit hvað ég vona að þessir drullusokkar fari sem fyrst! En þessi gaur lítur vel út í viðtalinu, hann talar um að kaupendur VERÐI að byggja völlin ef þeir vilja liðið! sem er mjög gott. svo seigir hann að Benitez eigi framtíð. ég veit að það eru margir sem þola hann ekki og það bull en ég vil fá að sjá hann áfram með nýjum eigendum og með cash í vasanum!! held að hann geti komið titlinum heim ef hann fær meiri penge. vonum að þessi stjórnarformaður sé maður orða sinna og vonum að nýr eigandi komi sem fyrst til að dúndra inn nokkrum góðum kaupum fyrir HM 🙂

    en svo er kannski betra að vera hógvær eins og minn maður Benitez : “It could be positive, we will see ” haha það er samt boring, englandmeistarar á næsta ári svo ferð út í nýju kop stúkuna á þarnæsta vúúhú..

  28. En ætli Benitez hafi vitað að ef að Liverpool kæmist ekki í meistaradeildina þá yrði tapið svo mikið fyrir Georg&Gilla útaf þessum lánum að þeir yrðu bara að selja! ég vil meina það ! ef svo er og þeir selji þá er árángur Rafa á þessari leiktíð sá besti

  29. Mér líst ágætlega á það sem Mr.Broughton segir. En við höfum reyndar reynslu af mönnum sem segja réttu hlutina í upphafi. Hann er vissulega Chelsea aðdáandi en ég vil frekar Chelsea aðdáanda sem gerir rétta hluti fyrir klúbbinn en meinta Liverpool aðdáendur sem skíta upp á bak.

  30. Frábært og besta frétt LFC á þessu tímabili.
    En nú verður við ramman reip að draga að finna öflugan kaupanda. Það er alveg klárt í mínum huga að félagið verður ekki selt ódýrt af þessum fjárans könum. Og við skulum ekki vera svo barnalegir að halda að kröfuhafarnir beri hug og hjörtu klúbbsins og stuðningsmanna hans fyrir hjarta.

    Ég tippa á ca. 400m + fjármögnun á leikvelli 3-400m og cash injection ca 50-100m… samtals 750-900m punda…Utd skuldar allavegana 716m 😉

    Annars má finna hér yfir mögulega kaupendur:
    http://www.goal.com/en-india/news/2638/english-angle/2010/04/16/1881290/liverpool-special-the-prospective-owners-who-may-buy-out-tom

    Ánægður með kommentið “he is not a marriage counsellor” og nokkuð athyglisvert að kanarnir greiddu inná á skuldirnar um daginn sem er í takt við það sem arabinn vildi sjá áður en hann myndi bjóða.

  31. Burt með þessa fokking Kana og please ekki detta í sama rugl aftur með þvi að selja öðrum könum liðið ég vill ekki sjá bandaríkjamenn þarna nema bill gates.En já það væri frábært ef einhver araba prins vill fara að leika sér í championsship manager leik með liverpool og money er bara sandur í hans augum ég er á móti þvi að lið kaupi sér velgengni en við liverpool þurfum það einfaldlega núna svo ég verð bara að sætta mig við það ef það verðum raunveruleikinn

    YNWA

  32. Eru sem sagt sumir að segja herna að benitez hafi basiaclly komið könunum í þessa stöðu með lelegu gengi liverpool með að ná ekki meistaradeildasæti svo þeir neiðast til að selja.Ef svo er satt þá er það algjör snild á þeim mælikvarða en ekki að það að við neiðumst til að horfa á Liverpool vs Mallorca á næstu leiktíð

  33. Sáttur, vona að þetta tákni betri tíma. Var reyndar ekki eins glaður þegar að Benitez sagðist ætla að klára saminginn þrátt fyrir áhuga Juve. Hann þarf að fara líka svo hægt sé að byrja af viti

  34. Ég vona að þessi sýreski leikmaður Yahya Kirdi með baklandið UAE og líka annar góður bónus er að hann hefur fyrrum international leikmaður en það væri nú gaman að Kínversk kona mynd ráða Liverpool en er það kannski það sem vantar enda getum við séð að konur geta ráði fótbolta lið enda þarf bara sjá AS Roma þeir eru eiga möguleika á titl og allt þökk sé Rosella Sensi að hafa krækt í tinkerman Claudio Ranieri.
    Bara Vona að þessi nýju eigendur mun hugsa vel á okkar Lið Liverpool sama hvort það verður Kínversk kona eða Prince frá Saudi Arbíu.

  35. Sælir þjáningarbræður

    Auðvitað fagna ég því að bakkarbræður skuli vera á leiðinni heim til hamborgaralandsins.

    En kampavínið mitt verður upp í hillu þangað til ég fæ trú á að nýir eigendur ætli sér og séu heilir í því að gera LFC að því stórveldi sem við allir viljum. Miðað við reynslu síðustu ára, verður líklega töluvert í það.

    http://www.kop.is/2007/02/06/16.25.32/

    Þessi grein og athugasemdinar eru ágæt lesning í dag. Menn voru hóflega bjartsýnir og loksins sáu einhverjir fram á að við gætum keppt við CFC og MUFC í leikmannamálum. Sjálfur dansaði ég stríðsdans með nærbuxunar hennar mömmu á hausnum, slík var mín gleði 🙂

    Spyrjiði bara Crystal Palace, Doncaster Rovers, Portsmouth, Notts County ofl ofl…. um gleðina sem fylgir nýjum eigendum eftir óráðsíu þeirri sem áttu klúbbinn áður.

