Atlético Madrid á Vicente Calderón

Þó það sé ekki erfitt að halda aðeins með helstu erkifjendum Real Madrid þá held ég að eftir haustið 2007 hafi stuðningsmönnum Atlético Madrid fjölgað töluvert og það eftir að hafa selt sinn besta leikmann. Það segir líklega meira en margt um vinsældir Fernando Torres enda halda margir poolarar aðeins með þessum uppeldisklúbbi kappans eða vilja þeim í það minnsta vel eftir þessa sendingu. Liverpool og Atlético Madrid hafa áður mæst eftir að Torres skipti yfir til okkar og hér er örlítið brot af því sem gerðist síðast þegar þessi lið mættust:

Það er ekki ólíklegt að þessir klúbbar verði miklir vinaklúbbar í framtíðinni.

Atlético Madrid

Líkt og með flesta aðra stóra klúbba í Evrópu spannar saga Atlético Madrid yfir hundrað ár og hefst n.t.t. 1903 þegar þrír baskar sem voru í skóla í Madríd ákváðu að stofna einskonar nýtt Athletic Bilbao lið (liðið sem heldur sig aðallega bara við baska). Ári seinna fengu þeir nokkra leikmenn sem ekki höfðu komist að hjá Real Madríd og úr varð þetta líka fína lið.

Á Spáni hefur klúbburinn þrjú gælunöfn sem hann er þekktur undir og eru þau öll gamalgróin. Fyrsta sem hélst við þá var Los Colchoneros sem útleggst á ensku sem The Mattress-makers. Þetta oraskast af því að liðið spilaði upphaflega í bláum og hvítum búningum rétt eins og vinaklúbburinn í Athletic Bilbao. Árið 1911 skiptu bæði lið yfir í rauða og hvíta búninga sem voru alveg eins og efnið sem notað var til þess að setja yfir dýnur á þessum tíma. Atlético Madrid skipti á undan og viðurnefnið hélst, flóknara var það ekki. Ein kenningn fyrir þessari skiptingu á búningum er talin vera vegna þess að efnið í dýnurnar var svo ódýrt og auðvelt að búa til búninga úr þessu.

Líklegri skýringin fyrir því að bæði lið skiptu yfir í rautt og hvítt á sama tíma er þó talin vera sú að bæði lið voru að spila í búningi Blackburn Rovers, árið 1911 skellti Juanito Elorduy fyrrum leikmaður og stjórnarmaður hjá Atlético sér yfir til Englands til að kaupa búningasett. Hann fann ekki Blackburn settið og keypti því Sunderland búninginn. Atlético skipti um treyjur en hélt sig við bláu Blackbun stuttbuxurnar á meðan Bilbao skipti alveg um sett og leit því út eins og Sunderland. Hvort eitthvað af þessu er satt er óvíst, en sagan er góð. Atlético og Bilbao urðu ekki aðsllilin fyrr en 1921.
Annað nickname er Los Rojiblancos sem útleggst sem The Red and Whites og bara þarf ekki frekari skýringa við.
Þriðja er síðan Los Indios eða Indjánarnir sem nær líklega aftur til 1970 er reglum um erlenda leikmenn voru rýmkaðar og Atlético keypti nokkra Suður Ameríska leikmenn. Aðrar kenningar og líklega nátengdar eru vegna þess að völlur félagsins er staðsettur á árbakkanum og eins vegna þess að hinir hvítu (Los Blancos) er hlestu andstæðingar indjána. Það þarf engan geimvísindamann til að finna út að Real Madríd eru Los Blancos.

Þegar maður skoðar hvenær Atlético var stofnað kemur í ljós að þeir hafa tvær dagsetningar! 1903 var klúbburinn auðvitað stofnaður en líka árið 1939. Þá var búinn að vera borgarastyrjöld á Spáni í þrjú ár og Atlético í tómu rugli í annari deildinni áður en þau læti hófust.

Þegar deildin hófst aftur 1939 sameinaðist gamla Athletic liðið öðru liði sem kalllaðist Aviación Nacional of Zaragoza. Það lið hafði verið stofnað af meðlimum í flughernum sama ár og hafði verið lofað sæti í La Liga en síðan meinaður aðgangur af konunglega spænska knattspyrnusambandinu. Til málamynda sameinuðust þeir Atlético sem hafði misst átta leikmenn í borgararstyjöldinni og liðið fékk sæti í efstu deild á kostnað Real Oviedo þar sem þeirra völlur hafði verið sprengdur í loft upp í átökunum.