    Um framtíðareigendur…

    Viljum við einhvern ofurmilljarðamæring a la City eða CFC??? Ég fyrir mitt leiti hreinlega veit það ekki. Einhvern veginn fæ ég litla gleði af tilhugsunni um titla og vegsemdir í boði einhverra óendanlegra fjárráða. En myndi það skipta mig máli þegar á hólminn væri komið??? Ég hreinlega veit það ekki…

    Sjáum klúbb eins CFC. Einhvern veginn finnst mér allt í kringum þann klúbb vera eitthvað sálarleysi. Það er ekkert hjarta… Það sama er á teningnum núna með City. Titlanir hjá CFC og mögulegt CL-sæti hjá City gleðja örugglega Stuðningsmennina, alveg pottþétt. En á sama tíma geta þeir ekkert “montað” sig yfir þeim.

    Ég held allavega að það sé þannig 🙂

    p.s.
    Með að vitna í þennan, ljómandi, pistil SSteinn um árið er ég auðvitað ekki að reyna hanka einn eða neinn. Mér finnst hann bara ná mjög vel andrúmsloftinu sem var á þeim tíma

  36. Ég hef sagt það áður og segi það enn að enska knattspyrnan er orðin, ásamt Íslandi Davíðs Oddsonar, helsta birtingarmynd misheppnaðs kapítalisma.

    Einhver drullusokkur frá Chelsea er orðinn stjórnarformaður fornfrægasta og sigursælasta liðs Englands í þeim tilgangi að rigga upp díl til að selja kaffikrúsir og boli.

    Fari þessir brunnmigar allir til fjandans.

  37. Hipp hipp húrra
    En ég verð að benda á það sem ég las í dag á fótbolta.net
    þar er vitnað í þá bræður Hicks og Gillet og segir ,,Eftir að hafa náð þetta langt með félagið höfum við sameiginlega ákveðið að leita eftir því að selja félagið til eigend sem eru tilbúnir að fara með félagið áfram hvað varðar vöxt og þróun”
    heimild: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=89890

    Er ég sá eini sem sé eitthvað athugavert við þessa setningu?
    Hveru langt náðu þeir með félagið eftir að þeir tóku við?

  38. bíðið þið nú við á nú liverpool að fara að spila eins og englar bara af því að skipt er um eigendur kommon beneties hefur alveg haft nóg af fé en skilar því ekki í góðum kaupum á leikmönnum er það ekki skrítið að hann komst lengst með leikmönnum sem houllier keypti athugið það

  39. Það er alltof snemmt að fagna. Sýrlendingur, Kínverjar, fleiri kanar. Það eru nöfnin sem upp eru komin ennþá og satt að segja finnst mér það vera alveg ljóst að stjórnunin þarf allavega að vera í höndum manna sem þekkja umhverfi enskrar knattspyrnu og viðskiptalífs. Annað er afar viðsjárvert að mínu mati.

    Það er líka morgunljóst að félagið hefur borist töluvert framávið sem alheimsklúbbur, markaðsstarfið síðan Parry var látinn fara er ljósárum framar og bakgrunnur aðalliðsins er í mjög góðum málum.

    Það sem við þurfum eru menn sem kaupa þá 3-4 heimsklassaleikmenn sem bæta þarf við þann hóp sem nú er án þess að þurfa að selja lykilmenn.

    Og AÐALATRIÐIÐ fyrir Liverpool Football Club er að reisa nýjan völl. Það verður að vera skilyrði nr. 1 sem gengið verður frá í kaupunum. Allt varðandi leikmannahópinn er skilyrði nr. 2.

    Völlinn verðum við að fá, annars hrynjum við fljótlega niður úr þeim sessi sem við erum þó í núna.

    Og enn á ný segi ég að það hefur verið mikið lykilatriði í okkar klúbbi að sjá stefnuleysi eigendanna og einfaldlega fávisku þeirra. Nýr formaður vonandi beygir af þeirri vitlausu leið og vonandi munu hann, Purslow og Benitez stilla kúrsinn það vel af að Gerrard og Torres taka að sér áframhaldandi lykilhlutverk á Anfield.

  40. Það væri gaman að vita hvers vegna LIVERPOOL sem var eitt að sterkustu klúbbum heims bæði hvað varðar leikgetu og peningagetu, sé nú eins og að er, þ e a s, slappt í peninga málum og þar af leiðandi með marga miðlungsleikmenn og úr akademíunni kemur varla kvikindi sem er meira en miðlungs? Hvað gerðist og er kannski einhver einn sem veldur þessu? Er einhver svo fróður hér á þessari frábæru síðu sem veit eitthvað um þessi mál? Koma svo Liverpool og rífið ykkur upp úr þessara lægð.

  41. Spennandi tímar framundan! Clarity is the word of the day…. 🙂
    Flott viðtal. Stutt og skilaboðin SKÝR. Nú er bara að sjá hvernig til tekst….

    YNWA

  42. JónMB #34
    Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér, að eyða í leikmenn getur gert eignina enn verðmætari sbr. Torres kaupin. Það er hins vegar áhætta, leikmenn geta meiðst, fitta ekki inn eða bara keyptir of dýru verði.

    Punkturinn minn er eiginlega meira í línu við það sem Maggi skrifar #53:
    “Það sem við þurfum eru menn sem kaupa þá 3-4 heimsklassaleikmenn sem bæta þarf við þann hóp sem nú er án þess að þurfa að selja lykilmenn.”

    Sem sagt, til að kaupa 3-4 heimsklassa leikmenn verða nýir eigendur að fjármagna það. Þetta er það sem ég las úr orðum Broughton þegar hann lýsir heildarferlinu. En vonum að það verði a.m.k. sjóður til staðar í vor til að kaupa leikmenn, hvort sem Broughton borgar úr eigin vasa eða ekki.

Torres með gegn Atletico

City vs Utd: Mórölsk Klemma