Líklega varð úr hið fínasta lið því þeir urðu meistarar bæði 1940 og 1941.

Atlético Madrid er annars eitt af sigursælustu liðum spánar með 9 titla í bæði deild og bikar. Þeirra saga hefur þó alltaf staðið í skugganum af nágrönnunum í Real Madríd sem jafnan átti sín bestu og sigursælustu lið þegar Atlético var með lið sem gátu náð árangri. Hestu hlutir sem ég tengi sjálfur við liðið fyrir utan einstaka leikmenn eru aðallega þrír; erkifjendurnir í Real Madríd, Jesús Gil og Vicente Calderón völlurinn.

Rígurinn við Real Madríd.

Einfaldasta skýringin, fyrir utan að liðin eru næstu nágrannar eru kannski sú að Real hefur alltaf verið álitið “ríkis” liðið. Liðið sem Franco einræðisherrann bráðhressi  hjálpaði í pólitískum áróðurs tilgangi. Sá stimpill hefur aldrei yfirgefið Real Madríd. Atlético á móti er álitið andstaðan, meira rebel ef svo á segja og á mjög mikið af aðdáendum í höfuðborginni þrátt fyrir hið svakalega Real lið.

Það merkilega er reyndar að á fyrstu árum Franco sem einræðisherra var það Atlético sem var meira hans lið, en liðið með mjög mikla tengingu við flugherinn eins og komið var inn á áðan. Upp úr 1950 skipti stjórn Franco síðan um lið og fór að hygla undir Real Madríd og jafnvel hjálpa þeim þó Real Madríd aðdáendur hafi neitað þessu.

Ástæðan fyrir ást Franco og félaga á Real Madríd var saga klúbbsins og árangur í Evrópu, það álitu þeir sem mikilvægt tól í áróðursskini og pólitískum tilgangi á tímum þegar Spánn var annars einangrað á alþjóðavettvangi. Þessi saga er auðvitað töluvert mikið lengri og dýpri og alveg efni í bók… og líklega hefur verið skrifað um þetta bók, en ég læt duga línu úr lagi sem talið er vera frá stuðningsmönnum Atlético og hefur jafnan verið vinsælt á Spáni: “Real Madrid, Real Madrid, el equipo del gobierno, la verguenza del país”(á ensku væri það “Real Madrid, Real Madrid, the government’s team, the country’s shame”).

Jesús Gil

Sem stuðningsmaður Liverpool og enska boltans hefur maður alist upp við það að besta leiðin er að gefa nýjum stjórum tíma til að vinna aðeins með liðin sem þeir eru að stjórna og það telst nú alltaf frétt ef stjóri er rekinn, sérstaklega hjá stóru klúbbunum. Þess vegna var alltaf erfitt að skilja hinn ákaflega skrautlega stjórnarformann Atlético Madríd, Jesús Gil. Hann tók við liðinu árið 1987 og verður líklega að teljast einhver óþolinmóðasti stjórnarformaður ever. Þar að auki var hann þekktur stjórnmálamaður á Spáni, mjög mjög hægri sinnarður og ákaflega fordómafullur. Ég ætla ekki að vara mikið meira yfir sögu þessa kappa en mæli þó með þessum lestri.

Ástæaðan fyrir því að maður man eftir honum er aðallega að hann skipti oft um stjóra og var síðan gert að hætta sökum rannsóknar á misferli með fjármuni félagsins, eða eitthvað í þá áttina.

Vicente Calderón völlurinn

Vicente Calderón Stadium er í hjarta Madríd, höfuðborgar Spánar. Hann tekur um 55.000 manns í sæti  og er nefndur eftir öðrum frægum formanni Atlético Madríd. Völlurinn var opnaður 1966 en nokkrum árum áður var orðið ljóst að gamli völlur Atlético var orðinn of lítill. Upphaflega tók hann 62.00m manns og var fyrsti völlurinn í Evrópu sem var bara með sæti. Síðan hefur völlurinn verið endurhannaður og betrumbættur og því fækkaði sætunum svona mikið.

Á næstu árum verður þessi völlur þó rifinn niður og Atlético færir sig yfir á annan 73.000 manna völl.

Liðið í dag:

Nýlegt byrjunarlið hjá Atletico

Lið Atléticoo ætti ekki að þurfa að kynna mikið, við höfum séð og heyrt af þeim á Spáni, spilað við þetta lið fyrir ekki svo löngu síðan og bæði keypt af þeim leikmenn og selt þeim leikmenn, svo ekki séð talað um þá leikmenn í þeirra röðum sem hafa verið orðaðir við okkur.

Liðið virðist vera nokkuð sjálfvalið í þessari keppni, sérstaklega þar sem Sergio “Kun” Aguero hinn fáránlega góði Argentínumaður er í banni í þessum leik.Viskubrunnar eins og Reyes telja fjarveru hans jafnvel ennþá verri fyrir Atletico heldur en fjarvera Torres er fyrir Liverpool… Reyes hefur líklega ekki horft á enska boltan síðan hann fór þaðan vælandi með heimþrá.

De Gea

Ujfalusi – Perea – Dominguez – Lopez

Assuncao – Camacho
Simao – Jurado – Reyes
Forlan

Í markinu er annaðhvort Sergio Asenjo sem er ennþá bara 20 ára eða hinn 19 ára gamli David De Gea! Hinn síðarnefndi hefur verið í markinu undanfarið og því tippa ég á að hann verði það áfram gegn Liverpool! Atletico eru í fínum málum með markmenn næstu 15 árin, svei mér þá.

Gefið að þeir séu heilir og ekki í banni spái ég að í vörninni verði þeir Tomas Ujfalusi, Luis Perea, Alvaro Dominguez og Antonio Lopez sem er fyrirliði liðsins og flottur leikmaður. Ujfalusi er tékki og fastamaður í landsliði þeirra, hann getur bæði spilað miðvörð og hægri bakvörð rétt eins og hinn snöggi landsliðsmaður kólembíu Luis Perea sem ég tippa þó á að verði frekar í miðverðinum. Um Dominguez veit ég ekki mikið annað en að hann getur spilað vinstramegin líkt og Lopez.

Djúpa á miðjuna set ég Paulo Assuncao og Raúl Garcia sem eru báðir mjög góðir miðjumenn. Reyndar er Tiago í láni hjá þeim frá Juventus og er allajafna í liðinu á kostnað Garcia en ég held að það sé það sama með hann og Maxi Rodriguez hjá okkur, að hann megi ekki spila í þessari keppni. Að auki eiga þeir Camacho sem er ungur og mjög efnilegur og gæti hæglega verið í liðinu.

Fyrir framan þá set ég kunna kappa, Jose Antonio Reyes vinstrisinnaði vælukjóinn sem var í Arsenal, Simao sem var svo gott sem kominn til Liverpool sælla minninga og Jurado sem er sókndjarfur miðumaður.

Frammi er síðan engin annar en Diego Forlan.

Þjálfari Atletico er Quique Sánchez Flores sem tók við liðinu í október þegar Abel Resino var rekinn. Flores sem er bara með samning til loka þessa tímabils er smá Benitez wannabe. Hann spilaði með Valencia og Real Madríd. Eftir ferilinn tók hann við unglingaliði Real Madríd, eftir góðan tíma þar tók hann við Getafe sem er þriðja liðið í Madríd og stóð sig vel. Þaðan fór hann til Valencia og tók við af auðvitað Benitez. Hann var síðan rekinn frá Valencia og er nú nýkominn til Atlético. Líklega nokkuð klókur kall.

Eins og áður sagði þá höfum við alveg mætt þessu liði áður, á síðasta tímabili vorum við með þeim í riðli í CL og gerðum tvisvar sinnum jafntefli gegn þeim 1-1. Þar að auki tókum við æfingaleik við þetta spænska vinalið okkar fyrir þetta tímabil og leyfðum þeim að vinna 2-1 þar. Atlético líkt og okkar mönnum hefur ekkki gegnið vel á Spáni í ár og líta því á þessa leiki sem nokkurskonar reddingu á tímabilinu.

Okkar menn.

Fulllkomlega í takt við allt sem gerst hefur á þessu tímabili þá féll það í skaut okkar manna að ferðast lang lang lengst af þeim liðum sem voru skikkuð til að spila sína leiki í Evrópukeppninni þátt fyrir flugbann!! Ég meina come on, smá helvítis hóll á Íslandi fer að púðra upp ryki og það kemur niður á Liverpool!! (og örfáum öðrum sem hafa þurft að ferðast undanfarið).

Hér má sjá smá ferðalýsingu frá BBC sem er með í för Liverpool liðsins. Hér eru þeir síðan í stuði á lestarstöðinni í Runcorn.

Við mælium samt með skemmtilegri uppfærslu opinberu síðunnar af ferðalegi sínu með liðinu sem sjá má með því að smella hér

Í okkar herbúðum er annars eins og líklega flestir lesendur þessarar síðu vita tveir fyrrum fyrirliðar Atlético en þeir mega því ver og miður hvorugur spila í þessum leik. Maxi Rodriguez kom frá Atlético í janúar og væri því frekar löglegur með þeim heldur en okkur og Torres má það ekki vegna þess að læknar telja það fáránlegt að spila fótbolta strax eftir aðgerð á hné, sem hann þurfti því miður að fara í. Hann bara á ekki að fá að spila gegn sínum gömlu félögum og aðdáendum sem dýrka hann jafnvel meira heldur en stuðningsmenn Liverpool!

Okkar menn fara líklega í ágætum gír í þetta 2000 km langa ferðalag eftir góðan sigur á West Ham á mánudag en þegar þetta er skrifað er með öllu óvíst hvernig þeir fara þessa leið og hvað þeir verða lengi að því.

Fátt óvænt er að frétta annars af liðinu, fyrir utan Torres og Rodriguez þá eru þeir Skrtel, Aurelio og Insúa allir ennþá meiddir og fara því ekki með.

Byrjunarliðið verður því líklega ekki ósvipað liðinu sem hóf leik gegn West Ham þó ég spái að Mascherano og Babel komi inn á kostnað N´Gog og Rodriguez.

Reina

Johnson – Hercules – Carragher – Agger

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel
Kuyt

Vörn og mark velur sig sjálft. Á miðjuna myndi ég vilja Postulani en það er ansi mikil óskhyggja í mikilvægum útileik og því er ég nokkuð pottþéttur á þeir Suður Ameríkubræðrum á miðjunni. Gerrard fer í sína stöðu og Benayoun verður áfram í liðinu eftir góðan leik um daginn. Frammi tippa ég síðan á að við fáum Kuyt einan og Babel sókndjarfur vinstramegin.
Þetta er auðvitað ekki eins og ég myndi vilja stilla þessu upp enda Kuyt einn upp á topp en svona held ég að þetta verði þegar flautað verður til leiks á fimmtudaginn.

Spá:
Þetta fer 1-1, það er svo klárt að það er bölvaður óþarfi að vera æða þetta á rútu.

Babú

36 Comments

  1. Flott upphitun, en er Babel ekki í banni? eða var mig að dreyma eitthvað

  2. Þetta var bara einn leikur í bann, enda ekki mikið sem hann gerði af sér. Mig grunar að Ngog verði frekar fyrir valinu hjá Benitez.

    Vantar ekki Aguero í liðið? Eða er hann meiddur? … það væri nú ekki slæmt. Persónulega held ég að þeir reyni að tefla aðeins reyndara liði, þó svo ég sé ekki mikið inn í stöðu Madrid.

    Flott og ýtarleg upphitun – tökum þessa einu dollu sem er í boði !

  3. Nú er búið að opna fyrir flug í álfunni þannig að okkar menn dömpa líklega rútunni eins fljótt og auðið er og fljúga til Madrid 🙂

    Annars fékk ég deja vu núna þegar ég var að lesa þessa frábæru upphitun og nú er ég sannfærður um að við förum í gegnum þessa viðureignir við Spánverjana og spilum til úrslita í þessari keppni 🙂

  4. Held það sé nokkuð ljóst að það sé annað hvort þetta lið sem Babu stillir upp eða Ngog verður upp á topp og Benayoun/Babel fá sér sæti á bekknum. Ætla að spá 0-1 eins og síðast þegar Liverpool spilaði í Madrid.

  5. Það er virkilega gaman að þessu

    Síðasta sumar rakst ég á tvo blóðheita Atletico stuðningsmenn á HVERAVÖLLUM af öllum stöðum. 🙂

    Kvöldið endaði á Sjóðbandvitlausu fylleríi þar sem Torres söngvar voru sungnir á sirka 190 desibela styrk 🙂 Síðan þá hef ég einnig haft miklar taugar til Atletico.

    Ég er næstum því feginn, Torres vegna, að hann sé meiddur. Miðað við ástina sem þeir hafa á honum (Mín ást er engu síðri) þá er hryllilegt að hugsa til þess að hryggbrjóti þá með marki á Vicente Calderon.

    Áfram Liverpool, Áfram Atletico (Liverpool samt meira :))

  6. Frábær upphitun. Alveg til fyrirmyndar, eins og allar upphitanir hafa verið í europa league.

    Mig grunar að Benitéz treysti ekki unga frakkanum í þennan leik og er því sammála Babu með að Kuyt verði einn frammi.

  7. 1-2 fyrir okkur (ég ætla að vera bjartsýnn), Gerrard og Babel með okkar mörk og Forlan með mark þeirra.

  8. 2-1 fyrir Atletico Madrid. Við tökum þetta svo í seinni leiknum.

  9. Svo má glugga í twitterinn hans Lúkasar: http://twitter.com/LucasLeiva21 (af einhverjum ástæðum læðist að mér sá grunur að þarna standi einhver annar að baki, skil ekki af hverju. En fyndið er það: “Dirks been giving Rafa wine. I can tell when hes drunk because he stares at me disappointingly saying he wishes he’d got a receipt for me.”).

  10. hahahaha tekið af ferðasöguni á lfc.tv

    “10:00
    Another train trip ends and another bus journey begins. At least this time the airport at Bordeaux is open. At this stage the Icelandic volcano is about as popular among the Liverpool party as Gary Neville”

  11. Gummi (#12) – þessi Twitter-notandi er klárlega ekki hinn eini, sanni Lucas Leiva. Þessi er hins vegar bráðfyndinn og kemur mér alltaf í gott skap. Dæmi um einn gullmola:

    “Aquilani has hurt himself in the den. Typical. He can’t move to get out and because of the sign, none of our physios can go in. Real dilemma.

    Its a papercut. He’s out of Thursdays match. Looks like I’ll be playing again. At least I’m not travelling all this way for nothing.”

    Snillingur. Þetta er eins og ástarsaga þar sem Kuyt og Lucas keppa um ástir Rafa á meðan aðrir leikmenn gera ýmsa, misgáfulega, hluti. Fyndið stöff.

  12. Þetta er frábær upphitun og ljómandi gaman að fylgjast með ferðasögunni. Sérlega frábært þegar þið pistlahöfundar leggið vinnu í að skoða andstæðinginn ofan í kjölinn.

    Þessar “raunir” minna mig á það þegar ég fór seint á síðustu öld til Siglufjarðar að keppa. Eftir 4 tíma keyrslu úr Reykjavík keyrðum við fram á skriðu og lokaðan veg og þurftum að snúa til baka í Haganesvík þar sem tveimur tímum seinna kom björgunarbátur til að flytja okkur yfir til Siglufjarðar. Eftir klukkutíma sjóferð skítttöpuðum við síðan leiknum, sjóveikir og slappir. Vonandi að þessar raunir okkar manna endi ekki eins.
    Reyndar var síðan bakaleiðin stórskemmtileg en það er önnur saga.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  13. 3 – Aguero er í banni eftir að hafa verið of lengi á leiðinni útaf í leiknum gegn Valencia.

    Og að lokum smá getraun … Hver stóð í marki andstæðingana síðast þegar Liverpool spilaði í undanúrslitum Fairs Cup/UEFA Cup/Europa League?

  14. Varmenni, var það ekki Pepe?

    Annars frábær upphitun. Mjög skemmtileg. Mig minnir að ég hafi heyrt það í Football Weekly að Atletico hafi ekki unnið einn einasta leik á leið sinni í undanúrslit þessarar Everópukeppni. Veit einhver hvort það er rétt? (eða hvort þeir unnu einn leik, man þetta ekki alveg).

  15. Einar Örn, Sid Lowe sagði í þessum þætti að þeir hefðu bara unnið einn leik (í riðlakeppninni í haust held ég) alla þessa leið í undanúrslitin. Sem er bara fáránlegt.

  16. Gróf þetta upp, það má sjá þetta á leikjalista Atletico hér. Þeir vinna tvo leiki í forkeppni Meistaradeildarinnar, gegn Panathinaikos síðasta sumar. Svo vinna þeir ekki leik í riðlakeppninni, detta niður í Evrópudeildina, fara þar í gegnum 32ja liða úrslit gegn Galatasaray með því að vinna einn og gera eitt jafntefli, svo 16-liða úrslit gegn Sporting Lissabon með tveimur jafnteflum og loks 8-liða úrslit gegn Valencia með tveimur jafnteflum.

    Það skrýtna er að þeir vinna Galatasaray og Panathinaikos á útivelli og klára önnur einvígi með mörkum á útivelli. Þeir verða samkvæmt því hættulegri á Anfield en eigin heimavelli, ef eitthvað er.

  17. Frábær upphitun ! Orðinn spenntur eftir að hafa lesið hana 🙂
    Eftir litla spennu fyrir síðastliðinn mánudagsleik er fiðringurinn kominn aftur.
    Fékk þvílíka gæsahúð að horfa á myndbandið 😉

    Takk fyrir !

    Áfram LFC !!!

  18. jæja Liverpool dottið niður í 7. sætið eftir leik kvöldsins í úrvalsdeildinni… en off topic… eftir að hafa fylgst með undanúrslitum CL veltir maður fyrir sér hvort það hafi verið möguleiki að fá annað hvort Sneijder eða Robben sem skiptimynt fyrir Alonso s.l. sumar, ef ég man rétt fóru þeir báðir frá Real fyrir lægri upphæð en Real reiddi fram fyrir Xabi… Sneijder flottur í holunni og Robben einn besti vængmaður sem hægt er að finna í 4-3-3 kerfið, þó hann sé fífl 🙂

  19. 10-0 fyrir þessari upphitun. eins og allar upphitanir hafa verið í europa league hér inni… Ég er alltaf jafn spentur að lesa mig í gegnum þetta daginn fyrir leik…

    nú er svo bara komið að því að berjast.. og sétjann inn á útivelli… vona innilega að við komum 2 inn …. það er klárt að færinn koma í leiknum en ég er heldur hræddur um að það sé enginn sem getur klárað þau fyriri okkur..

    1-2 Gerrard og Babel

  20. Það er ekki ólíklegt að Aston Villa taki 2 af síðustu 3 leikjum sínum sem þýðir að við verðum að vinna 3 síðustu leikina til að ná þeim….þetta lítur ekki alveg nógu vel út. En, að leiknum á morgun. Hef trú á að við náum góðum úrslitum. Menn munu hafa mikla hreyfiþörf eftir alla þessa setu…vinnum 2-1.
    Takk fyrir vandaða og ítarlega upphitun!

  21. Varúð!!! off topic….

    Það var verið að skella þessum á sölulista!!! Mamma. Ég vil hann 🙂

  22. Já, Balotelli! Ekki beint týpan sem Rafa mundi vilja, en undir réttri leiðsögn mun Balotelli verða einn sá allra besti í heimi, hann hefur allt sem þarf að skapinu undanskildu.

  23. Ég get ekki sagt að ég vilji fá Balotelli til Liverpool, ég fæ smá Pennant flashback þegar ég hugsa útí það.

    En ég fann þetta viðtal við Rafa eftir að hafa samið við Torres. Þetta er ekki alveg on toppic en mér finnst þetta viðeigandi þar sem við erum jú að spila við A. Madrid í kvöld. http://www.dailymotion.com/video/x2gsrw_rafa-on-torres_sport

    Það sem mér fannst hvað merkilegast við viðtalið var þó að Rafa játar því að Torres hafi tekið launaskerðingu þegar hann kom. Segir það manni ekki hvað Torres langaði mikið að koma til Liverpool??? 🙂

  24. Þetta fake-Lucas Leiva twitter dæmi er stórkostlegt.

    Quiet enough to go to sleep now. Dreaming about scoring at the Vicente Calderón. I’d be quite happy with several passes back to Jamie though

    🙂

  25. Nú fær Porsm, ekki að spila í evrópudeildini vegna peningamála og það hjálpar víst Liv að spila þar þótt þeir lendi í 7 sæti (mbl .is íþróttir) og svo segir RB, við verðum að skora í Madrid, ( það vita nú allir og það þarf ekki að nefna það)

  26. Flott upphitun! Mjøg gaman ad fa urdratt ur søgu Athletico. takk BAbu fyrir ad koma mer i retta skapid til ad horfa a leikinn.

    Liverpool vinnur 2-1, Kuyt med bædi.

    YNWA

  27. Mögnuð upphitun Babu, þú ert klárlega að leika langt yfir getu þessa dagana 🙂

  28. Vitid thid hvort undanurslitin I Europa League seu oruglud a Sport 2 eins og undanurslit CL?

  29. liðið komið, masch inn fyrir maxi, annars óbreytt og gerrard færður upp, gaman að sjá pachecho á bekk 🙂

  30. Starting XI:
    Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Agger, Kuyt, Lucas, Mascherano, Benayoun, Gerrard, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Degen, El Zhar, Ayala, Pacheco, Babel.

Liverpool 3 – West Ham 0

Liðið gegn Atlético